Íslenska leiðin 2012

Page 1

ÍSLENSKA LEIÐIN

12. árgangur Grein eftir Huldu Þórisdóttur

Politica – félag stjórnmálafræðinema

sjá síðu 6

Stjórnmálafræðingar við HÍ:

Engir öfgamenn Samkvæmt viðhorfskönnun, sem Hulda Þórisdóttir lektor hefur lagt fyrir undanfarin þrjú ár, sigla stjórnmálafræðinemar lygnan sjó í pólitík, það er að segja þegar þeir eru beðnir um að staðsetja sig á vinstri-hægri kvarðanum. Meðaltalið er rétt hægra megin við miðju og nær engir yst til hægri eða vinstri. Þá styðja flestir Sjálfstæðisflokkinn, tæplega þriðjungur, en næst á eftir segist fjórðungur stjórnmálafræðinema óviss hvernig hann myndi kjósa, yrði gengið til kosninga nú. Stuðningur við Samfylkinguna hefur dvínað mest milli ára en fylgi Vinstri grænna úr hópi stjórnmálafræðinema er undir kjörfylgi til Alþingis.

STJÓRNMÁLA­FRÆÐI­ NEMAR TAKAST Á: Er Jóakim aðal­önd frábær náungi?

22

Egill Bjarnason fjallar um nýtt kosningafyrirkomulag í Stúdentaráð

Leiðarvísir úr landi

9. mars 2012 sjá nánar á síðu 12

13

Viðtal eftir Egil og Benóný sjá nánar á síðu 8

20 Ný kosningalög bylta núverandi kerfi 23 Kosningar. Nýtt Stúdentaráð var kjörið í vetur með gamla laginu en á næsta ári verður kerfinu breytt.

ÍSLENSKA LEIÐIN/EGILL

Yfirburðum félagsvísinda og fylkinga lýkur í Stúdentaráði 2013. Sitt sýnist hverjum um ný­ sam­þykkt kosningalög sem koma til með að umturna núverandi kerfi. Kjördæmaskipting skapar skekkju og persónukjör gagnast framapoturum, segir Röskvuliði.

Forseti Íslands í viðtali:

Lögfræðingar stýra umræðunni Fjarvera stjórnmálafræðinga að tillögum stjórnlagaráðs er óskiljanleg, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við Íslensku leiðina. „Mér hefur fundist skortur á því að fræðasamfélagið í stjórnmálafræði héldi fram sínum metnaði í fræðilegri greiningu á þessum tillögum sem og öðrum hugmyndum sem fram hafa komið,“ segir hann en lögfræðingar hafa alfarið stýrt umræðunni. „Þó að lögfræðin sé ágæt, er hún dálítið ferköntuð, hvað þetta snertir. Hún afmarkar sérstaka þætti í stað þess að meta gangvirkið í heild.“ Álit forsetans á tillögum stjórnlagaráðs við setningu Alþingis síðastliðið haust var túlkað á ýmsa vegu. „Stjórnmálafræðingur, sem situr í ráðinu, rauk til og sagði að þetta hefði allt saman verið vitleysa. Ráðherra sagði í stefnuræðu, að ég hefði talað einsog pólitíkus,“ segir Ólafur og kveðst hafa stillt sig um að halda þessari umræðu áfram. „Hið rétta er að ég talaði fyrst og fremst sem gamall stjórnmálafræðiprófessor.“

Hið persónulega er pólitískt!

Nefndarsætum Stúdentaráðs verður kjördæmaskipt eftir menntasviðum. Upp­ stokkunin kemur til með að skapa atkvæðaskekkju í þágu allra menntasviða, nema félags­ vísinda. Miðað við bakrunn frambjóðanda, nem­endafjölda innan menntasviða og kjörsókn, endur­ speglar núverandi kosningakerfi betur vilja kjós­enda, samkvæmt úttekt blaðsins. Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdenta­ráðs, segir að breytingarnar komi til með að færa Stúdenta­ráð nær nemendum og auðvelda samráð við deildar­stjóra. „Sviðsráðin munu skapa nauðsynlega sérþekkingu,“ segir hann. „Til dæmis kemur sviðs­ráð heilbrigðisvísinda til með að vita betur hvernig eigi að bæta rannsóknaraðstöðu lyfjafræðinema, þó

áfram verði barist fyrir heildarhagsmunum, einsog LÍNmálum.“ Hann telur ennfremur að kjörsókn komi til með að aukast við að þrengja kosningabaráttuna, sérstaklega innan sviða sem hafa verið atkvæðalítil til þessa. Benóný Harðarson, nýkjörinn fulltrúi Stúdentaráðs fyrir Röskvu, telur breytinguna illa ígrundaða og kerfið of fólkið fyrir hinn almenna kjósanda. „Það kemur til með að vinna gegn upphaflegu markmiði; að auka kjörsókn,“ segir hann og tekur persónukjöri með fyrirvara. Líklega legðu fáir einstaklingar í að safna allt að 17 prósent fylgi á sínu sviði. „Sýnilegir nemendur, hinir svokölluðu framapotarar, myndu líklega hagnast mest.“

Viðtal eftir Hrefnu Rós við Þorgerði Einarsdóttur

Þorgerður Einarsdóttir í viðtali:

Feimni í garð femínisma

11

„Fólk er hrætt við allt sem ögrar því viðtekna,“ segir Þorgerður Einarsdóttir prófessor í viðtali við Íslensku leiðina. Hún ræðir feimni jafnréttissinna við að gangast við femínisma, skaðlega karlmennsku og svarar gagnrýni á kynjafræði. „Það sem flokkað er kvenlægt er iðulega skörinni lægra en hið karllæga. Og ég segi flokkað vegna þess að þetta eru allt saman menningarlegar skilgreiningar, það er ekki skrifað í skýin að eitthvað sé kvenlegt eða karlmannlegt,“ segir hún.

sjá nánar á síðu 14


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Íslenska leiðin 2012 by Póllinn // Politica - félag stjórnmálafræðinema - Issuu