Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2.tbl 2022

Page 20

Viðtal

Laufey nærþjónusta - teymi sem veitir geðheilbrigðisþjónustu á vettvangi Laufey nærþjónusta er teymi í þróun á geðþjónustu LSH sem er ætlað að þjónusta fólk með alvarlegan geð- og fíknivanda á vettvangi. Við heyrðum í Birnu Óskarsdóttur, hjúkrunarfræðingi og teymisstjóra, til að forvitnast nánar um þetta nýja og mikilvæga teymi sem er nefnt eftir ömmu sem bjó í Grjótaþorpinu og var þekkt fyrir að berjast fyrir réttlæti lítilmagnans. Viðtal og myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir

Hvers vegna var ákveðið að setja á laggirnar teymi sem þjónustar fólk með geð- og fíknivanda á vettvangi? „Geðþjónustan er í stöðugri framþróun, þessi hópur þarf sértæka nálgun og að okkar mati var þörf á að aðlaga kerfið betur að þessum hópi en hefur verið gert hingað til.“ Birna segir að með þróun teymisins sé komin þjónusta sem er sérstaklega sniðin að þörfum hópsins sem þiggur hana og að hún feli í sér þekkingu á fíknivanda, skaðaminnkun og geðsjúkdómum. „Það er auðveldara að mæta þessum hópi á þeirra forsendum þegar öll þessi þekking er til staðar hjá teyminu sem veitir þjónustuna,“ segir hún. Úr hvaða fagstéttum koma þeir sem tilheyra þessu nýja teymi og hvernig virkar það? „Í teyminu eru hjúkrunarfræðingar, reynslumiklir og sérhæfðir málastjórar, fíknifræðingur, læknar og félagsráðgjafar frá Reykjavíkurborg. Teymið er með samstarfssamning við borgina varðandi félagslega ráðgjöf fyrir þennan hóp sem er mikilvægt. Teymið virkar þannig að við veitum geðheilbrigðisþjónustu á vettvangi, við erum mjög sveigjanleg og reynum að mæta fólki á þeirra forsendum.“ Birna segir að meðferðarsambandið skipti miklu máli og að hópurinn sem sæki þjónustuna treysti teyminu. „Hver og einn og einstaklingur hefur með það að gera hversu mikla þjónustu hann þiggur.“ Hún segir þetta nýja teymi vinna út frá hugsjónum áhugahvetjandi samtals, skaðaminnkunar, batamiðaðrar

20

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022

hugmyndafræði og geðlæknisfræði. „Teymið var upphaflega þróað með þetta að leiðarljósi en verður stöðugt í þróun og endurskoðun til að reyna að bæta þjónustuna enn frekar. Teymið Laufey tók til starfa í október 2021 og nú eru um 30 einstaklingar í þjónustu en markmiðið er að þjónusta stærri hóp því þörfin er mikil. Samhliða stækkandi teymi viljum við líka fá fleiri fagstéttir í lið með okkur eins og til dæmis sálfræðinga sem mér finnst vanta í teymið. Það væri líka betra fyrir skjólstæðinga okkar ef það væri fast stöðugildi læknis í teyminu og einnig ef að í teyminu starfaði einstaklingur með persónulega reynslu. Notendur eru með lífsálfélagslegar þarfir og þurfa mest á heildrænni heilbrigðisþjónustu að halda. Þess vegna er mikilvægt að hjúkrun í teyminu sé sterk og samstarf hjúkrunarfræðinga og annarra sem sinna hjúkrun þessara einstaklinga afskaplega mikilvægt. Laufey er teymi sem var lítið í byrjun og mun án efa stækka með tímanum og þjónusta fleiri skjólstæðinga.“ Var þessi hópur sem teymið er að þjónusta á vettvangi ekki að sækja sér heilbrigðisþjónustu á viðeigandi stofnunum eða er álagið þar hugsanlega of mikið til að hægt sé að sinna honum? „Þetta er okkar veikasti hópur og að sjálfsögðu er pláss fyrir hann. Reynslan sýnir hins vegar að okkar veikasti hópur leitar gjarnan á bráðamóttökur en skilar sér oft illa í bókaða tíma inn á heilbrigðisstofnanir því það getur verið ákveðin hindrun að koma inn á spítalann til að sækja þjónustu. Þetta teymi var sett á laggirnar með það að markmiði að


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Ritrýnd grein: Heilsutengd lífsgæði sjúklinga eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm: Lýsandi ferilrannsókn

37min
pages 36-45

Vaktin mín, Katrín Brynjarsdóttir segir frá morgunvakt á meðferðardeild geðrofssjúkdóma

6min
pages 30-31

Ritrýnd grein: Ofbeldi gagnvart starfsfólki geðdeilda Landspítala

23min
pages 66-73

Ritrýnd grein: ,,Þetta er ekkert flókið“ Smokkanotkun ungra karlmanna

34min
pages 74-84

Viðtal – Helga Sif Friðjónsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun og klínískur lektor við Hjúkrunarfræðideild HÍ, segir frá nýju meistaranámi í geðhjúkrun sem hefst í haust

4min
pages 28-29

Golfmót hjúkrunarfræðinga

2min
pages 16-19

Kjara- og réttindasvið Fíh, ásamt formanni félagsins fór langþráða fundaröð um landið

2min
pages 8-9

Viðtal – Birna Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur er teymisstjóri í teymi sem er í þróun á geðþjónustu LSH og er ætlað að þjónusta fólk með alvarlegan geð- og fíknivanda á vettvangi

6min
pages 20-23

Mikilvægt að fjölga körlum í hjúkrun, Fíh lét gera könnun um viðhorf til karlkyns hjúkrunarfræðinga

7min
pages 24-27

Ritstjóraspjall

4min
pages 4-5

Viðtal – Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor í lífeðlisfræði og forstöðukona við Institute for Stress Medicine í Gautaborg, segir að margir í Svíþjóð séu greindir með kulnun sem kemur svo í ljós að er eitthvað allt annað eins og til dæmis geðhvörf, áfallastreituröskun eða þunglyndi

12min
pages 10-13

Pistill formanns Fíh

4min
pages 6-7

Viðtal – Hrönn Stefánsdóttir og Ragnheiður Eiríksdóttir eru

3min
pages 14-15
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.