Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2.tbl 2022

Page 24

Mikilvægt að fjölga körlum í hjúkrun

Mikilvægt að fjölga körlum í hjúkrun Höfundar: Edda Dröfn Daníelsdóttir, Eygló Ingadóttir, Gísli Kort Kristófersson, Gísli Nils Einarsson og Hildur Sigurðardóttir

Í alþjóðlegri rannsókn frá árinu 2012 „Male nurses World wide“ kom fram að hlutfall karla sem störfuðu þá við hjúkrun á Íslandi var hvað lægst í heiminum ásamt Kína eða um eitt prósent. Hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í Evrópu var á sama tíma að meðaltali um 5-10% og fór sú tala hækkandi, en sem dæmi þá voru 25% hjúkrunarfræðingar á Ítalíu karlkyns1. Árið 2022 er hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga sem starfa við hjúkrun á Íslandi 3% samkvæmt félagatali Fíh. Hlutfallið hefur hækkað á síðustu árum en ástæðan fyrir því er fjölgun karlkyns hjúkrunarfræðinga af erlendum uppruna. Það er mikilvægt að fjölga körlum í hjúkrun. Karlar og konur eiga að geta valið sér starfssvið eftir áhuga og hæfileikum óháð staðalmyndum. Kynskiptur vinnumarkaður orsakar meðal annars kynbundinn launamun2. Þá hefur verið sýnt fram á að vinnustaðamenning og framleiðni er almennt talin betri á blönduðum vinnustöðum3. Um helmingur skjólstæðinga hjúkrunarfræðinga eru karlar og því má segja að hlutfall karla í hjúkrunarstéttinni sé í hrópandi ósamræmi við heildarmyndina í nútímasamfélagi. Eðlilegt er að kjölfestustarfsstétt eins og hjúkrunarfræðingar endurspegli fjölbreytileika samfélagsins sem hún þjónar, einnig hvað varðar kynjaskiptingu. Ef horft er til áskorana hvað varðar mönnun í íslenskri heilbrigðisþjónustu er ljóst að breyta þarf staðalmyndum þannig að karlar sjái hjúkrunarfræði sem áhugaverða menntun og framtíðarstarfsferil. Ólíklegt er að hægt verði að fylla stöður hjúkrunarfræðinga með nær einu kyni á komandi árum. Árið 2019 hóf Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) samstarf við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri og Landspítala um mótun framtíðarsýnar og langtímastarfsáætlunar um fjölgun karla í hjúkrun. Eitt af fyrstu verkefnum hópsins var að standa fyrir könnun um karlkyns hjúkrunarfræðinga annars vegar á meðal almennings og hins vegar á meðal hjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh).

24

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022

Í kjölfar þess að var ákveðið að halda rafrænt málþing 4. febrúar 2022 sem bar heitið Hjúkrun með mismunandi kynjagleraugum, þar voru meðal annars helstu niðurstöður könnunarinnar kynntar ásamt því að boðið var upp á ýmsa aðra áhugaverða fyrirlestra. Könnun Fíh um viðhorf til karlkyns hjúkrunarfræðinga Fyrirtækið Maskína sá um framkvæmd könnunarinnar fyrir Fíh. Könnunin var tvískipt þar sem annars vegar var leitast við var að skyggnast inn í viðhorf almennings til karlkyns hjúkrunarfræðinga og hins vegar viðhorf hjúkrunarfræðinga. Könnunin sem náði til almennings var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks á aldrinum 18 ára og eldri sem valinn var með tilviljunarkenndum hætti úr Þjóðskrá á netinu. Könnunin fór fram dagana 26. október til 3. nóvember 2021 og voru svarendur alls 806 talsins. Starfandi félagsmenn Fíh, alls 3.171 manns, fengu könnunina senda til sín rafrænt dagana 2. til 30. nóvember 2021 og henni var fylgt eftir með þremur áminningum til þeirra sem ekki höfðu þegar svarað, auk sms-skilaboða með vefslóð á könnunina. Að lokum var haft samband símleiðis við þá hjúkrunarfræðinga sem áttu eftir að svara. Alls svöruðu 1.358 félagsmenn Fíh eða 42,8%. Stjórn Fíh vill þakka hjúkrunarfræðingum fyrir þátttökuna en góð þátttaka er forsenda áreiðanlegra niðurstaðna. Nánari útlistun á úrtaki og svörun í könnuninni má sjá í töflu 1.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Ritrýnd grein: Heilsutengd lífsgæði sjúklinga eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm: Lýsandi ferilrannsókn

37min
pages 36-45

Vaktin mín, Katrín Brynjarsdóttir segir frá morgunvakt á meðferðardeild geðrofssjúkdóma

6min
pages 30-31

Ritrýnd grein: Ofbeldi gagnvart starfsfólki geðdeilda Landspítala

23min
pages 66-73

Ritrýnd grein: ,,Þetta er ekkert flókið“ Smokkanotkun ungra karlmanna

34min
pages 74-84

Viðtal – Helga Sif Friðjónsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun og klínískur lektor við Hjúkrunarfræðideild HÍ, segir frá nýju meistaranámi í geðhjúkrun sem hefst í haust

4min
pages 28-29

Golfmót hjúkrunarfræðinga

2min
pages 16-19

Kjara- og réttindasvið Fíh, ásamt formanni félagsins fór langþráða fundaröð um landið

2min
pages 8-9

Viðtal – Birna Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur er teymisstjóri í teymi sem er í þróun á geðþjónustu LSH og er ætlað að þjónusta fólk með alvarlegan geð- og fíknivanda á vettvangi

6min
pages 20-23

Mikilvægt að fjölga körlum í hjúkrun, Fíh lét gera könnun um viðhorf til karlkyns hjúkrunarfræðinga

7min
pages 24-27

Ritstjóraspjall

4min
pages 4-5

Viðtal – Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor í lífeðlisfræði og forstöðukona við Institute for Stress Medicine í Gautaborg, segir að margir í Svíþjóð séu greindir með kulnun sem kemur svo í ljós að er eitthvað allt annað eins og til dæmis geðhvörf, áfallastreituröskun eða þunglyndi

12min
pages 10-13

Pistill formanns Fíh

4min
pages 6-7

Viðtal – Hrönn Stefánsdóttir og Ragnheiður Eiríksdóttir eru

3min
pages 14-15
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.