Víkurfréttir 16. tbl. 44. árg.

Page 1

Bleikjan komin í verslanir erlendis einum degi eftir vinnslu

- sjá miðopnu

AFGREIÐSLUTÍMI

SUMARDAGINN FYRSTA

Hringbraut Opið 24 klst.

Tjarnabraut 09:00-23.30

Rændi Stapagrill vopnaður hnífi

Rannsókn á ráninu í Stapagrilli við Tjarnabraut í Innri-Njarðvík á mánudag miðar ágætlega. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að verið sé að fara yfir ábendingar um hugsanlega gerendur í málinu. Einn beið yfirheyrslu í gær hjá lögreglu að sögn Bjarneyjar, en ekki er víst að viðkomandi sé sá sem framdi ránið.

á Íslandsmótinu í knattspyrnu síðasta laugardag en leikurinn fór fram á nýja gerfigrasinu við Nettóhöllina. VF/Hilmar

Sameinast um keppnisvöll í Reykjanesbæ

n Fimm milljarða króna framkvæmdir við íþróttamannvirki í Reykjanesbæ næstu sjö árin

Stjórnir Knattspyrnudeilda

UMFN og Keflavíkur hafa tekið vel í erindi starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða í Reykjanesbæ sem gerir

ráð fyrir sameiginlegum keppnisvelli félaganna. Viðræður milli félaganna og starfshópsins um uppbygginguna eru hafnar. Þá hefur starfshópnum borist yfir-

lýsing frá báðum deildum þar sem þær styðja tillögu starfshóps um sameiginlegan keppnisvöll. Þetta kemur fram í skýrslu starfshópsins sem kynnt var fyrir

bæjarstjórn Reykjanesbæjar á þriðjudag. Nánar er fjallað um málið á síðu 2 í Víkurfréttum í dag.

Leggur ljósleiðara á fjölda heimila í Garði

Míla hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í Garði í Suðurnesjabæ. Framkvæmdir hefjast um miðjan apríl og er áætlaður framkvæmdatími tveir mánuðir ef vel gengur. Framkvæmdin verður unnin í tveimur áföngum og er áætlað að byrja á teningum í hús við Melteig, Kríuland og Lóuland sem

ætti að klárast á tveimur til þremur vikum. Í framhaldi verður farið í seinni áfangann, sem áætlað er að taki fjórar til fimm vikur vikur. Þar eru hús við Heiðartún, Silfurtún,Hraunholt, Lindartún, Eyjaholt, Heiðarbraut, Lyngbraut, Einholt og Urðarbraut.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Mílu.

Vopnað rán var framið í Stapagrilli í Innri-Njarðvík um miðjan dag á mánudag. Maður með hettu, sólgleraugu, grímu fyrir munni og nefi og vopnaður hnífi ógnaði starfsfólki. Hann opnaði sjóðsvél í afgreiðslu og tók þaðan peninga. Upphæðin er um 25.000–30.000 krónur.

„Það kemur hingað inn maður eða strákur í svartri úlpu. Hann var með hettu yfir sér, með sólgleraugu og buff eða eitthvað slíkt fyrir nefinu. Hann kemur að afgreiðsluborðinu og stendur þar í smá stund. Þá tekur hann upp mjög skrítinn hníf og plastpoka. Hann teygir hendina í afgreiðslukassann og opnar hann og byrjar að taka peninginn úr kassanum. Starfsstúlka hjá mér fer þá og reynir að loka kassanum en þá veifar hann hnífnum að henni og hún bakkar snögglega. Hann tekur peninginn og hleypur út og fyrir hornið og bak við húsið þar sem hann hverfur sjónum okkar,“ segir Grétar Þór Grétarsson, eigandi Stapagrills, í samtali við Víkurfréttir um ránið.

VIÐ SÝNUM
FÁÐU
Í
ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR ASTA@ALLT.IS 560-5507 UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR UNNUR@ALLT.IS 560-5506 ELÍN FRÍMANNSDÓTTIR ELIN@ALLT.IS 560-5521 HELGA SVERRISDÓTTIR HELGA@ALLT.IS 560-5523 DÍSA EDWARDS DISAE@ALLT.IS | 560-5510 ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR ELINBORG@ALLT.IS | 560-5509 PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PALL@ALLT.IS 560-5501 16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER NET SÍMI SJÓNVARP Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
ALLAR EIGNIR,
TILBOÐ
FERLIÐ.
Hjá okkur er allt innifalið Ljósleiðari 10.490 kr/mán.
Frá leik Keflavíkur og KR í Bestu deild karla Bragi
MiðViKudaguR 19. apRÍl 2023 // 16. tBl. // 44. áRg.

Fimm milljarða króna framkvæmdir við íþróttamannvirki í Reykjanesbæ næstu sjö árin

n KEFLAVÍK og NJARÐVÍK sameinast um keppnisvöll og íþróttasvæði

Stjórnir knattspyrnudeilda

UMFN og Keflavíkur hafa tekið vel í erindi starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða í Reykjanesbæ sem gerir ráð fyrir sameiginlegum keppnisvelli félaganna. Viðræður milli félaganna og starfshópsins um uppbygginguna eru hafnar. Þá hefur starfshópnum borist yfirlýsing frá báðum deildum þar sem þær styðja tillögu starfshóps um sameiginlegan keppnisvöll. Þetta kemur fram í skýrslu starfshópsins sem kynnt var fyrir bæjarstjórn Reykjanesbæjar á þriðjudag.

Með tilliti til staðsetningar, fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar, samnýtingu og möguleika til stækkunar er tillaga starfshóps að uppbygging á framtíðarkeppnisaðstöðu beggja félaga við Afreksbraut verði á sameiginlegum keppnisvelli fyrir aftan Reykjaneshöll. Sú afstaða er í takti við framtíðarsýn íþróttamannvirkja til ársins 2030.

Frumáætlun kostnaðar við keppnisvöll við Afreksbraut gerir ráð fyrir að í fyrsta fasa verkefnisins verði æfingavelli (núverandi gerfigrasvöllur) fyrir aftan Reykjaneshöll breytt í fullbúin keppnisvöll fyrir Njarðvík og Keflavík. Byggð verði keppnisstúka fyrir báðar deildir með búningaaðstöðu, félagsaðstöðu og skrifstofum. Lyftingarsalur og annað nauðsynlegt sem tengist starfsemi verði til staðar. Unnin verði fullnaðarhönnun og framkvæmdir fyrir allt að fjögur þúsund áhorfendur ásamt þjónusturýmum.

Áætlaður kostnaður við aðstöðuna er tveir milljarðar króna. Hægt er að skipta verkefninu niður með því að fara fyrst í í stúku fyrir 2000 áhorfendur fyrir 1,2 milljarða króna og í seinni fasa yrði ráðist í stækkun fyrir 2000 áhorfendur í viðbót fyrir 800 milljónir króna. Í fyrri fasa verkefnisins er gert ráð fyrir tveimur gervigrasvöllum til æfinga og aðstöðu fyrir barnaog ungmennastarf í knattspyrnu fyrir bæði félögin. Starfshópur bæjarins leggur mikla áherslu á að klára æfingavellina samhliða keppnisvelli. Lögð er áhersla á tengibyggingar til þess að samnýta aðstöðu/starfsfólk eins mikið og hægt er. Þá er áhersla lögð á skiptingu byggingar, UMFN snýr að sínu svæði og öfugt. Áætlaður kostnaður við þennan hluta verkefnisins er 800 milljónir króna.

Í ár er gert ráð fyrir 50 milljónum króna í hönnun og deiliskipulag svæðisins. Framkvæmdir

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

hefjast svo við fyrri fasa árið 2024 og þá verði varið 1.000 milljónum króna til framkvæmda. Árið 2015 verða milljónirnar 1.500 og árið

Framtíðaríþróttasvæði Keflavíkur og Njarðvíkur. Tölvugerð mynd.

2026 verður varið 1.000 milljónum króna í Fasa I. Í fyrri fasa er aðstaða fyrir knattspyrnuna og fullbúið fimleikahús við Afreks -

braut, ásamt skrifstofuhúsnæði, lyftingaaðstöðu og fleiru. Áætlaður kostnaður við fimleikahús er 1.500 milljónir króna. Reikna má með tekjuframlagi við sölu á Akademíu og lóð þar í kring.

Framkvæmdir við seinni fasa verkefnisins hefjast árið 2027 þegar 800 milljónum króna verður varið til framkvæmda. Árið 2028 verða milljónirnar 400 og árið 2029 verður 200 milljónum króna varið í lok framkvæmda í seinni fasanum.

Í honum eru íþróttagreinar í víkjandi húsnæði og annar nauðsynlegur frágangur. Alls eru þetta 4.950 milljónir króna í framkvæmdir við uppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða til ársins 2030.

Leggur áherslu á að tryggja þarfir deilda við uppbyggingu á Afreksbraut

UMFN óskar eftir aðgerðum sem allra fyrst þar sem núverandi aðstaða liggur undir skemmdum.

Brýn þörf hjá fimleikadeild

Keflavíkur

Niðurstaða þarfagreiningar starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða í Reykjanesbæ leiðir í ljós brýna þörf á úrbótum fyrir knattspyrnu og fimleika. Þá eru sumar íþróttadeildir í Reykjanesbæ í víkjandi bráðabirgðahúsnæði og hugsa þarf til þeirra í framtíðaruppbyggingu til ársins 2030.

Fyrir aðra íþróttastarfsemi í Reykjanesbæ, sem er í víkjandi húsnæði í dag, er tillaga starfshópsins að gert verði ráð fyrir deildum og aðstöðu fyrir þær á Afreksbraut í Reykjanesbæ. Áætlaður kostnaður er 1.400 milljónir króna. Heildarkostnaður við uppbyggingu á Afreksbraut á árunum 2023 til 2030 er 4.950 til 5.750 milljónir króna samkvæmt frumáætlun sem kynnt var bæjarstjórn Reykjanesbæjar á þriðjudag.

Reikna má með tekjuframlagi við sölu á Akademíu, sem hýsir fimleikadeild í dag, og lóð þar í kring og þá lækkar heildarkostnaður sem því nemur. Tillaga starfshóps fyrir Afreksbraut í fyrsta fasa nær til 51% af iðkendum Reykjanesbæjar á aldrinum 4 til 18 ára eða 9% af heildarfjölda íbúa.

Skipuð verði mannvirkjanefnd

Það er ósk starfshópsins að árið 2023 verði skipuð mannvirkjanefnd sem sér um þarfa- og kostnaðargreiningu í samráði við deildir og tryggir framgang verka. Nefndin leggur jafnframt áherslu á að tryggja þarfir deilda við uppbyggingu á Afreksbraut og skoða þann möguleika á að fara í hönnunarútboð. Í hönnun á svæðinu verði lögð áhersla á að fylgja stefnu og framtíðarsýn íþróttamannvirkja, fallegt umhverfi, umferðaröryggi, gott aðgengi og að svæðið verði miðjupunktur fyrir öflugt íþróttastarf til framtíðar.

Bardagaíþróttir, golf og borðtennis eru í víkjandi húsnæði Kallað var eftir afstöðu félaganna. Innan ÍRB starfa þrettán deildir og er aðstaða deildanna frekar góð, segir í skýrslu starfshópsins. Ekki er brýn þörf á byggingu mannvirkja á næstu árum en bardagaíþróttir, golf og borðtennis eru í víkjandi húsnæði. Í skýrslunni er haft eftir formanni ÍRB að aðstaða Golfklúbbs Suðurnesja sé ekki hentug til framtíðar, húsnæðið lekur og það er kalt þar inni. Ef byggja á fjölnota íþróttahús þarf að gera ráð fyrir þessum deildum bæði til hagræðingar fyrir Reykjanesbæ og samnýtingu deildanna. Mikil nýting er á húsnæði hjá þessum deildum en lítið svigrúm til stækkunar. Sundráð ÍRB óskar eftir bættri styrktaraðstöðu, vill nýja áhorfendabekki og tekjuskapandi aðstöðu með t.d. Led-auglýsingaskiltum.

Frisbígolffélag Suðurnesja vantar geymsluaðstöðu fyrir körfur og diska, salernisaðstöðu við Njarðvíkurskóg, fundaraðstöðu og kastæfingatíma í Reykjaneshöllinni.

Knattspyrnan á forgangslista í Njarðvík

Knattspyrnan er á forgangslista hjá Ungmennafélagi Njarðvíkur er varðar framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja til ársins 2030. Brýn þörf er á bættri aðstöðu fyrir Knattspyrnudeild Njarðvíkur.

Framtíðarsýn UMFN hefur ætíð verið uppbygging við Afreksbraut og byggja vallarhús fyrir knattspyrnuna, félagsaðstöðu allra deilda, skrifstofur og viðburðarsal.

Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag segir brýna þörf á bættri aðstöðu fyrir fimleikadeildina og er óskað eftir aðgerðum sem allra fyrst í þeim málaflokki. Mikið álag er á sjálfboðaliða og rekstraraðstæður eru erfiðar. Huga þarf að framtíðaraðstöðu þar sem deildin getur verið sjálfstæðari í rekstri. Knattspyrnudeildin óskar eftir bættri aðstöðu og er brýnt að huga að framtíðaraðstöðu og uppbyggingu fyrir knattspyrnuna. Körfuknattleiksdeildin óskar eftir nýjum Led-auglýsingaskiltum og nýrri Led-klukku. Skotdeildin er í víkjandi aðstöðu í Vatnaveröld og þarf að huga að þeirra aðstöðu við uppbyggingu nýrra íþróttamannvirkja.

Nýjar deildir eiga erfitt með að fá æfingatíma Hafsteinn Ingibergsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja Reykjanesbæjar, segir í skýrslu starfshópsins að mikil nýting sé á íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar og er staðan þannig að nýjar deildir eiga erfitt með að fá æfingatíma. Varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja bendir Hafsteinn á Úlfarsárdalinn í Reykjavík sem dæmi og aðstöðu Fram, þar sem skipulag og nýting íþróttahússins er eins og best verður á kosið. Þar er skólahúsnæði og íþróttamannvirki innangengt og allir aðilar njóta góðs af því fyrirkomulagi.

Varðandi rekstrarkostnað á íþróttamannvirkjum ber helst að nefna að skipta þarf út gervigrasi í Reykjaneshöll árið 2024 og er kostnaðaráætlun um 100 milljónir króna. Gervigrasvöllurinn er mjög vel nýttur en svona völlur dugar í sex til átta ár að meðaltali. Árið 2028 til 2029 þarf að skipta út gervigrasvelli vestan Reykjaneshallar.

„Það er mat starfshópsins að framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja og svæða í Reykjanesbæ verði að hefjast sem allra fyrst og verði fylgt eftir með mannvirkjanefnd,“ segir í lokaorðum starfshópsins.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
2 // VÍK u RFRÉ tti R á S uðu RNESJ u M

Velkomin á Aðaltorg!

Verslun og þjónusta eflist til framtíðar

Hársnyrting í hávegum höfð á Aðaltorgi

Hársnyrtistofan Draumahár opnaði á Aðaltorgi 28. nóvember 2022

Hársnyrtistofan Draumahár opnaði við Aðaltorg í Reykjanesbæ 28. nóvember 2022 en stofan hafði verið með aðsetur á Ásbrú í ellefu ár fram að því.

Hildur Mekkin Draupnisdóttir er eigandi stofunnar og einn þriggja hárgreiðslumeistara sem starfa á stofunni, auk þeirra bættist nýlega við rakari á stofuna en hann sérhæfir sig í herraklippingum. Þá hefur fótaaðgerðastofa einnig opnað á sama stað og er með aðsetur fyrir innan hársnyrtistofuna.

„Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Við erum eiginlega fullbókaðar alla daga og höfum eignast marga nýja viðskiptavini frá því við opnuðum hér á Aðaltorgi. Þetta er eiginlega lúxusvandamál,“ segir Hildur Mekkin en viðskiptavinir stofunnar þurfa að bóka tíma nema hjá rakaranum sem tekur við karlpeningnum af götunni.

„Við erum mjög ánægð hér og staðsetningin er mjög góð. Það hefur verið mikið að gera í fermingargreiðslum og klippingum að undanförnu og framundan eru brúðargreiðslur auk alls hins hefðbundna í hársnyrtingunni,“ segir Hildur Mekkin.

Við trúum á framtíð Suðurnesja

Alþjóðleg ráðstefna haldin í Reykjanesbæ

Reykjanes jarðvangur tryggði sér í síðustu viku, næstu alþjóðlegu ráðstefnu evrópskra jarðvanga (EGN) sem haldin verður í byrjun október 2024 í Hljómahöll. Áætlað er að allt að 600 manns sæki ráðstefnuna.

Ánægðir með hugmyndir um Reykjanesklasann

n Samþykkja að minnka verulega lóð Stakksbrautar 1

„Stjórn Reykjaneshafnar lýsir ánægju sinni með þær hugmyndir sem felast í verkefninu Reykjanesklasi – grænn iðngarður og þeim áformum um uppbyggingu sem þar koma fram. Gangi verkefnið eftir mun það auka fjölbreytni í atvinnumálum Suðurnesja og efla nýsköpun á svæðinu“. Þetta var samþykkt samhljóða á fundi stjórnar Reykjaneshafnar þar sem Reykjanesklasinn var til umræðu.

Á fundinn mættu Kjartan Eiríksson og Þór Vigfússon, fulltrúar Reykjanesklasans – græns iðngarðs, og kynntu hugmyndafræði verkefnisins.

Í sömu fundargerð kemur fram að skiptastjóri hefur samþykkt tilboð Reykjanesklasans ehf. í fasteignir þrotabúsins Norðurál Helguvík ehf. Í tilboðinu felst m.a. að sú lóð sem fylgir fasteignunum mun minnka verulega miðað við þá lóð sem er til staðar í dag. Reykjaneshöfn er leigusali núverandi lóðar til þrotabúsins og þarf því að heimila þær breytingar sem gera þarf á lóðinni.

Stjórn Reykjaneshafnar heimilar fyrir sitt leyti þær breytingar sem gera þarf á lóðastærð núverandi

lóðar á Stakksbraut 1 í Suðurnesjabæ til þess að hægt sé að ganga frá sölu fasteigna þrotabúsins og felur hafnarstjóra að fylgja málinu eftir. Samþykkt samhljóða.

Við erum á Aðaltorgi - verið velkomin!

Áratuga reynsla Sjónmælingar

Góð þjónusta Linsumælingar

Falleg vara Sjónþjálfun

Nýjungar í sjónglerjum og tækjum

Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is

Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is

Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, dóttur, tengdadóttur, systur, og ömmu, STEINU ÞÓREYJAR RAGNARSDÓTTUR

Ljósmóður, Leirdal 3, Reykjanesbæ.

Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir frábæra umönnun og hlýtt viðmót.

Helgi Björgvin Eðvarðsson

Ragnar Björn Helgason Agla Ösp Sveinsdóttir

Veigar Þór Helgason Ólöf Októsdóttir

Ragnar Eðvaldsson Ásdís Þorsteinsdóttir

Sólveig Þórðardóttir Jón Hermannsson

Systkini hinnar látnu og barnabörn.

Auglýst var eftir umsóknum um að halda ráðstefnuna í fyrra vor og rann umsóknafrestur út 30. nóvember sl. Umsókninni var svo fylgt eftir á félagafundi EGN sem fór fram í Hateg UNESCO Global Geopark nýlega, með kynningu frá Reykjanes jarðvangi. Í kjölfarið kusu félagsmenn milli umsókna, en fjórar umsóknir bárust um fundinn frá jarðvöngum í Finnlandi, Danmörk, Grikklandi og Íslandi. Ísland fékk um helming atkvæða, sem tryggði Reykjanes jarðvangi rétt til að halda næstu ráðstefnu.

Alþjóðleg ráðstefna Evrópska netverksins miðar að því að kynna og fjalla um verkefni og starfsemi jarðvanganna. Ráðstefnan stendur yfir í þrjá daga, með allt að 150 erindum, kynnisferðum og málstofum, þar sem fjallað er meðal annars um byggðaþróun, ferðaþjónustu, sjálfbærni, fræðslu, menntun, nýsköpun og verndun náttúru innan jarðvanga um alla Evrópu.

„Þessi ráðstefna er auðvitað einn mikilvægasti þátturinn í netverki evrópskra jarðvanga. Þarna koma saman fulltrúar allra jarðvanga í Evrópu og víðar og deila þekkingu

og reynslu sinni í að vinna að því að varðveita og nýta jarðfræðilega arfleifð sína með samþættri og sjálfbærri þróun á þeirra svæðum. Á undirbúningstímanum gefst tækifæri til að efla bæði þekkingu og vitund almennings og stjórnvalda hér á landi fyrir markmiðum, tilgangi og mikilvægi jarðvanga fyrir náttúruvernd og sjálfbæra byggðaþróun. En þessi ráðstefna er einnig gríðarlega gott tækifæri til að kynna heimamönnum hér á Reykjanesi fyrir jarðvanginum og markmiðum hans. Þá er þetta einnig mikil viðurkenning fyrir okkur að vera kosin úr hópi þeirra sem sóttu um að halda ráðstefnuna. Við erum gríðarlega spennt fyrir framhaldinu og að vinna áfram að undirbúningi með Markaðsstofu

Nágrannar kvarta vegna starfsemi

Íbúar Stóru-Vatnsleysu og nágrannar svínabúsins að Minni Vatnsleysu hafa sent bæjaryfirvöldum í Sveitarfélaginu Vogum erindi með kvörtun vegna starfsemi svínabúsins að Minni Vatnsleysu. Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga tók málið fyrir á síðasta fundi sínum en þangað hafði málinu verið vísað frá skipulagsnefnd. Í bréfinu gera nágrannar svínabúsins athugasemdir við mengun sem starfsemi svínabúsins hefur í för með sér.

svínabús

Í afgreiðslu umhverfisnefndar segir að samkvæmt Umhverfisstofnun gilda fjarlægðarmörk ekki þar sem það á aðeins við um ný bú. Hinsvegar munu verða gerðar auknar kröfur til mengunarvarnarbúnaðar í endurútgefnu leyfi skv. Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, HES. Nefndin hefur áhyggjur af lyktarmengun frá búinu og óskar eftir því við HES að fá ný starfsskilyrði til umsagnar þegar þau verða auglýst.

Reykjaness, Iceland Travel, Meet in Reykjavík og ekki síst sveitarfélögunum, ferðaþjónustuaðilum og öðrum aðilum á svæðinu,“ segir Daníel Einarsson, framkvæmdastjóri Reykjanes jarðvangs. Umsóknin var unnin með Markaðsstofu Reykjanes sem vinnur þessi misserin í áhersluverkefni um fundi og ráðstefnur á Reykjanesi og í mjög góðu samstarfi við sveitarfélögin og ferðaþjónustuaðila á svæðinu, Iceland Travel og Meet in Reykjavík. Kjarninn í umsókninni verður nýttur áfram til sem kynningarefni í svokölluð ráðstefnu-bid og kemur til með að nýtast fyrirtækjum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu sem hyggjast bjóða í ráðstefnur inn á svæðið.

Thai Keflavík lokað

Veitingastaðnum Thai Keflavík var lokað 15. apríl sl. eftir sautján ár í rekstri. Til stendur að breyta húsinu í íbúðir.

Magnús Heimisson, eigandi staðarins, segir í færslu á Facebook þar sem hann þakkar viðskiptavinum og starfsfólki samfylgdina að það sé erfitt að loka þessum kafla í lífi sínu. „En nú er kominn tími á að róa á önnur mið,“ segir Magnús en Heimir Hávarðsson, faðir hans, stofnaði reksturinn fyrir rétt tæpum aldarfjórðungi og sonurinn kom inn í hann nokkrum árum síðar og tók hann svo yfir.

Samstarf um skógrækt til skoðunar

Anna Karen Sigurjónsdóttir, sjálfbærnifulltrúi hjá Reykjanesbæ, fundaði á dögunum með umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga um sameiginlega skógrækt í landi Voga annars vegar og Reykjanesbæjar hins vegar á landamerkjum sveitarfélaganna við Vogastapa. Í fundargerð síðasta fundar umhverfisnefndar Sveitarfélagsins Voga segir að skógrækt gæti hentað sem leið til kolefnisbindingar fyrir sveitarfélögin og fyrirtæki á svæðinu. Nefndin mun skoða mögulega staði til skógræktar í samvinnu við landeigendur á svæðinu.

AÐALSAFNAÐARFUNDUR

KEFLAVÍKURSÓKNAR OG KIRKJUGARÐA KEFLAVÍKUR

verður haldinn þriðjudaginn 2. maí klukkan 17:30 í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju.

Dagskrá fundarins: Venjulega aðalfundarstörf .

Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju og Kirkjugarðanefnd Kirkjugarða Keflavíkur

w
Frá skógræktarsvæði í Háabjalla í landi Voga. VF/Ellert Grétarsson Magnús Heimisson fyrir framan Thai Keflavík við Hafnargötu í Keflavík.
4
S
M
// VÍK u RFRÉ tti R á
uðu RNESJ u

Við leitum að traustu starfsfólki

Fjölbreytt störf í boði í Njarðvík

Olís opnar á næstu vikum stóra og glæsilega þjónustustöð í Njarðvík og leitar því að rösku og jákvæðu afgreiðslufólki. Störfin eru fjölbreytt þar sem á stöðinni verður starfrækt bæði Grill 66 með sínu frábæra úrvali af ljúffengum hamborgurum og Lemon mini sem býður upp á fjórar vinsælustu samlokurnar og djúsana.

Stöður í boði: Almenn afgreiðsla kl. 7:00–19:00, unnið er eftir vaktakerfi 2-2-3.

Lemon/Grill 66 og afgreiðsla kl. 11:00–23:00, unnið er eftir vaktakerfi 2-2-3.

Helgarvaktir kl. 7:00–19:00 og 9:00–21:00.

Helstu verkefni:

• Undirbúningur á matarframleiðslu á Lemon mini og Grill 66

• Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini

• Áfyllingar vöru í verslun og vörumóttaka

• Þrif og annað tilfallandi

Hæfniskröfur:

• Snyrtimennska og reglusemi

• Jákvæðni, dugnaður, þjónustulund og stundvísi

• Íslensku- og/eða enskukunnátta æskileg

• Hæfni í mannlegum samskiptum

Lífsreynsla, aldur og þroski eru æskilegir eiginleikar í ráðningu í störf hjá okkur og hvetjum við jafnt ungt fólk sem eldra til að sækja um.

Umsóknir skilist inn í gegnum vefform 50skills: jobs.50skills.com/olis/is/20270

Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, uppbyggileg samskipti og fagleg vinnubrögð.

JAFNLAUNAVOTTUN 2022–2025

Þrír nemendur í Fisktækniskólanum hlutu námsstyrki

Þrír nemendur í Fisktækniskóla Íslands í Grindavík hlutu námsstyrki fyrir árið 2023 úr menntasjóði Íslensku sjávarútvegsverðlaunanna og voru þeir afhentir við hátíðlega athöfn í Íslenska sjávarklasanum í síðustu viku.

Á þriðja tuga umsóknir bárust en verðlaunahafarnir þrír hljóta 300 þúsund króna styrk hver. Þetta eru þau Kristín Pétursdóttir, sem leggur stund á nám í fiskeldi, Hreinn Óttar Guðlaugsson, sem leggur stund á nám í Marel-fisktækni og Dominique Baring en hann leggur stund á nám í gæðastjórnun og fiskeldi.

Klemenz nýr skólameistari

Fisktækniskólans

Klemenz Sæmundsson tekur við stöðu skólameistara Fisktækniskóla Íslands af Ólafi Jóni Arnbjörnssyni 1. maí næstkomandi. Ólafur Jón mun vinna að sérverkefnum á vegum skólans.

Klemenz er matvælafræðingur og hefur verið deildarstjóri fiskeldisbrautar og brautar í gæðastórn frá stofnun brautanna – og kennari við skólann frá 2015. Þá hefur Klemenz áratuga reynslu innan heilbrigðiseftirlitsins auk stjórnunar af rekstri öflugs fyrirtækis í matvælaiðnaði.

Ólafur, sem verið hefur skólameistari frá upphafi, mun vinna

að fjölbreyttum verkefnum næsta árið enda skólinn í mikilli sókn og fjölmörg tækifæri framundan.

Eitt brýnasta verkefnið er endurskoðun gildandi samnings við yfirvöld menntamála auk þess að finna skólanum varanlegt húsnæði. Auk tveggja starfsstöðva í Grindavík hefur skólinn verið til húsa í Sjávarklasanum að Granda í Reykjavík og þrír starfsmenn skólans haft þar aðstöðu – auk kennslurýmis. Skólinn hefur frá stofnun verið til húsa á efri hæð Landsbankans í Grindavík en hefur verið sagt upp húsnæðinu frá næstu áramótum.

Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari Fisktækniskóla Grindavíkur, segir að styrkirnir séu ekki aðeins sterk traustyfirlýsing á starfi skólans, heldur einnig viðurkenning á mikilvægi menntunar og þjálfunar í greininni. „Þeir eru sömuleiðis hvatning fyrir ungt fólk og fullorðna til að feta þessa braut og hafa mikla þýðingu fyrir nemendur okkar. Mig langar til að þakka Íslensku sjávarútvegssýningunni, sérstaklega Marianne, fyrir samstarfið sem hefur verið afskaplega gott í gegnum árin.“

Kristín Pétursdóttir: „Styrkurinn felur í sér mikla viðurkenningu í mínum huga og ég er afskaplega þakklát og ánægð fyrir að hafa hlotið hann, sem ég bjóst alls ekki við fyrirfram. Það er ýmis kostnaður samfara náminu og ef maður missir úr vinnu hjálpar styrkurinn til að draga mann á land ef svo má segja. Ég vinn núna sem verkstjóri hjá Matorku í fiskeldi á landi og ég hugsa að framtíð mín verði á því

sviði. Fiskeldisnámið í Fisktækniskóla Grindavíkur veitir mér kost

á að öðlast þekkingu á þeirri starfsemi frá A til Ö og vinna mig áfram upp. Styrkurinn hjálpar þannig einnig til að fá stærri og betri tækifæri í greininni.“ Hreinn Óttar Guðlaugsson: „Ég er í Marel-tækninámi sem mun veita mér kost á frekari menntun og betri störfum og styrkurinn felur tvímælalaust í sér hvatningu og stuðning við framhaldið. Ég hef líka mikinn áhuga á vélum og vélbúnaði, hef það frá föður mínum sem er sérfræðingur á sviði Baadervéla. Ég hef ekki getað unnið á meðan ég einbeiti mér að náminu og styrkurinn hjálpar heilmikið til að bæta fjárhaginn og styðja mig í áframhaldandi nám.“

Dominique Baring: „Ég er afskaplega ánægður og þakklátur með að hafa fengið IceFishstyrkinn. Hann er ekki aðeins mikilvæg viðurkenning, heldur hjálpar mér fjárhagslega, felur í sér hvatningu og veitir mér stuðning til að geta haldið áfram í námi. Ég

get nýtt mér hann núna þegar ég tek næstu skref í menntun, en ég hyggst leggja stund á sjávarútvegsfræði í Háskólanum á Akureyri.“

Umsóknir um styrki voru metnar af dómnefnd sérfræðinga í sjávarútvegi sem í sitja Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri Fisktækniskóla íslands (nú í leyfi), Sigurjón Elíasson, fræðslu- og þróunarstjóri á alþjóðasviði Marel, Hrefna Karlsdóttir, sérfræðingur í fiskveiðistjórnun og alþjóðamálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, og Bjarni Þór Jónsson, fulltrúi Mercator Media/Íslensku sjávarútvegssýningarinnar á Íslandi.

Fisktækniskóli Íslands var stofnaður í Grindavík árið 2010 í því skyni að svara þörfum íslensks sjávarútvegs og landvinnslu með því að mennta hæft fólk til starfa í greininni. Skólinn býður upp á fjölbreytt nám í fisktækni, fiskeldi, gæðastjórnun og Marel vinnslutækni.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta

Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979

www.bilarogpartar.is

Rétturinn

Ljú engur heimilismatur í hádeginu

Opið: 11-13:30

alla virk a daga

Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu

HEYRN.IS

HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF

Mjög rólegur mánuður, enda hrygningarstoppið í gangi, og þeir bátar sem hafa verið að veiðum, til að mynda línubátarnir, hafa þurft að fara út fyrir bannsvæðið og það er nokkuð langt út.

Ef við lítum aðeins á nokkra báta þá eru það helst línubátarnir sem hafa verið á veiðum og Sighvatur GK er sem fyrr aflahæstur af stóru bátunum og kominn með 257 tonn í tveimur róðrum. Fjölnir GK með 222 tonn, líka í tveimur róðrum. Af minni bátunum er Geirfugl GK með 29 tonn í sex róðrum. Auður Vésteins SU er með 27 tonn í þremur. Gísli Súrsson GK með 25 tonn í þremur. Allir að landa í Grindavík. Í Sandgerði er Margrét GK með 34,5 tonn í fjórum, Hópsnes GK með 34 tonn í sex og Særif SH með 53 tonn í þremur. Allir þessir bátar hafa verið að veiðum nokkuð langt frá Sandgerði og meðal annars úti við Eldey. Netabátarnir réru þangað til þeir þurftu að stoppa en í stoppinu sjálfu voru tveir stórir netabátar að veiðum utan við Suðurnesin. Þetta voru tveir af sex netabátum sem eru í netarallinu sem fram fer í apríl ár hvert. Þórsnes SH frá Stykkishólmi var við sitt netarall á Selvogsbanka og hefur landað 171 tonni í ellefu róðrum í Þorlákshöfn. Saxhamar SH var með svæðið frá Reykjanesvita og inn í Faxaflóa. Byrjaði á að landa í Reykjavík en kom síðan til Sandgerðis og landaði þar. Heildaraflinn hjá Saxhamri SH var 175 tonn í átta róðrum og þar af var landað í Sandgerði 91 tonni í fjórum róðrum. Þessi afli var veiddur í netin á slóðum utan við Sandgerði og áleiðis að Staf-

nesi og Sandvík. Verður fróðlegt að sjá hvort þessi góða veiði bátanna verði þannig að það verður aukning á þorskkvóta, því einhverra hluta vegna er sjórinn fullur af fiski og sérstaklega þorski en Hafró virðist ekki finna hann. Í það minnsta hefur þorskkvótinn verið skorinn niður undanfarin ár, þvert á það sem raunverulega er að gerast í kringum landið.

Nú er þetta líka komið þannig að búast má við að fyrirtækin taki ansi löng stopp og til að mynda hefur mér borist til eyrna að dragnótabátarnir hjá Nesfiski muni veiða

út maí en síðan stoppa í níu vikur.

Það þýðir að einungis þrjú skip munu vera á veiðum fyrir Nesfisk

í sumar, Sóley Sigurjóns GK sem verður á rækjuveiðum og er byrjuð á rækjuveiðum fyrir norðan, Margrét GK, sem er á línuveiðum, og frystitogarinn þeirra, Baldvin Njálsson GK. Reyndar var gerð ansi áhugaverð tilraun hjá þeim varðandi Margréti GK sumarið 2022 en þá var bátnum haldið til veiða frá Sandgerði yfir sumartímann og sú tilraun gekk mjög vel. Veiði bátsins var mjög góð en hann var við veiðar á hefðbundinni slóð utan við Sandgerði og vonandi verður framhald á því að báturinn rói frá sinni heimahöfn á línu í sumar.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll

Það sama verður svo til uppá teningnum hjá fyrirtækjunum í Grindavík. Þar munu til að mynda stóru línubátarnir hjá Vísi ehf. stoppa í júlí og fram í ágúst. Reyndar hafa þeir hangið í keilu eitthvað fram í júní. Í fyrrasumar var keiluveiðin reyndar lítil hjá stóru línubátunum.

Talandi um línu og Vísisbátana en bátarnir hjá Vísi eru allir fagurgrænir og það er líka stóri flotti línubáturinn Seir M-130-H, sem er 58 metra línubátur frá Noregi, smíðaður árið 2019. þessi bátur var við veiðar djúpt úti frá Sandgerði núna 13. og 14. apríl en var við veiðar inn í hólfi þar sem að allar veiðar voru bannaðar. Stjórnstöð Landhelgisgæslunar sá bátinn í eftirlitskerfum og var báturinn kallaður upp og kannað hvort þeir væru við veiðar. Jú, það reyndist vera og var bátnum skipað að sigla til Reykjavíkur þar sem að skýrsla var tekin af skipstjóra og stýrimanni. Líklega má telja að upplýsingar hafi ekki borist til skipstjórnar manna á Seir og því fóru þeir grunlausir til veiða þarna djúpt út frá Sandgerði en vissu ekki að þeir voru að veiða á bannsvæði, sem sé ólöglegar veiðar, og skipstjórinn mun fá sekt útaf þessu. Eftir þetta þá fór báturinn til veiða og þegar þetta er skrifað þá er hann við veiðar á Reykjaneshrygg.

// Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is //
Heyrn
Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Verðlaunahafar og fulltrúar menntasjóðsins.
Sjórinn fullur af fiski sem Hafró sér ekki a F la FRÉ tti R á S uðu RNESJ u M Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Yfir 400 þætti af Suðurnesjamagasíni finnur þú á Youtube-rás Víkurfrétta
6 // VÍK u RFRÉ tti R á S uðu RNESJ u M
Klemens Sæmundsson (t.h.) tekur við af Ólafi Jóni Arnbjörnssyni.

Barnadagar í Nettó!

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
Það eru barnadagar í Nettó 19.–30. apríl!
Safnaðu inneign og fáðu betra verð á matvöru með Samkaupaappinu

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Menningar- og þjónustusvið

Þjónustufulltrúi í þjónustuveri

Þjónustufulltrúi í þjónustuveri, sumarstarf

Umhverfis- og framkvæmdasvið

Deildarstjóri eignaumsýslu

Verkefnastjóri framkvæmda

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar

Forskólakennari

Rafgítar- og samspilskennari

Menntasvið - Sálfræðingur

Skjólið - Verkefnastjóri í frístundarstarfi

Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

Störf hjá grunnskólum

Akurskóli

Kennari í smíði og hönnun

Umsjónarkennari á miðstigi

Umsjónarkennari á unglingastigi

Heiðarskóli

Kennari í list- og verkgreinum

Smíðakennari

Umsjónarkennari á miðstigi

Umsjónarkennari á yngsta stigi

Þroskaþjálfi

Starfsmaður Íþróttamannvirkja

Holtaskóli

Dönskukennari

Sérkennari

Umsjónarkennari á miðstigi

Umsjónarkennari á yngsta stigi

Þroskaþjálfi

Háaleitisskóli

Grunnskólakennanri á elsta stig

Grunnskólakennari á miðstig

Grunnskólakennari á yngsta stig

Grunnskólakennari í Nýheima og Friðheima

Grunnskólakennari í leiklist og dans

Grunnskólakennari í námsver

Grunnskólakennari í nýsköpun og smíði

Skólafélagsráðgjafi

Myllubakkaskóli

Umsjónarkennari á miðstigi

Umsjónarkennari á unglingastigi

Umsjónarkennari á yngsta stigi

Njarðvíkurskóli

Kennari

Kennari á miðstig

Kennari á yngsta stig

Dönskukennsla

Njarðvíkurskóli/Ösp sérdeild

Forstöðumaður frístundaheimilis

Sérkennari og/eða þroskaþjálfi

Stapaskóli

Kennari á miðstig

Kennari á unglingastig

Kennari á yngsta stig

Kennari í textílmennt.

Kennari í tónmennt

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn.

Bleikjan komin í erlendar verslanir einum degi eftir vinnslu

Samherji fiskeldi er stærsti framleiðandi á bleikju í heiminum og eftirspurnin fer vaxandi. Í vinnsluhúsinu í Sandgerði var tekið á móti 3.800 tonnum af bleikju á síðasta ári, meginhluti framleiðslunnar er fluttur út ferskur, aðallega til Bandaríkjanna. Bergþóra Gísladóttir framleiðslustjóri, segir í frétt frá Samherj,a að vinnslan í Sandgerði sé mjög vel tækjum búin á allan hátt og aðbúnaður starfsfólks sé góður. Nálægðin við Keflavíkurflugvöll gerir það að verkum að framleiðsla dagsins er komin til kaupenda nokkrum klukkustundum síðar.

Kaupendur róma vinnsluna

„Hérna er vinnsla alla virka daga ársins og framleiðslan er á bilinu 80 til 85 tonn á dag og fiskurinn kemur til okkar lifandi frá eldisstöðunum á Vatnsleysuströnd og Stað við Grindavík. Starfsmenn eru hátt í þrjátíu, flestir með nokkuð langan starfsaldur, sem segir okkur að þetta er góður vinnustaður. Við fluttum inn í þetta húsnæði í mars 2018, áður vorum við með vinnslu í Grindavík. Allur tækjabúnaður var endurnýjaður og kaupendur sem heimsækja okkur róma allir vinnsluna, segja hana standast allar þær körfur sem gerðar eru til framleiðslu hágæða afurða. Samherji fiskeldi er með alþjóðlegar vottanir á starfseminni sem tekur á öllum þáttum starfseminnar,“ segir Bergþóra.

Biðlistinn eftir starfi langur „Það má alveg líkja þessu nýja húsi okkar við byltingu á starfseminni.

Flestum fannst húsnæðið í upphafi stórt en í dag fer minna fyrir þeirri umræðu. Okkur helst sem sagt vel á starfsfólki og biðlistinn eftir starfi er yfirleitt nokkuð langur.

Það skiptir miklu máli að hafa vel þjálfað starfsfólk, sem þekkir vinnsluna í þaula.“

Framleiðsla dagsins komin í verslanir daginn eftir

Eins og fyrr segir er Samherji fiskeldi stærsti framleiðandi á bleikju í heiminum. Bergþóra segir að vel gangi að selja afurðirnar.

„Við seljum mest til Bandaríkjanna en á síðastliðnum árum hefur Evrópa verið að taka við sér.

Eftirspurnin hefur verið að aukast ár frá ári, sérstaklega á ferskri bleikju. Auðvitað var mikil vinna

að markaðssetja vöruna í upphafi en í dag er staðan sú að öll framleiðslan fer rakleitt til kaupenda. Við erum aðeins nokkrar mínútur frá Keflavíkurflugvelli, sem þýðir að framleiðsla dagsins er komin í verslanir ytra daginn eftir, ferskara getur það varla orðið. Birgðastaðan er í algjöru lágmarki, allt selst strax.“

Dagarnir fljótir að líða „Já, þetta er skemmtilegt og gefandi starf. Ferskfiskvinnslu fylgir eðlilega ákveðið stress en jafnframt skemmtilegheit. Starfið krefst mikilla samskipta, bæði við starfsfólk, þjónustuaðila og kaupendur. Dagarnir eru með öðrum orðum fljótir að líða og sem betur fer er alltaf tilhlökkun að mæta til starfa, enda hef ég starfað hjá Samherja í nærri tvo áratugi,“ segir Bergþóra Gísladóttir framleiðslustjóri Samherja fiskeldis í Sandgerði.

Vinnsluhús Samherja fiskeldis í Sandgerði. Bergþóra gísladóttir framleiðslustjóri í vinnslunni í Sandgerði. 80-85 tonn af bleikju eru unnin daglega.
8 // VÍK u RFRÉ tti R á S uðu RNESJ u M

HJÓLATÚR EÐA HOPP Í SUMAR?

Nú má sko fagna - því sumarið er að koma! Hjá okkur færðu öll reiðhjól á 25% afslætti, gildir þó ekki um rafhjól.

-25% AF ÖLLUM REIÐHJÓLUM

NÚNA -20%

44.796

55.995

Trampólín með neti 3,96m

VNR: 88040024

ATH

LOKAÐ ER Í VERSLUN SUÐURNESJUM Á SUMARDAGINN FYRSTA ALLTAF OPIÐ Á BYKO.IS

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Tilboð gilda á meðan birgðir endast

Aðalskipulag

í Reykjanesbæ

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar heimilaði 3. janúar 2023 að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035. Iðnaðarsvæðið I5 á Reykjanesi er stækkað og heimilt byggingarmagn aukið skv. uppdrætti og greinargerð VSÓ ráðgjöf dags 23. janúar 2023.

Aðalskipulagsbreyting

Markmið breytingar er að aðlaga iðnaðarsvæði I5 betur að landþörfum landeldis í grennd við Reykjanesvirkjun. Að skilgreina byggingarheimild sem rúmar landeldið og aðra atvinnustarfsemi innan Auðlindagarðsins á iðnaðarsvæði I5. Breytingin styður við markmið Auðlindagarðs um nýtingu afgangsstrauma frá Reykjanesvirkjun sem renna að hluta ónýttir til sjávar.

Tillagan er til sýnis á heimasíðu Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is og á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 21. apríl til 9. júní 2023.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 9. júní 2023.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ eða á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is

Einar Hannesson, framkvæmdastjóri Sólar ehf. og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, handsala samninginn. VF/Hilmar Bragi

Reykjanesbær og Sólar undirrita þjónustusamning

Sólar ehf. var hagstæðast í útboði á ræstingum sem Reykjanesbær bauð út. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Einar Hannesson framkvæmdastjóri Sólar ehf. undirrituðu 14. apríl þjónustusamning vegna ræstingar á samtals 12 leikskólum og stofnunum Reykjanesbæjar. Samningurinn gildir í fjögur ár með möguleika á framlengingu um allt að tvö ár. Sólar ehf. mun hefjast handa við framkvæmd samningsins frá og með 1. júní 2023.

Falla frá forkaupsrétti

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur fallið frá forkaupsrétti á um 18,32% eignarhlut í jörðinni Heiðarland-Vogajarðir. Þetta var samþykkt á síðasta fundi ráðsins. „Í ljósi þess að komist hefur á bindandi kaupsamningur um 18,32% eignarhlut í jörðinni Heiðarland-Vogajarðir og þar sem hún er í óskiptri sameign njóta sameigendur seljenda forkaupsréttar að hinum selda eignarhlut samkvæmt ákvæðum 7. gr. d jarðalaga nr. 81/2004. Fasteignamiðstöðin, fyrir hönd umbjóðenda sinna, fer fram á að Sveitarfélagið Vogar upplýsi um hvort það hyggist neyta forkaupsréttar,“ segir í erindi sem tekið var til afgreiðslu á síðasta fundi.

Vilt þú hafa áhrif?

Sólar hefur síðastliðin 20 ár þjónustað viðskiptavini sína, þar á meðal leikskóla og stofnanir þegar kemur að almennum þrifum og sérþrifum. Hjá fyrirtækinu starfa um 450 starfsmenn en frá upphafi hefur starfsmannastefna verið byggð á jákvæðri endurgjöf, virðingu og góðum starfsanda. Sólar er leiðandi í umhverfisvernd og vara fyrst ræstingafyrirtækja hér á landi til að fá leyfi til að nota Svaninn, norræna umhverfismerkið. Sólar hefur tíu ár í röð verið í hópi Framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo.

Auka gæði starfsemi vinnuskóla

Handbók vinnuskóla Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2023 var kynnt umhverfisnefnd Voga á síðasta fundi. Jafnframt var farið yfir áherslur vinnuskólans fyrir sumarið. Helstu breytingar frá fyrra ári eru þær að auka fræðslu um vinnumarkaðinn og önnur tengd málefni fyrir alla í vinnuskólanum. Jafnframt er ætlunin að halda betur utan um 8. bekk og verður vinnustundum árgangsins fækkað og bara unnið fyrir hádegi. Ofangreindum breytingum er ætlað að auka gæði þeirrar starfsemi sem fer fram innan vinnuskólans.

Hestur í fóstur

Hestamannafélagið Máni hefur verið með í gangi áhugavert verkefni undanfarið ár. Um er að ræða verkefni fyrir fatlaða í samstarfi við Hæfingarstöð Reykjanesbæjar og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum sem og verkefnið Hestur í fóstur sem er fyrir þau sem langar að kynnast hestamennsku en eiga ekki hest.

Málið var kynnt á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar sem í fundargerð síðasta fundar óskar forsvarsfólki Hestamannafélagsins Mána til hamingju með þessi mikilvægu verkefni.

deloitte is

Deloitte í Reykjanesbæ leitar að öflugum og drífandi einstaklingi í spennandi og krefjandi starf launafulltrúa á sviði Viðskiptalausna. Viðskiptalausnir bjóða viðskiptavinum hérlendis og erlendis m.a. upp á sjálfvirknivæðingu á fjármálaferlum, bókhalds -, launa- og reikningshaldsþjónustu, rekstrargreiningu og aðra ráðgjöf á sviði fjármálaferla.

Í starfi þínu gæti hefðbundinn vinnudagur litið svona út: Teymið þitt hjá Deloitte: Bakgrunnur þinn og reynsla:

• Umsjón með fjárhagsbókhaldi, launavinnslu og

skýrslugerð til stjórnenda

• Vinna að tilfallandi verkefnum fyrir viðskiptavini

• Almenn skrifstofustörf

• Stuðningur við markaðssókn og fylgjast með spennandi tækifærum

• Þátttaka í gæðaferlum

• Samanstendur af fjölbreyttum hópi starfsfólks

• Er á ólíkum aldri og með ólík áhugamál

• Vinnur náið saman

• Styður hvert annað til að þroskast og þróast í starfi

• Reynsla af fjárhagsbókhaldi og launavinnslu

• Reynsla af DK launakerfi, Business Central launakerfi, H3 eða Kjarna

• Viðurkenndur bókari, kostur en ekki skilyrði

• Góð færni í Excel

• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð

• Góð samskiptahæfni, jákvæðni og rík

þjónustulund

Vilt þú hafa áhrif? Hjá Deloitte skiptir þitt framlag máli því saman, sem ein heild, vinnum við að því að hafa áhrif á viðskiptavini, samstarfsfélaga og samfélag. Þú færð tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum þvert á svið, starfsstöðvar og lönd, auka hæfni þína og færni og hafa góðan stuðning til vaxtar og þróunar í starfi.

Tekið er á móti umsóknum í gegnum heimasíðu Deloitte, deloitte.is, til og með 2 26 apríl 2023 Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veita Kristján Þór Ragnarsson, yfirmaður Deloitte í Reykjanesbæ , h hbjarnason@deloitte is, og Harpa Hrund Jóhannsdóttir, mannauðssviði, hjohannsdottir@deloitte is

Hrossahlátur. VF/Ellert Grétarsson
10 // VÍK u RFRÉ tti R á S uðu RNESJ u M
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á vf is
OPIÐ 24/7 REYKJANESBÆ * kr stk. Poppies eftirréttir í miklu úrvali 599 verð frá kr stk. Yakitori kjúklingaspjót 2 teg. 7.499 kr stk. Quality Street konfekt 2kg 2.899 kr stk. 1.199 kr stk. 999 kr stk. Rodeo Joe’s fingramatur 2.299 verð frá EXTRA GOTT fyrir fermingarveisluna
án
12x330ml
Pepsi
| Pepsi Max 4x2L Pepsi | Pepsi Max | Pepsi Max Lime | Applesín | Appelsín
sykurs

Keflvíska söngkonan Sesselja vann söngkeppni framhaldsskólanna

„Keppnin var rosalega sterk, ég átti alls ekki von á að vinna, hélt ég kæmist ekki einu sinni í topp þrjá,“ segir hin keflvíska Sesselja Ósk Stefánsdóttir en hún gerði sér lítið fyrir á dögunum og vann söngkeppni framhaldsskólanna, þó ekki fyrir FS heldur Fg í garðabæ.

Sesselja byrjaði ung að syngja.

„Ég held ég hafi nánast byrjað að syngja áður en ég byrjaði að tala. Mamma sem er góð söngkona, söng stanslaust fyrir mig svo ég var mjög ung byrjuð að syngja. Ég tók þátt í öllum sýningum í grunnskólanum og í gegnum alla barnsæskuna og unglingsárin, söng ég stanslaust. Ég hef alltaf haft áhuga á leiklist en það er ekki í boði að stunda það nám í FS svo hugur minn leitaði annað þegar kom að því að velja framhaldsskóla. Ég fór á opið hús hjá Fjölbrautarskóla

Garðabæjar en þar er leiklistarbraut í boði, og einfaldlega heillaðist. Mig langaði líka til að prófa eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki.“

Sigurinn kom á óvart

FG hélt forkeppni en í sumum skólum er það ekki í boði, bara einhver söngelskur valinn til að taka þátt fyrir hönd síns skóla. „Forkeppnin okkar var haldin í hátíðarsalnum okkar, Urðarbrunni en þar þurftum við að notast við undirleik af síma. Við vorum u.þ.b. tíu sem

kepptum og var um mjög jafna keppni að ræða, ég var alls ekki viss um að ég myndi vinna og þar með tryggja mér keppnisrétt á úrslitakvöldinu. Úrslitakvöldið var svo haldið í Hinu húsinu og þar var hin frábæra hljómsveit Stuðlabandið, sem spilaði undir. Ég söng lagið Turn me on með Norah Jones en ég kann best að meta þannig tónlist. Í þessari keppni eru þátttakendur frá langflestum framhaldsskólum landsins og margir söngvaranna voru rosalega góðir. Minn flutningur gekk fullkomlega upp en ég átti alls ekki von á að vinna, hélt ég kæmist ekki einu sinni í topp þrjá. Það sést vel á upptökunni hversu hissa ég var þegar úrslitin voru tilkynnt, ég fékk hálfgert sjokk. Mér var í raun sama hvort ég kæmist á pall eða ekki, það myndaðist svo góður andi á meðal okkar keppendanna og við vorum eins og bestu vinir, óskuðum hvort öðru bara góðs gengis. Hvað tekur við í söngnum kemur bara í ljós, ég mun pottþétt halda áfram að syngja. Því miður kann ég ekki á neitt hljóðfæri en það væri gaman að geta spilað á eitthvað, sérstaklega ef maður ætlar að reyna semja tónlist. Ég hef lengi haft áhuga á píanói en held ég geti ekki lært á það. Ég hef verið hvött til að læra á gítar, hver veit nema ég eigi eftir að læra á hann en bróðir minn spilar á gítar,“ sagði Sissa Ósk eins og hún kallar sig.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

FS-ingur vikunnar:

Nafn: Sóley Halldórsdóttir

Aldur: 17 ára

Námsbraut: Fjölgreinabraut

Áhugamál: Karfa

Metnaðarfullur frambjóðandi

Sóley Halldórsdóttir er sautján ára gömul og er á fjölgreinabraut í FS. Sóley er dugleg og metnaðarfull og talar hún um að nýta sér þá kosti í framboði sem hún er að bjóða sig fram í innan nemendafélagsins. Hópurinn hennar heitir BBNFS og er þau með góð og skemmtileg markmið fyrir næsta skólaár. Sóley er FS-ingur vikunnar.

Hvað ert þú gömul? Ég er sautján ára.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla?

Skólamats (chili con carne).

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Af

því allir vinir mínir voru að fara og til að vera enn í Keflavík.

Hver er helsti kosturinn við FS? Kitty í eldhúsinu.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

Mér finnst það mjög gaman ef þú gefur þig

í það, þ.e. ef að þú tekur þátt í hlutum tengt skólanum.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Valur Axel sem dansari.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Margrét Norðfjörð allan daginn.

Hvað hræðist þú mest? Að verða fullorðin.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Heitt er Darri Berg í poker og kalt er líka Darri Berg, nema bara í þýsku.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Barking með Ramz.

Hver er þinn helsti kostur? Dugleg og metnaðarfull.

LAUSAR STÖÐUR GRUNNSKÓLA -

KENNARA Í STÓRU-VOGASKÓLA

Stóru-Vogaskóli óskar eftir að ráða grunnskólakennara í eftirfarandi stöður fyrir næsta skólaár 2023–2024:

Náms- og starfsráðgjafa 50% með möguleika á kennslu á móti

Textíl

Smíði

• Myndmennt

• Heimilisfræði

Menntunar- og hæfniskröfur: Leyfisbréf til kennslu, skal fylgja umsókn Háskólamenntun sem nýtist í starfi Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður Færni í samvinnu og teymisvinnu Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum Ábyrgð og stundvísi

• Áhugi á að starfa með börnum

Launakjör eru samkvæmt kjarasamning Kennarasambands Íslands.

Stóru-Vogaskóli er 170 barna grunnskóli, í ört stækkandi samfélagi, þar sem skólastarf er í senn metnaðarfullt og faglegt. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og velgengni sem endurspeglast í daglegu starfi í skólanum. Í skólanum er góður starfsandi og hefur skólinn á að skipa öflugu og áhugasömu starfsfólki.

Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í nálægð við fjölbreytta náttúru. Stóru-Vogaskóli er Grænfánaskóli.

Umsóknarfrestur er til 1. maí og skulu umsóknir berast á netfangið hilmar@vogar.is

Nánari upplýsingar veitir Hilmar Egill Sveinbjörnsson skólastjóri í síma 440-6250.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Held það se Tiktok og Snapchat.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Bara það að vera hamingjusöm.

Hver er þinn stærsti draumur? Sjá Frank Ocean live.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Dugleg.

Hvað er það helsta á döfinni núna í skólanum? Það eru kosningar núna framundan fyrir nýja stjórn nemendafélagsins og er ég framboði sem við köllum BBNFS, eða Bring Back old NFS. Stefnan okkar er að lífga við félagslífið eftir covid og koma nefndunum í fullan gang til þess að eiga möguleika á því að gera félagslífið eins gott og það getur verið. Hvetjum alla FS-inga að mæta á kjördag og setja X við BBNFS.

Ofurhress íþróttakappi

Jóhann Guðni er þrettán ára íþróttakappi sem er í 8. bekk í í Akurskóla. Jóhann segir að uppáhaldsfagið hans í skólanum séu íþróttir og eftir grunnskóla langar hann að verða atvinnumaður í körfubolta. Jóhann er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Viktor, hann verður þjálfari.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Ég er ekki viss en við strákarnir erum mjög hressir í skólanum.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Viktor Þ. og Mikki.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Hvar er Guðmundur?

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kalkúnn.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Villibráð.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Mat til að borða, vatn til að drekka og rúm til að sofa.

Hver er þinn helsti kostur? Hress.

Ungmenni vikunnar:

Nafn: Jóhann Guðni

Aldur: 13 ára

Skóli: Akurskóli

Bekkur: 8. bekkur

Áhugamál: Körfubolti

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Geta flogið.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Jákvæðni.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Verða atvinnumaður í körfubolta.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Jákvæður.

12 // VÍK u RFRÉ tti R á S uðu RNESJ u M

GLEÐILEGT SUMAR

Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðilegt sumar!

HRAFNISTA

Nesvellir / Hlévangur

vinalegur bær

Þessi barátta er orðin voðalega þreytt

– segir Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur

„Ég er ótrúlega spennt og hlakka til að byrja. Ég held að þetta verði mjög skemmtilegt tímabil,“ segir Kristrún Ýr í upphafi spjalls en Keflavík mætir tindastóli í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í næstu viku.

Það hafa orðið miklar breytingar hjá ykkur, er liðið að slípast saman?

„Já, mér finnst það vera að slípast saman og við erum að fá hana Mikaelu að láni frá Breiðablik, Linli Tu er öll að koma til, hún er búin að vera að glíma við smávægileg meiðsli og hefur ekki getað spilað mikið með okkur en hún er virkilega spennandi leikmaður, sterk og grimm – það verður gaman að hafa hana þarna frammi.“

Svo eru nokkrar ungar í liðinu, eins og Alma Rós Magnúsdóttir.

„Jú, heldur betur. Þær eru nokkrar og það er rosalega skemmtilegt að fylgjast með þeim og sjá hvað þær eru að vaxa. Hvað gæðin eru orðin mikil hjá svona ungum leikmönnum.

Talandi um Ölmu, maður tekur alveg eftir henni. Hún er náttúrlega mjög ung og spennandi leikmaður – minnir mann mjög á Sveindísi og það er ekki leiðum að líkjast. Mjög fyndið að Sveindís var alltaf með tvíburunum Írisi og Kötlu [Þórðardætrum] og Alma er mjög mikið með tvíburunum Brynju og Önnu [Arnarsdætrum] sem eru líka að spila með okkur. Þannig að það er geggjað fyndið – þetta er svona svipuð uppskrift.“

Tímabært að setja fótinn niður

Nú hefur gengið á ýmsu utan vallar í aðdraganda móts.

„Já, heldur betur,“ segir Kristrún en hún og fyrirliðar allra liða í Bestu deild kvenna gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þær hörmuðu vinnubrögð Íslensks toppfótbolta [ÍTF]. Þær segjast vera búnar að fá nóg eftir ítrekuð atvik sem hafa komið upp og gera lítið úr íslenskri kvennaknattspyrnu „og sem opinbera það að áhersla ÍTF er á Bestu deild karla, en ekki deildirnar tvær til jafns –þrátt fyrir yfirlýsingar ÍTF að um eitt vörumerki sé að ræða,“ eins og segir m.a. í yfirlýsingunni (í rafrænni útgáfu Víkurfrétta má lesa yfirlýsinguna í heild sinni).

„Þegar svona gerist trekk í trekk getur maður ekki meir, það er ekki hægt að sópa öllu undir teppið.

ÍÞRÓTTIR

Okkur fannst orðið tímabært að setja fótinn niður og gera eitthvað, þetta var eins og að bæta gráu ofan á svart.“

Þið hafið ekki tekið mark á útskýringum forsvarsmanna ÍTF um að fyrstu kynningar hafi einungis verið til að auglýsa Bestu deild karla sem byrjaði á undan ykkur.

„Það lítur alls ekki út fyrir það. Það komu kvenleikmenn fram í þeirri auglýsingu en kynjakvótinn var alls ekki jafn – og samanborið við auglýsinguna sem var gerð í fyrra þá er þetta stórt skref afturábak. Mér finnst líka leiðinleg athugasemd sem kom frá Þóri Hákonarsyni hjá ÍTF og er eiginlega orðlaus yfir þessu svari hans. Það er ekki bara auglýsingin, heldur líka Fantasy-leikurinn og tölfræðigögn sem eru ekki til staðar í kvennaboltanum og maður spyr sig: „Af hverju ekki?“ Allt svona er markaðsefni sem ýtir undir áhorf og iðkun þeirra yngri. Að hafa fyrirmyndir, þetta smitar út frá sér og byggir upp áhorf og spennu gagnvart leikjunum.

Allt svona finnst mér vera svolítið hulið ójafnrétti og það er víða að finna, mörg félög mættu líta inn á við.“

Hvernig gerðist þetta? Voru það bara fyrirliðarnir sem gáfu út þessa yfirlýsingu eða standa félögin við bakið á ykkur?

„Leikmannasamtök Íslands kom okkur saman og spurði okkur álits. Við vorum allar sammála um að okkur væri misboðið og núna væri kominn tími til að segja og gera eitthvað. Þá kom þessi tillaga að sniðganga kynningarfund ÍTF og mæta á leikinn,“ sagði Kristrún sem var einmitt á leiðinni á leik meistara meistaranna milli Vals og Stjörnunnar þegar viðtalið var tekið en kynningarfundurinn var settur rétt fyrir leikinn sem sýnir kannski svart á hvítu hversu ómeðvitaðir fulltrúar ÍTF eru um hvað sé að gerast í kvennaknattspyrnunni á Íslandi.

Þessi barátta er orðin voðalega þreytt og tekur frá manni orku og gleði.

Þetta á að vera sjálfsagt og það á að ríkja jafnrétti hér á landi samkvæmt lögum ...

Heldurðu að þið komið til með að mæta seinna í tökur á kynningarefni fyrir Bestu deild kvenna?

„Það er góð spurning og verður bara að koma ljós. Þetta er eitthvað sem við verðum að koma saman og taka sameiginlega ákvörðun um, ég ætla aðeins að sjá hvernig þetta þróast og hvort þeir taki einhverja ábyrgð að þessu. Mér finnst frábært að þetta vakti athygli, í kvöld spila stelpurnar með fjólublá armbönd sem tákn fyrir jafnrétti – en núna ætla ég að einbeita mér að fótboltanum og tímabilinu sem er að fara í hönd. Þessi barátta er orðin voðalega þreytt og tekur frá manni orku og gleði. Þetta á að vera sjálfsagt og það á að ríkja jafnrétti hér á landi samkvæmt lögum.“

Besta deild kvenna að hefjast

Nú hefjið þið leik í Bestu deild kvenna í næstu viku þegar þið farið á Sauðárkrók og mætið Tindastóli.

„Já, við förum á Krókinn fyrst og svo förum við á Akureyri. Þannig að við byrjum á tveimur erfiðum útileikjum en erum tilbúnar í þann slag.“

Nú er Tindastóli spáð níunda sæti og falli.

„Já, við reynum að horfa sem minnst í þessar spár og einbeita okkur að okkur sjálfum og gera betur en í fyrra.“

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið?

„Það hafa orðið miklar breytingar hjá okkur en heilt yfir hefur það gengið vel. Við erum að slípa okkur saman og finna besta liðið. Undirbúningurinn hefur gengið svolítið upp og niður en það þarf

Besta deild kvenna í knattspyrnu er að fara af stað og það má segja að á ýmsu hafi gengið í aðdraganda móts. Samtökin Íslenskur toppfótbolti, sem sér um kynningarmál efstu deilda karla og kvenna, hafa fengið á sig mikla gagnrýni fyrir auglýsingu sem fór í loftið skömmu fyrir mót en í henni þótti halla á kvennaboltann. Kristrún Ýr Holm, fyrirliði kvennaliðs Keflavíkur, skrifaði undir sameiginlega yfirlýsingu allra fyrirliða liða í efstu deild kvenna um að þær myndu stíga niður fæti og sniðganga kynningarfund samtakanna. Víkurfréttir heyrðu í Kristrúnu og við ræddum komandi knattspyrnutímabil.

Kristrún Ýr og Alma Rós á æfingu með Keflavík en Kristrún segir Ölmu minna á Sveindísi Jane Jónsdóttur sem leikur nú með einu sterkasta liði Evrópu, Wolfsburg í Þýskalandi.

Alma Rós: Ung og upprennandi

Víkurfréttir heyrðu í ungstirninu Ölmu Rós Magnúsdóttur þegar hún var nýkomin af æfingu með U15 landsliði Íslands í knattspyrnu en hún lætur sér ekki eitt landslið duga heldur er hún líka í U15 í körfuknattleik. Við byrjum á að spyrja Ölmu hvort hún hafi tíma fyrir eitthvað annað en íþróttirnar.

„Varla en jú, jú. Ég læt þetta einhvern veginn ganga upp, finn alltaf einhvern tíma aflögu,“ segir hún hlæjandi. „Ég hef æft báðar íþróttir mjög lengi. Byrjaði í fótbolta strax í boltaskóla og í körfunni í öðrum bekk.“

Nú hefur þú verið að æfa með meistaraflokki og fengið að spila nokkra leiki, hvernig finnst þér það? „Mér finnst það mjög gaman, það er áskorun að æfa með þeim – en það er svolítið erfitt.“

Ertu búin að fá mörg tækifæri með liðinu í vor? „Já, frekar mörg. Eiginlega fleiri en ég átti von á,“ segir þessi efnilega knattspyrnukona sem hefur fengið að spreyta sig í nokkrum stöðum í vor; byrjaði á kantinum en hefur líka verið framarlega á miðju og svo í sókninni.

Hvað ertu eiginlega orðin gömul? „Ég er fimmtán ára.“

ekki að vera neitt slæmt, finna út hvað þarf að bæta fyrir mót. Við horfum á það þannig. Með nýjum þjálfara hafa komið nýjar áherslur og svo hefur leikmannahópurinn tekið breytingum. Við erum komnar með stelpur sem komu frá ÍBV, gríðarlega sterkar

Verður þú þá ekki að fara að ákveða hvora íþróttina þú ætlar að velja? Verður það ekki erfitt? „Sko, ég veit að ég mun velja fótboltann. Núna er karfan orðin svolítið aukagrein hjá mér og fótboltinn gengur fyrir.“

Hún Kristrún talaði um að þú minntir hana svo mikið á Sveindísi Jane, ekki bara sem leikmann heldur líka af því að þú ert alltaf með tvíburum ...“ „Já! Oh my God!“ hrópar Alma upp yfir sig og hlær. „Þú meinar – það er ekki leiðinlegt að líkjast henni,“ sagði hún að lokum en það verður áhugavert að fylgjast með Ölmu í sumar en þarna er augljóslega mikið efni á ferð. Spurning hvort hún verði Þýskalands- og bikarmeistari með Wolfsburg innan fárra ára eins og Sveindís Jane.

og góðir leikmenn. Svo erum við með nýjan markmann sem hefur mikinn metnað og lítur vel út. Ég er mjög bjartsýn á að við eigum eftir að koma á óvart í sumar,“ sagði fyrirliðinn Kristrún Ýr Holm að lokum.

Fyrirliðinn Kristrún Ýr er öflug í vörn Keflavíkur. Hér er hún og Elfa Karen Magnúsdóttir að stöðva sóknarmann Vals á síðasta tímabili. VF/JPK Alma Rós í sigurleik gegn Aftureldingu í Lengjubikarnum í byrjun tímabils.

Deildarmeistarar Keflavíkur mæta

Val í úrslitum Subway-deildar kvenna miðvikudaginn 19. apríl í fyrsta leik liðanna. Keflavík lagði granna sína í Njarðvík 3:1 en Valskonu þurftu oddaleik gegn Haukum til að tryggja sig áfram í úrslit.

Annar leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda næstkomandi laugardag, þann 22. apríl. Fyrra liðið til að vinna þrjá leiki mun hampa Íslandsmeistabikarnum eftirsótta.

SPENNAN MAGNAST

Framundan eru lokaátökin

í Subway-deildum karla og kvenna í körfuknattleik en tvö

Suðurnesjalið eru ennþá inni í myndinni. Keflavík keppir við Val um Íslandsmeistaratitilinn kvennamegin en Njarðvíkingar hefja leik í undanúrslitum hjá körlunum.

Þá fá Njarðvíkingar Tindastól í heimsókn í Ljónagryfjuna á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl, í fyrsta leik undanúrslita Subway-deildar karla en Njarðvík sló Grindavík út 3:1 á meðan Stólarnir unnu Keflvíkinga, einnig 3:1.

Annar leikur liðanna fer fram í Síkinu á Sauðárkróki sunnudaginn 23. apríl en fyrra liðið til að vinna þrjá leiki mætir annað hvort Val eða Þór Þorlákshöfn í úrslitum.

KEFLAV ÍK - KR 0:2

Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur

25. og 26. apríl í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 20:00

Keflvíkingar fengu sín færi í leiknum en inn vildi boltinn ekki. Viktor Andri Hafþórsson er hér kominn í dauðafæri en markvörður KR ver meistaralega. VF/JPK

Keflavík mátti þola tap fyrir KR í annarri umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu um helgina. Keflavík var nokkrum sinnum nálægt því að skora en markvörður KR átti stórleik og varði allt sem á markið kom.

Stjórnandi: Jóhann Smári Sævarsson

Píanó: Sævar Helgi Jóhannson

Einsöngur: Cesar Barrera | Haraldur Helgason | Jóhann Smári Sævarsson | Valgeir Þorláksson

Miðasala á Tix.is og við innganginn. Forsala aðgöngumiða hjá Karlakórsmeðlimum og á fésbókarsíðu Karlakórs Keflavíkur. Miðaverð í forsölu 4.000 kr.

Miðaverð á Tix.is og við innganginn 4.500 kr.

vf.is sport

VÍK u RFRÉ tti R á S uðu RNESJ u M // 15
Úrslit leikja og íþróttafréttir birtast á

110 árum fagnað

hjá slökkviliðinu

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fagnaði 110 ára afmæli síðasta laugardag með því að bjóða Suðurnesjafólki í opið hús í nýrri slökkvistöð í Reykjanesbæ. Það er óhætt að segja að fólk tók vel í boðið og fjölmennti á slökkvistöðina þar sem til sýnis voru tæki og tól slökkvi- og sjúkraliðs. Meðal annars var hægt að skoða búnað til hjartahnoðs og slökkviliðið sýndi nýtt torfærutæki á sex hjólum sem ætlað er til að slökkva gróðurelda. Brunavarnir

Suðurnesja vilja nota tækifærið og þakka öllum sem lögðu leið sína á slökkvistöðina á afmælisdaginn.

Mömmumont

Ég má til með að nota þennan virðulega lokaorðavettvang til að deila neðangreindu ljóði með ykkur, ljóði sem fjórtán ára sonur minn, Helgi Matthías, hristi fram úr erminni í síðustu viku, algjörlega að eigin frumkvæði. Keflavíkurhjartað slær greinilega sem aldrei fyrr, þrátt fyrir tæplega tveggja ára fjarveru. Hann skrifar á ensku og vildi með þessu meðal annars reyna að lýsa bænum sínum fyrir skólafélögunum hér í París. Honum tekst með fallegum ljóðrænum hætti að blanda sögunni saman við persónueinkenni bæjarbúa og upplifanir - hvort sem um er að ræða fiskilykt, magnaða norðurljósasýn eða kjötsúpubragð. Mamman er að springa úr monti (já og við foreldrarnir bæði) og fannst hvergi betri staður til að frumsýna þennan fína Keflavíkurbrag heldur en hér, að sjálfsögðu með leyfi höfundar.

The old Keflavík Streets

The place which on stockfish and thick sheep feeds

Holds the airport and outside worlds precious keys

Raised by the defending land of the free

In the town which lays by the bone chilling sea

From eager sailors and entrepreneurs

To a place which to tourists acts as a lure

While its climate only the toughest can endure

Its water the best, and most of all, pure

And its clothing made from the finest, native fur

Around its people it provides a comforting hold

Whether it be to a slave whose existence has been sold

Someone who into school has never been enrolled

Or simply needs to warm oneself from the freezing cold

Its houses made of crooked and wavy steel

And off its foundations you feel it can almost peel

However, its sturdy support is greatly concealed

Even though it may not seem too real

The beautiful streets of disgusting fish reek

However, its source you don’t bother to seek

The gorgeous northern lights

Reveal the mystical activities of the night

And provide your eyes its lost sense of sight

The wistful wind becomes all you can hear

Occasionally and abruptly interrupted by the squeal of a seal

Or voice of a visiting monarch ordering you to kneel

Kjötsúpa becomes your mouths most memorable taste

So savoury you gulp it down with unmeasurable haste

No matter what ingredient in that soup has been placed

From afar we seem peaceful and weak

But even when the situation is hopeless and bleak

These words bring their hearts a fiery heat: Áfram Keflavík!

Mundi

Það var mikið að Keflavík og Njarðvík sameinuðust ... um sparkvöll!

Tólf verkefni fá tíu milljónir

Alls bárust umsóknir um styrki til átján verkefna upp á rúmar nítján milljónir króna í nýsköpunar- og þróunarsjóð menntasviðs Reykjanesbæjar. Úthlutunin nær til tólf verkefna og nemur heildarfjárhæð styrkloforða rétt tæpum tíu milljónum króna. Menntasvið Reykjanesbæjar auglýsti eftir umsóknum vegna úthlutunar úr nýsköpunar- og þróunarsjóði sviðsins í febrúar síðastliðnum. Markmið með sjóðnum er að stuðla að nýsköpun, framþróun og öflugu innra starfi leik- og grunnskóla í Reykjanesbæ. Sjóðurinn er stuðningur við innleiðingu menntastefnu Reykjanesbæjar, Með opnum hug og gleði í hjarta. Matsnefnd nýsköpunar- og þróunarsjóðs skrifstofu menntasviðs hefur lokið úthlutun fyrir skólaárið 2023-2024.

Sumarstarf í Leifsstöð

66°Norður leitar að dugmiklum einstaklingum til sumarstarfa í verslun okkar í Leifsstöð. Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf. Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2023.

Hæfniskröfur

Jákvætt viðmót og þjónustulund

Framúrskarandi hæfileikar í mannlegum samskiptum

Brennandi áhugi á útivist og hreyfingu

Áhugi á sölumennsku

Mjög góð enskukunnátta

Kunnátta í Norðurlandamáli, þýsku, kínversku eða öðrum tungumálum er kostur

Reynsla af sölustörfum kostur

Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 19 ára aldri

Allar umsóknir skulu berast í gegnum 50skills.com og eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

RAGNHEIÐAR ELÍNAR
66north.is @66north
· · ·

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.