1 minute read
mikill fjöldi fyrir okkar samfélag
– segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri n Átta konur af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar
Reykjanesbær er það sveitarfélag sem hlutfallslega tekur á móti flestum flóttamönnum sem koma til Íslands. Tæplega 2.400 manns hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári. Móttökukerfi flóttamanna er komið að þolmörkum, segir Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr dómsmálaráðherra. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, var gestur Kastljóss á RÚV á mánudagskvöld, ásamt Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra í Hafnarfirði, þar sem þau ræddu málefni flóttafólks.
Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, mun hætta í bæjarstjórn um næstu áramót.
Friðjón hefur verið í bæjarstjórn frá árinu 2010 og í meirihluta frá árinu 2014. Við brotthvarf hans mun Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins taka við sem formaður bæjarráðs. Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar tekur við sem forseti bæjarstjórnar.
Það verða því konur sem leiða öll framboð í bæjarstjórn Reykjanesbæjar við þessi tímamót. Hinar eru Valgerður Björk Pálsdóttir, oddviti Beinnar leiðar, Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokks og Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Umbótar.
Þá bætist enn í kvennaflóruna í bæjarstjórn þegar Friðjón hættir
Síður 10–11