7 minute read

Verð á ufsa mjög gott á mörkuðum

Húsnæði og búnaður Síldarvinnslunnar hf. í

Helguvík. VF/Hilmar Bragi

Búnaður fiskimjölsverksmiðju

í Helguvík seldur til Marokkó

Búnaður fiskimjölsverksmiðju

Síldarvinnslunnar í Helguvík hefur verið seldur til Marokkó.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf., segir í samtali við Víkurfréttir að eftir því sem best sé vitað er skip á vegum kaupanda á leið til landsins að sækja búnaðinn í lok þessa mánaðar. Fiskimjölsverksmiðja hóf starfsemi sína í Helguvík árið 1997 en í febrúar árið 2019 var tilkynnt um að starfsemi verksmiðjunnar yrði hætt. „Ástæða lokunarinnar er einfaldlega sú að rekstur verksmiðjunnar stendur ekki undir sér. Helsta ástæðan er síminnkandi hráefni til fiskimjölsverksmiðja, hækkandi kostnaður og auknar kröfur sem kalla á öflugar einingar og aukna hagræðingu. Uppistaða þess hráefnis sem borist hefur til verksmiðjunnar í Helguvík er loðna og hefur nýting verksmiðjunnar farið síminnkandi undanfarin ár.

Óvissa um reksturinn hefur farið vaxandi vegna minnkandi loðnukvóta og mikillar óvissu um loðnuveiðar,“ sagði í tilkynningu um lokunina á sínum tíma.

Húsnæði verksmiðjunnar eru ennþá í eigu Síldarvinnslunnar.

Gunnþór segir að varðandi nýtingu á húsnæðinu þá séu einhver verkefni í skoðun þar og hefur verið töluverður áhugi, en ekkert sem hann geti greint frá núna.

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdafaðir og afi,

MAGNÚS ÞÓR VILBERGSSON

Lómatjörn 1, Reykjanesbæ, lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn

17. júní.

Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 23. júní klukkan 12. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á D-deild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Reikningur: 0142-15-382544 Kt.: 7011055950

Harpa Jakobína Sæþórsdóttir

Haraldur B. Magnússon Rut B. Róbertsdóttir

Eyrún Ósk Magnúsdóttir Ólafur D. Helgason

Marta H. Magnúsdóttir Stefán Ö. Hrafnsson

Hrönn Þormóðsdóttir Hallbjörn Sævars og barnabörn

Veðurguðirnir eru heldur betur búnir að vera hliðhollir sjómönnum á Suðurnesjum núna í júní, þó svo að þeir sem vilja hafa sól og sumaryl séu ekki eins kátir. Það er nefnilega búið að vera mjög góð tíðin þó svo að sólina hafi vantað og færabátarnir, sem eru gríðarlega margir, hafa getað róið svo til alla þá daga sem þeir mega róa. Eru þetta þá helst strandveiðibátarnir sem mega róa mánudaga til fimmtudaga – og síðan eru nokkrir aðrir færabátar sem eru að mestu að eltast við ufsann út við Eldey.

Veiðin hjá þeim hefur verið góð og þeir bátar sem hafa verið þar eru, t.d. Hópsnes GK sem er kominn með 19,8 tonn í þremur róðrum og mest 7,2 tonn í róðri og Geirfugl GK sem er kominn með 21,7 tonn í þremur og mest 7,6 tonn. Báðir að landa í Grindavík og báðir í eigu Stakkavíkur.

Þeir hafa reyndar verið á veiðum á sömu slóðum og bátarnir frá Sandgerði en þar er t.d. Addi Afi GK sem er kominn með 26,7 tonn í sex róðrum og mest 7,7 tonn og Ragnar Alfreðs GK sem er kominn með 13,2 tonn í fjórum róðrum.

Mjög margir strandveiðibátar eru að róa og eru um 60 bátar í Sandgerði, nokkrir þeirra eru á það hraðskreiðum bátum að þeir ná að fara nokkuð langt út og áleiðis að ufsanum þarna við Eldey en strandveiðibátar mega vera lengst fjórtán tíma höfn í höfn. Reyndar er veiðin hjá strandveiðibátunum búin að vera mjög góð og hafa þeir verið að ná skammtinum sínum nokkuð auðveldlega og líka aukaafla, eins og t.d. ýsu, karfa og ufsa. Lítum á nokkra báta. Una KE með 8,7 tonn í átta, Bliki GK 8,1 tonn í átta, Gola GK 7,1 tonn í sjö, Tjúlla GK 6,8 tonn í átta og Von GK 6,2 tonn í fjórum en þessi bátur er ekki á strandveiðum. Allir þessir bátar að landa í Sandgerði.

Hérna er að neðan er litið á bátana sem eru að átta brúttótonna stærð:

Í Grindavík er t.d. Sigurvon ÁR með 11,6 tonn í sjö og af því eru

8,1 tonn ufsi, Sæfari GK 7,5 tonn í sjö, Hrappur GK 7,5 tonn í sjö, Grindjáni GK 6,4 tonn í sex og

Þórdís GK 5,2 tonn í fimm.

Í Sandgerði er t.d. Arnar ÁR með 11 tonn í átta og af því er ufsi

4,4 tonn, Snorri GK 9,6 tonn í sjö róðrum en það má geta þess að á

Snorra GK er Gísli skipstjóri sem var áður skipstjóri á línubátnum

Pálínu Ágústdóttur GK, Sandvík

KE 9,3 tonn í átta, Dóri í Vörum

GK 8,3 tonn í átta, Dímon GK 8,3 tonn í átta, Séra Árni GK 7,6 tonn í sex, Sigurörn GK 7,5 tonn í átta, Hadda HF 7,4 tonn í sjö, Kvika

KE 7,1 tonní sjö, Stakasteinn GK 7 tonn í átta, Fagravík 6,9 tonn í sjö og Óskar KE 6.9 tonn í níu. Nokkuð merkilegt er að stór hluti af færabátunum sem eru að landa í Sandgerði, og þá er ég að tala um strandveiðibátana, hafa náð yfir einu tonni í róðri og sumir nokkuð langt yfir það – og er það þá aukaaflinn sem er að hjálpa til með það. Arnar ÁR er t.d. mest með 2,3 tonn, Snorri GK 2,1 tonn, Dóri í Vörum GK 1,6 tonn, Dímon GK 1,7 tonn, Séra Árni GK 1,6 tonn, Hadda HF 1,9 tonn, Kvika KE 1,7 tonn, Binna KE 1,6 tonn,

Faxi GK 1,5 tonn, Líf NS 1,4 tonn, Kiddi GK 1,1 tonn og Gullfuglinn GK 1,6 tonn. Núna á strandveiðunum, eins og hefur verið undanfarin ár, hafa langflestir bátanna verið á svæði A sem nær frá Akranesi og að Vestfjörðum. Þar hafa bátarnir alltaf náð skammtinum sínum en eru að langmestu leyti með þorsk en mjög lítinn aukaafla.

Á svæði D sem nær frá Akranesi, að Suðurnesjum og austur að Hornafirði hafa aftur á móti aflahæstu strandveiðibátarnir verið út af aukaaflanum sem þeir hafa náð og þeir hafa líka verið með svipað eða meira aflaverðmæti en bátarnir á svæði A, enda er verð á ufsa mjög gott á mörkuðum. Miðað við nýjustu tölur sem ég hafði þegar ég skrifaði þennan pistil þá var slægður ufsi á 221 krónur kílóið og óslægður ufsi á 163 krónur kílóið. Til að mynda með Arnar ÁR sem er á strandveiðum þá er aflaverðmætið hjá honum, bara fyrir ufsann, um 750 þúsund krónur núna í júní. Séra Árni GK er með um 3,2 tonn af ufsa og er því ufsaaflaverðmætið hjá honum um 530 þúsund krónur núna í júni.

Reykjaneshöfn lét farga 130 tonnum af rusli af lóðum í Helguvík

Reykjaneshöfn lét farga um 130 tonnum af rusli ýmiskonar sem eigendur vitjuðu ekki í kjölfar auglýsinga um lóðahreinsun á lóðum Reykjanesbæjar að Berghólabraut 9 og 9a á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Þá var einnig fjöldi bílhræja fjarlægður. Í húsnæði og á lóðunum á svæðinu voru ýmsir munir í óleyfi, m.a. ýmsar tegundir af farartækjum, áhöldum og timburein- ingum. Á lóðunum við Berghólabraut 11, 13 og 15 voru einnig ýmsir óskilamunir í óleyfi. Gefinn var frestur til 21. maí til að fjarlægja þá en eftir þann tíma ætlaði Reykjaneshöfn að farga því sem yrði ekki sótt.

Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarmála hjá Reykjanesbæ, segir að núna séu lóðirnar komnar í það ástand að hægt sé að ráðstafa þeim. Framtíð

Séð yfir lóðirnar í Helguvík eftir að þær voru hreinsaðar. VF/Hilmar Bragi lóðanna sé nú til vinnslu og að ákvörðun um ráðstöfun lóðanna verði vonandi tekin fyrir haustið, hvort lóðirnar verði seldar eins og þær eru eða nýttar í aðra uppbyggingu sem er til skoðunar á svæðinu. Halldór Karl segir að það sé fyrst og fremst bæjarráðs og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að taka afstöðu til málsins.

Lokahnykkurinn fyrir Dance World Cup

Team DansKompaní stefnir á að fylgja eftir frábærum árangri í heimsmeistarakepninni á síðasta ári

Keppnislið DansKompaní í Reykjanesbæ, Team DansKompaní, æfa nú af kappi fyrir úrslitakeppni Dance World Cup sem haldið verður í Braga í Portúgal dagana 30. júní til 8. júlí. Liðið er skipað 53 dönsurum á aldrinum sjö til 25 ára en þau komust öll í landsliðshóp Íslands í febrúar síðastliðnum og hafa æft af krafti undanfarna mánuði fyrir úrslitakeppnina. Þessi flotti hópur er með átján atriði í keppninni í ár sem eru hvert öðru frábærari enda er stefnan sett á að fylgja eftir árangri liðsins frá því í fyrra þar sem hópurinn landaði m.a. einum heimsmeistaratitli, silfur- og bronsverðlaunum.

Lokahnykkurinn í undirbúningi fyrir keppnina er styrktarsýning sem haldin verður í Andrews Theater miðvikudagskvöldið 21. júní kl. 19.

Á sýningunni gefst fólki tækifæri á að sjá öll keppnisatriðin í allri sinni dýrð, styrkja þennan hæfileikaríka hóp og fá í leiðinni frábæra skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Miðaverð er 3.500 kr. og miða er hægt að nálgast hjá keppendum, í gegnum fésbókarsíðu Team DansKompaní en einnig verður miðasala á staðnum á sýningardag.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, leit inn á æfingu hjá hópnum fyrir skemmstu og smellti af nokkrum myndum.

Team heimsmeistararDansKompaní

Snævar ingi Sveinsson er átján ára gamall nýstúdent frá Má. Hann fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur, félagslíf og þrautsegju við útskrift Má áhugasviðið hans hefur alltaf verið fjölbreytt en fasti liðurinn hefur alla tíð verið tölvur og tölvuleikir.

Hvenær byrjaðir þú í náminu?

Ég hóf nám í Menntaskólanum á Ásbrú í ágúst árið 2020. Ég man eftir því hvernig kennarar jafnt og nemendur tóku manni opnum örmum frá fyrsta degi, það var gott andrúmsloft jafnt yfir skólann, maður vissi að þetta var ekki líkt skóla eins og maður þekkti hugtakið áður fyrr. Enginn í skólanum kveið fyrir því að vakna fyrir skólann, heldur reyndu flestir að komast fyrr að í skólann. Það breytir svo miklu að vera spenntur fyrir náminu og MÁ er heldur betur að rækta þannig umhverfi.

Hvernig gekk námið?

Námið gekk mjög vel, ekki síður vegna frábærra kennara, starfsfólks og að sjálfsögðu þeirra yndislegra nemenda sem gera skólann að svona frábærum stað. Ég get ekki minnst á einn kennara sem ég taldi vera síðri en annar kennari, allir kennarar í skólanum eru frábærir á sinn eiginn hátt. Það mætti halda að ég væri að skálda þetta en ég er svo ótrúlega heppinn að hafa gengið í MÁ því ég og mínir samnemendur voru svo heppnir með kennara.

Hver er lykillinn að velgengni þinni í náminu?

Aldrei hugsa til styttri tíma, þ.e.a.s. ekkert er seinni tíma vandamál þegar kemur að námi. Einbeittu þér að standa þig sem allra best öll þín ár í námi því þau skipta öll jafnmiklu máli. Þetta fjallar ekki um það að vera bestur af öllum, þetta fjallar um að vera besti þú sem þú getur orðið.

Af hverju valdir þú MÁ?

Ég vildi prófa eitthvað öðruvísi og ekki ganga hinn hefðbundna veg og MÁ var tiltölulega nýr skóli sem kennir fög á mínu áhugasviði. Ég er svo ofsalega feginn að ég valdi MÁ. Að velja Menntaskólann á Ásbrú sem minn menntaskóla er ákvörðun sem ég hef aldrei séð eftir. Ég eignaðist vini til lífstíðar, öðlaðist mikilvæga lífsreynslu og fékk tengsl við atvinnulífið sem ég er viss um að munu nýtast mér seinna meir.

Myndir þú mæla með náminu og þá af hverju?

Ef þú hefur tök á að stunda nám við Menntaskólann á Ásbrú og hefur áhuga á þeim sviðum sem kennd eru í MÁ, þá mæli ég hiklaust með námi við Menntaskólann á Ásbrú.

Hvað er það besta við MÁ að þínu mati?

Félagslífið (ugghm, týpískt að fyrrum varaforseti nemendaráðs segir það) en félagslífið er sífellt vaxandi og dafnandi. Það er eitthvað fyrir alla í félagslífinu í MÁ.

Hvað tekur við?

Ég fékk samþykkt í BSc-nám í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík í haust. Einnig var ég ráðinn í upplýsingatæknifyrirtæki (Byxa ehf.) strax eftir skólalok. Bjartir tímar framundan.

This article is from: