4 minute read

þegar kom að því að finna

Nafn Tannl Knastofuna

Við hvað starfið þið og hvar?

Erum tannlæknar á Tannlæknastofu Kristínar á Hafnargötu 45 Hver eru helstu verkefni?

Allar almennar tannlækningar, bæði hjá börnum og fullorðnum, og almennur rekstur á tannlæknastofunni.

Er eitthvað sem gerir verkefnið eða fyrirtækið einstakt, forvitnilegt? Alltaf að reyna að fylgja nýjustu stefnu og nýjustu tækni í tannlæknaheiminum.

Okkar markmið er einnig að veita góða þjónustu og vinnum að því að láta fólkinu okkar líða sem allra best í okkar umhverfi. Við höfum verið heppnar með starfsfólk og hvor aðra. Það gerir okkar fyrirtæki einstakt.

Eitthvað áhugavert sem þið eruð að gera? Nýjasta nýtt hjá okkur á stofunni eru tannréttingarmeðferðir með skinnum, eitthvað sem er ótrúlega spennandi og við spenntar að halda áfram með það og sjá þróun á þeim markaði. Einnig eru miklar nýjungar í sambandi við allar tannlækningar sem tengjast tannsmíði, þar ber fyrst að nefna skönnun og þrívíddarprentun. Miklar og skemmtilegar nýjungar sem gaman er að fylgja eftir. Við erum duglegar að sækja endurmenntun, bæði hér heima og erlendis, þar sem við reynum ávallt að fylgja nýjustu straumum og 5stefnum.

Hvað hafið þið verið að gera? Kristín Erla útskrifaðist frá tannlæknaháskólanum í Árósum 2011, flutti þá strax heim þar sem Kristín G. beið eftir henni með stól og höfum við unnið saman síðan. Kristín Erla byrjaði reyndar sem aðstoðardama á stofunni 2005. Kristín Geirmundsdóttir útskrifaðist frá Oslóarháskóla 1990 og hefur starfað í Keflavík síðan, fyrst sem aðstoðartannlæknir og síðar á eigin stofu. Ekki leiðinlegt að vinna með bestu vinkonu sinni alla daga og í dag rekum við saman tannlæknastofu Kristínar. Mjög hentugt þegar kom að því að finna nafn á tannlæknastofuna okkar.

Hvað eruð þið að gera núna? Störfum sem tannlæknar og erum báðar miklar fjölskyldukonur, Kristín Erla á þrjú börn, Kristín Geirmunds á tvö stálpuð börn. Reynum að huga vel að heilsunni og erum að stunda almenna heilsurækt alla daga, hlaup, golf og fjallgöngur.

Framtíðarplön: Halda áfram að byggja upp góðan rekstur og veita eins góða þjónustu eins og hægt er.

Hversu lengi hafið þið búið á Suðurnesjum? Kristín Erla er fædd og uppalin í Garðinum, en

Hvað heitir strákurinn í Búkollu?

Undanfarin þrjú ár hefur leikskólinn Gefnarborg í Garði tekið þátt í og verið stýriskóli í Erasmus+ verkefninu Inclusion through sensory integration eða Skynreiða með inngildingu að leiðarljósi ásamt samstarfsleikskólum í Króatíu, Grikklandi, Rúmeníu og Svíþjóð.

Verkefnið skiptist í þrjú tímabil þar sem unnið var með læsi, útinám, sköpun og námshvetjandi umhverfi. Eftir fyrsta tímabilið heimsóttu kennarar frá hinum þátttökulöndunum leikskólann Gefnarborg og fengu að kynnast leikskólanum og umhverfinu. Síðan þá hafa verið farnar fjórar ferðir þar sem starfsmenn Gefnarborgar heimsóttu hin þátttökulöndin. Sú síðasta var farin í maí byrjun en þá fóru sex kennarar á vegum Gefnarborgar til Târgoviște í Rúmeníu. Í skólaheimsóknum til þátttökulandanna fá þátttakendur meðal annars að kynnast menningu landsins og daglegu starfi leikskólanna. Markmið verkefnisins er að nýta skynreiðu sem aðferð til að stuðla að inngildingu innan barnahópsins. Með inngildingu er átt við að öll börn upplifi að þau tilheyri samfélaginu óháð bakgrunni það er fjárhag, menningu, tungumáli, fötlun og svo framvegis. Skynreiða (e. Sensory integration) á sér stað þegar heilinn sameinar skilaboð frá fleiri en einu skynfæri, þannig að úr verður skiljanleg heild. Hver skynjun styrkir aðra og að nýta fleiri skiln- ingarvit hjálpar til við að festa í minni. Á meðan verkefninu stóð þróaðist sú aðferð sem við köllum Læsistengd skynjun. Þá er unnið með bækur, sögur og ljóð á þann veg að kennarar og börn leita að tækifærum til þess að vinna með skynjun út frá innihaldi textans. Með þessari nálgun fá öll börn möguleika til að upplifa söguna og öðlast skilning á sínum forsendum. Þetta hjálpar til dæmis börnum með annað móðurmál að líða vel og finna sig betur þar sem aðaláherslan er ekki lengur á talað mál. Rauðhetta og sagan um Búkollu eru dæmi um sögur sem unnið var með í öllum löndunum. Einnig var unnið með tónlist eins og sinfóníu nr. 9 „The New World“ eftir Dvořák. Í Búkollu er hægt að skynja ýmislegt eins og bergmálið þegar kýrin baular, smakka mjólk, smjör og ost, fara í feluleiki þar sem við leitum að Búkollu, klífa fjöll og hóla og margt fleira. Í heimsókninni til leikskólans Gradinita nr. 1 í Târgoviște í Rúmeníu fengu þátttakendur að fylgjast með samverustund barnanna. Þar var sögð sagan af

Nöfn: Kristín Erla Ólafsdóttir og Kristín Geirmundsdóttir

Aldur: 39 ára og 57 ára

Menntun: Við erum báðar tannlæknar flutti til Danmerkur til að læra í fimm ár, kom svo aftur 2011 og settist þá að í Reykjanesbæ. Kristín Geirmundsdóttir er fædd og uppalin í Keflavík, bjó eitt ár í Reykjavík eftir stúdentsprófið og fór síðan til Osló í fimm ár og settist að í Keflavík.

Hverjir eru kostir þess að búa á Suðurnesjum? Hér höfum við alla þjónustu sem við þurfum, þó nálægð við höfuðborgina komi sér oft vel. Stutt í almenna útivist og á flugvöllinn.

Hvernig líst ykkur á nýja félagið okkar, FKA Suðurnes? Frábært félag og mikil tækifæri fyrir konur á svæðinu.

Hvað varð til þess að þið skráðuð ykkur í FKA? Við nöfnur ákváðum að þetta væri spennandi tækifæri fyrir okkur.

Hvað finnst ykkur FKA gera fyrir ykkur? Það víkkar sjóndeildarhringinn að kynnast fólki sem við hefðum kannski annars ekki kynnst.

Heilræði/ráð til kvenna á Suðurnesjum: Styrkjum hvora aðra, stöndum saman. Konur eru konum bestar!

FKA Suðurnes

Markmið með verkefninu er að vekja athygli á FKA konum í atvinnulífinu á Suðurnesjum, fyrirtækjunum þeirra eða verkefnunum sem þær sinna og sýna hversu megnugar og magnaðar þær eru.

Búkollu á líflegan og skemmtilegan máta. Börnin tóku virkan þátt í flutningnum með því að festa myndir af sögupersónum á sögusvuntu kennarans. Augljóst var að börnin þekktu söguna um Búkollu vel og lifðu sig inn í söguna, þrátt fyrir gestkomendur sem fylgdust einnig með. Að sögustund lokinni bauðst börnunum að fara á mismunandi stöðvar sem áttu það sameiginlegt að tengjast sögunni. Þar var meðal annars hægt að „mjólka kú“, búa til ost, hjálpa stráknum að rata í gegnum völundarhús, teikna söguna og búa til fjós. Það var mikil upp - skera fyrir íslensku gestina að sjá þjóðsöguna í nýjum búningi og frá nýju sjónarhorni. Rúmensku börnin höfðu beðið eftir tækifæri til að spyrja íslenska hópinn um nafn stráksins í sögunni Búkollu en þar var fátt um svör. Ef til vill er einhver fróður sem veit hvað strákurinn heitir?

Saga Hilma Sverrisdóttir höfundur er leikskólakennari

Tanía Björk Gísladóttir höfundur er jógakennari, nemi í sjúkraþjálfun og með B.a. í Mannfræði

This article is from: