3 minute read

Eitt vinsælasta fjallahjólamótið

n Blue Lagoon Challenge haldið í 27. skiptið

Knattspyrnumolar

Reimar á sig knattspyrnuskóna

Maciej Baginski, körfuknattleiksmaður með Njarðvík, hefur söðlað um og endurvakið knattspyrnuferilinn en í síðustu viku gekk hann til liðs við Hafnir sem leikur í 5. deild karla. Baginski er ekki með skráðan knattspyrnuleik á sig frá því í fjórða flokki Njarðvíkur árið 2008 svo Víkurfréttir slógu á þráðinn til Maciej og spurðu hann hvort hann væri að endurvekja ferilinn og byrjaður í fótbolta.

„Byrjaður og ekki byrjaður, ég er bara að sprikla með vinum mínum. Ég hef spilað fótbolta á hverju sumri með vinahópi en ekkert skipulagt, það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri fyrir utan körfuna,“ svarar Maciej og segist spila fótbolta til að halda sér í formi yfir sumartímann.

Sleppurðu í liðið hjá Höfnum?

„Það fer held ég að fari bara eftir því hversu mikið ég æfi. Ef ég næ nokkrum samfelldum æfingum þá held ég að ég geti spilað einhverja leiki með þeim. Kannski spila ég einn eða tvo leiki í sumar, hver veit?“

Hjá Höfnum hittir Maciej fyrir annan körfuknattleiksmann, Jón Arnór Sverrissonar sem leikur með Þrótti Vogum en Þróttarar unnu 2. deild í körfuknattleik með yfirburðum á síðasta tímabili. Fjölhæfir leikmenn þar á ferð.

Hafnir sitja í þriðja sæti A-riðils 5. deildar með tíu stig eftir sex leiki.

Austanmenn reyndust orkumeiri í seinni hálfleik og skoruðu tvívegis (63’ og 76’) og tryggðu sér 3:1 sigur.

Þróttur situr í fjórða sæti 2. deildar með fjórtán stig, eins og KFA sem er sæti ofar.

Síðastliðinn laugardag var Blue Lagoon Challenge haldið í 27. skiptið. Á þriðja hundrað hjólreiðakappar tóku þátt en mótið er eitt vinsælasta fjallahjólamót landsins. Bláa lónið er aðalstyrktaraðili mótsins og bauð öllum þátttakendum upp á kjötsúpu og í lónið að móti loknu auk þess sem allir keppnendur voru verðlaunaðir með húðvörum Bláa lónsins. Þátttökugjald Blue Lagoon Challenge rennur til barna- og unglingastarfs Hjólreiðafélags Reykjavíkur og er mikilvægur liður í því að efla enn frekar ungt og upprennandi hjólreiðafólk.

Grindvíkingar unnu glæstan sigur á efsta liði Lengjudeildar kvenna þegar HK mætti á Stakkavíkurvöll í síðustu viku, úrslitin 5:3 fyrir

Grindavík. Grindvíkingar eru komnar í fimmta sæti deildarinnar en þær unnu Gróttu, liðið í þriðja efsta sæti, í þarsíðustu umferð.

Lengjudeild karla

Grindavík og Njarðvík töpuðu bæði sínum leikjum í síðustu viku.

Grindavík tapaði naumlega fyrir

Fjölni (0:1) en Njarðvík steinlá fyrir Aftureldingu (7:2).

2. deild karla:

Þróttur tapaði óvænt þegar liðið lék gegn Hetti/Huginn á Egilsstöðum um helgina. Þróttur komst yfir á 9. mínútu en Höttur/Huginn jafnaði leikinn skömmu fyrir leikhlé (44’).

Kári Sigfússon skoraði mark Þróttar og er kominn með fimm mörk í deildinni.

3. deild karla: Eftir góða byrjun í 3. deild karla í knattspyrnu hefur Víðismönnum aðeins fatast flugið í síðustu leikjum, eða allt frá því að þeir höfðu sigur í nágrannaslagnum við Reyni. Víðir tók á móti botnliði ÍH um helgina og byrjunin lofaði ekki góðu, gestirnir komust yfir strax á fyrstu mínútu og leiddu (0:1) í hálfleik.

Sveinn Þór, þjálfari Víðismanna, hefur látið sína menn fá að heyra það í hálfleik – og það bar árangur.

Sveini Þór Steingrímssyni , þjálfara Víðis, leist ekki á blikuna og skipti fjórum leikmönnum inn á í hálfleik sem skilaði árangri. Ísak John Ævarsson jafnaði leikinn á 67. mínútu og bætti um betur þegar hann skoraði sigurmarkið (78') og tryggði Víði sigurinn.

Reynismenn gerði markalaust jafntefli Kormák/Hvöt en Reynir hafði unnið alla sína leiki frá tapinu fyrir Víði. Reynir situr í öðru sæti með sextán stig. Víðir er með jafn mörg stig en lakara markahlutfall í þriðja sæti. Árbær leiðir 3. deild með sautján stig svo baráttan á toppnum er jöfn og spennandi.

„Stemmningin var einstök í mótinu og gleðin skein úr hverju andliti að keppni lokinni. Mjög fjölbreyttur hópur tók þátt en mismunandi vegalengdir voru í boði; 60 km leið, 30 km leið og líkt og í fyrra var einnig var boðið upp á rafhjólaflokk. Að keppni lokinni sameinuðumst allir í Bláa lóninu þar sem átökin liðu úr keppendum.

Það er áskorun en ekki síður afrek að ljúka keppni en 60 kílómetra leiðin lá frá Völlunum í Hafnarfirði, um Djúpavatnsleið að Svartsengi í Grindavík og 30 kílómetra leiðin hófst við Krýsuvíkurkirkju og endaði á sama stað, við Bláa lónið,“ segir Þórdís Einarsdóttir, formaður HFR og mótsstjóri Blue Lagoon Challenge.

Í fyrsta sæti í karlaflokki, af þeim sem fóru 60 km, var Ingvar Ómarsson á tímanum 1:50:52 og í kvennaflokki var það Hafdís Sigurðardóttir sem bar sigur af hólmi á tímanum 2:15:30. Í 30 km vegalengdinni var það Hjalti Böðvarsson sem sigraði karlaflokkinn á tímanum 1:30:56 og Anna Gína Aagestad sem sigraði í kvennaflokki á tímanum 1:40:13.

„Það er fátt betra en að taka á móti þátttakendum og smitast af gleði þeirra þegar þau koma yfir marklínuna og breytir þá engu hvort keppendur ná verðlaunasæti eða ekki, áfanginn er alltaf jafn einstakur. Það eru forréttindi að fá að upplifa stemmninguna í kringum þrautina sem og sjá hversu mikilvægu hlutverki þátttökugjald keppninnar gegnir í unglingastarfi Hjólreiðafélags Reykjavíkur en félagið hefur verið uppeldisfélag margra bestu hjólreiðamanna landsins.

Leiðin er malbikuð að hluta en einnig fer hún um grófan malarveg, um moldarslóða og sand. Heildarhækkun á leiðinni, ef farið er 60 km leið, er um 600 metrar og þar munar mest um Ísólfskálabrekkuna. Þegar þangað er komið er um 40 km lokið og því farið að síga í hjá allflestum.

Ég er einstaklega þakklát Bláa lóninu, keppendum og öllum öðrum sem komu beint eða óbeint að skipulagningu verkefnisins sem og okkar frábæru sjálfboðaliðum sem stóðu vaktina á laugardaginn.

Án þeirra væri verður svona verkefni aldrei að veruleika.“ sagði Þórdís að lokum.

This article is from: