1 minute read

Fjölmenni í skrúðgarðinum

Next Article
Talnaglöggur

Talnaglöggur

Fjölmenni fagnaði á þjóðhátíðardegi Íslendinga í Reykjanesbæ en í skrúðgarðinum var hátíðardagskrá og skemmtidagskrá.

Dagskrá þjóðhátíðardagsins hófst með hátíðarguðþjónustu í Keflavíkurkirkju. Að henni lokinni fór skrúðganga undir stjórn skáta úr Heiðabúum og Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með hátíðarfánann í skrúðgarðinn í Keflavík. Það kom í hlut Sólveigar Þórðardóttur, ljósmyndara, að þjóðfánann að húni. Hefð er fyrir því að Karlakór Keflavíkur syngur þjóðsönginn. Setningarræða dagsins var í höndum Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, forseta bæjarstjórnar. Valý Rós Hermannsdóttir, nýstúdent, var í hlutverki fjallkonu. Ræðu dagsins flutti svo Jóhann Smári Sævarsson, óperusöngvari, söngkennari, leikstjóri og stjórnandi. og kærleika. Þá söng Kirkjukór Grindavíkur ættjarðarlög.

Þegar formlegri hátíðardagskrá lauk tók svo skemmtidagskrá við í skrúðgarðinum. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við þetta tækifæri.

Frá árinu 1984 hefur fjallkona, tákngervingur Íslands, komið fram við hátíðarhöld í tilefni af 17. júní í Grindavík. Í ár var Tinna Hrönn Einarsdóttir í hlutverki fjallkonu Íslands. Hún er sú fertugasta til að klæðast búningnum.

Eftir hádegi var íbúum og gestum boðið í Kvikuna. Þar gátu börn hoppað í hoppuköstulum, farið á hestbak og fengið andlitsmálningu. Þá var boðið upp á kaffiveitingar í tilefni dagsins.

This article is from: