5 minute read

Mikilvægt að sveitarfélögin fylgi stafrænni þróun

n Ný ábendingagátt Reykjanesbæjar hentar öllum snjalltækjum.

„Mikilvægt er að taka öllum ábendingum fagnandi, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar og horfa á þær sem tækifæri til úrbóta. Reykjanesbær hefur unnið hörðum höndum að því seinustu mánuði við að finna leiðir til þess að einfalda ábendingagáttina hjá sveitarfélaginu og er því ánægjulegt að þetta skref hafi verið tekið. Tekið er fagnandi á móti öllum ábendingum,“ segir Aðalheiður J. Óskarsdóttir, gæðastjóri Reykjanesbæjar en nýlega var opnuð stafræn ábendingagátt á vef Reykjanesbæjar.

Um er að ræða eina einingu í gæðakerfi sveitarfélagsins sem hefur verið í innleiðingu seinustu ár. Gæðakerfi Reykjanesbæjar er CCQ frá Origo. Í frétt frá Reykjanesbæ kemur fram að ein af frumskyldum sveitarfélaga sé að veita þjónustu við íbúana og í nútímasamfélagi hefur framsetning á þjónustunni breyst töluvert. Stafræn þróun hefur verið hröð seinustu ár og hafa stofnanir og fyrirtæki þurft að bregðast hratt við og eru sveitarfélög þar engin undantekning. Þar á meðal má nefna framsetningu á því hvernig íbúar og aðrir einstaklingar geta sent inn ábendingu. Íbúar verða að geta sent inn ábendingar um það sem betur má fara og hrósað því sem vel gengur og þannig haft áhrif á samfélagið sitt. Það er þó ekki aðeins mikilvægt að vera með gott aðgengi að ábendingagátt, öflug og örugg úrvinnsla er einnig mikilvæg.

Ábendingagáttin er notendavænni en fyrri lausnir og auðveldari úrlausnar fyrir starfsfólk.

Ný ábendingagátt hentar öllum snjalltækjum og er því ekkert mál að grípa símann og senda ábendingu með einföldum hætti. Hægt er að senda myndir með ábendingunni og möguleiki er að senda staðsetningu á korti ef það á við.

Öflugt bakendakerfi gerir það að verkum að starfsfólk getur brugðist hratt við ábendingum og komið þeim í réttan farveg. Kerfið sýnir einnig hvar ábendingin er stödd innan stjórnsýslunnar sem gerir eftirfylgni markvissari en áður en mikilvægt er að gott gagnsæi sé í stjórnsýslunni. „Með virkri ábendingagátt er Reykjanesbær að bjóða upp á virkt samtal um málefni líðandi stundar og örugga úrvinnslu á þeim. „Reykjanesbær er að sýna frábært fordæmi með því hugarfari starfsfólks að bjóða ábendingar velkomnar,“ segir Maria Hedman, vörustjóri CCQ hjá Origo.

Ferðalagasumarið mikla hjá Jóni Garðari

Jón Garðar er 17 ára nemi úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Jón

Hvað einkennir íslenskt sumar?

Einstefnugata eða stefna í báðar áttir?

Jasmina Vajzović Crnac Höfundur er innflytjandi, flóttakona, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í málefnum flóttafólks og innflytjenda.

Fjölmenning og inngildin er ekki einstefnugata þar sem innflytjendur eða flóttafólk þurfa að aðlagast öllum gildum samfélagsins sem þau flytja í. Hér um ræðir Ísland, þar sem við búum hér, en málið snýst ekki endilega um það.

Málið snýst um að þeir sem flytja til landsins þurfa að fá stuðning, skilning og tíma til að læra á nýtt samfélag. Við hin sem búum hér nú þegar þurfum að leiðbeina og sýna tillitssemi á meðan þau læra hvernig samfélagið virkar. Í kjölfarið fer fólkið að taka þátt í samfélaginu á þeirra eigin forsendum.

Þegar að því kemur verðum við hin að vera með opinn huga og taka vel á móti þeim, með öllum þeim fjölbreytileika sem fylgir. Þá fyrst verðum við virkir þátttakendur í samtali um inngildingu.

Þá loksins verðum við tilbúin að læra af þeim og bera virðingu fyrir öðruvísi nálgun. Af hverju? Jú, til að verða víðsýnni, til að útiloka ekki fólk, til að læra nýja hluti og lengi má áfram telja. Við verðum að skilja að allir þeir sem koma hingað til landsins hafa sín gildi og sinn bakgrunn frá sínu heimalandi. Þau hafa sjálfið sitt. Þau geta ekki lokað á það eða hent öllu sjálfinu burt um leið og þau stíga fæti úr flugvélinni einungis vegna þess að þau fluttu til Íslands. Við þurfum að þróa sjálfið okkar í nýju samfélagi. Við þurfum að bíða og læra. Taka tillit til, virða, sýna kærleik og fyrst og fremst vera góð við hvort annað þó gildi okkar eru ólík. Þannig virkar fjölmenning. Hún gengur í báðar áttir.

Þessi mál eru mér kær því við getum lært svo margt gott, jákvætt og betrumbætt okkur á svo mörgum sviðum. Við getum verið til fyrirmyndar. Það er alltof oft sem við viljum endilega bera okkur saman við önnur lönd og alltof oft gerum við sömu mistök og þau í þessum málaflokki. Hér á Íslandi skortir kjark, þor og metnað að gera betur og prófa nýja leiðir. Ef hlutirnir virka ekki til að mynda á Norðurlöndunum í ákveðnum málaflokkum af hverju ættum við á Íslandi að fylgja þeim?

Ég hef reynslu og þekkingu og að ég hef ekki afneitað mínu sjálfi til þess að þóknast öðrum eða nýju samfélagi. Ég hef ákveðið að taka því góða úr báðum samfélögum sem ég hef alist upp í og byggt mitt líf að ég lifi (undarlega) góðu lífi. Það góðu lífi að hvorki Íslendingum né mínum samlöndum finnst ég vera öðruvísi (nema auðvitað þeim sem skilja mig ekki). Börnin, maki minn, vinir og fjölskylda eru fyrir vikið mun sterkari einstaklingar, víðsýnni, því þau læra um allskonar. Ég nefnilega ólst upp í alvöru fjölmenningarsamfélagi og þá þekkingu yfirfæri ég á fólk í kringum mig. Þannig læra þau og ég um allskonar og eru mun líklegri til að vera skilningsrík og viðsýn fyrir vikið.

Minningarorð um Árna Johnsen og bátasafnið

Fallinn er frá góðvinur minn

Árni Johnsen en hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann

6. júní síðastliðinn. Kynni okkar Árna hófust eftir að ég gerðist félagi í Lionsklúbbi Keflavíkur. Árni var fastagestur hjá okkur á kútmagakvöldum og var ávallt aufúsugestur. Seinna stofnuðum við bátafélagið sem hafði þann tilgang að koma upp bátasafni Gríms Karlssonar.

Árni og Grímur voru miklir mátar og með stofnun bátafélagsins var hafist handa við að koma öllum bátalíkönum sem

Grímur hafði smíðað undir eitt þak. Ég get fullyrt að með samvinnu okkar í bátafélaginu og hjálp Valgerðar sem réð ríkjum í Duus húsum tókst okkur, mest með hjálp Árna, að koma upp safninu. Með aðstoð frá fjárveitinganefnd Alþingis sem Árni hafði milligöngu um tókst okkur oftar en ekki að auka við flotann í safninu.

Ég kveð þennan góða vin og votta aðstandendum samúð. Hafsteinn Guðnason.

Garðar hefur verið að vinna í Sambíóunum í Keflavík í vetur og segist hann ætla að halda því áfram út sumarið. Það sem Jóni finnst einkenna gott íslenskt sumar eru útilegur og að ferðast bæði utan- sem innanlands og ætlar hann svo sannarlega að gera það í allt sumar.

Aldur og búseta?

Ég er 17 ára og bý í InnriNjarðvík.

Starf eða nemi?

Er á Viðskipta- og hagfræðibraut í FS og er vaktstjóri í Sambíóunum í Keflavík.

Hvernig hefur sumarið verið hjá þér?

Bara nokkuð kósý. Búinn að fara tvisvar til útlanda og einnig upp í bústað með fjölskyldu og vinum.

Hvar verður þú að vinna í sumar?

Ég verð í bíóinu í sunar en svo verð ég einnig að spasla og mála húsið.

Hvernig á að verja sumarfríinu?

Í sumar ætla ég að ferðast mikið bæði til útlanda og innanlands. Ég ætla líka að sinna áhugamálinu og fara á marga fótboltaleiki. Annars bara go with the flow og taka öllum tækifærum sem mér eru gefin.

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?

Ég er búin að fara til Englands og Spánar og á eftir að fara til Tenerife. Ég ætla upp í bústað og fleiri ferðalög hérlendis.

Eftirlætis staður á Íslandi?

The city of joy. Alltaf geggjað veður þegar maður fer til Akureyrar á sumrin.

Rigning og fótboltaleikir. Áhugamál þín? Ég stunda fótbolta af krafti og er það þá fótbolti en líka það ferðast með geggjuðu fólki eins og vinum og fjölskyldu.

Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin? Fara í útileigur með fjöllunni eða vinum.

Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?

Pæling að vera upp í bústað en fara svo dagsferð á laugardeginum til Eyja en ekkert staðfest ennþá.

Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling? Íslensk sumartónlist. Hver er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Þjóðhátíðarlagið í ár, Þúsund hjörtu.

Hvað er það besta við íslenskt sumar?

Klárlega útihátiðirnar, ekkert sem toppar þær.

En versta? Þegar það er ömurlegt veður á útihátíðunum.

Uppáhalds grillmatur?

Klassískt lambalæri er í miklu uppáhaldi á sumrin, Sumardrykkurinn í ár?

Fanta Lemon, sérstaklega þegar það er sól.

This article is from: