6 minute read

Hélt að fólk á Íslandi byggi í snjóhúsum

Hadia Rahmani og fjölskylda hennar eru íbúar í Reykjanesbæ en þau flúðu ástandið í heimalandi sínu, afganistan, fyrir einu og hálfu ári síðan. Þegar talibanar tóku við völdum í landinu versnuðu aðstæður almennings til muna – sérstaklega varð staða kvenna slæm.

Hadia hélt að íslendingar byggju í snjóhúsum og var ekki hrifin þegar fjölskyldunni bauðst að koma til landsins. Hún var nú að ljúka námi í Menntastoðum hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) og hyggur á að mennta sig enn frekar, eitthvað sem hún hefði ekki geta gert heima í afganistan. Hadia ræddi við Víkurfréttir um fortíð og framtíð í nýju landi.

og pashto. „Ég tala dari en finnst pashto ekki skemmtilegt mál og einbeitti mér frekar að ensku. Ég skil urdu líka mjög vel eftir að hafa búið í Pakistan. Þannig að ég get horft á indverskar myndir.“

Af hverju lögfræði?

„Ísland hjálpaði okkur að komst hingað. Ég vil hjálpa fólki og veit að Íslandi vantar fólk til að vinna við þessi störf. Ég vil gefa til baka fyrir hjálpina sem Ísland hefur veitt okkur.

Margir vilja bara vinna hér en ég vil byggja framtíðina mína á Íslandi og leggja hart að mér við það.“

Við hreinlega týndum þeim í öllum hamaganginum. Við ætluðum að fara öll saman en það var svo mikið kaos þarna. Það var hræðilegt,“ segir Hadia en þeir sem sáu fréttamyndir frá flugvellinum í Kabúl á þessum tíma ættu að geta gert sér í hugarlund hversu örvæntingarfullt fólkið var. Systir Hadia og maðurinn hennar eru ennþá í Afganistan.

„Pabbi er að reyna að ná þeim út en það er nánast ómögulegt að komast þaðan núna.

Hadia segir slæmt ástand í heimalandi sínu vera ástæðu þess að fjölskyldan flúði Afganistan. „Pabbi minn var að vinna með NATO og staðan í Afganistan versnaði eftir komu talibana. Þá aðstoðaði NATO okkur við að flýja en þeir sem störfuðu fyrir NATO voru taldir í sérstakri hættu eftir valdatöku talibana.“

Réttur kvenna til náms afnuminn „Ég er í raun og veru 23 ára gömul en er 25 ára samkvæmt kennitölunni. Ég fæddist fyrir tímann og var alltaf svo smávaxin að þegar ég átti að hefja skólagöngu vildi skólinn ekki taka mig inn – ég var allt of lítil. Svo frændi minn gerði mig tveimur árum eldri á pappírum – þess vegna er ég 25 ára í dag,“ segir Hadia og skellir upp úr.

Hadia hafði verið í eitt ár í háskólanámi úti í Afganistan þegar talibanar komust til valda og þeir bönnuðu kvenfólki að stunda nám mjög fljótlega eftir valdaskiptin.

Hadia segir að talibanar séu ekki Afganir, þeir komi frá Pakistan, svo þeir eru í raun aðkomumenn í hennar heimalandi. „Talibanar eru Pakistanar og Ameríkanar. Ef þú spyrð þá út í íslam þá vita þeir ekki neitt. Þeir eru ekki múslimar, þeir eru bara að þykjast vera múslimar,“ segir Hadia og er augljóslega mikið niðri fyrir.

Hvað varstu að læra?

„Ég var að læra ensku og ætlaði að verða enskukennari. Ég hafði verið að kenna í barnaskóla í sex mánuði, kennarinn þar vildi fá mig til að kenna ensku af því að enskan mín er mjög góð. Skólinn var svo langt frá heimilinu mínu svo ég hætti þar eftir hálft ár og fór í skóla.

Núna ætla ég að fara í lögfræði. Ég gat ekki lært lögfræði í mínu heimalandi, það var of áhættusamt að vinna fyrir ríkisstjórnina. Þess vegna ætlaði ég að verða kennari –en núna þegar ég er komin hingað þá langar mig að verða lögfræðingur, þess vegna legg ég hart að mér við að læra íslensku. Ég skil hana ágætlega orðið en er ekki orðin nógu góð í að tala hana.“ Hadia talar reyndar ágætis íslensku þótt hún þurfi stundum að grípa til enskunnar þegar réttu orðin láta standa á sér en það er stutt síðan hún flutti til Íslands. „Ég er búin að búa hérna í eitt og hálft ár en það er bara eitt ár síðan ég byrjaði að læra íslensku.

Mér finnast Íslendingar svolítið rólegir. Þeir eru ekkert mikið fyrir að spjalla,“ segir Hadia. „Ég vil tala við fólk, þannig er best að ná tökum á tungumálinu, en oftar en ekki enda ég á að tala við aðra útlendinga sem kunna ekki íslensku og varla ensku. Ég er að læra mikið en tala ekki nóg. Mér finnst það erfitt.“ Það eru aðallega tvö tungumál sem eru töluð í Afganistan; dari

Systir hennar hennar og mágur urðu viðskila við fjölskylduna á flugvellinum

Fjölskylda Hadia sem býr hérna telur ellefu manns í það heila. Hún er elst systkina sinna, á tvær systur og tvo bræður. „Við erum reyndar tíu í fjölskyldunni en það vildi svo til að frændi minn var líka á flugvellinum þegar við fórum þaðan og hann komst með okkur. Hann gat það vegna þess að pabbi hafði það uppáskrifað að hann væri búinn að vinna fyrir NATO. Á þeim tíma var ástandið orðið svo slæmt í Afganistan að fólk reyndi í örvæntingu að komast burt. Jafnvel þótt það væri ekki með pappíra til að fara úr landi, það var svo hrætt við talibanana. Við þurftum að gera þrjár tilraunir til að komast inn á flugvöllinn en tvisvar sinnum urðum við frá að hörfa.

Þegar við komumst loks inn á flugvöllinn þá skildum við systur mína og manninn hennar eftir.

Þetta er í annað sinn sem talibanar taka yfir landið mitt. Fyrra skiptið var áður en ég fæddist en þá fluttist fjölskylda mín til Pakistan. Ég fæddist svo þar. Þegar ástandið batnaði fluttum við aftur til Afganistan. Þetta seinna skipti var svo sjokkerandi.“

Býstu við að flytja aftur þangað?

„Nei,“ svarar Hadia ákveðin. „Ástandið þar er svo óstöðugt. Það verður kannski orðið gott aftur eftir tvö, þrjú ár en hvenær sem er gæti það fallið aftur í sama farið.“

Frá Afganistan flaug fjölskyldan til Katar, svo Ítalíu og loks Kósóvó. „Við vorum í tvær nætur í Katar. Það var algert helvíti, svo hrikalega heitt. Ég vissi að margir þurftu að vera í tíu, ellefu daga þar en við fórum til Ítalíu eftir tvær nætur. Þar bjuggum við í búðum í sex daga. Svo vorum við í þrjá mánuði í Kósóvó á meðan við biðum eftir því að fá að vita hvaða land myndi bjóða okkur hæli. Það var mjög margt fólk í Kósóvó sem ég þekkti, sumir fóru til Kanada, aðrir til Belgíu eða Noregs, til ólíkra landa. Ég held ennþá sambandi við margt af þessu fólki.“

Elskaði vindinn í Afganistan

Áttu þér einhver áhugamál fyrir utan námið?

„Ég horfi svolítið á sjónvarp, Netflix og RÚV af því að ég vil bæta íslenskuna og enskuna mína. Svo langar mig að ferðast um Ísland. Ég hef t.d. aldrei á ævinni séð foss,“ segir hún en þegar viðtalið var tekið var verkefnastýra Menntastoða í MSS búin að undirbúa að fara með Hadia og sýna henni foss.

Hún segir að Afganistan sé mjög fjalllent. „Afganistan er allt í fjöllum, ekki eins og hérna þar sem allt er flatt,“ segir hún en er snarlega bent á að það eigi kannski bara við Suðurnesin. „Ég sá aldrei sjó í Afganistan, ólíkt því sem er hér, en heima er mikið af dýrmætum gimsteinum í fjöllunum og þar er stunduð námuvinnsla. Þess vegna er svona mikið stríð í Afganistan, það eru svo margir sem vilja komast yfir þessi verðmæti.

Veðrið í Afganistan er fullkomið.

Það ekki of heitt og ekki of kalt, bara hlýtt. Ekki kalt eins og í evrópskum löndum og ekki eins heitt og á arabalöndunum. Pakistan, Indland, Katar og Dubai eru svo heit, allt of heit. Ég elskaði vindinn í Afganistan, þegar hans naut við,“ segir hún og skellihlær. „Ég hef hins vegar fengið meira en nóg af honum hérna. Núna kann ég ekki við vindinn.“

„Heima er nóg af ávöxtum og nánast allt fullkomið – bara stríð. Ég held að það sem skipti mestu máli sé að búa við öryggi. Ekkert jafnast á við það að finna til öryggis.“

Íslenskan skemmtilegasta fagið en erfitt að læra nýtt tungumál

Hadia segir að MSS hafi hjálpað sér mikið. „Það hefur hjálpað mér mikið, m.a. að læra íslensku. Áður en ég fór í MSS þá kunni ég ekki á tölvu, ég átti tölvu en hún var bara til afþreyingar. Ég kunni ekkert á forrit eins og Excel, PowerPoint og þess háttar. Ég horfði bara á myndir eða spilaði tölvuleiki.“

Hvernig fannst þér að vera í Menntastoðum þótt þú hefðir ekki fullt vald á íslensku? Fannst þér það erfitt?

„Já, það var mjög erfitt þegar ég var að byrja en það varð alltaf auðveldara. Mér fannst mjög gaman að læra íslensku, nýtt tungumál.

Málfræðin er svolítið erfið. Ég er góð í málfræði og hef náð ágætum tökum á henni en stundum, þegar ég er að leysa verkefni, getur mér yfirsést eitt lítið orð sem getur breytt allri meiningunni á bak við setninguna.

Í Menntastoðum lærði ég t.d. um norræna goðafræði og Íslendingasögur sem mér finnst mjög áhugavert.“

Vissirðu eitthvað um Ísland áður en þú komst hingað?

„Nei, ég vissi bara að Ísland væri land íss. Ég skal vera hreinskilin, þegar við vorum í Kósóvó

This article is from: