2 minute read

Konur leiða öll framboð Þjóðlegt á 17. júní

því varamaðurinn Sigurrós Antonsdóttir sem var í 4. sæti Samfylkingarinnar í síðustu kosningum verður bæjarfulltrúi.

Kjartan sagði að skipta mætti þessum hópi í tvennt. Annars vegar umsækjendur um alþjóðlega vernd og svo þeir sem hafa fengið alþjóðlega vernd og eru komnir með íslenska kennitölu og orðnir íbúar í Reykjanesbæ. Þeir skipta tugum eða hundruðum. Kjartan sagði að á vegum sveitarfélagsins væru sjötíu manns en íslenska ríkið væri með ellefuhundruð pláss og þau væri langflest í sama hverfiun, á Ásbrú. „Við segjum bara, það er komið nóg. Þetta er eiginlega orðin of mikill fjöldi fyrir okkar samfélag,“ sagði Kjartan í viðtalinu í Kastljósi. Hann sagði reyna á innviði eins og skóla, almenningssamgöngur og félagsþjónustu. „Við segjum, þetta er fínt. Við höfum verið að axla okkar samfélagslegu ábyrgð í þessu verkefni. Þetta er komið nóg. Við höfum alveg látið ráðherra og þingmenn heyra það. Það er samstaða um þá afstöðu í bæjarstjórn Reykjnesbæjar að þetta sé komið nóg og við þurfum að fá fleiri sveitarfélög að borðinu til að taka þátt í þessu verkefni“.

Reykjanesbær er að sinna 350 manns sem eru komnir með alþjóðlega vernd í gegnum verkefni um samræmda móttöku flóttafólks. Það var samþykkt í bæjarstjórn og það flóttafólk er þegar komið í sveitarfélagið. Hins vegar séu á annað þúsund einstaklinga sem eru ekki komnir með alþjóðlega vernd í sveitarfélaginu og það segir Kjartan vera of mikið. Auknum fjölda hefur fylgt ákveðin kergja. Stjórnandi Kastljóss vitnaði til þess að kjörnir fulltrúar hafi sagt flóttamenn vera taka íbúðir af heimamönnum og spurði bæjarstjórann hvort hann yrði var við óánægju íbúa. „Já, við finnum vel fyrir því. Ég hef ekki tilfinningu fyrir því hversu stór hópur bæjarbúa er á móti og hversu stór hópur kann að vera með. Hópurinn sem telur að nóg sé komið er háværari. Við heyrum meira í honum heldur en hinum.“

Kjartan sagði einnig í viðtalinu að fjöldinn hafi mikil áhrif á skólakerfið og álag á kennara og starfsfólk skóla sveitarfélagsins væri mikið. Kjartan segir að sveitarfélagið hafi lagt í mikinn kostnað sem það vill að ríkið komi til móts við og greiði.

Fjárframlög til HSS fylgja sem fyrr ekki fjölgun íbúa og ferðamanna

Ný skýrsla Deloitte sem unnin var fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) sýnir að fjármögnun á hvern íbúa á Suðurnesjum hefur dregist enn frekar saman frá því að sambærileg skýrsla var unnin fyrir ári síðan en á þeim tíma vakti HSS athygli á að í óefni stefndi. Skýrslan í fyrra sýndi að á árunum 2008–2022 námu skerðingar á hvern íbúa 22% ef horft er til stofnunarinnar í heild, en 45% ef horft væri eingöngu til sjúkrasviðs. Ný skýrsla Deloitte sem tekur til áranna 2008–2023, sýnir að fyrrgreindar skerðingar á hvern íbúa hafa farið úr 22% í 27% fyrir stofnunina í heild og úr 45% í 50% fyrir sjúkrasviðið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Þjónusta bætt með hagræðingu en mæta þarf fjölgun skjólstæðinga

Á HSS hefur undanfarin misseri verið unnið að hagræðingu og eflingu þjónustunnar en stofnunin hefur um árabil verið vanfjármögnuð til þeirra verkefna sem henni er ætlað að sinna. Stofnunin hefur upplýst heilbrigðisráðuneytið um nauðsyn þess að ráðin verði bót á vandanum þar sem hann fer vaxandi og nauðsynlegt er að komast fyrir hann sem fyrst. Sem dæmi má nefna að á 20 ára tímabili hefur íbúum á svæðinu fjölgað um 85% og ferðamönnum um 613% miðað við brottfarir erlendra farþega á Keflavíkurflugvelli en stór hluti þeirra stoppar einnig á einum vinsælasta áfangastað landsins, Bláa lóninu. Vandinn birtist m.a. í því að vaktalínum lækna á slysa- og bráðamóttöku hefur ekki verið fjölgað og eru þær enn aðeins tvær.

Því er ekki einungis lífsnauðsyn - legt að fjölga vaktalínum lækna á slysa- og bráðamóttöku í samræmi við aukinn fjölda verkefna, heldur á einnig eftir að fullfjármagna þessar tvær sem fyrir eru.

Þessi vanfjármögnun vegur afar þungt í rekstri HSS. Í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins frá desember sl. um bráðaþjónustu á Íslandi kemur fram að kostnaður af hverri sólarhrings vaktalínu sé gróft áætlaður um 225 milljónir. Vegna vanfjármögnunar hefur HSS þurft að taka rekstrarfé af heilsugæslusviði til að tryggja öryggi íbúa og ferðamanna, sem hefur þannig bitnað á þjónustu heilsugæslunnar.

Lesa má nánar um málið á vf.is.

This article is from: