Víkurfréttir 26. tbl. 42. árg.

Page 10

10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Beita í Sandgerði og aka bölunum til Siglufjarðar Eitthvað var nú lítið um pistil í síðasta blaði en skýrist það af því að ég var í hringferð með hóp af ferðamönnum frá Bandaríkjunum og var staddur á Egilsstöðum þegar ég fattaði loks að ég hafði steingleymt að skrifa pistil. Egilsstaðir eru nokkuð langt í burtu frá Suðurnesjunum og sjávarútvegs-

lega séð þá er nú enginn tenging á milli Egilsstaða og Suðurnesja.

Til sölu rekstur á bifreiðaverkstæði, partasölu og smurstöð í fullum rekstri Verkstæðið er um 360 fermetrar og staðsetningin er mjög góð Partasalan selur bæði nýja og notaða varahluti og möguleiki er á að gera sölu á nýjum varahlutum stærri og umfangsmeiri Verkstæðinu fylgir vinnubíll, Renault Trafic 2007, þrjár lyftur sem eru fjögurra ára, ýmis sérhæfð verkfæri og nokkrar verkfærakistur. Smurstöðin er rekin í samvinnu við N1/mobil. Seljandi hefur starfsleyfi til ársins 2029. Mikið magn af notuðum varahlutum fylgir, sem dæmi vélar, gírkassar, sjálfskiptingar o.fl. og nýir varahlutir t.d. stuðarar, fram- og afturljós, speglar, rúðuupphalarar og margt annað. Nýlega var allt verkstæðið yfirfarið, allir nýir og notaðir varahlutir merktir og skráðir. Upplýsingar í símum 421-7979 eða 779-1790 eða á staðnum að Brekkustíg 38

Annars er það nú þannig að ekki langt frá Egilsstöðum er Neskaupstaður og það eru nú þó nokkrir bátar frá Suðurnesjum sem landa þar og er aflanum að mestu ekið suður til Grindavíkur til vinnslu. Þar eru t.d. allir Einhamarsbátarnir; Gísli Súrsson GK er kominn með 150 tonn í fimmtán og mest 21 tonn, Auður Vésteins SU 148 tonn í fimmtán og mest 19,1 tonn og Vésteinn GK með 133 tonn í fjórtán og mest nítján tonn. Daðey GK er þar líka og hefur landað 56 tonnum í ellefu og mest 7,3 tonn í róðri. Nokkuð stór hópur af línubátum er við veiðar við Norðurlandið og þá aðallega frá Siglufirði. Engin mokveiði er hjá þeim og eins og með hina bátana þá er mestum hluta af aflanum hjá bátunum ekið suður til vinnslu, mest til Grindavíkur en þó einhverju til Sandgerðis. Óli á Stað GK með 78 tonn í sautján og mest tíu tonn, Margrét GK 69 tonn í sextán og mest ellefu tonn, Dóri GK er í Bolungarvík og hefur landað þar 54 tonnum í tólf róðrum og mest ellefu tonnum, Hulda GK 36 tonn í átta, Hópsnes GK, sem er á bölum, er með 27 tonn í tíu og mest fjögur tonn í róðri. Maður setur dálítið spurningarmerki við Hópsnes GK, af hverju hann er þarna fyrir norðan. Beitt er af bátnum í Sandgerði og öllum bölunum þarf því að aka til Siglufjarðar og miðað við að báturinn hefur aðeins veitt um 2,7 tonn í

róðri að meðaltali þá spyr maður: „Borgar þetta sig með öllum þessum kostnaði? Beita, aka bölunum fram og til baka og fiskinum þegar aflinn er ekki meiri?“ Hefði nú haldið að betra hefði verið að hafa bátinn á veiðum fyrir sunnan hvort sem það er frá Sandgerði eða Grindavík. Hjá netabátunum er mjög lítið um að vera. Bátarnir hjá Hólmgrími eru allir stopp og því enginn á þorsknetaveiðum. Þeir fáu netabátar sem eru á veiðum eru á skötuselsveiðum og hafa landað í Sandgerði, t.d Sunna líf GK með 6,9 tonn í þrettán og Garpur RE 4,8 tonn í fimm. Dragnótaveiðin hefur verið mjög góð og reyndar er nú mokveiði hjá bátunum frá Bolungarvík. Þar er aflahæstur bátur sem Sandgerðingar þekkja mjög vel, því í mörg ár var Örn KE gerður út þaðan þar sem

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Karl Ólafsson var skipstjóri. Sá bátur heitir núna Ásdís ÍS og hefur landað 433 tonnum í sautján róðrum í júní. Af heimabátunum er Sigurfari GK með 162 tonn í ellefu og mest 41 tonn, Siggi Bjarna GK 113 tonn í tólf og mest tuttugu tonn, Benni Sæm GK 112 tonn í tólf og mest 19,6 tonn og Aðalbjörg RE 91 tonn í ellefu og mest nítján tonn. Allir landa í Sandgerði. Togbátarnir eru komnir á smá flakk. Sturla GK með 322 tonn í fimm, landað í Grundarfirði og Hafnarfirði, og Pálína Þórunn GK 198 tonn í fjórum róðrum, landað á Siglufirði og Ísafirði.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Velferðarsvið – Teymisstjóri alþjóðlegrar verndar og samræmdrar móttöku flóttafólks Velferðarsvið – Teymisstjóri barna- og fjölskylduteymis Velferðarsvið – Teymisstjóri barnaverndar Velferðarsvið – Teymisstjóri ráðgjafar og virkniteymis Velferðarsvið – Verkefnastjóri í málefnum fatlaðs fólks Velferðarsvið – Starfsmaður á heimili fatlaðra barna Stapaskóli – Umsjónarmaður fasteignar Stapaskóli – Kennari á leikskólastig Skrifstofa stjórnsýslu – Bæjarlögmaður Háaleitisskóli – Kennari á elsta stig Fræðslusvið – Sálfræðingur Velferðarsvið - Stuðningsfjölskyldur Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Viðburðir í Reykjanesbæ Sumarsýningar í Duus

Listasafn Reykjanesbæjar vekur athygli á sýningunni Tegundagreining eftir Steingrím Eyfjörð. Sýningin er tilraun listamannsins til að skýra kveikjuna að myndsköpuninni. Í Stofunni er sýning á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar þar sem Kaupfélag Suðurnesja eru gerð góð skil á 75 ára afmælisárinu.

Allra veðra von

Nýsirkussýning Hringleiks þar sem sirkuslistin er notuð til að skoða tengsl mannsins við veðrið í Skrúðgarðinum í Keflavík þann 6. júlí kl. 18:00. Akróbatík, áhætta, grín og glens, ljóðrænar myndir og loftfimleikar flétta saman sögur af mönnum og veðri. Miðasala og nánari upplýsingar má finna á tix.is

Eina sérhæfða BMW partasala landsins á Ásbrú Á Ásbrú er að finna einu sérhæfðu BMW bílapartasölu landsins sem Skúli Rúnar Reynisson á og rekur, Partout BMW bílapartasölu. Eldri bróðir Skúla Rúnars hafði áhrif á hann á sínum tíma með áhuga á BMW bílum. Skúli Rúnar byrjaði að rífa bíla árið 2007, var að dunda í þessu á kvöldin og með annarri vinnu. „Með árunum jókst eftirspurnin eftir notuðum varahlutum og árið 2018 tók ég þá ákvörðun að stofna fyrirtæki utan um þennan rekstur og einbeita mér að BMW bílum,“ segir BMW partasalinn. 450 bílar hafa farið í gegnum hendur Skúla Rúnars Frá því Skúli hóf niðurrif á bílum árið 2007 hafa um 450 bílar farið í gegnum hendur hans og árlega eru 30 til 35 bílar fullrifnir. Niðurrifið fer eftir ákveðnum reglum Heilbrigðiseftirlitsins, bílarnir standa í portinu í einhvern tíma áður en þeir eru teknir inn og rifnir niður, allur vökvi er tekinn úr bílunum, rafgeymar fjarlægðir og passað upp á öll spilliefni. Síðan er það Skúla að meta hvaða hlutir geti farið í partasölu, hvað geti farið í endurvinnslu og hverju skuli farga.

Forfallinn BMW aðdáandi Frá því Skúli hóf að rífa BMW bíla var ekki aftur snúið með áhugann

á þeim. Skúli Rúnar á sjálfur fimm BMW fornbíla og í spjalli á samfélagsmiðlum er auðvelt að sjá og skynja þennan áhuga og um leið þekkingu á bílunum. „Mest keyrði BMW bílinn sem ég hef fengið í mínar hendur var keyrður um 480 þúsund km en síðan hef ég séð bíla sem hafa fengið gott viðhald og hafa verið notaðir í leigubílaakstur og ökukennslu keyrða milli 700–800 þúsund km. Allt spurning um gott viðhald,“ að mati Skúla. Partasalan hefur sýnt fram á notagildi sitt og þótt Skúli vinni yfirleitt langan vinnudag þá er hann ánægður að vera í vinnu sem hefur með hans áhugamál að gera. Hann er einn eins og er en aldrei að vita nema þörfin verði meiri og kalli á aukinn starfskraft. Skúli leggur metnað í vinnuna sína og auk þess

Jón Hilmarsson ungo@simnet.is

að auglýsa sig í gegnum samfélagsmiðla þá er farið að spyrjast út hvað hann sé að gera og verkstæði leita jafnvel til hans með varahluti þegar þess ber við. „Partasalan er líka góð leið til að halda eldri BMW bílum í umferð,“ bætir Skúli við.

Skúli er alltaf í vinnunni Jafnvel þegar Skúli er í ferðalögum með fjölskyldunni og er að ferðast um landið þá er ferðin nýtt til að koma varahlutum til skila. Hann hefur jafnvel afhent varahlut í gegnum mjólkurkælinn í Bónus.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.