15 minute read

Ormar og frumdýr í mönnum á Íslandi

Í máli og myndum: Ormar og frumdýr í mönnum á Íslandi

Helga Líf Káradóttir Læknir Ingibjörg Hilmarsdóttir Sérfræðingur í sýkla-, sveppa- og sníkjudýrafræði

Advertisement

Hér er fjallað um helstu sníkjudýr, önnur en liðfætlur, sem menn hafa smitast af innanlands fyrr og nú. Upplýsingar um innlenda faraldsfræði byggja á birtum vísindagreinum og kynningum, námsritgerðum og óbirtum gögnum frá Sýkla og veirufræðideild Landspítala og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.

Acanthamoeba tegundir (amöbur)1-3 Hýslar: Engir, amöburnar lifa sjálfstæðu lífi í náttúrunni. Trichomonas vaginalis (svipudýr)4-8 Hýslar: Menn.

Smitleiðir: Amöburnar eru útbreiddar í vatni og jarðvegi. Mikilvægasta smitleiðin fyrir glærubólgu á Vesturlöndum er með augnlinsum sem hafa mengast af vatni, þ.m.t. kranavatni, við umhirðu. Í lágtekjulöndum verður smit oftast með vatni, jarðvegi eða plöntum samfara glæruáverka. Lífshættulegar ífarandi sýkingar í heila, húð og öðrum líffærum eru mun sjaldgæfari en glærubólga, sjást oftast í tengslum alvarlega undirliggjandi sjúkdóma s.s. ónæmisbælingu og verða í kjölfar smits gegnum öndunarvegi eða húð.

Sjúkdómur í mönnum: Alvarleg glærubólga sem er venjulega einhliða, einkennist af verk og roða í auga, ljósfælni og tárarennsli, og getur leitt til sjónmissis. Birtingarmynd sýkinga í öðrum líffærum fer eftir staðsetningu.

Íslensk faraldsfræði: Nokkur tilfelli glærubólgu hafa greinst á Íslandi en ekki sýkingar í öðrum líffærum.

Greiningaraðferðir: Smásjárskoðun, þ.m.t. vefjameinafræðileg, ræktun og kjarnsýrumögnun eru notuð á hinn sýkta vef. Smitleiðir: Við kynmök.

Sjúkdómur í mönnum: Skeiðar og þvagrásarbólga í konum og þvagrásarbólga í körlum. Aðrir sjúkdómar og fylgikvillar í konum eru grindarholsbólga og fyrirburafæðingar, og í körlum sjást reðurhúfu og forhúðarbólga, lyppu og eistabólga, blöðruhálsbólga og endaþarmsbólga. Trichomonas sýking eykur líkur á HIV smitdreifingu hjá báðum kynjum og smiti hjá konum. Sýkingar eru oft einkennalausar en sýkingarmerki líkjast annars þeim sem sjást við skeiðarsýkingar af völdum Candida og skeiðarsýklunar hjá konum og bakteríukynsjúkdóma (klamydía, lekandi, Mycoplasma genitalium) hjá báðum kynjum. Konur kvarta gjarnan um vonda lykt („fiskilykt“) af skeiðarútferð, líkt og sést í skeiðarsýklun.

Íslensk faraldsfræði: Trichomonas sýkingum hefur fækkað mjög á sl. áratugum og greinast nú sjaldan.

Greiningaraðferðir: Kjarnsýrumögnun. Ræktun er ekki framkvæmd á Íslandi og smásjárskoðun hefur ófullnægjandi næmi.

Toxoplasma gondii (bogfrymill; gródýr)9-11 Hýslar: Kettir og skyld dýr (aðalhýslar); önnur spendýr og fuglar (náttúrulegir millihýslar); menn eru frábrigðilegir millihýslar. Giardia duodenalis (G. intestinalis, G. lamblia) (svipudýr)12-17 Hýslar: Menn og dýr (hver hýsiltegund hýsir öll stig í lífsferli sníkjudýrsins).

Smitleiðir í menn: Saurmunn smit: eggblöðrur úr kattasaur berast í menn með fæðu, vatni og jarðvegi. Eggblöðrur verða smitandi 2–3 dögum eftir útskilnað.

Sýkt kjöt: vefjaþolhjúpar berast í menn með neyslu á vanelduðu kjöti af sýktum dýrum (millihýslum).

Milli manna: yfir fylgju til fósturs frá móður með nýja sýkingu og með blóð og líffæragjöfum.

Sjúkdómur í mönnum: Næringarstig Toxoplasma, úr eggblöðrum og vefjaþolhjúpum, berast í blóð og 12 vikum síðar hverfa þau úr blóði og mynda vefjaþolhjúpa í heila, augnbotnum og rákóttum vöðvum. Í kjölfar fyrsta smits fá heilbrigðir einstaklingar einkennalausa sýkingu eða væg sýkingarmerki með hita og eitlastækkunum á hálsi en sjaldnar augnsýkingu með æðu og sjónubólgu. Ónæmisbældir fá alvarlega sýkingu í heila, augu og önnur innri líffæri. Fóstursýkingar snemma í meðgöngu valda oft fósturláti eða alvarlegum vefjaskaða, einkum í heila og augum. Ef fóstursýking verður á síðustu mánuðum meðgöngu fæðast börn oftast án sýkingarmerkja en þau geta komið fram síðar, yfirleitt frá heila eða augum.

Íslensk faraldsfræði: Toxoplasma mótefni hafa greinst í 5 – 36% einstaklinga; algengið var lægst hjá ungum konum og hæst hjá starfsmönnum sláturhúsa. Í sauðfé reyndist um þriðjungur fullorðinna hafa mótefni en einungis < 1% sláturlamba. Toxoplasma eggblöðrur hafa fundist í kattaskít í sandkassa og mótefni í um þriðjungi katta. Virkar sýkingar greinast öðru hvoru í heilbrigðum og ónæmisbældum einstaklingum sem og í þunguðum konum og í nýburum.

Greiningaraðferðir: Mótefnamælingar. Reglubundin skimun fyrir T. gondii á meðgöngu er ekki viðhöfð á Íslandi. Kjarnsýrumögnun er notuð í sérstökum tilvikum fyrir ýmis sýni frá ónæmisbældum einstaklingum og legvatn frá þunguðum konum. Myndgreining á heila og augnbotnaskoðun eru ósértæk próf en geta sýnt fyrirferð í heila hjá ónæmisbældum og merki um æðu og sjónubólgu. Smitleiðir: Saurmunn smit: Giardia þolhjúpar úr mannasaur berast í menn með fæðu, vatni og snertingu. G. duodenalis afbrigði úr dýrum greinast örsjaldan í mönnum erlendis og óvíst hvort þau valdi þá sjúkdómi. Talið er að smit í mönnum eigi langoftast uppruna sinn í mannasaur. Sýkingar eru algengari í börnum en fullorðnum og þau eru jafnframt mikilvæg uppspretta sýkinga.

Sjúkdómur í mönnum: Þolhjúparnir losa virk og hreyfanleg stig í meltingarveginum sem lifa á slímhúð efri hluta smáþarma. Sýkingar eru oft einkennalausar en sýkingarmerki eru annars þreyta, lystarleysi, ógleði, uppköst, kviðverkir, uppþemba og vindgangur, niðurgangur (stundum fituhægðir en ekki blóð í hægðum), vannæring og megrun. Hiti sést sjaldan í Giardia sýkingum. Sýkingar eru alvarlegri í ungum börnum og ónæmisbældum einstaklingum.

Íslensk faraldsfræði: Giardia greinist reglulega í mönnum og hefur fundist í lömbum, kálfum, folöldum, grísum, hundum, köttum og hreindýrum á Íslandi.

Greiningaraðferðir: Saurrannsókn með smásjárskoðun, mótefnavakaleit eða kjarnsýrumögnun

Cryptosporidium hominis og C. parvum (gródýr)12,18-21 Hýslar: Menn og dýr (hver hýsiltegund hýsir öll stig í lífsferli sníkjudýrsins).

Smitleiðir: Saurmunn smit: eggblöðrur úr manna og dýrasaur berast í menn með fæðu, vatni og snertingu. Um 20 Cryptosporidium tegundir hafa greinst í mönnum en C. hominis (oftast úr mönnum) og C. parvum (oftast úr jórturdýrum) valda um 95% sýkinga.

Sjúkdómur í mönnum: Eggblöðrurnar losa virk stig í meltingarveginum sem koma sér fyrir inn í smáþarmaþekju og í minna mæli í ristilþekju. Sýkingar eru oft einkennalausar en sýkingarmerki eru annars vatnskenndur niðurgangur (ekki blóð í hægðum), ógleði, uppköst, kviðverkir og stundum vægur hiti. Ónæmisbældir einstaklingar fá lífshættulegan niðurgang og jafnvel sýkingar í önnur líffæri, einkum gallvegi.

Íslensk faraldsfræði: Cryptosporidium greinist reglulega í mönnum og hefur fundist í folöldum, kálfum, lömbum, kettlingum, grísum og fuglum á Íslandi. Enterobius vermicularis (njálgur; þráðormar)22-24 Hýslar: Menn (hýsa öll stig lífsferilsins).

Smitleiðir: Beint og óbeint snertismit á milli manna: Enterobius egg á húð við endaþarmsopið berast í munn með menguðum höndum eða hlutum s.s. rúmfötum, fæðu og leikföngum. Sjálfsmitun getur orðið þegar egg berast í munn eins og lýst er framar en einnig þegar egg ná að klekjast við endaþarmsopið og lirfur skríða þar inn í meltingarveginn.

Sjúkdómur í mönnum: Eggin klekjast út í meltingarveginum og lirfur þroskast í fullorðna orma sem halda til í dausgörn og botnristli. Eftir kynæxlun ferðast kvenormar að nóttu til í átt að endaþarmsopinu og leggja egg á húðina þar í kring. Sýkingar eru oft einkennalausar en sýkingarmerki eru annars kláði kringum endaþarmsopið, einkum á nóttunni, lystarleysi, skapstyggð, svefnleysi, kviðverkir og óþægindi við þvaglát. Stöku sinnum villast kvenormar af leið og fara í skeiðina sem getur leitt til skeiðarbólgu og sýkinga í innri kvenlíffærum. Sýkingar eru algengari í börnum en fullorðnum.

Íslensk faraldsfræði: Enterobius greinist reglulega á Íslandi, einkum í börnum á leik og grunnskólaaldri. Í rannsóknum á börnum reyndust 2 – 15% vera sýkt og hæsta hlutfallið sást í ungum grunnskólabörnum.

Greiningaraðferðir: Límbandspróf: smásjárskoðun á glæru límbandi sem hefur verið lagt á húðina við endaþarmsopið. Einnig má sjá lirfur með berum augum við endaþarmsop, á saur eða salernispappír.

Greiningaraðferðir: Saurrannsókn með smásjárskoðun, mótefnavakaleit eða kjarnsýrumögnun.

Ascaris lumbricoides og A. suum (manna- og svínaspóluormar; þráðormar)25,26 Hýslar: Menn og svín (hver hýsiltegund hýsir öll stig í lífsferli sníkjudýrsins). Anisakis og Pseudoterranova tegundir (hringormar; þráðormar)27,28 Hýslar: Hvalir og selir (aðalhýslar); sjávarkrabbadýr og fiskar (millihýslar); maðurinn er frábrigðilegur hýsill fyrir lirfur.

Smitleiðir: Saurmunn smit: Ascaris egg úr manna eða svínasaur berast í menn með fæðu, vatni eða jarðvegi. Eggin verða smitandi 10 – 50 dögum eftir útskilnað.

Sjúkdómur í mönnum: Eggin klekjast út í meltingarvegi. Eftir lirfuflakk með blóði til lifrar og lungna þroskast lirfurnar í fullorðna karl og kvenorma, 15 – 35 sentimetrar að lengd, í smáþörmum. Kvenormurinn losar harðgerð egg sem skiljast út með saur. Sýkingar geta verið einkennalausar en sýkingarmerki eru annars háð staðsetningu og lirfu og ormafjölda í líkamanum. Löffler heilkenni, með lungnaíferðum, hósta og eósínfíklageri (e. eosinophilia), orsakast af lirfuflakki í lungum. Kviðverkir, meltingartruflanir og megrun eru algeng í börnum með miklar sýkingar. Að auki geta fullorðnir ormar valdið þarmastíflun, gallblöðrubólgu og brisbólgu og ganga stundum upp eða niður af hinum sýkta.

Íslensk faraldsfræði: Ascaris hefur greinst í mönnum og svínum á Íslandi.

Greiningaraðferðir: Smásjárskoðun á saur (leyfir ekki aðgreiningu á manna og svínaormum). Smitleiðir: Neysla á hráum eða vanelduðum sjávarafurðum, venjulega fiskum eða smokkfiskum, sem innihalda ormalirfur.

Sjúkdómur í mönnum: Lirfurnar bora sig inn í maga eða þarmaslímhúð og einkenni koma yfirleitt fram innan nokkurra klukkustunda ef sýking er í maga og innan viku ef sýking er í þörmum. Dæmigerð einkenni eru sár magaverkur, ógleði, uppköst og niðurgangur. Lifandi lirfur geta gengið upp eða niður af fólki en deyja annars fljótt í meltingarvegi manna (eru ekki náttúrulegir hýslar). Lifandi og dauðar lirfur geta valdið ofnæmisviðbrögðum, s.s. ofsakláða og ofnæmislosti.

Íslensk faraldsfræði: Hringormslirfur eru algengar í fiski á Íslandsmiðum og tilfelli í mönnum greinast öðru hvoru.

Greiningaraðferðir: Lirfur sem finnast í koki eða saur, eða við maga eða ristilspeglun, staðfesta greiningu. Myndgreining og mótefnamælingar geta stutt greiningu ef grunur vaknar um sýkingu hjá einstaklingum með nýlega sögu um neyslu á vanelduðum sjávarafurðum.

Toxocara canis og T. cati (hunda- og kattaspóluormar; þráðormar)11,29-34 Hýslar: Hundar og kettir og skyld dýr (aðalhýslar sem geta hýst öll stig lífsferilsins); önnur spendýr og fuglar (náttúrulegir millihýslar en ekki nauðsynleg fyrir lífsferilinn); menn eru frábrigðilegir millihýslar

Smitleiðir: Saurmunn smit: Toxocara egg úr hundasaur (T. canis) og kattasaur (T. cati), berast í menn með fæðu, vatni og jarðvegi. Hvolpar og kettlingar eru aðalsmitberarnir. Eggin verða smitandi viku(m) til mánuðum eftir útskilnað og gerist það hraðar í heitu en köldu loftslagi. Sýkt kjöt: vefjalirfur geta borist í menn með neyslu á vanelduðu kjöti af sýktum dýrum (millihýslum) en lítið er vitað um hlut smitleiðarinnar í útbreiðslu Toxocara sýkinga í mönnum.

Sjúkdómur í mönnum: Visceral larva migrans og ocular larva migrans (lirfuflakkssjúdómur í innyflum og augum). Ormaeggin klekjast í smáþörmum og lirfur berast með blóði til innri líffæra, aðallega innyfla (lungna, lifrar, meltingarvegar og heila) og augnbotna. Lirfurnar geta flakkað um líkamann mánuðum og árum saman; einkenni verða vegna vefjaskemmda í einstökum líffærum. Hiti og eósínfíklager eru algeng í innyflasýkingum sem sjást helst í börnum yngri en 5 ára. Augnbotnasýkingar koma oftar fram í eldri börnum.

Íslensk faraldsfræði: T. canis og T. cati sýkingar hafa greinst í íslenskum hundum, köttum og refum og egg ormanna hafa fundist í sandkössum á höfuðborgarsvæðinu. Sýkingar eru líklega sjaldgæfar í mönnum; enginn af rúmlega 300 íslenskum blóðgjöfum hafði Toxoplasma mótefni í rannsókn frá 1982.

Greining: Mótefnamælingar; myndgreining og augnbotnaskoðun eru ósértæk próf en geta sýnt breytingar í vefjum og augnbotnum. Dibothriocephalus tegundir (bandormar)30,33,35-37 Hýslar: Ferskvatnskrabbaflær og ferskvatnsfiskar hýsa lirfur (millihýslar); maðurinn, önnur spendýr og fuglar hýsa fullorðna orma í meltingarvegi (aðalhýslar).

Smitleiðir: Neysla á hráum eða vanelduðum ferskvatnsfiski sem inniheldur ormalirfur. Nokkrar Dibothriocephalus tegundir geta sýkt menn.

Sjúkdómur í mönnum: Ormalirfa þroskast í fullorðinn orm í smáþörmum (oftast bara einn ormur) sem getur orðið meira en 20 metra langur. Sýkingar eru oft einkennalausar en sýkingarmerki eru annars lystarleysi, kviðverkir, niðurgangur, hægðatregða og þreyta. Vítamín B12 skortur og blóðleysi getur sést í D. latum sýkingum.

Íslensk faraldsfræði: Vitað er að D. dendriticum og/eða D. ditremum hafa fundist á Íslandi í ferskvatnskrabbaflóm og ferskvatnsfiski, refum, hundi og mávi en minna er vitað um tegundir fullorðinna Dibothriocephalus orma sem hafa örsjaldan greinst í mönnum. Talið er að D. latum sé ekki landlægur á Íslandi.

Greiningaraðferðir: Smásjárskoðun á saursýni eða ormaliðum sem geta gengið niður af hinum sýkta (gefur greiningu á ættkvísl en ekki alltaf á tegund).

Echinococcus granulosus (sullaveikibandormur)33,38,39 Hýslar: Hundar og skyld dýr (aðalhýslar); sauðfé og önnur hófdýr (náttúrulegir millihýslar); menn eru frábrigðilegir millihýslar

Smitleiðir: Saurmunn smit: Echinococcus egg úr hundasaur berast í menn beint eða með fæðu, vatni og jarðvegi. Eggin eru smitandi strax við útskilnað.

Sjúkdómur í mönnum: Ormaeggin klekjast í smáþörmum og lirfur berast með blóði til lifrar, sjaldnar lungna, heila og annarra innri líffæra. Þar þroskast lirfan í hægt stækkandi og þykkveggja sull sem inniheldur forstig bandormshausa. Sullaveiki getur verið einkennalaus árum saman; einkenni eru háð staðsetningu og stærð sullsins. Helstu merki lifrarsulls eru lifrarstækkun, óþægindi í kviðarholi, lystarleysi og stundum gula. Rof á sulli getur leitt til dreifingar bandormsforstiganna um líkamann og nýrra sulla í innri líffærum, en einnig ofnæmislosts og jafnvel dauða.

Íslensk faraldsfræði: Um miðja 19. öld fannst sullaveikibandormurinn í meira en fjórðungi hunda og sullaveiki var algeng í mönnum, sauðfé og nautgripum. Sýkingunni var smám saman útrýmt með fækkun og ormahreinsun hunda og bannað var að gefa þeim innyfli búfés við heimaslátrun. Síðustu sullaveikitilfellin greindust í búfé 1979 og í mönnum 1988.

Greiningaraðferðir: Mótefnamælingar, myndgreining og smásjárskoðun á innihaldi sulls.

Þakkir: Við þökkum Karli Skírnissyni, sníkjudýrafræðingi á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, fyrir óbirtar upplýsingar um sníkjudýr á Íslandi. Heimildir: 1. Gunnlaugsdóttir E, Hilmarsdóttir I, Ólafsdóttir E. Tilfelli mánaðarins: Rautt auga sem svarar ekki meðferð. Læknablaðið 2009;95(12):8434. 2. MarcianoCabral F, Cabral G. Acanthamoeba spp. as agents of disease in humans. Clin Microbiol Rev 2003;16(2):273307. 3. Carnt N, Stapleton F. Strategies for the prevention of contact lensrelated Acanthamoeba keratitis: a review. Ophthalmic

Physiol Opt 2016;36(2):7792. 4. Hilmarsdottir I, Sigmundsdottir E, Eiriksdottir A, Golparian

D, Unemo M. Trichomonas vaginalis is Rare Among Women in

Iceland. Acta Derm Venereol 2017;97(10):125860. 5. Van Gerwen OT, Camino AF, Sharma J, Kissinger PJ, Muzny CA.

Epidemiology, Natural History, Diagnosis, and Treatment of

Trichomonas vaginalis in Men. Clin Infect Dis 2021;73(6):111924. 6. Van Gerwen OT, Muzny CA. Recent advances in the epidemiology, diagnosis, and management of Trichomonas vaginalis infection. F1000Res 2019;8. 7. Harp DF, Chowdhury I. Trichomoniasis: evaluation to execution. Eur J Obstet Gynecol Reprod Biol 2011;157(1):39. 8. Skírnisson K. Prevalence of human parasites in Iceland. Past and present status. In: Akuffo H, Ljungström I, Linder I,

Wahlgren M, editors. Parasites of the Colder Climates. 1st ed.

London and New York: Taylor & Francis Group; 2003. 9. RobertGangneux F, Darde ML. Epidemiology of and diagnostic strategies for toxoplasmosis. Clin Microbiol Rev 2012;25(2):26496. 10. Matvælastofnun. Toxoplasma gondii Bogfrymill. 2020 [skoðað 15.4.22]; Aðgengilegt á: https://www.mast.is/is/neytendur/ matareitrun/toxoplasmagondii#itarefni 11. Smáradóttir H, Skírnisson K. Um hunda og kattasníkjudýr í sandkössum. Læknablaðið 1996;82:62734. 12. Hilmarsdottir I, Baldvinsdottir GE, Harðardottir H, Briem H,

Sigurðsson SI. Enteropathogens in acute diarrhea: a general practicebased study in a Nordic country. Eur J Clin Microbiol

Infect Dis 2012;31(7):15019. 13. Richter SH, Hilmarsdóttir I, MaddoxHyttel C, Enemark HL.

Útbreiðsla, tíðni og arfgerðir Giardia duodenalis í dýrum og mönnum á Íslandi. In: 14. Ráðstefna um rannsóknir í líf og heilbrigðisvísindum í HÍ, 5.6. janúar 2009: Læknablaðið; 2009. 14. Cai W, Ryan U, Xiao L, Feng Y. Zoonotic giardiasis: an update.

Parasitol Res 2021;120(12):4199218. 15. Leung AKC, Leung AAM, Wong AHC, Sergi CM, Kam JKM.

Giardiasis: An Overview. Recent Pat Inflamm Allergy Drug

Discov 2019;13(2):13443. 16. Guðmundsóttir B. Sníkjudýr í hreindýrum á Íslandi [Meistararitgerð]. Háskóli Íslands; 2006. 17. Skírnisson K. Parasites of dogs and cats imported to Iceland during 1989 – 2017 with remarks on parasites occurring in the native populations. Icelandic Agricultural Sciences 2018;31:4963. 18. Skírnisson K, Eydal M, Richter SH, . Gródýr af ættkvíslinni

Cryptosporidium í dýrum á Íslandi. Dýralæknaritið 1993;8:413. 19. Pumipuntu N, Piratae S. Cryptosporidiosis: A zoonotic disease concern. Vet World 2018;11(5):6816. 20. Chen XM, Larusso NF. Human intestinal and biliary cryptosporidiosis. World J Gastroenterol. 1999;5(5):42429. 21. Ryan U, Zahedi A, Feng Y, Xiao L. An Update on Zoonotic

Cryptosporidium Species and Genotypes in Humans. Animals (Basel) 2021;11(11). 22. Jónsson B, Skírnisson K. Njálgsýkingar í leikskólabörnum í

Reykjavík og Kópavogi. Læknablaðið 1998;84:201518. 23. Stefánsdóttir RH. Njálgsýkingar í grunnskólabörnum á

Suðvesturlandi. [Ritgerð]. Háskóli Íslands; 1998.

24. Burkhart CN, Burkhart CG. Assessment of frequency, transmission, and genitourinary complications of enterobiasis (pinworms). Int J Dermatol 2005;44(10):83740. 25. Else KJ, Keiser J, Holland CV, Grencis RK, Sattelle DB, Fujiwara

RT, et al. Whipworm and roundworm infections. Nat Rev Dis

Primers 2020;6(1):44. 26. Roepstorff A, Nilsson O, Oksanen A, Gjerde B, Richter SH,

Ortenberg E, et al. Intestinal parasites in swine in the Nordic countries: prevalence and geographical distribution. Vet

Parasitol 1998;76(4):30519. 27. Skirnisson K. Hringormar í fólki á Íslandi árin 20042020.

Læknablaðið 2022;108(2):7983. 28. Cong W, Elsheikha HM. Biology, Epidemiology, Clinical

Features, Diagnosis, and Treatment of Selected Fishborne

Parasitic Zoonoses. Yale J Biol Med 2021;94(2):297309. 29. Rostami A, Ma G, Wang T, Koehler AV, Hofmann A, Chang BCH, et al. Human toxocariasis A look at a neglected disease through an epidemiological ‘prism’. Infect Genet Evol 2019;74:104002. 30. Skirnisson K, Eydal M, Gunnarsson E, Hersteinsson P. Parasites of the arctic fox (Alopex lagopus) in Iceland. J Wildl Dis 1993;29(3):4406. 31. Despommier D. Toxocariasis: clinical aspects, epidemiology, medical ecology, and molecular aspects. Clin Microbiol Rev 2003;16(2):26572. 32. Woodruff AW, de Savigny DH, HendyIbbs PM. Toxocaral and toxoplasmal antibodies in cat breeders and in Icelanders exposed to cats but not to dogs. Br Med J (Clin Res Ed) 1982;284(6312):30910. 33. Skírnisson K. Bandormafána landspendýra á Íslandi að fornu og nýju. Náttúrufræðingurinn 2017;87(34):11631. 34. Healy SR, Morgan ER, Prada JM, Betson M. Brain food: rethinking foodborne toxocariasis. Parasitology 2022;149(1):19. 35. Jimenez JA, Rodriguez S, Gamboa R, Rodriguez L, Garcia HH, Cysticercosis Working Group in P. Diphyllobothrium pacificum infection is seldom associated with megaloblastic anemia. Am J

Trop Med Hyg 2012;87(5):897901. 36. Scholz T, Kuchta R, Brabec J. Broad tapeworms (Diphyllobothriidae), parasites of wildlife and humans: Recent progress and future challenges. Int J Parasitol Parasites Wildl 2019;9:35969. 37. Scholz T, Garcia HH, Kuchta R, Wicht B. Update on the human broad tapeworm (genus diphyllobothrium), including clinical relevance. Clin Microbiol Rev 2009;22(1):14660, Table of

Contents. 38. Sigurdarson S. Dogs and echinococcosis in Iceland. Acta

Veterinaria Scandinavica volume 2010;52. 39. Wen H, Vuitton L, Tuxun T, Li J, Vuitton DA, Zhang W, et al.

Echinococcosis: Advances in the 21st Century. Clin Microbiol

Rev 2019;32(2).

fastus.is

HAGKVÆM OG VÖNDUÐ

LÆKNINGATÆKI

This article is from: