86 minute read

Rannsóknarverkefni 3. árs nema

Rannsóknarverkefni

Aðalsteinn Dalmann Gylfason (116) Áhrif COVID–19 heimsfaraldurs á innlagnir vegna lungnabólgu og samanburður við aðra sjúkdóma

Advertisement

Alexander Jóhannsson (116) ALD á Íslandi: Nýgengi, áhættuþættir og horfur sjúklinga með alkóhólsjúkdómur

Alma Glóð Kristbergsdóttir (116) Tímasetningar bólusetninga barna á Íslandi

Anita Rut Kristjánsdóttir (116) Krabbamein á höfði og hálsi á Íslandi 2009–2020: Nýgengi, meðferð og horfur

Atli Magnús Gíslason (117) Inflúenzubólusetning og COVID–19. Áhrif inflúenzubólusetningar, MBL magns og blóðflokka á alvarleika COVID–19 sjúkdóms.

Ásta Evlalía Hrafnkelsdóttir (117) Bráðaþjálfun landsbyggðarlækna

Bjarni Hörpuson Þrastarson (118) Ljósameðferð við nýburagulu, hversu mikill sparnaður felst í meðhöndlun í heimahúsi?

Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir (118) Dánaraðstoð og siðferðileg álitamál meðferðar við lífslok

Dagný Ásgeirsdóttir (118) Stokkasegi á Íslandi: Faraldsfræði, meðferð og horfur

Dagur Darri Sveinsson (119) Erfðir Alzheimer–sjúkdóms Dagur Friðrik Kristjánsson (119) Gerviliðsýkingar á Íslandi 2003–2017 – afturskyggn faraldsfræðileg og klínísk rannsókn

Daníel Alexander Pálsson (119) Horfur sjúklinga á blóðþynningu eftir heilablóðfall með tilliti til þess hvort undirliggjandi orsök fannst eða ekki

Elín Dröfn Einarsdóttir (120) Mælingar á mótefnasvari gegn próteinum SARS–CoV–2 veirunnar

Elín Metta Jensen (120) Snemmkomið heilablóðfall eftir ósæðarlokuskipti. Tíðni, áhættuþættir og horfur

Elsa Jónsdóttir (120) Skemmdir og niðurbrotsmynstur erfðaefnis í líkamsvökvum BRCA2 arfbera

Eygló Káradóttir (120) Áhrif hjartaaðgerða í frumbernsku á virkni T–eitilfrumna

Fannar Bollason (121) Nærendabrot á upphandlegg. Faraldsfræði nærendabrota á Landspítala árin 2015–2019

Freyþór Össurarson (121) Bein– og liðsýkingar barna á Barnaspítala Hringsins 2006–2020

Gizur Sigfússon (121) Árangur forlyfjameðferðar gegn vöðvaífarandi þvagblöðrukrabbameini á Íslandi Guðrún Ólafsdóttir (122) Einstofna mótefna nýrnasjúkdómar: Birtingarmynd og umfang

Hafsteinn Örn Guðjónsson (122) Greining, meðferð og uppvinnsla við krabbameini í blöðruhálskirtli á Íslandi 2017–2020. Samanburður gæðavísa við Svíþjóð

Haraldur Jóhann Hannesson (122) Þróun aðferðar til að meta árangur inflúensubólusetningar hjá börnum í ofþyngd

Heiðrún Ósk Reynisdóttir (123) Meðferð höfuðstofnsþrenginga á Íslandi: Víkkun, hjáveituaðgerð eða lyfjameðferð?

Héðinn Össur Böðvarsson (123) Meðferð við nýburagulu af völdum Rhesus–blóðflokkamisræmis á Vökudeild Barnaspítala Hringsins

Hildur Ólafsdóttir (123) Áhrif verkja á meðferðarsvörun með TNF–hemla–meðferð meðal hryggiktarsjúklinga á Íslandi

Hugrún Lilja Ragnarsdóttir (124) Lífmerki í segulómmyndum af heila fyrir snemmbúna greiningu á taugahrörnunarsjúkdómum

Hörður Tryggvi Bragason (124) Ífarandi pneumókokkasýkingar á Íslandi 2001–2009. Með samanburði við árabilið 1975–2000

3. árs nema 2021

Ísold Norðfjörð (124) Taugaviðbrögð þungaðra kvenna

Jóhanna Guðrún Bergþórsdóttir (125) Candida blóðsýkingar á Íslandi 2017–2020

Jónína Rún Ragnarsdóttir (125) Breyting á tíðni þungburafæðinga á Íslandi á tímabilinu 1997–2018

Jökull Sigurðarson (126) COVID–19 og lifrarskaði: lýðgrunduð samanburðarrannsókn

Katrín Kristinsdóttir (126) Skjaldkirtilskrabbamein á Íslandi 2009–2020: Endurkomutíðni, horfur og meðferð

Klara Briem (126) Identification of novel genetic loci for risk of multiple myeloma by functional annotation

Kolfinna Gautadóttir (127) Kransæðastífla meðal yngri einstaklinga: rannsókn á nýgengi, áhættuþáttum og horfum

Kristján Veigar Kristjánsson (127) Psoriasis – Meðferð og lífsgæði árin 2001 og 2021

Leon Arnar Heitmann (127) Lyfjatengd meðferðarheldni eftir kransæðahjáveituaðgerð

Líney Ragna Ólafsdóttir (128) Handleggjareglan: Mat á gagnsemi einfaldrar skoðunar til útilokunar á áverkum á bein og liði í handlegg. Margrét Kristín Kristjánsdóttir (128) Meðferðarval sjúklinga með sykursýki og kransæðasjúkdóm eftir kransæðamyndatöku: Víkkun, hjáveituaðgerð eða lyfjameðferð?

Nanna Sveinsdóttir (128) Áhrif skertrar nýrnastarfsemi á snemmkominn árangur kransæðahjáveituaðgerða

Ólafur Jens Pétursson (129) Bakteríuiðrasýkingar, Shiga toxín–myndandi E. coli og rauðalosblóðleysis– og nýrnabilunarheilkenni hjá íslenskum börnum

Ólöf Hafþórsdóttir (129) Heildar langásálag hjarta í íslenskum ungmennum og tengsl við blóðþrýsting, líkamsbyggingu og lífsstíl

Ragna Kristín Guðbrandsdóttir (130) Samfélagsleg virkni og örorka ungs fólks á Íslandi eftir snemmíhlutun í geðrof

Sara Margrét Daðadóttir (130) Samanburður á blæðingum frá meltingarvegi hjá sjúklingum með skorpulifu

Selma Rún Bjarnadóttir (130) Slímseigjusjúkdómur á Íslandi

Sigríður Margrét Þorbergsdóttir (131) Meðganga og fæðing flogaveikra Unnur Lára Hjálmarsdóttir (131) Verndun spangar í fæðingu. Breyting á tíðni alvarlegra spangaráverka eftir kennslu á handtökum við fæðingu til verndar spönginni

Valdís Halla Friðjónsdóttir (131) Langtímaáhrif endurhæfingar á svefn vefjagigtarsjúklinga

Vigdís Ólafsdóttir (132) Áhrif míturlokuhringskölkunar á lifun eftir hjartaaðgerðir.

Þóra Silja Hallsdóttir (132) Heilalömun meðal fullburða barna á Íslandi árin 1990–2017

Þóra Óskarsdóttir (133) Þróun bólgusvars í COVID–19 sjúkdómi

Þórbergur Atli Þórsson (133) Ofstarfsemi skjaldkirtils í börnum og unglingum á Íslandi á árunum 2001–2021

Þórhallur Elí Gunnarsson (133) Grenndarbrot á lærbeini við mjaðmargervilið á Landspítala 2010–2019

Ágrip má finna í vefútgáfu blaðsins.

Áhrif COVID-19 heimsfaraldurs á innlagnir vegna lungnabólgu og samanburður við aðra sjúkdóma Aðalsteinn Dalmann Gylfason1, Agnar Bjarnason1,4, Kristján Orri Helgason2 , Kristján Godsk Rögnvaldsson1 og Magnús Gottfreðsson1,3,4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Sýkla- og veirufræðideild, 3Vísindadeild og 4Smitsjúkdómadeild Landspítala

Inngangur COVID19 heimsfaraldurinn og viðbrögð tengd honum hafa haft mikil áhrif á samfélagið. Ljóst er að aðgerðir stjórnvalda og breyttar venjur almennings til að lágmarka COVID19 smit hafa borið árangur en óvíst er hver áhrif þessara aðgerða voru á tilurð og greiningu annarra sjúkdóma. Markmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif sóttvarnaaðgerða árið 2020 á nýgengi innlagna vegna lungnabólgu sem var ekki af völdum SARSCoV2 samanborið við árin 20162019. Jafnframt var nýgengi sjúkdóma sem tengjast ekki efri öndunarfærum höfð til samanburðar.

Efniviður og aðferðir Kennitölur einstaklinga 18 ára og eldri sem lögðust inn á Landspítala á árunum 20162020 með ICD10 greiningarkóða fyrir lungnabólgu, brátt hjartadrep og bráða píplu og nýrnavefsbólgu voru fengnar úr sjúkraskrárkerfi Landspítalans (n=7128). Fengin voru ópersónugreinanleg gögn frá sýkla og veirufræðideild Landspítala um fjölda sýna vegna Chlamydia trachomatis (n=89868) og persónugreinanleg gögn um jákvæðar blóðræktanir fyrir Enterobacteriaceae (n=1422). Upplýsinga var jafnframt aflað um heildarfjölda innlagna (n=70652) og komur á bráðamóttöku (n=366320) á Landspítala árin 20162020.

Niðurstöður Fjöldi útskriftargreininga vegna lungnabólgu sem er ekki af völdum SARSCoV2 dróst saman um 27% árið 2020 (n=625) samanborið við meðaltal áranna 20162019 (x̄ =856,2). Þá fækkaði greiningum bráðs hjartadreps um 11.8% (n=445, x̄ =504,25), en aukning á útskriftargreiningum bráðrar píplu og nýrnavefsbólgu um 51% (n=45, x̄ =29,75). Þá greindust 23% (n=335, x̄ =271,5) fleiri jákvæðar blóðræktanir fyrir Enterobacteriaceae árið 2020 miðað við meðaltal árann a 20162019. Fjöldi innlagna á deildir Landspítalans dróst saman um 8,2% (n=13198, x̄ =14364) og komum á bráðamóttöku fækkaði um 25% (n=58027, x̄ =77073). Innsendum Chlamydia trachomatis sýnum fækkaði um 14,8% (n=15788, x̄ =18521,87) og 16,3% fækkun varð í heildarfjölda jákvæðra sýna (n=1582, x̄ =1889,25). Hlutfall jákvæðra sýna hélst svipað árið 2020 (10,02/100 sýni) samanborið við meðaltal áranna 20162019 (10,2/100 sýni).

Ályktanir Um fjórðungsfækkun sjúkrahúsinnlagna vegna lungnabólga átti sér stað árið 2020 meðan heimsfaraldur geisaði. Áhuga vekur að greiningum á bráðu hjartadrepi og klamydíu fækkaði en aukning varð í fjölda jákvæðra blóðræktanna fyrir Enterobacteriaceae og útskriftargreininga vegna bráða píplu og nýrnavefsbólgu. Ekki er fyllilega ljóst hvort um raunverulega fækkun í nýgengi þessara sjúkdóma sé ræða eða tímabundna vangreiningu, en margt bendir til að um raunfækkun sé að ræða vegna breyttrar hegðunar á farsóttartímum.

ALD á Íslandi: Nýgengi, áhættuþættir og horfur sjúklinga með alkóhólsjúkdóm Alexander Jóhannsson1, Einar Stefán Björnsson2, Valgerður Rúnarsdóttir3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali Háskólasjúkrahús, 3Sjúkrahúsið Vogur

Inngangur Tíðni alkóhóllifrarsjúkdóms (e. alcoholic liver disease, ALD) hefur verið lág á Íslandi þrátt fyrir að ofnotkun áfengis hafi verið algeng. Aukning hefur orðið á tilfellum áfengistengdrar skorpulifur á Íslandi. Vantað hefur lýðgrundaðar rannsóknir meðal einstaklinga sem sækja sér áfengismeðferð til að meta algengi lifrarsjúkdóms. Er það markmið þessarar rannsóknar að meta það.

Efni og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn faraldsfræðirannsókn og tók til allra sjúklinga sem greindust á tímabilinu 1. janúar 2010–31. desember 2020. Leitað var að þeim sem greindust með skorpulifur og/eða áfengistengda lifrarbólgu á Íslandi á tímabilinu. Einnig var leitað upplýsinga um hversu oft þessir sömu einstaklingar höfðu lagst inn á Vog.

Niðurstöður Nýgengi ALD á tímabilinu var 6.47 ± 1.37/100.000 íbúar, samanborið við 1990 ± 541.5 hjá sjúklingum sem lögðust inn á Vog á sama tímabili. Alls greindust 238 sjúklingar með ALD, 114 með skorpulifur, 47 með áfengisorsakaða lifrarbólgu en 77 sjúklingar höfðu einkenni beggja. 155 sjúklingar (65%) sóttu áfengismeðferð á Vogi meðan 69 (29%) sóttu meðferð eftir greiningu. Samkvæmt mati meðferðaraðila létu 92 einstaklingar (39%) algjörlega af drykkju eftir greiningu. Eingöngu 2% sjúklinga sem höfðu farið í meðferð þróuðu með sér áfengistengdan lifrarsjúkdóm. Sjúklingar sem lifðu lengur en 1 ár og hættu áfengisdrykkju höfðu bættar lífslíkur miðað við þá sem ekki hættu.

Ályktanir Nýgengi ALD meðal þeirra sem sóttu meðferð á Vogi var töluvert hærra en í þýðinu í heild en aðeins lítill hluti þeirra sem lagðist inn á Vog greindist með ALD (2%). Greiningu með skorpulifur og áframhaldandi drykkja eftir greiningu fylgdu skemmri lífshorfur.

Tímasetningar bólusetninga barna á Íslandi Alma Glóð Kristbergsdóttir Ágrip barst ekki

Krabbamein á höfði og hálsi á Íslandi 2009-2020: Nýgengi, meðferð og horfur Anita Rut Kristjánsdóttir1, Geir Tryggvason1,2, Helgi Birgisson3, Anna Margrét Jónsdóttir1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali Háskólasjúkrahús, 3Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands

Inngangur Árið 2020 voru krabbamein á höfði og hálsi sjöunda algengasta krabbameinið á heimsvísu. Markmið rannsóknarinnar var að meta nýgengi, meðferð og horfur sjúklinga með krabbamein á höfði og hálsi á árunum 20092020 á Íslandi og jafnframt bera saman tímabilin 20092014 og 20152020 með tilliti til hvort einhverjar breytingar hafi átt sér stað á ofangreindum breytum á milli tímabila.

Efniviður og aðferðir Skoðaðir voru einstaklingar sem greindust með krabbamein á höfði og hálsi á Íslandi á árunum 20092020 og fengust upplýsingar um kennitölur þeirra hjá Krabbameinsskrá Íslands. Frekari upplýsingar voru sóttar í sjúkraskrárkerfi Landspítalans. Þessum upplýsingum var safnað á fjögur mismunandi skráningareyðublöð og gögn úr þeim notuð til úrvinnslu rannsóknarinnar.

Niðurstöður Á árunum 20092020 greindust 382 einstaklingar með krabbamein á höfði og hálsi á Íslandi. Meðalaldur við greiningu var 64 ár og voru karlmenn 68% þýðisins. Fæstar nýgreiningar voru árið 2017, 25 talsins og flestar nýgreiningar voru árið 2016, 43 talsins. Algengasta krabbameinið á tímabilinu var krabbamein í munnholi (n=127) en óalgengast var krabbameini í nefkoki (n=17). Ef tímabilinu var skipt í tvennt jókst tíðni munnkokskrabbameina úr 22% greininga í 31%. Aðgerðum fór

fækkandi á milli tímabila (65,9% í 50,7%) á meðan geislameðferðum sem frummeðferð fór fjölgandi (29,6% í 43,1%). Þó nokkuð hallaði á konur í notkun geisla og lyfjameðferða á tímabilinu en jafnaðist hlutfallið örlítið á seinni hluta tímabilsins. Sjúkdómsendurkoma var í 29,9% tilfella og algengast var að fá endurkomu á krabbameini í munnholi eða vör (37%). Endurkomum fækkaði úr 37% tilfella á árunum 20092014 í 23% tilfella á árunum 20152020. Besta tólf ára lifunin var í krabbameinum í munnkoki (80%) en verst var hún í munnvatnskirtilskrabbameinum (45%).

Ályktanir Tíðni munnkokskrabbameina jókst á milli tímabila, en þessa aukningu má sennilega rekja til hærri tíðni HPV sýkinga sem gæti stafað af breyttri kynhegðun einstaklinga. Rannsóknin sýndi mun á meðferðarvali milli kynja sem gæti stafað af mun á milli staðsetningar frumæxlis milli kynjanna eða þá að konur eru ólíklegri til að greinast með eitlameinvörp en karlar og almennt með lægri stigun krabbameina. Fækkun endurkoma milli tímabila má að einhverju leiti útskýra með styttri eftirfylgnitíma á seinna tímabilinu, en þó er ekki hægt að útskýra hana eingöngu út frá því, sem gæti bent til notkun áhrifaríkari meðferða.

Inflúenzubólusetning og COVID-19. Áhrif inflúenzubólusetningar, MBL magns og blóðflokka á alvarleika COVID-19 sjúkdóms. Atli Magnús Gíslason1, Björn Rúnar Lúðvíksson 1,2, Siggeir Fannar Brynjólfsson 1,2, Guðrún Ása Björnsdóttir1,2, Hildur Sigurgrímsdóttir2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Ónæmisfræðideild Landspítala.

Inngangur COVID19 hefur haft áhrif á líf flestra síðan faraldurinn hófst. Gríðarlega margir hafa veikst og ljóst er að ekki verði öll heimsbyggðin bólusett á allra næstu misserum. Mörgu er enn ósvarað í sambandi við sjúkdóminn eins og af hverju sumir veikist alvarlega á meðan aðrir sleppi vel. Vangaveltur hafa verið uppi hvort krossvirk mótefni hafi þar áhrif. Vísbendingar eru um að berklabólusetning hafi verndandi áhrif gegn alvarlegum COVID19 sjúkdómi. Að sama skapi þekkist að mótefni gegn kvefvaldandi veirum HCoVs hafi að einhverju leiti krossvirka mótefnaverkun gegn peptíðum á SARSCoV2 og einnig eru vísbendingar um að inflúenzubóluefni gegn árlegu inflúenzunni geti mögulega veitt aukna vörn gegn COVID19 en það hefur lítið verið rannsakað. Megin tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort einstaklingar bólusettir gegn árlegu infúenzunni 2019 væru betur verndaðir gegn smiti eða alvarlegum COVID19 sjúkdómi. Einnig var lífvísirinn MBL (mannan lektín) skoðaður ásamt blóðflokkum einstaklinga, fyrst hvort einstaklingar með lágan styrk MBL væru útsettari fyrir smiti eða alvarlegri COVID19 og hvort tengsl væru milli blóðflokka og alvarleika veikinda.

Efniviður og aðferðir Framkvæmd var megindleg afturvirk ferilrannsókn á 510 COVID19 sjúklingum úr fyrstu bylgju faraldurs. Fengnar voru upplýsingar um bólusetningasögu, MBL, blóðflokka, kyn, aldur og innlagnir. Gögn um inflúenzubólusetningar á Íslandi 2019 fengust hjá Landlækni og tölur um mannfjölda fengust á heimasíðu hagstofunnar. Tölfræðivinna fór fram í Excel og tölfræðiforritinu R.

Niðurstöður Hlutfall inflúenzubólusettra í úrtaki var 24,1% en 16,3% Íslendinga voru bólusettir gegn inflúenzunni 2019. Kíkvaðrat próf sýndi marktækan mun á fjölda innlagna í kjölfar SARSCoV2 smits hjá bólusettum einstaklingum og óbólusettum. Hlutfallslega lögðust 21% bólusettra inn á sjúkrahús m.v. 12% óbólusettra og áhættuhlutfallið var 1,7 fyrir bólusetta með 95% öryggisbili (1,112,63). Ekki reyndist marktækur munur milli hópa m.t.t. gjörgæsluinnlagna. Ekki fannst marktækur munur á MBL magni einstaklinga né tengsl milli blóðflokka og alvarleika veikinda í úrtakinu.

Ályktanir Inflúenzubóluefni reyndist ekki verndandi eins og talið var og ekki fannst munur milli MBL magns eða blóðflokka m.t.t. alvarleika COVID19. Veikleiki er í rannsókninni þar sem ekki var tekið tillit til áhættuhópa meðal bólusettra sem eru útsettari fyrir alvarlegri veikindum. Áhugavert væri að stækka þýðið og lagskipta áhættuhópum og heilbrigðum til að fá betri sýn á virkni inflúenzubólusetninga m.t.t. COVID19 sjúkdóms.

Bráðaþjálfun landsbyggðarlækna Ásta Evlalía Hrafnkelsdóttir1, Hjalti Már Björnsson1,2, Jón Pálmi Óskarsson3, Steinþór Runólfsson4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Bráðamóttaka Landspítala, 3Bráðamóttaka Sjúkrahússins á Akureyri, 4Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Inngangur Störf landsbyggðarlækna eru umtalsvert ólík störfum við heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir utan að sinna hinu hefðbundna verksviði heilsugæslulækna á landsbyggðinni á borð við heilsuvernd og skimanir, þurfa landsbyggðarlæknar að annast móttöku og fyrstu meðferð í öllum neyðartilvikum, sem er venjulega sinnt á bráðamóttökum sjúkrahúsa í þéttbýli. Landsbyggðarlæknar þurfa þá einnig að vera færir um að fara sjálfir á vettvang í sjúkrabíl og starfa við aðstæður sem eru mörgum læknum framandi. Í könnun sem gerð var hér á landi árið 2011 reyndist þessi hópur lækna telja að sú þjálfun sem hann hafði fengið til að sinna þessum verkefnum mætti vera betri. Markmið rannsóknarinnar voru að kanna viðhorf landsbyggðarlækna til námskeiða í bráðalæknisfræði og þátttöku í þeim, kanna hvernig þessi hópur metur eigin hæfni til að bregðast við vandamálum og kanna stöðu endurmenntunar á sviði bráðalæknisfræði.

Efniviður og aðferðir Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn og samanstóð þýðið af sérfræðilæknum og almennum læknum með alla vega tveggja ára starfsreynslu að loknu kandidatsári sem starfa að minnsta kosti fjórðung ársins utan höfuðborgarsvæðisins. Upplýsingum var safnað með rafrænum spurningalista þar sem spurt var út í bakgrunnsþætti, skipulag þjónustu á viðkomandi heilsugæslustöð, þjálfun í að bregðast við bráðum vandamálum, mat á eigin hæfni í að framkvæma neyðarinngrip, endurmenntun, útköll á vaktinni og fjarlækningar. Notast var við tpróf og kíkvaðrat próf og voru marktæknimörk p<0.05.

Niðurstöður Alls var könnunin send til 84 einstaklinga sem uppfylltu skilyrði um þátttöku að mati tengiliða á hverri heilbrigðisstofnun. Svör bárust frá 50 eða 60%, þar af full svör við öllum spurningum frá 47 eða 56%. Yfir 90% þátttakenda höfðu farið á námskeið í sérhæfðri endurlífgun en einungis 18% þátttakenda höfðu farið á námskeið í bráðalækningum utan sjúkrahúsa (BLUS) sem er sérhannað fyrir þennan markhóp. Yfir 90% þátttakenda töldu að námskeið í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna og barna, greiningu og meðferð slasaðra og bráðalækningum utan sjúkrahúsa væru gagnleg. Meira en helmingur þátttakenda töldu sig hafa góða þjálfun til að framkvæma 7 af 11 neyðarinngripum sem spurt var út í. Varðandi þjálfun í bráðum vandamálum töldu yfir 40% þátttakenda að bæta þyrfti endurmenntun í 7 af 10 flokkum bráðaþjónustu. Þátttakendur voru beðnir að merkja við þá þætti sem þeir töldu vera takmarkandi í að þeir gætu sinnt endurmenntun. Rúmlega sjötíu prósent þátttakenda töldu að skortur á framboði

námskeiða væri mest takmarkandi þáttur og yfir helmingur þátttakenda töldu að skortur á afleysingarlæknum væri orsakaþáttur fyrir því að þeir gætu ekki sótt sér endurmenntun.

Ályktanir Meirihluti landsbyggðarlækna telur sig hafa góða þjálfun til að veita bráðaþjónustu. Helst er þörf á að bæta þjálfunina varðandi störf á vettvangi í sjúkrabíl, bráðavandamálum barna og fæðingum og bráðum kvensjúkdómum. Auka þarf aðgengi landsbyggðarlækna að sérhæfðum bráðanámskeiðum.

Ljósameðferð við nýburagulu, hversu mikill sparnaður felst í meðhöndlun í heimahúsi? Bjarni Hörpuson Þrastarson1, Þórður Þórkelsson1,2, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir1 og Elín Ögmundsdóttir2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins

Inngangur Nýburagula orsakast af auknu magni gallrauða í blóði fyrstu dagana eftir fæðingu. Ef styrkur gallrauða fer umfram bindigetu albúmíns getur hann sest í djúpkjarna heilans og valdið kjarnagulu, sem getur leitt til heyrnarskerðingar, heilalömunar, vitsmunalegrar skerðingar og jafnvel dauða. Hefðbundin meðferð við gulu er ljósameðferð, en skili hún ekki tilsettum árangri er gripið til mótefnagjafar eða blóðskipta. Erlendar rannsóknir benda til að ljósameðferð í heimahúsi sé öruggur og vænlegur kostur.

Efni og aðferðir Gerð var afturskyggn rannsókn á nýburum sem fengu greininguna nýburagula (ICD10 greiningarnúmerin P59.0 og P59.9) á Landspítalanum árið 2019. Klínískra upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám barnanna og mæðra þeirra og voru þær notaðar til að finna þau börn sem uppfylltu skilmerki fyrir ljósameðferð í heimahúsi. Alls voru skoðaðar 225 innlagnir hjá 222 börnum. Fengnar voru upplýsingar við kostnað legu nýbura og mæðra á meðgöngu og sængurlegudeild frá hagdeild Landspítalans. Einnig voru fengnar upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands um kostnað við þjónustu nýbura og sængurkvenna í heimahúsi og frá Fastus um verð og rekstarkostnað ljósadýna. Þau gögn voru svo notuð til að gera kostnaðarsamanburð á meðhöndlun gulu með ljósum á spítala annars vegar og í heimahúsi hins vegar.

Niðurstöður 57 börn uppfylltu skilmerki þess að geta fengið ljósameðferð í heimahúsi. Hefðu börnin verið meðhöndluð í heimahúsi hefði það sparað legurými fyrir 77 sólarhringa á meðgöngu og sængurlegudeild eða Vökudeild. Meðal kostnaður við sólarhringslegu nýbura á meðgöngu og sængurlegudeild er 91.221 kr, en áætlaður kostnaður fyrir sólarhringsmeðferð nýbura með gulu í heimahúsi 26.297 kr. Áætlaður kostnaður við meðhöndlun barnanna þessa 77 sólarhringa hefði því verið 7.024.017 kr á sjúkrahúsi en 2.024.869 kr í heimahúsi og áætlaður sparnaður því 4.999.148 kr á ári.

Ályktun Ljósameðferð við nýburagulu í heimahúsi fyrir vel skilgreindan hóp barna myndi hafa umtalsverðan fjárhagslegan sparnað í för með sér.

Dánaraðstoð og siðferðileg álitamál meðferðar við lífslok Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir1, Elsa B. Valsdóttir1,2, Svanur Sigurbjörnsson1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Kviðarholsskurðdeild Landspítala, 3Íslensk Erfðagreining

Inngangur Árin 2010 og 1995 voru gerðar viðhorfskannanir meðal lækna og hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum um siðferðilega þætti við takmörkun meðferðar við lífslok. Meðal annars var þar snert á afstöðu þátttakenda til dánaraðstoðar (þá líknardráp). Síðan þessar kannanir voru gerðar hefur orðið mikil aukning á umræðunni um dánaraðstoð (e. euthanasia) víða um heim og árið 2021 er dánaraðstoð lögleg í sex löndum, auk átta fylkja í Bandaríkjunum. Því þótti áhugavert að framkvæma nýja könnun hjá sömu hópum þar sem sérstök áhersla væri lögð á dánaraðstoð til að kanna hvort viðhorfsbreyting hafi átt sér stað, og er það markmið þessa verkefnis.

Efniviður og aðferðir Viðhorfskönnunin var send rafrænt til 357 lækna og 516 hjúkrunarfræðinga á aðgerðarog meðferðarsviðum Landspítalans í apríl 2021. Könnunin innhélt sjö spurningar með allt að fjórum undirspurningum út frá einni þeirra. Tíðni svara var borin saman eftir starfsstétt, aldri og hvort þátttakandi var með sérgreinarmenntun eða ekki.

Niðurstöður Svör bárust frá 135 læknum og 103 hjúkrunarfræðingum (svarhlutfall 26%). Meirihluti þátttakenda var sammála um að óskir sjúklings ættu að vega þyngst þegar tekin er ákvörðun um takmörkun meðferðar við lífslok. Voru 47% fylgjandi dánaraðstoð að undangengnu lögmætu og ábyrgu matsferli, og tengdust ástæður valsins oftast svarliðum er varða mikilvægi sjálfræðis sjúklinga. Þá voru 15% fylgjandi því að löggjafinn og heilbrigðisyfirvöld opni lagalega glufu fyrir dánaraðstoð í undantekningartilvikum mannúðar. Til samanburðar var í fyrri könnunum spurt hvort þátttakendur teldu undir einhverjum kringumstæðum „réttlætanlegt að deyða ákvörðunarhæfan sjúkling með ólæknandi sjúkdóm ef hann óskar þess“. Því svöruðu 9% játandi árið 1995 og 19% árið 2010, en 2021 myndu 61% flokkast þar játandi. Nú töldu 54% þeirra sem voru fylgjandi dánaraðstoð að auk deyjandi sjúklinga ætti dánaraðstoð einnig að vera möguleiki fyrir langveika sjúklinga í óbærilegri tilvistarangist. Rúm 18% voru ekki fylgjandi dánaraðstoð af neinu tagi.

Ályktanir Marka má verulega aukningu í jákvæðu viðhorfi lækna og hjúkrunarfræðinga til dánaraðstoðar í samanburði við fyrri kannanir. Sjálfræði sjúklings virðist skipta þar hvað mestu máli. Vakti það athygli að greina mátti nokkuð frjálslyndari afstöðu en búist var við, er kom að afstöðu þátttakenda til heilsufars sjúklings sem biður um dánaraðstoð.

Stokkasegi á Íslandi: Faraldsfræði, meðferð og horfur Dagný Ásgeirsdóttir1, Ólafur Árni Sveinsson2 og Ingvar Hákon Ólafsson3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Taugalækningadeild Landspítala, 3Heila-og taugaskurðlækningadeild Landspítala.

Inngangur Stokkasegi (sinus thrombosis) er orsök um 0.51% allra heilablóðfalla. Hann verður til þegar einn eða fleiri af bláæðastokkum heilans stíflast vegna blóðsega. Stíflan getur valdið hækkuðum innankúpuþrýstingi, blæðingu og/eða heiladrepi. Stokkasegi er algengastur hjá konum á aldrinum 1850 ára. Megináhættuþættir er segahneigð (ættgeng eða áunnin), getnaðarvarnarlyf, meðganga, sængurlega, sýkingar og krabbamein. Erfitt hefur reynst að greina stokkasega vegna fjölbreyttra einkenna og erfiðrar myndgreiningar á köflum. Nýgengi og faraldsfræði stokkasega á Íslandi hefur aldrei verið könnuð áður. Markmið rannsóknarinnar var að skoða nýgengi stokkasega á Íslandi á tímabilinu 20082020, einkenni, meðferð og horfur.

Efni og aðferðir Framkvæmd var afturskyggn rannsókn þar sem upplýsingum úr sjúkraskrám einstaklinga sem greindust með stokkasega á tímabilinu frá 1. janúar 2008 til 31. desember

2020 var safnað. Eftirfarandi þættir voru skoðaðir: kyn, greiningarár, aldur við greiningu, einkenni, áhættuþættir, rannsóknarniðurstöður, meðferðir og afdrif.

Niðurstöður Rannsóknarúrtakið samanstóð af 31 einstaklingi, þar af 22 konum og 9 karlmönnum. Yfir allt tímabilið var meðalnýgengið 0.72/100 000 manns á ári. Meðalaldur var 34.3 ár (1463 ára). Algengustu einkennin voru höfuðverkur (87.1%). Önnur einkenni voru staðbundin taugaeinkenni, flog og skert meðvitund. Algengasti áhættuþátturinn meðal kvenna var notkun getnaðarvarnarlyfja (72%) en krabbamein meðal karla (22%). Fjórir sjúklingar höfðu engan þekktan áhættuþátt. Í 74.2% tilfella var stokkaseginn í þverstokki. Stokkasegi var í tveimur eða fleiri bláæðastokkum í 58% tilfella. Allir sjúklingarnir voru lagðir inn á sjúkrahús. Meðallengd sjúkrahúsvistar var 15.3 dagar. 10 voru lagðir inn á gjörgæslu, þrír sjúklingar þurftu á skurðaðgerð að halda og einn sjúklingur lést vegna sjúkdómsins. Allir sjúklingarnir voru settir á blóðþynningarmeðferð. Langoftast var byrjað á heparíni/léttheparíni og síðan tók við meðferð á warfaríni eða NOAC lyfjum. Eftir þrjá mánuði skoruðu 87% sjúklinganna 02 á modified Rankin skalanum (mRS) og náðu fullum eða nær fullum bata.

Ályktanir Nýgengi stokkasega á Íslandi er í samræmi við erlendar rannsóknir og það sama gildir um aldurs og kynjadreifingu. Höfuðverkur var algengasta einkennið og getnaðarvarnarlyf algengasta orsökin meðal kvenna. Flestir sjúklinganna náðu góðum bata sem bendir til tímanlegrar greiningar og góðrar meðferðar á stokkasega á Íslandi.

Erfðir Alzheimer-sjúkdóms Dagur Darri Sveinsson1, Jón Snædal2, Hreinn Stefánsson3, Steinunn Þórðardóttir2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Minnismóttaka Landspítala, 3Íslensk Erfðagreining

Inngangur Algengasta orsök heilabilunar er Alzheimersjúkdómur (AD) (6070%). AD er ólæknandi taugahrörnunarsjúkdómur með meingerð sem einkennist af uppsöfnun amyloid beta (Aβ) og taugatrefjaflækja í heila. APOE4 er veigamesti áhættuerfðabreytileikinn í AD. Íslensk erfðagreining og samstarfslæknar fundu verndandi erfðabreytileika í APP geninu (A673T) sem minnkar myndun Aβ um 40% og erfðabreytileika í TREM2 (R47H) sem eykur áhættu á AD. Rannsóknum á þessum erfðabreytileikum er áfátt, s.s. aldur við greiningu og framvindu. Sú þekking gæti dýpkað skilning á meingerð sjúkdómsins og hugsanlega leitt til uppgötvunar nýrra lyfjaskotmarka.

Markmið Kanna hvort munur er á birtingarmynd heilabilunar, aldri við greiningu og framvindu milli erfðabreytileikanna APP (A673T), TREM2 (R47H) og APOE4.

Aðferðir og efnisviður 326 einstaklingar með AD greiningarkóða skv. ICD10/9 voru dregnir úr þýði „Langtímarannsókn á erfðum minnis, Alzheimer sjúkdóms og annarra minnissjúkdóma (VSN19129)“. Valið var í hópinn eftir arfgerðum og þátttakendur sem báru APOE4 paraðir eftir fæðingarári við þá sem báru TREM2. Rannsakandi var blindaður fyrir arfgerð við söfnun gagna og tölfræðilega úrvinnslu. Gögnum var safnað úr sjúkraskrá, dulkóðuð og send til ÍE. Greiningarkóðar voru staðfestir með aðstoð öldrunarlækna á Minnismóttöku LSH (MM). Framvinda var metin með MMSE prófum við ár 0, 1, 2 og 3 frá fyrstu komu á MM.

Niðurstöður Marktækt færri (p=0,01) voru staðfestir með AD greiningarkóða í APP hópnum (47,3%) miðað við aðra í úrtakinu (78,8%) og var meðalaldur við greiningu þeirra 83,0 ár [95% VM: 78,9, 87,3]. Meðalaldur við greiningu þeirra sem voru arfblendnir fyrir TREM2 erfðabreytileikann var 79,0 ár [95% VM: 77,7, 80,2], 77,8 ár [95% VM: 76,1, 79,6] hjá þeim sem báru bæði APOE4 og TREM2 og 73,6 ár [95% VM: 71,4, 76,0] hjá þeim sem voru APOE4 arfblendnir. Framvinda heilabilunar virðist hægari hjá þeim sem bera APP erfðabreytileikann.

Ályktun Þeir sem báru APP verndandi erfðabreytileikann voru oftar með aðra heilabilunarsjúkdóma en AD. Þeir sem báru APP verndandi erfðabreytileikann virðast greinast eldri með AD en aðrir hópar í rannsókninni. Þeir sem bera APOE4 erfðabreytileikann greinast yngri en hinir hóparnir á meðan TREM2 erfðabreytileikinn hefur lítil áhrif á aldur við greiningu. Þeir sem bera verndandi APP erfðabreytileikann og greinast með AD virðast því fá mildari sjúkdóm.

Gerviliðsýkingar á Íslandi 2003-2017 – afturskyggn faraldsfræðileg og klínísk rannsókn Dagur Friðrik Kristjánsson Ágrip barst ekki Horfur sjúklinga á blóðþynningu eftir heilablóðfall með tilliti til þess hvort undirliggjandi orsök fannst eða ekki Daníel Alexander Pálsson1, Arnar Bragi Ingason1,2, Einar Stefán Björnsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Meltingardeild Landspítala

Inngangur Í um 2030% tilfella leiðir uppvinnsla eftir blóðþurrðarslag enga undirliggjandi orsök í ljós og er heilablóðfallið þá sagt vera dulið (e. cryptogenic stroke). Stórar slembnar íhlutunarrannsóknir hafa sýnt að sjúklingum sem fá dulið heilablóðfall farnast ekki betur á blóðþynningarlyfjum um munn (e. oral anticoagulants) samanborið við aspirín. Þrátt fyrir það er hluti sjúklinga sem fær dulið heilablóðfall settur á meðferð með blóðþynningartöflum hérlendis. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman blóðsega og blæðingartíðni milli sjúklinga á blóðþynningartöflum eftir því hvort ábending meðferðar var dulið heilablóðfall eða heilablóðfall með greindri undirliggjandi orsök.

Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til 501 sjúklings sem hóf meðferð með blóðþynningartöflum eftir heilablóðfall á tímabilinu 1. mars 2014 til 28. febrúar 2019. Upplýsingar um uppvinnslu og til staðfestingar á ábendingu meðferðar fengust úr sjúkraskrám. Upplýsingar um endapunkta fengust úr gagnagrunni doktorsverkefnis Arnars Braga Ingasonar. Endapunktar rannsóknarinnar voru ítrekað heilablóðfall (e. recurrent stoke) eða annars konar blóðsegarek, meltingarvegsblæðingar og stórvægilegar blæðingar (e. major bleeding). Sjúklingar voru paraðir með öfugri líkindavigtun (e. inverse probability weigthing) og horfur metnar með KaplanMeier greiningu og Cox aðhvarfsgreiningu.

Niðurstöður Á rannsóknartímabilinu fundust 143 sjúklingar með dulið heilablóðfall og 358 með greinda orsök heilablóðfalls. Í heildina uppfylltu 83 (17%) sjúklingar einhvern endapunkt. Samanborið við sjúklinga með þekkta orsök heilablóðfalls höfðu sjúklingar með dulið heilablóðfall svipaða tíðni meltingarvegsblæðinga (1,24 atvik/100 persónuár m.v. 2,15 atvik/100 persónuár, HR 0,58, 95% CI 0,162,16), stórvægilegra blæðinga (2,58 atvik/100 persónuár m.v. 2,97 atvik/100 persónuár, HR 0,90, 95% CI 0,322,49), blóðsegareks (2,10 atvik/100 persónuár m.v. 2,91 atvik/100 persónuár, HR 0,73, 95% CI 0,262,03) og ítrekaðs heilablóðfalls eða skammvinnrar heilablóðþurrðar (e. transient ischemic attack) (1,26 atvik/100

persónuár m.v. 2,00 atvik/100 persónuár, HR 0,63, 95% 0,172,32). Dánartíðni var lægri hjá sjúklingum með dulið heilablóðfall (0,89 atvik/100 persónuár m.v. 3,29 atvik/100 persónuár, HR 0,27, 95% CI 0,061,24). Niðurstöðurnar náðu þó ekki tölfræðilegri marktækni eftir pörun.

Ályktanir Tíðni meltingarvegsblæðinga, stórvægilegra blæðinga, blóðsegareks og ítrekaðs heilablóðfalls eða skammvinnrar heilablóðþurrðar var svipuð meðal sjúklinga á blóðþynningu eftir greiningu með dulið heilablóðfall miðað við þá með þekkta undirliggjandi orsök. Þannig virðast sjúklingar með dulið heilablóðfall ekki hafa aukna áhættu á aukaverkunum blóðþynningar.

Mælingar á mótefnasvari gegn próteinum SARS-CoV-2 veirunnar Elín Dröfn Einarsdóttir Ágrip barst ekki

Snemmkomið heilablóðfall eftir ósæðarlokuskipti. Tíðni, áhættuþættir og horfur Elín Metta Jensen Ágrip barst ekki

Skemmdir og niðurbrotsmynstur erfðaefnis í líkamsvökvum BRCA2 arfbera Elsa Jónsdóttir1, Bjarki Guðmundsson1,2 , Vigdís Stefánsdóttir2, Jón Jóhannes Jónsson1,2 1Lífefna- og sameindalíffræðistofa Læknadeildar Háskóla Íslands, 2Erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítalans

Inngangur Einstaklingar með kímlínustökkbreytinguna c. 767_771delCAAAT í BRCA2 geni eru í aukinni áhættu á að fá brjóstakrabbamein á lífsleiðinni. BRCA2 tekur þátt í viðgerðum á krosstengja og tvíþátta brotaskemmdum í erfðaefninu. Norðurljósagreining er ný aðferð til greiningar á DNA skemmdum og byggist aðferðin á tvívíðum þáttháðum rafdrætti kjarnsýra. Markmið rannsóknarinnar var að kanna niðurbrotsmynstur og skemmdir í utanfrumuerfðaefni hjá BRCA2 arfberum með Norðurljósagreiningu. Það er annars vegar til að skilja betur efnaskipti erfðaefnis hjá BRCA2 arfberum og hins vegar í forvinnu til uppgötvunar lífmerkja í blóði sem gæti nýst við eftirlit og meðferð þessa einstaklinga.

Efni og aðferðir Utanfrumuerfðaefni var einangrað úr blóðvökva hjá 7 hraustum BRCA2 arfberum. Til viðmiðunar voru sýni fengin frá heilbrigðum einstaklingum sem voru ekki með þekkta breytingu í BRCA2. Þar að auki var erfðaefni einangrað úr frumubotnfalli þvags og blóðfrumum. Styrkur erfðaefnis var mældur og í kjölfarið voru skemmdarmynstur sýna greind með Norðurljósagreiningu.

Niðurstöður Utanfrumuerfðaefni úr blóðvökva hjá viðmiðunarhópnum samanstóð aðallega af stórum DNA bútum, með uppruna frá kaspasa óháðum ferlum, en einnig af misstórum DNA bútum sem virtust endurspegla ófullkomið niðurbrot á DNA í núkleósómal einingar við apoptosis. Aftur á móti var utanfrumuerfðaefni hjá BRCA2 arfberum að mestu fullniðurbrotið í núkleósómal einingar og lítið var um stóra DNA búta. Til viðbótar voru merki um einþátta brotaskemmdir í núkleósómal einingunum hjá BRCA2 arfberum. Í viðmiðunarsýnum úr frumubotnfalli þvags var aðallega ósértækt niðurbrot DNA sameinda sem samræmdist niðurbroti erfðaefnis frá kaspasa óháðum ferlum en einnig voru einþátta brotaskemmdir til staðar. Í sýnum úr frumubotnfalli þvags BRCA2 arfbera var lítið um ósértækt niðurbrot DNA sameinda en meira um einþátta brotaskemmdir.

Ályktun Um er að ræða fyrstu niðurstöður rannsókna á niðurbrotsmynstri utanfrumuerfðaefnis hjá BRCA2 arfberum. Þær veita vísbendingu um að utanfrumuerfðaefni BRCA2 arfbera hafi einkennandi niðurbrotsmynstur sem endurspeglar uppruna frá apoptosis. Sömuleiðis hafa BRCA2 arfberar meira af einþátta brotaskemmdum í bæði utanfrumuerfðaefni og erfðaefni úr frumubotnfalli þvags. Niðurstöðurnar styðja því við áframhaldandi kortlagningu á niðurbrotsmynstri utanfrumuerfðaefnis til þróunar lífmerkja.

Áhrif hjartaaðgerða í frumbernsku á virkni T-eitilfrumna Eygló Káradóttir1 , Björn Rúnar Lúðvíksson2 , Helga M. Ögmundsdóttir1, Hróðmar Helgason3, Inga Skaftadóttir2, Ásgeir Haraldsson1,3, Jóna Freysdóttir1,2 , 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Ónæmisfræðideild Landspítalans, 3Barnaspítala Hringsins

Inngangur Týmus er líffæri sem tilheyrir ónæmiskerfinu og liggur í efra miðmæti framan við hjartað. Týmusinn gegnir lykilhlutverki við myndun starfhæfs ónæmiskerfis. Hann er uppeldis og þroskastöð Tfrumna. Eins og allar aðrar hvítfrumur eiga Tfrumur uppruna sinn í blóðmyndandi stofnfrumu í beinmerg. Þaðan ferðast þær með blóðrás til týmuss þar sem þær taka út þroska sinn. Við fæðingu er týmus mjög fyrirferðarmikið líffæri og liggur yfir stóru slagæðunum sem liggja frá hjartanu. Hann er því fyrir hjartaskurðlæknum þegar gerðar eru stórar aðgerðir til þess að lagfæra meðfædda hjartagalla í ungbörnum og þarf oft að fjarlægja hann alveg eða að hluta. Fyrir rúmum 15 árum var gerð rannsókn hér á landi á ónæmiskerfi íslenskra barna sem gengist höfðu undir opna hjartaaðgerð sem ungbörn þar sem týmus þeirra var fjarlægður að hluta eða allur. Sú rannsókn leiddi í ljós frávik í svipgerð og fjölda Tfrumna í börnum í rannsóknarhópnum borið saman við viðmiðunarhóp. Skimun fyrir sjálfsmótefnum leiddi ekkert óeðlilegt í ljós og engin merki voru um klínískar afleiðingar.

Markmið Markmið þessarar rannsóknar var að fylgja eftir fyrri rannsókn og var ætlunin að kanna hvort mælanlegu frávik í svipgerð Tfrumna væru ennþá til staðar eftir að fullorðinsaldri væri náð og hvort einhver merki um sjálfsónæmi, ofnæmi eða skert viðbrögð við sýkingum hefðu komið fram.

Efni og aðferðir Viðfangsefni rannsóknarinnar voru 11 einstaklingar á aldrinum 2434 ára og voru úr hópi þeirra 19 sem komu til rannsóknar í fyrri rannsókn. Til samanburðar voru fengnir 20 heilbrigðir einstaklingar og var kynjahlutfall og aldursdreifing hópanna jöfn. Heilsufar þátttakenda var kannað með spurningalista. Blóðsýni voru tekin og blóðhagur, deilitalning hvítfrumna, styrkur mótefnaflokka og tilvist sjálfsmótefna mælt. Svipgerð eitilfrumna var metin með frumuflæðissjárgreiningu og voru niðurstöður gefnar sem hlutfall einstakra frumuhópa af öllum eitilfrumum og heildarfjöldi frumuhópanna í blóði. Tölfræðilegur samanburður milli hópa var gerður með ópöruðu tprófi og Fisher‘s exact prófi.

Niðurstöður Hlutfall og fjöldi eitilfrumna var marktækt lægri í tilfellahópi samanborið við viðmiðunarhóp. Í samræmi við það var hlutfall og fjöldi Tfrumna marktækt lægri í tilfellahópnum sem og marktækt færri bæði CD4+ og CD8+ Tfrumur og var þann mun helst að finna í óreyndum CD4+ og CD8+ Tfrumum. Enginn munur var á magni ónæmisglóbúlína í blóði milli hópanna tveggja og einstaklingar í tilfellahópnum höfðu ekki óeðlileg sjálfsmótefni. Ekki voru merki um klínískar afleiðingar, s.s. aukna tíðni sjálfsónæmis, ofnæmi eða sýkingar.

Ályktanir Niðurstöður þessa verkerfnis leiða í ljós að fjöldi Tfrumna er ennþá lægri í tilfellahópnum 15 árum eftir fyrri rannsókn. Þetta getur bent til þess að brottnám alls eða hluta týmuss í frumbernsku hafi áhrif á heildarfjölda Tfrumna í blóði sem leiðréttist ekki við hækkandi aldur.

Nærendabrot á upphandlegg. Faraldsfræði nærendabrota á Landspítala árin 2015-2019 Fannar Bollason1, Ólafur Sigmundsson1,2 , Maria Tsirilaki3, Halldór Jónsson jr1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Bæklunardeild og 3Röntgendeild Landspítala

Inngangur Nærendabrot á upphandlegg (e. proximal humerus fractures) telja um 5,7% allra beinbrota. Þau eru þriðja algengasta tegund brota hjá aldurshópnum 65 ára og eldri. Vegna þess hversu algeng brotin eru hjá eldra fólki vegna lengri lifunar má vænta fjölgunar þessara brota í framtíðinni. Brotin geta leitt til bæði verkja og hreyfiskerðingar og í sumum tilvikum þverra meðferðarúrræði. Algengasta meðferð þessara brota er meðferð án skurðaðgerðar. Hluti þeirra sem hljóta tilfært brot fer í skurðaðgerð og er þá algengast að notuð sé plata og skrúfur eða mergnagli og skrúfur. Markmið rannsóknarinnar er að kanna faraldsfræði þessara einstaklinga og aðgerðarkvilla (los á búnaði eða liðkúludrep) og hvort hafi komið til enduraðgerðar hjá þeim sem fengu plötu eða mergnagla á Landspítalanum á árunum 20152019. Viðbótarmarkmið er að skoða tengsl blóðrauðagildis við fylgikvilla og enduraðgerðir. Einnig var markmið að athuga tengsl tilfærslu brota m.t.t. kyns.

Efniviður og aðferðir Framkvæmd var afturskyggn rannsókn á einstaklingum með íslenska kennitölu sem fengu greiningu nærendabrots á upphandlegg á Landspítala á tímabilinu 20152019. Rannsóknarbreytur fengust frá vöruhúsi gagna Landspítalans. Fjöldi brota, kyn og aldur einstaklinganna auk blóðrauða voru dregin fram. Sjúkdómsgreining var staðfest með skoðun myndrannsókna og brot flokkuð eftir Neer kerfinu út frá myndrannsóknum. Myndrannsóknir eftir aðgerð voru einnig skoðaðar og metið hvort los hafi komið í búnað eða hvort merki væru um beindrep í liðkúlu. Einnig var skoðað hvort komið hafi til enduraðgerðar.

Niðurstöður Heildarfjöldi brota var 1167 og aðgerðir 117 (86 plötuísetningar og 31 mergnagli). Brotin voru tæplega þrefalt algengari í konum. Meðalaldur þeirra sem fengu plötu var 59,38 ár en þeirra sem fengu mergnagla var 67,20 ár.

Sjaldnar var los á plötum en mergnöglum (8,0% borið saman við 20,0%) (p=0,072). Aukin tíðni liðkúludreps var hjá plötuhópnum (5,7% á móti 0%) en ekki með tölfræðilega marktækum hætti (p=0,180). Aukin tíðni enduraðgerða kom til hjá þeim sem voru með blóðleysi fyrir aðgerð (25,6% á móti 8,3%) með marktækum mun (p=0,046). Plötur urðu algengara meðferðarval eftir því sem leið á rannsóknartímabilið.

Ályktanir Stór hluti nærendabrota á Landspítalanum eru ótilfærð. Tíðni þeirra eykst samhliða aldri upp úr 40 ára aldri. Konur eru 2,49x líklegri til að verða fyrir nærendabroti og eru líklegri til að hljóta tilfært brot. Tengsl eru milli þess hvort sjúklingur sé með blóðleysi fyrir aðgerð og hvort komi til enduraðgerðar. Enginn munur er á fylgikvillatíðni eftir því hvor íhluturinn er notaður.

Bein- og liðsýkingar barna á Barnaspítala Hringsins 2006-2020 Freyþór Össurarson1, Valtýr Stefánsson Thors1,2, Ásgeir Haraldsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins, Landspítala

Inngangur Sýkingar í beinum og liðum barna eru alvarlegar og skiptir sköpum að greining sé skjót og meðferð áhrifarík en á síðustu árum hefur meðferð verið einfölduð og greiningaraðferðir breyst. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka faraldsfræði, greiningaraðferðir, sýkingavalda ásamt öryggi og árangri breyttrar meðferðar við sýkingum í beinum og liðum barna á Barnaspítala Hringsins.

Efni og aðferðir Þessi afturskyggna rannsókn náði til allra barna að 18 ára aldri sem greindust með bráða bein og/eða liðsýkingu á Barnaspítala Hringsins á árunum 20062020. Leitað var eftir sjúkraskrám með ICD greiningarkóðum bein og liðsýkinga og var upplýsingum aflað úr sjúkraskrám staðfestra tilfella. Tilfellum var skipt niður í þrjá aldurshópa og nýgengi borið saman milli þeirra. Rannsóknartímabilinu var skipt í tvennt eftir ríkjandi meðferðartilhögun. Ný meðferð var skilgreind sem sýklalyfjagjöf í æð skemur en sjö daga.

Niðurstöður Alls greindust 205 tilfelli á rannsóknartímabilinu: 106 beinsýkingar, 83 liðsýkingar og 16 tilfelli þar sem sýking var bæði í beini og lið. Aldursstaðlað heildarnýgengi var að meðaltali 17,1 (±4,5) á hver 100.000 börn en nýgengið lækkaði á tímabilinu (p=0,004). Marktækur munur var á nýgengi milli aldurshópa sem hæst var hjá 05 ára börnum (p<0,001). Segulómun var algengasta myndrannsóknin. Bakteríugreining fékkst í 40% beinsýkinga, 29% liðsýkinga og 56% tilfella er sýking var samtímis í beini og lið. S. aureus var algengasti sýkingarvaldurinn (65%) óháð tegund sýkingar, þar af var eitt tilfelli MÓSA en K. kingae, sem einungis greindist hjá börnum á aldrinum 1022 mánaða, var næst algengasti sýkingarvaldurinn (12%). Miðtala sýklalyfjameðferðar var 28 dagar en lyfjagjöf í æð styttist úr 21 degi í fimm milli fyrri og seinni hluta rannsóknarinnar. Nýju meðferðinni fylgdu ekki auknar líkur á bakslagi (p=0,67) og engar eftirstöðvar greindust meðal þeirra sem fengu meðferðina.

Ályktanir Rannsókn þessi sýnir að einföldun meðferðar er örugg og áhrifarík. Jafnframt sýnir hún að nýgengi fer lækkandi, sér í lagi hjá 05 ára börnum en ástæður þess eru óljósar. Lágt næmi blóðgilda og bakteríuræktana ásamt breiðu bili sértækis segulómunar sýna mikilvægi klínískrar greiningar. Þörf er á innleiðingu kjarnsýrumögnunar á K. kingae svo unnt sé að meta algengi sýkinga af völdum bakteríunnar hérlendis.

Árangur forlyfjameðferðar gegn vöðvaífarandi þvagblöðrukrabbameini á Íslandi Gizur Sigfússon1, Sigurður Guðjónsson2 , Oddur Björnsson1,2, Ásgerður Sverrisdóttir2 , Örvar Gunnarsson2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali Háskólasjúkrahús

Inngangur Vöðvaífarandi þvagblöðrukrabbamein (VÍBK) er alvarlegur sjúkdómur með einungis 50% 5ára lifun eftir róttækt þvagblöðrubrottnámi (RBB). Forlyfjameðferð (FLM) með krabbameinslyfjum (MVAC eða GEMCIS) fyrir RBB er kjörmeðferð við staðbundnu VÍBK. Tilgangurinn með FML er að lækna hugsanleg örmeinvörp sem ekki greinast á stigunarrannsóknum og meðferðin er talin bæta lifun um 58%. Byrjað var að nota FLM á Íslandi árið 2012. Markmið rannsóknarinnar var að kanna umfang og árangur meðferðarinnar hérlendis.

Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn, lýðgrunduð ferilrannsókn sem tók til alla sjúklinga sem höfðu greinst með VÍBK á Íslandi frá ársbyrjun 2012 til ársloka 2018.

Sjúklingar voru fundir út frá Krabbameinsskrá og frekari upplýsingar um þá fengnar úr sjúkrarskrárkerfum Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri og Dánarmeinaskrá. Sérstaklega var lagt mat á alvarlegar aukaverkanir af FLM, tíðni T0 sjúkdóms eftir blöðrubrottnám og lifun sjúklinga.

Niðurstöður Á rannsóknartímabilinu greindust alls 94 sjúklingar með staðbundið VÍBK. 32 (34%) þeirra fengu FLM og af þeim undirgengust 24 (75%) RBB í kjölfarið. 20 sjúklingar fengu MVAC meðferð og 12 GEMCIS. Meirihluti sjúklinga voru karlar (69%) með reykingarsögu (86%). Meðalaldur var 64 ár. Algengast var að fá 3 skammta af FLM og miðgildi tíma frá greiningu til meðferðar voru 34 dagar. 19 sjúklingar (59%) fengu alvarlegar aukaverkanir af FLM og algengasta aukaverkunin var daufkyrningafæð. 5 sjúklingar þurftu að hætta FLM vegna aukaverkana. Hjá 2 kom fram dreifður sjúkdómur á meðan FLM stóð en hjá 10 var merki um minnkandi sjúkdóm á meðferð (samkvæmt stigunarrannsóknum eða T0 í vefjagreiningu). Ekki voru merki þess að fylgikvillar eftir RBB væru algengari hjá sjúklingum sem undirgengust FLM. Tíðni T0 sjúkdóms eftir RBB var hærri hjá þeim sem fóru í FLM miðað við þá sem fóru einungis í RBB (38% vs. 25%) (p = 0.71) Marktæk aukning varð á notkun FLM á tímabilinu (p = 0.003). Ekki var sýnt fram á marktækan mun í lifun milli þeirra sem fengu FLM og þeirra sem undirgengust einungis RBB (p = 0.4).

Ályktanir FLM við staðbundnu VÍBK hefur gengið vel á Íslandi og notkun hefur aukist jafnt og þétt. Alvarlegar aukaverkanir eru fátíðar og lifun sjúklinga hefur verið sambærileg því sem sést erlendis. Niðurstöður okkar styðja áframhaldandi notkun FLM í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar.

Einstofna mótefna nýrnasjúkdómar: birtingarmynd og umfang Guðrún Ólafsdóttir1, Þórir Einarsson Long1,2 , Sæmundur Rögnvaldsson1, Jón Kristinn Sigurðsson1, Sigurður Yngvi Kristinsson1,3 . 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Háskólasjúkrahúsið í Lundi, Lundur, Svíþjóð, 3Landspítali

Inngangur Góðkynja einstofna mótefnahækkun (monoclonal gammopathy of undetermined significance, MGUS) er til staðar í um 4.2% einstaklinga yfir fimmtugt. MGUS er forstig mergæxlis og skyldra illkynja eitilfrumusjúkdóma. Einstaklingar með einstofna mótefnahækkun geta þróað með sér langvinnan nýrnasjúkdóm (LNS) vegna áhrifa einstofna mótefna á nýru. Slíkir nýrnasjúkómar tilheyra sérstökum sjúkdómsflokki og kallast einu nafni einstofna mótefna nýrnasjúkdómar (monoclonal gammopathy of renal significance, MGRS). Vísbendingar eru um að MGUS eitt og sér geti orsakað MGRS en umfang þess og áhætta er ekki þekkt. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl milli MGUS og LNS og sérstaklega MGRS til að meta tíðni þess og áhættu hjá einstaklingum með MGUS.

Efni og aðferðir Rannsóknin byggir á gögnum rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar sem er fyrsta lýðgrundaða skimunarransóknin á MGUS sem gerð hefur verið á heilli þjóð. Í rannsóknarþýðinu voru allir þátttakendur sem höfðu verið skimaðir fram að 24. júní 2020, samtals 62.378 manns. Skimunarniðurstöður voru samkeyrðar við miðlægan rannsóknarstofugagnagrunn (FlexLab) sem inniheldur allar kreatínínmælingar og próteinmælingar í þvagi í íslensku heilbrigðiskerfi. Auk þess voru vefjafræðigreiningar á nýrnasýnum samkeyrðar við gögnin, yfirfarnar og skráðar inn í staðlað skráningarform. Kannað var hvort MGUS tengdist LNS og hvort MGUS tengdist próteinmigu eða sérlega skertri nýrnastarfsemi (gaukulsíunarhraði < 30ml/ mín/1,73m2) hjá einstaklingum með LNS með tvíkosta aðhvarfsgreiningu þar sem leiðrétt var fyrir aldri og kyni. Auk þess var tíðni MGRS og ólíkra vefjagreininga reiknuð og borin saman eftir því hvort einstaklingar höfðu MGUS eða ekki.

Niðurstöður Rannsóknarþýðið samanstóð af 62.378 manns og af þeim höfðu 3.885 (6,23%) einstaklingar MGUS. Stærsti hluti þeirra eða 51,5% var með léttkeðju MGUS. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt samband milli MGUS og langvinns nýrnasjúkdóms. Ekki reyndust heldur marktæk tengsl milli MGUS og próteinmigu eða sérlega skertrar nýrnastarfsemi í LNS. Af öllum þeim sem höfðu farið í nýrnasýnatöku var tíðni MGRS 9,7% hjá þeim sem höfðu MGUS en aðeins 0,8% hjá þeim höfðu ekki MGUS.

Ályktanir MGUS virðist ekki stór orsakaþáttur LNS í almennu þýði eða í þýði einstaklinga með MGUS. Forstigið virðist heldur ekki tengjast próteinmigu eða sérlega skertri nýrnastarfsemi, þeim tveim sjúkdómsþáttum LNS sem skoðaðir voru í rannsókninni. Einnig benda niðurstöður til þess að MGRS sé ekki eins algengt og áður hefur verið talið. Greining, meðferð og uppvinnsla við krabbameini í blöðruhálskirtli á Íslandi 2017-2020. Samanburður gæðavísa við Svíþjóð Hafsteinn Örn Guðjónsson Ágrip barst ekki

Þróun aðferðar til að meta árangur inflúensubólusetningar hjá börnum í ofþyngd. Hefur offita áhrif á sértækt T-frumusvar við inflúensubóluefni? Haraldur Jóhann Hannesson1 , Siggeir Fannar Brynjólfsson1,2, Hildur Sigurgrímsdóttir2 , Ásgeir Haraldsson1,3 , Íris Kristinsdóttir3, Valtýr Stefánsson Thors1,3 , Björn Rúnar Lúðvíksson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Ónæmisfræðideild Landspítala, 3 Barnaspítala Hringsins

Inngangur Inflúensa er veira sem veldur öndunarfærasjúkdómi í mönnum. Hún veldur árlega svæðisbundnum faröldrum og ná sýkingar frá því að vera einkennalausar í að valda alvarlegum fylgikvillum eins og lungnabólgu eða dauða. Besta vörnin gegn inflúensu er bólusetning og mælt er með þeim fyrir áhættuhópa.

Offita barna hefur verið tengd við marga áhættuþætti, þar á meðal sykursýki, astma og jafnvel hjartaskemmdir. Auk þess fylgir offitu oft kerfislæg bólga sem hefur slæm áhrif á ónæmiskerfið og hafa rannsóknir á inflúensubólusetningum sýnt skert svar hjá fullorðnum í ofþyngd. Lítið hefur þó verið rannsakað í sambandi við offitu, ónæmiskerfið og áhrif offitu hjá börnum. Markmið þessa verkefnis er því að þróa aðferð til að skoða áhrif offitu á virkni bólusetninga hjá börnum og greina sértækt Tfrumu svar eftir bólusetningar.

Efniviður og aðferðir Blóð var fengið frá heilbrigðum blóðgjöfum Blóðbankans og tveim heilbrigðum inflúensubólusettum einstaklingum. Einkjarna frumur voru einangraðar og virkjaðar bæði ósértækt með 2,5µL af CD28/ CD45 og 10ng/mL af IL2 og sértækt með 2,5µL af tetanus toxoid annars vegar og 160µL af inflúensubóluefni hins vegar. Fyrir frumuflæðissjárgreiningu voru frumurnar litaðar með sértækum flúrmerktum mótefnum (1µL CD3FITC, 0.5µL CD8PE, 0.5µL L/DFixableRed, 0.5µL CD4 PE/Cyanine7, 2µL IL2APC, 4µL IFNγAPCR700, 4µL TNFαAPCVio®770, 2µL IL6BV421 og 4µL IL4BrilliantViolet510). Eftir þvott voru undirhópar virkjaðra Tfruma metnir í frumuflæðissjá.

Niðurstöður Fundinn var styrkleiki og magn örvunar frumanna og styrkur litunar til að upp

fylla skilmerki um compenseringu (innri stillingar) frumuflæðissjár. Eftir að skilmerkjum um compenseringu var náð var aðferðin sannreynd þar sem mögulegt var að skilgreina CD3+, CD4+ og CD8+ frumur og sást munur á boðefnaframleiðslu frumanna.

Umræður Góður munur sást á boðefnaframleiðslu frumanna og bendir til að hægt sé að meta CD4+ og CD8+ inflúensusértækt ónæmissvar. Þó mætti bæta aðferðina til að auka næmi, en þættir eins og örvun fruma, innanfrumulitun og gamall tækjabúnaður gera það erfitt. Næstu skref eru að sannreyna aðferðina með deyddum inflúensuveirum og í kjölfarið að nota aðferðina til að rannsaka áhrif ofþyngdar barna á árangur inflúensubólusetninga. Í framhaldinu er jafnvel hægt að meta hvernig vernda megi börn í ofþyngd með hnitmiðaðri bólusetningum eða öðrum ónæmisaðgerðum í samhengi við niðurstöður.

Meðferð höfuðstofnsþrenginga á Íslandi: Víkkun, hjáveituaðgerð eða lyfjameðferð? Heiðrún Ósk Reynisdóttir1, Brynjólfur Árni Mogensen2, Martin Ingi Sigurðsson1,2 , Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali háskólasjúkrahús

Inngangur Höfuðstofnsþrenging veldur skertu blóðflæði til stórs hluta hjartavöðvans og tengist verri horfum og hærri dánartíðni en þrengingar í öðrum kransæðum. Kransæðahjáveituaðgerð (e. Coronary artery bypass surgery) hefur lengi verið talin árangursríkasta meðferðin fyrir sjúklinga með höfuðstofnsþrengingu en reynsla og rannsóknir síðustu ára hafa sýnt að kransæðavíkkun (e. Percutaneous coronary intervention) gefur sambærilegan árangur í ákveðnum hópi þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman sjúklinga sem fengu mismunandi meðferðir við höfuðstofnsþrengingu, meta hvaða þættir hafa áhrif á meðferðarval og skoða hvort meðferð hafi breyst frá árinu 2010.

Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn gagnarannsókn og náði til kransæðamyndataka sjúklinga með höfuðstofnsþrengingu á Íslandi árin 2010 til 2020 sem ekki höfðu fyrri sögu um hjáveituaðgerð eða aðra frábendingu fyrir aðgerð. Upplýsingar um bakgrunn sjúklinga og aðgerðartengda þætti voru fengnar úr miðlægum gagnasöfnum og sjúkraskrám. Sjúklingar voru bornir saman eftir því hvort þeir fóru í víkkun, hjáveituaðgerð eða fengu lyfjameðferð. Niðurstöður Alls sýndu 714 kransæðamyndatökur höfuðstofnsþrengingu, 202 tilfelli voru meðhöndluð með víkkun, 462 með hjáveituaðgerð og 50 fengu lyfjameðferð. Meðalaldur sjúklinga (76,2 ± 11,1 ár í lyfjameðferðarhóp á móti 68,8 ± 12,2 ár í víkkunarhóp og 69,8 ± 9,2 ár í hjáveituhóp, p<0,001) og tíðni skertrar nýrnastarfsemi (51,1% í lyfjameðferðarhóp á móti 30,6% í víkkunarhóp og 24,2% í hjáveituhóp, p<0,001) voru hæst í lyfjameðferðarhópnum. Sjúklingar með brátt hjartadrep með ST hækkunum á hjartarafriti (e. ST elevation myocardial infarction) voru oftast meðhöndlaðir með víkkun (76,3%). Sjúklingar með höfuðstofnsþrengingu án annarra þrenginga voru oftast meðhöndlaðir með víkkun (62,9%) en sjúklingar með höfuðstofnsþrengingu og þriggja æða sjúkdóm oftast með hjáveituaðgerð (76,0%). Meðferð við höfuðstofnsþrengingu breyttist mikið á tímabilinu og hækkaði hlutfall þeirra sem meðhöndlaðir voru með víkkun úr 20,6% á fyrri hluta rannsóknartímabilsins í 42,9% á seinni hluta rannsóknartímabilsins.

Ályktanir Þættir sem virðast hafa mest vægi í meðferðarvali sjúklinga með höfuðstofnsþrengingu eru hár aldur, skert nýrnastarfsemi, dreifing sjúkdóms og hversu brátt ástand sjúklings er. Helsta breyting á meðferð höfuðstofnsþrenginga var veruleg aukning þeirra sem meðhöndlaðir voru með víkkun.

Meðferð við nýburagulu af völdum Rhesus-blóðflokkamisræmis á Vökudeild Barnaspítala Hringsins Héðinn Össur Böðvarsson1, Þórður Þórkelsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins

Inngangur Rauðkornarof (e. hemolysis) stafar af eyðingu rauðkorna í fóstri eða nýbura vegna mótefna sem berast yfir fylgju frá móður til barns, oftast vegna Rhesusblóðflokkamisræmis og veldur gallrauðadreyra (e. hyperbilirubinemia) og nýburagulu. Ljósameðferð er fyrsta meðferð við nýburagulu en dugar ekki alltaf og þarf þá að framkvæma blóðskipti. Við blóðskipti lækkar styrkur gallrauða í blóði, auk þess sem hluti af mótefnum gegn rauðum blóðkornum barnsins eru fjarlægð og barnið fær blóðkorn án Rhesus mótefnavaka. Þar sem niðurbrot rauðra blóðkorna heldur áfram eftir að gulunni lýkur getur barnið þurft á blóðgjöf að halda á fyrstu vikunum. Mótefnagjöf í æð er talin draga úr rauðkornarofi og er tiltölulega nýtilkomin meðferð við nýburagulu af völdum blóðflokkamisræmis. Í þessari rannsókn er leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvernig hefur meðferð við gulu af völdum Rhesus blóðflokkamisræmis þróast á Vökudeild síðastliðin 30 ár? Hafa blóðskipti áhrif á fjölda blóðgjafa á fyrstu vikunum eftir fæðingu? Hver eru áhrif mótefnagjafar í æð á gulu? Við hvaða blóðgildi er nýburum gefið blóð?

Efni og aðferðir Gerð var afturskyggn rannsókn á nýburum sem fæddust á árunum 19912020 og greindust með nýburagulu af völdum Rhesusblóðflokkamisræmis. Klínískum upplýsingum var aflað úr sjúkraskrám barnanna. Heildarfjöldi úrtaks var 81 barn, af þeim fengu 23 blóðskipti, 6 mótefni og 24 blóðgjöf. Einnig voru áhrif mótefnagjafar sem meðferð við alvarlegri gulu metin.

Niðurstöður Á árunum 19912020 fækkaði hlutafallslega þeim börnum sem fóru í blóðskipti vegna Rhesusblóðflokkamisræmis. Aftur á móti fjölgaði börnum sem fengu blóðgjafir og meðalfjöldi blóðgjafa sem hvert barn fékk jókst. Börn sem fengu ljósameðferð í fleiri en þrjá daga án blóðskipta þurftu að meðaltali fleiri blóðgjafir eftir útskrift en börn sem gengust undir blóðskipti. Meðalhækkun á styrk gallrauða í blóði fyrir mótefnagjöf var 8,6 µmól/L/klst en eftir mótefnagjöf lækkaði styrkurinn að meðaltali um 3,9 µmól/L/klst (p=0,018).

Ályktanir Blóðskiptum vegna Rhesusblóðflokkamisræmis á Vökudeild Barnaspítala Hringsins hefur fækkað undanfarin ár en blóðgjöfum hefur hins vegar fjölgað. Blóðskipti virðast fækka blóðgjöfum sem barn þarfnast eftir útskrift. Mótefnagjöf er nýtilkomin meðferð við gulu sem dregur úr myndun gallrauða og minnkar þannig hugsanlega þörf fyrir blóðskipti. Nýburar á Íslandi fá blóðgjöf við sama viðmiðunargildi og erlendar leiðbeiningar kveða um.

Áhrif verkja á meðferðarsvörun með TNF-hemla-meðferð meðal hryggiktarsjúklinga á Íslandi Hildur Ólafsdóttir Ágrip barst ekki

Lífmerki í segulómmyndum af heila fyrir snemmbúna greiningu á taugahrörnunarsjúkdómum Hugrún Lilja Ragnarsdóttir1, Magnús Magnússon2, Anna Björnsdóttir3, Áskell Löve4, Lotta María Ellingsen2, Steinunn Þórðardóttir5 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Rafmagns- og tölvuvekfræðideild Háskóla Íslands, 3Heilsuklasinn, 4Sjúkrahúsið á Akureyri, 5Landspítali

Inngangur Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar með progressive supranuclear palsy (PSP) og multiple system atrophy (MSA) hafa oft einkennandi hrörnun í heilastofni. Óljóst er hvort slíkt eigi einnig við einstaklinga með dementia with Lewy bodies (DLB). Rannsóknarteymi okkar við Háskóla Íslands hefur þróað myndgreiningaraðferð fyrir segulómmyndir af heila, sem merkir þessi heilasvæði á sjálfvirkan og nákvæman hátt. Aðferðirnar eru byggðar á gervigreind og er markmið þeirra að geta magngreint hrörnun í heilastofni og þannig stutt snemmbúna greiningu á DLB, PSP og MSA.

Efniviður og aðferðir Heildarfjöldi sjúklinga í þýði var 16 (8 DLB, 4 PSP og 4 MSA). Klínískar upplýsingar voru sóttar í sjúkraskrá Landspítala. Myndgreiningaraðferðin var keyrð á segulómmyndum sjúklinganna sem gaf tölulegar upplýsingar um rúmmál undirsvæða heilastofnsins. Tölfræðigreining var gerð á breytileika stærðar heilastofns milli sjúkdóma og samanburðarhóps, sem innihélt 21 heilbrigðan einstakling úr gagnagrunni Alzheimer‘s Disease Neuroimaging Initiative.

Niðurstöður Niðurstöður benda til að brú sé marktækt minni í MSA miðað við samanburðarhóp (14%, p=0,007) og miðað við DLB (12%, p=0,026), og marktækt minni í PSP miðað við samanburðarhóp (18%, p=0,026). Miðheili var marktækt minni í MSA (19%, p=0,014) og PSP (25%, p=0,001) miðað við samanburðarhóp og marktækt minni í PSP miðað við DLB (21%, p=0,014). Efri hnykilstoðir voru marktækt minni í PSP miðað við samanburðarhóp (62%, p=0,003) og miðað við DLB (56%, p=0,025). „Miðheilabrú“ hlutfallið í PSP var marktækt frábrugðið samanburðarhópnum (p=0,016). Stærðin „efri hnykilstoðirmiðheili“ var marktækt frábrugðin í MSA (p=0,010) og í PSP (p=0,001) miðað við samanburðarhóp og í MSA miðað við DLB (p=0,029). Stærðin „mænukylfamiðheili“ var frábrugðin í PSP miðað við samanburðarhóp (p=0,014), og í PSP miðað við DLB (p=0,027). Tvö tilfelli þar sem greiningin var PSP, áttu segulómmynd af heila sem var tekin fyrir greiningu og gaf til kynna möguleika á snemmbúinni greiningu með myndgreiningaraðferðinni. Annað tilfellið átti fleiri en eina segulómrannsókn sem sýndi aukna rýrnun á undirsvæðum heilastofns á milli rannsókna.

Ályktanir Þessar niðurstöður benda til þess að sjálfvirk myndgreining á hrörnun heilastofns styðji við greiningarnar PSP og MSA. Erfitt er að draga þá ályktun að hægt sé að greina þessa sjúkdóma fyrr en hægt er í dag vegna lítils sjúklingaþýðis í rannsókninni.

Ífarandi pneumókokkasýkingar á Íslandi 2001-2009 með samanburði við árabilið 1975-2000 Hörður Tryggvi Bragason1, Kristján Godsk Rögnvaldsson1, Agnar Bjarnason1,2, Helga Erlendsdóttir3 og Magnús Gottfreðsson1,2,4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Smitsjúkdómadeild, 3Sýkla- og veirufræðideild og 4Vísindadeild Landspítala

Inngangur Sjúkdómsbyrði lungnabólgu og annarra ífarandi sýkinga af völdum Streptococcus pneumoniae er umtalsverð enda um algengar og alvarlegar sýkingar að ræða. Horfur sjúklinga með ífarandi pneumókokkasýkingar virðast ekki hafa breyst verulega í áranna rás en lýðgrundaðar langtímarannsóknir á faraldsfræði og klínískri birtingarmynd þessara sýkinga skortir.

Efniviður og aðferðir Framkvæmd var lýðgrunduð og afturskyggn rannsókn á öllum sem greindust með ífarandi pneumókokkasýkingu á Íslandi árin 20012009. Upplýsingum var safnað um heilsufar, meðferð og afdrif sjúklinga en alvarleiki sýkinga metinn með APACHE II og PRISM III kvörðum. Af 214 tilfellum sem farið var yfir voru 42 sjúkraskrár óaðgengilegar og samanstóð úrtakið því af gögnum 172 sjúklinga. Gögnin voru skráð í gagnagrunn um pneumókokkasýkingar með upplýsingum um 933 sjúklinga sem greindust 19752005 og byggir seinni hluti rannsóknarinnar á samanburði við þau gögn.

Niðurstöður Algengasta greining bæði fullorðinna og barna var lungnabólga (72,1%) og nánast allir höfðu jákvæða blóðræktun (97,1%). Hjarta og æðasjúkdómar voru algengustu undirliggjandi sjúkdómarnir (34,9%). Nýgengi sýkinga var hæst meðal yngstu og elstu sjúklinganna og það lækkaði miðað við árabilið 19932000 (P<.001). Hvað klíníska birtingarmynd lungnabólgu varðar var hiti algengasta einkennið (78,6%) og þá einkum meðal barna (96,5%), sem annars sýndu ekki mörg algeng einkenni fullorðinna. Nýrnabilun var algengasti fylgikvilli meðal fullorðinna lungnabólgusjúklinga (12,9%) en krampar meðal barna (10,6%). Penisillínlyf voru algengustu aðalsýklalyf á rannsóknartímabilinu öllu (53,0%). Algengasta hjúpgerðin var hjúpgerð 7F (15,8%) en hjúpgerð 6B var oftast ónæm fyrir penisillíni. 30 daga dánarhlutfall var hæst meðal heilahimnubólgusjúklinga (19,8%) en dánarhlutfall lungnabólgusjúklinga var 11,6%. Þeir sem létust fengu marktækt fleiri stig á APACHE II og PRISM III kvörðum (P=<.001). 30 daga dánartíðni var hærri á fyrsta áratug tímabilsins miðað við síðari árabil (P<.03) en tók ekki marktækum breytingum eftir það.

Ályktanir Nýgengi ífarandi pneumókokkasýkinga á Íslandi árin 20012009 lækkaði miðað við fyrri tímabil og var mjög tengt aldri. Klínísk birtingarmynd lungnabólgu er ólík meðal barna og fullorðinna. Algengi hjúpgerðar 7F er óvenjuhátt á Íslandi. APACHE II og PRISM III stigunarkerfin má nota til að spá fyrir um afdrif sjúklinga. Horfur sjúklinga með ífarandi pneumókokkasýkingar hafa ekki batnað marktækt síðustu áratugi þrátt fyrir framfarir í greiningu og meðferð fjölveikra.

Taugaviðbrögð þungaðra kvenna Ísold Norðfjörð1, Þóra Steingrímsdóttir1,2 , Ágúst Hilmarsson3, Haukur Hjaltason1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Kvennadeild Landspítala, 3Taugalækningadeild Landspítala

Inngangur Taugaviðbrögð heilbrigðra, þungaðra kvenna hafa lítið verið rannsökuð en aukin taugaviðbrögð á meðgöngu hafa verið tengd við burðarmálskrampa (eclampsia). Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort taugaviðbrögð (sinaviðbrögð og Babinski viðbragð) séu öðruvísi á meðgöngu en annars og hvort þau breytist þegar líður á meðgönguna. Annað markmið rannsóknarinnar var að athuga samræmi tveggja taugalækna í mati á taugaviðbrögðum. Þar að auki var kannað hver skoðun sérfræðilækna fæðingateymis og sérnámslækna kvennadeildar Landspítala var á breytingu taugaviðbragða í þungun.

Efni og aðferðir Framskyggn, einblind, þverskurðarrannsókn á þremur hópum kvenna, óþunguðum, gengnum 1418 meðgönguvikur og gengnum 3438 vikur. Tveir taugalæknar, sem vissu ekki hvort konurnar voru þungaðar, skoðuðu hnéviðbragð, ökklaviðbragð og Babinski viðbragð þeirra og

mátu þau fyrrnefndu eftir tveimur skölum, NINDS og Mayo. Styrkur taugaviðbragða var borinn saman milli hópa kvennanna sem og niðurstöður taugalæknanna tveggja innbyrðis. Einnig svöruðu 18 læknar á kvennadeild Landspítala spurningum um það hvað þeir héldu um taugaviðbrögð þungaðra kvenna.

Niðurstöður Ekki reyndist marktækur munur vera á styrk sinaviðbragða milli hópa kvennanna (p>0,05). Ekki reyndist heldur munur á mati taugalæknanna innbyrðis (p>0,05). Langflestar kvennanna höfðu neikvætt Babinski viðbragð þar sem stóra tá leitaði niður, engin hafði óeðlilegt viðbragð en hjá tveimur fékkst ekkert viðbragð fram. Ákveðið var að sleppa töfræðiútreikningum á svo afgerandi niðurstöðum. Átta (44%) læknar kvennadeildar Landspítala töldu að hné sinaviðbrögð væru líflegri hjá þunguðum konum en óþunguðum en tíu (56%) töldu enga breytingu verða á sinaviðbrögðum við þungun. Þettán læknar (72%) töldu Babinski viðbragð ekki breytast við þungun en fimm læknar höfðu ekki myndað sér skoðun á því.

Ályktanir Ekki er munur á taugaviðbrögðum heilbrigðra þungaðra kvenna miðað við þær sem ekki eru þungaðar og ekki er munur á taugaviðbrögðum snemma á öðrum þriðjungi og seint á þriðja þriðjungi meðgöngu. Taugalæknar leggja svipað mat á taugaviðbrögð á skölunum Mayo og NINDS. Nokkuð skiptar skoðanir eru meðal lækna kvennadeildar um taugaviðbrögð á meðgöngu.

Candida blóðsýkingar á Íslandi 2017-2020 Jóhanna Guðrún Bergþórsdóttir1 , Helga Erlendsdóttir1,2, Kristján Godsk Rögnvaldsson1, Magnús Gottfreðsson1,3 , Lena Rós Ásmundsdóttir1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Sýkla- og veirufræðideild Landspítala, 3Smitsjúkdómadeild Landspítala

Inngangur Af lífshættulwegum sveppasýkingum sem herja á inniliggjandi sjúklinga eru blóðsýkingar af völdum Candida gersveppa algengastar. Faraldsfræði og klínísk birtingarmynd sýkingarinnar hafa áður verið rannsakaðar á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að uppfæra þær upplýsingar með áherslu á meðferð, uppvinnslu og afdrif sjúklinga, ásamt því að skoða áhrifaþætti á horfur.

Efni og aðferðir Gerð var afturskyggn, lýðgrunduð rannsókn sem náði til allra sjúklinga með jákvæða blóðræktun fyrir Candida gersveppum á árunum 2017 til 2020 á Íslandi. Upplýsingar um sjúklingana fengust úr sjúkraskrám og tölvukerfi sýkla og veirufræðideildar Landspítala. Fyrirliggjandi gögn frá tímabilinu 1980 til 2016 voru notuð til að framkvæma lifunargreiningu. Úrvinnsla og tölfræðireikningar voru gerð í Filemaker, Excel, R og Rstudio.

Niðurstöður Á tímabilinu 2017 til 2020 greindust 67 tilfelli Candida blóðsýkinga hjá 63 sjúklingum. Árlegt nýgengi var að meðaltali 4,6 tilfelli á 100.000 íbúa og hélst nokkuð stöðugt yfir tímabilið. Aldursbundið nýgengi reyndist hæst meðal karlmanna yfir áttræðu. Fjórar Candida tegundir ollu 90% blóðsýkinga en þær voru C. albicans (38%), C. glabrata (25%), C. tropicalis (16%) og C. dubliniensis (12%). Alls voru 10% stofna ónæmir fyrir flúkonasóli og 6% stofna voru ónæmir fyrir ekínókandínum. Meirihluti sýkinganna var áunninn innan spítalans (73%). Algengustu undirliggjandi sjúkdómar voru fíknisjúkdómur (25%) og sykursýki (22%). Ekínókandín voru gefin sem upphafsmeðferð í 48% tilfella og flúkonasól sem aðalmeðferð í 52% tilfella. Í 34% tilfella, þar sem notast var við djúpan miðbláæðalegg, var æðaleggurinn fjarlægður innan tveggja daga frá greiningu. Ráðgjöf smitsjúkdómalæknis var fengin í 79% tilfella, gerð var augnbotnaskoðun í 16% tilfella og hjartaómun í 40% tilfella. Lifun eftir 30 daga var 71,4%. Greining gagna frá 1980 (504 tilfelli) sýndi marktækt betri lifun ef æðaleggur var fjarlægður innan tímamarka (P = 0,0047).

Ályktun Nýgengi Candida blóðsýkinga á Íslandi frá 2017 til 2020 var að meðaltali hærra samanborið við fjögurra ára tímabilið þar á undan (4,6 vs. 4,0/100.000/ár). Hlutfall sýkinga af völdum C. albicans hefur lækkað sem samsvarar tegundaþróun erlendis. Ekki hefur orðið marktæk breyting á 30 daga lifun sjúklinga á síðustu tveimur áratugum. Rannsóknin sýnir að við greiningu Candida blóðsýkinga er mikilvægt að fjarlægja æðaleggi snemma.

Breyting á tíðni þungburafæðinga á Íslandi á tímabilinu 1997-2018 Jónína Rún Ragnarsdóttir1, Matthildur Sigurðardóttir2, Jóhanna Gunnarsdóttir1,2 , Aðalheiður Elín Lárusdóttir1 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Kvennadeild Landspítala

Inngangur Skilgreining á þungbura (e.macrosomia) er mismunandi eftir löndum en á Norðurlöndum er að jafnaði miðað við fæðingarþyngd yfir 4,5 kg óháð meðgöngulengd. Tíðni þungburafæðinga á Norðurlöndunum er fjögur til sex prósent af öllum fæðingum árlega sem er með því hæsta sem gerist í heiminum. Áhættuþættir fyrir fæðingu þungbura eru t.d. bæri, sykursýki fyrir og á meðgöngu og lengd meðganga (e. prolonged pregnancy). Framkallanir fæðinga hafa aukist aðallega vegna fjölgunar greininga meðgöngusykursýki og vegna þess að framkallanir af völdum meðgöngulengdar eru gerðar fyrr. Rannsóknin fól í sér að skoða hvort breyting hafi orðið á tíðni þungburafæðinga á Íslandi á tímabilinu 19972018. Jafnframt var kannað hvort breytingar gætu skýrst af bættri greiningu meðgöngusykursýki eða styttri meðgöngu.

Efniviður og aðferðir Rannsóknin var ferilrannsókn. Gögnin samanstóðu af 92 424 einburafæðingum á Íslandi 19972018 og voru fengin úr Fæðingarskrá Landlæknisembættis. Þungburi var nýburi með fæðingarþyngd yfir 4,5 kg. Tíðni þungburafæðinga var reiknuð sem hlutfall þungbura af heildarfjölda fæðinga fyrir hvert ár og lýst í myndum. Greiningin var lagskipt eftir sykursýki og meðgöngulengd. Þegar tíðni þungburafæðinga var skoðuð út frá sykursýki var tímabilinu skipt upp í þrjú jafnstór tímabil. Lengd meðganga var meðgöngulengd 41 vika eða meira.

Niðurstöður Tíðni þungburafæðinga á Íslandi hefur lækkað. Í byrjun tímabilsins voru um 6% barna sem fæddust yfir 4,5 kg samanborið við 4% við lok tímabilsins. Þegar hlutfall þungburafæðinga var skoðað út frá ýmsum áhættuþáttum kom meðal annars í ljós að fjölbyrjur eru í tvöfalt meiri hættu á að eiga þungbura samanborið við frumbyrju. Samanborið við konur af öðrum uppruna fæða íslenskar konur frekar þungbura. Áhættan á þungburafæðingum tvöfaldaðist við meðgöngulengd yfir 41 viku og tíðni þungburafæðinga lækkaði mest meðal þessa hóps yfir tímabilið. Ekki var marktækur munur á tíðni þungburafæðinga hjá konum með meðgöngusykursýki milli fyrsta og síðasta tímabilsins (p>0.05). Þegar lagskipt var eftir meðgöngulengd mátti sjá að tíðni þungburafæðinga var 3,8% við fulla meðgöngulengd í lok rannsóknartímabilsins samanborið við 12,3% við 42 vikur eða meira.

Ályktun Lækkandi tíðni þungburafæðinga gæti skýrst af aukningu framkallana fæðinga, einkum meðal kvenna sem ganga fram yfir fulla meðgöngu. Sykursýki eykur mikið áhættuna á þungburafæðingum en aðeins

COVID-19 og lifrarskaði: lýðgrunduð samanburðarrannsókn Jökull Sigurðarson1, Einar Stefán Björnsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Meltingardeild Landspítala

Inngangur Rannsóknir hafa lýst hækkunum á lifrarprufum hjá COVID19 sjúklingum. Skýringar á þessum hækkunum eru óljósar en gæti verið skaði af völdum frumudrepandi áhrifa veirunnar sjálfrar en viðtaki hennar er tjáður í lifrarog gallgangafrumum, yfirdrifið ónæmissvar, lifrarskaði af völdum lyfja (e. druginduced liver injury, DILI) og blóðþurrð vegna mikils súrefnisskorts vegna svæsinnar COVID19 sýkingar. Flestar fyrri rannsóknir hafa haft verulega annmarka og verið án samanburðarhóps. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hækkanir á lifrarprufum við COVID19 í samanburði við annan heimsfaraldur og meta þátt ofangreindra orsaka á lifrarprófshækkunum.

Efniviður og aðferðir Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám einstaklinga á Íslandi með COVID19 frá fyrri hluta 2020 annars vegar og með inflúensu A(H1N1)v2009 frá 2009 hins vegar. Blóðprufur voru metnar með tilliti til hækkunar frá 5 dögum fyrir PCR greiningu til 30 daga eftir. Borin voru saman hæstu gildi blóðprufa (ALAT, ASAT, ALP, GGT, CK og kreatínín) sjúklinga í innlögn. Fylgni á milli lifrarprufa og bólgumarkera var metin og sjúklingar með miklar hækkanir grandskoðaðir með tilliti til DILI.

Niðurstöður Rannsóknarþýðið taldi 1799 sjúklinga með COVID19, þar af 100 innlagðir (57 karlar, 43 konur, meðalaldur 65 ár), og 670 sjúklinga með inflúensu, þar af 72 innlagðir (37 karlar, 35 konur, meðalaldur 42 ár). ALAT, ASAT, GGT og ALP mældist hækkað hjá um 20% COVID19 sjúklinga. Hjá innlögðum var algengi þessara hækkana nálægt 40% hjá báðum sjúklingahópunum, fyrir utan ASAThækkun sem sást hjá 67% svínaflensusjúklinganna. ASAT og CK voru hærri hjá svínaflensuhópnum (36 vs.63, p=0,02 og 85 vs. 342, p=0,001), og kreatínín hærra hjá COVID19 hópnum (86 vs. 75, p =0,0003). Marktæk fylgni mældist á milli lifrarprufa og bólgumarkera. Enginn sjúklingur hafði blóðþurrð í lifur en hjá 3 var ekki hægt að útiloka DILI. Ályktanir Hækkanir á lifrarprufum virðast ekki sértækar fyrir COVID19. Samskonar hækkanir fundust í inflúensu A(H1N1) v2009 heimsfaraldrinum. Þetta gerir beinan skaða af völdum SARSCoV2 minna líklega skýringu á hækkuðum lifrarprófum í COVID19. Hluta hækkananna má rekja til vöðva. Fylgnin við bólgumarkera gæti einnig stutt þá kenningu að skaðinn sé ósértækur og fremur kerfislægur. Fáir sjúklingar uppfylltu skilyrði til mats á DILI sem var sjaldgæf ástæða hækkaðra lifrarprófa hjá COVID19 sjúklingum.

Skjaldkirtilskrabbamein áÍslandi 2009-2020: Endurkomutíðni, horfur og meðferð Katrín Kristinsdóttir1, Helgi Birgisson2, Geir Tryggvason1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands, 3Landspítali

Inngangur Skjaldkirtilskrabbamein er algengasta form krabbameins í innkirtlum. Langflest skjaldkirtilskrabbamein eru komin frá skjaldbúsfrumum (e. follicular cells). Þeim má skipta í vel þroskuð krabbamein (>90%), illa þroskuð krabbamein (~6%) og villivaxtarkrabbamein (~12%). Meðferð skjaldkirtilskrabbameins er fyrst og fremst fólgin í skurðaðgerð þar sem skjaldkirtill er fjarlægður alveg eða að hluta auk brottnáms á hálseitlameinvörpum séu þau til staðar. Gefa má geislajoð sem hjálparmeðferð, sérstaklega hjá sjúklingum með háa áhættu á endurkomu sjúkdóms.

Efni og aðferðir Þýðið samanstóð af einstaklingum sem greindust með skjaldkirtilskrabbamein á tímabilinu 1. janúar 2009 – 31. desember 2020. Krabbameinsskrá Íslands útvegaði kennitölur þessara einstaklinga. Upplýsingar um greiningu, meðferð og eftirfylgd fengust í sjúkraskráarkerfinu Sögu.

Niðurstöður Frá 1. janúar 2009 – 31. desember 2020 greindust 330 einstaklingar með 335 skjaldkirtilskrabbamein. Þroskuð mein voru 303 (90,4%), villivaxtarmein voru 24 (7,2%) og merggerðaræxli voru 8 (2,4%). Sex einstaklingar greindust í krufningu. Meirihluti sjúklinga, 307 af 324 (94,8%) fóru í aðgerð á skjaldkirtli og 150 af 324 (46,3%) fengu geislajoðmeðferð í kjölfar aðgerðar. Gerður var samanburður á umfangi meðferðar á milli tímabilanna 20092014 og 20152020. Hlutfall helftarbrottnáms þroskaðra meina var 18,9% á fyrra tímabilinu en 38,7% á því seinna. Fyrra tímabilið fengu 54,3% geislajoðmeðferð í kjölfar aðgerðar og 100% þeirra skammtastærð yfir 100mCi. Seinna tímabilið fengu 47,7% geislajoðmeðferð og 37,1% þeirra fengu lægri skammt geislajoðs (30mCi). 40 (16%) sjúklingar með þroskað skjaldkirtilskrabbamein fengu endurkomu sjúkdóms eftir frummeðferð. Hlutfallslega voru flestar endurkomur í hópnum „miðlungs“ áhætta á endurkomu, þar sem 31% sjúklinga fékk endurkomu. 40 sjúklingar af 324 (12,3%) voru látnir með skjaldkirtilskrabbamein í árslok 2020. Dánartíðni var hæst meðal sjúklinga með villivaxtarmein en 87,5% sjúklinga létust. Dánartíðni sjúklinga með þroskað mein jókst eftir því sem stigun sjúkdóms var hærri og var 80% hjá sjúklingum með mein á stigi IV.

Ályktanir Hlutfall villivaxtarkrabbameina af greindum meinum hærra en við mátti búast. Stigun og áhættuflokkun á endurkomu þroskaðra meina endurspeglar vel endurkomutíðni og hlutfallslega lifun sjúklinga og eru nytsamleg tól við meðferðarákvarðanir. Þróun meðferðar skjaldkirtilskrabbameina á Íslandi er í takt við þróun alþjóðlegra meðferðarleiðbeininga. Hlutfall þeirra sjúklinga sem fara í helftarbrottnám skjaldkirtils í stað heildarbrottnáms hefur aukist. Samhliða því hefur geislajoðmeðferðum fækkað og hlutfall þeirra sem fá lægri skammt geislajoðs aukist.

Identification of novel genetic loci for risk of multiple myeloma by functional annotation Klara Briem, Angelica Macauda, Federico Canzian

Introduction Multiple myeloma (MM) is a plasma cell malignancy originating from bone marrow. Genetics has proven to impact MM susceptibility, with genomewide association studies (GWAS) discovering 23 genetic loci associated with MM risk. However, MM remains an incurable disease, with much of its heritability unexplained. We hypothesize that SNPs with predicted functional roles have an increased chance of association with MM susceptibility. Specifically, the stringent significance threshold (p<5 x 108) used in GWASs, accounts for the numerous statistical tests performed, increasing the risk of several false negatives. Our approach in reducing the number of tests was prioritizing SNPs with a heightened prior probability of association, according to their likelihood of affecting gene expression or splicing. Materials and methods: This study

used discovery GWAS datasets from the InterLymph Consortium and German GWAS, in total accounting for about 4000 cases and 5600 controls. The study included all SNPs with association pvalues from 5 x 104 to 107 from the data. Subsequently, SNPs were looked up in relevant GTEx (GenotypeTissue Expression) tissues, i.e. whole blood and EBVtransformed lymphocytes, determining their function as an expression or splicing quantitative trait loci (eQTL/sQTL). The top candidate SNPs were genotyped for replication in the International Multiple Myeloma rESEarch (IMMEnSE) Consortium including nearly 2000 MM cases and over 1900 controls.

Results In the two discovery datasets, 136 SNPs fit the criteria of association with MM risk including pvalues within the chosen threshold and not mapping to known MM risk loci. All SNPs displayed significant metaanalysis results between InterLymph and German GWAS, and only two displayed significant heterogeneity. 38 eQTLs and 3 sQTLs were found in whole blood using GTEx data. After pruning for linkage disequilibrium (LD), and eliminating SNPs with previous genotype results from other studies, one eQTL (rs2664188) was replicated in IMMEnSE. The eQTL was genotyped and metaanalyzed in IMMEnSE, and proved to be significant (OR=1.20, 95%CI=[1.06;1.36], p=0.0045).

Conclusion A new SNP with significant association with increased MM susceptibility was identified. Further investigation is necessary to determine the effect this eQTL has on MM. This project is included in a larger study, with great potential to identify multiple risks and fill some gaps remaining in MM heritability.

Kransæðastífla meðal yngri einstaklinga: rannsókn á nýgengi, áhættuþáttum og horfum Kolfinna Gautadóttir1, Ingibjörg Jóna Guðmundsóttir1,2, Martin Ingi Sigurðsson1,2 , Karl Andersen1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali Háskólasjúkrahús

Inngangur Nýgengi kransæðastíflu hefur lækkað í almennu þýði á undanförnum áratugum en margt bendir til þess að þetta eigi ekki við um yngstu aldurshópa með kransæðastíflu. Litlar upplýsingar eru til um nýgengi, áhættuþætti og horfur sjúklinga hér á landi. Í þessari rannsókn var markmiðið að kanna stöðu ungra einstaklinga með kransæðastíflu á Íslandi með því að kanna nýgengi, áhættuþætti og horfur þeirra, ári eftir áfall.

Efniviður og aðferðir Rannsóknin er afturskyggn gagnarannsókn þar sem gögn fengust úr gagnagrunni SWEDEHEART, sjúkraskrám Landspítala og Dánarmeinarskrá Landlæknis. Rannsóknin náði til allra ungra einstaklinga á Íslandi með bráða kransæðastíflu (STEMI/ NSTEMI) á árunum 20142020. Til unga sjúklingahópsins töldust konur ≤ 55 ára og karlar ≤ 50 ára. Til samanburðar var sjúklingahópur eldri einstaklinga. Tölfræðileg marktækni var könnuð með tprófi, kíkvaðrat prófi, einþátta fervikagreiningu (ANOVA) og línulegri aðhvarfsgreiningu þar sem miðað var við p<0.05 fyrir tölfræðilega marktækni.

Niðurstöður Af öllum STEMI og NSTEMI tilfellum á Íslandi á tímabilinu voru 344 sjúklingar (12,0%) ungir. Hlutfall STEMI er hærra meðal yngri sjúklinga (52,3% sbr. 35,2%, p=<0.001). Nýgengi yngri aldurshópsins lækkaði ekki á meðan nýgengi eldri aldurshópsins virtist lækka en ekki var tölfræðilega marktækur munur á breytingu nýgengi á tímabilinu. Af áhættuþáttum eru reykingar (50,3% sbr. 25,6%, p=<0.001) og offita (46,8% sbr. 36,3%, p=0.002) algengari í yngri aldurshópnum samanborið við þann eldri. Líkamsþyngdarstuðull fer hækkandi á rannsóknartímabilinu meðal yngri sem og algengi sykursýki. Eldri sjúklingar voru líklegri til að deyja ári eftir áfall (p=0.02) en ekki var tölfræðilega marktækur munur á að fá endurtekið áfall milli aldurshópa (p=0.3).

Ályktanir Nýgengi yngri einstaklinga með bráða kransæðastíflu fer ekki lækkandi á rannsóknartímabilinu. Áhættuþættir eru ekki þeir sömu milli aldurshópa og virðast reykingar vera algengasti áhættuþáttur yngri einstaklinga. Horfur virðast þó vera betri í yngri aldurshópnum. Betri skilningur á því hvað dregur úr lækkun nýgengi kransæðastíflu meðal ungra einstaklinga er nauðsynlegur svo hægt sé að grípa inn í með fyrirbyggjandi aðgerðum.

Psoriasis - Meðferð og lífsgæði árin 2001 og 2021 Kristján Veigar Kristjánsson Agrip barst ekki

Lyfjatengd meðferðarheldni eftir kransæðahjáveituaðgerð Leon Arnar Heitmann1, Tómas Guðbjartsson1,3, Martin Ingi Sigurðsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Svæfinga- og Inngangur Kransæðahjáaveituaðgerð bætir horfur og dregur úr einkennum alvarlegs kransæðasjúkdóms. Til að hámarka ávinning aðgerðar fylgir ævilöng lyfjameðferð með lyfjum af flokki statína, beta – hemla og einnig hemla á renín – angíótensín – aldósterón kerfið hjá hluta einstaklinga. Ómeðferðarheldni við lyfjameðferð í kjölfar kransæðahjáveituaðgerðar hefur verið tengd við verri langtímahorfur. Markmið rannsóknarinnar voru því að kortleggja meðferðarheldni við statín, beta – hemla og RAA – hemla í kjölfar kransæðahjáveituaðgerðar, skilgreina sértæka þætti sem tengjast ómeðferðarheldni og bera saman afdrif einstaklinga eftir meðferðarheldni.

Efni og aðferðir Rannsóknin náði til allra 18 ára og eldri sem undirgengust kransæðahjáveituaðgerð með eða án annars inngrips á Landspítala árin 2007 – 2018, alls 1536. Unnið var með gögn úr íslenska aðgerðargrunninum sem inniheldur upplýsingar um heilsufar og lyfjanotkun fyrir og eftir aðgerð. Meðferðarheldni skilgreindist sem útleysing tveggja lyfseðla, annað hvort fyrir aðgerð og eftir 90 daga frá aðgerð eða bæði innan 90 daga og eftir 90 daga frá aðgerð. Einstaklingar sem töldust meðferðarheldnir við þrjú lyfin töldust meðferðarheldnir við kjörlyfjameðferð. Munur milli hópa var metinn með einbreytugreiningu. Fjölþátta tvíundargreining var notuð til að skilgreina þætti sem tengjast auknum líkum á ómeðferðarheldni. Lifun einstaklinga eftir meðferðarheldni var kortlögð með Kaplan – Meier lifunarriti og Cox lifunargreiningu.

Niðurstöður Meðferðarheldni innan tveggja ára frá aðgerð var 90,0% fyrir statín, 84,4% fyrir beta – hemla, 63,0% fyrir RAA – hemla og 54,1% fyrir öll þrjú lyfin. Áhættuþættir sem tengdust auknum líkum á ómeðferðarheldni voru hærri aldur, aukin sjúkdómsbyrði, ósæðarlokuskipti samhliða kransæðahjáveituaðgerð og ný lyfjaávísun tengd aðgerðinni. Ómeðferðarheldni tengdist ekki verri lifun eftir leiðréttingu fyrir aldri og sjúkdómsbyrði.

Ályktanir Meðferðarheldni eftir kransæðahjáveituaðgerð er nokkuð góð við statín og beta – hemla en mun lakari við RAA – hemla. Sérlega ætti að huga að eftirliti með lyfjameðferð kransæðasjúkdóms hjá eldri og fjölveikum einstaklingum, þeim sem

fara í kransæðahjáveituaðgerð samhliða ósæðarlokuskiptum og þeim sem fá fyrstu ávísun fyrir statíni, beta – hemli eða RAA – hemli í tengslum við aðgerð.

Handleggjareglan: Mat á gagnsemi einfaldrar skoðunar til útilokunar á áverkum á bein og liði í handlegg. Líney Ragna Ólafsdóttir1, Hjalti Már Björnsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Bráðamóttöka Landspítala

Bakgrunnur Áverkar á handleggi eru meðal algengustu komuástæðna á bráðamóttökur. Þrátt fyrir að brot, alvarlegir liðbandaáverkar eða liðhlaup greinist aðeins í minni hluta tilvika þá er í flestum tilfellum tekin röntgenmynd til nánara mats og útilokunar á þessum áverkum. Handleggjareglan er einföld skimunarskoðun sem byggir á að meta hreyfigetu í öxl og olnboga auk gripkrafts í hendi í einstaklingum sem hlotið hafa áverka.

Markmið Að meta gagnsemi handleggjareglunnar til útilokunar á áverkum á bein og liði í handlegg.

Aðferð Rannsóknin var framskyggn og framkvæmd á bráðamóttöku Landspítala og var framhald fyrri rannsóknar frá árinu 2011. Sjúklingum sem leituðu á bráðamóttöku með áverka á öðrum handlegg var boðin þátttaka. Próf sem mat hvort skert hreyfigeta væri til staðar í öxl eða olnboga eða skerðing á gripkrafti var lagt fyrir sjúklinga og niðurstöður röntgenmyndataka bornar saman við prófið með næmi, sértæki og forspárgildum. Tölfræðiforritið RStudio var notað til gagnavinnslu. Notast var við tvíkostadreifnipróf til þess að reikna 95% vikmörk (VM).

Niðurstöður Alls tóku 114 sjúklingar þátt í rannsókninni; 97 sjúklingar fengu jákvætt próf og þar af voru 48 sem greindust með áverka við röntgenmyndatöku. Af þeim 17 sem fengu neikvætt próf var einn sem greindist með áverka við röntgenmyndatöku. Næmi og sértæki handleggjareglunnar voru 98% (95% VM: 89%100%) og 25% (95% VM: 15%37%). Neikvætt forspárgildi var 94% (95% VM: 71%100%) og jákvætt forspárgildi 49% (95% VM: 39%60%). Frekari undirhópar voru skoðaðir með tilliti til aldurs, kyns og áverkasvæðis á handlegg. Ályktanir Rannsóknin bar kennsl á klíníska þætti sem spáð gætu fyrir um sjáanlega áverka á röntgenmyndum. Handleggjareglan hafði hátt næmi og neikvætt forspárgildi en taka þarf niðurstöðum með varúð vegna lítils þýðis. Þörf er á frekari rannsóknum með stærra þýði til að meta nánar nákvæmni handleggjareglunnar með tilliti til ólíkra áverkasvæða í handlegg.

Meðferðarval sjúklinga með sykursýki og kransæðasjúkdóm eftir kransæðamyndatöku: Víkkun, hjáveituaðgerð eða lyfjameðferð? Margrét Kristín Kristjánsdóttir1, Brynjólfur Árni Mogensen2, Martin Ingi Sigurðsson1,2 , Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali Háskólasjúkrahús

Inngangur Sykursjúkir eru sívaxandi sjúklingahópur með aukna áhættu á æðakölkun og kransæðasjúkdómi. Kransæðasjúkdómur þessa hóps er yfirleitt dreifðari en hjá öðrum sjúklingum sem gæti haft áhrif á meðferðarvalið. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvaða bakgrunnsþættir og þættir tengdir sjúkdómsástandi og sjúkdómsdreifingu hefðu áhrif á meðferðarval sjúklinga með sykursýki og kransæðasjúkdóm á Íslandi á árunum 20102020.

Efni og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn, lýðgrunduð gagnarannsókn en gögnum var aflað í rauntíma. Hún náði til sjúklinga með sykursýki og kransæðasjúkdóm sem fóru í kransæðamyndatöku á árunum 20102020 á Landspítala en það voru 2007 tilfelli. Gögnin voru fengin úr gagnagrunni Hjartaþræðingadeildar Landspítala sem er tengdur sænska SwedeHeart gagnagrunninum og geymir upplýsingar um bakgrunnsþætti sjúklinga, niðurstöður kransæðaþræðinga og meðferðaráform en einnig niðurstöður kransæðavíkkana ef þær fóru fram. Upplýsingar sem vantaði voru sóttar í sjúkraskrár en einnig var ítarlegri upplýsingum um höfuðstofnsþrengsl flett upp í gagnagrunni Hjartaþræðingadeildar.

Niðurstöður Af 2007 tilfellum fengu 1308 meðferð með kransæðavíkkun (e. percutaneous coronary intervention, PCI) (65,2%), 280 með kransæðahjáveituaðgerð (e. coronary artery bypass grafting, CABG) (14,0%) en 419 fengu einungis lyfjameðferð (20,9%). Af þeim sjúklingum sem fengu meðferð með víkkun voru 261 (20,0%) með frábendingu fyrir hjáveituaðgerð en 160 (38,2%) af lyfjameðferðarhópnum, oftast vegna fyrri sögu um aðgerðina. Aldursdreifingin var ólík á meðferðarhópunum þremur (p<0,001) þar sem víkkunarhópurinn var á breiðasta aldursbilinu en hjáveituhópurinn á því þrengsta. Meðalaldur lyfjameðferðarhópsins var jafnframt hærri en í hinum tveimur meðferðarhópunum. Hlutfall hjáveituaðgerða jókst eftir því sem sjúkdómurinn varð flóknari úr 2,0% hjá einnar æðar sjúkdómi í 29,4% hjá þriggja æða sjúkdómi og í 39,7% hjá höfuðstofnsþrengslum með þriggja æða sjúkdómi en samhliða minnkaði hlutfall víkkana. Hlutfall víkkana jókst á rannsóknartímabilinu úr 50,0% við upphaf tímabils í 72,2% við lok þess en samtímis dró úr hlutfalli hjáveituaðgerða og lyfjameðferða.

Ályktanir Niðurstöðurnar eru í samræmi við ESC meðferðarleiðbeiningar um val á meðferð sem bendir til þess að læknar hér á landi fylgi meðferðarleiðbeiningum. Stærri sjúklingahópur hefur nú gagn af víkkun en áður sem telst jákvæð þróun þar sem víkkun er minna inngrip en hjáveituaðgerð.

Áhrif skertrar nýrnastarfsemi á snemmkominn árangur kransæðahjáveituaðgerða Nanna Sveinsdóttir1, Tómas Guðbjartsson1,2 , Ingibjörg Guðmundsdóttir1,3, Martin Ingi Sigurðsson1,4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3Hjartalækningadeild Landspítala, 4Svæfinga og gjörgæsludeild Landspítala

Inngangur Skert nýrnastarfsemi eins og við langvinnan nýrnasjúkdóm (LNS) er áhættuþáttur kransæðasjúkdóms og hefur verið tengd við aukna tíðni fylgikvilla og dánartíðni eftir kransæðahjáveituaðgerð. Árangur hjáveituaðgerða hjá þessum sjúklingahóp hefur ekki verið rannsakaður sérstaklega hér á landi og er markmið rannsóknarinnar að bæta úr því, með áherslu á snemmkomna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni.

Efniviður og aðferðir Afturskyggn ferilrannsókn á 2300 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveitu á Landspítala 20012020. Sjúklingunum var skipt í fjóra hópa eftir áætluðum gaukulsíunarhraða (GSH) reiknuðum fyrir aðgerð og voru hóparnir bornir saman; GSH 45–59 mL/mín/1.73m2 , GSH 3044 mL/mín/1.73m2, GSH <30 mL/ mín/1.73m2 og viðmiðunarhópur (GSH >60 mL/mín/1.73m2). Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og lógistísk aðhvarfsgreining notuð til að meta forspárþætti 30 daga dánartíðni.

Niðurstöður Alls höfðu 429 sjúklingar (18,7%) skerta nýrnastarfsemi og voru þeir rúmlega sex árum eldri að meðaltali, einkennameiri, höfðu hærra meðal EuroSCORE II (5,0 sbr. 1,9 p<0,001) og miðgildi legutíma þeirra var tveimur dögum lengra en hjá sjúklingum í viðmiðunarhópi. Auk þess var útfallsbrot vinstri slegils lægra, oftar þrengsli í vinstri höfuðstofni og tíðni alvarlegra snemmkominna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni hærri. Tíðni fylgikvilla og dánartíðni hækkaði með lækkandi GSH. Í fjölþáttagreiningu reyndust hærri aldur og útfallsbrot vinstri slegils <30% vera sjálfstæðir forspárþættir hærri 30 daga dánartíðni, líkt og GSH <30 mL/mín/1,73m2 sem reyndist langsterkasta forspárgildið (OR=10,4; 95% ÖB: 3,9825,46).

Ályktanir Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi eru eldri og hafa alvarlegri kransæðasjúkdóm en þeir sem hafa eðlilega nýrnastarfsemi. Tíðni snemmkominna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni í kjölfar kransæðahjáveituaðgerða reyndist marktækt hærri hjá sjúklingum með verstu nýrnastarfsemina sem jafnframt var sterkasti sjálfstæði forspárþáttur 30 daga dánartíðni.

Bakteríuiðrasýkingar, Shiga toxínmyndandi E. coli og rauðalosblóðleysis- og nýrnabilunarheilkenni hjáíslenskum börnum Ólafur Jens Pétursson1, Hjördís Harðardóttir3, Valtýr Stefánsson Thors1,2 , Kristján Orri Helgason3, Viðar Örn Eðvarðsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins, 3Sýkla- og veirufræðideild Landspítala

Inngangur Shiga toxínmyndandi E. coli (STEC) veldur blóðugum niðurgangi, kviðverkjum og uppköstum. Tíu til 15% barna með STEC fá rauðalosblóðleysis og nýrnabilunarheilkenni (HUS) en greiningarskilmerkin eru: rauðalosblóðleysi, blóðflögufæð og bráður nýrnaskaði (BNS). Markmið rannsóknarinnar var að finna nýgengi bakteríuiðrasýkinga, STECsýkinga og STECHUS í íslenskum börnum <18 ára frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2020.

Efni og aðferðir Leitað var afturskyggnt í gagnagrunni Sýkla og veirufræðideildar Landspítala að einstaklingum <18 ára með staðfesta bakteríuiðrasýkingu á rannsóknartímabilinu. Upplýsingar um ICD 10 greiningarkóða bakteríuiðrasýkingar, HUS, BNS, langvinns nýrnasjúkdóms (LNS), skilunar og nýraígræðslu fengust úr Vöruhúsi gagna á Landspítala. Sjúkraskrár einstaklinga með STECsýkingu voru skoðaðar til staðfestingar eða útilokunar á HUS og sjúkdómsgangi. Ef öll þrjú greiningarskilmerki HUS voru uppfyllt var klínísk birtingarmynd fullkomin (cHUS), annars ófullkomin (iHUS). Stuðst var við KDIGO flokkunarkerfið við greiningu og stigun á BNS og LNS.

Niðurstöður Á rannsóknartímabilinu greindist 281 bakteríuiðrasýking. Algengasti sýkingarvaldurinn var Campylobacter í 55% tilfella en STEC greindist hjá 12% barnanna. Nýgengi allra bakteríuiðrasýkinga á rannsóknartímabilinu var 31,7/100.000 börn <18 ára. Nýgengi STECsýkinga var 3,8/100.000 börn <18 ára en 8,0/100.000 á aldrinum 05 ára. Miðgildi aldurs við greiningu var 3,5 (spönn, 012) ár; 15 (44%) voru stúlkur og 19 (56%) drengir. Alls höfðu 33 (97%) börn niðurgang, 19 (56%) kviðverki, 17 (50%) blóð í hægðum og 13 (38%) uppköst. Sextán (48%) fengu HUS, 7 (21%) cHUS og 9 (26%) iHUS. Nýgengi HUS var 1,8/100.000 börn <18 ára. Miðgildi tíma frá upphafi meltingarfæraeinkenna að greiningu HUS var 7,5 (spönn, 115) dagar. Þrjú (43%) börn með cHUS þurftu kviðskilun. Sex (38%) fengu HUS í önnur líffæri en nýru og fengu þau öll einkenni frá miðtaugakerfi; 9 (56%) höfðu LNS við 12 (miðgildi; spönn, 672) mánaða eftirfylgd.

Ályktanir Algengasta ástæða bakteríuiðrasýkinga í rannsóknarúrtakinu var Campylobacter og tíundi hluti staðfestra tilfella var vegna STEC. Um helmingur einstaklinga með STECiðrasýkingar fékk HUS, sem er hærra hlutfall en lýst hefur verið. Tæplega helmingur barna með cHUS þurfti skilun. Einkenni frá miðtaugakerfi voru algeng og helmingur tilfella fékk LNS. HUS er alvarlegur og algengur fylgikvilli STECiðrasýkinga hjá yngri börnum og þurfa sýktir einstaklingar nákvæmt lækniseftirlit í minnst fjórtán daga frá upphafi meltingarfæraeinkenna.

Heildar langásálag hjarta í íslenskum ungmennum og tengsl við blóðþrýsting, líkamsbyggingu og lífsstíl Ólöf Hafþórsdóttir1, Ásdís Hrönn Sigurðardóttir1, Viðar Örn Eðvarðsson1,2 , Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins, 3Hjartadeild Landspítala

Inngangur Starfsemi vinstri slegils hjartans er að jafnaði metin sem útstreymisbrot. Rannsóknir benda til að álagsmælingar (e. strain analysis) séu næmari aðferð til að greina breytingar sem verða á sleglinum t.d. vegna áhættuþátta hjarta og æðasjúkdóma. Algengast er að mæla heildar langásálag hjartans (HLÁ). Þá er stytting hjartavöðvans mæld eftir langás þess og hefur því neikvætt formerki. Markmið rannsóknarinnar var að lýsa HLÁ gildi Íslendinga á aldrinum 2021 árs og tengsl þess við slagbilsþrýsting, líkamssamsetningu og lífsstíl.

Efniviður og aðferðir Einstaklingum fæddum 1999 sem tóku þátt í þversniðsrannsókn á blóðþrýstingi við 9–10 ára aldur árið 2009 var boðin þátttaka í eftirfylgdarrannsókn. Þeir sem þáðu boðið svöruðu spurningalista um lífsstíl, lyfjanotkun og sjúkdómsgreiningar. Þátttakendur gengust undir líkamsskoðun, sólarhringsmælingu á blóðþrýstingi, mælingu á líkamssamsetningu (rafleiðnimælir, TANITA MC780) og hjartaómun. Mat var lagt á HLÁ vinstri slegils í fjögurra, tveggja og þriggja hólfa myndum. Hækkaður blóðþrýstingur var miðaður við slagbilsþrýsting yfir 120 mmHg við læknisskoðun. Við tölfræðiúrvinnslu voru notuð kíkvaðrat próf, tpróf, Fisherspróf og línuleg aðhvarfsgreining. Tölfræði var unnin í Rstudio og Excel.

Niðurstöður Þátttakendur voru 102. HLÁ þátttakenda var 18,59 (SD, 2,01) %. Konur voru með hærra HLÁ en karlar (p<0,005). Þátttakendur með undirliggjandi sjúkdóma voru með marktækt lægra HLÁ en aðrir þátttakendur (p<0,05). HLÁ var lægra hjá þátttakendum með hækkaðan þrýsting í mælingum við læknisskoðun (p<0,05) og hjá þátttakendum með háþrýsting á næturnar (p<0,02). Þátttakendur með hlutfall mittismáls af hæð >0,5 voru með marktækt lægra HLÁ (p<0,05). Neikvæð fylgni fékkst milli hlutfalls mittismáls af mjaðmamáli og HLÁ (p<0,05).

Ályktanir Meðaltal HLÁ gildis í okkar rannsókn er í samræmi við niðurstöður annarra og reyndust karlar vera með lægra HLÁ en konur. Að auki virðist vera neikvætt samband milli HLÁ og slagbilsþrýstings og offitu. HLÁ hefur forspárgildi fyrir hjartasjúkdóma og gefur vísbendingu um starfsemi vinstri slegils. Fáar rannsóknir eru til á HLÁ í þessum aldurshópi og því verður áhugavert að fylgjast með þegar fleiri rannsóknir hafa verið gerðar á sambandi HLÁ við fyrrnefnda þætti.

Samfélagsleg virkni og örorka ungs fólks á Íslandi eftir snemmíhlutun í geðrof Ragna Kristín Guðbrandsdóttir1, Oddur Ingimarsson1,2, Birna Guðrún Þórðardóttir2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Geðsvið Landspítala

Inngangur Þrátt fyrir lágt algengi geðrofssjúkdóma er byrði sjúkdómanna fyrir einstaklinginn og samfélagið mikil. Einstaklingar greinast almennt ungir og þrátt fyrir meðferð hefur stór hluti viðvarandi einkenni sem leiða oft til skertrar samfélagslegrar virkni og örorku. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hversu hátt hlutfall ungra einstaklinga sem fengu snemmíhlutun í geðrof hér á landi árin 20102020 tók þátt í námi eða vinnu að endurhæfingu lokinni og hversu stórt hlutfall hafði framfærslu af örorku, ásamt því að kanna hvaða þættir hefðu forspárgildi um það.

Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn ferilrannsókn sem byggði á upplýsingum úr sjúkraskrám allra sem útskrifuðust af Laugarásnum meðferðargeðdeild á árunum 20102020 eftir lengri en sex mánaða endurhæfingu (n=144). Tvíkosta aðhvarfsgreining var framkvæmd til að kanna hvaða breytur höfðu forspárgildi um náms og atvinnuþátttöku og framfærslu af örorku að endurhæfingu lokinni.

Niðurstöður Við útskrift var rúmur helmingur þjónustuþega í vinnu eða námi og tæpur helmingur hafði framfærslu af örorku. Þeir þættir sem reyndust bæði hafa forspárgildi um náms og atvinnuþátttöku og örorku við útskrift voru þeir þættir sem endurspegla alvarlegan geðrofssjúkdóm, geðklofagreining og meðferð með geðrofslyfinu clozapine, en einnig stúdentspróf og atvinnuþátttaka fyrir endurhæfingu. Meirihluti þjónustuþega (66%) hafði sögu um kannabisneyslu sem reyndist hafa neikvætt forspárgildi um náms og atvinnuþátttöku við útskrift. Hins vegar virtist starfsendurhæfing vera sá þáttur sem hafði mest jákvætt forspárgildi um náms og atvinnuþátttöku við útskrift.

Ályktanir Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að endurhæfing á Laugarásnum geti aukið samfélagslega virkni ungra einstaklinga með geðrofssjúkdóma, en færri voru atvinnulausir eftir endurhæfinguna en við innritun. En betur má ef duga skal, þar sem að tæplega helmingur þjónustuþega var hvorki í námi né vinnu við útskrift. Einnig virðist mikilvægt að tryggja skilvirka starfsendurhæfingu á Laugarásnum þar sem starfsendurhæfing var einn fárra þátta sem hafði forspárgildi um náms og atvinnuþátttöku við útskrift sem hægt er að hafa áhrif á í endurhæfingunni.

Samanburður á blæðingum frá meltingarvegi hjá sjúklingum með skorpulifur Sara Margrét Daðadóttir1, Arnar Bragi Ingason2, Jóhann Páll Hreinsson3, Einar Stefán Björnsson2 . 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali Háskólasjúkrahús, 3Sahlgrenska Háskólasjúkrahús, Gautaborg, Svíþjóð

Inngangur Blæðingar frá æðagúlum í vélinda eru algeng orsök skyndilegra meltingarvegsblæðinga hjá skorpulifrarsjúklingum og tengdist áður fyrr hárri dánartíðni. Markmið rannsóknarinnar var að bæta við takmarkaða þekkingu um núverandi horfur við blæðingar frá æðagúlum auk þess að kanna eðli og horfur annarra meltingarvegsblæðinga hjá sjúklingahópnum.

Aðferðir: Sjúklingar sem greindust með skorpulifur á tímabilinu 20102021 voru þáttakendur í framsýnni rannsókn 20102015 á Íslandi. Frá 2016 hafa allir nýjir skorpulifrarsjúklingar verið skráðir í gagnagrunn. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám. MELD (model for endstage liver disease: bilirubin, INR, kreatinin) var notað sem mælikvarði á alvarleika lifrarsjúkdómsins.

Niðurstöður Alls greindust 402 sjúklingar með skorpulifur. Miðgildi eftirfylgni var 23 mánuðir (spönn 0126). Alls blæddu 111 (28%) frá meltingarvegi, 70 (63%) við greiningu og 41 (37%) síðar, 86 (77%) frá efri hluta en 13 (12%) frá neðri hluta meltingarvegar, staðsetning var óljós hjá 12 (11%) sjúklingum. Meðaltal MELD var 13,6 hjá þeim sem blæddu og 11,6 hjá þeim án blæðingar (p<0,05). Fleiri sjúklingar sem blæddu voru með skinuholsvökva (e. ascites) (p<0,05) og einnig voru þeir líklegri til að vera með lifrarheilakvilla (p<0,05). Fjórir sjúklingar (2,5%) létust úr bráðri blæðingu sem ekki gekk að stöðva. Í öllum þeim tilvikum var um blæðingar frá æðagúlum að ræða og var meðal MELD skor 16.

Ályktanir Blæðingar frá efri meltingarvegi voru mun algengari en þær frá neðri. Merki um alvarlegan lifrarsjúkdóm höfðu tengls við aukna blæðingartilhneigingu .Mjög lítill hluti sjúklinga lést úr blæðingu því hana tókst að stöðva hjá allra flestum en þeir sem létust úr blæðingu höfðu verulega skerta lifrarstarfsemi.

Slímseigjusjúkdómur á Íslandi Selma Rún Bjarnadóttir1, Helga Elídóttir2 , Brynja Jónsdóttir3, Ólafur Baldursson3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins, 3Landspítali

Inngangur Slímseigjusjúkdómur (e. cystic fibrosis, CF) er arfbundinn eingena sjúkdómur sem erfist víkjandi og er tíðni hæst í fólki af norðurevrópskum ættum. Sjúkdómurinn orsakast af stökkbreytingu í CFTR geninu sem veldur afbrigðilegum jónaflutningi yfir frumuhimnur og leiðir til óeðlilegrar seigju í seyti útkirtla. Sjúkdómsmyndin einkennist helst af vanstarfsemi briss og langvinnum öndunarfærasýkingum sem valda lungnaskemmdum og að lokum öndunarbilun, en lífslíkur sjúklinga með CF hafa þó aukist á undanförnum árum með bættri meðferð og eftirliti. Markmið rannsóknarinnar var að lýsa arfgerð og svipgerð einstaklinga með CF á Íslandi og kanna hvernig greiningu, meðferð og eftirliti er háttað. Slík rannsókn hefur ekki áður verið gerð hér á landi.

Efni og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til einstaklinga sem greindust með slímseigjusjúkdóm á Íslandi á árunum 19552020. Leitað var að upplýsingum um arfgerð, greiningu, öndunarfærasýkingar, lungnastarfsemi, næringarrástand, fylgikvilla, meðferð og eftirlit í sjúkraskrám.

Niðurstöður Alls greindust 30 einstaklingar með slímseigjusjúkdóm á árunum 19552020 og var útreiknað algengi sjúkdómsins 3,84 á 100.000 manns árið 2020. Algengustu genabreytur í íslenska hópnum voru ΔF508 (46,4%) og N1303K (44,6%). Miðgildi aldurs við greiningu á Íslandi var 4,5 mánuðir og leiddu einkenni tengd brisvanstarfsemi og meltingarfærum oftast til greiningar. Allir sem greindust með CF á tímabilinu höfðu vanstarfsemi briss. Algengasti CF meinvaldurinn sem ræktaðist úr öndunarfærum var Staphylococcus aureus og tíðni langvinnra Pseudomonas aeruginosa sýkinga var 26%. Á tímabilinu greindust átta með CF tengda sykursýki, fjórir með CF tengdan lifrarsjúkdóm, þrír með barnabiksgarnalömun og einn með allergic bronchopulmonary aspergillosis (ABPA). Meðferð virtist vera svipuð og annars staðar á Vesturlöndum, en hlutfall notkunar á innúðasterum og azithromycin var þó hærra hér á landi. Fimm af 14 í virku eftirliti höfðu hafið meðferð með CFTR modulators.

Ályktanir Slímseigjusjúkdómur er sjaldgæfur á Íslandi, en er þó fyrirferðarmikill í heilbrigðiskerfinu. Allir hinna íslensku sjúklinga höfðu alvarlega CF svipgerð, en íslenski hópurinn er óvenjulegur hvað varðar háa tíðni stökkbreytingarinnar N1303K. Lungnastarfsemi, næringarástand, tíðni langvinnra sýkinga og fylgikvilla virðist að mestu leyti sambærilegt og í öðrum vestrænum ríkjum. Hvað varðar eftirlit og skimun fyrir vissum fylgikvillum og sýkingum eru enn tækifæri til að efla þjónustuna við þennan hóp. Með nýjungum í genasértækri lyfjameðferð er búist við umtalsverðum breytingum í lífsgæðum og horfum einstaklinga með CF og má leiða að því líkum að vegna þessa verði enn mikilvægara að greina börn með sjúkdóminn snemma á ævinni.

Meðganga og fæðing flogaveikra Sigríður Margrét Þorbergsdóttir1, Ágúst Hilmarsson2, Haukur Hjaltason1,2, Þóra Steingrímsdóttir1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Taugadeild Landspítala, 3Kvennadeild Landspítala

Inngangur Meðganga flogaveikra kvenna er skilgreind sem áhættumeðganga og flogalyf eru algengustu fósturskaðandi lyfin sem konur taka á meðgöngu. Tengsl flogalyfja við meðfædda galla hafa löngum verið þekkt en minni þekking er á áhrifum nýrri flogalyfja á fóstur. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hættu á afbrigðum á meðgöngu og í fæðingu hjá flogaveikum konum á meðferð ásamt hættu á meðfæddum göllum og fleiri afbrigðum hjá nýburum þeirra. Annað markmið með rannsókninni var að varpa ljósi á það hvort lyfjameðferð hópsins væri í samræmi við ráðleggingar.

Efniviður og aðferðir Gögn um þátttakendur fengust frá Embætti landlæknis úr Fæðingaskrá og Lyfjagagnagrunni. Þátttakendur voru konur með greiningu um flogaveiki (ICD10: G40) sem fæddu barn eða börn á Íslandi á árunum 20112020 og tóku flogalyf fyrir meðgöngu. Tvö viðmið sem ekki höfðu greiningu um flogaveiki voru pöruð við hverja konu eftir aldri og bæri. Fjölburafæðingar voru útilokaðar úr rannsókninni. Reiknað var gagnlíkindahlutfall fyrir afbrigðilegar útkomur og pgildi fyrir annan samanburð á hópunum.

Niðurstöður Í rannsóknarhópi voru 107 fæðingar og í viðmiðunarhópi 202 fæðingar. Flogaveikar konur voru ekki líklegri en viðmið til þess að fæða fyrir tímann (OR: 0,86 [0,302,26]). Fæðing var frekar framkölluð hjá flogaveikum heldur en viðmiðum (OR: 2,22 [1,373,62]) og þær voru líklegri til þess að fara í valkeisaraskurð (OR: 3,13 [1,377,45]). Nýburar flogaveikra kvenna greindust frekar með meðfædda galla (OR: 1,27 [0,423,63]) og lágan Apgar (<7) við 5 mínútna aldur (OR: 1,93 [0,497,58]) heldur en nýburar viðmiðunarhóps. Notkun valpróats minnkaði marktækt á meðgöngu (p=0,01) og notkun fólats jókst marktækt (p<0,01).

Ályktanir Meðganga og fæðing flogaveikra kom vel út að mestu leyti. Auknar líkur á framköllun fæðingar og valkeisaraskurði gætu endurspeglað þörf á að stjórna því hvenær lyfjameðferð er breytt eftir meðgöngu. Vegna stórra öryggisbila er ekki hægt að fullyrða um aukna hættu á meðfæddum göllum eða lágum Apgar hjá nýburum flogaveikra. Mikilvægt er að halda áfram rannsóknum á áhrifum flogalyfja á meðgöngu, fæðingu og nýbura. Lyfjameðferð flogaveikra kvenna á Íslandi fyrir og á meðgöngu virðist að mestu vera í samræmi við gildandi ráðleggingar.

Verndun spangar í fæðingu. Breyting á tíðni alvarlegra spangaráverka eftir kennslu á handtökum við fæðingu til verndar spönginni Unnur Lára Hjálmarsdóttir1, Erna Halldórsdóttir2,, Harpa Torfadóttir2, Þóra Steingrímsdóttir1,2, Edda Sveinsdóttir2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2 Kvennadeild Landspítala

Inngangur Alvarlegir spangaráverkar af 3. og 4. gráðu þar sem hringvöðvi endaþarms rifnar í sundur að hluta eða að öllu leyti í fæðingu getur haft alvarlegar afleiðingar. Alvarlegir spangaráverkar í fæðingu eru einn helsti áhættuþáttur fyrir hægða og/ eða loftleka hjá konum. Tölfræði alvarlegra spangaráverka við fæðingu um leggöng er á alþjóðavísu einn af gæðavísum á starfsemi fæðingardeilda. Áhættuþættir fyrir alvarlega áverka á spöng eru margir þekktir en eitt af því sem hefur verið til skoðunar síðustu ár eru handtök til verndar spönginni í fæðingu og hafa rannsóknir sýnt góðan árangur af kerfisbundinni innleiðingu og þjálfun ljósmæðra og fæðingalækna í þeim handtökum. Ef hægt er að koma í veg fyrir hluta þessara áverka með kennslu og þjálfun er mikilvægt að kennsla í handtökunum verði gerð að föstu verklagi á fæðingardeild Landspítalans. Helsta markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort kennsla í handtökum til verndar spönginni við fæðingu barns hafi haft áhrif á tíðni alvarlegra spangaráverka á fæðingardeild Landspítala. Hér verður tíðni spangaráverka lýst á tímabilinu 01.11.2018 til 31.10.2019 og tímabilinu 01.01.2020 til 31.12.2020 og tíðnin borin saman fyrir og eftir kennsluátakið sem hófst 31.október 2019.

Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn ferilrannsókn og náði til allra fæðinga um leggöng á fæðingardeild Landspítala á tveimur tímabilum. Gögnin voru fengin úr Vöruhúsi gagna á Landspítala að fengnum tilskildum leyfum. Notast var við lýsandi tölfræði og fór tölfræðiúrvinnsla fram í forritinu R. Flokkabreytur voru bornar saman með kíkvaðrat prófi (χ2). Tölfræðileg marktækni var miðuð við pgildi <0,05.

Niðurstöður Fjöldi alvarlegra spangarrifa, 3. og 4. gráðu, í fæðingu um leggöng fækkaði úr 129 á fyrra tímabilinu í 78 á því seinna. Tíðnin lækkaði úr 4,76% í 2,86% (p<0,001). Tíðni alvarlegra spangaráverka hjá konum, sem fæddu sjálfkrafa, fór úr 4,05% í 2,43% (p=0,002) og tíðni alvarlegra áverka hjá konum sem fæddu með hjálp áhalda fór úr 11,28% í 6,27% (p=0,004) eftir kennsluátakið í handtökum til verndar spönginni.

Ályktanir Alvarlegum áverkum fækkaði marktækt eftir að kennsluátak í handtökum til verndar spönginni í fæðingu var innleitt á fæðingarvakt Landspítala haustið 2019. Niðurstöðurnar benda til þess að handtökin séu gagnleg til að koma í veg fyrir alvarlegra áverka á spöng í fæðingu.

Langtímaáhrif endurhæfingar á svefn vefjagigtarsjúklinga Valdís Halla Friðjónsdóttir1, Björg Þorleifsdóttir2, Marta Guðjónsdóttir2,3 1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Lífeðlisfræðistofnun, Læknadeild, Háskóli Íslands, 3Reykjalundur endurhæfingarmiðstöð

Inngangur Vefjagigt einkennist meðal annars af langvinnum og útbreiddum verkjum, þreytu og svefntruflunum. Markmið rannsóknarinnar á svefni vefjagigtarsjúklinga var þríþætt. Í fyrsta lagi að sjá hvort munur væri á ákveðnum svefnþáttum á milli vefjagigtar og samanburðarhóps á tveimur tímapunktum. Í öðru lagi að skoða hver langtímaáhrif endurhæfingar á Reykjalundi voru á svefngildi vefjagigtarsjúklinga. Í þriðja lagi að skoða tengsl svefngæða, dægurgerðar (e. chronotype) og klukkuþreytu (e. social jet lag) við vefjagigtareinkenni.

Efniviður og aðferðir Þátttakendur í rannsókninni voru 25 konur með vefjagigt og 19 heilbrigðar konur í samanburðarhópi (aldur: 46,8±8,7/48,4±9,3 ár og BMI: 31,6±5,3/29,2±4,3 kg/m2) og luku 19 vefjagigtarkonur og 15 heilbrigðar konur rannsókninni að fullu. Gerðar voru virknimælingar (e. actigraph) í viku í senn og einkenni vefjagigtar metin með FIQ spurningalista á þremur tímapunktum; við upphaf (T1), við lok (T2) og níu mánuðum eftir lok (T3) sex vikna endurhæfingar á Reykjalundi. Á T1 var spurningalistum svarað til að meta svefngæði (PSQI) og dægurgerð (MEQ). Dægurgerð var einnig reiknuð hlutlægt (MSFSC) út frá virknimælingum, ásamt klukkuþreytu á öllum tímapunktum.

Niðurstöður Á T1 varði vefjagigtarhópurinn marktækt lengri tíma í daglúra (p<0,01) og á T3 svaf sá hópur lengur (p<0,05) en samanburðarhópurinn. Næturvökutími og meðalsvefnnýtni var svipuð milli hópa á báðum tímapunktum. Klukkuþreyta minnkaði marktækt hjá vefjagigtarhópnum á milli tímapunkta (p<0,001). Hópurinn fækkaði einnig daglúrum og jók nætursvefntíma sinn en þó ekki marktækt. Fylgni var á milli vefjagigtareinkenna og svefngæða (r=0,828, p<0,001) og vefjagigtareinkenna og dægurgerðar, bæði dægurgerðar sem metin var út frá MEQ spurningalistanum (r=0,571, p<0,001) og MSFSC á T1 (r=0,357, p<0,05).

Ályktanir Mikill munur var á svefngæðum vefjagigtarsjúklinga miðað við samanburðarhóp enda sterk tengsl milli vefjagigtareinkenna og huglægs mats á svefngæðum. Þrátt fyrir það sváfu vefjagigtarsjúklingar að meðaltali lengur á næturnar en samanburðarhópurinn og vörðu lengri tíma á viku í daglúra. Langtímaáhrif endurhæfingarinnar á svefngildi fólust annars vegar í marktækri minnkun á klukkuþreytu og hins vegar á styttingu daglúra sem þó var ekki marktæk, en er vísbending um reglulegra svefnmynstur. Ekki fannst marktækur munur á dægurgerð milli hópa þó vefjagigtarsjúklingar sýndu tilhneigingu til að vera með seinkaða dægursveiflu og marktækt samband fannst á milli dægurgerðar og vefjagigtareinkenna á T1. Áhrif míturlokuhringskölkunar á lifun eftir hjartaaðgerðir. Vigdís Ólafsdóttir1, Arnar Geirsson2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Section of Cardiac Surgery, Yale School of Medicine, New Haven, Connecticut, Bandaríkín

Inngangur Þessi rannsókn leitast við að svara því hvort að míturlokuhringskölkun (MLHK) sé tengd við helstu fylgikvilla, lengd sjúkrahúsdvalar og lifun eftir opnar hjartaaðgerðir aðra en míturlokuaðgerðir.

Efniviður og aðferðir Rannsóknin er einsetra, afturskyggn rannsókn þar sem gögnum var safnað í rauntíma og innihélt 728 einstaklinga sem gengust undir opnar hjartaðagerðir, þ.e. kransæðahjáveituaðgerð (CAGB), ósæðalokuskipti (SAVR) eða CAGB samfara SAVR frá janúar 2013 til október 2019. Þýðinu var skipt upp eftir því hvort sjúklingar voru með MLHK (n=577) eða án sjúkdómsins (n=151). Meðaltal eftirfylgnitímans var 4.0 ár. Kaplan – Meier og Cox lifunargreiningar voru notaðar til þess að reikna út lifun þýðisins. Línulegri aðhvarfagreiningu var beytt til þess að reikna út lengd sjúkrahúsdvalar (LOS). Helstu fylgikvillar voru skoðaðir með því að styðjast við tvíkosta aðhvaðfagreiningu, meðaltöl og miðgildi.

Niðurstöður Kaplan – Meier (p= 0.0052) og einbreytu cox lifunargreinig (HR: 1.63 CI: 1.152 2.306, p = 0.00584) sýndu fram á að tölfræðilegur munur væri á lifun á milli hópana. Ekki greindist tölfræðilegur munur þegar fjölbreytu cox líkan var notað (p= 0.428). Sjúklingar með MLHK voru líklegri til þess að fá einn af helstu fylgikvillum aðgerðanna (17.9% á móti 14.4%). Fjölbreytu línuleg aðhvaðfagreining sýndi ekki fram á að MLHK væri sjálfstætt forspárgildi fyrir helstu fylgikvillum (OR 1.02, CI: 0.95 – 1.09, p = 0.543). Miðglidi LOS var það sama fyrir báða hópa, 6 dagar en meðaltal sýndi fram á mun 9.21 dagar (IQR: 510 dagar) fyrir MLHK sjúklinga en 7.53 dagar (IQR: 510 dagar) fyrir sjúklinga án kölkunarinnar. Ekki var tölfræðilegur munur á milli hópana m.t.t. LOS þegar fjölbreytu línulegri aðhvarfagreiningu var beytt (p=0.11).

Ályktun Ekki fundust tengsl á milli MLHK og lifunar, þar sem að munurinn á milli hópana hverfur þegar leiðrétt er fyrir blöndunarþáttum. Munurinn á milli hópana tveggja í einbreytu líkönunum, er að öllum líkindum vegna ólíkrar aldursdreyfingar hópana. Einnig eru ekki tengsl á milli Heilalömun meðal fullburða barna á Íslandi árin 1990-2017 Þóra Silja Hallsdóttir1, Solveig Sigurðardóttir2, Laufey Ýr Sigurðardóttir1,3 , Þórður Þórkelsson1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, 3Barnaspítala Hringsins

Inngangur Heilalömun nær yfir hóp hreyfiraskana sem rekja má til óframsækinna meinsemda í óþroskuðum heila fósturs eða barns. Orsakir heilalömunar eru oft óþekktar og margir áhættuþættir eru þekktir. Fylgiraskanir eru algengar og engin lækning er til við röskuninni. Markmið rannsóknarinnar var (1) að kanna nýgengi heilalömunar meðal fullburða barna árin 19902017 hér á landi, m.a. með tilliti til meðgöngulengdar, (2) að kanna gerðir og grófhreyfifærni fullburða barna með heilalömun skv. GMFCS flokkun og hvernig GMFCS flokkar dreifast eftir gerðum og orsökum heilalömunar.

Efni og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra fullburða barna (meðgöngulengd ≥37 vikur) greind með heilalömun og fædd á tímabilinu 19902017. Rannsóknarþýðið fékkst frá Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins og upplýsingar um börnin úr gagnagrunni Greiningar og ráðgjafarstöðvar ríkisins og sjúkraskrárkerfi Landspítala. Þeir einstaklingar voru útilokaðir úr rannsókninni sem fengu heilalömun vegna síðkomins áfalls sem gerðist eftir 2 ára aldur og þeir sem fæddust erlendis ef meðgöngulengd var ekki þekkt.

Niðurstöður 131 fullburða barn með heilalömun fæddist á árunum 19902017. 126 barnanna fæddust á Íslandi og því tekin með í nýgengisútreikninga. Nýgengi heilalömunar meðal fullburða barna á öllu tímabilinu var 1,09/1000 fædd börn. Nýgengið lækkaði marktækt á tímabilinu (p=0,02). Nýgengi heilalömunar meðal barna fædd eftir 3741 vikna meðgöngulengd að undanskildum börnum með heilalömun af völdum síðkomins áfalls var 0,99/1000 en 1,75/1000 meðal barna fædd eftir ≥42 vikna meðgöngulengd og var munurinn ómarktækur. 84 börn (64,1%) voru með spastíska heilalömun og 36 börn (27,5%) með ranghreyfingarlömun. Flest börnin eða 62 börn (47,3%) voru í GMFCS flokki I (gátu gengið óstudd). Dreifing GMFCS flokka var mismunandi eftir gerðum heilalömunar og orsökum. 22,1% barnanna voru með heilalömun af óþekktum orsökum. Mark

tækt hærra hlutfall barna var með erfðagalla sem orsök eða líklega orsök heilalömunar á seinna tímabilinu (20042017) en á því fyrra (19902003) (p<0,001). Einnig var marktækt lægra hlutfall barna með byggingargalla á heila á seinna tímabilinu en því fyrra (p=0,037).

Ályktanir Nýgengi heilalömunar meðal fullburða barna á Íslandi lækkaði marktækt árin 19902017. Nýgengið var ómarktækt hærra meðal barna fædd eftir ≥42 vikna meðgöngulengd en meðal barna fædd eftir 3741 vikna meðgöngulengd. Spastísk heilalömun var algengasta gerð heilalömunar og algengast var að börnin væru í GMFCS flokki I. Marktækt hærra hlutfall barna greindist með heilalömun af völdum erfðagalla á seinna tímabilinu en því fyrra sem líklega útskýrist af framförum í erfðarannsóknum.

Þróun bólgusvars í COVID-19 sjúkdómi Þóra Óskarsdóttir1 , Elías Sæbjörn Eyþórsson2 , Runólfur Pálsson1,3 , Martin Ingi Sigurðsson1,2 1Læknadeild Háskóli Íslands, 2Svæfinga- og gjörgæsludeild og 3Lyflækningasvið Landspítala

Inngangur COVID19 vegna SARSCoV2 veldur í sumum tilfellum alvarlegum einkennum sem þarfnast meðferðar á sjúkrahúsi og geta valdið dauða. Alvarlegustu form sjúkdómsins tengjast yfirdrifnu bólgusvari líkamans. Markmið þessarar rannsóknar er að lýsa myndrænt þróun lífmerkja sem tengjast bólgusvari miðað við tíma frá upphafi veikinda hjá sjúklingum sem hafa mismunandi klíníska útkomu.

Efni og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn lýsandi rannsókn sem náði til allra Íslendinga sem voru SARSCoV2 jákvæðir frá 28. febrúar til 31. desember 2020 og þurftu klínískt mat umfram símaeftirfylgd. Þátttakendum var skipt niður í þrjá hópa eftir útkomu; eingöngu koma á göngudeild, innlögn á sjúkrahús og innlögn á gjörgæslu/ andlát. Notuð voru blóðprufugögn og gögn um klínískan gang sýkingarinnar frá sjúkraskrárkerfi Landspítala. Þróun bólgusvars var borin myndrænt saman milli hópanna með skilyrtu meðaltali blóðmælinga sem fall af tíma frá upphafi einkenna, og dreifingu hæstu og lægstu gilda milli hópanna með kassariti.

Niðurstöður Alls voru 509 þátttakendur í rannsókninni. Samtals komu 308 á göngudeild (60,5%), 167 (32,8%) lögðust inn á sjúkrahús og 34 (6,7%) lögðust inn á gjörgæslu eða létust. Miðgildi aldurs var 54 ár (fjórðungsmörk 4067 ár) og meirihlutinn voru konur (n = 287, 56.4%). Miðgildi hæstu gilda hvítra blóðkorna (HBK), daufkyrninga, Cvirks próteins (CRP), prócalcitoníns (PCT), ferritíns, DDímers og blóðsökk hækkuðu með versnandi klínískri útkomu, en miðgildi lægstu gilda eitilfrumna lækkuðu með verri klínískri útkomu. HBK og daufkyrningar hækkuðu hjá öllum hópum eftir fyrstu vikuna og hækkuðu mest hjá sjúklingum sem lögðust inn á gjörgæslu eða létust. Magn eitilfrumna var frábrugðið milli einstaklinga með mismunandi útkomu á fyrstu tveimur vikunum. Blóðflögur hækkuðu eftir fyrstu vikuna hjá öllum hópum en óverulegur munur var á magni milli hópanna. CRP og ferritín hækkaði í fyrstu vikunni hjá öllum hópum og varð hækkunin meiri með versnandi klínískri útkomu. Gildi PCT, DDímers og sökks voru lítt aðgreint milli hópanna þriggja á fyrstu vikum sýkingarinnar, þó að hæstu gildi þeirra tengdust verri útkomu.

Ályktanir Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að aukið bólgusvar og mikil bólgusvörun yfir langan tíma tengist verri klínískri útkomu í COVID19. Einnig gefa niðurstöður vísbendingu um hvaða blóðprufumælingar eru gagnlegastar í klínísku mati hjá sjúklingum með COVID19.

Ofstarfsemi skjaldkirtils í börnum og unglingum á Íslandi á árunum 2001-2021 Þórbergur Atli Þórsson1, Ragnar Grímur Bjarnason1,2, Soffía Guðrún Jónasdóttir2,3 , Berglind Jónsdóttir2 1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Barnaspítala Hringsins, 3Domus Medica

Inngangur Skjaldvakaofseyting (e. thyrotoxicosis) er sjúkdómsástand sem einkennist af of miklum áhrifum skjaldkirtilshormóna í líkamanum. Algengasta ástæða þess í börnum er Graves sjúkdómur. Einkenni sem börn upplifa eru fjölbreytt og jafnan óljósari þeim er sjást í fullorðnum. Markmið rannsóknarinnar var að meta nýgengi skjaldvakaofseytingar í börnum og unglingum á Íslandi síðastliðin tuttugu ár og rannsaka hvort nýgengi hafi aukist á tímabilinu, einnig að gera grein fyrir meðferðarúrræðum og rannsaka endurkoma sjúkdómsins.

Efniviður og aðferðir Framkvæmd var afturskyggn lýsandi rannsókn. Rannsóknin náði til allra barna og unglinga sem greindust með skjaldvakaofseytingu og fengu útskrifuð lyf við því á árunum 20012021. Upplýsingar voru fengnar úr lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins og úr lista yfir ICD10 greiningar á Landspítalanum. Sjúkraskrár voru skoðaðar og upplýsingar skráðar í gagnagrunn rannsóknarinnar.

Niðurstöður 77 börn og ungmenni greindust með skjaldvakaofseytingu á árunum 20012021 og af þeim voru 55 með Graves, það jafngildir 4,6 fyrir skjaldvakaofseytingu og 3,5 fyrir Graves á hverja 100,000 einstaklinga yngri en 18 ára. Graves sjúkdómur var orsök hjá 55 einstaklingum (77,5%), Hashitoxicosa hjá 13 einstaklingum (18,3%), tveir fengu nýbura sjaldvakaofseytingu (2,8%) og einn þróaði sjúkdóminn eftir skurðaðgerð á heiladingli (1,4%). Kynjahlutfall strákar á móti stelpum í rannsóknarþýði var 1:2,8 og meðalaldur við greiningu var 13,7 ár hjá strákum en 14,2 hjá stelpum. Af sjúklingum með Graves sjúkdóm er lyfjameðferð í gangi hjá átta einstaklingum (14,5%), hjá þrettán náðist að koma á eðlilegri starfsemi með lyfjum (23,7%), fjórir fengu sjúkdómsendurkomu og eru á lyfjameðferð (7,3%), tuttugu og fimm fengu meðferð með geislavirku joði (45,5%) og fimm undirgengust skurðaðgerð (9,1%). Strákar fengu að jafnaði sjúkdómsendurkomu fyrr en stelpur. Ekki náðist að koma á eðlilegri starfsemi skjaldkirtils með lyfjameðferð hjá 36,4% sjúklinga og sjúkdómsendurkoma á tímabilinu var 25,5%.

Ályktanir Nýgengi Graves sjúkdóms jókst ekki á rannsóknartímabilinu. Sjúkdómurinn var algengari í stelpum en þó var kynjahlutfall lægra en búist var við. Skjaldkirtilsbælandi lyf var fyrsta val í meðferð. Sjúkdómsendurkoma var algeng líkt og búist var við og meðferð með geislavirku joði var algengasta varanlega meðferðarúrræði. Í framhaldi rannsóknarinnar væri hægt að kanna mögulegt samband á milli tímalengdar lyfjameðferðar og sjúkdómsendurkomu.

Grenndarbrot á lærbeini við mjaðmargervilið á Landspítala 2010-2019 Þórhallur Elí Gunnarsson1, Ásgeir Guðnason2, Maria Tsirilaki3, Halldór Jónsson jr1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Bæklunarskurðdeild og 3Myndgreiningardeild Landspítala

Inngangur Þjóðin er að eldast, öldrunarbrotum og gerviliðum að fjölga svo að grenndarbrot í lærbeini hjá fólki með mjaðmargervilið kemur líklegast til með að vera vaxandi

vandamál í framtíðinni. Lang flest þessara brota þarf að meðhöndla með skurðaðgerð og getur þá gerviliðurinn aukið flækjustig aðgerðarinnar miðað við lærbrot hjá fólki sem er án gerviliðs. Brotin eru flokkuð eftir Vancouverflokkunarkerfinu. Markmið rannsóknarinnar var að safna faraldsfræðilegum gögnum um einstaklinga með þessi brot, skoða aðgerðartækni sem er beitt á Íslandi og tengja hana við Vancouverflokkun brotsins og skoða lifun m.t.t. kyns og blóðgilda.

Efniviður og aðferðir Gerð var afturskyggn rannsókn á einstaklingum sem voru greindir með slík lærbeinsbrot og teknir til aðgerðar á Landspítala á árunum 20102019. Upplýsingar voru fengnar frá vöruhúsi gagna á Landspítala og í sjúkrarskrárkerfinu Sögu. Röntgenmyndir voru yfirfarnar, einnig af sérfræðingi til að staðfesta flokkun brots (AG, B1, B2, B3, C) og íhluti (gerviliður, plata, vírar). Tölfræðiúrvinnsla var unnin í Rstudio.

Niðurstöður Heildarfjöldi varð 148, 56 tilfelli tilheyrðu körlum og 92 konum. Meðalaldur við brot var 80.1 ár. Tíu menn dóu innan árs (17.9%) en 15 konur (16.3%); yfir heildina dóu 25 innan árs (16.9%). Vancouver flokkun brotanna skiptist þannig að 3 (2%) flokkuðust sem AG, 45 (30.4%) sem B1, 47 (31.8%) sem B2, 3(2%) sem B3 og 50 (33.8%) sem C. Þau brot sem voru meðhöndluð með nýjum gervilið án/með plötu til stuðnings voru: AG 66.6% (33.3%/33.3%), B1 28.9% (20%/8.9%), B2 72.3% (46.8%/25.5%), B3 66.6% (33.3%/33.3%), C 2% (0%/2%). Þau brot sem eftir standa voru meðhöndluð með plötu og/eða cerclage vír. Af þeim sem dóu innan árs höfðu 84% hemoglobin undir viðmiðunargildum (p = 0.057) og er það marktækt við 94% marktæknikröfu, 54.2% af þeim sem dóu höfðu kreatinin yfir viðmiðunargildum (p = 0.002).

Ályktanir U.þ.b. 15 einstaklingar koma með grenndarbrot í lærbeini við mjaðmargervilið á ári á Landspítalann. Konur eru u.þ.b. tvisvar sinnum fleiri en karlar en ekki er marktækur munur á dánartíðni milli kynjanna. Aðgerðartækni á Íslandi passar í flestum tilvikum við það sem Vancouver flokkunin mælir með og þegar það passar ekki eru útskýringar til staðar. Tengsl eru á milli lágs hemoglobins og dánartíðni innan árs og einnig hás kreatinins og dánartíðni innan árs.

Trackwell hf. Kea Hótel Landsvirkjun

GRUNDAR HEIMILIN

MÖRK

HJÚKRUNARHEIMILI

Svör við krossgátu á síðu 102.

1. Minimal change 2. Pirfenidone 3. Echinocandin 4. Lactulose 5. Horners 6. Cachexia 7. Levonorgestrel 8. Aflatoxin 9. Sacubitril 10. ReedSternberg 11.Cyclophosphamide 12. Cystic fibrosis 13. Rifampin 14. Bartholin 15. Thalidomide 16. Virchows triad 17. Toxoplasma gondii 18. Panacinar 19. Hirschsprung 20. Sildenafil

This article is from: