Frábær byrjun á íslenska golfsumrinu
GOLF Á ÍSLANDI // 1. TBL. 2020
Golf HRING
fær nýja m
1.
65 golfvelli Gleðilegt go
Golfklúbbur Mosfellsbæjar Nesklúbburinn Golfklúbbur Reykjavíkur
2.
Golfklúbbur Álftaness Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar Golfklúbburinn Setberg Golfklúbburinn Oddur
40
Golfklúbburinn Keilir 3.
Golfklúbbur Vatnleysustrandar
4.
Golfklúbbur Suðurnesja
5.
Golfklúbbur Sandgerðis
6.
Golfklúbbur Grindavíkur
7.
Golfklúbbur Þorlákshafnar
8.
Golfklúbbur Hveragerðis
9.
Golfklúbbur Selfoss
10.
Golfklúbbur Öndverðaness
11.
Golfklúbburinn Kiðjaberg
12.
Golfklúbburinn Dalbúi
13.
Golfklúbburinn Úthlíð Golfklúbburinn Tuddi
14.
Golfklúbburinn Geysir
15.
Golfklúbburinn Flúðir
34
39 41
36
42
38
Golfklúbbur Hellu
17.
Golfklúbburinn Þverá
18.
Golfklúbbur Vestmannaeyja
19.
Golfklúbburinn Vík
20. Golfklúbbur Hornafjarðar 21.
Golfklúbbur Fjarðarbyggðar
22.
Golfklúbbur Byggðarholts
23.
Golfklúbbur Norðfjarðar
24.
Golfklúbbur Seyðisfjarðar
25.
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs
37
43
44 46
45 47
48 51
Golfklúbbur Ásatúns 16.
35
52 5
4 3 6
53
2
1
50
49
12 8 10 9 7
13
11
14 15
16
17
18
@golf.is
19
Golf.is - GSÍ
#g
GURINN
merkingu í sumar
ir um land allt olfsumar!
4
27 33
29
30
golfhringurinn
Golfklúbbur Vopnafjarðar
27.
Golfklúbburinn Gljúfri
28.
Golfklúbbur Mývatnssveitar
29.
Golfklúbbur Húsavíkur
30. Golfklúbburinn Lundur
32 31
26.
26
28
31.
Golfklúbbur Akureyrar
32.
Golfklúbburinn Hamar
33.
Golfklúbbur Fjallabyggða
34. Golfklúbbur Siglufjarðar 35.
36. Golfklúbbur Skagastrandar
24
25 21
22
Golfklúbbur Sauðárkróks
23
37.
Golfklúbburinn Ós
38.
Golfklúbbur Hólmavíkur
39.
Golfklúbbur Bolungarvíkur
40. Golfklúbbur Ísafjarðar 41.
Golfklúbburinn Gláma
42.
Golfklúbbur Bíldudals
43. Golfklúbbur Patreksfjarðar 44. Golfklúbburinn Mostri
20
45.
Golfklúbburinn Vestarr
46. Golfklúbburinn Jökull 47.
Golfklúbburinn Staðarsveitar
48. Golfklúbburinn Glanni 49.
Golfklúbbur Húsafells
50. Golfklúbburin Skrifla 51.
Golfklúbbur Borganess
52.
Golfklúbburinn Leynir
53.
Golfklúbbur Brautarholts Golfklúbburinn Esja
#golficeland
12
Guðrún Brá hefur tryggt sér keppnisrétt á LET Evrópu mótaröðinni með góðum árangri á lokaúrtökumóti LET í janúar
78
Ólafía Þórunn og Axel sigruðu B59 hotel mótinu á frábærum Garðavelli
36
Það neistar í kvennastarfinu hjá Vestari í Grundarfirði
68
Allt á réttri leið í Grindavík eftir hamfaraveður í febrúar
22
Jaðarsvöllur kemur vel undan erfiðum vetri
Frábær byrjun á íslenska golfsumrinu
GOLF Á ÍSLANDI // 1. TBL. 2020
128
Sigurður J. Hallbjörnsson er nýr alþjóðlegur golfdómari
GOLF.IS Golf á Íslandi – 1. tbl. 2020 Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, brynjar@golf.is Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is Texti: Sigurður Elvar Þórólfsson, nema annað sé tekið fram. Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir. Ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson, erlendar myndir golfsupport.nl, Grímur Kolbeinsson, myndir frá einkaaðilum. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Auglýsingar: Inga Birna Ragnarsdóttir, inga@golf.is Blaðinu er dreift rafrænt á golf.is, samfélagsmiðla GSÍ og í gegnum póstfangalista GSÍ. Næsta tölublað kemur út í lok júní 2020.
6
golf.is Efnisyfirlit
REGLUVÖRÐURINN SNÝR AFTUR Í SUMAR
Kanntu golfreglurnar? Líkt og fyrri ár býður Vörður þér í spennandi netleik sem reynir á þekkingu þína á reglum golfsins. Leikurinn hefur verið endurnýjaður og golfdómarar bætt við spurningum. Skráðu þig fram fyrir röðina og þú gætir unnið glæsilega vinninga.
golf.vordur.is
Nýr golfhringur Eftir inniveru og félagslega einangrun vikum saman flykktust kylfingar út á golfvelli landsins hinn 11. apríl og léku golf undir reglum sem þeir voru engan veginn vanir og þurfa vonandi aldrei aftur að eltast við. Hinn 4. maí var unnt að leika golf við nokkuð eðlilegar aðstæður og nú hefur loksins öllum takmörkunum á golfleik verið aflétt. Við erum kylfingum afar þakklát fyrir viðtökurnar, biðlundina og virðinguna sem þeir sýndu í erfiðum og undarlegum aðstæðum undanfarnar vikur. Þrátt fyrir takmarkanir á golfleik fór golftímabilið af stað með látum. Þátttakan var framar vonum og slegist hefur verið um rástímana. Með þessu áframhaldi stefnir allt í besta golfsumar í manna minnum. Vegna ferðatakmarkana til útlanda er gott að vita til þess að íslenskum kylfingum stendur til boða að leika yfir 60 golfvelli á Íslandi, hringinn í kringum landið. Golfhringurinn mun því vonandi öðlast nýja merkingu í sumar. Í langri sögu golfíþróttarinnar hafa breytingar gerst hægt og má segja að golfíþróttin sé frekar íhaldssöm. Í ár tökumst við hins vegar á við tvær stórar breytingar og aðrar minniháttar. Annars vegar nýtt forgjafarkerfi og hins vegar nýtt hugbúnaðarkerfi. Breytingar af þessu tagi kalla á þolinmæði allra sem að þeim koma. Nýja forgjafarkerfið, World Handicap System, tók gildi í upphafi árs með sameiningu allra sex forgjafarkerfa heimsins. Að baki breytingunni liggur ómæld vinna allra stærstu og áhrifamestu aðila íþróttarinnar og hefur sameiningin krafist útsjónarsemi og umfangsmikilla rannsókna allra þeirra sem komu að verkinu. Ég vil færa öllum þeim sem komu að uppsetningu hins nýja forgjafarkerfis hér á landi bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf og hvet um leið forgjafarnefndir golfklúbbanna til að standa vaktina á meðan íslenskir kylfingar aðlagast nýjum forgjafarreglum. Ég er sannfærður um að hið nýja forgjafarkerfi muni koma til með að færa íþróttina okkar á nýtt og hærra plan og gera hana aðgengilegri fyrir komandi kynslóðir. Það er ósk mín að með tilkomu reglnanna muni íþróttin haldi áfram að færa okkur gleði í leik 8
golf.is Forseti Golfsambands Íslands
og heiðarlegri keppni, hvar sem er í veröldinni. Eftir tveggja áratuga þróun eigin hugbúnaðar ákvað golfhreyfingin að láta staðar numið. Þótt hugbúnaðurinn, sem í daglegu tali hefur verið kallaður golf.is, hafi þjónað hreyfingunni vel þá var það mat okkar að golfsambandið gæti hvorki elt þær tækninýjungar, sem ólíkir þjónustuaðilar munu bjóða upp á, né heldur kröfurnar sem notendurnir munu setja. Um allan heim eru þúsundir hugbúnaðaraðila í stöðugri þróun á nýju viðmóti og tæknimöguleikum sem GSÍ mun aldrei geta fylgt eftir í sínu kerfi. Golfsamband Íslands er ekki hugbúnaðarfyrirtæki og óhjákvæmilegt var að sambandið myndi lenda undir í þeirri þróun sem fram undan er með eigið hugbúnaðarkerfi. Að loknu fjögurra ára rannsóknarog kynningarferli tók golfhreyfingin þá sameiginlegu ákvörðun, á sérstöku aukagolfþingi hinn 11. maí 2019, að semja við danska fyrirtækið Golfbox um kaup á tölvukerfi fyrir golfhreyfinguna næstu árin. Við höfum því lagt okkar sérsmíðaða kerfi á hilluna og tekið upp staðlaðan og alþjóðlegan hugbúnað sem mun án efa reynast okkur vel í framtíðinni. Við vissum það þegar ákvörðunin var tekin að innleiðingunni myndu
fylgja margvíslegar áskoranir, enda flókið mál að skipta um hugbúnaðarkerfi sem tæplega 20 þúsund manns nota nánast daglega yfir sumartímann. Kerfið var „sett í loftið“ í mars og vonuðumst við til þess að kylfingar og klúbbar gætu nýtt tímann fram að sumri til að læra á kerfið. Því miður setti COVID-faraldurinn verulegt strik í reikninginn og því reyndist erfiðara að koma kynningar- og kennsluefni á framfæri við kylfinga. Nú er sumarið hins vegar skollið á og okkur hefur verið hent út í djúpu laugina. Með réttum sundtökum verður ekkert mál að komast að landi. Það er gaman að segja frá því að innleiðing kerfisins hefur tekist afar vel og hefur kerfið virkað sem skyldi, með örfáum undantekningum. Allir þurfa þó tíma til þess að læra á kerfið, bæði starfsfólk golfklúbbanna og kylfingarnir sjálfir. Við biðjum kylfinga því um sýna biðlund á meðan við fínstillum kerfið og þökkum fyrir þolinmæðina meðan á þessu stendur. Tímaritið Golf á Íslandi hefur nú komið út í um þrjátíu ár en að þessu sinni kemur það út með nýju sniði – rafrænu sniði. Þetta er í fyrsta skiptið sem tímaritið er eingöngu gefið út á rafrænu formi en golfsambandið hefur lengi unnið að því að færa útgáfu sína í auknum mæli yfir á rafræna miðla. Þessi útgáfa er liður í þeirri þróun og við vonum að lesendur tímaritsins taki nýbreytninni vel. Að lokum er rétt að nefna að kylfingar munu verða varir við breytingar á útliti golf.is á næstu dögum. Heimasíða golfsambandsins er einn vinsælasti vefur landsins hluta úr ári en síðan fær yfir tvær milljónir heimsókna á ári. Virknin á hinum nýja vef mun haldast óbreytt en breytingin er hluti af uppfærslu og innleiðingu vegna Golfbox. Ég vona innilega að þið kunnið að meta þær breytingar sem nýtt golfsumar ber í skauti sér og ég óska ykkur gleðilegs sumar með mikilli forgjafarlækkun og óteljandi gleðistundum á golfvellinum. Með sumarkveðju, Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands.
Tækifæri í nýju starfsumhverfi Leiðtogar þurfa að sýna frumkvæði og útsjónarsemi til að stýra sínum rekstri í gegnum núverandi og framtíðaráhrif COVID-19. Nýr veruleiki er áskorun til framtíðar. Kynntu þér hvernig KPMG getur stutt þig við að breyta áskorunum í tækifæri, á kpmg.is eða í síma 545 6000.
Hvaða efni er í tankinum?
Fara vallarstarfsmennirnir á þínum velli út með stóran úðara og úða flatir, teiga og kannski brautir? Hefur þú velt því fyrir þér hvað er í tankinum, heldur þú kannski að þetta sé eitthvað slæmt fyrir þig? Mestar líkur eru á því að efnið sem verið er að úða sé áburður. Hér á landi er notkun á plöntuvarnarefnum, sem almenningur kallar gjarnan eiturefni, í mjög litlu mæli miðað við nágrannalöndin okkar. Starfsemi sem tengist golfvöllum hér á Íslandi notar um það bil 1% af öllum virkum varnarefnum á íslandi, Íslendingar nota síðan um það bil fjórum sinnum minna af varnarefnum en sú Norðurlandaþjóð sem notar næstminnst. Á undan förnum árum höfum við í golfvallageiranum fjárfest í úðurum sem einfalda alla áburðargjöf og er þá hægt að stjórna áburðarmagninu betur.
10
golf.is Hvaða efni er í tankinum?
En af hverju er efnið stundum grænt og af hverju eruð þið að setja froðu á flötuna? Blátt litarefni er sett í tankinn til að sjá hvaða svæði starfsmaðurinn er búinn að úða. Stundum er notuð froða til að merkja svæðið sem búið er að speyja yfir. Froðan þjónar sama tilgangi og liturinn og erí raun aðeins ódýrari lausn en gefur ekki alveg jafn nákvæma útkomu.
Hólmar Freyr Christiansson Vallarstjóri/Head Greenkeeper | Golfklúbbur Reykjavíkur
Sumarið er þitt í góðu sambandi við börnin Sendu barnið út í sumarið með Nokia 3310. Einfaldur takkasími sem þarf sjaldan að hlaða, þolir hnjask og smellpassar í litla lófa. Með völdum farsímaleiðum færðu Krakkakort með endalausu tali og 1 GB á 0 kr. Þú færð síma fyrir börnin og fleiri sumarlegar vörur í verslunum Símans og á siminn.is
310
3 Nokia
9.990
siminn.is
kr.
Guðrún Brá á stóra sviðið í Evrópu
12
golf.is
E-Z-GO golfbílar og Curtis Cab hús fyrirliggjandi á lager. Einnig fyrirliggjandi á lager Curtis Cab hús á Club Car Presedent. MHG Verslun - Víkurhvarf 8 - 203 Kópavogur - Sími 544 4656 - www.mhg.is
Guðrún Brá á stóra sviðið í Evrópu
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Björgvin Sigurbergsson.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni með góðum árangri á lokaúrtökumóti LET í janúar. Úrtökumótið fór fram á La Manga golfsvæðinu á Spáni og lék Guðrún Brá hringina fimm á +3 samtals. Það skilaði henni í 17. sæti en 20 efstu fá keppnisrétt í flokki 9b á keppnistímabilinu sem nú stendur yfir á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Alls hafa fjórar íslenskar konur komist inn á LET Evrópumótaröðina. Ólöf María Jónsdóttir var sú fyrsta, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var önnur í röðinni og Valdís Þóra Jónsdóttir sú þriðja. Guðrún Brá, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi kvenna, er því
14
golf.is Guðrún Brá á stóra sviðið í Evrópu
fjórða konan frá Íslandi sem keppir á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Guðrún Brá og Valdís Þóra verða því báðar á LET Evrópumótaröðinni á tímabilinu 2020 sem hófst í lok febrúar. Ólöf María Jónsdóttir var fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að tryggja sér keppnisrétt á atvinnumótaröð í efsta styrkleikaflokki. Árið 2004 komst hún í gegnum lokaúrtökumótið fyrir LET Evrópumótaröðina. Birgir Leifur Hafþórsson var næstur í röðinni þegar hann braut ísinn hjá íslenskum karlkylfingum. Hann komst inn á Evrópumóta-
röðina árið 2006. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst inn á LET Evrópumótaröðina í kvennaflokki í lok ársins 2015 og Valdís Þóra Jónsdóttir ári síðar eða í lok ársins 2017. Ólafía Þórunn náði alla leið inn á LPGA-mótaröðina í lok ársins 2016. Hún var fyrst allra íslenskra kylfinga til þess að komast inn á sterkustu atvinnumótaröð veraldar. Guðrún Brá er eins og áður segir fjórða íslenska konan sem tryggir sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur Hafþórsson, Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús eru einu íslensku karlarnir sem hafa tryggt sér keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu sem er næststerkasta atvinnumótaröðin í Evrópu.
GLEÐILEGT GOLFSUMAR!
NETTÓ Á NETINU
- ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT HVERNIG VIRKAR NETTÓ Á NETINU? 1. Raðaðu vörunum í körfu Nú getur þú verslað hvar sem er; Með tölvunni, símanum eða spjaldtölvunni. 2. Veldu afhendingarmáta og stað Fáðu vörurnar afhentar á 90 mínútum - eða veldu annan tíma næstu 7 daga sem hentar betur.
Lægra verð – léttari innkaup
3. Þú sækir eða við sendum Þú getur sótt í verslun eða aha sendir vörurnar til þín hvort sem er heim eða í vinnuna.
Þorláksvöllur:
Gríðarleg aðsókn einkennir vorið 2020
Þorláksvöllur:
Gríðarleg aðsókn einkennir vorið 2020
Þorláksvöllur hefur á undanförnum árum skipað sér í flokk áhugaverðustu golfvalla landsins. Völlurinn er 18 holur og umhverfi hans er afar sérstakt og minnir um margt á skosku og írsku strandvellina. Völlurinn er nálægt sjó og kemur því snemma til á vorin – og er oftar en ekki tilbúinn til leiks mun fyrr en aðrir vellir á landinu.
Guðmundur Baldursson, formaður GÞ.
Vorið 2020 fer í sögubækurnar hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar hvað varðar aðsókn og áhuga kylfinga á að leika á vellinum. COVID-19 ástandið á stóran þátt í því þar sem engar golfferðir til útlanda voru í boði á þessu vori, og margir nýttu aukinn frítíma til þess að leika golf. „Aðsóknin það sem af er vorinu hefur verið gríðarlega mikil og ánægjulegt að fá allar þessar heimsóknir frá kylfingum,“ segir Guðmundur Baldursson formaður
18
golf.is Þorláksvöllur
Atvika skráninga kerfi Atvikaskráningarkerfið ATVIK gefur fyrirtækjum og sveitarfélögum skýra yfirsýn yfir stöðu öryggismála. Yfirsýnin auðveldar stærri fyrirtækjum og sveitarfélögum að gripa til forvarnaaðgerða til að stuðla að úrbótum - áður en slysin gerast. Hafðu samband við fyrirtækjaþjónustu VÍS og fáðu nánari upplýsingar um atvikaskráningakerfið ATVIK.
Taktu næsta skref í öryggis- og forvarnamálum
Þorláksvöllur:
Gríðarleg aðsókn einkennir vorið 2020
Golfklúbbs Þorlákshafnar þegar hann var inntur eftir aðsókninni á Þorláksvöll það sem af er árinu 2020. Þegar rætt var við Guðmund um miðjan maí höfðu um 4.000 vallargjöld verið greidd frá því að völlurinn opnaði inn á sumarflatir 14. apríl. „Við opnuðum aðeins seinna í ár en í fyrra og við höfum oftast náð að hafa opið yfir páskahátíðina líkt og í fyrra. Það var ekki uppi á teningnum hjá okkur í ár vegna COVID-19.
20
golf.is // Þorláksvöllur
Frá því að við opnuðum þann 14. apríl hefur aðsóknin verið mikil eins og áður segir.“ Golfklúbbur Þorlákshafnar er ekki með vinavallasamninga við félagsmenn úr öðrum klúbbum. „Við hér í GÞ höfum verið á þeirri skoðun að vinavallasamningar henti ekki. Slíkt samstarf virkar aðeins í aðra áttina. Það var tekin sú ákvörðun að vera með lágt vallargjald og það hefur svo sannarlega virkað vel,“ segir Guðmundur en vallargjaldið fyrir fullorðna er 3.200 kr.
Í fyrra var metsumar í aðsókn á Þorláksvöll og greiddu um 7.000 kylfingar vallargjöld frá apríl og fram á haustið. Eins og áður segir hafa um 4.000 vallargjöld nú þegar skilað sér í kassann hjá gjaldkera GÞ. „Umferðin á völlinn hefur aldrei verið meiri. Við getum tekið á móti 240–260 kylfingum á dag. Við höfum fengið marga daga þar sem að gestafjöldinn hefur farið yfir 200 og sá fjölmennasti var 240 kylfingar,“ sagði Guðmundur. Golfklúbbur Þorlákshafnar var stofnaður þann 22. maí árið 1997. Á þeim tíma var hægt að leika á fjórum brautum á vellinum. Þorláksvöllur varð til eftir tilraunaverkefni Landgræðslu ríkisins og bæjaryfirvalda í Þorlákshöfn sem hófst árið 1994. Verkefnið gekk út á að hefta sandfok á svæðinu og varð niðurstaðan að móta golfvöll og rækta svæðið upp. Þorláksvöllur hefur stækkað jafnt og þétt með árunum. Um síðustu aldarmót var völlurinn 9 holur og árið 2005 var völlurinn opnaður sem 18 holu völlur.
Norðurland:
Jaðarsvöllur kemur vel undan erfiðum vetri
Golfvellir á Norðurlandi koma vel undan erfiðum og löngum vetri. Nýverið opnaði Jaðarsvöllur á Akureyri fyrir almenna umferð og hefur aðsóknin verið gríðarlega mikil að sögn Steindórs Ragnarssonar framkvæmdastjóra Golfklúbbs Akureyrar. 22
golf.is Norðurland
Innréttingar í öllum stærðum og gerðum
Við aðstoðum þig við að hanna Schmidt eldhúsinnréttingu sem hentar þér og þínum þörfum. Óteljandi möguleikar í boði í hæsta gæðaflokki sem völ er á. Núna er tíminn til að gera fallegt á heimilinu og því sendum við parketsýnishorn frítt um allt land og skutlum vörum að kostnaðarlausu á stöð fyrir viðskiptavini úti á landi. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
„Þessi vetur hefur verið erfiður og langur. Snjóþungur og fer eflaust í einhverjar metabækur hvað það varðar. Við hér á Jaðarsvelli höfum unnið hart að því að koma vellinum í eins gott ástand og hægt er. Það er ekkert leyndarmál að staðan á vellinum er mun betri en veturinn gaf til kynna. Vorið hefur líka verið afar kalt og oft næturfrost Það er ljóst að sú vinna sem á sér stað yfir vetrarmánuðina á flötunum er að skila sér. Engir dauðir blettir eru á flötunum. Það eru eitthvað af teigum og brautarpörtum sem eru seinni til í ár. Það er ekkert sem mun hafa áhrif þegar við förum inn í sumarið,“ segir Steindór. Dagana 19.–21. júní verður eitt af stærstu mótum ársins haldið á Jaðarsvelli þegar Íslandsmótið í holukeppni fer þar fram. Steindór segir að Jaðarsvöllur verði klár að taka á móti bestu kylfingum landsins. Íslandsmótið í holukeppni fór síðast fram á Jaðarsvelli fyrir fimm árum eða 2015 þegar Axel Bóasson
24
golf.is // Norðurland
og Heiða Guðnadóttir stóðu uppi sem Íslandsmeistarar. „Flatirnar verða í flottu standi hjá okkur í sumar. Ég býst fastlega við að þetta golfsumar verði án efa eitt af þeim allra stærstu í golfíþróttinni hér á Íslandi. Það eru allir að spila golf og við finnum svo sannarlega fyrir þessum áhuga. Það er mikil eftirvænting hjá okkar félagsmönnum fyrir tímabilinu. Mikið af fólki að spila nú þegar og töluverð fjölgun hjá okkur í klúbbnum.
Mikið af nýjum andlitum sem er gleðilegt. Við hér hjá Golfklúbbi Akureyrar bjóðum alla kylfinga velkomna á glæsilegan Jaðarsvöll í sumar,“ sagði Steindór enn fremur.
E N N E M M / S Í A / N M - 0 0 0 74 9
Forgjöf í Básum og Grafarkoti
20% afsláttur með N1 kortinu
Taktu sveifluna alla leið í sumar N1 kortið veitir þér 20% afslátt af boltakortum í Básum og sumarkortum á Grafarkotsvelli. Sæktu um N1 kortið og kynntu þér kostina á n1.is 440 1000
n1.is
ALLA LEIÐ
Heilsa
Golfíþróttin minnkar líkurnar á stórum áföllum Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Banda ríkjunum á árunum 1989–1999 gefa til kynna að líkurnar á alvarlegum heilsufarslegum áföllum séu minni hjá þeim sem leika golf í það minnsta einu sinni í mánuði. Rannsóknin stóð yfir í áratug og í úrtakinu voru 5.900 einstaklingar 65 ára og eldri. Þeir sem tóku þátt voru rannsakaðir með sex mánaða millibili á meðan á rannsókninni stóð. Niðurstöðurnar verða notaðar til þess að koma golfíþróttinni á kortið hjá heilbrigðisyfirvöldum í Bandaríkjunum - og að hið opinbera mæli með golfi sem íþrótt sem hafi góð áhrif á heilsu þeirra sem hana stunda. Rannsóknin sýndi fram á að 8,1% kylfinga sem stunda golf einu sinni í mánuði eða oftar fá heilablóðfall. Til samanburðar eru líkurnar á heilablóðfalli 15,1% hjá sama aldurshópi sem stundar ekki golf.
Golf virðist einnig hafa jákvæð áhrif á hjartaheilsu þeirra sem stunda íþróttina. Líkurnar á hjartaáfalli eru rétt um 10% hjá þeim sem stunda golf einu sinni í mánuði eða oftar. Líkurnar eru hins vegar 24,6% hjá þeim sem stunda ekki golf. Niðurstöðurnar voru kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu um heilablóðfall sem fram fór í Bandaríkjunum. Rannsóknin var gerð í háskólanum í Missouri. Niðurstöðurnar gefa sterklega til kynna að regluleg hreyfing og samvera hjá eldra fólki dragi verulega úr líkunum á heilablóðfalli og hjartaáfalli. Því oftar sem hreyfingin er stunduð og samverustundunum fjölgar því minni líkur eru á þessum áföllum.
8,1% kylfinga
sem stunda golf einu sinni í mánuði eða oftar
fá heilablóðfall
15,1% hjá sama aldurshópi
26
golf.is // Golf á Íslandi
sem stundar ekki golf
LOTTÓ APPIÐ!
Náðu þér í happaapp þjóðarinnar! Lottó appið er þegar búið að skila mörgum og stórum vinningum til þjóðarinnar. Appið er auðvelt og þægilegt í notkun og þar er miðinn þinn öruggur hvernig sem viðrar. Náðu þér í happaappið sem allir eru að tala um! Nánar á lotto.is APPIÐ OKKAR
Konur á Íslandi
spila oftar golf en karlar Konur sem eru félagar í golfklúbbi á Íslandi spila oftar golf en karlar sem eru einnig félagsmenn í golfklúbbi. Þetta er ein af fjölmörgum áhugaverðum niðurstöðum úr þjónustukönnun Gallup sem birt var á golfþingi GSÍ í nóvember sl. Markmið rannsóknarinnar var að skoða viðhorf kylfinga til ýmissa þátta er varða golfiðkun og þróun þar á. Nær helmingur kvenna (49%) spilar þrisvar í viku eða oftar, sambærilegt hlutfall meðal karla er 41%. Á móti kemur að karlar eru mun líklegri en konur til að spila 18 holu hring. Konur fara þá frekar 9 holur. Um var að ræða netkönnun sem gerð var á tímabilinu 26. september – 13. nóvember 2019. Úrtakið var unnið úr félagaskrá, alls 5.746.
28
golf.is // Konur á Íslandi spila oftar golf en karlar
NÝTT
Voltaren Forte
2x
sterkara*
Dregur úr verkjum og bólgu í allt að 12 tíma
12
TÍMAR *Voltaren Forte er tvöfalt sterkara en Voltaren Gel. Voltaren Forte 23,2 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Aðeins til notkunar á húð. Voltaren Forte er ekki ráðlagt börnum yngri en 14 ára. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Hey - Við tökum vel á móti þér! Golfupplifun í sveitasælunni
30
golf.is
+ Akureyri
+ Birna Baldursdóttir
Íþróttafræðingur og einkaþjálfari á Akureyri
Nú er rétti tíminn til að njóta Íslands og alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Flug og bíll eða flug og gisting eru á sérkjörum í allt sumar þannig að núna er rétti tíminn til að kynnast Akureyri upp á nýtt. Golf á góðum díl Þú færð 50% afslátt af vallargjöldum á Jaðarsvelli gegn framvísun brottfararspjalds (gildir í fimm daga frá útgáfu).
Flug og gisting frá
Flug og bíll frá
29.900 kr.
28.900 kr.
í eina nótt á mann
í einn sólarhring á mann
+ Bókaðu á airicelandconnect.is
ÍSLAND
Katlavöllur á Húsavík.
Hey - Við tökum vel á móti þér! Golfupplifun í sveitasælunni
Það er eftirvænting í loftinu, golfsumarið er byrjað og margir í ferðahug. Hvað er skemmtilegra en að upplifa ævintýralega golfvelli á landsbyggðinni og á sama tíma að kynnast sveitinni á nýjan hátt? Þegar kemur að því að skipuleggja golfferð innanlands, er tilvalið að skoða úrvalið hjá Hey Íslandi því þar er að finna marga gististaði í nágrenni við golfvelli.
Frá Bárarvelli við Grundarfjörð.
32
golf.is Hey - Við tökum vel á móti þér!
Hey Ísland og Bændaferðir Ferðaþjónusta bænda hf. er ferðaskrifstofa sem byggir á áratugareynslu og þekkingu í ferðaþjónustu. Margir tengja hana við bændagistingu en hún er einmitt að stórum hluta í eigu bænda. Í dag er um þriðjungur ferðaþjónustubænda með hefðbundinn búskap. Sölusvið ferðaskrifstofunnar eru tvö, Hey Ísland og Bændaferðir. Hey Ísland sérhæfir sig í ferðalögum innanlands og býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu hjá um 160 gististöðum, afþreyingu og veitingastaði við allra hæfi um land allt. Bændaferðir bjóða upp á innihaldsríkar utanlandsferðir með íslenskri fararstjórn um allan heim. Ferðaskrifstofan er vottuð af Vakanum en áhersla er lögð á sjálfbærni og ábyrga ferðaþjónustu. Fjölbreyttir gistimöguleikar Hey Ísland er ferðaskrifstofa landsbyggðarinnar þar sem ræturnar liggja hjá fjölskyldureknum ferða-
Ekkjufellsvรถllur viรฐ Eg
lisstaรฐi.
golf.is
33
þjónustufyrirtækjum og styður hún þannig við sjálfbæra ferðaþjónustu í sveitum landsins. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi því hægt er að velja á milli gistinga í sumarhúsum, gistiheimilum og sveitahótelum. Morgunverður er víða í boði en einnig er hægt að velja gistingu með eldunaraðstöðu. Fjölbreytnin er í fyrirrúmi og því getur verið spennandi að fara á milli staða, kynnast nýju fólki og upplifa sérstöðu hvers og eins. Á vappi úti í náttúrunni Í nágrenni gististaða Hey Íslands má finna marga spennandi afþreyingarmöguleika. Margir gististaðir eru í nágrenni við golfvelli en annar skemmtilegur og ódýr valkostur er Wapp göngu appið. Í Wappinu er að finna yfir 360 styttri og lengri gönguleiðir sem eru kortlagðar og innihalda ýmsa fróðleiksmola um það svæði sem gengið er um. Hey Ísland styrkir 20 gönguleiðir í Wappinu og í nágrenni við gististaði Hey Íslands geta einnig leynst fleiri skemmtilegar gönguleiðir.
34
golf.is Hey - Við tökum vel á móti þér!
Vesturbotnsvöllur á Patreksfirði.
ÍSLAND
Hleðsla í hlaði Það fjölgar jafnt og þétt í hópi gististaða innan Hey Íslands sem bjóða upp á hleðslustöð fyrir rafbílaeigendur þar sem hægt er að hlaða bílinn yfir nótt og leggja í hann næsta dag á fullri hleðslu. Þeir sem ferðast um á rafbílum geta fundið gistingu með hleðslustöð með því að slá inn „hleðslustöð“ í leitarvélina á vefsíðu Hey Íslands.
fn í Hornafirði. Silfurnesvöllur við Hö
Íslensk bókunarvél og sérsniðin þjónusta Á vefsíðu Hey Íslands www.hey.is er að finna fjölbreytta gistingu og hugmyndir að ýmis konar afþreyingu. Upplýsingar um alla gististaði Hey Íslands er að finna á vefsíðunni og hægt að bóka beint af vefnum. Starfsfólk Hey Íslands er ávallt til þjónustu reiðubúið að koma viðskiptavinum til aðstoðar þegar sveitin kallar. Hey Ísland tekur vel á móti þér!
golf.is
35
Frumkvöðlar
kveiktu nýjan neista í Grundarfirði
Kvennastarfið í Grundarfirði byrjar sannarlega vel - hér er hópurinn sem mætti á fyrsta kynningarkvöldið.
Kvennastarfið hjá Golfklúbbnum Vestari í Grundarfirði byrjar sannarlega vel á árinu 2020. Um miðjan maí fór fram vel heppnað kynningarkvöld fyrir konur á Bárarvelli í Grundarfirði - en völlurinn þykir vera einn af áhugaverðustu 9 holu golfvöllum landsins.
36
golf.is Frumkvöðlar kveiktu nýjan neista í Grundarfirði
Anna María Reynisdóttir og golfvinkonur hennar úr Vestari höfðu frumkvæði að því að fá fleiri konur inn í starfið. Og byrjunin lofar svo sannarlega góðu. „Það kom til mín maður sem bað um aðstoð við að koma konunni sinni með sér í þessa skemmtilegu íþrótt. Þessi ágæti maður er mikill kylfingur og hann langaði að áhugamálið hans yrði sameiginlegt áhugamál hjá þeim hjónum. Ég sagði að sjálfsögðu já og sagði honum að það væri ekkert mál að bjóða henni með mér út á Bárarvöll. Þegar ég hafði sagt já fór ég að hugsa málið aðeins betur og komst að þeirri niðurstöðu að líklega væru fleiri
konur sem hefðu áhuga á að byrja í þessari stórskemmtilegu íþrótt,“ segir Anna María þegar hún er innt eftir því hvernig þetta verkefni fór af stað.
„Ég ákvað að fara aðeins lengra með þetta og auglýsti „kynningarkvöld“ fyrir konur á æfingasvæðinu okkar. Markmiðið var að kynna aðeins fyrir þeim golfið og spila síðan saman fjórar holur - fyrir þær sem vildu. Ég hef stundað blak í mörg ár hér í Grundarfirði og það hefur sýnt sig að konur vilja hafa fleiri en færri með sér í áhugamálið. Og ég fann
golf.is
37
að ég vildi yfirfæra þessa blakstemningu í golfið. Það var því ekki eftir neinu að bíða.“ Anna María segir að þegar kynningarkvöldið hafi verið auglýst þá hafi hún strax fundið fyrir miklum áhuga. „Ég hafði samband við tvær golfvinkonur og bað þær um að vera með mér í þessu ef aðsóknin færi fram úr væntingum. Það var ekki að spyrja að því að grundfirskar konur tóku þessu tilboði fagnandi. Það mættu ellefu konur sem var langt umfram væntingar mínar. Veðrið var frábært og allar aðstæður eins og best verður á kosið.“ „Þetta kynningarkvöld var mjög einfalt. Við byrjuðum að slá aðeins á æfingasvæðinu í um 30 mínútur. Síðan fórum út á okkar frábæra golfvöll. Skiptum okkur upp í þrjá ráshópa. Það var vanur kylfingur í hverjum ráshópi og við spiluðum síðan fjórar holur. Ég get ekki annað sagt en að þær sem komu hafi farið ánægðar og sáttar heim. Þær ætla að koma aftur. Ég stefni á að hafa svona kvennakvöld einu sinni í viku fram í júní. Markmiðið er að stækka kvennahópinn hjá okkur - og byrjunin lofar góðu,“ segir Anna María við golf.is
38
golf.is // Frumkvöðlar kveiktu nýjan neista í Grundarfirði
golf.is
39
Framkvæmdir hafnar við golfvöllinn í Rifi Félagar í Golfklúbbnum Jökli hófust handa við gerð nýs níu holu golfvallar í Rifi í síðustu viku. Byrjað var á að móta flatir og sá í þær. Jón Bjarki Jónatansson formaður golfklúbbsins segir í samtali við Skessuhorn, héraðsfréttablaðið á Vesturlandi, að framkvæmdir fari vel af stað. „Við erum búnir að móta þrjár flatir og verðum í því í sumar að móta flatir og sá í þær og leggja niður vökvunarkerfi vallarins. Það verður svona stóra verkefni sumarsins,“ segir Jón Bjarki í samtali við Skessuhorn. „Vökvunarkerfið er það flottasta sem til er á markaðnum, sjálfvirkt kerfi sem er stýrt í gegnum tölvu. Það verður ekki mörg ár að borga sig upp í vinnusparnaði og mikið öryggi að hafa vökvunarkerfi til að geta alltaf gripið inn í og vökvað flatir og teiga ef þarf,“ segir hann. „Síðan skemmir ekki að efnið sem fyrir er á staðnum er afar hentugt til verksins af náttúrunnar hendi. Þetta er blanda af sandi og mold sem ég held að margir vildu eiga jafn greiðan aðgang að og við þegar verið er að byggja golfvelli. Þannig að þetta lítur allt saman vel út og við hjá klúbbnum erum full tilhlökkunar fyrir þessu verkefni,“ segir Jón Bjarki. Klár fyrir stórafmælið Þegar búið er að sá í flatirnar er einangrunardúkur lagður yfir þær og landið fær að gróa þar undir og grasið að vaxa. „Það gerist nokkuð fljótt ef hitinn verður góður og við fáum gott veður í sumar, þá virkar þetta í rauninni bara eins og gróðurhús,“ segir Jón Bjarki. „Næsta sumar verður farið í að útbúa brautir og teiga. Þar er vinnulagið eins og við gerð flatanna, grasið sem fyrir er fjarlægt og síðan sáð í og vökvað,“ segir hann. Að svo búnu þarf tíminn að fá að vinna sitt verk. Jón
Rögnvaldur Ólafsson, Hjörtur Ragnarsson og Jón Bjarki Jónatansson á svæðinu sem nú er verið að breyta í golfvöll. Ljósm. Skessuhorn/Alfons Finnsson.
40
golf.is
Bjarki vonast til að geta tekið völlinn í notkun innan fárra ára. „Klúbburinn á 50 ára afmæli 2023 og markmiðið er að geta spilað á nýja vellinum eigi síðar en á afmælisárinu. Vonandi getum við tekið hann í notkun fyrr en það fer eftir tíðarfari og fleiru,“ segir Jón Bjarki. „Þetta ferli er búið að taka langan tíma og mjög jákvætt að það sé komið í gang,“ bætir hann við. Jökullinn í baksýn Nýi golfvöllurinn í Rifi er svokallaður „linksvöllur“ sem er elsta gerð golfvalla í heiminum. Af þeirri gerð voru fyrstu golfvellirnir í Skotlandi í árdaga íþróttarinnar. Hafa slíkir vellir stundum verið nefndir strandvellir á íslensku, byggðir í sendnu landi við sjávarsíðuna, með hörðum brautum og hröðum flötum. Strandvöllurinn í Rifi er í fallegu umhverfi á Breiðinni með Snæfellsjökul í baksýn. Hönnuður vallarins er Edwin Roald sem hefur hannað marga golfvelli hér á landi. „Hann er búinn að vera með okkur frá degi eitt og hefur verið okkur innan handar með hvaðeina. Við fengum hann til okkar áður en nokkuð var ákveðið til að athuga hvort þetta væri yfirleitt mögulegt. Honum leist strax vel á þennan stað. Jökullinn verður í baksýn og þetta verður mjög fallegt,“ segir Jón Bjarki að endingu.
REGLUVÖRÐURINN SNÝR AFTUR Í SUMAR
Kanntu golfreglurnar? Líkt og fyrri ár býður Vörður þér í spennandi netleik sem reynir á þekkingu þína á reglum golfsins. Leikurinn hefur verið endurnýjaður og golfdómarar bætt við spurningum. Skráðu þig fram fyrir röðina og þú gætir unnið glæsilega vinninga.
golf.vordur.is
Hvað á ég að gera?
– Svörin við stóru nýliðaspurningunum Það eru ýmsar óskrifaðar reglur og hefðir í golfíþróttinni sem lærast smátt og smátt eftir því sem oftar er leikið. Vanir kylfingar eru allir af vilja gerðir að aðstoða þá sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í golfveröldina. Hér eru svörin við mikilvægum spurningum sem nýliðar velta oft fyrir sér áður en þeir fara í golf. Hver byrjar? Áður en byrjað er á fyrsta teig er vaninn að henda upp tíi til þess að ákveða hver slær fyrsta höggið. Á öðrum teig slær fyrstur sá kylfingur sem var á fæstum höggum á fyrstu braut. Ef skorið er jafnt breytist röðin ekki. Hins vegar er besta reglan að koma sér saman um það í upphafi að sá sem er tilbúinn að slá teighöggið slái fyrstur. Það sparar tíma og flýtir leik. Hvenær á ég að slá? Eftir teighöggið á sá sem er lengst frá holunni að slá fyrstur. Það kemur fyrir að sami kylfingur slær nokkur högg áður en röðin kemur að þeim næsta. Hins vegar er ekkert að því að slá á milli högga hjá öðrum ef sá kylfingur er tilbúinn og lætur meðspilara sína vita að hann ætli að slá. Það flýtir leik og er til fyrirmyndar.
42
golf.is Hvað á ég að gera?
Hvar á ég að standa þegar aðrir slá? Til hliðar og aðeins fyrir aftan viðkomandi. Og að sjálfsögðu það langt frá að engin hætta sé á því að þú fáir kylfuna í þig. Það þarf að gæta þess að skugginn af þér trufli ekki sjónlínuna hjá þeim sem er að slá og allar óþarfa hreyfingar eða hljóð geta truflað. Hvert má ég fara með golfkerruna? Í rauninni út um allt nema inn á teiga, flatir og ofan í glompur. Margir vellir eru með leiðbeiningar um gönguleiðir fyrir kylfinga og vernda þar með viðkvæm svæði. Hafðu í huga hvar næsti teigur er þegar þú gengur inn á flötina og leggðu kerrunni með hliðsjón af því. Það flýtir leik. Ef þú ert með burðarpoka þá gilda sömu reglur en það er í lagi að taka pokann með inn á teiga.
Tækifæri í nýju starfsumhverfi Leiðtogar þurfa að sýna frumkvæði og útsjónarsemi til að stýra sínum rekstri í gegnum núverandi og framtíðaráhrif COVID-19. Nýr veruleiki er áskorun til framtíðar. Kynntu þér hvernig KPMG getur stutt þig við að breyta áskorunum í tækifæri, á kpmg.is eða í síma 545 6000.
ÖLL BESTU MERKIN Í GOLFINU...
Hvar á ég að leggja kerrunni þegar ég pútta? Við hliðina á flötinni og nálægt göngustígnum að næsta teig. Þú flýtir leik með þessum hætti og þarft ekki að ganga til baka til þess að ná í kerruna eftir að hafa lokið við holuna. Hvernig týni ég ekki boltanum? Horfðu vel á eftir boltanum ef hann fer inn í hátt gras eða torfæru. Finndu eitthvert kennileiti sem gæti leitt þig í rétta átt að boltanum. Golfboltar eru litlir og getur verið erfitt að finna þá eftir slæmt högg. Hvernig á ég að umgangast golfvöllinn? Kylfur skilja oft eftir sig kylfuför og það er nauðsynlegt að setja torfuna aftur á sama stað. Það fer reyndar eftir því hvar í heiminum maður er staddur en á Íslandi er nauðsynlegt að setja torfið á sinn stað. Á flötunum er mikilvægt að laga boltaför með flatargafli. Teigar eru
Bíldshöfði 9, 110 Reykjavík | verslun@orninngolf.is | Sími 577 2525
44
golf.is Hvað á ég að gera?
Sumarið er þitt í góðu sambandi við börnin Sendu barnið út í sumarið með Nokia 3310. Einfaldur takkasími sem þarf sjaldan að hlaða, þolir hnjask og smellpassar í litla lófa. Með völdum farsímaleiðum færðu Krakkakort með endalausu tali og 1 GB á 0 kr. Þú færð síma fyrir börnin og fleiri sumarlegar vörur í verslunum Símans og á siminn.is
310
3 Nokia
9.990
siminn.is
kr.
viðkvæmir og þá sérstaklega á par 3 holum. Það er ágæt regla að taka æfingasveiflur fyrir utan teiginn á par 3 holum. Hvað geri ég í glompunni? Ef kylfan snertir sandinn áður en þú slærð telst það sem eitt högg. Ekki taka æfingasveiflu í glompunni og ekki leggja kylfuna í sandinn áður en þú slærð. Eftir höggið er gríðarlega mikilvægt að raka förin eftir fætur og kylfu í glompunni og ganga þannig frá að þú gætir viljað slá á þessum stað á ný. Hvar á ég að standa þegar aðrir pútta? Þar sem þú truflar ekki. Það er að ýmsu að hyggja. Ekki standa beint fyrir aftan kylfinginn eða í púttlínunni fyrir aftan holuna. Það er bannað. Það þarf að gæta þess að stíga ekki í púttlínuna hjá öðrum. Ef sólin skín þá gæti skugginn af þér verið í púttlínunni og þá þarftu að færa þig. Það er í góðu lagi að undirbúa sitt pútt á meðan aðrir gera. Gættu þess að standa kyrr þegar aðrir pútta en það flýtir leik að vera tilbúinn þegar röðin kemur að þér. 46
golf.is Hvað á ég að gera?
Hvenær á ég að merkja boltann á flötinni? Ef boltinn þinn er í púttlínu hjá öðrum á flötinni þarf að merkja boltann og taka hann upp. Ef merkið er enn fyrir þarf að færa það til hliðar og nota púttershausinn til þess að ákveða hversu langt merkið er fært. Það má færa það eins oft til hliðar og þörf er á. En gættu þess að færa það til baka á nákvæmlega sama stað áður en þú púttar. Hvað á ég að gera við flaggið? Það er í lagi að pútta eða slá boltanum í flaggstöngina – og margir telja að það flýti leik að hafa flaggstöngina sem oftast í þegar við leikum boltanum á flötinni. Þegar þú leggur flaggið niður gættu þess að það sé nógu langt frá og og engin hætta sé á því að aðrir pútti í flaggið. Ekki leggja það niður beint fyrir aftan holuna.
E-Z-GO golfbílar og Curtis Cab hús fyrirliggjandi á lager. Einnig fyrirliggjandi á lager Curtis Cab hús á Club Car Presedent. MHG Verslun - Víkurhvarf 8 - 203 Kópavogur - Sími 544 4656 - www.mhg.is
Sterk staða afreksmála þrátt fyrir óvissutíma
Helstu mót áhugamanna má finna hér að neðan:
48
Breska áhugamannamótið (stúlkur)
11.–15. ágúst
England
Breska áhugamannamótið (piltar)
11.–16. ágúst
England
Breska áhugamannamótið (konur)
25.–29. ágúst
Skotland
Breska áhugamannamótið (karlar)
25.–30. ágúst
England
European Young Masters
27.–29. ágúst
Tékkland
Evrópumót einstakl. karla
2.–5. september
Frakkland
Evrópumót einstakl. kvenna
Óstaðfest
Finnland
Evrópumót liða karla
9.–12. september
Holland
Evrópumót liða kvenna
9.–12. september
Svíþjóð
Evrópumót liða stúlkna
23.–26. september
Slóvakía
Evrópumót liða pilta
20.–23. október
Spánn
Heimsmeistaramót karla og kvenna
Aflýst
Singapúr
golf.is // Sterk staða afreksmála þrátt fyrir óvissutíma
GLEÐILEGT GOLFSUMAR!
NETTÓ Á NETINU
- ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT HVERNIG VIRKAR NETTÓ Á NETINU? 1. Raðaðu vörunum í körfu Nú getur þú verslað hvar sem er; Með tölvunni, símanum eða spjaldtölvunni. 2. Veldu afhendingarmáta og stað Fáðu vörurnar afhentar á 90 mínútum - eða veldu annan tíma næstu 7 daga sem hentar betur.
Lægra verð – léttari innkaup
3. Þú sækir eða við sendum Þú getur sótt í verslun eða aha sendir vörurnar til þín hvort sem er heim eða í vinnuna.
Sterk staða afreksmála þrátt fyrir óvissutíma
Kórónuveirufaraldurinn hefur sem betur fer haft takmörkuð áhrif á mótahald á Íslandi sem er fagnaðarefni sérstaklega samanborið við það ástandið víða annars staðar. Staða alþjóðlegra atvinnu- og áhugamannamóta hefur tekið miklum breytingum frá fyrstu drögum og mörgum mótum hefur verið frestað eða aflýst. Þær mótaraðir sem atvinnukylfingar okkar leika á munu fara aftur af stað í júlí og það stefnir í þétta dagskrá út tímabilið þar sem mót eru haldin í hverri viku. Evrópska golfsambandið og R&A hafa nýlega uppfært sína mótaskrá fyrir árið 2020 og það stefnir í þétta dagskrá fyrir okkar afrekskylfinga erlendis frá og með ágúst. Einu stærsta verkefni ársins, heimsmeistaramótinu, sem fyrst átti að fara fram í Hong Kong og síðar í Singapúr í október, hefur því miður verið aflýst. Einnig hefur Evrópumóti golfklúbba verið aflýst og Ólympíuleikunum vissulega frestað fram á næsta ár. Evrópumót liða verða skipuð 4 kylfingum frá hverju landi í stað 6 og öll lið fá þátttökurétt í efstu deild í ár. Þó verður horft til árangurs 2019 fyrir mótin 2021. Það þýðir að engin lið munu falla í ár og þá jafnframt að á næsta ári munu karlalið, kvennalið og stúlknalið Íslands leika í efstu deild en piltaliðið leikur í 2. deild.
Afreksnefnd og afreksþjálfarar GSÍ fylgjast vel með þróun mála og vinna að því að endurskoða mótaáherslur jafnt og þétt. Óvissan er býsna mikil en staða afreksmála er þó sterk. Það stefnir í afturhlaðið tímabil hjá okkar bestu kylfingum en á móti skapast önnur tækifæri, til að mynda aukinn æfingatími með þjálfurum og þétt mótadagskrá á Íslandi þar sem allir okkar sterkustu kylfingar munu keppa innbyrðis. Það mun klárlega styðja vel við uppbyggingu yngri afrekskylfinga sem að öllu jöfnu hafa fá tækifæri til að keppa á móti okkar frábæru atvinnukylfingum. Ólafur Björn Loftsson - aðstoðarafreksstjóri GSÍ
50
golf.is Sterk staða afreksmála þrátt fyrir óvissutíma
Atvika skráninga kerfi Atvikaskráningarkerfið ATVIK gefur fyrirtækjum og sveitarfélögum skýra yfirsýn yfir stöðu öryggismála. Yfirsýnin auðveldar stærri fyrirtækjum og sveitarfélögum að gripa til forvarnaaðgerða til að stuðla að úrbótum - áður en slysin gerast. Hafðu samband við fyrirtækjaþjónustu VÍS og fáðu nánari upplýsingar um atvikaskráningakerfið ATVIK.
Taktu næsta skref í öryggis- og forvarnamálum
Darren Farley
golfvallarstjóri ársins 2019
Aðalfundur SÍGÍ var haldinn 28. febrúar síðastliðinn og var Darren Farley vallarstjóri Grafarholts valinn golfvallarstjóri ársins 2019. Vallarstjórar ársins eru kosnir af félögum SÍGÍ og var Sigmundur Pétur Ástþórsson hjá FH var valinn knattspyrnuvallarstjóri ársins.
Farley er fæddur árið 1972 í Wales. Hann hefur mikla reynslu úr faginu. Hann starfaði við golfvelli í aldarfjórðung á Bretlandseyjum áður en hann kom til Íslands. Hann hefur starfað hjá Golfklúbbi Reykjavíkur um árabil. Farley starfaði í tæp þrjú ár á Korpúlfsstaðavelli áður en hann fékk starf sem vallarstjóri á Grafarholtsvelli árið 2017. SÍGÍ eru samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi sem stuðla að fagmennsku hjá félagsmönnum sínum og sjá þeim fyrir sem bestum upplýsingum til að auðvelda þeim starf þeirra á golf- og íþróttavöllum á Íslandi. Markmið SÍGÍ eru að viðhalda og bæta gæði golf- og íþróttavalla hérlendis. Vallarstjórar ársins voru fyrst valdir af SÍGÍ árið 2012.
52
golf.is Golf á Íslandi
Frá vinstri: Darren Farley og Sigmundur Pétur Ástþórsson. Mynd/SÍGÍ
Vallarstjórar ársins frá upphafi: 2019 2018 2017 2016 2015 2014 2013 2012
Darren Farley
Grafarholt
Sigmundur Pétur Ástþórsson
Kaplakrikavöllur
Ellert Þórarinsson
Brautarholt
Magnús Valur Böðvarsson
Kópavogsvöllur
Bjarni Þór Hannesson
Keilir
Kristinn V. Jóhannsson
Laugardalsvöllur
Ellert Þórarinsson
Brautarholt
Sigmundur Pétur Ástþórsson
Kaplakrikavöllur
Tryggvi Ölver Gunnarsson
Oddur
Þórdís Rakel Hansen
Selfossvöllur
Bjarni Hannesson
Keilir
Krisinn V. Jóhannsson
Laugardalsvöllur
Ágúst Jensson
Korpa
Kristinn V. Jóhannsson
Laugardalsvöllur
Daníel Harley
Keilir
Kristinn V. Jóhannsson
Laugardalsvöllur
Þekkir þú völlinn? Á Íslandi eru rúmlega 60 golfvellir. Þessi mynd er frá skemmtilegum golfvelli sem margir hafa leikið. Spurningin er: Frá hvaða velli er þessi mynd?
54
golf.is
Rétt svar: Garðavöllur á Akranesi, Golfklúbburinn Leynir, 6. flöt (Díkið).
PGA golfkennsla
Kennslumyndbönd frá PGA kennaranemum PGA golfkennarskólinn á Íslandi hefur aldrei verið með eins marga nemendur og nú. Alls hófu 19 nemendur nám haustið 2018 en um er að ræða þriggja ára nám sem lýkur vorið 2021. Kennsluefnið í náminu á Íslandi var aðlagað að nýju kerfi (European Education Level System). Það kerfi var nokkur ár í þróun hjá PGA í Evrópu. Námið byggist á þremur þáttum. • Kennsla og þjálfun (Teaching and Coaching) • Golfleikurinn (The Game) • Iðnaðurinn (The Industry) PGA er alþjóðlegt vörumerki sem stendur fyrir Professional Golfers Association. Námið sem PGA golfkennaraskólinn á Íslandi býður upp á er viðurkennt af PGA í Evrópu og gefur alþjóðleg réttindi. Nemendur PGA golfkennaraskólans hafa á undanförnum vikum birt myndbönd þar sem þeir gefa kylfingum á öllum aldri góð ráð. Myndböndin eru hluti af lokaverkefni vorannar 2020.
56
golf.is // PGA golfkennsla
Myndböndin eru hér á næstu síðum tímaritsins.
Innréttingar í öllum stærðum og gerðum
Við aðstoðum þig við að hanna Schmidt eldhúsinnréttingu sem hentar þér og þínum þörfum. Óteljandi möguleikar í boði í hæsta gæðaflokki sem völ er á. Núna er tíminn til að gera fallegt á heimilinu og því sendum við parketsýnishorn frítt um allt land og skutlum vörum að kostnaðarlausu á stöð fyrir viðskiptavini úti á landi. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
PGA á Íslandi
Upphitun og styrktarþjálfun kylfinga Í sumar ætla PGA golfkennaranemar að bjóða upp á stutt fræðslumyndbönd fyrir áhugasama kylfinga. Farið verður í sjö mismunandi þætti: Upphitunar- og styrktaræfingar, kylfuval, pútt – vipp, hugarþjálfun, golfreglur, pitch-högg og leikskipulag. Myndband 1:
Upphitun og styrktarþjálfun kylfinga
Smelltu á myndskeiðið til að horfa Grétar Eiríksson, íþróttafræðingur og PGA kennaranemi, og Írena Óskarsdóttir, íþróttafræðingur og PGA kennaranemi, sýna hér tíu upphitunar- og styrktaræfingar sem kylfingar geta gert heima hjá sér eða hvar sem er.
58
golf.is PGA golfkennsla
E N N E M M / S Í A / N M - 0 0 0 74 9
Forgjöf í Básum og Grafarkoti
20% afsláttur með N1 kortinu
Taktu sveifluna alla leið í sumar N1 kortið veitir þér 20% afslátt af boltakortum í Básum og sumarkortum á Grafarkotsvelli. Sæktu um N1 kortið og kynntu þér kostina á n1.is 440 1000
n1.is
ALLA LEIÐ
PGA á Íslandi
Hugarfar kylfinga Í sumar ætla PGA golfkennaranemar að bjóða upp á stutt fræðslumyndbönd fyrir áhugasama kylfinga. Farið verður í sjö mismunandi þætti: Upphitunar- og styrktaræfingar, kylfuval, pútt – vipp, hugarþjálfun, golfreglur, pitch-högg og leikskipulag. Myndband 2:
Hugarþjálfun kylfinga
Smelltu á myndskeiðið til að horfa Guðjón Daníelsson og Steinn Baugur Gunnarsson fjalla mikilvæga þætti sem tengjast hugarfari kylfinga.
60
golf.is PGA golfkennsla
LOTTÓ APPIÐ!
Náðu þér í happaapp þjóðarinnar! Lottó appið er þegar búið að skila mörgum og stórum vinningum til þjóðarinnar. Appið er auðvelt og þægilegt í notkun og þar er miðinn þinn öruggur hvernig sem viðrar. Náðu þér í happaappið sem allir eru að tala um! Nánar á lotto.is APPIÐ OKKAR
PGA á Íslandi
Góð ráð fyrir byrjendur í golfi Í sumar ætla PGA golfkennaranemar að bjóða upp á stutt fræðslumyndbönd fyrir áhugasama kylfinga.
Farið verður í sjö mismunandi þætti: Upphitunar- og styrktaræfingar, kylfuval, pútt – vipp, hugarþjálfun, golfreglur, pitch-högg og leikskipulag. Myndband 3:
Að byrja í golfi ...
Smelltu á myndskeiðið til að horfa Margeir Vilhjálmsson og Jón Andri Finnsson fjalla um ýmis gagnleg atriði sem gætu nýst byrjendum í golfi. 62
golf.is PGA golfkennsla
NÝTT
Voltaren Forte
2x
sterkara*
Dregur úr verkjum og bólgu í allt að 12 tíma
12
TÍMAR *Voltaren Forte er tvöfalt sterkara en Voltaren Gel. Voltaren Forte 23,2 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Aðeins til notkunar á húð. Voltaren Forte er ekki ráðlagt börnum yngri en 14 ára. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
PGA á Íslandi
Góð ráð varðandi kylfuval Í sumar ætla PGA golfkennaranemar að bjóða upp á stutt fræðslumyndbönd fyrir áhugasama kylfinga. Farið verður í sjö mismunandi þætti: Upphitunar- og styrktaræfingar, kylfuval, pútt – vipp, hugarþjálfun, golfreglur, pitch-högg og leikskipulag. Myndband 4:
Fittaður eða fá... Hér fjalla helstu golfkylfusérfræðingar landsins, Rafn Stefán Rafnsson og Birgir Björnsson, um ,,fitting“ eða rétt kylfuval.
ÖLL BESTU MERKIN Í GOLFINU... Bíldshöfði 9, 110 Reykjavík | verslun@orninngolf.is | Sími 577 2525
Smelltu á myndskeiðið til að horfa 64
golf.is PGA golfkennsla
+ Akureyri
+ Birna Baldursdóttir
Íþróttafræðingur og einkaþjálfari á Akureyri
Nú er rétti tíminn til að njóta Íslands og alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Flug og bíll eða flug og gisting eru á sérkjörum í allt sumar þannig að núna er rétti tíminn til að kynnast Akureyri upp á nýtt. Golf á góðum díl Þú færð 50% afslátt af vallargjöldum á Jaðarsvelli gegn framvísun brottfararspjalds (gildir í fimm daga frá útgáfu).
Flug og gisting frá
Flug og bíll frá
29.900 kr.
28.900 kr.
í eina nótt á mann
í einn sólarhring á mann
+ Bókaðu á airicelandconnect.is
Gríðarleg breyting á Húsatóftavelli í Grindavík eftir hamfarir í febrúar
68
golf.is
Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur.
golf.is
69
Hér má sjá hvernig staðan var á 15. braut vallarins eftir hamfaraveðrið. Mynd/GG.
Veðrið sem gekk hérna yfir aðfaranótt 14. febrúar var engu líkt. Þeir sem hafa búið hér í marga áratugi hafa aldrei upplifað slíkt áður ...
„Það er nánast búið að hreinsa allt það sem kom upp á land í hamfaraveðrinu sem gekk hér yfir aðfaranótt 14. febrúar. Húsatóftavöllur kemur því vel undan þessu öllu saman þótt útlitið hafi ekki verið gott um tíma,“ segir Helgi Dan Steinsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur við golf.is. Helgi Dan tók við starfinu 1. febrúar á þessu ári og hann hefur svo sannarlega þurft að taka til hendinni ásamt klúbbfélögum í GG við að hreinsa upp gríðarlegt magn af grjóti og öðru lauslegu sem flæddi inn á völlinn í febrúar. „Ég giska á að þetta hafi verið um 50 tonn sem við höfum fjarlægt og sópað upp frá þessum tíma. Við höfum fengið ómetanlega aðstoð frá sjálfboðaliðum GG og að sjálfsögðu Grindavíkurbæ – sem stendur þétt við bakið á klúbbnum í þessu verkefni,“ segir Helgi í heimsókn tímaritsins golf.is í upphafi golftímabilsins í lok apríl sl. „Hamfaraveður í febrúar“ „Veðrið sem gekk hérna yfir aðfaranótt 14. febrúar var engu líkt. Þeir sem hafa búið hér í marga áratugi hafa aldrei upplifað slíkt áður. Sem dæmi um aflið sem gekk hér yfir má nefna að steinhús hér vestast á vellinum sem hafði staðið allt frá árinu 1920 fór á hliðina og eyðilagðist. Sem betur fer voru skemmdir á vellinum ekki miklar. Nýja flötin á 15. braut fékk aðeins að kenna á því þegar stórir steinar fóru inn á flötina. Við náum að laga hana á einfaldan hátt og hún verður klár þegar allt verður komið á fullt hérna.“
70
golf.is Gríðarleg breyting á Húsatóftavelli í Grindavík eftir hamfarir í febrúar
Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á Húsatóftavelli og tvær nýjar golfbrautir hafa verið teknar í notkun ásamt nýjum flötum á 17. og 10. braut. „Það tekur tíma fyrir þessi nýju svæði að gróa almennilega en þetta þokast allt í rétta átt. Ég er ánægður með viðhorfið hjá okkar gestum og klúbbfélögum varðandi þessar breytingar. Þetta tekur allt tíma að komast í toppstand.“ Helgi segir að þær breytingar sem fylgja nýjum flötum á 17. og 10. braut geri völlinn áhugaverðari og meira krefjandi. „Sérstaklega á 17. braut, en nýja flötin gjörbreytir henni í alla staði. Það eru tjarnir fyrir framan og til hliðar við flötina, og miðað við ríkjandi vindátt hér á svæðinu er oftast slegið upp í vindinn í innáhögginu. Kylfingar eru því oft að slá 120–150 metra högg inn á flötina – og það er ansi krefjandi að lenda boltanum á réttum stað af því færi. Einnig verður 10. flötin skemmtileg áskorun. Svæðið í kringum flötina er krefjandi og breytingin gerir mikið fyrir þessa holu.“ Bætt aðstaða lykilatriði Aðstaðan fyrir kylfinga er góð í Grindavík en að mati Helga þarf klúbburinn að fá aðstöðu fyrir vélaflota GG sem gæti einnig nýst sem æfingaaðstaða yfir vetrartímann.
Hress og fjölmennur hópur nýliða á námskeiði í Grindavík í maí s.l. „Það vantar meira pláss fyrir vélarnar hjá okkur. Við komum þeim fyrir með lagni í þessu litla rými hér í kjallara klúbbhússins. En þegar allt er komið inn í hús er ekkert hægt að athafna sig á því svæði. Við fengum gám að láni í vor til þess að keyra vélar sem voru klárar fyrir sumarið í tímabundna geymslu. Þá losnaði aðeins um rými í vélageymslunni til þess að vinna við vélarnar.“
Mikil fjölgun félagsmanna „Við settum okkur það markmið að fá 40 nýliða á ári í klúbbinn næstu þrjú árin. Það hefur gengið mjög vel og nú þegar eru um 50 nýliðar komnir. Það voru 150 félagar í GG og þeir eru því komnir yfir 200. Markmiðið á næstu þremur árum er að vera með 250 klúbbfélaga. Mér finnst vera góð stemning fyrir golfi í Grindavík, mikil vakning hjá bæjarbúum og það er okkar verkefni að koma til móts við þetta fólk.“ Helgi Dan hefur stundað golfíþróttina frá því hann var barn á Akranesi. Hann á langan feril að baki sem afrekskylfingur og hefur m.a. leikið fyrir Íslands hönd í landsliði. Helgi er menntaður sem húsasmiður og PGA golfkennari. Hann hafði ekki leitt hugann að því að taka að sér slíkt starf en tilviljanir réðu því að hann tók að sér starfið hjá GG. „Ég var svo sem ekkert að hugsa um þetta starf. Ég var í góðri vinnu og golf var bara áhugamálið mitt. Þegar Golfklúbbur Grindavíkur hafði samband og spurði hvort ég hefði áhuga á að taka þetta verkefni að mér fór ég aðeins að hugsa um þetta. Ég komst
Hér má sjá hvernig sjórinn gekk yfir 17. brautina eftir hamfaraveðrið í febrúar s.l. Efri myndin var tekin í lok apríl frá sama stað. golf.is
71
að þeirri niðurstöðu að það væri spennandi að blanda saman vinnu og áhugamáli. Starfið er fjölbreytt, ég er í daglegum rekstri sem framkvæmdastjóri, ég er úti á velli að slá og gera alls konar þegar þess þarf og ég er einnig í golfkennslu fyrir kylfinga á öllum aldri. Mér finnst þetta stórskemmtilegt og spennandi verkefni. Það hafa aðrir klúbbar farið þessa leið að sameina mörg verkefni á einn starfsmann. Hlynur Geir Hjartarson á Selfossi hefur gert þetta í mörg ár með góðum árangri.“ „Fyrstu vikurnar í nýja starfinu voru eftirminnilegar. Í febrúar gekk hér yfir risajarðskjálftahrina – ég var hér í klúbbhúsinu þegar stór skjálfti gekk yfir. Ég hélt að vörubíll hefði keyrt á húsið, svo mikill var krafturinn í skjálftanum. Nokkrum dögum síðar gekk þetta hamfaraveður yfir og svo kom COVID-19 faraldurinn í kjölfarið. Ég beið bara eftir því að það kæmi eldgos upp úr miðjum vellinum,“ segir Helgi í léttum tón.
72
golf.is Gríðarleg breyting á Húsatóftavelli í Grindavík eftir hamfarir í febrúar
Sterkur og samheldinn hópur Golfmenningin í Grindavík er góð að mati Helga. „Hér er sterkur og samheldinn hópur. Karlar hafa verið í miklum meirihluta en kvennastarfið er að eflast hjá okkur. Markmiðið er að gera enn betur á því sviði og fá fleiri konur í klúbbinn. Það sem hefur verið helsta vandamálið hér að undanförnu er að kenna okkar fólki að bóka sig með góðum fyrirvara í rástíma. Það er mikil aðsókn að vellinum og margir hér eru vanir því að mæta bara á svæðið og fara út á völl. Það er ekki hægt eins og aðsóknin hefur verið að undanförnu. Að mínu mati er það kraftaverk að hér sé 18 holu golfvöllur í þessum gæðaflokki. Félagsmenn hafa unnið þrekvirki að koma upp þessum velli og þeirri aðstöðu sem er hér til staðar. Þar hafa Grindavíkurbær, Bláa lónið og mörg önnur fyrirtæki stutt vel við bakið á klúbbnum. Hins vegar bráðvantar aðstöðu fyrir vélar og fyrir golfkennslu hér á svæðinu. Ég er handviss um að við getum tvöfaldað stærð klúbbsins með góðri inniaðstöðu hér á svæðinu. Það væri frábært að fá 500–600 fermetra hús sem gæti nýst sem vélageymsla og einnig sem svæði fyrir æfingar og kennslu yfir vetrartímann. Klúbburinn er vissulega með aðstöðu við knattspyrnuhúsið – og það er í sjálfu sér fín aðstaða. En ef við horfum til lengri tíma þá þarf að hugsa þetta enn stærra og byggja hús sem myndi gjörbreyta aðstöðunni fyrir GG. Í vor var hafist handa við að gera göng fyrir kylfinga undir veginn sem liggur þvert í gegnum Húsatóftavöll. Framkvæmdin er
mikið öryggismál fyrir kylfinga á vellinum að sögn Helga. „Það er mjög oft mikil umferð á þessum vegi sem er þjóðvegur. Kylfingar hafa þurft að ganga yfir veginn í tvígang á 18 holu hring. Það verður mikil bót að fá undirgöngin og öryggi kylfinga verður mun meira fyrir vikið.“ Sjálfboðaliðar GG eru ómetanlegir Helgi Dan segir að öflugur hópur sjálfboðaliða hjá GG sé gríðarlegur styrkur fyrir innra starf klúbbsins. „Ég er afar þakklátur fyrir öfluga sjálfboðaliða klúbbsins. Það eru margir sem hafa lagt hönd á plóginn í gegnum árin. Í vor hef ég fengið mikla aðstoð frá Atla Kolbeini Atlasyni. Hann er bifvélavirki og matreiðslumaður. Það var smá stopp hjá honum í vinnunni sem matreiðslumaður vegna COVID-19 og hann tók sig til og mætti bara í vélageymsluna hjá okkur til að græja vélarnar fyrir sumarið. Hann var hérna daglega í margar vikur að græja þetta og kenna mér betur á hvernig þetta virkar allt saman. Algjör snillingur þessi gaur,“ segir Helgi. Ellert Magnússon hefur einnig dregið vagninn úti á vellinum í alls konar verkefnum. „Elli hefur einnig komið hingað á hverjum einasta degi í vor. Hann hefur tekið að sér „sérstök“ verkefni, svo sem að halda göngustígunum við og sitthvað fleira. Hann var oft mættur á undan mér hingað á morgnana. Það sem gerðist líka í
kjölfarið var að það fóru fleiri að gera eins og Elli okkar. Áður við vissum af voru komnir tveir til viðbótar í alls konar verkefni úti á velli og síðan bættust tveir við. Þetta smitaði út frá sér og sjálfboðaliðarnir okkar eru ómetanlegir,“ segir Helgi Dan Steinsson.
Atli Kolbeinn Atlason og Ellert Magnússon.
golf.is
73
Hugsaði golfið alltaf sem íþrótt fyrir gamalmenni Hreiðar Gíslason, 55 ára gamall íþróttakennari úr Hafnarfirði, er svo til nýbyrjaður í golfíþróttinni en fyrir tveimur árum hóf hann að munda kylfurnar og það má með sanni segja að hann sé kominn með golfbakteríuna frægu.
Hreiðar Gíslason og Ásta Lilja Baldursdóttir. Mynd/Guðmundur Hilmarsson
74
golf.is
REGLUVÖRÐURINN SNÝR AFTUR Í SUMAR
Kanntu golfreglurnar? Líkt og fyrri ár býður Vörður þér í spennandi netleik sem reynir á þekkingu þína á reglum golfsins. Leikurinn hefur verið endurnýjaður og golfdómarar bætt við spurningum. Skráðu þig fram fyrir röðina og þú gætir unnið glæsilega vinninga.
golf.vordur.is
Ég var ekkert á þeim buxunum að fara út í golfið en eftir að við kynntumst þá vildi hún ólm fá mig til að byrja ...
„Það eru tvö ár síðan ég byrjaði í golfinu. Konan dró mig út á golfvöllinn og ég er henni mjög þakklátur. Ég var ekkert á þeim buxunum að fara út í golfið en eftir að við kynntumst þá vildi hún ólm fá mig til að byrja. Mér finnst þetta virkilega skemmtilegt sport. Í fyrstu var ég með lánssett en í fyrra keypti ég mér notað sett fyrir byrjendur. Golfið hentar einstaklega vel fyrir pör að spila saman og svo er félagsskapurinn mjög góður,“ segir Hreiðar.
Hreiðar hefur verið íþróttakennari í 32 ár. Í dag er hann íþróttakennari við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en áður var hann íþróttakennari á Egilsstöðum, Hveragerði, í Setbergsskóla í Hafnarfirði, Iðnskólanum í Hafnarfirði og í Växsjö í Svíþjóð þar sem var hann var í þrjú ár. Hreiðar spilaði fótbolta með Haukum á yngri árum og fór svo á fullt í frjálsar íþróttir með FH sem 76
golf.is Hugsaði golfið alltaf sem íþrótt fyrir gamalmenni
hann keppti fyrir í spretthlaupum í mörg ár og fór svo út í þjálfun frjálsíþróttafólks, bæði sem félagsþjálfari hjá FH og einkaþjálfari. Á síðustu árum hefur hann mikið verið í hjólreiðum og nú hefur golfið bæst við. „Ég hugsaði golfið alltaf sem íþrótt fyrir gamalmenni þar sem lítið væri að gerast og allt svo hægt. Fyrst þegar ég prófaði golfið fyrir tveimur árum fannst mér ekki nógu mikið „action“ en ég er smátt og
smátt að ná tökum á þessu,“ segir Hreiðar. Spurður hvernig honum hafi gengið að byrja í golfinu segir Hreiðar: „Það var erfitt en blessað keppnisskapið hefur ekkert farið. Ég er vanur spretthlaupunum og þannig ætlaði ég að taka golfið. En það gengur bara ekki þannig fyrir sig. Maður þarf að vera svo mjúkur en ég stend mig enn að því að vera rólegur í aftursveiflunni en set svo allt á fleygiferð í framsveiflunni. Ég tengi það við spretthlaupin. Rassinn upp í startblokkinni og skotið ríður af stað. Þegar ég skráði mig í golfklúbbinn Keili fór ég á nýliðanámskeið á vegum klúbbsins sem mér fannst alveg frábært. Þar voru kynntar helstu reglurnar og þessi grunnatriði í íþróttinni. Þetta var virkilega góður grunnur. Í framhaldinu fór ég í sex tíma hjá golfkennara og það var ansi gott. Ég tel alveg nauðsynlegt fyrir fólk sem er að byrja í golfinu að fara í kennslu,“ segir Hreiðar. Hreiðar og sambýliskona hans, Ásta Lilja Baldursdóttir, spila mikið saman og hafa hug á að spila á mörgum golfvöllum á Íslandi í sumar og svo er auðvitað á stefnuskránni að fara til útlanda í skipulagða golfferð. „Við ætlum að reyna að fara hringinn í kringum Ísland í sumar. Við tökum með okkur golfsettin og stefnan er að reyna að spila á sem flestum völlum. Það eru margir
Frá Hlíðarendavelli hjá Golfklúbbi Skagafjarðar.
frábærir vellir á landinu sem gaman verður að prófa. Það er ekki inni í myndinni að fara til útlanda í golf alveg í bráð en það er á stefnuskránni í framtíðinni. Ég fékk aðeins smjörþefinn þegar ég fór með konunni ásamt golfvinkonum hennar til Tenerife. Ég labbaði með þeim einn hring og fékk aðeins að kynnast þessu án þess að spila sjálfur en ég var svo bara á hjólinu að flakka um eyjuna á meðan þær spiluðu golf.“ Geggjað að prófa hina og þessa velli „Ég sé alveg fyrir mér að stunda golfíþróttina nánast alveg fram á grafarbakkann. Hreyfingin, samveran og útiveran spila stóra rullu og flestir í vinahópi mínum og konunnar eru í golfinu. Ég veit vel að golfið getur verið mjög tímafrekt en þegar parið fer saman þá breytir það öllu. Ég hugsa golfið ekkert sem keppnisíþrótt heldur er ég í þessu bara til að hafa gaman af. Vissulega kemur smá keppni í mann en þá verður bara að skrúfa sig niður. Það er það sama með hjólreiðarnar. Stundum á maður það til að gleyma sér og reyna að halda í við þá bestu en svo rennur upp fyrir manni að gera það ekki. Ég hef alltaf verið mikið fyrir útiveru og
Frá Katlavelli hjá Golfklúbbi Húsavíkur.
Frá Vesturbotnsvelli hjá Golfklúbbi Patreksfjarðar.
hef gengið oft upp á fjöll og golfið er svo sannarlega góð viðbót við það. Vellirnir eru misjafnir og ólíkir og það er alveg geggjað að prófa hina og þessa velli. Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu,“ segir Hreiðar. Ásta Lilja sambýliskona Hreiðars byrjaði í golfi fyrir fimm árum. Hún hefur frá því hún byrjaði spilað með vinkonum í hóp sem kalla sig „Gollurnar“ en fljótlega eftir að hún og Hreiðar kynntust dró hún karlinn út á völlinn. „Ég þurfti ekkert að tuða lengi í honum að koma með mér og prófa golfið. Hann varð strax æstur í að koma og prófa og við gerum mikið af því að spila saman og fara með vinum okkar út á völl. Vegna ástandsins ætlum við og eins flestir Íslendingar að ferðast innanlands í sumar. Golfið verður í stóru hlutverki hjá okkur því við ætlum að reyna að spila á sem flestum golfvöllum í ferð okkar í kringum landið. Draumurinn er svo að draga karlinn með til útlanda og það er á stefnuskránni að fara í golfferð og spila við bestu aðstæður. Vonandi tekst það á næsta ári,“ segir Ásta Lilja. Guðmundur Hilmarsson skrifar
golf.is
77
Stigamótaröð GSÍ
Ólafía Þórunn og Axel sigurvegarar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Axel Bóasson úr Keili stóðu uppi sem sigurvegarar á B59 Hotel mótinu sem fram fór á Garðavelli á Akranesi dagana 22.–24. maí. Mótið var fyrsta mótið af alls fimm sem eru á stigamótaröð GSÍ tímabilið 2020. Leiknar voru 54 holur eða þrír keppnishringir á þremur keppnisdögum. Alls tóku 125 keppendur þátt, 98 karlar og 27 konur. Golfklúbburinn Leynir sá um framkvæmd mótsins. Á síðasta þingi GSÍ var tekin sú ákvörðun að golfklúbbar landsins sjái um framkvæmd og skipulagningu stigamóta. Golfsamband Íslands sér hins vegar um framkvæmd og skipulag á Íslandsmótum í öllum aldursflokkum. Mótið var eitt það allra sterkasta sem fram hefur farið á Íslandi í mörg ár. Allir bestu kylfingar landsins, atvinnu- og áhugamenn, mættu til leiks. Veðrið lék við keppendur á frábærum Garðavelli fyrstu tvo keppnisdagana og var skorið í takt við góðar aðstæður. Vallarmetin í karla- og kvennaflokki stóðust álagið en hart var sótt að þeim á fyrstu tveimur keppnisdögunum.
78
golf.is Stigamótaröð GSÍ
Lokakeppnisdagurinn var erfiður viðureignar fyrir keppendur og starfsfólk. Keppni var seinkað fram til kl. 14 í von um að djúp lægð væri þá farin yfir keppnissvæðið. Lægðin fór ekki eins hratt yfir og vonir stóðu til. Það rigndi mikið allt fram til kl. 18 og efstu kylfingar mótsins fengu því þokkalegt veður á síðustu holunum. Vallarmetið sem Kristján Þór Einarsson GM setti árið 2016 á stigamótaröð GSÍ á Garðavelli stendur enn, það er 65 högg eða -7. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili á enn vallarmetið af bláum teigum á Garðavelli en það er frá árinu 2012, 66 högg eða -6. Alls komu keppendurnir 125 frá 17 klúbbum. Flestir frá GR eða 35 alls og 21 frá GM. GKG var með 19 keppendur. Í kvennaflokki komu keppendur frá átta golfklúbbum.
Tækifæri í nýju starfsumhverfi Leiðtogar þurfa að sýna frumkvæði og útsjónarsemi til að stýra sínum rekstri í gegnum núverandi og framtíðaráhrif COVID-19. Nýr veruleiki er áskorun til framtíðar. Kynntu þér hvernig KPMG getur stutt þig við að breyta áskorunum í tækifæri, á kpmg.is eða í síma 545 6000.
Klúbbur
80
Heildarfjöldi
Karlar
Konur
Golfklúbbur Akureyrar
9
7
2
Golfklúbbur Álftaness
1
1
Golfklúbbur Borgarness
1
1
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs
1
1
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
19
14
5
Golfklúbbur Mosfellsbæjar
21
17
4
Golfklúbbur Öndverðarness
1
1
Golfklúbbur Reykjavíkur
35
25
10
Golfklúbbur Selfoss
4
3
1
Golfklúbbur Suðurnesja
6
6
Golfklúbbur Vestmannaeyja
3
3
Golfklúbur Þorlákshafnar
1
1
Golfklúbburinn Keilir
15
12
3
Golfklúbburinn Leynir
3
2
1
Golfklúbburinn Oddur
2
1
1
Golfklúbbur Setbergs
1
1
Nesklúbburinn
2
2
125
98
golf.is Stigamótaröð GSÍ
27
golf.is
81
Ólafía Þórunn sterk á lokakaflanum Í kvennaflokki voru miklar sviptingar á lokahringnum. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni á Akranesi var með fimm högga forskot á Ólafíu Þórunni fyrir lokahringinn. Valdís Þóra lék stórkostlegt golf á fyrstu tveimur keppnisdögunum og var á -9 samtals fyrir lokahringinn en Ólafía á -4. Valdís hafði enn fjögurra högga forskot á Ólafíu þegar 6 holur voru eftir af mótinu. Lokakaflinn var afar spennandi þar sem Valdís Þóra tapaði alls fjórum höggum með fjórum skollum. Á sama tíma lék Ólafía síðustu 6 holurnar á einu höggi undir pari vallar. Ólafía Þórunn tryggði sér sigurinn með pari á lokaholunni en upphafshögg hennar á par 3 holunni var stórglæsilegt, boltinn endaði rétt við holu. Valdís Þóra fór illa að ráði sínu á lokaholunni. Hún missti þar með af tækifærinu til að komast í bráðabana en hún fékk skolla (+1) á lokaholunni. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili endaði í þriðja sæti á +1 samtals. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2016 þar sem Ólafía Þórunn, Valdís Þóra og Guðrún Brá keppa á sama stigamótinu á Íslandi. Lokastaða efstu kylfinga í kvennaflokki: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, (GR) 213 högg (68-72-73) (-3) 2. Valdís Þóra Jónsdóttir, (GL) 214 högg (67-68-79) (-2) 3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, (GK) 217 högg (71-72-74) (+1) 4. Ragnhildur Kristinsdóttir, (GR) 220 högg (74-71-75) (+4) 5. Hulda Clara Gestsdóttir, (GKG) 221 högg (74-75-72) (+5) 6. Saga Traustadóttir, (GR) 224 högg (73-76-74) (+8)
82
golf.is // Stigamótaröð GSÍ
Axel lék best þegar mest á reyndi Axel Bóasson úr Keili kom sér hægt en örugglega í baráttuna um sigurinn í karlaflokki. Hann lagði grunninn með frábærum hring upp á 66 högg (-6) á öðrum keppnisdegi. Á lokahringnum var Axel á -1 en aðeins tveir keppendur í karlaflokki náðu að leika Garðavöll undir pari á lokahringnum. Axel lék lokahringinn á 71 eða -1 en Haraldur Franklín Magnús úr GR gat komið sér í bráðabana um sigurinn með því að setja niður 2–3 metra pútt fyrir pari á 18. flötinni. Það tókst ekki og Axel fagnaði sigrinum á -6 samtals eins og áður segir. Haraldur Franklín Magnús úr GR varð annar á -5. Haraldur fékk skolla á lokaholunni en með pari hefðu hann og Axel farið í bráðabana. Axel lék síðari 9 holurnar á -3 á lokahringnum en Haraldur Franklín tapaði tveimur höggum á þremur síðustu holunum Hlynur Bergsson GKG, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS og Hákon Örn Magnússon GR deildu þriðja sætinu á -4 samtals. Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki: 1. Axel Bóasson, (GK) 210 högg (73-66-71) (-6) 2. Haraldur Franklín Magnús, (GR) 211 högg (67-68-76) (-5) 3.–5. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, (GS) 212 högg (71-68-73) (-4) 3.–5. Hlynur Bergsson, (GKG) 212 högg (68-70-74) (-4) 3.–5. Hákon Örn Magnússon, (GR) 212 högg (67-69-76) (-4) 6. Andri Þór Björnsson, (GR) 213 högg (71-69-73) (-3) 7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, (GR) 214 högg (69-72-73) (-2) 8. Jóhannes Guðmundsson, (GR) 215 högg (70-71-74) (-1)
golf.is
83
Tvöfaldur sigur hjá GR í liðakeppninni á B59 Hotel mótinu Golfklúbbur Reykjavíkur fagnaði sigri í liðakeppni kvenna og karla sem fram fór samhliða einstaklingskeppninni á B59 Hotel mótinu á Akranesi dagana 22.–24. maí. Alls skráðu fimm lið sig til keppni í kvennaflokki og átta lið í karlaflokki en sex þeirra luku keppni. Liðakeppnin verður hluti af stigamótaröð GSÍ á þessu tímabili líkt og undanfarin tvö ár. Í kvennaflokki geta verið þrír leikmenn í hverju liði. Tvö bestu skorin á hverjum hring telja hjá konunum. Í karlaflokki geta verið fjórir leikmenn í hverju liði og telja þrjú bestu skorin á hverjum hring.
Lokastaðan í liðakeppni kvenna: 1. Golfklúbbur Reykjavíkur 433 högg (142-143-148) (+1) Ragnhildur Kristinsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir. 2. Golfklúbburinn Keilir 453 högg (147-155-151) (+21) Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Hafdís Alda Jóhannsdóttir, Íris Lorange Káradóttir. 3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 470 högg (154-156-160) (+38) Eva María Gestsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir, Árný Eik Dagsdóttir. 4. Golfklúbbur Akureyrar 484 högg (150-167-167) (+52) Stefanía Valgeirsdóttir, Andrea Ásmundsdóttir. 5. Golfklúbbur Mosfellsbæjar 500 högg (161-162-177) (+68) Katrín Sól Davíðsdóttir, Arna Rún Kristjánsdóttir, María Eir Guðjónsdóttir. 84
golf.is Stigamótaröð GSÍ
Lokastaðan í liðakeppni karla. 1. Golfklúbbur Reykjavíkur 635 högg (205-208-222) (-13) Andri Þór Björnsson, Dagbjartur Sigurbrandsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús. 2. Golfklúbburinn Keilir 660 högg (218-214-228) (+12) Axel Bóasson, Rúnar Arnórsson, Birgir Björn Magnússon, Daníel Ísak Steinarsson. 3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 671 högg (225-222-224) (+23) Sigurður Arnar Garðarsson, Bjarki Pétursson, Ólafur Björn Loftsson, Ragnar Már Garðarsson. 4. Golfklúbbur Akureyrar 674 högg (219-221-234) (+26) Eyþór Hrafnar Ketilsson, Örvar Samúelsson, Lárus Ingi Antonsson, Óskar Páll Valsson. 5. Golfklúbbur Mosfellsbæjar 685 högg (222-223-240) (+37) Sverrir Haraldsson, Kristófer Karl Karlsson, Aron Skúli Ingason, Björn Óskar Guðjónsson. 6. Golfklúbbur Suðurnesja 688 högg (223-226-239) (+40) Logi Sigurðsson, Rúnar Óli Einarsson, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Pétur Þór Jaidee. Golfklúbbur Vestmannaeyja og Golfklúbbur Selfoss tóku einnig þátt í liðakeppni karla en náðu ekki að ljúka keppni þar sem kylfingar úr þeirra liðum náðu ekki að komast í gegnum niðurskurðinn eða drógu sig úr keppni vegna meiðsla/veikinda. golf.is
85
Golf HRING
fær nýja m
1.
65 golfvelli Gleðilegt go
Golfklúbbur Mosfellsbæjar Nesklúbburinn Golfklúbbur Reykjavíkur
2.
Golfklúbbur Álftaness Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar Golfklúbburinn Setberg Golfklúbburinn Oddur
40
Golfklúbburinn Keilir 3.
Golfklúbbur Vatnleysustrandar
4.
Golfklúbbur Suðurnesja
5.
Golfklúbbur Sandgerðis
6.
Golfklúbbur Grindavíkur
7.
Golfklúbbur Þorlákshafnar
8.
Golfklúbbur Hveragerðis
9.
Golfklúbbur Selfoss
10.
Golfklúbbur Öndverðaness
11.
Golfklúbburinn Kiðjaberg
12.
Golfklúbburinn Dalbúi
13.
Golfklúbburinn Úthlíð Golfklúbburinn Tuddi
14.
Golfklúbburinn Geysir
15.
Golfklúbburinn Flúðir
34
39 41
36
42
38
Golfklúbbur Hellu
17.
Golfklúbburinn Þverá
18.
Golfklúbbur Vestmannaeyja
19.
Golfklúbburinn Vík
20. Golfklúbbur Hornafjarðar 21.
Golfklúbbur Fjarðarbyggðar
22.
Golfklúbbur Byggðarholts
23.
Golfklúbbur Norðfjarðar
24.
Golfklúbbur Seyðisfjarðar
25.
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs
37
43
44 46
45 47
48 51
Golfklúbbur Ásatúns 16.
35
52 5
4 3 6
53
2
1
50
49
12 8 10 9 7
13
11
14 15
16
17
18
@golf.is
19
Golf.is - GSÍ
#g
GURINN
merkingu í sumar
ir um land allt olfsumar!
4
27 33
29
30
golfhringurinn
Golfklúbbur Vopnafjarðar
27.
Golfklúbburinn Gljúfri
28.
Golfklúbbur Mývatnssveitar
29.
Golfklúbbur Húsavíkur
30. Golfklúbburinn Lundur
32 31
26.
26
28
31.
Golfklúbbur Akureyrar
32.
Golfklúbburinn Hamar
33.
Golfklúbbur Fjallabyggða
34. Golfklúbbur Siglufjarðar 35.
36. Golfklúbbur Skagastrandar
24
25 21
22
Golfklúbbur Sauðárkróks
23
37.
Golfklúbburinn Ós
38.
Golfklúbbur Hólmavíkur
39.
Golfklúbbur Bolungarvíkur
40. Golfklúbbur Ísafjarðar 41.
Golfklúbburinn Gláma
42.
Golfklúbbur Bíldudals
43. Golfklúbbur Patreksfjarðar 44. Golfklúbburinn Mostri
20
45.
Golfklúbburinn Vestarr
46. Golfklúbburinn Jökull 47.
Golfklúbburinn Staðarsveitar
48. Golfklúbburinn Glanni 49.
Golfklúbbur Húsafells
50. Golfklúbburin Skrifla 51.
Golfklúbbur Borganess
52.
Golfklúbburinn Leynir
53.
Golfklúbbur Brautarholts Golfklúbburinn Esja
#golficeland
Kristín María
nýr móta- og kynningarstjóri GSÍ Kristín María Þorsteinsdóttir tók við stöðu móta- og kynningarstjóra GSÍ í byrjun mars. Starfið var auglýst í janúar. Mikill áhugi var á starfinu en alls barst sambandinu 51 umsókn. „Ég hlakka til að takast á við verkefnin sem fylgja þessu spennandi starfi. Mín helstu verkefni verða í kringum Íslandsmótin sem eru alls 18 á vegum GSÍ. Mótafyrirkomulagið er með breyttu sniði í ár og GSÍ verður með Íslandsmótin á sínum vegum. Ég mun einnig einbeita mér að markaðs- og kynningarstarfi sambandsins en ég hef áður starfað við hvort tveggja. Mér finnst mjög
88
golf.is Golf á Íslandi
jákvætt að golfhreyfingin stígi skref í rétta átt til að auka fjölbreytileika. Ég hlakka til að komast að fullu inn í verkefnin og koma með ný sjónarhorn á hin ýmsu mál. Ég hlakka til golfsumarsins eins og allir kylfingar og vona svo sannarlega að við verðum jafn heppin með veðrið og golfsumarið og í fyrra.
Sumarið er þitt í góðu sambandi við börnin Sendu barnið út í sumarið með Nokia 3310. Einfaldur takkasími sem þarf sjaldan að hlaða, þolir hnjask og smellpassar í litla lófa. Með völdum farsímaleiðum færðu Krakkakort með endalausu tali og 1 GB á 0 kr. Þú færð síma fyrir börnin og fleiri sumarlegar vörur í verslunum Símans og á siminn.is
310
3 Nokia
9.990
siminn.is
kr.
Heimslistamótaröðin:
Andri Þór og Guðrún Brá sigurvegarar
Fyrsta mótið af alls þremur á heimslista mótaröðinni fór fram dagana 16.–17. maí hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar á Hlíðavelli.
90
golf.is
E-Z-GO golfbílar og Curtis Cab hús fyrirliggjandi á lager. Einnig fyrirliggjandi á lager Curtis Cab hús á Club Car Presedent. MHG Verslun - Víkurhvarf 8 - 203 Kópavogur - Sími 544 4656 - www.mhg.is
Andri Þór og Guðrún Brá sigurvegarar
Um er að ræða mótaröð sem gefur áhugakylfingum tækifæri til þess að styrkja stöðu sína á heimslista áhugakylfinga. Atvinnukylfingum var einnig boðið að taka þátt og má segja að mótið hafi verið það sterkasta allt frá árinu 2016 á Íslandsmótinu á Akureyri. Alls eru þrjú mót á dagskrá á heimslistamótaröðinni en tvö síðustu mótin fara fram í lok tímabilsins. Ísam-mótið á Hlíðavelli var gríðarlega spennandi og vakti mikla athygli fjölmiðla. Andri Þór Björnsson (GR) og Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) stóðu uppi sem sigurvegarar.
ÖLL BESTU MERKIN Í GOLFINU...
Bíldshöfði 9, 110 Reykjavík | verslun@orninngolf.is | Sími 577 2525
92
golf.is Heimslistamótaröðin
Guðrún Brá og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR voru jafnar á -2 eftir 54 holur. Þær léku bráðabana um sigurinn og hafði Guðrún Brá betur eftir að þær höfðu leikið 6 holur í bráðabana. Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) varð þriðja á +10 samtals og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) varð fjórða á +12 samtals. Andri Þór Björnsson lék hringina þrjá á -4 samtals og var einu höggi betri en Dagbjartur Sigurbrandsson (GR) sem var efstur fyrir lokahringinn. Heimamennirnir úr GM, Kristófer Karl Karlsson og Björn Óskar Guðjónsson, voru jafnir í þriðja sæti á -2 samtals. Mótið var einnig sérstakt þar sem að keppendum gafst tækifæri til þess að keppa á sterku móti á sjálfum Íslandsmótsvellinum. Slík tækifæri eru fátíð þar sem að yfirleitt er ekki keppt á stórum mótum á Íslandsmótsvöllunum á sama ári og stærsta mót tímabilsins fer fram. Hlíðavöllur lofar góðu fyrir Íslandsmótið sem fram fer dagana 6.–9. ágúst 2020, en það verður jafnframt í fyrsta sinn sem Íslandsmótið í golfi fer fram á heimavelli Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
GLEÐILEGT GOLFSUMAR!
NETTÓ Á NETINU
- ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT HVERNIG VIRKAR NETTÓ Á NETINU? 1. Raðaðu vörunum í körfu Nú getur þú verslað hvar sem er; Með tölvunni, símanum eða spjaldtölvunni. 2. Veldu afhendingarmáta og stað Fáðu vörurnar afhentar á 90 mínútum - eða veldu annan tíma næstu 7 daga sem hentar betur.
Lægra verð – léttari innkaup
3. Þú sækir eða við sendum Þú getur sótt í verslun eða aha sendir vörurnar til þín hvort sem er heim eða í vinnuna.
Guðmundur Ágúst og Valdís Þóra kylfingar ársins 2019 Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykja víkur og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi voru kjörin kylfingar ársins 2019 af stjórn Golfsambands Íslands. Þetta er í 22. skipti sem tveir einstaklingar eru valdir kylfingar ársins hjá GSÍ, kona og karl. Þetta er í þriðja sinn sem Valdís Þóra fær viðurkenninguna en í fyrsta sinn sem Guðmundur Ágúst fær þessa viðurkenningu. 94
golf.is Kylfingar ársins 2019
Atvika skráninga kerfi Atvikaskráningarkerfið ATVIK gefur fyrirtækjum og sveitarfélögum skýra yfirsýn yfir stöðu öryggismála. Yfirsýnin auðveldar stærri fyrirtækjum og sveitarfélögum að gripa til forvarnaaðgerða til að stuðla að úrbótum - áður en slysin gerast. Hafðu samband við fyrirtækjaþjónustu VÍS og fáðu nánari upplýsingar um atvikaskráningakerfið ATVIK.
Taktu næsta skref í öryggis- og forvarnamálum
Guðmundur Ágúst Kristjánsson:
Valdís Þóra Jónsdóttir:
Guðmundur Ágúst, sem er 27 ára, varð Íslandsmeistari í höggleik á árinu í fyrsta skipti. Hann lék á Nordic Golf League atvinnumannamótaröðinni þar sem hann sigraði á þremur mótum og vann sér um leið þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni sem er næststerkasta atvinnumannamótaröð í Evrópu. Hann komst inn á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina. Guðmundur hóf árið í 1656. sæti á heimslista atvinnumanna og var efstur Íslendinga í 558. sæti í lok ársins 2019.
Valdís Þóra, sem er þrítug, er kylfingur ársins í þriðja sinn. Hún lék á sínu þriðja tímabili á Evrópumótaröðinni í golfi og endaði tímabilið í 71. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Valdís náði sínum besta árangri í Ástralíu í mars þegar hún lenti í 5. sæti. Valdís var lengi vel í forystu í mótinu en hún lék á 63 höggum á fyrsta hring, sem var besta skor mótsins. Valdís komst í gegnum niðurskurðinn á 7 mótum af 14 á Evrópumótaröðinni á árinu. Hún komst inn á 2. stig úrtökumótsins fyrir LPGA atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum og verður með takmarkaðan keppnisrétt á Symetra atvinnumótaröðinni á næsta tímabili
Árið 1973 var kylfingur ársins fyrst kjörinn hjá GSÍ. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins í karlaflokki eða alls 11 sinnum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er sú sem oftast hefur fengið þessa viðurkenningu hjá konunum eða alls sex sinnum. 96
golf.is Kylfingar ársins 2019
Kylfingar ársins frá upphafi: 1973
Björgvin Þorsteinsson
GA
1
1974
Sigurður Thorarensen
GK
1
1975
Ragnar Ólafsson
GR
1
1976
Þorbjörn Kjærbo
GS
1
1977
Björgvin Þorsteinsson
GA
2
1978
Gylfi Kristinsson
GS
1
1980
Hannes Eyvindsson
GR
1
1981
Ragnar Ólafsson
GR
2
1982
Sigurður Pétursson
GR
1
1983
Gylfi Kristinsson
GS
2
1984
Sigurður Pétursson
GR
2
1985
Sigurður Pétursson
GR
3
1986
Úlfar Jónsson
GK
1
1987
Úlfar Jónsson
GK
2
1988
Úlfar Jónsson
GK
3
1989
Úlfar Jónsson
GK
4
1990
Úlfar Jónsson
GK
5
1991
Karen Sævarsdóttir
GS
1
1992
Úlfar Jónsson
GK
6
1993
Þorsteinn Hallgrímsson
GV
1
1994
Sigurpáll Geir Sveinsson
GA
1
1995
Björgvin Sigurbergsson
GK
1
1996
Birgir Leifur Hafþórsson
GL
1
1997
Birgir Leifur Hafþórsson
GL
2
1998
Björgvin Sigurbergsson
GK
2
Ragnhildur Sigurðardóttir
GR
1
1999
Örn Ævar Hjartarson
GS
1
Ólöf María Jónsdóttir
GK
1
2000
Björgvin Sigurbergsson
GK
3
Ragnhildur Sigurðardóttir
GR
2
2001
Örn Ævar Hjartarson
GS
2
Herborg Arnarsdóttir
GR
1
2002
Sigurpáll Geir Sveinsson
GA
2
Ólöf María Jónsdóttir
GK
2
2003
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
3
Ragnhildur Sigurðardóttir
GR
3
2004
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
4
Ólöf María Jónsdóttir
GK
3
2005
Heiðar Davíð Bragason
GKj.
1
Ólöf María Jónsdóttir
GK
4
2006
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
5
Nína Björk Geirsdóttir
GKj.
1
2007
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
6
Nína Björk Geirsdóttir
GKj.
2
2008
Hlynur Geir Hjartarson
GOS
1
Ólöf María Jónsdóttir
GK
5
2009
Ólafur Björn Loftsson
NK
1
Valdís Þóra Jónsdóttir
GL
1
2010
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
7
Tinna Jóhannsdóttir
GK
1
2011
Ólafur Björn Loftsson
NK
1
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
GR
1
2012
Haraldur Franklín Magnús
GR
1
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
GR
2
2013
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
8
Sunna Víðisdóttir
GR
1
2014
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
9
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
GR
3
2015
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
10
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
GR
4
2016
Birgir Leifur Hafþórsson
GKG
11
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
GR
5
2017
Axel Bóasson
GK
1
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
GR
6
2018
Haraldur Franklín Magnús
GR
2
Valdís Þóra Jónsdóttir
GL
2
2019
Guðmundur Ágúst Kristjánsson
GR
1
Valdís Þóra Jónsdóttir
GL
3
Íþróttamaður ársins 2019
Guðmundur Ágúst á topp tíu
- Haraldur Franklín í fimmtánda sæti Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur varð í 9. sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. Samtök íþróttafréttamanna stóðu að kjörinu og var því lýst þann 28. desember 2019. Júlían J. K. Jóhannsson kraftlyftingamaður varð í efsta sæti í kjörinu. Kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús endaði í 15. sæti.
Þetta er í þrettánda sinn sem kylfingur kemst inn á topp 10 listann í kjörinu á íþróttamanni ársins og í fyrsta sinn sem Guðmundur Ágúst er tilnefndur. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, var efst í kjörinu árið 2017 og er hún eini kylfingurinn sem hefur fengið þetta sæmdarheiti. Ólafía varð í þriðja sæti í þessu kjöri árið 2016. Alls hafa fjórar konur úr röðum GSÍ verið á meðal 10 efstu í þessu kjöri og alls hafa þrettán kylfingar verið á topp 10 listanum frá því að kjörið fór fyrst fram. Úlfar Jónsson hefur náð næstbestum árangri í kjörinu á íþróttamanni ársins en hann varð í 2.-10. sæti árið 1987 þegar níu íþróttamenn deildu sætum 2.-10. Sigurður Pétursson varð í 3. sæti árið 1985 og jafnaði Ólafía því afrek Sigurðar árið 2016.
98
golf.is Íþróttamaður ársins 2019
Íþróttamaður ársins 2019 - lokastaðan. 1. Júlían J. K Jóhannsson, kraftlyftingar – 378 2. Martin Hermannsson, körfubolti – 335 3. Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti - 289 4. Anton Sveinn McKee, sund – 244 5. Arnar Davíð Jónsson, keila – 218 6. Aron Pálmarsson, handbolti – 158 7. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttir – 98 8. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti – 61 9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 55 10. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti – 53 11. Már Gunnarsson, íþróttir fatlaðra – 30 12. Jóhann Skúlason, hestaíþróttir – 29 13. Helena Sverrisdóttir, körfubolti – 22 14. Ragnar Sigurðsson, fótbolti – 17 15. Haraldur Franklín Magnús, golf – 15 16. Arnór Þór Gunnarsson, handbolti – 13 17–18. Íris Björk Símonardóttir, handbolti – 6 17–18. Jón Axel Guðmundsson, körfubolti - 6 19–20. Kolbeinn Sigþórsson, fótbolti – 5 19–20. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 5 21. Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 3 22. Elín Metta Jensen, fótbolti – 2 23–24. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – 1 23–24. Margrét Lára Viðarsdóttir, fótbolti - 1
100
golf.is Íþróttamaður ársins 2019
Eftirtaldir kylfingar hafa verið á topp 10 listanum í kjörinu á íþróttamanni ársins og í sviganum er sætið sem kylfingurinn endaði í.
1963: Magnús Guðmundsson (10.) 1965: Magnús Guðmundsson (7.) 1977: Björgvin Þorsteinsson (9.) 1979: Hannes Eyvindsson (8.) 1981: Ragnar Ólafsson (6.) 1984: Ragnar Ólafsson (9). 1985: Sigurður Pétursson (3.) 1986: Úlfar Jónsson (9.) 1987: Úlfar Jónsson (2.–10.) 1988: Úlfar Jónsson (5.) 1990: Úlfar Jónsson (4.) 1992: Úlfar Jónsson (5.) 1993: Úlfar Jónsson (5.), Þorsteinn Hallgrímsson (8.) 1996: Birgir Leifur Hafþórsson (5.) 1997: Birgir Leifur Hafþórsson (6.) 1998: Ragnhildur Sigurðardóttir (9.) 2000: Birgir Leifur Hafþórsson (5.) 2001: Birgir Leifur Hafþórsson (6.) 2002: Ólöf María Jónsdóttir (9.) 2003: Ragnhildur Sigurðardóttir (9.) 2004: Ólöf María Jónsdóttir (4.), Birgir Leifur Hafþórsson (5.) 2005. Ólöf María Jónsdóttir (8.) 2006: Birgir Leifur Hafþórsson (4.) 2007: Birgir Leifur Hafþórsson (5.) 2011: Ólafur Björn Loftsson (10.) 2016: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (3.) 2017: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (1.), Valdís Þóra Jónsdóttir (9). 2018: Haraldur Franklín Magnús (7.)
Innréttingar í öllum stærðum og gerðum
Við aðstoðum þig við að hanna Schmidt eldhúsinnréttingu sem hentar þér og þínum þörfum. Óteljandi möguleikar í boði í hæsta gæðaflokki sem völ er á. Núna er tíminn til að gera fallegt á heimilinu og því sendum við parketsýnishorn frítt um allt land og skutlum vörum að kostnaðarlausu á stöð fyrir viðskiptavini úti á landi. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
Forskot 2020 Í janúar var úthlutað úr Forskoti afrekssjóði kylfinga vegna ársins 2020. Er þetta níunda árið í röð sem íslenskir afrekskylfingar fá úthlutað úr sjóðnum. Forskot afrekssjóður var stofnaður um mitt ár 2012 og 14. júní það sama ár var í fyrsta sinn úthlutað úr sjóðnum. Að sjóðnum standa fyrirtækin Eimskip, Valitor, Íslandsbanki, Icelandair Group, Vörður tryggingar og Bláa Lónið auk Golfsambands Íslands. Frá því að Forskot afrekssjóður var stofnaður hefur slagkrafturinn hjá íslenskum atvinnukylfingum verið meiri en áður og samtakamáttur þeirra aðila sem koma að
sjóðnum fleytt okkar bestu kylfingum inn á nýjar brautir. Ríkar kröfur eru gerðar til styrkþega um ráðstöfun styrkja og ber þeim að leggja fram æfinga- og keppnisáætlanir auk fjárhagsáætlunar fyrir öll verkefni auk þess sem gerðir eru sérstakir samningar við hvern afrekskylfing um að þeir virði reglur Íþrótta- og Ólympíusambandsins og sjóðsins. Þeir kylfingar sem fá úthlutað eiga það sameiginlegt að vera sterkar fyrirmyndir og afreksfólk í fremstu röð. Það að eiga afreksmenn í íþróttum er mikilvægur þáttur í því að hvetja börn og unglinga til að sinna íþróttum og þannig stuðla að forvörnum og lýðheilsu.
Fyrirtækin sem koma að sjóðnum eru virkilega ánægð hvernig íslenskt afreksgolf hefur þróast í stöðugri framför frá stofnun sjóðsins. Sjóðurinn hefur frá upphafi haft það að markmiði að styðja við þá atvinnukylfinga sem stefna á að komast í fremstu röð í íþróttinni og eru að stíga sín fyrstu skref. Einn fulltrúi frá hverju fyrirtæki sem aðild eiga að Forskoti situr í stjórn sjóðsins en auk þess hefur stjórn sjóðsins sér til ráðgjafar fagteymi sem leggur fram tillögur um úthlutanir úr sjóðnum á ári hverju. Stjórn Forskots óskar öllum afrekskylfingum góðs gengis á árinu. www.forskot.is
Alls fá 6 atvinnukylfingar styrk úr sjóðnum á árinu 2020.
Bjarki Pétursson Bjarki Pétursson gerðist atvinnumaður árið 2019 en hann er fæddur árið 1994. Bjarki komst inn á lokastig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina 2019 og fær hann keppnisrétt á nokkrum mótum á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki. Bjarki tryggði sér einnig þátttökurétt á Nordic Tour atvinnumótaröðinni á árinu 2020 en sú mótaröð er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson Guðmundur gerðist atvinnukylfingur árið 2017 eftir að hafa náð góðum árangri í bandaríska háskólagolfinu. Guðmundur, sem er fæddur árið 1992, er með fullan þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu á árinu 2020. Hann sigraði á þremur mótum á síðasta ári á Nordic Tour mótaröðinni - sem tryggði honum jafnframt keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Guðmundur Ágúst komst inn á lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar haustið 2019. 102
golf.is - Golf á Íslandi
+ Akureyri
+ Birna Baldursdóttir
Íþróttafræðingur og einkaþjálfari á Akureyri
Nú er rétti tíminn til að njóta Íslands og alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Flug og bíll eða flug og gisting eru á sérkjörum í allt sumar þannig að núna er rétti tíminn til að kynnast Akureyri upp á nýtt. Golf á góðum díl Þú færð 50% afslátt af vallargjöldum á Jaðarsvelli gegn framvísun brottfararspjalds (gildir í fimm daga frá útgáfu).
Flug og gisting frá
Flug og bíll frá
29.900 kr.
28.900 kr.
í eina nótt á mann
í einn sólarhring á mann
+ Bókaðu á airicelandconnect.is
Guðrún Brá Björgvinsdóttir Guðrún Brá tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni í janúar 2020 með góðum árangri á lokaúrtökumótinu sem fram fór á Spáni. Guðrún Brá er fædd árið 1994 og er hún fjórða íslenska konan sem kemst inn á LET Evrópumótaröðina. Á undanförnum misserum hefur Guðrún Brá leikið á LET Access mótaröðinni sem er næststerkasta atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki.
Haraldur Franklín Magnús Haraldur Franklín tryggði sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni 2020 með góðum árangri á Nordic Tour atvinnumótaröðinni. Hann endaði í fjórða sæti á stigalista Nordic Tour atvinnumótaraðarinnar en fimm efstu sætin gáfu keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Haraldur Franklín er fæddur árið 1991 og er þetta í fyrsta sinn sem hann er með keppnisrétt á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki.
104
golf.is Golf á Íslandi
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Ólafía Þórunn er með keppnisrétt á Symetra mótaröðinni sem er í næstefsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Bandaríkjunum í kvennaflokki. Ólafía Þórunn, sem er fædd árið 1992, er einnig með takmarkaðan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni sem er sterkasta mótaröð veraldar í kvennaflokki.
Valdís Þóra Jónsdóttir Valdís Þóra er með keppnisrétt á flestum mótum á LET Evrópumótaröðinni þar sem hún hefur leikið undanfarin fjögur ár. Valdís Þóra er fædd árið 1989 er einnig með takmarkaðan keppnisrétt á Symetra atvinnumótaröðinni í Bandaríkjunum þar sem hún komst inn á 2. stig úrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina á síðasta ári.
golf.is
105
GSÍ mótaröðin 2020 Alls eru fimm mót á dagskrá á keppnistímabilinu 2020 á stigamótaröð GSÍ 2020. Fyrsta mótinu er nú þegar lokið en það fór fram á Garðavelli á Akranesi hjá Golfklúbbnum Leyni. Golfklúbbur Suðurnesja sér um framkvæmdina á móti nr. 2 sem fram fer dagana 5.–7. júní á Hólmsvelli í Leiru. Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Jaðarsvelli dagana 19.–21. júní og er það jafnframt þriðja mótið á tímabilinu. Þar fá aðeins 32 keppendur keppnisrétt í karlaog kvennaflokki, alls 64 keppendur. Keppendum í karla- og kvennaflokki er skipt upp í átta riðla, fjórir leikmenn í hverjum riðli, og er raðað í riðla samkvæmt forgjöf. Einn leikmaður úr hverjum riðli kemst upp úr riðlinum í átta manna úrslit. Saga Traustadóttir úr GR og Rúnar Arnórsson úr GK hafa titil að verja á Íslandsmótinu í holukeppni 2020. Fjórða mót tímabilsins fer fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði dagana 17.–19. júlí hjá Golfklúbbnum Keili. Lokamót tímabilsins er sjálft Íslandsmótið sem að þessu sinni fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Það verður í fyrsta sinn sem Íslandsmótið í golfi fer fram á Hlíðavelli. Mótið fer fram dagana 6.–9. ágúst 2020. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK hafa titla að verja á Íslandsmótinu í golfi. Golfsamband Íslands sér um framkvæmd Íslandsmóta á árinu 2020 samkvæmt tillögu sem samþykkt var á golfþingi 2019. Þessi háttur verður á framkvæmd golfmóta á stigamótaröð GSÍ fram til ársins 2027. Golfklúbbar landsins sjá um framkvæmd almennra stigamóta en GSÍ sér um framkvæmd Íslandsmóta. 106
golf.is - Golf á Íslandi
GSÍ MÓTARÖÐIN 22.-24. MAÍ
MÓT 1 - GL
5.-7. JÚNÍ
MÓT 2 - GS
19.-21. JÚNÍ
MÓT 3 - ÍSLANDSMÓT Í HOLUKEPPNI - GA
17.-19. JÚLÍ
MÓT 4 - GK
6.-9. ÁGÚST
MÓT 5 - ÍSLANDSMÓTIÐ Í HÖGGLEIK - GM
Unglingamótaröðin 2020 Alls eru fimm mót á dagskrá á keppnistímabilinu á unglingamótaröð GSÍ 2020. Mótaröðin hefur fest sig í sessi á undanförnum árum sem skemmtilegur vettvangur fyrir unga afrekskylfinga. Fyrsta móti keppnistímabilsins er nú þegar lokið en það fór fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar dagana 29.–31. maí. Bestu kylfingar landsins í unglingaflokki fengu þar með dýrmætt tækifæri til þess að æfa sig á keppnisvellinum fyrir Íslandsmótið í fullorðinsflokki. Dagana 11.–13. júní fer fram annað mót tímabilsins þar sem leikið verður á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. GR-ingar taka síðan við keflinu á þriðja móti tímabilsins sem fram fer 17.–19. júlí. Íslandsmótin eru hápunktar tímabilsins hjá yngri kylfingum landsins og tvö síðustu mót tímabilsins í einstaklingskeppninni eru Íslandsmót. Íslandsmótið í holukeppni fer fram dagana 14.–16. ágúst á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Þar er leikinn höggleikur á fyrsta keppnisdeginum og síðan tekur við holukeppni þar sem keppendur mætast í 16-manna úrslitum. Lokamót tímabilsins er sjálf Íslandsmótið í golfi sem fram fer á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði dagana 21.–23. ágúst. Á unglingamótaröð GSÍ er keppt í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum. Flokkarnir eru 14 ára og yngri, 15–16 ára, 17–18 ára og 19–21 árs. Það verða því alls átta Íslandsmeistarar krýndir á Íslandsmótinu í holukeppni á Hólmsvelli og einnig á Íslandsmótinu í golfi á Hvaleyrarvelli. Golfsamband Íslands sér um framkvæmd Íslandsmóta á árinu 2020 samkvæmt tillögu sem samþykkt var á golfþingi 2019. Þessi háttur verður á framkvæmd golfmóta á stigamótaröð GSÍ fram til ársins 2027. Golfklúbbar landsins sjá um framkvæmd almennra stigamóta en GSÍ sér um framkvæmd Íslandsmóta.
108
golf.is // Golf á Íslandi
UNGLINGAMÓTARÖÐ GSÍ (U21) 29.-31. MAÍ 11.-13. JÚNÍ 17.-19. JÚLÍ 14.-16. ÁGÚST 21.-23. ÁGÚST
MÓT 1 - GM MÓT 2 - GKG MÓT 3 - GR MÓT 4 - ÍSLANDSMÓT Í HOLUKEPPNI - GS MÓT 5 - ÍSLANDSMÓTIÐ Í HÖGGLEIK - GK
Áskorendamótaröðin 2020 Áskorendamótaröð GSÍ hefur á undanförnum árum vaxið mikið en mótaröðin er ætluð keppendum sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en stigið er inn á sviðið á sjálfri unglingamótaröð GSÍ.
110
golf.is // Golf á Íslandi
Á Áskorendamótaröðinni eiga keppendur fyrst og fremst að hafa gaman og er keppnisfyrirkomulagið með þeim hætti að flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Skipulag móta á Áskorendamótaröðinni er einnig þannig keppendur byrja yfirleitt allir á sama tíma. Í lok móts er boðið upp á grillveislu þar sem keppendur geta notið samverustundar ásamt foreldrum og forráðamönnum. Fyrsta mót tímabilsins fór fram á Bakkakotsvelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar um síðustu helgi. Um miðjan júní er mót á dagskrá sem Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar mun skipuleggja. Þriðja mót tímabilsins verður á ný í umsjón Golfklúbbs Mosfellsbæjar en það fer fram um miðjan júlí. Um miðjan ágúst fer fjórða mótið fram en það verður á hinum skemmtileg velli í Grindavík. Lokamótið og það fimmta á tímabilinu verður á Setbergsvelli.
ÁSKORENDAMÓTARÖÐ GSÍ (U18) 30. MAÍ 12. JÚNÍ 18. JÚLÍ 14. ÁGÚST 22. ÁGÚST
MÓT 1 - GM MÓT 2 - GKG MÓT 3 - GM MÓT 4 - GG MÓT 5 - GSE
Öldungamótaröðin 2020
Alls eru sex mót á dagskrá á keppnistímabilinu á öldungamótaröð GSÍ 2020. Að venju má búast við fjölmenni á þeim mótum sem eru í boði á þessu tímabili. Fimm af sex mótum tímabilsins eru eins dags mót og keppt er tvívegis á sama keppnisvellinum.
Keppnistímabilið hófst um liðna helgi þegar keppt var á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Annað mót tímabilsins fer fram á Hamarsvelli hjá Golfklúbbi Borgarness og má búast við því að margir nýti tækifærið að æfa sig á þeim velli fyrir Íslandsmótið. Urriðavöllur er þriðji keppnisstaðurinn um miðjan júní hjá Golfklúbbnum Oddi. Fjórða mót tímabilsins er sjálft Íslandsmótið sem fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi hjá Golfklúbbi Borgarness. Keppnisdagarnir eru alls þrír en mótið hefur notið mikilla vinsælda hjá eldri kylfingum landsins á undanförnum árum. 112
golf.is - Golf á Íslandi
Fimmta mót tímabilsins og það næstsíðasta fer fram á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi í lok ágúst. Lokamótið er um miðjan september og er Golfklúbbur Reykjavíkur umsjónaraðili mótsins. Golfsamband Íslands sér um framkvæmd Íslandsmóta á árinu 2020 samkvæmt tillögu sem samþykkt var á golfþingi 2019. Þessi háttur verður á framkvæmd golfmóta á stigamótaröð GSÍ fram til ársins 2027. Golfklúbbar landsins sjá um framkvæmd almennra stigamóta en GSÍ sér um framkvæmd Íslandsmóta.
ÖLDUNGAMÓTARÖÐ GSÍ
31. MAÍ 7. JÚNÍ 14. JÚNÍ 16.-18. JÚLÍ 30. ÁGÚST 13. SEPTEMBER
MÓT 1 - GK MÓT 2 - GB MÓT 3 - GO MÓT 4 - ÍSLANDSMÓT 50+ 65+ - GB MÓT 5 - GL MÓT 6 - GR
Íslandsmót golfklúbba 2020 Íslandsmót golfklúbba 2020 er einn af stóru viðburðunum í keppnisdagatali kylfinga á öllum aldri. Keppni á Íslandsmótinu golfklúbba hefst í lok júní þegar keppni í unglingaflokkum fer fram. Keppnishelgarnar eru alls fjórar þar sem að úrslit ráðast í mismunandi aldursflokkum og deildum á Íslandsmóti golfklúbba. Keppnisdagatalið má sjá hér til hægri.
Lokastaðan í 1. deild karla 2019:
1. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 2. Golfklúbbur Reykjavíkur 3. Golfklúbburinn Keilir 4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar 5. Golfklúbbur Akureyrar 6. Golfklúbbur Suðurnesja 7. Golfklúbburinn Jökull 8. Golfklúbburinn Leynir
Lokastaðan í 2. deild karla 2019: 1. Golfklúbbur Vestmannaeyja 2. Golfklúbbur Selfoss 3. Golfklúbbur Setbergs 4. Golfklúbbur Öndverðarness 5. Nesklúbburinn 6. Golfklúbburinn Oddur 7. Golfklúbbur Kiðjaberg 8. Golfklúbbur Ísafjarðar
Lokastaðan í 3. deild karla 2019:
1. Golfklúbbur Húsavíkur 2. Golfklúbbur Skagafjarða 3. Golfklúbbur Fjallabyggðar 4. Golfklúbbur Hveragerðis 5. Golfklúbbur Grindavíkur 6. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar 7. Golfklúbbur Borgarnes 8. Golfklúbburinn Geysir
Lokastaðan í 4. deild karla 2019:
Golfklúbbur Kópavogs - og Garðabæjar fagnaði tvöföldum sigri í efstu deild á Íslandsmóti golfklúbba 2019. Breytingar verða í efstu deild karla þar sem að Golfklúbburinn Leynir mun halda sæti sínu í efstu deild þrátt fyrir að hafa fallið úr 1. deild í fyrra. Golfklúbburinn Jökull frá Ólafsvík, sem endaði í næst neðsta sæti 1. deildar, hefur ákveðið að taka ekki þátt í efstu deild og mun GJÓ hefja keppni í 4. deild. Hér eru lokastöðurnar á Íslandsmóti karla og kvenna á árinu 2019. Lokastöður í öðrum flokkum er að finna á golf.is.
1. Golfklúbburinn Flúðir 2. Golfklúbburinn Vestarr 3. Golfklúbburinn Mostri 4. Golfklúbbur Þorlákshafnar 5. Golfklúbbur Norðfjarðar
Lokastaðan í 1. deild kvenna 2019:
1. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 2. Golfklúbbur Reykjavíkur 3. Golfklúbburinn Keilir 4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar 5. Golfklúbbur Suðurnesja 6. Golfklúbburinn Oddur 7. Golfklúbbur Skagafjarðar 8. Golfklúbbur Vestmannaeyja
Lokastaðan í 2. deild kvenna 2019: 1. Golfklúbburinn Leynir (GL) 2. Nesklúbburinn (NK) 3. Golfklúbbur Fjallabyggðar (GFB) 114
golf.is - Golf á Íslandi
ÍSLANDSMÓT GOLFKLÚBBA 25.-27. JÚNÍ 25.-27. JÚNÍ 14.-16. JÚLÍ 23.-25. JÚLÍ 23.-25. JÚLÍ 24.-26. JÚLÍ 24.-26. JÚLÍ 21.-23. ÁGÚST 21.-23. ÁGÚST 20.-22. ÁGÚST 20.-22. ÁGÚST 20.-22. ÁGÚST
STÚLKUR - DRENGIR, U18 - GHR STÚLKUR - DRENGIR, U15 - GL U12 - GKG, GM, GK 1. DEILD KARLA OG KVENNA - GKG, GO 1. DEILD KARLA OG KVENNA - GKG, GO 2. DEILD KARLA - GL 2. DEILD KVENNA - GL 3. DEILD KARLA - GFB 4. DEILD KARLA - GÞ ELDRI KYLFINGAR 1.-2. DEILD KVENNA - GV ELDRI KYLFINGAR 1. DEILD KARLA - GA ELDRI KYLFINGAR 2.-3. DEILD KARLA - GSG
Haraldur Franklín lét til sín taka á æfingasvæði Leynis Haraldur Franklín Magnús er einn fremsti kylfingur landsins og er hann með keppnisrétt á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challenge Tour.
GR-ingurinn lætur verkin tala þegar kemur að því að æfa golfíþróttina. Það sást greinilega þegar atvinnukylfingurinn sá að það vantaði aðstoð á æfingasvæði Golfklúbbsins Leynis eftir fyrsta hringinn á B59 Hotel mótinu sem fram fór á Akranesi. Haraldur Franklín hafði sjálfur frumkvæði að því að fá leyfi til að hreinsa upp boltana af æfingasvæðinu. Eins og sjá má á þessum myndum hafði Haraldur gaman af því að aka um æfingasvæðið og týna upp boltana sem voru ansi margir úti á svæðinu eftir öll upphitunarhögg fremstu kylfinga landsins. Eins og áður segir er atvinnukylfingurinn með keppnisrétt á næststerkustu mótaröð Evrópu, Challenge Tour, og hann er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur leikið á einu af fjórum risamótunum í golfi atvinnukylfinga.
116
golf.is // Golf á Íslandi
golf.is
117
Ný golfakademía í Fjölbrautaskóla Suðurlands
Golfklúbbur Selfoss og Fjölbrautaskóli Suðurlands hafa gert með sér samkomulag um að stofna afreksbraut eða golfakademíu. Golfíþróttin mun því bætast við sem valkostur fyrir nemendur í íþróttaakademíu FSu. Þar með eru tveir framhaldsskólar á landinu sem bjóða upp á golf sem valkost á afreksbraut fyrir íþróttafólk. Borgarholtsskóli í Grafarvogi í Reykjavík hefur boðið upp á slíkt nám í nokkur ár.
118
golf.is
Í íþróttaakademíu FSu er íþróttaæfingum hjá úrvalsþjálfurum fléttað saman við nám á fjölmörgum námsbrautum. Alls munu 12 nemendur verða teknir inn á námsbrautina til að byrja með og er búist við mikilli aðsókn í námið. Ný og glæsileg inniaðstaða hjá Golfklúbbi Selfoss gegnir lykilhlutverki í því að boðið verður upp á afreksþjálfun í golfi samhliða námi í FSu. Olga Lísa Garðarsdóttir skólameistari FSu segir að málið hafi verið lengi í umræðunni en vegna aðstöðuleysis til æfinga yfir vetrartímann hafi því verið frestað. Ný og glæsileg inniaðstaða GOS hafi breytt forsendunum til þess að bjóða upp á golf sem valkost yfir vetrarmánuðina. „Starfið í íþróttaakademíunni hefur afar jákvæð áhrif inn í skólastarfið. Krakkarnir eru góðar fyrirmyndir og standa sig vel í námi. Þau eru skipulögð og kunna að fylgja reglum og sinna skólastarfinu af kostgæfni,“ bætir Olga við. Hlynur Geir Hjartarson framkvæmdastjóri GOS segir að íþróttaakademía FSu hafi breytt íþróttalífinu á Suðurlandi. Og nú sé tækifæri fyrir golfíþróttina að nýta tækifærin sem skapist. „Afreksstarfið er að skila sér og við eigum nokkra kylfinga í landsliðum. Þessi viðbót er hluti af því að halda áfram að byggja upp afreksstarfið. Ekki bara fyrir GOS heldur fyrir allt Suðurland og landið allt. Það eru fullt af efnilegum krökkum úti á landi sem ekki komast í afreksstarf og afreksþjálfun hjá menntuðum PGAþjálfurum. Þá væri þetta mögulega leiðin þeirra. Fara í skóla í FSu og ná í afreksþjálfun í leiðinni.“
ÖLL BESTU MERKIN Í GOLFINU... Bíldshöfði 9, 110 Reykjavík | verslun@orninngolf.is | Sími 577 2525
golf.is
119
Fjölmenni á golfnámskeiði á Bíldudal
„Hlakka til að fara vestur aftur“
„Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og Litlueyrarvöllur kom mér mikið á óvart. Þetta er völlur sem allir ættu að heimsækja og upplifa,“ segir Sigurður Hafsteinsson PGA golfkennari.
Sigurður, sem er einn reyndasti kylfingur landsins, fór um miðjan maí í heimsókn til Golfklúbbs Bíldudals þar sem hann hélt golfnámskeið. „Karl Þórisson hafði samband við mig og spurði hvort ég gæti komið til þeirra. Ég ákvað að slá til, þetta
120
golf.is Golf á Íslandi
var stórskemmtilegt og vonandi höfðu nemendurnir líka gaman af þessu,“ bætir Sigurður við. Kylfingar frá Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði komu á námskeiðið hjá Sigurði og svo gæti farið að hann færi á ný vestur og þá yrði námskeiðið haldið á Vesturbotnsvelli á Patreksfirði. „Aðsóknin fór fram úr öllum væntingum. Það voru 40 kylfingar sem mættu. Um helmingur þeirra voru nýliðar. Við vorum við æfingar og kennslu í þrjá daga. Veðrið var alls konar, það var gott fyrsta daginn, alveg geggjað á öðrum degi og hrikalega vont á þeim þriðja. En það mættu allir þegar veðrið var sem verst og það gladdi mig mikið.“ Sigurður hvetur íslenska kylfinga að nýta tækifærið og heimsækja sem flesta íslenska golfvelli í sumar. „Það kostar t.d. 2.500 kr. á dag að leika á Bíldudal. Og þá er hægt að leika eins marga hringi og kylfingar kjósa. Ég mæli með þessu og hlakka til að fara vestur aftur,“ sagði Sigurður enn fremur.
golf.is
121
Liðleiki og styrkur hjá Íslandsmeisturunum Ólafur Björn Loftsson og Axel Bóasson eru í hópi fjölmargra kylfinga sem nýta sér alla möguleika til þess að skoða púttlínuna gaumgæfilega. Þeir félagar eru báðir í fremstu röð afrekskylfinga á Íslandi, báðir atvinnumenn og hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi. Eins og sjá má á þessum myndum eru þeir félagar með liðleika og styrk til þess að henda sér í erfiða stöðu til að lesa púttlínuna. En hvers vegna að leggjast á kviðinn og skoða púttlínuna?
Axel: „Ég geri þetta þegar ég vil vera 150% öruggur um að hafa lesið púttlínuna rétt. Ef ég fæ á tilfinninguna að ég sé ekki alveg viss hvernig hallinn liggur þá er ég öruggur með ákvörðunina ef ég leggst svona niður. Þetta er líka fín æfing fyrir brjóstkassann,“ segir Axel en hann varð Íslandsmeistari í golfi í fyrsta sinn árið 2011 á Hólmsvelli í Leiru, í annað sinn á heimavelli í Hvaleyrinni 2017 og í þriðja sinn í Vestmannaeyjum árið 2018 þegar hann varði titilinn.
Ólafur:
122
golf.is
„Mér finnst oft betra að lesa púttlínuna þegar augun eru sem næst jörðinni. Þannig sé ég betur brotið í flötinni. Ég geri þetta eiginlega bara hérna heima á Íslandi þar sem flatirnar eru oftast mjög harðar. Ég veit að þetta hefur ekki áhrif á flatirnar hér heima. Á mjúkum flötum erlendis er svona lagað oft litið hornauga og ég sleppi því að gera þetta við slíkar aðstæður þar hætta er á að þetta hafi neikvæð áhrif á flatirnar,“ segir Ólafur Björn sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum árið 2009.
E N N E M M / S Í A / N M - 0 0 0 74 9
Forgjöf í Básum og Grafarkoti
20% afsláttur með N1 kortinu
Taktu sveifluna alla leið í sumar N1 kortið veitir þér 20% afslátt af boltakortum í Básum og sumarkortum á Grafarkotsvelli. Sæktu um N1 kortið og kynntu þér kostina á n1.is 440 1000
n1.is
ALLA LEIÐ
Þekkir þú völlinn? Á Íslandi eru rúmlega 60 golfvellir. Þessi mynd er frá skemmtilegum golfvelli sem margir hafa leikið. Spurningin er: Frá hvaða velli er þessi mynd?
124
golf.is
Rétt svar: Kirkjubólsvöllur, Golfklúbbur Sandgerðis.
Knattspyrnumaðurinn Samúel Kári kynntist golfinu í Leirunni
„Golf á að vera skemmtilegt“
126
golf.is „Golf á að vera skemmtilegt“
„Það er foreldrum mínum að þakka að ég fór að spila golf sem krakki. Ég var líklega 10 ára þegar ég byrjaði. Um tíma fór ég nánast alltaf með þeim út í Leiruna að spila,“ segir Samúel Kári Friðjónsson sem er atvinnumaður í knattspyrnu með þýska liðinu SC Paderborn.
Foreldrar Samúels Kára eru þau Friðjón Einarsson og Sólveig Guðmundsdóttir. Þau eru bæði kylfingar í Golfklúbbi Suðurnesja og það lá því beinast við að Samúel fengi að kynnast íþróttinni snemma á lífsleiðinni. Suðurnesjamaðurinn kann því ýmislegt fyrir sér í golfíþróttinni sem hann stundaði mikið sem barn og unglingur á Hólmsvelli í Leiru. Sú reynsla kemur sér vel í frístundum atvinnumannsins í dag og
einnig í óformlegum golfkeppnum landsliðsmanna Íslands í knattspyrnu. Samúel Kári fór ungur í atvinnumennsku en hann fór 17 ára gamall frá Keflavík til enska liðsins Reading. Eftir fjögur ár á Englandi samdi hann við Vålerenga í Noregi þar sem hann var fram til ársins 2020. „Ég var alltaf með fótboltann í forgangi og ég fór því aldrei 100% í golfið sem keppnisíþrótt. Ég tók samt sem áður þátt á einu Íslands-
móti unglinga að mig minnir, og nokkrum sinnum í meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja,“ segir Samúel Kári en hann vonast til þess að geta stundað golfið mun meira á næstu árum. „Ef ég gæti þá myndi ég spila miklu meira golf en ég hef gert að undanförnu. Ég er með 10 í forgjöf en held að ég spili frekar í kringum 12 í forgjöf eins og staðan er í dag. Það sem heillar mig við golfið er að þetta er íþrótt þar sem ég ætla bara að hafa gaman. Vera úti í náttúrunni með vinum eða fjölskyldu – það er ferskleiki sem fylgir því að fara út á golfvöll í góðu veðri. Draumaráshópurinn væri vel skipaður, ég myndi bjóða mömmu og pabba með í keppni við Phil Mickelson.“
Samúel Kári er mikill íþróttamaður og getur því slegið boltann langt en hann á eftir að slá draumahöggið
„Á góðum degi get ég dúndrað boltanum 270–280 metra. En hann fer ekki alltaf þangað sem ég miða. Því miður hef ég ekki enn náð að fara holu í höggi. Það kemur að því og það væri gaman að slá draumahöggið á uppáhaldsholunni minni, Bergvíkinni, á uppáhaldsvellinum mínum, Hólmsvelli í Leiru. Af erlendum völlum þá er völlur sem ég spilaði nýlega í Lúxemborg sá sem stendur upp úr, hann heitir Junglinster og er magnaður völlur.
Bergvíkin, 3. holan í Leirunni.
golf.is
127
Sigurður J. Hallbjörnsson er nýr alþjóðlegur golfdómari
Dómarastarfið
hefur opnað nýjar dyr fyrir mig
Sigurður J. Hallbjörnsson, golfdómari úr Golfklúbbi Vatnsleysustrandar, bættist í hóp alþjóðlegra dómara hér á Íslandi í febrúar sl. Alls hafa því þrettán íslenskir golfdómarar fengið slíkt réttindi frá árinu 1965. Sigurði var boðið að taka þátt á námskeiði fyrir golfdómara hjá R&A í St. Andrews í Skotlandi dagana 4.–7. febrúar 2020. Námskeiðinu lauk með prófi sem lagt var fyrir 96 golfdómara sem komu frá 47 þjóðum. Sigurður stóðst prófið og er því með alþjóðleg dómararéttindi frá R&A sem golfdómari. Sigurður segir í samtali við golf.is að námskeiðið hafi verið áhugavert, skemmtilegt og fræðandi – en á sama tíma mjög krefjandi verkefni. „Þetta kom nú þannig til að dómaranefnd Golfsambands Íslands fékk boð um að senda tvo fulltrúa á þetta námskeið. Aron Hauksson frá Golfklúbbi Reykjavíkur fékk einnig boð en hann gat því miður ekki þegið boðið. Ég fór því einn til „Mekka“ golfsins í St. Andrews í Skotlandi og það var mikil upplifun,“ segir Sigurður en námskeiðið samanstóð af fyrirlestrum, sýnikennslu og verklegum æfingum.
128
golf.is Dómarastarfið hefur opnað nýjar dyr fyrir mig
„Ég fékk ekki mikinn tíma til þess að skoða mig um á Old Course í St. Andrews en ég náði þó að ganga aðeins um á svæðinu þegar við fengum lausa stund. Það var mikil upplifun samt sem áður að koma á þetta sögufræga golfsvæði. Annars var þetta mikil vinna og lærdómur uppi á hótelherbergi á kvöldin. Ég leyni því ekkert að þetta var bara ansi strembið,“ bætir Sigurður við í léttum tón. Sló fyrstu höggin á Sauðárkróki Golfíþróttin hefur fylgt Sigurði um langa hríð en hann byrjaði í golf sem unglingur á Sauðárkróki. „Ég er Skagfirðingur og það er vini mínum Erni Sölva Halldórssyni að þakka að ég byrjaði í golfi á sínum tíma. Í minningunni voru þetta „jarðvegsframkvæmdir“ hjá okkur félögunum en ekki golf þegar við vorum að byrja. Það voru fleiri högg sem fóru í jörðina en í boltann svona til að byrja með.“
LOTTÓ APPIÐ!
Náðu þér í happaapp þjóðarinnar! Lottó appið er þegar búið að skila mörgum og stórum vinningum til þjóðarinnar. Appið er auðvelt og þægilegt í notkun og þar er miðinn þinn öruggur hvernig sem viðrar. Náðu þér í happaappið sem allir eru að tala um! Nánar á lotto.is APPIÐ OKKAR
Hvatning frá formanni kveikti áhugann Alþjóðadómarinn fékk áhuga á dómgæslu þegar slík mál voru til umræðu á aðalfundi GVS árið 2012. „Fyrrum formaður Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, Andrés Guðmundsson, vakti athygli á því á aðalfundi GVS árið 2012 að það væri skortur á dómurum hjá klúbbnum. Hann hvatti okkur félagsmennina til að fara á dómaranámskeið og styðja við starf klúbbsins með þeim hætti. Ég fann að ég hafði áhuga á þessu og fór því á héraðsdómaranámskeið árið 2012. Fjórum árum síðar eða árið 2016 tók ég landsdómarapróf og nú fjórum árum eftir þann áfanga bætti ég alþjóðlega dómaraprófinu við. Dómarastarfið er skemmtilegt og hefur opnað nýjar dyr fyrir mig. Ég hef kynnst skemmtilegu fólki í golfhreyfingunni út um allt land. Það er einnig gaman að fá tækifæri til að öðlast meiri þekkingu á innra starfi golfklúbba í gegnum dómarastörfin.“ Sigurði vonast eftir því að fá tækifæri til þess að nýta alþjóðadómararéttindin á mótum erlendis á næstu misserum. „Það væri gaman að fá tækifæri til þess að fá verkefni á mótum erlendis. Það er alla vega eitt af markmiðunum hjá mér. Ég hef líka velt því fyrir mér að taka próf hjá bandaríska golfsambandinu, USGA, og auka þar með möguleika mína á þessu sviði. Þetta eru bara vangaveltur hjá mér en aldrei að vita nema ég láti verða af þessu einn góðan veðurdag.“ Kálfatjarnarvöllur mitt annað heimili Eins og áður segir er Sigurður félagi í Golfklúbbi Vatnsleysustrandar og er klúbburinn nánast hans annað heimili. „Ég hef verið félagi í Golfklúbbi Vatnsleysustrandar frá árinu 2009 þegar við fluttum á Suðurnesin. Ástæðan fyrir því að ég valdi GVS var í raun sú að það hentaði vel að spila þar á leiðinni heim úr vinnu þar sem ég var á þeim tíma að vinna í Reykjavík. Mér fannst líka andinn í klúbbnum minna mig á það sem ég kannaðist við frá mínum æskuslóðum í Skagafirði. Konan mín hefur einnig áhuga á golfi og GVS. Hún gekk í klúbbinn árið 2011 og Kálfatjarnarvöllur er í dag okkar annað heimili,“ segir Sigurður J. Hallbjörnsson. 130
golf.is Dómarastarfið hefur opnað nýjar dyr fyrir mig
+ Akureyri
+ Birna Baldursdóttir
Íþróttafræðingur og einkaþjálfari á Akureyri
Nú er rétti tíminn til að njóta Íslands og alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Flug og bíll eða flug og gisting eru á sérkjörum í allt sumar þannig að núna er rétti tíminn til að kynnast Akureyri upp á nýtt. Golf á góðum díl Þú færð 50% afslátt af vallargjöldum á Jaðarsvelli gegn framvísun brottfararspjalds (gildir í fimm daga frá útgáfu).
Flug og gisting frá
Flug og bíll frá
29.900 kr.
28.900 kr.
í eina nótt á mann
í einn sólarhring á mann
+ Bókaðu á airicelandconnect.is
Þrettán alþjóðlegir dómarar Alls hafa 13 íslenskir golfdómarar öðlast alþjóðleg réttindi og var Kristján Einarsson úr GS sá fyrsti sem hlaut slík réttindi. Á árunum 1965–1999 voru aðeins tveir íslenskir dómarar með alþjóðleg réttindi. Á síðustu tveimur áratugum hafa ellefu dómarar bæst í alþjóðlega hópinn.
Eftirtaldir dómarar frá Íslandi hafa fengið alþjóðleg dómararéttindi: Kristján Einarsson, GS (1965) Þorsteinn Sv. Stefánsson, GR (1980) Hinrik Gunnar Hilmarsson, GR (2000) Sigurður Geirsson, GM (2000) Jón Thorarensen, GÖ (2003) Þórður Ingason, GO (2008) Aðalsteinn Örnólfsson, GKB (2010)
Hörður Geirsson, GK (2010) Kjartan Bjarnason, GKG (2011) Sæmundur Melstað, GKG (2012) Bergsveinn Þórarinsson, GKG (2015) Þorgrímur Björnsson, GKG (2016) Sigurður J. Hallbjörnsson, GVS (2020)
KOMDU Í
GOLF!