Golf á Íslandi - 1. tbl. 2020

Page 26

Heilsa

Golfíþróttin minnkar líkurnar á stórum áföllum Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Banda­ ríkjunum á árunum 1989–1999 gefa til kynna að líkurnar á alvarlegum heilsufarslegum áföllum séu minni hjá þeim sem leika golf í það minnsta einu sinni í mánuði. Rannsóknin stóð yfir í áratug og í úrtakinu voru 5.900 einstaklingar 65 ára og eldri. Þeir sem tóku þátt voru rannsakaðir með sex mánaða millibili á meðan á rannsókninni stóð. Niðurstöðurnar verða notaðar til þess að koma golfíþróttinni á kortið hjá heilbrigðisyfirvöldum í Bandaríkjunum - og að hið opinbera mæli með golfi sem íþrótt sem hafi góð áhrif á heilsu þeirra sem hana stunda. Rannsóknin sýndi fram á að 8,1% kylfinga sem stunda golf einu sinni í mánuði eða oftar fá heilablóðfall. Til samanburðar eru líkurnar á heilablóðfalli 15,1% hjá sama aldurshópi sem stundar ekki golf.

Golf virðist einnig hafa jákvæð áhrif á hjartaheilsu þeirra sem stunda íþróttina. Líkurnar á hjartaáfalli eru rétt um 10% hjá þeim sem stunda golf einu sinni í mánuði eða oftar. Líkurnar eru hins vegar 24,6% hjá þeim sem stunda ekki golf. Niðurstöðurnar voru kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu um heilablóðfall sem fram fór í Bandaríkjunum. Rannsóknin var gerð í háskólanum í Missouri. Niðurstöðurnar gefa sterklega til kynna að regluleg hreyfing og samvera hjá eldra fólki dragi verulega úr líkunum á heilablóðfalli og hjartaáfalli. Því oftar sem hreyfingin er stunduð og samverustundunum fjölgar því minni líkur eru á þessum áföllum.

8,1% kylfinga

sem stunda golf einu sinni í mánuði eða oftar

fá heilablóðfall

15,1% hjá sama aldurshópi

26

golf.is // Golf á Íslandi

sem stundar ekki golf


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.