2 minute read

Náttúru- & umhverfissfræði

Next Article
Skipulagsfræði

Skipulagsfræði

GRUNNNÁM BS NÁTTÚRA & SKÓGUR

HORFT ER TIL ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU OG UMHVERFISMÁLA Í ALÞJÓÐLEGU SAMHENGI MEÐ TILLITI TIL SJÁLFBÆRRAR ÞRÓUNAR SEM OG JAFNVÆGI VERNDUNAR OG NÝTINGAR NÁTTÚRUNNAR

Nemendur fá innsýn í málefni líðandi stundar á sviði umhverfisfræða og náttúrunýtingar. Sjálfbærni, þjónusta vistkerfa, auðlindanýting, mat á umhverfisáhrifum og umhverfishagfræði, sem og mál sem snúa að verndarsvæðum og þjóðgörðum. Námið hentar sérlega vel þeim sem hafa breiðan áhuga á náttúrufræði.

ÁHERSLUR Í NÁMI

Mesta vægi námsins er á almenna náttúrufræði, en til að tryggja að sem flest sjónarmið komi upp þegar ákvarðanir, sem tengjast eða hafa áhrif á náttúruna, eru teknar er mjög horft til þverfaglegrar nálgunar. Lögð er áhersla á breiða, þverfaglega grunnþekkingu í náttúrufræðum; -á lífvana og lifandi þáttum náttúrunnar, á samspili og ferlum þessara þátta innbyrðis og við umhverfið í heild. Áhersla er á vistfræðilega nálgun með skilning á einingum og þáttum innan vistkerfa og vistfræðilegum ferlum. Við námslok ættu nemendur að hafa góða þverfaglegan og samþættan skilning á grundvallarþáttum lífkerfa, samspili lífkerfa innbyrðis og við ólífrænt umhverfi sitt, áhrifum náttúrunýtingar á lífríki, eins hvernig má nýta náttúruaðlindir á sjálfbæran máta.

UPPBYGGING NÁMSINS

Á fyrsta ári er lögð áhersla á að veita almenna þekkingu og grunnskilning á sviðium náttúru og umhverfis. Áfangar eru t.d. almenn jarðfræði, siðfræði náttúrunnar, grasafræði, hagnýta grunntölfræði, vistfræði og almenna efnafræði. Nemendur taka einnig sumarnámskeið í plöntugreiningu og jarð- og jarðvegsfræði. Á öðru og þriðja ári er kafað dýpra í viðfangsefnin með sérhæfðari áföngum. T.d. plöntulífeðlisfræði, dýrafræði, náttúruvernd, flokkunarvistfræði, jarðvegsfræði og veðurfarsfræði auk valáfanga m.a. um verndarsvæði, þjóðagarða og auðlindanýtingu.

AÐ LOKNU NÁMI

Útskrifaðir nemendur ættu að hafa góðan þverfaglegan skilning á íslenskri náttúru og viðfangsefnum umhverfisfræða og geta meðal annars nýtt þekkinguna til starfa við umhverfisráðgjöf af ýmsum toga, til rannsókna, til kennslu í grunn- og framhaldsskólum, til starfa á verndarsvæðum og til áframhaldandi náms. Það hentar vel fyrir margvísleg störf sem krefjast sérþekkingar á íslenskri náttúru, s.s. umsjón, stjórn og skipulag umhverfismála og landnýtingar, eftirlit og umsjón með náttúruverndarsvæðum og mat á umhverfisáhrifum.

FRAMHALDSNÁM

Nám í náttúru- og umhverfisfræðum er góð undirstaða undir allt framhaldsnám í náttúruvísindum. Einnig er námið kjörið fyrir þá sem hyggjast afla sér kennsluréttinda í náttúrufræðum á grunn- og framhaldsskólastigi.

DÆMI UM LOKAVERKEFNI NEMENDA »

Breytileiki á varptíma æðarfugla innan Íslands. Sjálfbær þróun orkumála á Íslandi - Efling nýtingar og framleiðslu endurnýjanlegs metanóls til samgangna. Surtshellir - Fræðslu-/sögustígur til verndar svæðisins. Tegundasamsetning og þekja þörunga í fjörum. Kolgrafafjarðar í kjölfar síldardauða

Námsstig: Grunnnám Bakkalár BSc. Námslengd: 3 ár 180 ECTS. Fagdeild Náttúra & Skógur. Starfsstöð Hvanneyri. Fjarnám: Já

This article is from: