1 minute read

Blómaskreytingar

Next Article
Skrúðgarðyrkja

Skrúðgarðyrkja

ÖÐLASTU FÆRNI Í HELSTU AÐFERÐUM VIÐ MEÐHÖNDLUN OG NOTKUN BLÓMA Í BLÓMASKREYTINGUM

Námið er tilvalinn vettvangur fyrir listrænt og skapandi fólk sem hefur gaman af því að vinna handverk með lifandi efni. Starf blómaskreytis er áhugavert og fjölbreytt og getur veitt ýmis tækifæri í lífinu.

ÁHERSLUR Í NÁMI

Á námstímanum fá nemendur kennslu og þjálfun í öllum helstu aðferðum við meðhöndlun og notkun blóma í blómaskreytingum. Ítarlega er farið yfir form- og litafræði og nemendur vinna með öll algengustu stílbrigði blómaskreytinga. Nemendur fá innsýn í rekstur blómaverslana og læra að setja fram vörur í verslunum. Auk þess er farið yfir meðferð afskorinna blóma og greina sem og algengustu pottaplöntur og meðferð þeirra.

UPPBYGGING NÁMS

Námið skiptist í tveggja ára bóklegt nám og 60 vikna starfsnám undir handleiðslu verknámskennara.

AÐ NÁMI LOKNU

Nemendur fá starfsheitið blómaskreytir eða garðyrkjufræðingar af blómaskreytingabraut við brautskráningu. Þeir geta starfað sjálfstætt sem blómaskreytar eða tekið að sér verslunarstjórn og/eða rekstur blómaverslana, annast heildsölu eða ráðgjöf til viðskiptavina ásamt útstillingum í verslunum eða viðburðum. Starfið er ákaflega fjölbreytt og blómaskreytar eru þátttakendur í stærstu viðburðum viðskiptavina sinna svo sem stórafmælum og brúðkaupum.

FRAMHALDSNÁM

Námið býður upp á möguleika á framhaldsnámi erlendis auk þátttöku í alþjóðlegum keppnum á sviði blómaskreytinga.

Námsstig: Starfsmenntanám á framhaldsskólastigi. Námslengd 2 ár 120 Fein + 60 vikna verknám 100 Fein. Fagdeild Skipulag & Hönnun. Starfsstöð Reykir í Ölfusi.

This article is from: