4 minute read
VELKOMIN Í LBHÍ
VANDAÐ NÁM
Boðið er upp á fjölmarga námsmöguleika í litlum og persónulegum skóla. Sérstaða okkar er nám við kjöraðstæður þar sem hver einstaklingur skiptir máli og allir þekkjast vel. Aðgengi að kennurum og stoðþjónustu er gott og eru allir boðnir og búnir til þess að aðstoða nemendur eftir fremsta megni.
Þrjár starfsstöðvar
Aðalbygging skólans er á Hvanneyri þar sem er að finna stjórnsýslu, kennslurými og nemendagarða. Á Reykjum er miðstöð garðyrkjutengds náms og rannsókna í garðyrkju. Þar eru rannsóknagróðurhús og verknámsskálar. Á Keldnaholti eru skrifstofur starfsfólks og kennara og aðstaða til rannsókna ásamt því að kennsla í skipulagsfræði fer þar fram. Á Keldnaholti er einnig aðsetur Landgræðsluskólans. Skólaárinu er almennt skipt niður í fjórar annir sem eru sjö vikur hver, tvær að hausti og tvær að vori. Nám á Reykjum skiptist í haustönn og vorönn. Eftir hverja kennsluönn eru haldin próf.
Nemendagarðar
Á Hvanneyri eru nemendagarðar í göngufæri við aðalbyggingu skólans. Íbúðir eru fjölbreyttar, allt frá einstaklingsherbergjum upp í fjögurra herbergja íbúðir. Einnig er hægt að leigja herbergi fyrir fjarnema eða yfir sumarnámskeið til styttri tíma. Á Reykjum er hægt að leigja herbergi sömuleiðis. Nemendalíf
Nemendafélag skólans stendur fyrir ýmsum viðburðum á hverju ári og má þar helst nefna glæsilega árshátíð, nýnemasprell og mót í leðjubolta. Nemendafélag garðyrkjudeilda sér um opin dag á sumarhátíð á Reykjum, fer í námsferðir og gefur út tímaritið Vorboðann.
Samstarf er við marga erlenda háskóla og erum við aðilar að Erasmus, Nova og Nordplus netinu. Alþjóðafulltrúi aðstoðar nemendur og starfsfólk sem hefur hug á skiptinámi eða starfsdvöl erlendis ásamt því að kynnir tækifæri utan Íslands.
FJARNÁM
Boðið er upp á fjarnámslausnir í flestum námsgreinum í háskóladeild sem og starfsmenntanámi. Með fjarnámslausnum geta nemendur stundað nám sitt hvaðan sem er með því að hlusta á upptökur frá fyrirlestrum. Fjarnámslotur í grunn- og framhaldsnámi eru tvisvar á hverri önn, þar sem nemendur gera verklegar æfingar, fara í námsferðir og annað sem krefst viðveru. Fjarnám í starfsmenntanámi er kennt á fjórum árum í stað tveggja.
NÁMSBRAUTIR Í BOÐI
STARFSMENNTANÁM
Ylrækt
Lífræn ræktun
Garð- & skógarplöntur Búfræði
Blómaskreytingar
Skrúðgarðyrkja
Skógur & náttúra
Búfræði
Sérhæft starfsmenntanám Við bjóðum sérhæft starfsmenntanám í garðyrkjutengdum fögum og búfræði. Námið er tveggja ára bóklegt nám auk 12 - 60 vikna starfsnámi undir handleiðslu meistara eða á búum víða um land.
Starfsmenntanám er nám á framhaldsskólastigi og hægt að sérhæfa sig á ýmsum sviðum landbúnaðar, skipulags og hönnunar. Garðyrkjutengd fög eru kennd á Reykjum í Ölfusi og búfræði er kennd á Hvanneyri.
GRUNN- & FRAMHALDSNÁM
Búvísindi
Hestafræði
Landslagsarkitektúr
Skipulagsfræði
Skógfræði
Náttúru- & umhverfisfræði
Umhverfisbreytingar á norðurslóðum
BS nám Áhersla er lögð á sveigjanleika þar sem nemandinn hefur tækifæri til að laga námið að aðstæðum og áhugasviðum sínum jafnframt því að öðlast breiðan bakgrunn fyrir margvísleg störf eða frekari menntun.
MS og PhD nám Einstaklingsmiðað rannsóknarnám til meistaraog doktorsprófs í búvísindum og ýmsum greinum náttúru- og umhverfisvísinda í fagdeildum skólans.
Meistaranámsbraut (MS) í skipulagsfræði er kennd á Keldnaholti í Reykjavík og er einnig boðið upp á PhD nám í skipulagsfræði.
SJÁLFBÆRNI HAGSÆLD FRAMSÆKNI
Starfsemi okkar snertir öll 17 sjálfbærnimarkmið Sameinuðu Þjóðanna - að engu unldanskyldu!
Stefna skólans til framtíðar speglar sig að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og stefnu ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun, loftslagsmarkmið, ósnortin víðerni og verndun náttúru og lífs.
Landbúnaðarháskóli Íslands gegnir mikilvægu hlutverki við að skapa og miðla tækniþekkingu til að bregðast við hnattrænum áskorunum sem og að tryggja samfélagslegan stöðugleika, hagsæld og lífsgæði til framtíðar.
Brýnt er að Landbúnaðarháskóli Íslands mennti og þjálfi nemendur sína og starfsfólk til að taka þátt í þeirri þróun og uppbyggingu sem framundan er með nýjum áherslum og öflugu rannsóknar- og nýsköpunarstarfi.
Stefna Landbúnaðarháskóla Íslands leggur áherslu á samráð og samvinnu við atvinnulíf, sveitarfélög, opinberar stofnanir og stjórnvöld um uppbyggingu innviða, byggðaþróun og önnur sameiginleg málefni.
Með auknu rannsókna- og nýsköpunarstarfi mun tækniþekking eflast og innviðir skólans styrkjast. Landbúnaðarháskólinn mun einbeita sér að styrkingu starfsmenntanáms skólans og auka sýnileika þess.