1 minute read
Skógur & náttúra
STARFSMENNTANÁM
UNDIRSTAÐA SKÓGRÆKTAR OG VERKÞEKKING Í STÖRFUM SEM LÚTA AÐ RÆKTUN SKÓGA OG UMÖNNUN UMHVERFIS
Skógtæknir/garðyrkjufræðingur á sviði skógar og náttúru starfar við umhirðu skóglendis og grænna svæða í grennd við byggð, gjarnan við umsjón útivistarsvæða.
ÁHERSLUR Í NÁMI
Kenndar eru grunngreinar náttúrufræði, svo sem jarðvegs- og áburðarfræði, plöntuþekking, plöntulífeðlisfræði, vistfræði og umhverfisfræði. Fjallað ítarlega um skógrækt, nýtingu skógarafurða, skjólbelti, útivistarsvæði og friðlönd.
UPPBYGGING NÁMSINS
Nám á braut skógar og náttúru skiptist í fjögurra anna bóklegt nám og 60 vikna verknám undir handleiðslu aðila með menntun á sviði garðyrkju og skógræktar viðurkennda af skólanum. Dagbók er metin til einkunnar. Alls er námið 220 ein. sem skiptist i 120 ein. bóklegt nám og 100 ein. verknám.
AÐ LOKNU NÁMI
Starfsvettvangur útskrifaðra nemenda er í skóg- og trjárækt og verkstjórn á þeim sviðum. Einnig vinna útskrifaðir nemendur við margvísleg störf tengd uppgræðslu, landbótum, náttúruvernd, útivistar- og ferðaþjónustusvæðum, grænum svæðum í þéttbýli, o.fl.
FRAMHALDSNÁM
Skóg og náttúrubraut er góður undirbúningur fyrir frekara háskólanám t.d. í skógfræði, náttúru- og umhverfisfræðum eða landslagsarkitektúr.
DÆMI UM LOKAVERKEFNI NEMENDA
Þjóðleið númer eitt. Grisjun í hliðum Reykjafjalls. Skemmtileg gönguleið að Ástarbrekku. Göngustígagerð í Réttarbrekku í hlíðum Reykjafjalls.
Námsstig: Starfsmenntanám á framhaldsskólastigi. Námslengd 2 ár 120 ein + 60 vikna verknám 100 ein. Fagdeild Náttúra & Skógur. Starfsstöð Reykir í Ölfusi