Námsframboð í Landbúnaðarháskóla Íslands

Page 2

VELKOMIN Í LBHÍ VELKOMIN Í LBHÍ

FJÖLBREYTT NÁM

ALÞJÓÐAFULLTRÚI

Boðið er upp á fjölmarga námsmöguleika í litlum og persónulegum skóla. Sérstaða okkar er nám við kjöraðstæður þar sem hver einstaklingur skiptir máli og allir þekkjast vel. Aðgengi að kennurum og stoðþjónustu er gott og eru allir boðnir og búnir til þess að aðstoða nemendur eftir fremsta megni.

Samstarf er við marga erlenda háskóla og erum við aðilar að Erasmus, Nova og Nordplus netinu. Alþjóðafulltrúi aðstoðar nemendur og starfsfólk sem hefur hug á skiptinámi eða starfsdvöl erlendis ásamt því að kynnir tækifæri utan Íslands.

Þrjár starfsstöðvar Aðalbygging skólans er á Hvanneyri þar sem er að finna stjórnsýslu, kennslurými og nemendagarða. Á Reykjum er miðstöð garðyrkjutengds náms og rannsókna í garðyrkju. Þar eru rannsóknagróðurhús og verknámsskálar. Á Keldnaholti eru skrifstofur starfsfólks og kennara og aðstaða til rannsókna ásamt því að kennsla í skipulagsfræði fer þar fram. Á Keldnaholti er einnig aðsetur Landgræðsluskólans. Skólaárinu er almennt skipt niður í fjórar annir sem eru sjö vikur hver, tvær að hausti og tvær að vori. Nám á Reykjum skiptist í haustönn og vorönn. Eftir hverja kennsluönn eru haldin próf. Nemendagarðar Á Hvanneyri eru nemendagarðar í göngufæri við aðalbyggingu skólans. Íbúðir eru fjölbreyttar, allt frá einstaklingsherbergjum upp í fjögurra herbergja íbúðir. Einnig er hægt að leigja herbergi fyrir fjarnema eða yfir sumarnámskeið til styttri tíma. Á Reykjum er hægt að leigja herbergi sömuleiðis. Nemendalíf

2

Nemendafélag skólans stendur fyrir ýmsum viðburðum á hverju ári og má þar helst nefna glæsilega árshátíð, nýnemasprell og mót í leðjubolta. Nemendafélag garðyrkjudeilda sér um opin dag á sumarhátíð á Reykjum, fer í námsferðir og gefur út tímaritið Vorboðann.

GESTANÁM Samningur er á milli HÍ, HA, LBHÍ og Háskólans á Hólum og samkvæmt honum geta nemendur tekið námskeið þvert á skóla þeim að kostnaðarlausu. Markmiðið er að auðvelda og hvetja nemendur til að gerast gestanemendur við aðra opinbera háskóla.

FJARNÁM Boðið er upp á fjarnámslausnir í flestum námsgreinum í háskóladeild sem og starfsmenntanámi. Með fjarnámslausnum geta nemendur stundað nám sitt hvaðan sem er með því að hlusta á upptökur frá fyrirlestrum. Fjarnámslotur í grunn- og framhaldsnámi eru tvisvar á hverri önn, þar sem nemendur gera verklegar æfingar, fara í námsferðir og annað sem krefst viðveru. Fjarnám í starfsmenntanámi er kennt á fjórum árum í stað tveggja.

ENDURMENNTUN Við Landbúnaðarháskólann er boðið upp á fjölmörg styttri námskeið tengd fræðasviðum skólans og lengri eins og Reiðmanninn og Grænni skóga. Nánar á www.endurmenntun.lbhi.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.