WWW.LBHI.IS STARFSMENNTANÁM GRUNNNÁM FRAMHALDSNÁM RANNSÓKNIR
Velkomin FJÖLBREYTT NÁMSFRAMBOÐ Í PERSÓNULEGUM SKÓLA
1
VELKOMIN Í LBHÍ VELKOMIN Í LBHÍ
FJÖLBREYTT NÁM
ALÞJÓÐAFULLTRÚI
Boðið er upp á fjölmarga námsmöguleika í litlum og persónulegum skóla. Sérstaða okkar er nám við kjöraðstæður þar sem hver einstaklingur skiptir máli og allir þekkjast vel. Aðgengi að kennurum og stoðþjónustu er gott og eru allir boðnir og búnir til þess að aðstoða nemendur eftir fremsta megni.
Samstarf er við marga erlenda háskóla og erum við aðilar að Erasmus, Nova og Nordplus netinu. Alþjóðafulltrúi aðstoðar nemendur og starfsfólk sem hefur hug á skiptinámi eða starfsdvöl erlendis ásamt því að kynnir tækifæri utan Íslands.
Þrjár starfsstöðvar Aðalbygging skólans er á Hvanneyri þar sem er að finna stjórnsýslu, kennslurými og nemendagarða. Á Reykjum er miðstöð garðyrkjutengds náms og rannsókna í garðyrkju. Þar eru rannsóknagróðurhús og verknámsskálar. Á Keldnaholti eru skrifstofur starfsfólks og kennara og aðstaða til rannsókna ásamt því að kennsla í skipulagsfræði fer þar fram. Á Keldnaholti er einnig aðsetur Landgræðsluskólans. Skólaárinu er almennt skipt niður í fjórar annir sem eru sjö vikur hver, tvær að hausti og tvær að vori. Nám á Reykjum skiptist í haustönn og vorönn. Eftir hverja kennsluönn eru haldin próf. Nemendagarðar Á Hvanneyri eru nemendagarðar í göngufæri við aðalbyggingu skólans. Íbúðir eru fjölbreyttar, allt frá einstaklingsherbergjum upp í fjögurra herbergja íbúðir. Einnig er hægt að leigja herbergi fyrir fjarnema eða yfir sumarnámskeið til styttri tíma. Á Reykjum er hægt að leigja herbergi sömuleiðis. Nemendalíf
2
Nemendafélag skólans stendur fyrir ýmsum viðburðum á hverju ári og má þar helst nefna glæsilega árshátíð, nýnemasprell og mót í leðjubolta. Nemendafélag garðyrkjudeilda sér um opin dag á sumarhátíð á Reykjum, fer í námsferðir og gefur út tímaritið Vorboðann.
GESTANÁM Samningur er á milli HÍ, HA, LBHÍ og Háskólans á Hólum og samkvæmt honum geta nemendur tekið námskeið þvert á skóla þeim að kostnaðarlausu. Markmiðið er að auðvelda og hvetja nemendur til að gerast gestanemendur við aðra opinbera háskóla.
FJARNÁM Boðið er upp á fjarnámslausnir í flestum námsgreinum í háskóladeild sem og starfsmenntanámi. Með fjarnámslausnum geta nemendur stundað nám sitt hvaðan sem er með því að hlusta á upptökur frá fyrirlestrum. Fjarnámslotur í grunn- og framhaldsnámi eru tvisvar á hverri önn, þar sem nemendur gera verklegar æfingar, fara í námsferðir og annað sem krefst viðveru. Fjarnám í starfsmenntanámi er kennt á fjórum árum í stað tveggja.
ENDURMENNTUN Við Landbúnaðarháskólann er boðið upp á fjölmörg styttri námskeið tengd fræðasviðum skólans og lengri eins og Reiðmanninn og Grænni skóga. Nánar á www.endurmenntun.lbhi.is
HAFÐU SAMBAND! Á kennsluskrifstofunni svörum við gjarnan öllum nánari fyrirspurnum. Við erum í síma 433 5000 eða sendu okkur póst á kennsluskrifstofa@lbhi.is
NÁMSBRAUTIR Í BOÐI STARFSMENNTANÁM BLS
9
11 13 15
Fagdeild Ræktunar & fæðu
Ylrækt Lífræn ræktun Garð- & skógarplöntur Búfræði Fagdeild Skipulags & hönnunar
23 25
BLS
17
19
Fagdeild Ræktunar & fæðu
Búvísindi BSc MSc PhD Hestafræði BSc MSc PhD Fagdeild Skipulags & hönnunar
27 29
Blómaskreytingar Skrúðgarðyrkja Sveinspróf
35
Skógur & náttúra
39
Fagdeild Náttúru og skógar
33
GRUNN- & FRAMHALDSNÁM
Landslagsarkitektúr BSc Skipulagsfræði MSc PhD Fagdeild Náttúru og skógar
37
Skógfræði BSc MSc PhD Náttúru- & umhverfisfræði BSc MSc PhD Umhverfisbreytingar á norðurslóðum Nordic MSc
Sérhæft starfsmenntanám Við bjóðum sérhæft starfsmenntanám í garðyrkjutengdum fögum og búfræði. Námið er tveggja ára bóklegt nám auk 12 - 60 vikna starfsnámi undir handleiðslu meistara eða á búum víða um land.
BS nám Áhersla er lögð á sveigjanleika þar sem nemandinn hefur tækifæri til að laga námið að aðstæðum og áhugasviðum sínum jafnframt því að öðlast breiðan bakgrunn fyrir margvísleg störf eða frekari menntun.
Starfsmenntanám er nám á framhaldsskólastigi og hægt að sérhæfa sig á ýmsum sviðum landbúnaðar, skipulags og hönnunar. Garðyrkjutengd fög eru kennd á Reykjum í Ölfusi og búfræði er kennd á Hvanneyri.
MS og PhD nám Einstaklingsmiðað rannsóknarnám til meistaraog doktorsprófs í búvísindum og ýmsum greinum náttúru- og umhverfisvísinda í fagdeildum skólans. Meistaranámsbraut (MS) í skipulagsfræði er kennd á Keldnaholti í Reykjavík og er einnig boðið upp á PhD nám í skipulagsfræði. Nýjasta MS brautin er Nordic Master í umhverfisbreytingum á norðurslóðum. 3
RANNSÓKNIR NÝSKÖPUN KENNSLA STEFNA SKÓLANS Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóli Íslands gegnir lykilhlutverki í þeim þáttum samfélagsins sem snúa að þróun landbúnaðar, nýtingu náttúruauðlinda, skipulagsmála, umhverfis- og loftslagsmála sem og samfélagsins og efnahagslífsins í heild. Til næstu ára leggjum við höfuðáherslu á að stórauka rannsóknir, nýsköpun og alþjóðlegt samstarf í því skyni að efla kennslu og innviði skólans. Áhersla verður lögð á sjálfbærni, fjölgun vísindamanna við skólann sem og fjölgun nemenda. Skólinn starfar á þremur meginstarfsstöðvum; á Hvanneyri, í Reykjavík og á Reykjum í Ölfusi. Þessar einingar mynda eina heild þannig að nemendur skólans hafa möguleika á að nýta sér aukna breidd í námsframboði. Hlutverk skólans er því afar víðfeðmt og gríðarlega mikilvægt. Það snertir grundvallarskilyrði lífs okkar á jörðinni og varðar fæðuöryggi, aðgengi að heilnæmu andrúmslofti, hreinu vatni og orku, sem aftur byggir á fjölbreytileika vistkerfa og jafnvægi þeirra í náttúrunni. Á undanförnum misserum hefur orðið mikil vitundarvakning á þessum sviðum og flestir farnir að átta sig á því að aðgerða er þörf og vill skólinn leggja sitt að mörkum til lausna til framtíðar. Rannsóknir Sérstaða okkar felst í hlutfallslega miklu rannsóknarstarfi, sem er mikill styrkur þegar kemur að rannsóknartengdu námi, þ.e. námi til meistaraog doktorsgráða. 4
„
VIÐ MUNUM Á NÆSTU ÁRUM LEGGJA HÖFUÐÁHERSLU Á AÐ EFLA RANNSÓKNIR OG ALÞJÓÐASTARF OG SAMÞÆTTA RANNSÓKNIR, NÝSKÖPUN OG KENNSLU. ÞANNIG MUN SKÓLINN BEST ÞJÓNA ÞVÍ HLUTVERKI AÐ SKAPA OG MIÐLA ÞEKKINGU Á SVIÐI SJÁLFBÆRRAR NÝTINGAR AUÐLINDA, UMHVERFIS, SKIPULAGS OG MATVÆLAFRAMLEIÐSLU Á NORÐURSLÓÐUM.
“
SJÁLFBÆRNI HAGSÆLD FRAMSÆKNI STARFSEMI OKKAR SNERTIR ÖLL 17 SJÁLFBÆRNIMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA - AÐ ENGU UNDANSKYLDU! Stefna skólans til framtíðar speglar sig að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og stefnu ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun, loftslagsmarkmið, ósnortin víðerni og verndun náttúru og lífs. Landbúnaðarháskóli Íslands gegnir mikilvægu hlutverki við að skapa og miðla tækniþekkingu til að bregðast við hnattrænum áskorunum sem og að tryggja samfélagslegan stöðugleika, hagsæld og lífsgæði til framtíðar.
Stefna Landbúnaðarháskóla Íslands leggur áherslu á samráð og samvinnu við atvinnulíf, sveitarfélög, opinberar stofnanir og stjórnvöld um uppbyggingu innviða, byggðaþróun og önnur sameiginleg málefni.
Brýnt er að Landbúnaðarháskóli Íslands mennti og þjálfi nemendur sína og starfsfólk til að taka þátt í þeirri þróun og uppbyggingu sem framundan er með nýjum áherslum og öflugu rannsóknar- og nýsköpunarstarfi.
Með auknu rannsókna- og nýsköpunarstarfi mun tækniþekking eflast og innviðir skólans styrkjast. Landbúnaðarháskólinn mun einbeita sér að styrkingu starfsmenntanáms skólans og auka sýnileika þess.
HVAÐ ER LANDBÚNAÐUR? Landbúnaður er ein af mikilvægustu atvinnugreinum á Íslandi en hann gegnir lykilhlutverki í fæðu- og matvælaöryggi þjóðarinnar. Þá er landbúnaður uppistaðan í lífsviðurværi og atvinnu í dreifbýli landsins og oftar en ekki sá grunnur sem ýmis þjónusta og nýsköpun hvíla á. 5
RÆKTUN & FÆÐA 6
7
8
YLRÆKT
GARÐYRKJUFRAMLEIÐSLA STARFSMENNTANÁM
RÆKTUN&FÆÐA STARFSMENNTANÁM / GARÐYRKJUFRAMLEIÐSLA / YLRÆKT
FRAMLEIÐSLA MATVÆLA Í GRÓÐURHÚSUM ER ÖRT VAXANDI GREIN OG MIKIL ÞÖRF FYRIR VEL MENNTAÐ GARÐYRKJUFÓLK Kennd er framleiðsla margvíslegra afurða í gróðurhúsum, svo sem matjurta, afskorinna blóma og pottaplantna. Auk grunngreina garðyrkjunáms er farið í loftslagsstýringu í gróðurhúsum, viðbrögð við meindýrum og sjúkdómum, gæðamál og umhverfismál tengd faginu. Ræktun matjurta í garðlöndum er einnig kennd á ylræktarbraut og er útiræktun matjurta er sömuleiðis mikilvægur þáttur í íslenskri garðyrkjuframleiðslu. ÁHERSLUR Í NÁMI
AÐ NÁMI LOKNU
Þekking á helstu tegundum og yrkjum fyrir mismunandi tegundir ræktunar, fjölgun, uppeldi, ræktunarpláss, jarðvegsgerð, áburðargjöf, koltvísýringsgjöf, lýsingu/myrkvun og viðbrögð við meindýrum og sjúkdómum.
Þegar bóklegu og verklegu námi lýkur hlýtur nemandi starfsheitið garðyrkjufræðingur. Framleiðsla matvæla í gróðurhúsum er ört vaxandi grein og mikil þörf fyrir vel menntað garðyrkjufólk. Ylræktarfræðingur/garðyrkjufræðingur á sviði ylræktar starfar við ylræktarog útimatjurtaframleiðslu í garðyrkjustöð, annaðhvort við eigin rekstur eða hjá öðrum og þá gjarnan sem verkstjóri eða ræktunarstjóri.
Þekking á ræktunaráætlunum plantna, bæði í gróðurhúsum og á garðlöndum með gæði þeirra að leiðarjósi. Stýring á umhverfisþáttum í gróðurhúsum, s.s. lýsingarmagni, hitastigi, áburðargjöf, vökvun og myrkvunarbúnaði og bregst við vandamálum sem upp kunna að koma. Farið er yfir umhverfisáhrif framleiðslunnar og leiðir til að fyrirbyggja neikvæð áhrif. UPPBYGGING NÁMSINS Námið skiptist í bóklegt nám, 4 annir og verklegt nám í alls 60 dagbókarskyldar vikur á viðurkenndum verknámsstað, undir handleiðslu garðyrkjufræðings. Dagbók er metin til einkunnar. Alls er námið 220 framhaldsskóla einingar, 120 ein. bóklegt og 100 ein. verknám.
FRAMHALDSNÁM Hægt er að fara beint í framhaldsnám í garðyrkjutækni, td. í Danmörku eða stunda frekara nám við LBHÍ á sviði umhverfis- og náttúrufræða og hönnunar, t.a.m. í skógfræði eða í landslagsarkitektúr á háskólastigi.
NÁMIÐ LEIDDI MIG Í RÉTTA ÁTT! Linda María Traustadóttir Ylræktarbraut
Námslengd 2 ár Námsstig 120 ein + 60 vikna Framh.skóla Starfsmenntanám verknám 100 ein
Fagdeild Ræktun & Fæða
„ Starfsstöð Reykir í Ölfusi 9
Garð- & skógarplöntur
GARÐYRKJUFRAMLEIÐSLA STARFSMENNTANÁM
10
RÆKTUN&FÆÐA STARFSMENNTANÁM / GARÐYRKJUFRAMLEIÐSLA / GARÐ- & SKÓGARPLÖNTUR
LÆRÐU RÆKTUN TRJÁA, RUNNA, SUMARBLÓMA OG FJÖLÆRRA PLANTNA SEM NÝTAST FYRIR GARÐA OG OPIN SVÆÐI SEM OG FRAMLEIÐSLU PLANTNA TVIL ÍSLENSKRAR SKÓGRÆKTAR Nám í garð- og skógarplöntuframleiðslu veitir sérþekkingu á framleiðslu fjölbreyttra plöntuhópa. Nemendur læra um helstu plöntutegundir sem henta til ræktunar hérlendis og ítarlega er fjallað um ræktunarskilyrði við íslenskar aðstæður.
ÁHERSLUR Í NÁMI
AÐ NÁMI LOKNU
Nemendur fá staðgóða þekkingu í framleiðslu og uppeldi garð- og skógarplantna við íslenskar aðstæður. Kenndar eru grunn-greinar plöntulífeðlisfræði, jarðvegsog áburðarfræði en einnig læra nemendur ítarlega um fjölgunaraðferðir, uppeldi og framhaldsræktun allra helstu tegunda garð- og skógarplantna í ræktun á Íslandi, auk matjurta, ávaxtatrjáa og pottaplantna.
Þegar bóklegu og verklegu námi lýkur hlýtur nemandi starfsheitið garðyrkjufræðingur. Garðplöntufræðingur/ garðyrkjufræðingur á sviði garð- og skógarplöntuframleiðslu sér um framleiðslu og sölu á plöntum og veitir viðskiptavinum ráðgjöf um allt er varðar ræktun plantna í görðum og á opnum svæðum á Íslandi. Brautskráðir nemendur starfa ýmist við eigin rekstur, í garð- og skógarplöntustöðvum eða á vegum sveitarfélaga, þá gjarnan sem verkstjórar eða garðyrkjustjórar en einnig við margvísleg garðyrkjustörf eða ráðgjöf.
Einnig er farið í markaðsmál, rekstur og rekstrarumhverfi greinarinnar sem og félagslega uppbyggingu hennar. UPPBYGGING NÁMSINS
FRAMHALDSNÁM
Námið skiptist í bóklegt nám, 4 annir og verklegt nám í alls 60 dagbókarskyldar vikur á viðurkenndum verknámsstað, undir handleiðslu garðyrkjufræðings. Dagbók er metin til einkunnar. Alls er námið 220 framhaldsskóla einingar, 120 ein. bóklegt og 100 ein. verknám.
Hægt er að fara beint í framhaldnám í garðyrkjutækni, t.d. á Norðurlöndunum eða stunda frekara nám við LBHÍ á sviði umhverfis- og náttúrufræða og hönnunar, t.a.m. í skógfræði eða landslagsarkitektúr á háskólastigi.
Námslengd 2 ár Námsstig 120 ein + 60 vikna Framh.skóla Starfsmenntanám verknám 100 ein
Fagdeild Ræktun & Fæða
Starfsstöð Reykir í Ölfusi 11
Lífræn Ræktun matjurta
GARÐYRKJUFRAMLEIÐSLA STARFSMENNTANÁM
12
RÆKTUN&FÆÐA STARFSMENNTANÁM / GARÐYRKJUFRAMLEIÐSLA / LÍFRÆN RÆKTUN MATJURTA
MATVÆLAFRAMLEIÐSLA SEM LEGGUR ÁHERSLU Á HEILBRIGÐI AFURÐA, FRJÓSEMI JARÐVEGS OG SJÁLFBÆRNI Í VERKI Stóraukin þörf er á íslenskum afurðum sem framleiddar eru með aðferðum lífrænnar ræktunar. Felast í því framtíðartækifæri fyrir duglegt og drífandi fólk sem vill hefja ræktun lífrænt vottaðra matjurta með umhverfisvernd og heilbrigði afurða að leiðarljósi. Hægt er að sækja um opinbera styrki til að hefja búskap í lífrænni matjurtaræktun. ÁHERSLUR Í NÁMI
AÐ NÁMI LOKNU
Nemendur læra um fjölgun, uppeldi og framhaldsræktun á matjurtum og afurðum þeirra eftir aðferðum lífrænnar ræktunar, bæði í gróðurhúsum og utanhúss.
Þegar bóklegu og verklegu námi lýkur hlýtur nemandi starfsheitið garðyrkjufræðingur. Garðyrkjufræðingar af námsbraut um lífræna ræktun matjurta starfa við lífræna framleiðslu, ýmist við eigin rekstur eða í garðyrkjustöðvum. Þeir eru eftirsóttir í ráðgjöf og til margvíslegra garðyrkjustarfa.
Auk grunngreina eins og grasafræði, plöntulífeðlisfræði og plöntuáfanga er fjallað um mismunandi ræktunarstefnur, jarðvegs- og skiptiræktun í lífrænni framleiðslu, býflugnarækt til hunangsframleiðslu, gæðamál og úrvinnslu afurða. Farið er í markaðsmál, rekstur og rekstrarumhverfi greinarinnar sem og félagslega uppbyggingu hennar. Uppbygging námsins Námið skiptist í bóklegt nám, 4 annir og verklegt nám í alls 60 dagbókarskyldar vikur á viðurkenndum verknámsstað, undir handleiðslu garðyrkjufræðings. Dagbók er metin til einkunnar. Alls er námið 220 framhaldsskóla einingar, 120 ein. bóklegt og 100 ein. verknám.
FRAMHALDSNÁM Hægt er að fara beint í framhaldsnám í garðyrkjutækni t.d. á Norðurlöndunum eða stunda frekara nám við LBHÍ á sviði umhverfisog náttúrufræða og hönnunar, t.a.m. í skógfræði eða í landslagsarkitektúr á háskólastigi.
ÉG MÆLI MEÐ FYRIR ALLA ÞÁ SEM ÆTLA AÐ STUNDA GARÐYRKJU AÐ FARA Í NÁM VIÐ SKÓLANN, Elínborg Erla Ásgeirsdóttir Lífrænn ræktandi í Breiðagerði
Námslengd 2 ár Námsstig 120 ein + 60 vikna Framh.skóla Starfsmenntanám verknám 100 ein
Fagdeild Ræktun & Fæða
„
Starfsstöð Reykir í Ölfusi 13
STARFSMENNTANÁM RÆKTUN & FÆÐA
Búfræði
BÚFJÁRHALD OG LANDBÚNAÐARFRAMLEIÐSLA
14
RÆKTUN&FÆÐA STARFSMENNTANÁM / BÚFRÆÐI
Hagnýtt nám sem er góður undirbúningur til starfa við landbúnað eða framhaldsnáms á sviði almennra náttúruvísinda, búvísinda og dýralækninga Markmið búfræðináms er að auka þekkingu og færni einstaklingsins til að takast á við búrekstur og alhliða landbúnaðarstörf, ekki síst á sviði rekstrar, bútækni, jarðog búfjárræktar. Námsáherslur
Að námi loknu
Áhersla er á nýtingu auðlinda landsins á skynsamlegan hátt með sjálfbærni og afurðir að leiðarljósi. Boðið er upp á fjölda valnámskeiða, t.d. um ferðaþjónustu í landbúnaði, mjaltaþjóna, búsmíði, járningar o.m.fl.
Búfræðingur sér um fóðrun, hirðingu og meðferð dýra. Hann býr yfir þekkingu og færni í notkun og umhirðu landbúnaðartengdra véla, þekkingu á þörfum landbúnaðarins sem og á ræktun og nýtingu plantna til fóðuröflunar og beitar. Hann hefur þekkingu á ræktun og kynbótum búfjár. Hann er meðvitaður um lög og reglur sem tengjast landbúnaðarframleiðslu og gætir að umhverfi og öryggi. Hann nýtir auðlindir landsins á skynsamlegan hátt með sjálfbærni og afurðir að leiðarljósi.
Möguleikar á sérhæfingu í náminu eru einkum á sviði nautgripa-, sauðfjár- og hrossaræktar. Námið fer fram á Hvanneyri en þar er góð aðstaða til verklegrar kennslu. Einnig er skólinn með frábæra aðstöðu til kennslu í hrossarækt og hestamennsku á Miðfossum. Auk bóklegs náms fara nemendur í 12 vikna námsdvöl á kennslubúum víða um land eða erlendis. Uppbygging námsins Á fyrsta ári taka nemendur fög sem gefa grunnþekkingu í búfræði, s.s. í jarðvinnslu- og jarðrækt, grasafræði, búfjárhaldi, bókhaldi, umhverfisfræði og í umhirðu véla og tækja og notkun þeirra. Á öðru ári eru sérhæfðari námskeið í boði, bæði sem skyldunámskeið og eins valnámskeið. T.d. námskeið í beitarstjórnun, málmsuðu, ræktun nytjaplantna, búrekstri, nytjaskógrækt, fóðurfræði, mjaltaþjónum og framhaldsnámskeið í reiðmennsku, sauðfjárrækt og nautgriparækt. Náminu lýkur svo með lokaverkefni.
Framhaldsnám Námið er góður undirbúningur til framhaldsnáms á sviði almennra náttúruvísinda, búvísinda og dýralækninga.
MIKIL ÁHERSLA ER LÖGÐ Á VERKLEGA ÞJÁLFUN SAMHLIÐA BÓKNÁMINU Þannig veitum við nemendum sem breiðasta þekkingu á starfi búfræðingsins.
Námsstig Framh.skóla Starfsmenntanám
Námslengd 2 ár 120 ein + verknám 15 ein
Fagdeild Ræktun & Fæða
Starfsstöð Hvanneyri 15
BS FÆÐA
Búvísindi
GRUNNNÁM RÆKTUN &
16
RÆKTUN&FÆÐA GRUNNNÁM / BS / BÚVÍSINDI
LANDBÚNAÐARFRAMLEIÐSLA & RÆKTUN LANDS
Landbúnaðarframleiðsla og ræktun lands eru veigamiklir þættir í búvísindanáminu, sem veitir undirbúning fyrir margvísleg störf tengd landbúnaði, svo sem búrekstur, ráðgjöf, kennslu og rannsóknir. Námið er góð undirstaða fyrir frekara framhaldsnám, vísindastörf á sviði landbúnaðarfræða eða dýralækningar. NÁMSÁHERSLUR
AÐ LOKNU NÁMI
Lögð er áhersla á raungreinar og hagnýta náttúrufræði, námskeið á sviði jarðræktar og búfjárfræða og rekstrar- og tæknigreinar. Markmiðið er að undirbúa nemendur fyrir viðfangsefni og störf sem tengjast ræktun lands og landbúnaðarframleiðslu ásamt því að leggja grunn að framhaldsnámi og fræðistörfum á sviði búvísinda.
Nám til BS-prófs veitir undirbúning fyrir margvísleg störf sem tengjast landbúnaði við ráðgjöf, kennslu og rannsóknir. Einnig nýtist námið vel sem undirbúningur fyrir rekstur búa og störf hjá fyrirtækjum sem þjóna landbúnaði og atvinnurekstri í dreifbýli.
UPPBYGGING NÁMSINS Áherslur á fyrsta ári: Kennsla í rekstrarfræðum og búvísindum, auk grunngreina á sviði raunvísinda og náttúrufræða Áherslur á öðru ári: Raunvísindi og náttúrufræði hafa áfram mest vægi en vaxandi áhersla er á búvísindi. Áherslur á þriðja ári: Á þriðja ári er svigrúm fyrir valgreinar auk sérgreina í búvísindum. Undirbúningur vegna BS-lokaverkefna hefst fljótt á þriðja ári en vinna við þau tekur mestan tíma nemenda þegar líður að vori.
Námsstig Grunnnám Bakkalár BSc
Námslengd 3 ár 180 ECTS
FRAMHALDSNÁM Hægt er að stunda meistaranám (MS) í búvísindum.. Námið eykur hæfni fólks til starfa sem sjálfstæðir ráðunautar í leiðbeiningaþjónustu og uppfyllir menntunarkröfur fyrir störf landsráðunauta. Einnig er mögulegt að stunda rannsóknanám til doktorsgráðu á öllum sviðum búvísinda við skólann eða samstarfsskóla. DÆMI UM LOKAVERKEFNI NEMENDA » » » » » » »
Línulegt mat á hæfileikum íslenskra kynbótahrossa Árangur fósturtalninga í íslensku sauðfé Áhrif skyldleikaræktar á afurðir íslenskra mjólkurkúa Viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti Breytileiki baktería á milli þriggja jarðvegsgerða í Húsafelli Samanburður á rekstrarkostnaði mjaltagryfju og mjaltaþjóns Tengsl kjötmats og ómmælinga : bætt kynbótamat og erfðaframfarir
Fagdeild Ræktun & Fæða
Starfsstöð Hvanneyri 17
BS FÆÐA
Hestafræði
GRUNNNÁM RÆKTUN &
18
RÆKTUN&FÆÐA GRUNNNÁM / BS / HESTAFRÆÐI
TRAUSTUR ÞEKKINGARGRUNNUR Á ÖLLUM SVIÐUM HESTAFRÆÐA MEÐ SÉRSTAKA ÁHERSLU Á ÍSLENSKA HESTINN Hestafræði er innihaldsríkt, alhliða nám sem byggist á blöndu af bóklegu námi og verklegum áföngum. ÁHERSLUR Í NÁMI
AÐ NÁMI LOKNU
Skipulag námsbrautarinnar er í stórum dráttum þannig að grunnfög raungreina og sérfög búvísinda ásamt rekstrargreinum, með námskeið í reiðmennsku og hestatengdum áföngum. Í náminu er lögð áhersla á að skapa traustan þekkingargrunn á öllum sviðum hestafræða með sérstaka áherslu á íslenska hestinn.
Nám á hestafræðalínu undirbýr fólk fyrir störf í atvinnugreininni við rekstur hrossabúa og fyrir sérhæfða þjónustu, ráðgjöf og hverskyns miðlun þekkingar við hrossaræktendur og hestamenn.
UPPBYGGING NÁMSINS Áherslur á fyrsta ári: Kennsla er að mestu helguð grunnfögum raungreina ásamt rekstrarfræðum. Áherslur á öðru ári: Kennsla í sérfögum búvísinda, svo sem kynbótafræði, fóðurfræði, landbúnaðarbyggingar og tækni ásamt kynbótum hrossa.
FRAMHALDSNÁM Námið hentar einnig mjög vel sem undirbúningur fyrir framhaldsnám til meistaragráðu á sviði hestafræða sem stunda má við LbhÍ. Þá er einnig möguleiki á frekara rannsóknanámi á þessu sviði til doktorsgráðu.
Áherslur á þriðja ári: Nemendur stunda nám í sérhæfðari hrossaáföngum og aukið nám í reiðmennsku. Nemendur taka námskeið sem fjalla m.a. um umhirðu og heilsufræði hrossa, atferlisog tamningafræði, þjálfunarfræði og kynbótadóma.
HESTAFRÆÐIN OPNAÐI FYRIR MÉR NÝJAR LEIÐIR. NÚ VINN ÉG AÐ DOKTORSVERKEFNI UM ÞEKKINGU Á ERFÐAFRÆÐILEGUM GRUNNI GANGTEGUNDA ÍSLENSKA HESTSINS. Ég útskrifaðist með BS gráðu í hestafræðum frá LBHÍ og Háskólanum á Hólum vorið 2012, og hélt svo áfram og tók MS gráðu á búvísindasviði frá SLU sem ég kláraði vorið 2016. 2019 hóf ég svo doktorsnámið hér og í Svíþjóð. Heiðrún Sigurðardóttir, doktorsnemi við LBHÍ og SLU.
Námsstig Grunnnám Bakkalár BSc
Námslengd 3 ár 180 ECTS
Fagdeild Ræktun & Fæða
„ Starfsstöð Hvanneyri 19
SKIPULAG & HÖNNUN
20
Þúfan: Björk Nordal. Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson.
21
Blรณmaskreytingar
STARFSMENNTANร M
22
SKIPULAG & HÖNNUN STARFSMENNTANÁM / BLÓMASKREYTINGAR
ÖÐLASTU FÆRNI Í HELSTU AÐFERÐUM VIÐ MEÐHÖNDLUN OG NOTKUN BLÓMA Í BLÓMASKREYTINGUM Námið er tilvalinn vettvangur fyrir listrænt og skapandi fólk sem hefur gaman af því að vinna handverk með lifandi efni. Starf blómaskreytis er áhugavert og fjölbreytt og getur veitt ýmis tækifæri í lífinu. ÁHERSLUR Í NÁMI
AÐ NÁMI LOKNU
Á námstímanum fá nemendur kennslu og þjálfun í öllum helstu aðferðum við meðhöndlun og notkun blóma í blómaskreytingum. Ítarlega er farið yfir form- og litafræði og nemendur vinna með öll algengustu stílbrigði blómaskreytinga.
Nemendur fá starfsheitið blómaskreytir eða garðyrkjufræðingar af blómaskreytingabraut við brautskráningu. Þeir geta starfað sjálfstætt sem blómaskreytar eða tekið að sér verslunarstjórn og/eða rekstur blómaverslana, annast heildsölu eða ráðgjöf til viðskiptavina ásamt útstillingum í verslunum eða viðburðum.
Nemendur fá innsýn í rekstur blómaverslana og læra að setja fram vörur í verslunum. Auk þess er farið yfir meðferð afskorinna blóma og greina sem og algengustu pottaplöntur og meðferð þeirra.
Starfið er ákaflega fjölbreytt og blómaskreytar eru þátttakendur í stærstu viðburðum viðskiptavina sinna svo sem stórafmælum og brúðkaupum.
UPPBYGGING NÁMS
FRAMHALDSNÁM
Námið skiptist í tveggja ára bóklegt nám og 60 vikna starfsnám undir handleiðslu verknámskennara.
Námið býður upp á möguleika á framhaldsnámi erlendis auk þátttöku í alþjóðlegum keppnum á sviði blómaskreytinga.
Námslengd 2 ár Námsstig 120 ein + 60 vikna Framh.skóla Starfsmenntanám verknám 100 ein
Fagdeild Starfsstöð Skipulag & Hönnun Reykir í Ölfusi 23
Skrúðgarðyrkja
STAFSMENNTNÁM GARÐYRKJA
24
SKIPULAG & HÖNNUN STARFSMENNTANÁM / SKRÚÐGARÐYRKJA
HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á FEGRUN UMHVERFIS, HÖNNUN OG VERKÞEKKINGU VIÐ GERÐ GRÆNNA OG GRÁRRA SVÆÐA? Skrúðgarðyrkjufræðingar annast m.a. nýframkvæmdir við gerð garða og útisvæða – leggja hellur, hlaða veggi og planta út trjám svo dæmi séu tekin. Þeir sjá líka um viðhald eins og trjá- og runnaklippingar, illgresiseyðingu, slátt, mosatætingu, úðun, áburðargjöf og margt fleira. Sérhæfing er umtalsverð. Sum fyrirtæki eru nær eingöngu í nýframkvæmdum en önnur helga sig viðhaldi garða og stórra opinna svæða. Skrúðgarðyrkja er lögfest iðngrein og stunda nemendur samningsbundið iðnnám hjá viðurkenndum skrúðgarðyrkjumeistara með bóklegu námi. Náminu lýkur með sveinsprófi sem síðar gefur möguleika á meistaranámi í skrúðgarðyrkju. ÁHERSLUR Í NÁMI
FRAMHALDSNÁM
Í skrúðgarðyrkjunámi er kennt allt er viðkemur nýbyggingu, viðhaldi og endurgerð lóða af ýmsum stærðum og gerðum, hvort sem það er einkagarðurinn eða stór opin svæði. Skrúðgarðyrkjunemar læra auk þess öll helstu undirstöðufög garðyrkjunnar eins og grasafræði, jarðvegsfræði, plöntulífeðlisfræði, plöntuvernd, rekstrar- og markaðsfræði og plöntuþekkingu á trjám, runnum og garðblómum.
Að loknu sveinsprófi er hægt að skrá sig í Meistaraskólann en það nám tekur að jafnaði þrjár til fjórar annir.
UPPBYGGING NÁMS Námið skiptist í tveggja ára bóklegt staðarnám sem kennt er á Reykjum í Ölfusi og 60 vikna verknám undir handleiðslu skrúðgarðyrkjumeistara.
Skrúðgarðyrkjubrautin er góður undirbúningur ef fólk vill hefja háskólanám eins og t.d. í landslagsarkitektúr. Skrúðgarðyrkjufræðingum stendur einnig margvíslegt nám til boða í nágrannalöndum okkar og sækja það flestir til Danmerkur eða Svíþjóðar.
AÐ LOKNU NÁMI
KRISTÍN SNORRADÓTTIR
Skrúðgarðyrkjufræðingar hafa allnokkra atvinnumöguleika, m.a. hjá skrúðgarðyrkjufyrirtækjum, sveitafélögum eða garðyrkjudeildum stærri stofnana ýmist sem almennir starfsmenn eða verkstjórar. Margir fara út í sjálfstæðan rekstur eða vinna sem verktakar hjá stærri fyrirtækjum.
Ég kláraði skrúðgarðyrkjuna 2018 og stefni á að ljúka meistaraskólanum í vor.
Námslengd 2 ár Námsstig 120 ein + 60 vikna Framh.skóla Starfsmenntanám verknám 100 ein
„
Eftir námið stofnað mitt eigið fyrirtæki, Torfkofann, en þar tek ég að mér hönnun og uppbyggingu lóða og garða ásamt trjáklippingum, gróðursetingu og þökulögn.
Fagdeild Starfsstöð Skipulag & Hönnun Reykir í Ölfusi 25
BS & HÖNNUN
Landslagsarkitektúr
GRUNNNÁM SKIPULAG
26
SKIPULAG & HÖNNUN GRUNNNÁM BS / LANDSLAGSARKITEKTÚR
HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á FÓLKI, HÖNNUN, SKAPANDI VINNU OG UMHVERFISMÁLUM? ÞÁ ER NÁM Í LANDSLAGSARKITEKTÚR EITTHVAÐ FYRIR ÞIG! Umhverfið hefur áhrif á samfélagið, einstaklinginn og náttúruna. Í náminu er lögð áhersla á sjálfbærar lausnir með tilliti til þarfir mannsins og sérstöðu náttúru landsins. ÁHERSLUR Í NÁMI
AÐ LOKNU NÁMI
Landslagsarkitekt þarf að hafa sérþekkingu á samfélagsþörfum, landmótun, formum, fagurfræði, gróðri, vistfræði, efnisnotkun og mannvirkjum. Þessir þættir eru því þungamiðjan í BS námi í landslagsarkitektúr.
Aðilar með þessa menntun gegna mikilvægu hlutverki við að skipuleggja og hanna umhverfi okkar í þéttbýli sem og í dreifbýli.
UPPBYGGING NÁMSINS Á fyrsta ári er inngangur að landslagsarkitektúr þar sem rýnt er í einkagarðinn og minni almenningsrými. Farið er í formfræði hönnunar, jarðfræði, tölvustudda hönnun I, garðsögu, grasafræði og vistfræði. Á öðru ári er áhersla á landslagsbyggingafræði með hönnun minni borgarrýma s.s. götur og torg, umhverfisskissur og áhrif lita, jarðvegsfræði, skipulagsfræði, tré og runnar, hugmyndavinna og rýmismyndun, veðurfarsfræði og landslagsgreining. Á þriðja árinu er farið í arkitektúr og skipulag í borgarumhverfi, umhverfi og lýðheilsa, mannvirki í landslagi s.s. vegi, námur og snjóflóðavarnir. Meðal annars er vindvél notuð til að greina skjólmyndun í tengslum við hönnun með gróðri og byggingum. Að lokum Bs lokaverkefni.
Landslagsarkitektar vinna við skipulagningu og hönnun útisvæða bæði í borgum og dreifbýli. Viðfangsefnin eru t.d. íbúðabyggð, garðar og torg, almenningsgarðar, vegir, íþróttasvæði, skólalóðir og ferðamannasvæði svo eitthvað sé nefnt. Landslagsarkitektar þurfa að nýta sína kunnáttu til að greina svæði, skoða hvaða möguleikar svæðin hafa, hvaða afleiðingar það getur haft á umhverfið og hvaða hönnunarútfærsla hentar. Störfin geta verið hjá teiknistofum landslagsarkitekta, skipulagsfræðinga, arkitekta og verkfræðinga, opinberum aðilum, sveitarfélögum og ráðgjafafyrirtækjum. FRAMHALDSNÁM Með því að halda áfram í námi til meistaragráðu geta nemendur öðlast starfsréttindi sem landslagsarkitektar, skipulagsfræðingar, borgarhönnuðir o.fl.
„
FRAMSÆKIÐ NÁM Í FRJÓU UMHVERFI MEÐ EINSTAKAN ANDA Guðni Brynjólfur Ásgeirsson mastersnemi við AHO, Osló.
Námsstig Grunnnám Bakkalár BSc
Námslengd 3 ár 180 ECTS
Fagdeild Starfsstöð Skipulag & Hönnun Hvanneyri 27
Skipulagsfræði
FRAMHALDSNÁM MS SKIPULAG & HÖNNUN
28
SKIPULAG & HÖNNUN FRAMHALDSNÁM MS / SKIPULAGSFRÆÐI
BÚSETUGÆÐI, ATVINNULÍF, SAMGÖNGUKERFI OG UMHVERFISMÁL Skipulagsfræði er þverfagleg og sjálfstæð fræðigrein sem tengist lögfræði, félagsfræði, hagfræði, landfræði, náttúrufræði, arkitektúr og verkfræði. Námið hefur sjálfbæra þróun og sköpun lífvænlegs umhverfis með áherslu á gagnrýna skipulagshugsun að leiðarljósi. ÁHERSLUR Í NÁMI
AÐ LOKNU NÁMI
Meistaranám í skipulagsfræði við LBHÍ uppfyllir skilyrði um réttindi til að nota hið lögverndaða starfsheiti skipulagssfræðingur að fengnu leyfi umhverfis-og auðlindaráðuneytis. Námið uppfyllir þær menntunarkröfur sem gerðar eru til skipulagsfræðinga af Skipulagsfræðingafélagi Íslands. Í því felst m.a. að námið veiti þekkingu á búsetugæðum, atvinnulífi, samgöngukerfum og umhverfismálum.
Vaxandi þörf er fyrir menntaða skipulagsfræðinga á Íslandi og er námið sniðið að íslenskum þörfum en fylgir engu að síður nýjustu stefnum í skipulagskenningum og fræðigreininni.
Sjálfstætt rannsóknarverkefni vegur einn fjórða á móti skipulögðum námskeiðum. UPPBYGGING NÁMSINS Námið er fjórar annir, þar sem hver önn skiptist í tvær stuttannir. Á fyrstu önn sækja nemar námskeið í skipulagskenningum og aðferðum. Á annari önn vinna nemendur hagnýtt verkefni á vinnustofu og leysa raunverulegt skipulagsverkefni úr umhverfinu. Á þriðju önn eru m.a. námskeið í skipulagslögfræði og samgönguskipulagi. Þá er einnig námskeið í rannsóknaraðferðum með hliðsjón af viðfangsefni lokaverkefnis. Á fjórðu önn er unnið lokaverkefni á sviði skipulagsfræða. Nemendur vinna verkefnið sjálfstætt undir handleiðslu leiðbeinanda.
Námsstig Framhaldsnám MSc
Námslengd 2 ár 120 ECTS
Námið þjálfar nemendur í skipulagsgerð, rannsóknaraðferðum og undirbýr þá í samstarfi við stofnanir, sérfræðinga, stjórnvöld og ekki síst almenning, íbúa og fyrirtæki sem og aðra hagsmunaaðila í skipulagi. Nemendur eru þjálfaðir í að beita megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum, rýmishönnun og hagnýtri nálgun við lausn skipulagsverkefna með samvinnu við ýmsa hagsmunaaðila. FRAMHALDSNÁM Hægt er að stunda áframhaldandi nám í skipulagsfræði á doktorsstigi við skólann eða sækja sér frekari framhaldsmenntun erlendis. DÆMI UM LOKAVERKEFNI NEMENDA » Greining á möguleikum í miðbæjaruppbyggingu á Húsavík » Áhrif jarðgangnagerðar á íbúaþróun í dreifbýli » Borgarlínan, aðgengisleg úrbót fyrir alla? » Fjölþátta ákvarðanagreining við flokkun landbúnaðarlands Staða Glerár á Akureyri og virði hennar fyrir samfélagið » Skipulag og samfélag, endurhönnun borgarhluta » Sérstaða Stokkseyrar innan sveitarfélagsins Árborgar.
Fagdeild Skipulag & Hönnun
Starfsstöð Keldnaholt 29
30
NÁTTÚRA & SKÓGUR
31
skógur & náttúra
STARFSMENNTANÁM
32
NÁTTÚRA & SKÓGUR STARFSMENNTANÁM / SKÓGUR OG NÁTTÚRA
UNDIRSTAÐA SKÓGRÆKTAR OG VERKÞEKKING Í STÖRFUM SEM LÚTA AÐ RÆKTUN SKÓGA OG UMÖNNUN UMHVERFIS Skógtæknir/garðyrkjufræðingur á sviði skógar og náttúru starfar við umhirðu skóglendis og grænna svæða í grennd við byggð, gjarnan við umsjón útivistarsvæða.
ÁHERSLUR Í NÁMI
AÐ LOKNU NÁMI
Kenndar eru grunngreinar náttúrufræði, svo sem jarðvegs- og áburðarfræði, plöntuþekking, plöntulífeðlisfræði, vistfræði og umhverfisfræði.
Starfsvettvangur útskrifaðra nemenda er í skóg- og trjárækt og verkstjórn á þeim sviðum.
Fjallað ítarlega um skógrækt, nýtingu skógarafurða, skjólbelti, útivistarsvæði og friðlönd. UPPBYGGING NÁMSINS Nám á braut skógar og náttúru skiptist í fjögurra anna bóklegt nám og 60 vikna verknám undir handleiðslu aðila með menntun á sviði garðyrkju og skógræktar viðurkennda af skólanum. Dagbók er metin til einkunnar. Alls er námið 220 ein. sem skiptist i 120 ein. bóklegt nám og 100 ein. verknám.
Einnig vinna útskrifaðir nemendur við margvísleg störf tengd uppgræðslu, landbótum, náttúruvernd, útivistar- og ferðaþjónustusvæðum, grænum svæðum í þéttbýli, o.fl. FRAMHALDSNÁM Skóg og náttúrubraut er góður undirbúningur fyrir frekara háskólanám t.d. í skógfræði, náttúruog umhverfisfræðum eða landslagsarkitektúr.
DÆMI UM LOKAVERKEFNI NEMENDA » Þjóðleið númer eitt » Grisjun í hliðum Reykjafjalls » Skemmtileg gönguleið að Ástarbrekku » Göngustígagerð í Réttarbrekku í hlíðum Reykjafjalls
Námsstig Námslengd 2 ár Framh.skóla 120 ein + 60 vikna Starfsmenntanám verknám 100 ein
Fagdeild Náttúra & Skógur
Starfsstöð Reykir í Ölfusi 33
Skógfræði
GRUNNNÁM BS NÁTTÚRA & SKÓGUR
34
NÁTTÚRA & SKÓGUR GRUNNNÁM BS /SKÓGFRÆÐI
EINSTAKT NÁM MEÐ ÁHERSLU Á SJÁLFBÆRA SKÓGRÆKT, SKÓGARNÝTINGU OG VISTHEIMT Fléttað er saman námsgreinum á sviði náttúruvísinda, skógfræði, vistheimtar, tæknifræði, stjórnunar og hagfræði og einnig er farið inn á svið landupplýsinga og landslagsfræða. Lögð er áhersla á að veita nemendum traustan vísindalegan grunn og um leið að búa þá sem best undir störf sem fræðimenn, stjórnendur eða sjálfstæðir atvinnurekendur. Þetta er einstök samsetning náms sem ekki á sér hliðstæðu í öðrum íslenskum háskólum. ÁHERSLUR Í NÁMI
AÐ LOKNU NÁMI
Áhersla er lögð á skóginn, bæði sem endurnýjanlega hráefnisauðlind á Íslandi og sem vistkerfi sem veitir margvíslega vistþjónustu.
Umsvif skógræktar og landgræðslu eru að aukast og á síðustu árum hefur þörf fyrir fólk með trausta fagþekkingu á þessu sviði stóraukist. Einnig eru að verða til lítil verktakafyrirtæki víða um land sem sérhæfa sig í skógfræði og selja þjónustu sína til bænda, sveitarfélaga og annarra landeigenda.
Fjallað um ræktunartækni skógræktar, sjálfbæra nýtingu og umhirðu skóglenda, aðlögun að landslagi, vandaða áætlanagerð og skipulag framkvæmda sem og nýsköpun. Þá er einnig lögð áhersla á fræðilegan grunn og hagnýta þekkingu á sviði vistheimtar og sjálfbærrar landnýtingar. UPPBYGGING NÁMSINS Í náminu eru almennar raungreinar og líffræði um 25%, fagnámskeið á sérsviði brautar um 40%, stjórnun, rekstur, hönnun og áætlanagerð um 20% og valfög um 10%. Nemendur ljúka námi með 10 ECTS lokaverkefni (6% af heildarnámi).
Þetta er þverfaglegt nám sem nýtist einkar vel til starfa hjá hinu opinbera eða til sjálfstæðrar atvinnustarfsemi innan græna geirans. Einnig opnast möguleikar á störfum erlendis sem varða skógfræði og landgræðslu, t.d. í sambandi við þróunarverkefni í þriðja heiminum, en skógar- og jarðvegseyðing er oftar en ekki undirrót vandamála sem leysa þarf á mörgum stöðum. Ennfremur opnast margvísleg önnur atvinnutækifæri, t.d. í kennslu, landbúnaði, blaðamennsku og stjórnsýslu. FRAMHALDSNÁM Tækifæri er á áframhaldandi námi til meistaragráðu í skógfræði eða landgræðslu við LBHÍ eða öðrum háskólum.
Námsstig Grunnnám Bakkalár BSc
Námslengd 3 ár 180 ECTS
Fagdeild Náttúra & Skógur
Starfsstöð Hvanneyri 35
Náttúru- & Umhverfissfræði
GRUNNNÁM BS NÁTTÚRA & SKÓGUR
36
NÁTTÚRA & SKÓGUR GRUNNNÁM BS / NÁTTÚRU- OG UMHVERFISFRÆÐI
HORFT ER TIL ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU OG UMHVERFISMÁLA Í ALÞJÓÐLEGU SAMHENGI MEÐ TILLITI TIL SJÁLFBÆRRAR ÞRÓUNAR SEM OG JAFNVÆGI VERNDUNAR OG NÝTINGAR NÁTTÚRUNNAR Nemendur fá innsýn í málefni líðandi stundar á sviði umhverfisfræða og náttúrunýtingar. Sjálfbærni, þjónusta vistkerfa, auðlindanýting, mat á umhverfisáhrifum og umhverfishagfræði, sem og mál sem snúa að verndarsvæðum og þjóðgörðum. Námið hentar sérlega vel þeim sem hafa breiðan áhuga á náttúrufræði. ÁHERSLUR Í NÁMI
AÐ LOKNU NÁMI
Mesta vægi námsins er á almenna náttúrufræði, en til að tryggja að sem flest sjónarmið komi upp þegar ákvarðanir, sem tengjast eða hafa áhrif á náttúruna, eru teknar er mjög horft til þverfaglegrar nálgunar. Lögð er áhersla á breiða, þverfaglega grunnþekkingu í náttúrufræðum; -á lífvana og lifandi þáttum náttúrunnar, á samspili og ferlum þessara þátta innbyrðis og við umhverfið í heild.
Útskrifaðir nemendur ættu að hafa góðan þverfaglegan skilning á íslenskri náttúru og viðfangsefnum umhverfisfræða og geta meðal annars nýtt þekkinguna til starfa við umhverfisráðgjöf af ýmsum toga, til rannsókna, til kennslu í grunn- og framhaldsskólum, til starfa á verndarsvæðum og til áframhaldandi náms. Það hentar vel fyrir margvísleg störf sem krefjast sérþekkingar á íslenskri náttúru, s.s. umsjón, stjórn og skipulag umhverfismála og landnýtingar, eftirlit og umsjón með náttúruverndarsvæðum og mat á umhverfisáhrifum.
Áhersla er á vistfræðilega nálgun með skilning á einingum og þáttum innan vistkerfa og vistfræðilegum ferlum. Við námslok ættu nemendur að hafa góða þverfaglegan og samþættan skilning á grundvallarþáttum lífkerfa, samspili lífkerfa innbyrðis og við ólífrænt umhverfi sitt, áhrifum náttúrunýtingar á lífríki, eins hvernig má nýta náttúruaðlindir á sjálfbæran máta. UPPBYGGING NÁMSINS Á fyrsta ári er lögð áhersla á að veita almenna þekkingu og grunnskilning á sviðium náttúru og umhverfis. Áfangar eru t.d. almenn jarðfræði, siðfræði náttúrunnar, grasafræði, hagnýta grunntölfræði, vistfræði og almenna efnafræði. Nemendur taka einnig sumarnámskeið í plöntugreiningu og jarð- og jarðvegsfræði. Á öðru og þriðja ári er kafað dýpra í viðfangsefnin með sérhæfðari áföngum. T.d. plöntulífeðlisfræði, dýrafræði, náttúruvernd, flokkunarvistfræði, jarðvegsfræði og veðurfarsfræði auk valáfanga m.a. um verndarsvæði, þjóðagarða og auðlindanýtingu.
Námsstig Grunnnám Bakkalár BSc
Námslengd 3 ár 180 ECTS
FRAMHALDSNÁM Nám í náttúru- og umhverfisfræðum er góð undirstaða undir allt framhaldsnám í náttúruvísindum. Einnig er námið kjörið fyrir þá sem hyggjast afla sér kennsluréttinda í náttúrufræðum á grunn- og framhaldsskólastigi.
DÆMI UM LOKAVERKEFNI NEMENDA » Breytileiki á varptíma æðarfugla innan Íslands » Sjálfbær þróun orkumála á Íslandi. Efling nýtingar og framleiðslu endurnýjanlegs metanóls til samgangna » Surtshellir. Fræðslu-/sögustígur til verndar svæðisins » Tegundasamsetning og þekja þörunga í fjörum Kolgrafafjarðar í kjölfar síldardauða
Fagdeild Náttúra & Skógur
Starfsstöð Hvanneyri 37
Umhverfisbreytingar á Norðurslóðum enchil MS FRAMHALDSNÁM NORDIC MASTER
38
NÁTTÚRA & SKÓGUR
FRAMHALDSNÁM / MS / ENVIRONMENTAL CHANGES AT HIGHER LATITUDES / ENCHIL
UMHVERFISBREYTINGAR Á NORÐURSLÓÐUM Þessi nýja alþjóðlega meistaranámsbraut (EnCHiL Nordic Master) býður upp á hágæða rannsóknatengt framhaldsnám á fræðasviði umhverfisfræða ásamt hagnýtri reynslu á Grænlandi, Íslandi og á öðrum Norðurlöndum.
ÁHERSLUR Í NÁMI
AÐ NÁMI LOKNU
Vistkerfi og samfélög norðurslóða breytast með síauknum hraða. Þetta er vegna breytts loftslags, breyttrar landnýtingar, meiri ferðamannastraums, aukinna viðskipta og flutninga landa á milli sem og annarra hagrænna breytinga.
Vaxandi þörf er fyrir menntaða umhverfisfræðinga með þekkingu á norðurslóðum og þeim áskorunum sem það svæði stendur frammi fyrir, bæði á Íslandi og alþjóðlega. Þörf er á aðilum sem hafa getu til að tileinka og nýta sér nýjustu rannsóknaniðurstöður í samskiptum við stefnumótendur og aðra hagaðila svo bregðast megi á réttan og sjálfbæran hátt við þeim breytingum sem nú ríða yfir.
Aukin þörf er fyrir umhverfismenntaða sérfræðinga með skilning og þverfaglega getu til að fjalla um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og umhverfis norðurslóða, í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. UPPBYGGING NÁMSINS Námið tekur tvö ár og er 120 ECTS. Kennt er á Hvanneyri og Grænlandi ásamt a.m.k. einu misseri við Háskólann í Lundi í Svíþjóð eða Háskólann í Helsinki í Finnlandi. Allt að 20 meistaranemar eru teknir inn ár hvert. Þriðjungur þeirra byrjar við Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) en hinir við Lundarháskóla eða við Helsinkiháskóla. Allur hópurinn tekur eitt misseri saman við LBHÍ á Hvanneyri og á Grænlandi. Á öðru ári sérhæfa íslensku nemendurnir sig með eins misseris námi við Lundarháskóla eða Helsinkiháskóla og á síðasta misseri vinna þau meistaraverkefni sem getur farið fram við LBHÍ, í Lundi, í Helsinki eða við Oulu háskóla í Finnlandi, Árósaháskóla í Danmörku, Landbúnaðarháskóla Eistlands eða við Umhverfisstofnun Grænlands.
Námsstig Framhaldsnám Nordic Master
Námslengd 2 ár 120 ECTS
Þessi MS gráða er hagnýtur og góður undirbúningur fyrir þverfaglegt doktorsnám í umhverfisfræðum, en ekki síður sterkur undirbúningur fyrir vinnu við stjórnsýslu tengda málefnum náttúrunýtingar og byggðamála, innanlands sem og alþjóðlega. Aukin eftirspurn er eftir sérfræðingum af einkageiranum á sviði norðurslóðafræða vegna aukinna tækifæra og áhuga á svæðinu og málaflokknum. Útskrifaður einstaklingur mun búa yfir einstakri reynslu og þekkingu frá Íslandi og Grænlandi ásamt a.m.k. eins misseris námi við einn af sterkustu rannsóknaháskólum Norður-Evrópu á sviði norðurslóðafræða. Aðilar eru einnig undirbúnir undir þverfaglega teymisvinnu í alþjóðlegu umhverfi og samvinnu.
WWW.ENCHIL.NET
Fagdeild Náttúra & Skógur
Starfsstöð Hvanneyri Grænland Lund/Helsinki
39
WWW.LBHI.IS
Við gegnum lykilhlutverki í þeim þáttum sem snúa að þróun landbúnaðar, nýtingu náttúruauðlinda, skipulagsmála, umhverfis- og loftslagsmála ásamt samfélaginu og efnahagslífinu í heild. STARFSSTÖÐVAR
HVANNEYRI 40
KELDNAHOLT VERIÐ VELKOMIN
REYKIR