Leikskrá
Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir.
Hönnun og uppsetning: Jorri.
Ljósmyndir: Jorri, Jón Guðmundsson og fleiri.
Prentun: Prentmet, Oddi.
Útgefandi: Þjóðleikhúsið.
Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.
Sýningarlengd er um tveir tímar og tíu mínútur. Eitt hlé.
Þjóðleikhúsið
74. leikár, 2022–2023.
Frumsýning á Stóra sviðinu 5. mars 2023. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson.
Hlustaðu á tónlistina í Draumaþjófnum á Spotify!
Um tónlistina í sýningunni Tónlistin í Draumaþjófnum er eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson, sem jafnframt er tónlistarstjóri og sá um útsetningar. Tónlistin er flutt af tónlistarmönnum á sviði og af upptöku sem gerð var sérstaklega fyrir sýninguna.
Tónlist leikin á sviði Hljómsveitarstjóri hljóðfæraleikara á sviði og undirleikari á æfingum: Kjartan Valdemarsson. Áhrifatónlist á milli atriða er flutt og spunnin af hljóðfæraleikurum á sviði undir stjórn Kjartans Valdemarssonar í samvinnu við höfund tónlistar.
Hljóðrituð tónlist Stjórn upptöku: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Upptökumenn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Jökull Karlsson. Hljóðritun í hljóðveri hljóðdeildar Þjóðleikhússins og Sýrlandi. Hljómsveitarstjóri hljóðfæraleikara í upptökum: Bjarni Frímann Bjarnason. Hljóðfæraleikarar: Kjartan Valdemarsson, Haukur Gröndal, Einar Valur Scheving, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Kristján Edelstein, Vilhjálmur Sigurðarson, Gréta Salóme Stefánsdóttir, Ása Guðjónsdóttir, Zbigniew Dubik, Andrzej Kleina, Roland Hartwell, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Joaquín Páll Palomares, Margrét Þorsteinsdóttir, Justyna Bidler, Gróa Valdimarsdóttir, Þórunn Marínósdóttir, Guðrún Hrund Harðardóttir, Eyjólfur Bjarni Alfreðsson, Sigurður Birgisson, Margrét Árnadóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Gunnlaugur Torfi Stefánsson, Jacek Karwan, Elísabet Waage.
Sérstakar þakkir: Ólafur Björn Benónýsson í Hampiðjunni, Eiríkur Böðvarsson húsvörður, fatasöfnun Rauða krossins.
Söngtextar
Björk Jakobsdóttir
Gunnar Helgason
Hallgrímur Helgason
Tónlist og tónlistarstjórn
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
Leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir
Lýsing og myndbandshönnun
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Petr Hloušek
Sýningarstjórn
María Dís Cilia
Elín Smáradóttir
Aðstoðarmaður leikstjóra
Ebba Katrín Finnsdóttir
Hljómsveitarstjórn
Kjartan Valdemarsson
Dansstjórn
Þórey Birgisdóttir
Viktoría Sigurðardóttir - dansstjóri barna
Þjálfun brúðustjórnenda
Steve Tiplady
Brúðugerð
Charlie Tymms
Daniel Pilkington
Thomas Cougler Burke
Jara Hilmarsdóttir - aðstoð
Broddi Gautason - aðstoð
Auður Ösp Guðmundsdóttir - aðstoð
Grímugerð
Tinna Ingimarsdóttir
María Th. Ólafsdóttir
Mathilde Anne Morant
Hljóðdeild
Kristín Hrönn Jónsdóttir - hljóðstjórn á sýningum
Brett Smith - hljóðstjórn á sýningum
Bragi Fannar Berglindarson - hljóðmaður á sviði
Aðstoð við búningahöfund
Leila Arge
Fjölskyldusöngleikur eftir
Björk Jakobsdóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson
Höfundur bókar
Gunnar Helgason
Handrit söngleiks
Björk Jakobsdóttir
Listrænir stjórnendur
Leikstjórn
Stefán Jónsson
Búningar María Th. Ólafsdóttir
Hljóðmynd
Kristján Sigmundur Einarsson
Þóroddur Ingvarsson
Aðrir aðstandendur
Aðstoð við ljósaog myndbandshönnun
Ýmir Ólafsson
Ásta Jónína Arnardóttir
Hermann Karl Björnsson
Búningadeild
Berglind Einarsdóttir - yfirumsjón
Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Berglind Birgisdóttir Hjördís Sigurbjörnsdóttir Alexía Rós Gylfadóttir Elín Pálsdóttir Sigurbjörg Stefánsdóttir
Leikmunadeild
Mathilde Anne Morant - yfirumsjón Ásta S. Jónsdóttir
Valur Hreggviðsson
Auður Ösp Guðmundsdóttir
Ljósadeild
Jóhann Bjarni Pálmason
Haraldur Levi Jónsson
Hermann Karl Björnsson
Jóhann Friðrik Ágústsson - ljósastjórn á sýningum
Ýmir Ólafsson - ljósastjórn á sýningum
Ásta Jónína Arnardóttir - ljósastjórn á sýningum
Björg Brimrún Sigurðardóttir- eltiljós
Broddi Gautason - eltiljós
Davíð Þrastarson - eltiljós
Sigurjón Jónsson - eltiljós
Umsjón með börnum
Arngunnur Hinriksdóttir
Steinunn Lóa Lárusdóttir
Tónlist
Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson
Dansar og sviðshreyfingar
Lee Proud
Brúðuhönnun
Charlie Tymms
Brúður - hugmynd og útlit
Charlie Tymms
Ilmur Stefánsdóttir
Leikgervadeild
Áshildur María Guðbrandsdóttir - yfirumsjón Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir - yfirumsjón
Ingibjörg G. Huldarsdóttir
Hildur Ingadóttir
Tinna Ingimarsdóttir
Leikmyndarframleiðsla Ilmur Stefánsdóttir - teymisstjóri
Hildur Evlalía Unnarsdóttir - teymisstjóri Ásdís Þórhallsdóttir - teymi
Tinna Lind Gunnarsdóttir - teymi
Arturs Zorģis - smiður
Michael John Bown - smiður
Valur Hreggviðsson - málari
Auður Ösp Guðmundsdóttir - málari
Atli Hilmar Skúlason
Alex John George Hatfield
Jasper Bock
Haraldur Levi Jónsson
Sviðsdeild
Ásdís Þórhallsdóttir - leiksviðsstjóri
Alex John George Hatfield - yfirumsjón
Jasper Bock
Eglé Sipaviciute
Sigurður Hólm Lárusson
Jara Hilmarsdóttir
Herdís Þorvaldsdóttir
Ina Krombholz
Siobhán Antoinette Henry Þórunn Kolbeinsdóttir
Björn Jónsson
Aida Gliaudelyte
Rottuhópar
Hafnarlandsrottur
Þær búa við höfnina og í samfélagi þeirra eru nokkrar starfsstéttir.
Étarar
Þeir eiga að passa matinn en hugsa nú mest um að éta hann sjálfir. Eyrdís er Étararottubarn og má ekki leika við hin rottubörnin. Skögultönn mamma hennar er Étari og foringi í Hafnarlandi. Meðal annarra Étara er Hjassi Draumasmiður, sem sér um að tilkynna hvað litlu rottubörnin eiga að verða þegar þau verða stór (en sumir kalla hann Draumaþjófinn því hann rænir sum börnin draumum sínum um framtíðina).
Safnarar
Þeir eru langstærsta stéttin. Þeir sjá um að safna mat fyrir hina. Naggeir er Safnari og aðstoðarrotta Hjassa. Halaldur er Safnararottubarn, en hann langar að verða Njósnari.
Njósnarar
Þeir eru mjög virtir og vinsælir í samfélaginu og reyna að koma auga á hættur eins og Mannfreskjur eða Selinn og láta þá hinar Hafnarlandsrotturnar vita. Ljúfur (sem var áður Tilraunarotta) er yfirnjósnarinn. Hann vill ná völdum yfir Hafnarlandi og gera sínar eigin tilraunir á öllum sem honum er illa við. Léttfeti er Njósnararottubarn og vill verða Njósnari.
Bardagarottur
Þær berjast við „óvini“ sem koma til Hafnarlands. Þeir eru nú reyndar ekki margir þessir óvinir. Bara Bátarottur. En það er hættulegt að berjast við Bátarotturnar af því að það er Selur í höfninni. Þess vegna eru Bátarottur og Bardagarottur alltaf í mikilli lífshættu.
Bátarottur
Allar Hafnarlandsrottur óttast og hata Bátarottur því Étararnir segja að þær ætli að éta allan matinn þeirra. Bátarotturnar koma með skipum í höfnina í leit að betra lífi. Sandur er Bátarottubarn sem kemur með mömmu sinni til Hafnarlands.
Rottur sem búa í borginni
Veitingastaðarottur
Þær búa í veitingastaðahverfi Borgarinnar og lifa á matarafgöngum frá veitingastöðum. Píla, Gráfeldur og vinir þeirra eru Veitingastaðarottur.
Tilraunarottur
Þær eru rottur sem hafa sloppið frá Mannfreskjunum, oftast við illan leik því Mannfreskjurnar hafa notað þær til að gera alls kyns tilraunir. Glerjungur, Stafur, Lúðra og Tala eru Tilraunarottur.
Matarfjallsrottur
Þær búa á ruslahaugum Borgarinnar. Þær þurfa fátt að óttast og Mannfreskjurnar koma með heilu bílfarmana af nýjum mat handa þeim á hverjum degi. Þær eru einu rotturnar sem þora að vera á ferli í dagsbirtu. Þær eru ekki hræddar við Bátarottur og allar rottur eru velkomnar til þeirra. Reyndar þurfa þær að passa sig á Fálkanum.
Persónur og leikendur
Þuríður Blær Jóhannsdóttir Eyrdís
(Eyrnastór Aðalbarn Gullfalleg Rottudís)
Kjartan Darri Kristjánsson
Halaldur brúðustjórnun
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skögultönn foringi
Örn Árnason
Hjassi Draumasmiður
Þröstur Leó Gunnarsson
Naggeir
Atli Rafn Sigurðarson
Ljúfur brúðustjórnun
Þórey Birgisdóttir Píla fleiri rottur brúðustjórnun
Sigurbjartur Sturla Atlason
Léttfeti fleiri rottur brúðustjórnun
Guðrún S. Gísladóttir
Gamla fleiri rottur
Pálmi Gestsson
Ljóta Glerjungur
pabbi Halaldar fleiri rottur
Hákon Jóhannesson
Stafur fleiri rottur
Edda Arnljótsdóttir
Lúðra
mamma Halaldar fleiri rottur
Viktoría Sigurðardóttir
Tala
mamma Sands fleiri rottur
Oddur Júlíusson
Gráfeldur fleiri rottur brúðustjórnun
Almar Blær Sigurjónsson
Safnari
Veitingastaðarotta Matarfjallspabbi brúðustjórnun
Saadia Auður Dhour
Bardagarotta Safnari
Veitingastaðarotta Matarfjallsrotta brúðustjórnun
Kolbrún Helga Friðriksdóttir
Dagur Rafn Atlason
Sandur
Safnararottubarn
Guðmundur Einar Jónsson
Nína Sólrún Tamimi
Matarfjallsbarn
fleiri rottur
Oktavía Gunnarsdóttir
Rafney Birna Guðmundsdóttir
Bátarottubarn
Safnararottubarn
Matarfjallsrottubarn
Gunnlaugur Sturla Olsen
Kristín Þórdís Guðjónsdóttir
Bátarottubarn
Safnararottubarn
Rebekkah Chelsea Paul
Jean Daníel Seyo Sonde
Njósnararottubarn
Bátarottubarn
Helgi Daníel Hannesson
Leó Guðrúnarson Jáuregui
Bardagarottubarn
Bátarottubarn
Leikhópurinn
Étarar
Bardagarottur
Njósnarar
Safnarar
Bátarottur
Veitingastaðarottur
Matarfjallsrottur
Hljóðfæraleikarar á sýningum
Kjartan Valdemarsson
hljómsveitarstjórn píanó hljómborð
harmónikka
Haukur Gröndal
saxófónn
klarínett
flauta
Einar Scheving
trommur
slagverk
rusl
Hvernig varð sagan til?
Gunnar Helgason, höfundur bókarinnar
Þetta byrjaði allt með mynd á Facebook af litlum frænda mínum á Egilsstöðum. Hann var þriggja ára og ætlaði að flytja að heiman vegna djúprar óánægju með eldamennsku móður sinnar. Og ég hugsaði: Þetta er frábært efni í barnabók. Þannig að ég fór að punkta niður hjá mér hvað gæti gerst í bókinni. Það tók nokkrar vikur og á þeim tíma fór ég allt í einu að hafa svo miklar áhyggjur af heimsmálunum. Þær áhyggjur fóru að blandast inn í söguna af litla barninu sem fer að heiman út í stórhættulegan heim, eiginlega of hættulegan heim fyrir lítinn strák. Þá varð það mér til happs að ég var að leikstýra Dýrunum í Hálsaskógi hjá Leikfélagi
Keflavíkur og hún Halla Karen sem lék Martein skógarmús var svo dásamleg að... ég breytti stráknum í mús. Mér fannst nefnilega eins og þetta ævintýri yrði óraunverulegt ef það fjallaði um manneskjur en fullkomlega trúlegt ef það fjallaði um mýs. Þegar ég var búinn að ákveða þetta fór allt af stað í hausnum á mér og smám saman varð sagan hættulegri og örlítið grimmari. Og þá lenti ég á smá vegg. Mýs eru nefnilega svo sætar að ég gat varla látið litlu músina lenda í öllum þessum hremmingum. En einmitt þegar ég var í þessum vandræðum fór ég niður í bæ rétt fyrir jólin og í lítilli búð á Laugaveginum sá ég fallega jóla-rottu. Og
BÆNG! Mýsnar í sögunni breyttust í rottur! (Ég keypti rottuna, hún er að horfa á mig skrifa þetta.) Þar með var málið leyst og ég gat sest niður og klárað söguþráðinn. Til að geta það varð ég að horfa á ótrúlega mörg myndbönd um rottur því ég varð að læra allt um þær. Já og ég varð líka að horfa á myndbönd af vondu stjórnmálafólki til að læra hvernig það talar. Það síðasta sem ég gerði var að breyta rottustráknum í stelpu. Þar með fæddist Eyrnastór Gullfalleg Aðalbarn Rottudís.
Og til að fyllast andagift við skriftirnar – og aðallega til að búa til þessar skrautlegu rottur allar - horfði ég á teiknimyndirnar Frozen og Lion King, kvikmyndina Carmen Saura, leikritið Ríkharð III og söngleikinn Kittý Kittý Bang Bang. Ég las Njálu og Gerplu og Harry Potter og margar fleiri bækur. Þannig að áhrifin koma víða að og ég leyfði mér bara að skemmta mér við að koma þessu liði öllu saman inn í eina sögu. Söguna um Draumaþjófinn. Og nú er sagan að lifna við fyrir augunum á okkur. Vonandi skemmtir þú þér jafn vel og ég.
Hvernig verður bók að söngleik?
Björk Jakobsdóttir, handritshöfundur söngleiksins
Fyrst þarf maður að finna bók sem getur orðið að leikriti. Þegar ég las Draumaþjófinn fannst mér bókin hafa allt til að bera sem þarf í góða leiksýningu.
Í fyrsta uppkasti einbeitir maður sér að því að koma innihaldi bókarinnar í leiknar senur.
Þá þarf að sleppa sumu og einfalda annað. Svo er hægt að sýna sumt án orða á leiksviði því þar sjáum við hvað persónur gera og hvernig heimurinn lítur út.
Ef maður ætlar að gera söngleik þá þarf að hugsa um hvernig hægt er að segja söguna með lögum líka. Hvar geta lögin komið inn í handritið? Og hvernig geta þau hjálpað okkur að segja söguna? Ég, Gunnar Helgason höfundur bókarinnar og Þorvaldur Bjarni tónlistarhöfundur unnum þessa vinnu saman og hún tók marga mánuði. Við Gunni byrjuðum að gera texta um það sem lögin áttu að fjalla um. Þorvaldur samdi svo tónlist við þá texta og bullaði inn nýjar línur þegar þess þurfti. Við Gunni endurunnum svo lagatextana og í lokin fengum við Hallgrím Helgason skáld til að hjálpa okkur að snurfusa þá.
Nú hefur verkið öðlast sitt eigið líf þó að það sé byggt á bókinni hans Gunna. Ég vona að þið njótið.
Blóðheitir Ítalir og syngjandi rottur
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, höfundur tónlistarinnar
Tónlistin í Draumaþjófnum var samin á Norður-Ítalíu í júní árið 2022, fyrir utan lagið Gott að vera rotta. Stemmningin hjá blóðheitum Ítölunum hefur alveg örugglega verið kveikjan að þeim lögum sem tilheyra rottunum sem búa í Borginni og stunda kattarat sér til skemmtunar og líkamsræktar (Jó halló og Kattarbanalagið). Hugmyndir að ballöðunum eru fengnar að láni úr potti melódíu-ofgnóttar Ítalíu. Textar Bjarkar Jakobsdóttur og Gunnars Helgasonar komu af stað nettri ritræpu tónlistar hjá mér og ekki varð nú til nein stífla þegar Hallgrímur Helgason bættist í hópinn. Ég vona að þið njótið. Kveðja frá Toddeyrargötu 5 á Akureyri.
Að gera heiminn betri
Stefán Jónsson leikstjóri
Þegar mér bauðst að leikstýra Draumaþjófnum byrjaði ég á því að lesa bókina hans Gunna Helga. Ég heillaðist strax af sögunni. Boðskapur hennar er mjög mikilvægur í heiminum okkar þar sem stríð geisa víða og fólk neyðist til að flýja heimkynni sín og leita betra lífs annars staðar fyrir sig og sína. Flóttafólkið er því miður ekki velkomið alls staðar sem er mjög sorglegt, því þetta eru bara manneskjur eins og við. Í mörgum löndum eru líka harðstjórar, sem kúga íbúana og telja þeim trú um að þeirra land sé samt best og að önnur lönd séu óvinir þeirra. Um þetta fjallar sagan. Barátta aðalpersónunnar, Eyrdísar, er fyrir ástinni og fyrir því að gera heiminn betri. Mér finnst mjög skemmtilegt að persónur verksins séu allar rottur. Það hefur verið mikil áskorun að skapa þennan heim, sem er fullur af allskonar rottum, góðum, vondum, fyndnum, skemmtilegum, vitlausum og stórskrítnum. Tónlistin er mikið eyrnakonfekt, leikmyndin og búningarnir eru augnayndi, dansarnir æðislegir, svo ég tali nú ekki um risabrúðurnar. Og leikararnir yndislegir. Að leikstýra Draumaþjófnum hefur verið mjög krefjandi ferðalag en samt alltaf skemmtilegt og gefandi. Svona eins og lífið á að vera. Góða skemmtun.
Allt í réttum hlutföllum við rottur
Ilmur Stefánsdóttir leikmyndahöfundur
Ég heillaðist strax af litla rottuskottinu henni Eyrdísi við fyrsta lestur á bókinni um Draumaþjófinn. Hún er hugrökk, réttsýn og fyndin. Allir leikararnir í verkinu leika rottur og þess vegna er öll leikmyndin risastór og í rottu-hlutföllum. Rotturnar nota t.d. sogrör fyrir göngustaf, eldspýtu sem veldissprota og kleinuhring sem hægindastól. Leikmyndin á sviðinu er eins og risastórt rör af því að rottur lifa gjarnan í klóakrörum og holum. Allt í leikmyndinni er skítugt og unnið úr drasli og plasti því rottur lifa í ruslinu sem við mannfólkið skiljum eftir okkur. Dýrin og manneskjurnar sem rotturnar hitta í sögunni eru risabrúður sem ég vann með frábærum brúðuhönnuði frá Bretlandi, Charlie Tymms. Það var mjög gaman að gera alla þessa stóru hluti og fá hugmyndir að því hvernig rotturnar nota þá.
Að gæða brúður lífi á leiksviði
Charlie Tymms brúðuhönnuður
Ég hef hannað brúður fyrir fjölda leiksýninga og kvikmynda víða um heim, og vann m.a. að
Life of Pi og Harry Potter and the Cursed Child, en brúðurnar í Draumaþjófnum, sem þurftu að vera í réttum stærðarhlutföllum við rotturnar, eru óvenju stórar, og í raun stærstu brúður sem ég hef hannað! Flestar brúður sem ég geri eru stangarbrúður sem er stýrt með stöng sem er fest við grind brúðunnar, gjarnan nálægt liðamótum, svo brúðustjórnandinn geti náð fram sem eðlilegustum hreyfingum brúðunnar. Við Ilmur leikmyndarhöfundur unnum náið saman og hugmyndirnar að brúðunum eru sprottnar af leikmyndarhönnun hennar, en þar er m.a. vísað í rusl, plast og önnur úrgangsefni. Ég byrja alltaf á því að skoða rækilega líkamsbyggingu verunnar sem er fyrirmynd brúðunnar, til að geta endurgert sem best hreyfingar hennar, með það fyrir augum að sama hversu ólík fyrirmyndinni í útliti brúðan verður geti hún á sviði orðið trúverðug sem lifandi vera. Stórar brúður eins og í Draumaþjófnum mega ekki vera of þungar og efnisval og hönnun tekur mið af því. Svo dæmi sé tekið af kattarbrúðunni ákváðum við að sleppa rifjahylkinu og einbeita okkur að mikilvægustu hlutum brúðunnar, höfði, fótum og skotti, en það gefur líka færi á meiri hreyfanleika brúðunnar á leiksviðinu og veitir ímyndunarafli áhorfenda rými til að fylla inn í eyðurnar. Steve Tiplady kom til landsins til að kenna leikurunum að stýra brúðunum. Meginmarkmið brúðustjórnandans er að fá áhorfendur til að hætta að taka eftir honum sjálfum og fá þá til að ímynda sér að veran sem hann stýrir sé lifandi. Brúðan þarf að „anda“, jafnvel þegar hún er ekki á hreyfingu. Allt þetta útheimtir miklar æfingar, einbeitingu, kraft og samhæfingu af hálfu brúðustjórnendanna.
Hvernig myndu rottur endurnýta fötin okkar?
María Th. Ólafsdóttir búningahöfundur
Mér fannst sérstaklega skemmtilegt að fá það verkefni að hanna búninga fyrir Draumaþjófinn vegna þess að ólíkt mörgum þá hef ég aldrei verið hrædd við rottur eða mýs! Þegar ég fór til London til að kaupa efni fyrir sýninguna fór ég í göngutúr í Hyde Park, og þá byrjaði rotta að elta mig. Það var mjög heppilegt, þá gat ég rannsakað útlit hennar og hreyfingar, m.a. halann, því mig hafði langað að vita hvort rottuhalar væru ekki örugglega með smá röndum, sem reyndist rétt hjá mér. Ég ákvað strax að hafa leikarana ekki í heilum dýragervum heldur leggja fremur áherslu á að aðgreina vel rottuhópana með litum og áferð og gefa svo hverjum og einum persónueinkenni. Það er samt smá loðskinn í búningi allra persóna. Leikgervin, - grímur, förðun og skott -, sem við Tinna Ingimars unnum að saman eru mikilvægur hluti af útliti rottanna. Ég legg áherslu á endurnýtingu í búningagerðinni, nýti gamla búninga úr leikhúsinu og fatnað, m.a. frá fatasöfnun Rauða krossins, og nota á nýjan og oft skrítinn hátt, eins og buxur á hvolfi sem vesti og sæng sem flík. Mér fannst t.d. áhugavert að komast að því hvað hægt er að vinna marga skemmtilega hluti úr gömlum gallabuxum, með því að snúa þeim við, nota þær öfugt, skeyta þeim saman o.s.frv. Við endurnýtum líka hluti, eins og t.d. kókdósaopnara í skartgripi og kórónu. Hugmynd mín var sú að ímynda mér hvernig rottur gætu endurnýtt föt og dót frá okkur með sínum hætti! Það má ekki gleymast að rottur eru eldklárar, miklu klárari en mörg önnur nagdýr sem við þekkjum sem gæludýr.
64 rottugrímur
Tinna Ingimarsdóttir leikgervahönnuður
Allar rotturnar í Draumaþjófnum bera grímur, og gera þurfti alls 64 grímur fyrir sýninguna! Grímurnar eru unnar frá grunni í leikhúsinu. María búningahöfundur hannaði útlitið að grímunum í samvinnu við okkur Mathilde úr leikmunadeildinni. Mathilde leiraði form fyrir grímurnar, ólík fyrir hvern rottuhóp. Þá tók ég við og mótaði grímurnar sjálfar úr svokölluðu „worbla“-efni. „Worbla“ er plastefni úr náttúrulegum efnum sem er notað til að móta ýmislegt, m.a. skartgripi, leikmuni og hluti fyrir hlutverkaleiki. Ég byrjaði á því að hita og bræða efnið og leggja það yfir mótin. Ég mótaði sérstakt útlit fyrir hverja persónu, setti hrukkur á sumar, gerði aðrar reiðar á svipinn, einhverjar unglegar og aðrar gamlar. Því næst spreyjaði ég grímurnar í ólíkum litum, Bátarottur eru t.d. gulleitar, Safnarar grábrúnir, Étarar svartir og hvítir og Matarfjallsrottur eru í öllum regnbogans litum. Á sumar grímur festum við eyru úr leðri eða „worbla“, höfuðfat eða hárkollu. Útlit sumra rottanna tengir þær, t.d. eru mæðgurnar Eyrdís og Skögultönn báðar með fegurðarblett og svipað hár. Það er mikil áskorun að láta allt passa og virka rétt, og gaman að leita leiða til að gera grímurnar spennandi og skemmtilegar.
Það er gott að vera rotta
Já, það er gott að vera rotta, gott að vera rotta, gott að geta sett upp þetta flotta rottuglott.
Já, það er gott að vera rotta, gott að vera rotta, flott hvað nánast öllum finnst við rottur vera hott.
Með mjúkan feld og fallegt skott og fituríkan maga. Draumasmiður barna, þín bíður draumanótt! Skirilimmbimmbammbúmmbó.
Jó halló
Við erum með besta bolónesið, fær bestu dómana sem þið hafið lesið. Úldnar risarækjur beint upp úr tunnu og restarnar af diskum Jónu og Gunnu.
Hér er veisla, hér er teiti, hér er peppað partílíf.
Nóg af sykri, nóg af hveiti.
Svo saddur burt ég svíf!
Við syngjum og dönsum. Allar nætur og alla daga.
Jó halló…
Það tjúttar enginn á tóman maga.
Við verðum njósnarar
Við stöndum saman alla leið.
Þá verður rottugatan greið!
Við erum algjörir Hafnarlands-himna-rottu-vinir.
Erum besta teymi í heimi.
Já, í öllum himingeimi.
Við verðum stórar stjörnur saman þú og ég.
Við verðum njósnarar saman að eilífu.
Óvei!
En nei! Óvei!
Ég er svo grá og gúggluð að sjá. Óvei! Ósvei! Alltaf södd og samt illa stödd. Ég borða og borða og borða en er aldrei nógu feit. Ónei, óvei, ósvei.
Af hverju?
Við náðum yfir hafið, elsku mamma mín og ég og hittum þessi hérna, þau voru hræðileg. Þau sögðu okkur skrýtin og skildu okkur að. En skrýtnara var að við værum tvö, hvort á sínum stað.
Ekki gráta
Ekki gráta, ástin mín.
Allt þá verður gott.
Láttu aftur augun þín, þú yndis-rottuskott.
Þá nóttin langa líður fljótt, þá landi muntu ná.
Þá mömmu og pabba muntu skjótt að morgni aftur sjá.
Ekki gráta, ástin mín, aftur sólin skín.
Við stöndum saman alla leið
þá gatan verður greið.
Þá verður rottugatan greið.
En af hverju er ég ekki velkominn?
Af hverju má ég ekki vera hér?
Þau segja að ég sé öðruvísi. Öðruvísi en hvað?
En barn er barn sama hvar í heimi það er.
Brot úr söngtextum
Fleiri söngtextar á leikhusid.is/syningar/draumathjofurinn
Bregðulagið
Við skulum læðast létt á tá, ekkert hljóð heyrast nú má.
Við skulum ganga hlið við hlið og Hjassi, ekki reka nú við.
Hjálpi mér Rottinn, nú er það svart. Naggeir, finnst þér þetta ekki hart?
Báðir sendir borgina í! Bani er það.
Tilraunarottulagið
Við viljum hefna
fyrir hann sem þarf ekki að nefna.
Við viljum hefna.
Já, er okkar Tilraunarottustefna. Hann var sá besti, einn gáfaður gramsari, ein löppin var stúfur.
Það var enginn eins og…
Nú höldum við heim
Við höldum heim, já höldum öll heim!
Full af nýrri reynslu sem ferðin okkur gaf.
Við gerum byltingu, búum til betri heim!
Og full af nýjum sannleik, allt með stórum staf.
Við höldum heim, og breytum því sem áður var!
Með mjúkan feld og fallegt skott.
Við höldum heim með gerbreytt hugarfar!
Höldum nú af stað og stefnum beint á Hafnarland.
Kattarbanalagið
Hann hvæsir, hann klórar, hann ræðst á rottur stórar!
Hann hvæsir, hann klórar.
Þið ættuð öll að kannast við hann kisa, við kunnum allra best að slást við þennan risa.
Við neglum hann á nautabanavísu
með rauðu flaggi og flottri rottuskvísu!
Nú er ég búinn að þreyta þennan bjána
og þá ég bít hann bara smá í tána.
Þá byrjar hann að mjálma, væla og veina.
Ég veslinginn að lokum þarf að skeina.
Hún Píla sig fílar...
Nú er ég farin
Nú er ég farin fyrir fullt og allt.
Nú frelsi ég þarf, alveg þúsundfalt.
Ég verð að gleyma öllu því sem átti ég, fela þá slóð og finna’ allt á annan veg.
Nú er ég farin fyrir fullt og allt.
Hér var mér svo hlýtt, nú er orðið kalt. Ég verð að gleyma öllu því sem bjó mig til. Og þá loks ég finn, allt mér verður í vil. Ég kveð…
Hvernig dansa rottur?
Lee Proud danshöfundur
Hvernig dansa rottur? Ég spurði sjálfan mig þessarar spurningar margoft þegar ég var að hugsa um kóreógrafíu og hreyfimynstur fyrir rotturnar í Draumaþjófnum. Ég vildi alls ekki að persónurnar hlypu um sviðið með loppurnar fyrir framan brjóstið, eins og algengt er þegar fólk leikur t.d. ketti, mýs eða rottur. Ég hafði sérstaklega í huga sögupersónur úr öðrum verkum með persónueinkenni sem minna á rottur, eins og Fagin í Oliver Twist eftir Dickens, sem lifir og hrærist í húsasundum og ræsum Lundúnaborgar, ekki ósvipað rottum sem búa neðanjarðar. Þjóðfélagsgerðin í rottusamfélaginu í þessari sýningu er samsett á líkan hátt og í mannheimum, og við listrænu stjórnendurnir hugsuðum mikið um „status“, afstöðuna á milli persóna út frá stöðu þeirra í valdapíramídanum. Tónlistin í sýningunni er fjölbreytt og gerir okkur kleift að vinna með margar mismunandi dansstíltegundir, allt frá samkvæmisdönsum í barokkstíl til samba og jafnvel flamenco! Rottur lifa á jaðrinum og eru stöðugt taugaspenntar og hræddar við að mæta rándýrum. Þær nota líka lyktarskyn og heyrn til að meta alla þætti í umhverfi sínu og varast aðsteðjandi hættu, og þetta notum við okkur fyrir hreyfimynstur leikaranna. Ég var alls ekki hrifinn af rottum áður en ég byrjaði að vinna að Draumaþjófnum, en afstaða mín til þeirra hefur sannarlega breyst núna!
Lögin í sýningunni
Það er gott að vera rotta
Við verðum njósnarar
Nú er ég farin
Krakkalakkalagið
Jó halló
Kattarbanalagið
Bregðulagið
Tilraunarottulagið
Óvei!
Stöndum saman alla leið
Af hverju?
Nú höldum við heim
Ekki gráta
Gott að vera rotta – lokalag
Börnin í Draumaþjófnum
Dagur Rafn
Ég leik Sand og Safnara. Mér finnst sérstaklega gaman að dansa dansinn í upphafi sýningarinnar og vera í hasar sem Sandur. Atriðið þegar Eyrdís kynnist Tilraunarottunum er sérstaklega skemmtilegt og fyndið. Léttfeti er uppáhaldspersónan mín af því að hann er langbesti njósnarinn. Helstu áhugamál mín eru fótbolti, hestamennska og að leika. Ég hef lært að spila á píanó, æfi fótbolta hjá Þrótti og hef æft körfubolta hjá Ármanni og badminton hjá TBR. Ég hef farið á leiklistarnámskeið hjá Leynileikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Ég lék í leikriti í Leynileikhúsinu og hef komið fram í einni auglýsingu.
Guðmundur
Ég leik ýmis rottubörn og finnst skemmtilegast að leika magapínubarnið á Matarfjallinu. Mér finnst mjög gaman að fá að vera ólíkar rottur og læra lögin og dansana. Uppáhaldslagið mitt er Jó-halló, dansinn er svo skemmtilegur. Uppáhaldspersónan mín er Barn 1 af því að það hugsar eftir að það framkvæmir. Helstu áhugamál mín eru hjólabretti, Pókemon, vísindi og fimleikar. Ég hef æft fimleika, spila á gítar og er í skátunum. Ég hef farið tvisvar á leiklistarnámskeið og var einu sinni sögumaður á tónleikum.
Gunnlaugur (kallaður Gulli Olsen) Ég leik Bátarottu og Safnara. Mér finnst skemmtilegast að leika Safnara því þá fæ ég að tala meira. Það er mjög gaman að vera hluti af þessum skemmtilega hóp og taka þátt í að búa til svona flotta leiksýningu. Uppáhaldslagið mitt er Byltingarlagið, það er svo flott að það er gæsahúðarlag! Skemmtilegasta atriðið er Matarfjallið. Eyrdís, sem Blær leikur, er uppáhaldspersónan mín í leikritinu. Hún er mjög skemmtileg og hugrökk. Helstu áhugamál mín eru leiklist, körfubolti og tónlist. Ég hef spilað á píanó í nokkur ár en er nýbyrjaður í píanónámi. Ég er búinn að æfa körfubolta síðan ég var fjögurra ára.
Helgi Daníel
Ég leik Bátarottu og Bardagarottu, en búningur Bardagarottunnar er mjög flottur og svo fæ ég að dansa mikið sem Bardagarotta. Kattarbanalagið finnst mér skemmtilegasta lagið, það er svo kraftmikil uppbygging í því. Skögultönn er sérstaklega áhugaverð persóna og svo hefur Steinunni tekist að gera hana enn þá skemmtilegri. Dans, leikur og að vera í leikhúsinu eru mín helstu áhugamál í augnablikinu. Annars eru líka tölvuleikir og fótbolti ofarlega á listanum. Ég hef æft fótbolta með Víkingi síðan ég var fjögurra ára. Ég var í fimleikum í þrjú ár og í samkvæmisdansi frá átta ára aldri. Ég dansaði á Sögum-verðlaunahátið barnanna og tók þátt í „sing along“ sýningu Skoppu og Skrítlu.
Jean Ég leik Njósnara og Bátarottu. Mér finnst skemmtilegast að leika Njósnararottu því að njósnarar eru svo „kúl“. Mér finnst Njósnaralagið skemmtilegast því að þar leik ég Njósnara. Það hefur verið mjög skemmtilegt að kynnast öllum í sýningunni. Píla er skemmtilegasta persónan, hún er svo orkumikil. Helstu áhugamál mín eru tölvuleikir, fótbolti, körfubolti og leiklist. Ég æfi fótbolta með Þrótti. Ég hef leikið í tveimur þáttum, stuttmynd og skólaleikriti.
Kolbrún
Ég leik Sand og Safnararottubarn. Sandur syngur rosa skemmtilegt lag! Ég held líka upp á lögin í Tilraunarottuatriðinu, því að leikararnir eru svo góðir, og Veitingastaðaatriðinu, því lagið er svo fyndið og dansinn er svo flottur. Uppáhaldspersónan mín er Gráfeldur, persónan sem Oddur leikur, hann er svo fyndinn og er með svo flott og skemmtileg óp. Helstu áhugamál mín eru leiklist, dans og söngur. Ég hef lært ballet og dans, og verið í fimleikum og kór. Ég hef komið fram í ballettsýningum í Hörpu og Borgarleikhúsinu. Ég lék í Langelstur að eilífu í Gaflaraleikhúsinu og í Jóladagatali sjónvarpsins, Randalín og Munda. Ég hef talað inn á teiknimyndir, m.a. Tulipop og Blæju.
Kristín (stundum kölluð Krilla) Ég leik Bátarottubarn og Safnararottubarn.
Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að vinna með Lee danshöfundi og læra af honum og Stefáni leikstjóra, og kynnast öllu þessu skemmtilega fólki. Draumanóttin er mjög skemmtileg, þá dönsum við mikið og allir eru á sviðinu. Skögultönn sem Steinunn Ólína leikur er persóna sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, hún er mjög fyndin. Mín helstu áhugamál eru dans og leiklist. Ég hef verið í Acrobat í Plié og í dansi í Dansskóla Birnu Björns og farið á söngleikjanámskeið hjá Chantelle. Ég hef lært á píanó og margt fleira. Ég dansaði með Plié í Borgarleikhúsinu og lék í sjónvarpsþáttunum Verbúðinni.
Leó
Ég leik Bardagarottu og Bátarottubarn. Það er rosalega gaman að syngja á sviðinu og dansinn hjá Bardagarottunum er mjög skemmtilegur. Það er rosalega spennandi þegar „mannfreskjan“ birtist í fyrsta skipti! Það er sérstaklega mikið stuð í Kattarbanalaginu og það er mjög vel samið. Naggeir er mjög fyndin persóna. Helstu áhugamál mín eru skák, tölvuleikir og að horfa á kvikmyndir. Ég hef lært á selló frá því ég var fimm ára og æft dans og badminton. Ég söng í kór í Madríd og syng núna í Drengjakór Reykjavíkur, og hef komið fram með þessum kórum á Spáni, Íslandi og í Búlgaríu. Ég hef komið fram í stuttmynd og sungið inn á auglýsingar.
Nína Sólrún
Ég leik Matarfjallsbarn og fleiri rottur. Mér finnst mjög gaman að sjá hvernig allir í sýningunni leika á ólíkan hátt. Sumir leika mjög kröftuglega og aðrir hafa öðruvísi tækni. Matarfjallið er mjög fyndið, þar birtast rottur sitjandi ofan á mat, snyrtandi hver aðra og geispandi. Ég held sérstaklega upp á Halald, Pílu sem er hress og kát eins og ég og Skögultönn sem er svo fyndin. Ég hef mikinn áhuga á leiklist, söng og dansi. Ég elska að föndra, lesa, vera í útiveru, fara í ferðalög og leika mér í hlutverkaleikjum. Ég er núna í jazzballett og læri á fiðlu og píanó. Ég lék í Langelstur að eilífu í Gaflaraleikhúsinu og í Áramótaskaupinu 2022.
Oktavía (oft kölluð Okta) Ég leik ýmis rottubörn en finnst skemmtilegast að leika Matarfjallsbarn af því að týpan sem ég leik er svo skemmtileg. Draumanóttin er mjög skemmtileg, af því að þá þarf maður að leggja sig allan fram og vera á fullu allan tímann. Skögultönn finnst mér fyndnasta persónan þó hún sé ekkert það góð. Veitingastaðarotturnar eru svaka skemmtilegar af því að þær eru í svo miklu stuði og Matarfjallsrotturnar af því að þær eru svo afslappaðar og góðar hver við aðra. Helsta áhugamál mitt er leiklist, en líka fótbolti, söngur og dans. Ég æfi fótbolta í KR, syng í Barnakórnum við Tjörnina og er að læra á flautu í Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar. Ég æfði líka fimleika í Gróttu. Ég lék í bíómyndinni Abbababb! og í Langelstur að eilífu í Gaflaraleikhúsinu.
Rafney Birna
Ég leik Bátarottubarn, Safnara og Matarfjallsbarn. Mér finnst Matarfjallsbarnið skemmtilegast af því að búningarnir í atriðinu eru svo flottir og Matarfjallsatriðið er uppáhaldið mitt því það verður allt klikkað á sviðinu. Mér finnst Píla skemmtilegasta persónan af því að hún er fyndin og skemmtileg og Þórey er alveg geggjuð leikkona. Helstu áhugamál mín eru leiklist og skautar. Ég æfi skauta og spila á klarínett. Áður lærði ég á fiðlu og var í fimleikum, fótbolta og jassballet. Ég hef líka farið á sumarnámskeið í leiklist í Borgarleikhúsinu og á dansnámskeið hjá Chantelle. Ég lék í Langelstur að eilífu í Gaflaraleikhúsinu og í Áramótaskaupinu 2022.
Rebekkah Chelsea
Ég leik Njósnara og Bátarottubarn. Það skemmtilegasta við það að leika í Draumaþjófnum er söngurinn, dansinn og bara allt! Mér finnst sérstaklega gaman í Veitingastaðaatriðinu og í Draumanæturatriðinu. Eftirlætislögin mín eru Byltingarlagið og Við verðum njósnarar. Það eru mjög margir skemmtilegir leikarar í sýningunni og svo auðvitað krakkarnir! Helstu áhugamál mín eru að dansa og leika. Það að leika í Draumaþjófnum verður fyrsta reynsla mín af því að koma fram á sviði.
Sitthvað um rottur
Af hverju eru rottur með hala?
Halinn er jafnvægistæki rottunnar.
Af hverju eru rottur alltaf að naga?
Rottur eru nagdýr og nagárátta rotta orsakast að hluta til af þeirri staðreynd að tennur þeirra hætta ekki að vaxa og til að halda þeim í réttri stærð verða þær að naga.
Geta rottur verið gæludýr?
Ákveðnar tegundir af rottum geta verið gæludýr, og sumir segja að þær séu bæði hreinlátar og gáfaðar, en gæta þarf þess að þær fari í heilbrigðisskoðun.
Hvaða rottutegundir finnast á Íslandi?
Brúnrottan er algengust og finnst helst í þéttbýli. Hún er ekki með góða sjón og forðast dagsljósið, en þolir vel kulda. Svartrottan er minni, hún heldur gjarnan til í skipum.
Eru rottur með sogskálar?
Nei! Og brúnrottur eru ekki sérlega duglegar að klifra.
Sofa rottur á næturnar eða daginn?
Rottur eru næturdýr. Þær halda sig í fylgsnum sínum yfir daginn en eru frekar á ferli á næturnar.
Ert þú rotta?
Svarið er já ef fæðingarár þitt er 1924, 1936, 1948, 1960, 1972, 1984, 1996, 2008 eða 2020. Þetta eru ár rottunnar samkvæmt kínversku tímatali, og fólk sem er fætt á þessum árum er í stjörnumerki rottunnar. Fólk sem er fætt í rottumerkinu er m.a. talið vera klókt, orðheppið og frjósamt.
Starfsfólk Þjóðleikhússins
Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri
Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri
Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur, staðgengill leikhússtjóra
Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur
Tinna Lind Gunnarsdóttir, forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla
Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri
Jón Þorgeir Kristjánsson, forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar
Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi
Elísa Sif Hermannsdóttir og Jón Stefán Sigurðsson, teymi barna- og fræðslustarfs
Hans Kragh, þjónustustjóri
Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður
Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur
Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri og höfundur
Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri og höfundur
Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og höfundur
Leikarar
Almar Blær Sigurjónsson
Atli Rafn Sigurðarson
Birgitta Birgisdóttir, í leyfi
Björn Thors
Ebba Katrín Finnsdóttir
Edda Arnljótsdóttir
Guðjón Davíð Karlsson
Guðrún Snæfríður Gísladóttir
Hallgrímur Ólafsson
Hákon Jóhannesson
Hildur Vala Baldursdóttir
Hilmar Guðjónsson
Katrín Halldóra Sigurðardóttir
Kjartan Darri Kristjánsson
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Nína Dögg Filippusdóttir
Oddur Júlíusson
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Pálmi Gestsson
Sigurbjartur Sturla Atlason
Sigurður Sigurjónsson
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Vigdís Hrefna Pálsdóttir
Þröstur Leó Gunnarsson
Örn Árnason
Sýningarstjórn
Elín Smáradóttir
Elísa Sif Hermannsdóttir
María Dís Cilia
Hljóð
Kristján Sigmundur Einarsson, deildarstjóri
Aron Þór Arnarsson
Þóroddur Ingvarsson
Leikgervi
Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri Áshildur María Guðbrandsdóttir
Silfá Auðunsdóttir
Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir
Búningar
Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri
Ásdís Guðný Guðmundsdóttir
Hjördís Sigurbjörnsdóttir
Hólmfríður Berglind Birgisdóttir
Ljós
Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósah.
Jóhann Bjarni Pálmason, deildarstjóri
Jóhann Friðrik Ágústsson
Ásta Jónína Arnardóttir
Haraldur Leví Jónsson
Ýmir Ólafsson
Leikmunir
Ásta Sigríður Jónsdóttir
Halldór Sturluson, í leyfi
Mathilde Anne Morant
Valur Hreggviðsson
Leikmyndarsmíði
Hildur Evlalía Unnarsdóttir, teymisstjóri
Michael John Bown, yfirsmiður
Arturs Zorģis
Svið
Ásdís Þórhallsdóttir, leiksviðsstjóri
Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða
Alexander John George Hatfield
Jón Stefán Sigurðsson
Jasper Bock
Sigurður Hólm
Siobhán Antoinette Henry
Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Allt frá árinu 1950 hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.
Umsjónarmaður Leikhúskjallara
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka
Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri
Anna Karen Eyjólfsdóttir
Fanney Edda Felixdóttir
Halla Eide Kristínardóttir
Júlíana Kristín Jóhannsdóttir
Bókhald og laun
Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi
Eldhús
Ina Selevska, aðstoðarmaður
Umsjón fasteigna
Eiríkur Böðvarsson, húsvörður
Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting
Margarita Albina, ræsting
Hafliði Hafliðason, bakdyravörður Sigurður Hólm, bakdyravörður
Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.
Þjóðleikhúsráð
Halldór Guðmundsson, formaður Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Sjón - Sigurjón Birgir Sigurðsson
María Ellingsen
Miðasölusími: 551 1200
Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is