Ex - leikskrá

Page 1

Lampinn í sýningunni er smíðaður hjá elstu lampasmiðju landsins, Flúrlampar ehf. - Lampar.is. Lampinn er sá stærsti sem fyrirtækið hefur smíðað en hann er 7x5 metrar. Í lampanum eru

LED plötur sem eru 2700 Kelvin (Warm White Comfort) og 5700 Kelvin (Cool Daylight).

Samtals ljósmagn 166.740 Lumen.

Leikskrá

Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir.

Hönnun og uppsetning: Jorri.

Ljósmyndir: Jorri o.fl.

Prentun: Prentmet, Oddi. Útgefandi: Þjóðleikhúsið.

Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.

Sýningarréttur: Colombine Teaterförlag.

Sýningarlengd er um 1 klst. og 50 mín. Ekkert hlé.

Þjóðleikhúsið

74. leikár, 2022–2023.

Frumsýning á Stóra sviðinu 28. janúar 2023. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson.

Ex

eftir Marius von Mayenburg

Þýðing: Bjarni Jónsson

Þjóðleikhúsið

2022 - 2023

Leikarar

Nína Dögg Filippusdóttir Sylvía

Gísli Örn Garðarsson Daníel

Kristín Þóra Haraldsdóttir Fransiska

Sesselja Katrín Árnadóttir leikur Betu, dóttur Daníels og Sylvíu.

Listrænir stjórnendur

Leikstjórn

Benedict Andrews

Leikmynd og búningar

Nina Wetzel

Lýsing

Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist

Gísli Galdur Þorgeirsson

Hljóðhönnun

Gísli Galdur Þorgeirsson

Aron Þór Arnarsson

Aðrir aðstandendur

Sýningarstjóri

Elísa Sif Hermannsdóttir

Aðstoðarmaður leikstjóra Guðmundur Erlingsson

Aðstoðarmaður leikmyndaog búningahöfundar

Charlotte Spichalsky

Hljóðdeild

Þóroddur Ingvarsson - hljóðstjórn

Ljósadeild

Ýmir Ólafsson – ljósastjórn

Ásta Jónína Arnardóttir – ljósastjórn

Leikgervadeild

Ingibjörg G. Huldarsdóttir – yfirumsjón

Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir

Áshildur María Guðbrandsdóttir

Hildur Ingadóttir

Barnagæsla

Steinunn Lóa Lárusdóttir

Hafrún Arna Jóhannsdóttir

Arngunnur Hinriksdóttir

Búningadeild

Berglind Einarsdóttir – yfirumsjón

Ásdís Guðný Guðmundsdóttir

Berglind Birgisdóttir Hjördís Sigurbjörnsdóttir

Sviðsdeild

Ásdís Þórhallsdóttir – leiksviðsstjóri og leikmunir Siobhán Antoinette Henry – yfirumsjón sýningar og leikmuna Jara Hilmarsdóttir – tæknimaður á sviði

Valur Hreggviðsson – leikmunir

Ásta Sigríður Jónsdóttir - leikmunir

Alexander John George Hatfield

Jasper Bock

Eglé Sipaviciuté

Leikmyndagerð

Hildur Evlalía – teymisstjóri, bólstrun, tæknileg útfærsla leikmyndar

Atli Hilmar Skúlason – smiður, tæknileg útfærsla leikmyndar

Arturs Zorģis – smiður, bólstrun

Michael John Bown – smiður

Haraldur Levi Jónsson – smiður

Alex John George Hatfield – smiður

4

Mayenburg-þríleikurinn í Þjóðleikhúsinu

Ellen B.

Martraðarkennd viðureign þriggja persóna, þar sem enginn er óhultur og sannleikurinn smýgur stöðugt undan. Áleitnar spurningar um valdajafnvægi og trúnaðartraust í nánum samböndum, lygina og sannleikann.

Leikstjórn: Benedict Andrews

Leikmynd og búningar: Nina Wetzel

Frumsýnt 26. desember 2022

Ex

Af vægðarleysi og sótsvörtum húmor er tekist á við krefjandi spurningar um hjónabandið, ástina og tærandi afbrýðisemi, fjölskylduna, kynlífið og ofbeldið í samböndum fólks.

Leikstjórn: Benedict Andrews

Leikmynd og búningar: Nina Wetzel

Frumsýnt 28. janúar 2023

Ekkert mál

Hver tekur „þriðju vaktina“? Frumleg og óvægin greining á nánum samböndum í nútíma samfélagi í einstaklega vel skrifuðu verki sem kemur okkur stöðugt á óvart.

Leikstjórn: Marius von Mayenburg

Leikmynd og búningar: Nina Wetzel

Frumsýning haustið 2023

Leikritin þrjú eru hvert um sig sjálfstætt verk þótt að ýmsu leyti kallist þau á, hvað efni og form varðar.

Marius von Mayenburg

Þýski leikhúslistamaðurinn Marius von Mayenburg, höfundur þríleiksins sem samanstendur af Ellen B., Ex og Ekkert mál (Egal), er eitt stórvirkasta og beittasta leikskáld Evrópu í dag. Verk hans hafa verið þýdd á yfir þrjátíu tungumál og sett upp í leikhúsum víða um heim. Hann hefur einnig þýtt leikrit og leikstýrt eigin verkum og annarra. Hann starfaði lengi sem dramatúrg við hið virta leikhús Schaubühne am Leniner Platz í Berlín og hefur sett þar upp leiksýningar. Leikrit hans Sá ljóti, Stertabenda, Bæng og Eldfés hafa verið leikin hér á landi.

12

Marius von Mayenburg (f. 1972) nam miðaldabókmenntir í München og Berlín, og lærði leikritun við Universität der Künste Berlin á árunum 1994-1998. Hann hefur allt frá árinu 1998 unnið að fjölmörgum verkefnum með hinum þekkta, þýska leikstjóra Thomas Ostermeier, fyrst í Baracke-leikhúsinu (Deutsches Theater) og síðar við Schaubühne am Lehniner Platz í Berlín. Mayenburg hlaut Kleist-verðlaunin, sem veitt eru ungum leikskáldum, fyrir fyrsta verk sitt, Feuergesicht (Eldfés) árið 1997, Frankfurter Autorenstiftung-verðlaunin árið 1998 og var útnefndur athyglisverðasta nýja leikskáld ársins af gagnrýnendum leikhústímaritsins Theater heute árið 1999. Meðal fyrri verka hans eru Eldorado, Turista og Der Häßliche (Sá ljóti). Leikrit Mayenburgs eru reglulega sett upp í Schaubühne leikhúsinu í Berlín og Royal Court leikhúsinu í London, og fleiri virtum leikhúsum víða um heim.

Frá árinu 2009 hefur Mayenburg leikstýrt fjölda verka við Schaubühne-leikhúsið í Berlín, meðal annars uppfærslum á eigin leikritum, svo sem Nachtland, Peng (Bæng), Perplex (Stertabendu), Märtyrer og Stück Plastik, en einnig Much Ado About Nothing eftir Shakespeare, Die Tauben eftir David Gieselmann og Reden über Sex og Status Quo eftir Maja Zade. Hann hefur einnig leikstýrt verkum eftir m.a. Oscar Wilde, Stefano Massini, Rafael Spregelburd og Alan Ayckbourn í ýmsum öðrum leikhúsum, m.a. Residenztheater München, Schauspielhaus Bochum og Niedersächsisches Staatstheater Hannover.

Hann leikstýrði leikriti sínu Mars við Schauspiel Frankfurt árið 2018. Haustið 2021 leikstýrði hann leikriti sínu Ex við Riksteatern í Svíþjóð, en það er hluti af Mayenburg-þríleiknum sem Þjóðleikhúsið heimsfrumflytur í heild sinni, en hin verk þríleiksins Ellen B. og Ekkert mál verða bæði frumflutt í Þjóðleikhúsinu.

Ásamt því að starfa sem leikskáld, dramatúrg og leikstjóri hefur Mayenburg þýtt leikrit. Hann þýddi leikrit Shakespeares Hamlet, Othello, Measure for Measure og Richard III fyrir uppfærslur

Ostermeiers og einnig Much Ado About Nothing, Twelfth Night og Romeo and Juliet fyrir uppfærslur sem hann leikstýrði sjálfur.

Hann hefur einnig þýtt leikrit eftir samtímahöfunda á borð við

Söruh Kane, Martin Crimp og Richard Dresser.

13

Benedict Andrews leikstýrir fyrstu tveimur verkunum í

Mayenburg-þríleiknum, Ellen B. og Ex, á Stóra sviði Þjóðleikhússins í vetur. Hann hefur sett upp rómaðar og margverðlaunaðar sýningar í virtustu leikhúsum og óperuhúsum heims, meðal annars í Þýskalandi, Bretlandi, Ástralíu og Bandaríkjunum, og gert tvær kvikmyndir í fullri lengd.

Hann hefur leikstýrt heimsfrægu listafólki, m.a. Cate

Blanchett, Kristen Stewart, Sienna Miller, Gillian Anderson, Isabelle Huppert og Vanessa Kirby. Benedict fæddist í Ástralíu

árið 1972 en hefur verið búsettur á Íslandi um allnokkurt

skeið, og starfar víða um heim.

Fyrri uppfærslur hans við Þjóðleikhúsið, Lér konungur (2010) og Macbeth (2012), hlutu fjölda Grímuverðlauna, m.a. sem leiksýning ársins, auk þess sem Benedict var valinn leikstjóri

ársins fyrir Lé konung.

14
Benedict Andrews

Benedict hefur áður leikstýrt fimm leikritum eftir Marius von Mayenburg í leikhúsum í Ástralíu og við Schaubühne-leikhúsið í Berlín, Feuergesicht, Eldorado, Der Hund, die Nacht und das Messer, Der Häßliche og Freie Sicht/ Moving Target sem þeir sömdu í sameiningu.

Frumraun Benedicts sem kvikmyndaleikstjóra, kvikmyndin Una, sem byggð er á leikriti David Harrowers Blackbird, skartar Rooney Mara og Ben Mendelsohn í aðalhlutverkum, og var frumsýnd á Telluride kvikmyndahátíðinni árið 2016. Önnur kvikmynd hans, Seberg, með Kristen Stewart í aðalhlutverki, var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2019. Kvikmyndir Benedicts hafa verið sýndar á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum víða um heim.

Árið 2021 leikstýrði Benedict rómaðri uppfærslu á Così fan tutte eftir Mozart hjá Bayerische Staatsoper. Meðal annarra sviðsetninga hans á óperum eru Medea eftir Reimann í Komische Oper, Fiery Angel eftir Prokofiev í Komische Oper og Opera de Lyon, Stiffelio eftir Verdi í Frankfurt, La Bohème eftir Puccini hjá Hollensku þjóðaróperunni og ENO, Caligula eftir Detlev Glanert hjá ENO og Teatro Colón í Buenos Aires, Macbeth eftir Verdi í Konunglegu dönsku óperunni og Óperu Valencia, Le Nozze di Figaro eftir Mozart hjá Óperuhúsinu í Sydney og The Return of Ulysses eftir Monteverdi hjá ENO / Young Vic.

Uppfærsla Benedicts á Cat on a Hot Tin Roof hjá Young Vic árið 2018, með Sienna Miller, Jack O’Connell og Colm Meaney í aðalhlutverkum, hlaut mikið lof, og var jafnframt sýnd á West End fyrir fullu húsi. Hann leikstýrði A Streetcar

Named Desire hjá Young Vic árið 2016, með Gillian Anderson, Ben Foster og Vanessa Kirby í aðalhlutverkum. Sýningin naut mikilla vinsælda og var jafnframt sýnd hjá St Ann’s Warehouse í New York. Rómaðri uppfærslu hans

á The Maids hjá Sydney Theatre Company árið 2014, með Cate Blanchett, Isabelle Huppert og Elizabeth Debicki, var boðið á Lincoln Center Festival.

Fyrir uppfærslu sína á Three Sisters hjá Young Vic árið 2012 hlaut hann London Critics Circle-verðlaunin sem besti leikstjóri. Hann hlaut Helpmannverðlaunin í þriðja sinn sem leikstjóri ársins fyrir Groß und Klein, með Cate Blanchett í aðalhlutverki, hjá Sydney Theatre Company, og sýningin var m.a. sýnd í París, London og Vínarborg.

Meðal þekktustu leikstjórnarverkefna Benedicts er tímamótauppsetning hans á The War of the Roses hjá Sydney Theatre Company árið 2009, átta tíma leikgerð af verkum Shakespeares með Cate Blanchett í aðalhlutverki. Sýningin hlaut sex Helpmann-verðlaun, meðal annars fyrir besta leikverk og bestu leikstjórn, og fimm Sydney Theatre-verðlaun fyrir bestu leikstjórn og bestu sviðsetningu. Meðal annarra verkefna Benedicts hjá Sydney Theatre Company eru The City, The Season at Sarsaparilla (Green Room-verðlaunin fyrir bestu leikstjórn), Julius Caesar, Far Away, Endgame, Life is a Dream, Old Masters, Three Sisters, La Dispute (Helpmann-verðlaunin fyrir bestu leikstjórn), Mr Kolpert, Attempts on Her Life og Fireface. Á árunum 2004-2010 setti Benedict upp fjölmargar sýningar við hið virta leikhús Schaubühne am Lehniner Platz í Berlín, m.a. Cleansed, Saved, A Streetcar Named Desire, The Dog, the Night, the Knife, Drunk Enough to Say I Love You, Stoning Mary, The Ugly One og Blackbird. Auk leikstjórnarverkefna hefur Benedict sent frá sér leikrit og ljóð.

15

Nina Wetzel

Nina Wetzel hannar leikmynd og búninga fyrir Mayenburgþríleikinn í Þjóðleikhúsinu, Ellen B., Ex og Ekkert mál. Hún er einn eftirsóttasti leikmynda- og búningahöfundurinn á meginlandi Evrópu um þessar mundir. Hún hefur starfað með leikstjórum í fremstu röð og unnið fyrir virt leikhús, óperuhús og leiklistarhátíðir víða um lönd. Hún vann um árabil með

leikstjóranum Christoph Schlingensief að verkefnum af ólíku tagi. Hún er einn af nánustu samverkamönnum Thomasar

Ostermeier við Schaubühne-leikhúsið í Þýskalandi og hefur

jafnframt unnið að ýmsum uppsetningum ásamt Marius von Mayenburg og leikstjóratvíeykinu Dead Centre - Bush Moukarzel og Ben Kidd.

16

Nina Wetzel fæddist í Þýskalandi árið 1969. Hún nam leikmynda- og búningahönnun í París. Frá árinu 1995 hefur hún gert leikmynd og búninga fyrir fjölda verkefna, meðal annars við Schauspielhaus Hamburg, Volksbühne am Rosa-Luxemburg-Platz, Schauspielhaus Zürich, Münchner Kammerspiele, Residenztheater München, Maxim Gorki Theater, Burgtheater Wien, Schaubühne Berlin, Théâtre Vidy-Lausanne, Wiener Festwochen, Avignon-leiklistarhátíðina, Óperuhúsið í Dijon og Comédie-Française.

Nina Wetzel og leikstjórinn Christoph Schlingensief unnu náið saman á árunum 1996-2000. Hún skapaði innsetningar og uppákomur, og hannaði leikmyndir og búninga fyrir m.a. 48 Stunden Überleben

(Documenta X), Hotel Prora og Chance 2000 (Volksbühne am Rosa-Luxemburg-Platz), 7X Installation (Museum Folkwang), Ausländer raus (Wiener Festwochen) og Former West (HKW).

Meðal verkefna hennar hjá Schaubühne eru Das Leben des Vernon Subutex 1 eftir Virginie Despentes, Hamlet eftir William Shakespeare, Im Herzen der Gewalt og Qui a tué mon père eftir Édouard Louis, Rückkehr nach Reims eftir Didier Eribon, Italienische Nacht eftir Ödön von Horváth, Dämonen eftir Lars Norén og Die Ehe der Maria Braun eftir Fassbinder í leikstjórn Thomasar Ostermeier, Much Ado About Nothing eftir Shakespeare í leikstjórn Mariusar von Mayenburg og Stück Plastik, Peng, Perplex og Nachtland eftir Marius von Mayenburg í leikstjórn höfundar.

Hún hannaði meðal annars leikmynd og búninga fyrir Twelfth Night og King Lear eftir William Shakespeare í leikstjórn Thomasar Ostermeier hjá Comédie-Française. Hún hannaði leikmynd og búninga fyrir leiksýningar Dead Centre - Bush Moukarzel og Ben Kidd, Die Traumdeutung, byggt á verki Sigmunds Freud, og Alles, was der Fall ist, byggt á verki Wittgensteins, hjá Burgtheater í Vínarborg og Bählamms Fest eftir Olga Neuwirth og Elfriede Jelinek hjá sviðslistahátíðinni Ruhrtriennale.

17

Nína Dögg Filippusdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2001 og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hún er einnig handritshöfundur og kvikmyndaframleiðandi. Hún er meðal stofnenda Vesturports og lék m.a. í Rómeó og Júlíu, Hamskiptunum og Faust hérlendis sem erlendis. Hún leikur í Jólaboðinu og samstarfsverkefninu Til hamingju með að vera mannleg í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hér hefur hún m.a. leikið í Ást og upplýsingum, Rómeó og Júlíu, Óþelló, Tímaþjófnum, Sporvagninum Girnd og Fjalla-Eyvindi, og í Borgarleikhúsinu í Fólk, staðir og hlutir og Fjölskyldunni. Hún var einn framleiðenda, höfunda og leikara í sjónvarpsþáttaröðunum Verbúðinni og Föngum. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og Eddunnar og hlaut Grímuna fyrir Fólk, staðir og hlutir og Edduna fyrir Brim og Hjartastein.

20

Gísli Örn Garðarsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2001. Hann hefur sett upp fjölda leiksýninga á Íslandi og erlendis, sem höfundur og leikstjóri, og hefur leikið á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hann hefur starfað við fjölda virtra leikhúsa á Íslandi, í Noregi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og víðar. Meðal leikstjórnarverkefna hans eru Jólaboðið, Ellý, Fólk, staðir og hlutir, Ofviðrið, Óþelló, Í hjarta Hróa hattar, Hamskiptin, Faust, Woyzeck og Rómeó og Júlía. Hann er einn af stofnendum Vesturports. Hann hefur tvívegis hlotið Edduverðlaunin sem leikari og hefur unnið til alþjóðlegra leiklistarverðlauna fyrir leikstjórn. Hann er einn af leikstjórum sjónvarpsþáttaraðarinnar Verbúðarinnar, auk þess sem hann er einn af leikurum, handritshöfundum og framleiðendum þáttanna. Hann leikstýrði tveimur þáttum í þriðju þáttaröðinni af sjónvarpsþáttunum Exit.

21

Kristín Þóra Haraldsdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2007 og hefur leikið í fjölmörgum leiksýningum, sjónvarpsverkum og kvikmyndum. Hún leikur í Sjö ævintýrum um skömm í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún lék m.a. í Upphafi, Samþykki og Loddaranum í Þjóðleikhúsinu, í Óvitum og Ökutímum hjá Leikfélagi Akureyrar og í Medeu, Gauragangi, Fólkinu í kjallaranum, Rústað, Flóð, Auglýsingu ársins, Ræmunni og Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu. Hún lék m.a. í sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðinni og kvikmyndunum Andið eðlilega og Lof mér að falla. Hún hlaut Grímuna fyrir Auglýsingu ársins og var tilnefnd fyrir Sjö ævintýri um skömm, Loddarann, Gauragang, Samþykki, Óskasteina og Peggy Pickit sér andlit Guðs. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Lof mér að falla.

22

Bjarni Jónsson lauk prófi í leikhúsfræðum frá háskólanum í München 1992 og starfar sjálfstætt sem leikskáld, dramatúrg, þýðandi og framleiðandi. Bjarni þýðir verkin þrjú í Mayenburg-þríleiknum sem Þjóðleikhúsið setur upp, Ellen B., Ex og Ekkert mál. Bjarni er höfundur fjölda leikverka og leikgerða fyrir leikhús og útvarp. Þar má nefna Kaffi og Óhapp í Þjóðleikhúsinu og Sendingu og leikgerðina Himnaríki og helvíti í Borgarleikhúsinu. Bjarni hefur starfað með Kriðpleir leikhópi og Ernu Ómarsdóttur danshöfundi sem meðhöfundur og dramatúrg í fjölda sýninga. Hann er starfandi dramatúrg leikhópsins The Brokentalkers í Dublin. Bjarni var einn af stofnendum LÓKAL leiklistarhátíðar. Hann hlaut Grímuna fyrir Himnaríki og helvíti og var tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna fyrir Kaffi.

Björn Bergsteinn Guðmundsson hefur lýst fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Íslenska dansflokknum, Leikfélagi Akureyrar, Hafnarfjarðarleikhúsinu, Íslensku óperunni, Badisches Staatstheater og ýmsum leikhópum. Hann starfaði eitt leikár í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Hann hannaði lýsingu í mörgum sýningum þegar hann var fastráðinn í Þjóðleikhúsinu á árunum 1982-2005. Hann er nú yfirljósahönnuður Þjóðleikhússins. Meðal nýjustu verkefna hans eru Sem á himni, Framúrskarandi vinkona, Rómeó og Júlía, Nashyrningarnir og Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu og Ríkharður III og Níu líf í Borgarleikhúsinu. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga og margoft hlotið Grímuverðlaun fyrir lýsingu ársins, nú síðast fyrir Vertu úlfur. Björn hannar lýsingu fyrir Mayenburg-þríleikinn, Ellen B., Ex og Ekkert mál, í Þjóðleikhúsinu.

Gísli Galdur Þorgeirsson útskrifaðist úr hljóðtækninámi frá Rytmisk Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn árið 2015. Hann hefur verið meðlimur í ýmsum hljómsveitum og samið tónlist og hljóðmyndir fyrir kvikmyndir, leikverk, sjónvarpsþætti, auglýsingar, útvarpsleikhús og innsetningar. Í Þjóðleikhúsinu samdi hann tónlist og gerði hljóðmynd fyrir Sjö ævintýri um skömm, Atómstöðina-endurlit, Jónsmessunæturdraum, Óvin fólksins, Gott fólk, ≈ [um það bil], Svartan hund prestsins, Alla syni mína, Gerplu og Rambó 7. Meðal annarra leiksýninga sem hann hefur unnið við eru Mávurinn, Húmanimal, Verði þér að góðu og ÚPS! Hljómsveitirnar sem Gísli hefur unnið með og verið meðlimur í eru meðal annars Trabant, Quarashi, Ghostigital, Motion Boys og Human Woman. Hann hefur hlotið nokkrar tilnefningar til Grímunnar og hlaut verðlaunin fyrir hljóðmynd í Húmanimal. Gísli Galdur semur tónlist og hannar hljóðmynd fyrir Mayenburg-þríleikinn, Ellen B., Ex og Ekkert mál, í Þjóðleikhúsinu.

Aron Þór Arnarsson starfar við hljóðdeild Þjóðleikhússins og hefur hannað hljóðmynd fyrir ýmsar leiksýningar. Meðal verkefna hans hér eru Nokkur augnablik um nótt, Sem á himni, Ásta, Framúrskarandi vinkona og Kafbátur. Hann hefur unnið sem upptökustjóri og hljóðmaður í rúma tvo áratugi. Meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem hann hefur unnið með eru Björk, Of Monsters and Men, GusGus, John Grant, The Brian Jonestown Massacre, Hjaltalín, HAM, Stuðmenn, Valdimar, Leaves, Trabant, Apparat Organ Quartett, Singapore Sling, Kimono, Úlpa, Jóhann Jóhannsson, Barði Jóhannsson, Hljómar, Mannakorn, KK, Magnús Eiríksson og RASS. Hann hlaut ásamt öðrum Grímuverðlaunin fyrir hljóðmynd í Einræðisherranum, og var tilnefndur

ásamt öðrum fyrir Kafbát og Atómstöðina. Aron hannar hljóðmynd fyrir

Mayenburg-þríleikinn, Ellen B., Ex og Ekkert mál, í Þjóðleikhúsinu.

24

Brot úr viðtali við Marius von Mayenburg, sem lesa má í heild sinni á vef Þjóðleikhússins, leikhusid.is

Það var eins og verkin yxu hvert út úr öðru

Marius von Mayenburg er höfundur þríleiksins sem samanstendur af leikritunum Ellen B., Ex og Ekkert mál (Egal). Benedict Andrews leikstýrir Ellen B. og Ex á leikárinu 2022-23 og höfundurinn mun sjálfur leikstýra því þriðja, Ekkert mál, næstkomandi haust. Leikritin eru framúrskarandi vel skrifuð og fjalla um ástina og valdið í samtímanum, nútímafólk og nándina, af nístandi hreinskilni og kolsvörtum húmor. Bitastæð hlutverkin eru öll í höndum stórleikara.

Leiðir ykkar Benedicts hafa legið saman í leikhúsinu í tvo áratugi. Hvernig er samvinnu ykkar sem höfundar og leikstjóra háttað? Vinnið þið náið saman á ritunar- og æfingatíma verkanna?

Við Benedict hittumst fyrst þegar hann setti upp leikrit mitt Eldfés (Feuergesicht) hjá Sydney Theatre Company árið 2001, og hann hefur áður leikstýrt fimm leikritum eftir mig í leikhúsum í Ástralíu og í Schaubühne-leikhúsinu í Berlín. Í gegnum okkar tengsl var honum boðið að leikstýra við Schaubühne-leikhúsið í Berlín og ég var dramatúrg í nokkrum sýningum hjá honum þar.

Hvað varðar samvinnu höfundar og leikstjóra, þá má segja að ég sjálfur sé eini leikstjórinn sem kemur að ritunarferli leikrita minna. Síðustu tólf árin hef ég sjálfur leikstýrt frumuppfærslum á verkunum mínum og auðvitað hefur það haft mikil áhrif á skrifin – kannski til hins betra, kannski ekki. Áður en ég fór að leikstýra sjálfur var ritunarferlið líka mjög einmanalegt. Eina undantekningin var sýning sem við Benedict unnum saman að fyrir Adelaide-hátíðina, Moving Target. Þá vorum við búnir að vinna saman í nokkur ár, hann sem leikstjóri og ég sem dramatúrg.

Við höfðum myndað mjög sérstaka listræna vináttu og Benedict spurði mig hvort ég hefði áhuga á að vinna sýningu með honum alveg frá grunni. Það er að segja að byrja að æfa með hópi af leikurum með ekkert í höndunum nema hugmynd. Engan texta, enga leikmynd – ekkert. Allt yrði þróað í æfingaferlinu. Þetta var mjög kraftmikið og fallegt ferli. Fljótlega eftir þessa sýningu fór Benedict að skrifa leikrit sjálfur og ég að leikstýra.

26

Verkin í þríleik þínum, Ellen B., Ex og Ekkert mál eru á margan hátt ólík, en formið er svipað og það eru þemu og

ákveðnir eiginleikar sem tengja þau. Hvaðan spretta þessi verk og hvers vegna líturðu á þau sem þríleik?

Rétt áður en öllu var skellt í lás vegna Covid árið 2020 var frumsýnt eftir mig leikrit. Frumsýningarpartýið var fyrsti smitpotturinn í nærumhverfi mínu og daginn eftir frumsýninguna var öllum leikhúsum í Berlín lokað. Þetta var mjög erfitt, ég sá

fram á að leikritið mitt myndi ekki lifa áfram, enginn myndi koma

að sjá það. Og þá byrjaði ég að skrifa Ex, skrifin urðu eins og

nokkurs konar þerapía fyrir mig. Frá því að skrifa Ex fór ég yfir í að skrifa Ellen B. og daginn sem ég lauk við Ellen B. byrjaði ég að skrifa Ekkert mál. Það var eins og verkin yxu hvert út úr öðru og öll uxu þau út úr frelsinu sem fólst í því að vera innilokaður og í þessum félagslegu höftum. Ég kalla þennan þríleik gjarnan „Lockdown”-þríleikinn.

Ég hafði gengið með flestar hugmyndirnar árum saman en aldrei haft tíma til að skrifa þær niður. Hugmyndin að Ex fæddist t.d. þegar ég átti samtal við nokkra kollega um stéttskipt þjóðfélög í leikritum fyrri alda, hvort okkar þjóðfélag væri eins stéttskipt og áður, eða hvort stéttaskipting væri jafnvel liðin undir lok. Í Ex hafa mál sem tengjast stéttaskiptingu mikil áhrif á átök parsins sem er í forgrunni. Ellen B. er kannski persónulegra verk, en Ekkert mál sprettur aftur á móti upp úr vandamálum í okkar afturhaldssama þjóðfélagi. Öll verkin eiga það sameiginlegt að hafa á sér yfirbragð innilokunar, bæði hvað varðar bygginguna – þetta eru allt einþáttungar – og hvað tungumálið snertir. Mér finnst þau vera á sama hraða, með svipað hitastig, og samtölin eru drifin áfram eins og í gamanleik. Persónurnar eru allar með

þráhyggju fyrir því að eiga í átökum og verða að bera sigur úr

býtum í öllu sem þær rífast um. Verkin eru eins og systkini með

ólík áhugamál, ólíka galla og kannski ólíka hæfileika, mér finnst eins og þau kallist á. Og vonandi á áhorfandi sem sér þau öll eftir að njóta samvistanna við þessa þrjá „illgjörnu þríbura”.

27

Verkin þín eru oft nokkurs konar andsvar við því sem er að gerast í samfélaginu. Í Ellen B. kemurðu inn á viðkvæmt umfjöllunarefni, ásakanir um kynferðislega áreitni og misnotkun. Hér á Íslandi var MeToo umræðan mjög kraftmikil, en sumir karlmenn hafa verið hræddir við að tjá sig um málefnið.

Ég held að karlmenn þurfi að hætta að skilgreina frelsisbaráttu og femínisma sem einvörðungu málefni kvenna. Reynsla af kynferðislegri misnotkun er ekki bundin við einungis eitt kyn. Þetta er almenn ógn. Fyrir mitt leyti er ég ekki í neinum vafa um að valdastrúktúrinn á bak við hvert kynferðisbrot sé hægt að skilgreina sem karllægan. En innan þess ramma geta gerendur verið bæði karlar og konur. Það er þetta kerfi og valdið sem verður til í gegnum tungumálið sem ég hef áhuga á. Það er nokkurs konar vald sem byggist á misnotkun og viðheldur misnotkun. Það er ákveðin tegund af ofbeldi sem þarf ekki að vera kynferðislegt til að leggja líf manneskju í rúst.

Þú munt leikstýra Ekkert mál hér í Þjóðleikhúsinu

á næsta ári, hvaða væntingar hefurðu til vinnunnar?

Ég hlakka til að vinna með Benedict og Ninu Wetzel, leikmyndaog búningahöfundi, í þessu nýja og risavaxna samhengi. Þau eru bæði nánir vinir og listrænir samverkamenn mínir, og ég er forvitinn að sjá hvert þetta nýja skref í okkar listrænu samvinnu leiðir okkur. Það er líka nýtt og alveg sérstakt fyrir mig sem höfund að þrjú verk eftir mig séu sett upp á svo stuttum tíma og í svona miklu návígi. En aðallega er ég spenntur vegna þess að Ísland býr yfir stórkostlegri menningu sem ég hlakka mjög mikið til að komast í snertingu við. Það að leikstýra verki þar sem samtöl eru helsta driffjöðrin á öðru tungumáli verður áskorun, en ég hef alltaf haft gaman af þeirri fjarlægð sem það að vinna á öðru tungumáli skapar. Því vonast ég eftir gjöfulum samskiptum og leiftrandi kynnum við nýja áhorfendur.

Viðtal: HHG og MTÓ

29

Starfsfólk Þjóðleikhússins

Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri

Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri

Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur, staðgengill leikhússtjóra

Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur

Tinna Lind Gunnarsdóttir, forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla

Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri

Jón Þorgeir Kristjánsson, forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar

Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi

Elísa Sif Hermannsdóttir og Jón Stefán Sigurðsson, teymi barna- og fræðslustarfs

Hans Kragh, þjónustustjóri

Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður

Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur

Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri og höfundur

Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri og höfundur

Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og höfundur

Leikarar

Almar Blær Sigurjónsson

Atli Rafn Sigurðarson

Birgitta Birgisdóttir, í leyfi

Björn Thors

Ebba Katrín Finnsdóttir

Edda Arnljótsdóttir

Guðjón Davíð Karlsson

Guðrún Snæfríður Gísladóttir

Hallgrímur Ólafsson

Hákon Jóhannesson

Hildur Vala Baldursdóttir

Hilmar Guðjónsson

Katrín Halldóra Sigurðardóttir

Kjartan Darri Kristjánsson

Kristín Þóra Haraldsdóttir

Nína Dögg Filippusdóttir

Oddur Júlíusson

Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Pálmi Gestsson

Sigurbjartur Sturla Atlason

Sigurður Sigurjónsson

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Unnur Ösp Stefánsdóttir

Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Þröstur Leó Gunnarsson

Örn Árnason

Sýningarstjórn

Elín Smáradóttir

Elísa Sif Hermannsdóttir

María Dís Cilia

Hljóð

Kristján Sigmundur Einarsson, deildarstjóri

Aron Þór Arnarsson

Þóroddur Ingvarsson

Leikgervi

Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri Áshildur María Guðbrandsdóttir

Silfá Auðunsdóttir

Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir

Búningar

Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri Ásdís Guðný Guðmundsdóttir

Hjördís Sigurbjörnsdóttir

Hólmfríður Berglind Birgisdóttir

Ljós

Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósah. Jóhann Bjarni Pálmason, deildarstjóri Jóhann Friðrik Ágústsson

Ásta Jónína Arnardóttir

Haraldur Leví Jónsson

Ýmir Ólafsson

Leikmunir

Ásta Sigríður Jónsdóttir

Halldór Sturluson, í leyfi

Mathilde Anne Morant

Valur Hreggviðsson

Leikmyndarsmíði

Hildur Evlalía Unnarsdóttir, teymisstjóri

Michael John Bown, yfirsmiður

Arturs Zorģis

Svið

Ásdís Þórhallsdóttir, leiksviðsstjóri

Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða

Alexander John George Hatfield

Jón Stefán Sigurðsson

Jasper Bock

Sigurður Hólm

Siobhán Antoinette Henry

Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Allt frá árinu 1950 hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.

Umsjónarmaður Leikhúskjallara Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka

Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri Anna Karen Eyjólfsdóttir

Fanney Edda Felixdóttir

Halla Eide Kristínardóttir

Júlíana Kristín Jóhannsdóttir

Bókhald og laun

Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi

Eldhús

Ina Selevska, aðstoðarmaður Aida Gliaudelyte, aðstoðarmaður

Umsjón fasteigna

Eiríkur Böðvarsson, húsvörður

Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting Margarita Albina, ræsting Hafliði Hafliðason, bakdyravörður Sigurður Hólm, bakdyravörður

Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.

Þjóðleikhúsráð

Halldór Guðmundsson, formaður Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Sjón - Sigurjón Birgir Sigurðsson

María Ellingsen

33

Miðasölusími: 551 1200

Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is

36

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.