Heilsublað Nettó - janúar 2021

Page 48

hollusta

Heilsan er í okkar

eigin höndum (að mestu leyti)

Heilsan er okkur öllum dýrmæt þar sem við viljum vera hraust, hafa næga orku í allt sem okkur langar að gera og að okkur líði vel í eigin skinni.

Þ Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Hann hefur birt greinar í ritrýndum fagtímaritum og bæði komið að og stýrt mörgum þróunar- og gæðaverkefnum á bráðamóttöku.

48

ví miður lendum við mörg hver á einhverjum tímum lífsins í veikindum eða slysum sem hafa áhrif á þessa þætti, ýmist tímabundnum eða langvarandi. Þegar það gerist höfum við vanist því að leita til heilbrigðiskerfisins eftir aðstoð við að ná heilsu á ný. Við langvarandi heilsubrest af hvaða toga sem er förum við reglulega til sálfræðinga, sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðinga eða lækna til að fylgjast með stöðu veikindanna og fá ráð og lyf til þess að bæta stöðuna eða koma í veg fyrir að hún versni. Heilbrigðiskerfið hefur því að mestu leyti verið „sjúkdómakerfi“, þ.e.a.s. hefur einbeitt sér að viðbrögðum við því þegar sjúkdómar hafa komið upp. Eina almenna undantekningin frá því hefur verið mæðra- og ungbarnaeftirlit þar sem fylgst er með heilbrigðum einstaklingum og þeir studdir til að koma í veg fyrir sjúkdóma eða fylgikvilla. Fyrirkomulag mæðra- og ungbarnaeftirlits á Íslandi hefur leitt til þess

að ungbarnadauði og veikindi á meðgöngu og kringum fæðingu er með því lægsta í heiminum. Það er mjög athyglisvert að við höfum ekki notað sömu nálgun fyrirbyggjandi stuðnings í meira mæli á öðrum sviðum í heilbrigðiskerfinu. Af hverju skyldi það vera? Djúpstæð og gagnreynd þekking á virkni fyrirbyggjandi lífsstílsaðgerða er frekar ný af nálinni. Vissulega hafa í gegnum tíðina verið gefnar út ráðleggingar um hollan lífsstíl en aðeins á síðustu 20 árum hafa raunverulega góðar sannanir fyrir gildi þeirra komið fram. Að sama skapi hafa ráðleggingar sem á einum tíma þóttu góðar verið afsannaðar. Ákveðnir rauðir þræðir hafa alltaf verið til staðar í lífsstílsráðleggingunum; hreyfing, hvíld, mataræði og líkamsþyngd hafa verið lykilþættir en ráðleggingunum hefur verið ætlað að stöðva framrás sjúkdóma sem þegar eru komnir fram. Þær hafa miðað að því að lækka of háan blóðþrýsting, lækka blóðsykur hjá sykursjúkum eða kólesteról hjá einstaklingum með kransæðasjúkdóm. Áherslan á að halda sjúkdómum í skefjum í heilbrigðiskerfinu með t.d. lífsstílsráðleggingum sem draga úr alvarleika þeirra, hefur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.