SJÁVARAFL Desember 2021 4. tölublað 8. árgangur
l ó j g e l Gleði
Fiskur á fyrsta farrými
Loðna, Covid, kerfið og framtíðin
Er okkur mikilvægur
Námskeiðslotur
Saltfiskur og sundmagi
Boston Wellvale
Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA
2 Hugurinn skiptir mestu máli 4 Svona eru menn 6 Fiskur á fyrsta farrými 10 Vilhelm Már Þorsteinsson 12 Loðna, Covid, kerfið og framtíðin 14 Eitt stærsta sjávarútvegs heims velur WiseFish og Microsoft Dynamics Wise 16 Nám sem hentaði mér mjög vel 16 Mikilvægt að geta tekið grunnnám í fiskeldi í Bíldudal 17 Fisktækniskólinn er okkur mikilvægur 18 Fyrsta verkefni Freyju 20 Íslenskur saltfiskur og sundmagi uppistaðan í sigurrétt í Portúgal 24 Að fæða heiminn til framtíðar 30 Námskeiðslotur á besta áfangastað Lonely Planet 2022 34 Sexfalda verðmæti síldarlýsis með einkaleyfi að vopni 38 90% nýting á þorski hérlendis 40 Árið 2021 á Seyðisfirði 42 Menntun er lykilinn að framtíðinni 44 Boston Wellvale 46 Tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2021 48 Af námi mínu í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri og hvert það leiddi mig 52 Börnin og lífið
Hugurinn skiptir mestu máli
H
ver þekkir ekki einhvern sem hefur átt við erfiðleika að stríða sem tengjast jólunum og séð þegar kvíði, streita eða jafnvel ótti læðist að fólki sem hefur ekki tök á að hafa jólin eins og það í raun kýs að hafa þau. Það er auðvelt að segja við einhvern, gefðu bara það sem þú hefur tök á, því oft er það þannig að viðkomandi vill gefa meira og svíður það sárt að geta ekki gert „betur“ en besta gjöfin er í raun hugurinn á bak við gjöfina. Kannski er best að gefa okkur námskeið til að draga úr streitu og læra að lifa í núinu, taka einn dag í einu og njóta jólanna hvernig sem þau verða og þakka fyrir allt sem við höfum og hafa þennan dásamlega tíma sem er að koma, tíma gleði og friðar og njóta þess að vera laus við streitu og standa með okkur og vera ekki skuldum vafinn eftir jól. Svo eru það þeir sem hafa jafnvel tök á að gefa gjafir sem myndu valda öðrum kvíða á að geta ekki gefið, en hafa enganvegin tíma til að leita og finna fallegar gjafir sem þeir vita að viðkomandi verður sáttur með. Það getur einnig valdið kvíða og streitu. Ég vil þakka öllum sem hafa lagt mér lið við útgáfu blaðsins á liðnum árum. Fyrir hönd starfsfólks Sjávarafls, óska ég ykkur öllum lesendur góðir og fjölskyldu ykkar nær og fjær, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Elín Bragadóttir ritstjóri Megi árið 2022 verða ykkur gæfuríkt og gjöfult.
Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf Sími: 6622 600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir
Alda Áskelsdóttir, blaðamaður
Anna Helgadóttir, umbrot og hönnun
Ásgerður Jóhannsdóttir, blaðamaður
Heba Líf Jónsdóttir, blaðamaður
Jón Heiðar Pálsson, blaðamaður
Óskar Ólafsson, ljósmyndari
Snorri Rafn Hallsson, blaðamaður
Sigrún Erna Geirsdóttir, blaðamaður
Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com Ljósmyndir: Óskar Ólafsson Forsíðumynd: Anna Helgadóttir Prentun: Prentmet Oddi ehf
by COSENTINO
Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita.
Högg- og rispuþolið
HÁTT HITAÞOL
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Blettaþolið
Sýruþolið
JÓLAHUGVEKJA Sr. Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarsókn
Svona eru menn L ag og texti „Svona eru menn“ tón, texta og söngvaskáldsins KK kom upp í huga minn þegar ég settist niður við að setja á blað þessa hugleiðingu þessa aðventuna. Manneskjan í sínum breyskleika á göngu til móts við jólahaldið hefur í aldana rás tekið á sig ýmsar myndir. Einhverjar framkallaðar og aðrar ekki heldur geymdar í snjáðum kössum hugans. „Það hallaði að aðfangadagskvöldi seint á þriðja áratug síðustu aldar. Mamma búin að klæða okkur systkinin í okkar bestu föt. Leiðin lá niður að höfn. Þegar þangað var komið skimuðum við eftir skipunum sem lágu við ankeri fyrir utan hafnarmynnið. Í minningunni var veðrið gott. Fjöldi fólks var saman komið á hafnarbakkanum í sömu erindagjörðum og mamma og við systkinin. „Þarna er pabbi” hrópaði bróðir minn og benti og mér fannst ég koma auga á pabba í órafjarlægð. Ég vildi svo mikið sjá pabba og svaraði því til að ég hafi líka komið auga á hann, en ég var ekki viss. Allavega var pabbi um borð í einhverjum af þessum bátum og kastaði kveðju til okkar. Þegar við röltum heim á Ránagötuna byrjuðu kirkjuklukkur Dómkirkjunnar að hringja inn jólin. Alltaf þegar ég heyri aftansöng útvarps frá Dómkirkjunni er ég lítil stelpa með rauða slaufu í hárinu og vinka til pabba og sjómannanna í bátunum fyrir utan hafnarmynnið ein jól æsku minnar. Ég grét, systir mín og bróðir og mamma hélt fast í hendurnar á okkur. Það var gott að koma heim í hlýja stofuna sem mamma opnaði og dýrðin blasti við okkur, jólatréð og gjafirnar lúrðu undir leyndardómsfullar. Hlýtt á aftansöng í útvarpinu. Þögnin og kyrrðin yfirtók huga. Þegar þarna var komið var augljóst að móðir mín heitin var á valdi minninganna mitt í smákökubakstrinum dagana fyrir ein jól æsku minnar. Ég skynjaði árunum seinna sem fullorðinn maður að móðir mín átti erfitt með að rifja upp æskujólin sín en um leið var það hennar leið að sættast við það liðna. Óréttlætið að fá ekki hafa pabba sinn heima ein jólin, skyggði á þau jólin sem fjölskyldan var sameinuð á aðfangadagskvöldi. Þannig er það með okkur mörg þegar jólahátiðin nálgast að við förum fetið frá loga minninga liðina jóla. Leyfum okkur um stund að horfa um öxl á það góða sem var. Við þekkjum jólafrásöguna, persónur og leikendur, hirðana, vitringana, ungu hjónunum sem var úthýst og fengu skjól í fjárhúsi og barn fæddist í heim sem getur verið grimmur og miskunnarlaus, fjölskyldum sundrað. Auður stóll við jólaborðið, ástvinamissir, lönd og höf skilja að og þegar þetta er skrifað þarf það ekki til nema landshluta á kóvidtímum. Orð og hugmyndir klæðast nýjum búningi enn ein jólin að því er virðist. Talað um að hver og einn þurfi að hugsa um og búa til
sína eigin jólakúlu eða jólabúbblu. Njóta rafrænna samverustunda heyrist sagt. Eitthvað sem var okkur framandi fyrir aðeins tveimur árun síðan en virðist komið til að vera enn ein jólin, en samt ekki. Víst má segja að þögnin og kyrrðin í þeirri merkingu sem við allrajafna skilgreinum hana sé allsráðandi. Á jólum er hún aldrei eins ráðandiþögnin. Hljóðlega hvarflar hugur til fyrstu jóla okkar sem berum gæfu til að minnast með hlýju og þögn. Jólin vegmóð eru að ganga í garð með öllu tilheyrandi, Ora grænum baunum, rauðkáli og rjómasósu, steik og heimatilbúnum ís, samveru fjölskyldu. Tilveran öll við það að bresta í að vera frjálsleg í fasi eins og segir í einu af mörgum jólalögunum sem dúndrað er út úr viðtækjum okkar. Óttinn er þarna líka í myrkrinu sem þrengir sér að eins og boðflenna. Á pari við Vitfirringana þrjá sem eru á leiðinni eins og stúlkan litla um árið sagði við móður sína og horfði óttaslegin út um stofugluggann. Aðspurð sagðist hún að presturinn í kirkjunni hafi sagt frá þeim. Atburðurðinn á Betlehemsvöllum er sístæður í huga á sér ekki mörk tíma heldur bregður birtu vonar um að fá að ganga með hirðunum á Betlehemsvöllum að jötu drauma okkar og væntinga, þér er boðið að vera með. Þú ert ekki gleymd/ur. Því verður ekki á móti mælt að fyrir einhverja kann að vera djúpt á jötu væntinga hugans á veirutímum þeim sem við lifum í dag, finnum ekki til sáttar. Sátt Guðs við okkur mennina var að sonur hans fæddist. „Sjá, ég boða yður mikin fögnuð, yður í dag er frelsari fæddur...” voru meðal annars orð englana á Betlehemsvöllum. Þessi orð þetta skúbb er ekki endilega að fá heilsíðu fjölmiðla eða fyrsta frétt í útvarpi eða sjónvarpi. Ef við leggjum okkur fram getum við á jólum heyrt andardrátt lífsins sem gleymir okkur ekki heldur færir okkur sanninn um að hið veika og smáa í hverju og einu okkar nær að lyfta af sér oki hversdagsleikans og myrkursins sem umlykur okkur og birta vonarinnar nær að snerta okkur smáum fingrum. Við gleymum ekki hverju öðru því við erum ekki gleymd. Inntak jólana er að ég man þig. Engin er svo smár eða svo stór að geta ekki leyft sér að gleðjast á jólum með glöðum. Guð gefi þér og þínum gleðileg jól.
4
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
Þantroll
Þantæknin
Þankraftur
Streymi yfir kaðal fer lengri leið. Meiri hraði = Minni þrýstingur
Streymi undir kaðal fer styttri leið. Minni hraði = Meiri þrýstingur
HELIX
.Opnast fljótt við kast .Meiri opnun í togi .Heldur lögun vel í beygjum .Hljóðbylgjur beinast innávið
Helix þantæknin er einkaleyfisvarin
Boeing 757 flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Mynd: Icelandair Hildur María Jónsdóttir
Fiskur á fyrsta farrými
Snorri Rafn Hallsson
Íslenski fiskurinn er ein mikilvægasta útflutningsvara þjóðarinnar, og því er afar mikilvægt að framleiðendur hér á landi hafi greiðan aðgang að erlendum mörkuðum. Eftirspurn eftir ferskum fiski er enn sem áður mikil og gegnir Icelandair Cargo veigamiklu hlutverki í að koma íslenskum afurðum til viðskiptavina um heim allan. Blaðamaður Sjávarafls sló á þráðinn til Gunnars Más Sigurfinnssonar, framkvæmdastjóra Icelandair Cargo og tók púlsinn á starfseminni. Hvernig hefur árið verið það sem af er komið? Það hefur gengið á ýmsu, og við erum enn á þeirri vegferð sem hófst í ársbyrjun 2020 þegar Covid-faraldurinn hófst. Leiðakerfi Icelandair skrapp saman um 95% og þurftum við í raun að endurhanna fragtflutningakerfið okkar til að geta flogið fiskinum sérstaklega á markaði eins og í Bandaríkjunum. Fyrir Covid var um 70% af fragtinni flutt með farþegaflugvélum og inni í þeirri tölu var til að mynda allur sá fiskur sem fluttur var á Bandaríkjamarkað. Í mars 2020 hrundi farþegaflugskerfið og við stóðum uppi án flutningsleiða til Bandaríkjanna. Við þurftum því að endurskipuleggja okkur frá grunni og fórum að fljúga fragtvélum allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, milli Bandaríkjanna og Evrópu og svo flugum við farþegaflugvélum með fáa eða enga farþega með fiskinn til beggja áfangastaða. Þetta gerðum við fyrst og fremst vegna þess að við lögðum höfuðáherslu á að halda markaðnum opnum, að við værum að skaffa markaðnum
6
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
Gunnar Már Sigurfinnsson, framvæmdastjóri Icelandair Cargo. Mynd: Icelandair
þær vörur sem hann er vanur að fá. Mér skilst að við höfum verið ein af fáum, ef ekki þau einu frá Evrópu sem voru að afhenda fisk reglulega inn á markaðinn í Bandaríkjunum, vegna þess að allar flutningsleiðir
Við höfum áður þurft að takast á við ýmsar skrýtnar aðstæður eins og gosið í Eyjafjallajökli og bankahrunið sem dæmi. Þá vorum við í svipaðri stöðu en lögðum einmitt allt kapp á að halda keðjunni óslitinni þannig að það væri til íslenskur fiskur í búðunum eins og hægt var.
duttu niður í nánast ekki neitt, og það á við um öll flugfélög, ekki bara okkur. Þar spilar inn í að Bandaríkin lokuðu fyrir heimsóknir og því var fólk ekkert að ferðast þangað þar til nýverið, þegar landið opnaði aftur. Á þessu ári hefur kerfið smám saman verið að taka við sér og höfum við því verið að færa flutninga aftur til baka í farþegavélarnar en þó kerfið hafi verið að styrkjast nýlega er það enn þá veikt. Þetta er búið að sveiflast fram og til baka eftir því hvernig bylgjurnar hafa þróast á hverjum stað og við höfum því ekki getað reitt okkur á farþegakerfið eins og í venjulegu árferði. En við reynum allt sem við getum og það hefur gengið vonum framar. Þetta hefur kallað á að við gerum hlutina öðruvísi, við höfum staðið fyrir meira fragtflugi en ella og höfum einnig flogið breiðþotum með fáa farþega til þess að koma fragtvörunum á markað. Það hlýtur að vera mikið ábyrgðarhlutverk að vera fragtflugfélag á lítilli eyju úti í miðju hafi? Já, ég held að við höfum fengið að skilja það allhressilega í þessari veiru. Þetta snýst ekki bara um fiskinn heldur vorum við líka að flytja lyf og lækningavörur til landsins. Við breyttum farþegaflugvélum og fluttum lyf og lækningavörur frá Kína fyrir bæði þýsku ríkisstjórnina og New Yorkfylki. Við tókum sætin úr farþegavélunum og breyttum þeim í fragtvélar
Það átta sig allir á því að við erum lítil eyja lengst norður í hafi sem er mjög auðvelt fyrir heimsbyggðina að gleyma. Þannig að ef við sjáum ekki um að vera tengd sjálf, þá er ekkert víst að aðrir myndu reyna að tengjast okkur.
Starfsfólk Icelandair í óðaönn að hlaða Boeing 757 félar til flutnings á vörum. Mynd: Icelandair SJÁVARAFL DESEMBER 2021
7
Svona munu nýjar Boeing 767 vélar Icelandair líta út þegar þær hefja sig til flugs haustið 2022. Mynd: Boeing.
Árið 2050 ætlar flugiðnaðurinn að vera með að vera með kolefnislausa starfsemi. Það verður gert í skrefum eftir því sem tækninni fleytir fram, bæði með blöndun á umhverfisvænu eldsneyti sem hægt er að blanda við núverandi eldsneyti og minnka þannig sótspor, með nýrri tækni í hreyflum og nýjum orkugjöfum. og flugum einhver 80 flug þarna á milli. Á sama tíma, þó það hafi ekki farið eins mikið fyrir því, þá flugum við mjög mörg flug með lækningavörur og bóluefni frá Evrópu til Íslands og þá reyndi á mikilvægi þessarar þjónustu. Maður lítur kannski á þetta sem sjálfsagðan hlut og veltir því ekki mikið fyrir sér hvernig vörur komast til og frá landinu ef maður er ekki í þessari starfsemi frá degi til dags. En þegar keðjan slitnar þá reynir á að henni sé haldið við og þeim sem tekst best til, þeirra viðskiptavinir ná að halda velli eftir að þetta hikst gengur yfir. Það sem er svo mikilvægt fyrir íslenska fiskinn sem dæmi er að hann haldi sér í búðunum og að neytendur geti gengið að honum vísum. Það er nefnilega alls ekki víst að það sé hægt að ná neytandanum til baka ef varan er ekki til í langan tíma og hann venur sig á að kaupa eitthvað annað. Við erum mjög meðvituð um þetta og leggjum mikið undir til að keðjan slitni ekki. Við höfum áður þurft að takast á við ýmsar skrýtnar aðstæður eins og gosið í Eyjafjallajökli og bankahrunið sem dæmi. Þá vorum við í svipaðri stöðu en lögðum einmitt allt kapp á að halda keðjunni óslitinni þannig að það væri til íslenskur fiskur í búðunum eins og hægt var. Okkur tókst vel til þá, en nú í Covid er þetta náttúrlega af allt annarri stærðargráðu. Ég er búinn að vera í þessu flugi frá 1986 og sem stjórnandi frá 1994 og þó að ég hafi upplifað ýmislegt á þeim tíma og
8
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
að þessi iðnaður geti verið mjög skrautlegur á stundum þá er þetta það allra stærsta sem ég hef séð. Þetta er líka mun lengra en venjuleg áföll svo það reynir miklu meira á allt. Hvernig byggðuð þið á fyrri reynslu til að takast á við þessar áskoranir? Það sem hefur einkennt Icelandair Group og starfsemina hjá okkur í gegnum áratugina er að hér er fólk rosalega lausnamiðað. Það átta sig allir á því að við erum lítil eyja lengst norður í hafi sem er mjög auðvelt fyrir heimsbyggðina að gleyma. Þannig að ef við sjáum ekki um að vera tengd sjálf, þá er ekkert víst að aðrir myndu reyna að tengjast okkur. Við gerum alltaf allt sem við getum til að halda þessari tengingu lifandi því hún er mikilvægari en fólk gerir sér almennt grein fyrir, bæði hvað varðar farþegaflugið og vöruflutningana. Ef fólk kemur ekki til landsins eða það er ekki hægt að stunda þessi eðlilegu viðskipti sem verða til í kringum farþegaflug eins og ferðamannaiðnaðinn, eða útflutning eins og fiskinn þá kólnar hagkerfið. Umfangið verður minna og allt verður miklu erfiðara. Þetta er öllum hérna í fyrirtækinu ljóst. Við berjumst alltaf til síðasta blóðdropa til þess að halda öllu gangandi og fólkið okkar leggur gríðarlega mikið á sig til að tryggja að fyrirtækið geti starfað. Það á jafnt við um forstjórann og framkvæmdastjórann eins og flugmenn, flugþjóna, framlínufólkið og alla aðra starfsmenn. Það sést núna að skipaflutningar og í raun allir fragtflutningar eru í ólagi í augnablikinu og keðjuverkunaráhrifin sem það hefur hefur á stóru hagkerfin eru gífurleg. Maður getur rétt ímyndað sér hvaða áhrif það hefði á lítið hagkerfi eins og Ísland þannig að við verðum bara að bjarga okkur sjálf, það gerir það enginn annar. Hvernig hafa þessar breytingar snert á kolefnisfótspori íslenska fisksins? Kolefnisfótsporið eykst vissulega þegar við getum ekki samnýtt farþegaflugið eins og við högum verið að gera. Á móti kemur að fiskur er mjög umhverfisvænt prótein eitt og sér, og sérstaklega í samanburði við önnur prótein á borð við nautakjöt, svínakjöt og kjúkling. Við höfum látið utanaðkomandi aðila mæla ferlið, alveg frá veiðum til verslunar, því það þýðir ekki að einblína bara á hvern þátt fyrir sig, og niðurstaðan er sú að fiskurinn hefur mjög mikið forskot á önnur prótein, hvort sem hann fluttur í fragtflugvél eða með farþegaflugi. En svo er annar vinkill
Boeing 757 flugvélarnar eru glæsilegar að sjá. Mynd: Icelandair - Rósinkar Ólafsson
Íslenski fiskurinn er í hæsta gæðaflokki bæði hvítfiskurinn og vaxandi framleiðsla á laxi. Ég held að báðar þessar vörur eigi sér mikla framtíð vegna þess að þær uppfylla annars vega væntingar manna um hollan og góðan mat, og hins vegar öllum að óvörum einnig væntingar um lítið kolefnisfótspor þó þær séu fluttar með flugi og mun betra en flest annað prótein sem er í boði í verslunum.
ekki komast í kolefnislaust flug í einu stökki, en munum taka eins hröð skref og tæknin leyfir og bæta svo upp með kolefnisjöfnun fyrir það sótspor sem verður til. Við bjóðum viðskiptavinum okkar nú þegar upp á kolefnisjöfnun í gegnum Kolvið og erum einnig að skoða nýjar leiðir. Valkostunum hefur fjölgað mjög mikið og þessa dagana erum við að skoða leiðir sem við getum vonandi kynnt fyrir okkar viðskiptavinum áður en langt um líður.
á umhverfismálin og það er matarsóun. Ef þú ert að flytja ferska vöru þá skiptir tíminn gríðarlega miklu máli. Mjög stórt hlutfall af þeim matvælum sem fer til spillis eyðileggjast í flutningskeðjunni því þau eru of lengi á leiðinni. Þar stendur flugið vel að vígi sem hröð flutningsleið og viðheldur þeim verðmætum sem felast í ferskri gæðavöru.
Við erum einnig að undirbúa komu tveggja nýrra fragtvéla sem munu leysa af hendi þessar eldri sem við höfum verið að nota. Þær eru bæði afkastameiri og umhverfisvænni, og það sem er kannski áhugaverðast er að þær hafa meiri drægni en þær vélar sem við erum með í dag. Það mun hugsanlega skapa tækifæri til að sækja inn á nýja markaði fyrir ferskan íslenskan fisk sem hafa kannski ekki verið í sjónlínunni hvað varðar beint flug í augnablikinu. Íslenski fiskurinn er í hæsta gæðaflokki bæði hvítfiskurinn og vaxandi framleiðsla á laxi. Ég held að báðar þessar vörur eigi sér mikla framtíð vegna þess að þær uppfylla annars vega væntingar manna um hollan og góðan mat, og hins vegar öllum að óvörum einnig væntingar um lítið kolefnisfótspor þó þær séu fluttar með flugi og mun betra en flest annað prótein sem er í boði í verslunum.
Það er óhjákvæmilegt eins og staðan er að flugi fylgi ákveðið kolefnisfótspor en með nýjum flugvélum og tækni þá minnkar það stöðugt. Sem dæmi þá er miklu minna sótspor af nýjum MAX vélum í flota okkar en gömlu B757 vélunum sem eru núna smám saman að fara úr flotanum. Árið 2050 ætlar flugiðnaðurinn að vera með að vera með kolefnislausa starfsemi. Það verður gert í skrefum eftir því sem tækninni fleytir fram, bæði með blöndun á umhverfisvænu eldsneyti sem hægt er að blanda við núverandi eldsneyti og minnka þannig sótspor, með nýrri tækni í hreyflum og nýjum orkugjöfum. Við munum
Flugtæknin kemur til með að þróast hratt á næstu árum með tilkomu umhverfisvænni orkugjafa en það tekur tíma. Tæknin er ekki enn komin á þann stað að við getum skipt algjörlega frá olíu en fókusinn er auðvitað þar. Það eru fáar aðrar atvinnugreinar sem leggja jafn mikla áherslu á þetta og flugiðnaðurinn og það eru allir meðvitað um það, bæði framleiðendur og rekstraraðilar. Í sjónmáli eru lausnir sem munu færa okkur miklu framar og hraðar í rétta átt heldur en hingað til og það mun gera flugflutninga enn meira aðlaðandi þegar fram líða stundir. SJÁVARAFL DESEMBER 2021
9
ANNÁLL Vilhelm Már Þorsteinsson forstjóri Eimskips
Á
rið 2021 hefur verið eftirminnilegt á margan hátt og eitt af því sem stendur upp úr er þróun á alþjóðaflutningamörkuðum á árinu. Þegar verið var að meta stöðuna á vormánuðum 2020 og veiran var farin að láta á sér kræla töldu margir að eftirspurn eftir vörum og þjónustu í heiminum myndi minnka. Flutningafélög um allan heim brugðust við og drógu úr afkastagetu, bæði hvað varðar skipakost og tæki og seinkuðu pöntunum á gámum o.s.frv. Reyndin varð hins vegar sú, eins og við þekkjum, að eftirspurnin eftir margvíslegri þjónustu og upplifunum tengdum ferðaþjónustu og menningu dróst verulega saman. Eftirspurn eftir vörum dróst hins vegar ekki saman, nema í mjög skamman tíma, og í raun sáum við fljótlega vöxt í vöruflutningum vegna breytts neyslumynsturs á heimsvísu. Veiran hafði sú áhrif að það hægðist á öllu alþjóðlega kerfinu, hringferða tími skipa og gáma milli heimsálfa lengdist, framboð af skipum og gámum var ekki nægjanlegt miðað við vöxt í eftirspurn og hæga gangi í alþjóðlegum flutningum sem leiddi til þess að flutningsverð á alþjóðamörkuðum hækkaði mikið. Þrátt fyrir krefjandi markaðsaðstæður hefur okkur hjá Eimskip gengið vel að aðlaga siglingakerfið okkar, tryggja gáma og skip til að viðhalda öflugu útflutningsneti fyrir íslenskan sjávarútveg. Þarna búum við líka vel að eiga mjög góð samskipti við alþjóðleg skipafélög varðandi gáma og pláss í skipum sem gegna mikilvægu hlutverki í að koma vörum okkar viðskiptavina á fjarlægja markaði. Þegar einar dyr lokast opnast aðrar og það sáum við þegar framboð af flugi dróst saman vegna veirunnar. Þá sáu fyrirtæki leik á borði að gera frekari tilraunir með flutning á laxi sjóleiðina frá Íslandi til Bandaríkjanna og Kanada. Mikil þróun hefur verið í kælitækni og vakning í því hversu vel þessar afurðir þola sjóflutninginn og um leið að mæta sívaxandi kröfum viðskiptavina um umhverfisvænni flutninga. Við höfum síðan séð enn frekari vöxt á þessu ári í flutningi á ferskum afurðum yfir hafið til Norður Ameríku bæði frá Íslandi sem og Færeyjum og búumst við að sá vöxtur haldi áfram á næstu árum. Við finnum fyrir auknum kröfum viðskiptavina okkar að vita kolefnisspor sitt tengt flutningum með okkur og við höfum svarað því kalli og getum boðið viðskiptavinum upp á að fá slíkt yfirlit sent. Óvissa í tengslum við Brexit vofði yfir stóran hluta af ári og útflutningur til Bretlands dróst saman allt þar til bresk stjórnvöld ákváðu að draga til baka kröfur um heilbrigðisvottorð nú í haust. Þarfir viðskiptavina breyttust og við þurftum að bregðast fljótt við til að aðlaga siglingakerfið okkar þegar kom að því að flytja ferskar sjávarafurðir inná meginlandið í
10
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
stað þess að fara í gegnum Bretland. Þar skipti hröð ákvörðunartaka og aðlögunarhæfni miklu máli. Við tökum hlutverk okkar sem leiðandi flutningafyrirtæki alvarlega enda er samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs samtvinnuð öflugu siglingakerfi út úr landinu. Órofin virðiskeðja skiptir sköpum og þar má ekkert bresta ef hámarka á verðmætin í þeirri miklu alþjóðlegu samkeppni sem íslenski sjávarútvegurinn er í. Það hefur krafist mikillar þrautseigju og útsjónarsemi starfsfólks en hjá okkur starfar einvalalið með mikla reynslu af íslenskum sjávarútvegi sem hefur reynst mjög dýrmætt í aðstæðum sem þessum. Framundan er ein stærsta loðnuvertíð síðustu áratuga. Mikil undirbúningsvinna hefur verið lögð í að kortleggja komandi vertíð, gera sviðsmyndir, og teikna upp hvernig við getum flutt mikið magn af fiskimjöli og frystum afurðum inná markaði eins og Austur Evrópu og Austurlönd fjær. Þetta höfum við unnið í þéttu samstarfið við sjávarútvegsfyrirtæki landsins og nýtt okkar öfluga skrifstofunet bæði hér á landi sem og erlendis. Við erum vel í stakk búin að takast á við komandi tíma með íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og hlökkum til að sjá vonandi stóra vertíð raungerast. Ég óska ykkur öllum, á landi og sjó, gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári með þökk fyrir það gamla.
Markus Lifenet ehf. (Björgunarnetið Markús) Er sérhæft í þróun og framleiðslu búnaðar til að bjarga fólki úr sjó. Meðal þekktra framleiðsluvara eru Markúsarnet og léttabátanet en einnig eru framleiddir þar neyðarstigar og kastlínur sem henta einkar vel um borð í smábátum.
Markúsarnet Fyrir allar tegundir skipa og báta
Gefðu öryggi í jólagjöf Léttabátanet / Veltinet Er létt, auðvelt að festa og fljótlegt til björgunar, tekur lítið pláss og pakkast hratt og örugglega, leggst mjúklega utan um einstaklinginn og er einfalt í notkun.
Neyðarstigi í dekkbáta með allt að 1,8 m borðhæð sem haga má þannig að maður í sjó geti kippt stiganum niður og klifrað upp.
Stök kastlína í kastpoka fyrir allar gerðir skipa og báta og til að hafa merðferðis á ferðalögum.
Markus Lifenet ehf., Hvaleyrarbraut 27, 220 Hafnarfirði Sími: 565-1375- sales@markusnet.com - www.markusnet.com
ANNÁLL Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS
Loðna, Covid, kerfið og framtíðin L
oðnan. Það er fyrsta orðið sem kemur í hugann, þegar færður skal til bókar annáll íslensks sjávarútvegs fyrir árið 2021. Ekki eingöngu vegna þess að hennar hefur verið beðið með nokkurri óþreyju, heldur er hún undirstaða í fæðukeðju annarra nytjafiska við Ísland, eins og til dæmis þorsks. Það má því vænta þess að viðkoma þeirra tegunda verði með ágætum og vonandi ganga vonir manna eftir um góða loðnuvertíð. En kvótinn sem kemur í hlut Íslands er á sjöunda hundrað þúsund tonn. Magnið segir þó fjarri því alla söguna. Takmarkað framboð leiðir til hærra verðs, mikið framboð af afurðum mun vafalítið lækka verðið. En hvernig sem fer er mikils um vert að loðnan skuli nú finnast í viðlíka magni og raunin varð.
Þorskurinn þrautseigur Tíðindi af þorski í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hámarsksafla voru síður ánægjuleg. Um 13% samdrátt var að ræða á milli fiskveiðiára, en lögð voru til 223.000 tonn fiskveiðiárið 21/22 eða 34.000 tonnum minna
en fiskveiðiárið 20/21. Samdrátturinn bættist ofan á 6% samdrátt á milli fiskveiðiáranna 19/20 og 20/21. Til að setja þennan samdrátt í samhengi, er þetta jafnvirði veiða í 1-2 mánuði. Í hönd hefur því farið erfitt tímabil hvað þorskveiðar varðar og það þarf að stíga ölduna. Ekki má gleyma því að þorskstofninn er eftir sem áður sterkur, við sýnum ábyrgð með því að taka á vandanum og atvinnugreinin stendur nokkuð sterk fjárhagslega. Flestum verður vonandi ljóst hversu mikils virði það er að eiga öflug
12
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
fyrirtæki þegar viðlíka öldudalir mæta okkur.
Í gegnum kófið
Árið verður þó í hugum flestra minnisstætt vegna COVID-19 og því verður vart hjá því komist að ræða hvernig íslenskur sjávarútvegur komst í gegnum þá raun alla. Íslenskum sjávarútvegi tókst að komast í gegnum kófið í fyrra, þrátt fyrir ýmsa hnökra. Á þessu ári tókst að halda í horfinu og útlitið batnaði svo með hverjum mánuði sem leið. Á Sjávarútvegsdeginum sem haldin var í október kom berlega í ljós hverju íslenskur sjávarútvegur áorkaði í fyrra. Heildartekjur hans voru örlítið hærri en árið 2019, framlegð nánast sú sama, en hagnaðurinn mun minni. Þetta leiðir hugann að því; hvað veldur því að sjávarútvegur kemst svona vel frá erfiðum hindrunum, eins og þeim sem urðu á vegi hans?
Kerfið virkar Sennilega er augljósasta svarið; fólk vill fisk í matinn! Það svar er þó ekki alveg fullnægjandi, því þótt fólk vilji gjarnan fisk á sinn disk, þá þarf fiskurinn að vera í boði, þegar fólk langar í hann. Þá kemur að því sem miklu skiptir, en það er sveigjanleiki þess kerfis sem Íslendingar hafa komið sér upp. Sem sagt, fiskveiðistjórnunarkerfið. Innan þess er hægt að stilla af framboð í samræmi við eftirspurn. Þá er hægt að haga veiðum í samræmi við það. Þegar dró úr spurn eftir fiski í upphafi COVID fór meira af fiski í frost og salt. Það breyttist eftir því sem flutningar komust í eðlilegra ástand. Íslenska kerfið er þannig vaxið að þar er virðiskeðjan oft óslitin. Það þýðir að sami aðili veiðir fiskinn, verkar hann, sér um flutning og kemur honum til kaupanda. Það er þessi hluti kerfisins sem var ómetanlegur á erfiðum tímum. Án þessa sveigjanleika hefðu líklega mikil verðmæti farið fyrir ofan garð og neðan, með tilheyrandi tapi.
Samkeppnishæfni; gæði ekki magn Tengt þessu er hin margumrædda samkeppnishæfni. Enn skal á hana minnst, því hún gerir útslagið um það hversu mikið fæst fyrir það sem
úr sjó er dregið. Og það á að sjálfsögðu við á öllum sviðum þar sem samkeppni ríkir. Samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs byggist ekki á magni heldur gæðum. Þá er það staðreynd að laun á Íslandi eru með þeim hæstu í sjávarútvegi í heiminum. Það er að sjálfsögðu jákvætt, þannig á það að vera. Sumar samkeppnisþjóðir okkar senda mikið af óunnum fiski til vinnslu í öðrum löndum og flytja svo afurðirnar á markað. Til dæmis er mikið af fiski sent frá Noregi til Kína og svo aftur til baka á markað í Evrópu. Því verður ekki til vinna við vinnslu fisksins í Noregi og kolefnissporið af þessum flutningum er stórt. Hér á landi hafa fyrirtæki reynt að hafa virðiskeðjuna alla á sinni hendi, eins og áður var nefnt. Því er langmest af fiskinum unnin hér á landi og síðan sendur beint á markað. Til þess að standast samkeppni við ódýrt vinnuafl, víða um heim, þarf sífellt að fjárfesta í nýjustu tækni. Störfin í fiskvinnslu hafa sum hver breyst í hátæknistörf, þótt vissulega sé þar eftir mikil handavinna. Með því að hafa órofna virðiskeðju og öfluga fjárfestingu hafa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki haldið sínu á kröfuhörðum alþjóðlegum markaði. Hafa ber í huga að um 98% af íslensku sjávarfangi er seld úr landi. Því er til mikils að vinna að tryggja stöðu fyrirtækjanna, frekar en að setja fyrirsjáanleika þeirra reglulega í uppnám.
Umræða óskast Það leiðir hugann að stefnumörkun í sjávarútvegi. Hvað vilja Íslendingar með sinn sjávarútveg, hvaða verðmæti ætlar þessi þjóð að gera úr sjávarauðlindinni til næstu ára og áratuga? Hvernig á að tryggja verðmætasköpun, framþróun og framlag til hagvaxtar – framlag til hagsældar? Stjórnvöld hafa einfaldlega skilað auðu í gegnum árin – og það er ekki við einn stjórnmálaflokk eða eina ríkisstjórn umfram aðra að sakast. Þarna er verk að vinna. Það væri óskandi að á nýju ári verðir tekin innihaldsrík umræða um þetta, svo fyrirtækin geti horft til framtíðar; í öllu falli ögn lengra en fram að næstu kosningum. SJÁVARAFL DESEMBER 2021
13
Eitt stærsta sjávarútvegs heims velur WiseFish og Microsoft Dynamics Wise
Helga Guðjónsson, forstjóri Wise
Taívanski sjávarútvegsrisinn og einn stærsti túnfiskframleiðandi heims, FCF Co.Ltd. (Fong Chun Formosa) samdi á dögunum um kaup á WiseFish hugbúnaðinum og Microsoft Business Central frá Wise. Salan er ein sú stærsta í sögu Wise, en fyrirtækið hefur þróað WiseFish hugbúnaðinn í yfir 20 ár. FCF er hefur fir 50 ára reynslu í túnfiskframleiðslu, á yfir 30 félög sem sinna útgerð, vinnslu og sölu fyrir fyrirtækið. FCF er í allra fremstu röð þegar kemur að sjálfbærni í veiðum og vinnsu og leggur gríðarlega áherslu á gæði og rekjanleika sjávarafurða sinna.
Jón Heiðar Pálsson
„WiseFish er bylting fyrir okkur þegar kemur að innleiðingu á nýrri tækni í verksmiðjum okkar í Papúa Nýju-Gíneu. Kerfið veitir okkur rauntímayfirlit yfir starfsemina frá upphafi til enda, allt frá rekjanleika hráefnis til upplýsinga um reksturinn almennt.“ Segir Tony Costa, forstjóri Bumble Bee Seafoods sem átti stóran þátt í vali á WiseFish fyrr FCF. FCF er móðurfélag Bumble Bee sem á og rekur vinnslustöðvar og dreifingarmiðstöðvar um allan heim og saman mynda þau eina stærstu sjávarútvegs samsteypu á heimsvísu. „Innleiðing á háþóuðu kerfi eins og WiseFish á afskekktum stað eins og Papúa Nýju-Gíneu á sama tíma og heimurinn er að ganga í gegnum heimsfaraldur er ekki auðvelt verkefni. Við settum saman alþjóðlegt teymi frá Taívan, Bandaríkjunum, Papúa Nýju-Gíneu og Íslandi í þessu innleiðingarferli. Þrátt fyrir gríðarlegar áskoranir heimsfaraldursins varðandi að framkvæma alla greiningu og verkefnastjórn í fjarvinnu hefur teymið unnið framúrskarandi starf og innleiðingin gengið eftir áætlun“ bætir Costa við. Það er mikill heiður fyrir Wise að vera valið sem samstarfsaðili
14
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
Tony Costa, forstjóra Bumble Bee Seafoods
FCF í þessu risastóra verkefni og lítum við á það sem mikla viðurkenningu á okkar vörum og getu að fyrirtæki eins og FCF og Bumble Bee velji WiseFish sem grunnkerfi í þeirra framleiðslu.“ segir Jóhannes Helgi Guðjónsson, forstjóri Wise. „Þetta samstarf mun án efa styrkja Wise og stimpla WiseFish enn sterkar inn sem leiðandi vöru í hugbúnaðarlausnum fyrir sjávarútveginn. Wise er nú þegar að selja WiseFish í yfir 23 löndum utan Íslands. Við höfum fjárfest gríðarlega í þróun á WiseFish og munum halda þeirri stefnu áfram. Lykillinn að þeirri vegferð er að gera það í nánu samstarfi við okkar viðskiptavini og við sjávarútveginn í heild.“ bætir Jóhannes við. Wise er leiðandi í sölu hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveginn sem byggir á Microsoft Dynamics 365 Business Central bókhaldi og viðskiptakerfi. Samhliða öflugum grunnkerfum hefur Wise sérstöðu þegar kemur að úrvali viðskiptakerfa með það að markmiði að fyrirtæki nái því besta út úr sínum grunnkerfum og taki þar með betri ákvarðanir byggðar á áreiðanlegum gögnum. Wise hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir starfsemi sína, þar á meðal sem samstarfsaðili ársins frá Microsoft og sem stærsti söluaðili Dynamics 365 á Íslandi. Starfsemi Wise byggist fyrst og fremst á hugbúnaðarþróun ásamt fyrsta flokks þjónustu til viðskiptavina sinna um allan heim. Vörur eins og sérlausnir fyrir Microsoft Business Central, WiseFish, Wise Retail, Wise Sveitarfélagalausnir, Wise Flutningalausnir Wise Power BI og margar aðrar viðskiptalausnir eru notaðar af fjölmörgum fyrirtækjum hérlendis og víðs vegar um heiminn.
Við tökum virkan þátt í sjávarútvegi um land allt og hjálpum þér og þínu fyrirtæki að koma hugmyndum í framkvæmd.
Öflugur samstarfsaðili í sjávarútvegi
V E L KO M I N Í L ANDSBANKANN
L ANDSBANKINN.IS
Mikilvægt að geta tekið grunnnám Zane Kauzena er frá Lettlandi en hefur búið á Íslandi síðan 2004. Hún bjó fyrstu árin á höfuðborgarsvæðinu en flutti árið 2011 til Akureyrar. Sumarið 2012 var Zane í Bíldudal en sneri aftur til Akureyrar. Með miklum vexti í fiskeldinu í Arnarfirði ákvað Zane að flytja aftur vestur í Bíldudal árið 2016 og í fóðurstöð Arnarlax byrjaði hún að starfa í maí 2017 og hefur veitt henni forstöðu síðan í júní 2020.
Fjölbreytt starf í fóðurstöð Arnarlax Í fóðurstöð Arnarlax starfa nú átta manns, fjórir eru á vöktum í senn. Unnið er á tólf tíma vöktum, frá klukkan sjö á morgnana til sjö á kvöldin. Starfsmenn vinna sjö daga á þessum vöktum og eru síðan sjö daga í fríi. Hlutverk fóðurstöðvarinnar er að stýra fóðrun í sjókvíum Arnarlax í gegnum tölvur og vakta um leið fiskinn. Starfsmenn fóðurstöðvarinnar fara einnig út að sjókvíunum til að fylgjast með fóðruninni og eftir að minni fiskurinn er færður út í eldiskvíarnar á vorin þarf stundum að fara út að þeim og handfóðra. Fóðrið kemur að stærstum hluta frá norska fóðurframleiðandanum Skretting en einnig frá Ewos í Skotlandi.
Þekkti ekki til fiskeldis
Zane segir að starfið í fóðurstöðinni sé fjölbreytt og skemmtilegt og mikilvægt sé að vanda til verka því fóðrið sé langstærsti liðurinn í eldiskostnaði og því verði að nýta það sem allra best.
„Þegar ég hóf störf hjá Arnarlaxi árið 2017 hafði ég aldrei starfað í fiskeldi og bjó því ekki yfir kunnáttu á þessu sviði. Að sjálfsögðu fékk ég góða leiðsögn hjá þeim sem störfuðu hjá fyrirtækinu og síðan var
Nám sem hentaði mér mjög vel Heiðar Már Antonsson, sem býr á Reyðarfirði, lauk námi í fisktækni og fiskeldi frá Fisktækniskólanum án þess að hitta kennara sína í Grindavík. Covid-faraldurinn setti strik í reikninginn en það kom ekki að sök því tölvutæknin brýtur niður alla múra og Heiðar Már náði að ljúka báðum námsbrautum á tveimur önnum. Heiðar Már er 44 ára gamall, fæddur og uppalinn á Vopnafirði en hefur búið á Reyðarfirði frá 1988. Heiðar á að baki fjölþættan feril á vinnumarkaði, m.a. starfaði hann í mörg ár sem kjötiðnaðarmaður og einnig hefur hann verið í sölumennsku af ýmsum toga. Frá árinu 2019 hefur Heiðar glímt við eftirköst slyss sem hann varð fyrir og segist hafa ákveðið að nýta tímann vel til þess að afla sér menntunar og breikka þannig atvinnumöguleikana þegar hann geti snúið aftur út á vinnumarkaðinn. Fiskeldið sé í sókn á Austurlandi og sjávarútvegurinn standi þar einnig styrkum fótum. Þess vegna hafi hann séð ýmsa möguleika í því að fara í annars vegar nám í fisktækni og hins vegar fiskeldi í Fisktækniskólanum. Námið hóf hann fyrir rösku ári síðan, haustið 2020, og lauk því sl. vor. Áður hafði Heiðar farið í raunfærnimat þar sem öll hans fjölþætta starfsreynsla var lögð saman og metin á móti náminu. Eins og nærri má geta stytti raunfærnimatið leið Heiðars Más umtalsvert að settu marki.
Elín Bragadóttir
Fyrst og fremst spurning um viðhorf „Ástæðan fyrir því að ég fór í þetta nám var einfaldlega sú að ég vildi nýta tímann vel í veikindafríinu og þegar ég fór að kynna mér Fisktækniskólann komst ég að raun um að hann byði upp á þann möguleika að ég gæti tekið allt námið í fjarnámi. Það hentaði mér mjög vel og því lét ég slag standa og sé ekki eftir því,“ segir Heiðar Már og bætir við að það hafi ekki verið honum eins stórt skref að setjast aftur á skólabekk eftir langt hlé eins og ætla mætti. „Þetta er fyrst og fremst spurning um viðhorf. Ef maður ætlar sér hlutina, þá ganga þeir. Hér á árum áður átti ég ekki alltaf auðvelt með að læra en núna gekk námið ljómandi vel vegna þess að athyglin og ánægjan af náminu var meiri en þegar ég var yngri,“ segir Heiðar Már. „Uppbygging námsins í Fisktækniskólanum er mjög góð. Ég gat horft á upptökur af fyrirlestrum kennaranna þegar mér hentaði og síðan byggðist námið að stórum hluta á verkefnavinnu. Ef eitthvað var óljóst fengust svör fljótt og vel frá kennurunum. Þetta gekk því prýðilega og hentaði mér mjög vel,“ segir Heiðar Már og upplýsir að hann ætli ekki að láta staðar numið með námið í fisktækninni og fiskeldinu, á vorönn 2022 sé hann skráður í gæðastjórnarnám í Fisktækniskólanum.
16
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
í fiskeldi í Bíldudal mjög mikilvægt að eiga þess kost að fara í grunnnám í fiskeldi hjá Fisktækniskólanum. Við vorum tíu starfsmenn Arnarlax saman í þessu námi af þessu svæði; Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði. Starfsmenn Fisktækniskólans komu vestur og kenndu okkur hér á staðnum, yfirleitt tvo daga í senn, og það var okkur gríðarlega mikilvægt, enda er vinna okkar þess eðlis að við getum ekki svo auðveldlega farið í burtu í lengri tíma. Þetta var sem sagt lotunám og á milli lotanna unnum við verkefni í gegnum kennslukerfið Moodle. Í verklegri kennslu, t.d. varðandi líffræði fiska, fengum við að vera í vinnslu Arnarlax hér í Bíldudal og gera verkefni þar, “ segir Zane. Námið hófst haustið 2019 og því lauk með formlegri útskrift í febrúar sl. Eins og í svo mörgu öðru hægði Covid 19 faraldurinn eilítið á náminu. „Þetta nám er mjög fjölbreytt og skemmtilega sett upp, það hefur verið mér afar gagnlegt og opnað augu mín fyrir ýmsu. Einnig hefur það hvatt mig til að halda áfram á þessari braut, ég hef mikinn áhuga á að afla mér frekari þekkingar varðandi líffræðilega hluta fiskeldisins og það sem lýtur að umhverfismálum,“ segir Zane.
Miklu meira en að sitja við tölvu og ýta á starttakkann Zane dregur ekki dul á að henni líki mjög vel í því starfi sem hún gegni hjá Arnarlaxi. Fiskeldi hafi verið henni framandi þegar hún hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir hartnær fjórum árum en henni hafi strax fundist starfið vera áhugavert og verið fljót að læra grunnatriðin. Fiskeldisnámið í Fisktækniskólanum hafi síðan bætt miklu við sína
grunnþekkingu. „Þetta starf snýst síður en svo bara um að sitja við tölvu og ýta á starttakkann fyrir fóðrunina. Starfið tekur ekkert síður til líffræði- og umhverfisþátta. Til dæmis hefur veður mikil áhrif á fóðrun laxfiska, bæði hitastig og vindur, og að þessu öllu þarf að huga vel í fóðruninni. Með tímanum byggist upp ákveðin sérhæfing í fóðruninni hjá starfsfólkinu,“ segir Zane. Hún segir að í ljósi góðrar reynslu af þessu grunnnámi í fiskeldi vænti hún þess að fleiri starfsmenn Arnarlax muni skrá sig þegar boðið verði upp á það næst. Mikilvægt sé í þessari ört vaxandi atvinnugrein að byggja upp víðtæka þekkingu starfsfólksins og grunnnámið í fiskeldi í Fisktækniskólanum sé gott fyrsta skref. „Það eru miklar kröfur gerðar til fiskeldis og það er háð ströngum skilyrðum. Að sama skapi er mikilvægt að byggja upp góða þekkingu meðal starfsmanna í fiskeldi,“ segir Zane og bætir við að hjá Arnarlaxi starfi ríflega hundrað manns; í vinnslu og fóðrun í Bíldudal, í sjódeild (starfsmenn á bátum sem sinna daglegu eftirliti og vinnu á svæðinu), í seiðaeldisstöð á Gileyri og á skrifstofu í Reykjavík. „Það liggur fyrir að við þurfum áfram að fjölga fólki með frekara eldi, sem verður ráðist í á næstunni. Arnarlax er langstærsta atvinnufyrirtækið í Bíldudal og það skapar fjölda annarra þjónustu- og viðhaldsstarfa. Þegar ég byrjaði hér árið 2017 var slátrað sem næst 4-5 þúsund fiskum á dag en núna er slátrað um 22 þúsund fiskum á dag alla virka daga. Þetta hefur því margfaldast á fáum árum og við sjáum fram á frekari vöxt á næstu árum,“ segir Zane Kauzena.
Fisktækniskólinn er okkur mikilvægur Fiskvinnsla nú til dags er afar tæknivædd og til þess að geta tryggt reglulega afhendingu vörunnar er mikilvægt að tæknibúnaðurinn bili ekki. Gerist það er áríðandi að til staðar séu starfsmenn sem hafa sérhæfða tækniþekkingu og kunna að bregðast við. Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars Seafood, segir að fyrirtækið hafi lengi lagt mikla áherslu á gott samstarf við Fisktækniskólann enda sé námið sem þar sé boðið upp á fyrirtækinu og fiskvinnslunni í landinu afar mikilvægt. Vélstjóri og vinnslustjóri Einhamars Seafood hafa báðir lokið námi í Marel vinnslutækni í Fisktækniskólanum og gæðastjóri fyrirtækisins lýkur gæðastjórnunarnáminu þar í vor og hyggst halda áfram og bæta við sig Marel vinnslutækninni. „Gæðastjórinn okkar starfaði áður á frystitogara og hefur því að baki langa reynslu af vinnu í fiski. En í tæknivæddri fiskvinnslu koma inn fjölmargir nýir hlutir eins og vottanir af ýmsum toga, ferskfiskmat, gæðaskoðunarferli og fleira. Í alla þessa hluti er farið vel í gæðastjórnunarnáminu í Fisktækniskólanum. Það sama má segja um Marel vinnslutækninámið. Því sem næst allur okkar vinnslu- og hugbúnaður er frá Marel og því er ómetanlegt að þeir sem halda utan um vinnsluna þekki búnaðinn frá grunni og kunni að bregðast við ef eitthvað út af ber. Hjá okkur hafa bæði vinnslustjórinn og vélstjórinn lokið Marel vinnslutækni í Fisktækniskólanum og búa því yfir mikilvægri og dýrmætri þekkingu fyrir okkur, ég líki mikilvægi þeirra oft við Baadermenn út á sjó. Það er ómetanlegt að menn kunni að bregðast við ef eitthvað klikkar í vinnslunni og geti þannig komið í veg fyrir að keðjan rofni. Mín tilfinning er sú að þessi tækniþekking sé í raun ein af forsendum
þess að fók taki að sér verkstjórn í hátæknivæddri fiskvinnslu dagsins í dag og sérhæfingin mun halda áfram að aukast með róbótavæðingu og aukinni tæknivæðingu í vinnslunni,“ segir Alda. Erlendir fiskkaupendur gera æ strangari gæðakröfur til ferska fisksins og þær kröfur ber íslenskum vinnslufyrirtækjum að uppfylla. Alda segir að til þess sé nauðsynlegt að til staðar sé mikil og góð þekking í fiskvinnslufyrirtækjunum og þess vegna sé grundvallaratriði að lykilstarfsmenn, eins og verkstjórar, vélstjórar og gæðastjórar, eigi þess kost að sækja sér þá þekkingu sem í boði er. Í þessu sé því gott samstarf við Fisktækniskólann grundvallaratriði. „Öll þessi keðja; veiðar og vinnsla og afhending vörunnar til kaupenda, þarf að vera í hundrað prósent lagi. Þess vegna viljum við eins og kostur er leggja okkar af mörkum til þess að styðja og efla námið í Fisktækniskólanum. Það er okkar hagur,“ segir Alda Agnes Gylfadóttir. SJÁVARAFL DESEMBER 2021
17
Ljósmynd: Guðmundur St. Valdimarsson.
Fyrsta verkefni Freyju Varðskipið Freyja er nú með flutningaskipið Francisca í togi áleiðis til Akureyrar. Þetta er fyrsta verkefni varðskipsins Freyju sem hélt í sína fyrstu eftirlitsferð fyrr í vikunni en skipið kom til landsins þann 6. nóvember. Bilun kom upp í flutningaskipinu og var leitað til Landhelgisgæslunnar vegna mikillar dráttargetu Freyju sem mun draga skipið til Akureyrar.
Skipin lögðu af stað frá Straumsvík um klukkan sjö í kvöld og er áætlað að þau verði komin til Akureyrar á aðfaranótt mánudags. Freyja er mjög vel búin dráttarspilum svo taka má stór og öflug skip í tog en dráttargeta skipsins er til að mynda um tvöfalt meiri en dráttargeta varðskipsins Þórs (birt: 26. nóvember 2021 af vef Landhelgisgæslunnar).
Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans ÞORSKUR
Aflamark 183.024.129 kg Veiddur afli: 24,0%
UFSI
Aflamark 77.574.066 kg Veiddur afli: 13,7%
Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg
18
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
KARFI
Aflamark 30.451.226 kg Veiddur afli: 27,3%
ÝSA
Aflamark 35.820.235 kg Veiddur afli: 30,5%
Hafnir Múlaþings óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári
ANNÁLL Kristinn Björnsson verkefnastjóri Íslandsstofu
Íslenskur saltfiskur og sundmagi uppistaðan í sigurrétt í Portúgal
Þann 17. nóvember sl. fór fram glæsilegur viðburður í kokkaskólanum Escola do Turismo de Portugal í Porto á vegum markaðsverkefnisins Bacalhau da Islandia, sem frá árinu 2014 hefur staðið að kynningu á íslenskum söltuðum þorski á lykilmörkuðum Suður Evrópu. Þar kepptu matreiðslunemar frá fjórum skólum í Norður-Portúgal um það hver eldar besta fiskréttinn úr íslenskum saltfiski. Það þarf ekki að koma á óvart að íslenskur fiskur hefur löngum verið hátt skrifaður í þessu mikla saltfisklandi og er hann þar meðal annars vinsæll jólamatur. Þó er það svo að yngri kynslóðirnar hafa að einherju leyti tapað þessari þekkingu, og þess vegna er mikilvægt að kynna þessa frábæru vöru fyrir ungum og upprennandi matreiðslumönnum. Matreiðslumaðurinn Pedro Pena Bastos frá veitingastaðnum Cura á Four Seasons Ritz í Lissabon vann með Bacalhau da Islandia að því að kynna keppnina fyrir nemendum og veita þeim tilsögn, bæði í formi kennslumyndbanda og í eigin persónu. Hver skóli fyrir sig hélt undankeppni í aðdragandanum þar sem þeirra fulltrúi í úrslitakeppnina var valinn. Að þessu sinni tóku fimm skólar í Norður-Portúgal þátt, en á næsta ári er markmiðið að 6 skólar úr suðrinu taki þátt.
20
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
Dómnefnd var skipuð af áðurnefndum Pedro, Rosana Alves blaðamanni frá Food and Travel Portugal og Nuno Araújo, sem er framkvæmdastjóri Grupeixe, sem í eigu VSV í Vestmannaeyjum, auk Kristins Björnssonar verkefnastjóra hjá Íslandsstofu sem var fulltrúi Bacalhau da Islandia. Keppninni lauk með hádegisverði þar sem sigurvegari var krýndur, en þar voru viðstaddir meðal annars innflytjendur íslensks saltfisks, blaðamenn, kokkar og veitingahúsaeigendur. „Þetta er frábært tækifæri fyrir nemendurna, því saltfiskurinn er algerlega samofinn okkar matarhefð,“ sagði Paolo Morais, skólastjóri, að keppni lokinni. Sigurvegari í keppninni var Sonia Vilas de Sa en hún eldaði rétt sem fékk innblástur úr portúgalskri jólahefð og notaði til þess meðal annars saltfiskhnakka, sundmaga og hrogn. Portúgalir eru lunknir við það að nýta alla hluta þorsksins og margt sem má læra ef þeim þar. Sonia mun á vordögum heimsækja Ísland með kennara sínum og kynnast íslenska saltfiskinum enn betur og upprunalandinu í boði Bacalhau da Islandia. Sambærilegar keppnir fara fram á Spáni og Ítalíu í byrjun nýs árs og munu þeir sigurvegarar koma á sama tíma, þannig að úr verður sannkölluð pílagrímsferð í Mekka saltfisksins.
← Keppendur mættu einbeittir til leiks
Perdro Pena Bastos veitti nemum góð ráð á meðan keppni stóð
→ Fjölbreytt hráefni, tækni og
mikil sköpunargleði einkenndi framlag nemenda
Dómnefnd að störfum
↑ Gestir snæddu saman hádegisverð þar sem íslenskur fiskur var í aðalhlutverki
→ Sigurrétturinn: Portú-
galskur jólasaltfiskur með djúpsteiktum sundmaga
Allir keppendur saman komnir
Sonia Vilas de Sa frá Viana do Castelo með sigurlaunin
Snittur úr íslenskum saltfiski bornar fram af nemum skólans
Lífstílsmiðillinn Food and Travel var með fulltrúa á svæ ðinu
Sigri fagnað SJÁVARAFL DESEMBER 2021
21
Óskum starfsfólki í
sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Vestmannaeyjabær
Undirbúningur fyrir sjóferð við Filippseyjar
Að fæða heiminn til framtíðar Samstarfsverkefni Matís, Utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans Matís tók þátt í tveimur samstarfsverkefnum á vegum Alþjóðabankans og Utanríkisráðuneytisins þar sem markmiðið var að veita ráðgjöf og aðgang að sérfræðiþekkingu Íslendinga á matvælaöryggi, fiskveiðistjórnun og eldi í sjó. Annars vegar var farið til Filippseyja og var hlutverk fulltrúa Matís í þeirri ferð að styðja við tillögur Alþjóðabankans um uppbyggingu á eldi í sjó, með sérstaka áherslu á ræktun á þangi. Hins vegar var farið til Indónesíu með það að markmiði að aðstoða þarlend yfirvöld við sjálfbæra fiskveiðistjórnun og tillögur varðandi fiskeldi ásamt því að auka verðmætasköpun og útflutning á eldisafurðum frá Indónesíu.
Ræktun á þangi á Filippseyjum Filippseyjar eru þriðju mestu ræktendur á þangi í heiminum, næstir á eftir Kína og Indónesíu, og rækta um 1,5 milljónir tonna á ári. Megin hluti þessarar ræktunar er notað sem hráefni í carageenens framleiðslu, sem fer síðan í útflutning og meðal annars notað til framleiðslu á matvælum. Ræktun á þangi er mikilvæg fyrir efnahag landsins og afkomu fólks, en um ein milljón manna hafa lifibrauð af
24
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
Gunnar Þórðarson, svæðisstjóri Matís á Ísafirði er höfundur greinarinnar
atvinnugreininni. Ræktunin er þó frumstæð og bændur búa við mikla fátækt og óvissu. Hver fjölskylda ræktar þara á svæði sem er um hálfur til einn hektari, og fer ræktunin aðalega fram á grunnsævi til að bændur geti athafnað sig án þess að nota báta. Það eru margskonar ógnir sem bændur búa við, stormar geta lagt ræktunina í rúst og breytingar á hitastigi sjávar eða seltustigi geta valdið sjúkdómum sem eyðileggja uppskeruna. Bændur hafa ekkert borð fyrir báru, og þó að þeir geti náð 4-6 uppskerum á ári, þarf ekki marga bresti til að þeir hafi ekki efni á að kaupa nýjan búnað eða græðlinga og þá er ræktunin sjálfstopp og fjölskyldan án lífsviðurværis.
Að bjarga heiminum Í skýrslu sem Alþjóðabankinn gaf út fyrir skömmu er dregin upp mynd af því sem mögulega væri hægt að gera til að auka ræktun á þangi í hitabeltinu, svolítið eins í fullkomnum heimi. Þar kemur fram að fram til ársins 2050 þarf að auka heimsframleiðslu á próteini um 50 – 70% til að fullnægja fæðuþörf jarðarbúa. Það verður varla gert
með hefðbundnum landbúnaði sem er í dag ein helsta uppspretta gróðurhúsaloftegunda og neikvæðra umhverfisáhrifa og hreinlega ekkert pláss til ræktunar. Mikil tækifæri liggja hins vegar í ræktun í sjó sem jafnframt hefði jákvæð áhrif á lífríki jarðar. Ef ræktun á þara ykist um 14% á ári gæti framleiðslan á þurrvigt orðið 500 milljón tonn árið 2050. Ef tekið er til greina þær miklu framfarir sem hafa orðið á búnaði til ræktunar, þekkingu og tæknilegum lausnum sem liggja fyrir, ætti það að vera mögulegt. Með hefðbundum ræktunaraðferðum ræktar hver bóndi um 20 tonn af hálfþurrkuðum þara (cottonii) en með nútíma tækni og breyttu skiplagi gæti hann framleitt 100 til 120 tonn á ári.
Nýta kaupfélagsformið Ein hugmyndin til að auka framleiðsluna er að stofna kaupfélög um ræktunina, með um 100 bændum, og til hliðar við það væri tryggður rekstur um ræktun og framleiðslu á græðlingum. Fjármagn væri útvegað til að nútímavæða ræktunina þar sem hún væri færð á meira dýpi og búnaðurinn væri strengdur niður, ekki ósvipað og við þekkjum með laxeldiskvíar hér á landi. Mikilvægt er að finna aðila sem fólkið treystir til að vera í forystu kaupfélagsins, sem greiðir síðan bændum lágmarkslaun allan ræktunartímann, og síðan aukalega fyrir hráefni þegar því er skilað inn. Einnig mun safnast upp höfuðstóll í kaupfélaginu sem bændur eiga og hægt er að nota við fjárfestingar eða greiða árlega út arð, eða takast á við óvæntan mótbyr við ræktun. Kaupfélagið fjárfestir í vöruskemmu og getur því stýrt framboði miðað við eftirspurn, en hægt er að geyma forþurrkaðan þara í allt að þrjú ár. Kaupfélagið selur framleiðsluna beint til verksmiðjunnar og losnar þannig við tvo til þrjá milliliði (kaupmenn) sem starfa í virðiskeðjunni í dag.
Nýjar aðferðir við ræktun Með því að færa ræktunina á meira dýpi losna bændur við sveiflu í hita og seltustigi sem veldur sjúkdómum og er ein mesta ógnunin í dag. Við fjöruborðið getur selta og hiti breyst mikið við rigningar, sem geta stundum dunið á vikum saman í hitabeltinu. Þannig gætu þessar hugmyndir breytt miklu fyrir íbúa svæða þar sem ræktunin fer fram, sem eru mjög fátækir og lifa fyrir hvern dag fyrir sig í algeru öryggisleysi.
Með 500 milljón tonna framleiðslu myndu skapast 50 milljón bein störf við ræktun í hitabeltinu, sem gætu með óbeinum störfum orðið um 100 milljón og skilað 500 milljörðum dollara í verðmætum. En það hangir fleira á spýtunni og þá komum við að umhverfisþætti þess að rækta 500 milljón tonn af þara á ári!
Að fæða heiminn Slík framleiðsla myndi auka matarframboð heimsins um 10%. Úr þurrkuðum þara má vinna á bilinu 10-30% af próteini, og þannig myndi 500 milljón tonn skila í kringum 150 milljónum tonna af þörungapróteini og 15 milljón tonnum af þörungalýsi. Þörungalýsi getur innihaldið omega 3 fitusýrur og líkist því fiskalýsi. Ef tekið er tillit til mismunandi próteininnihaldi í þörungamjöli og t.d. soyjamjöli gæti framleiðsla á því fyrrnefnda jafnast á við 20% af framleiðslu þess síðarnefnda og framboð af þörungalýsi yrði sjöfalt miðað við framboð af fiskilýsi í heiminum í dag. Ef hægt væri að framleiða fiskifóður úr afurðum þara, sem síðan yrði notað til fiskeldis, sem er umhverfisvænasta próteinframleiðsla sem þekkist, væri búið að leysa hluta af umhverfisvanda heimsins. En þar með er ekki öll sagan sögð!
Gríðarleg umhverfisáhrif Þari lifir á kolsýru og köfnunarefni. Í dag eru notuð um 150 milljón tonn af áburði (köfnunarefni) en aðeins helmingurinn af því nýtist jurtum, en um 15 – 30% skilar sér í sjóinn. Þetta hefur skapað um 250.000 km2 af dauðasvæðum í heimshöfunum. Þangrækt gæti tekið í sig um 10 milljón tonn af köfnunarefni árlega, eða um 30% af því sem við látum frá okkur í sjóinn. Önnur mengun sem veldur miklum áhyggjum í sjónum er kolsýra (CO2), sem skolast með rigningu úr menguðu andrúmsloftinu og endar í sjónum. Hækkandi sýrustig sjávar er meðal stærstu áskorunum sem maðurinn stendur frammi fyrir, sem þegar er farið að hafa neikvæð áhrif á lífríki hafsins. Með ræktun á 500 milljón tonnum myndi þari taka í sig um 135 milljón tonn af kolsýru, um 3,2% af árlegri mengun sem sjórinn tekur við á ári.
Er þetta hægt? Allt hljómar þetta eins og ævintýri og sumir myndu segja að væri of gott til að vera satt! Enn er ekki búið að þróa hagkvæmar afurðir úr
Heimsókn til þarabænda á Filippseyjum SJÁVARAFL DESEMBER 2021
25
Yfirlitsmynd yfir þararæktun í Asíu
þara til að nota sem fóður. En til þess að virkja hugvit og frumkraft þarf að sýna fram á framboð í framtíðinni. Trúi menn ekki á framboðið verður ekki til sá hvati sem til þarf að þróa verðmætar afurðir úr þessu grænmeti hafsins. Þannig verður vænt framboð og eftirspurn að fara saman hönd í hönd. Matís hefur þegar komið að tugum rannsókna á nýtingu þörunga og mikill áhugi er meðal erlendra rannsóknaraðila á málinu. Efna- og plastframleiðendur hafa sýnt því áhuga að nota hluta af þangi til framleiðslu sinnar. En hvað þarf til að koma svona hugmyndum á rekspöl? Tæknilega verða engar óyfirstíganlegar hindranir, sem hugvit og frumkvæði geta ekki leyst. Allt mun þetta snúast um mannlega þáttinn, að koma á breytingum og endurskapa núverandi menningu. Breyta hugafari og virkja bændur til að vinna undir skipulagi, bæta þekkingu og mannauð.
Fiskeldi í Indónesíu
Starfsmaður Matís ásamt fulltrúa indónesískra stjórnvalda og Alþjóðabankans.
26
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
Indónesía er næst stærst í heiminum (á eftir Kína) þegar kemur að eldi í sjó og vatni, og er áætlun þarlendra að framleiðsla fyrir 2020 verði rúmlega 18 milljón tonn. Mestu munar þar um framleiðslu á þangi, um
11 milljón tonn, og rækju sem er 1,2 milljónir tonna. Ræktun á þangi er rúmlega 99% af eldi/ræktun í sjó og því álitið að tækifæri í fiskeldi séu mikil. Sjóeldi er ein umhverfisvænasta prótein framleiðsla sem þekkist, með umtalsvert minna sótspor en landbúnaður. Hefðbundinn landbúnaður losar rúmlega fjórðung af allri losun gróðurhúsaloftegunda í heiminum, fyrir utan önnur neikvæð áhrif á lífríki jarðarinnar. Eldi í ferskvatni hefur einnig haft neikvæð umhverfisáhrif sem valdið hafa miklu tjóni á jarðvegi og gróðurlendum, og aukið hættu á flóðum ásamt öðrum spjöllum á lífríkinu.
Próteinframleiðsla framtíðar Vandamál sjóeldis í Indónesíu er hversu vanþróað það er og mikið um sóun á t.d. fóðri, sem er um 60 – 70 % af kostnaði við fiskeldi. Með nútíma eldisaðferðum, eins og þekkjast á kaldari svæðum, mætti lyfta Grettistaki með því að nota hátækni og þekkingu til að framleiða holla fæðu fyrir fjölmennasta svæði veraldar. Í dag er lax alinn á norðlægum slóðum og fluttur ferskur með flugi til borga í Asíu, með ærnum fjárhagslegum og umhverfislegum kostnaði. Það liggja því mikil tækifæri í að setja upp eldi til að sinna þessum markaði, en í kringum
Skoðunarferð á eldisstað í Indónesíu, sú sem er á vinstri hönd við starfsmann Matís er fyrrum emandi frá Sjávarútvegsskóla S.Þ. á Íslandi SJÁVARAFL DESEMBER 2021
27
Þararæktandi í Indónesíu
Indónesíu eru mörg fjölmennustu ríki heimsins, enda býr þar nærri helmingur jarðarbúa. Áætlað er að auka þurfi matvælaframleiðslu um 70 milljón tonn til ársins 2050, þegar íbúar jarðar verða rúmar níu milljarðar talsins.
Í dag kemur um helmingur af öllu fiskmeti úr eldi, enda takmörk fyrir því hvað hægt er að veiða af villtum fiski. Fiskeldi er einnig með sérlega lágt kolefnisspor og því leynast umtalsverð tækifæri eldinu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Líkja má fiskeldi við að matvæli séu framleidd í þrívídd, þar sem notað er flatarmál sjávar og svo dýpt, en hefðbundinn landbúnaður þarf því mun meira rými. Fiskur er alinn upp í „þyngdarleysi“ sem dregur mjög mikið úr eigin orkunotkun, og fóður nýtist því mun betur til að framleiða nauðsynleg prótein. Fiskur er einnig almennt talinn heilnæmari fæða en flestar aðrar dýraafurðir, auðugur af omega 3 fitusýrum, D vítamíni og B12 vítamínum. Flest ríki jarðar hafa á stefnu sinni að auka neyslu á fiskipróteinum meðal þjóða sinna.
Lykilatriði liggja í strandsvæðaskipulagi sem er grundvöllur fyrir árangursríkt fiskeldi í sjó. Finna þarf réttu svæðin sem uppfylla skilyrði fyrir iðnvæddu eldi með tilliti til; mannauðs, samgangna og umhverfisþátta. Yfirvöld í Indónesíu áætla að um 26 milljónir hektara henti til sjóeldis þar í landi, enda er strandlengja þess um 90 þúsund mílna löng. Annað sem skiptir miklu máli er fóður sem er áskorun fyrir stórfellt fiskeldi. Huga þarf að innlendri framleiðslu til að auka verðmætasköpun í landinu og lækka kolefnisspor með notkun á innlendum próteinum og lágmarka flutning á aðföngum. Einnig þarf að aðstoða heimamenn með heilbrigði og dýravelferð, en það fer algerlega saman við árangursríkt fiskeldi sem getur skilað verðmætum. Efla þarf rannsóknaraðstöðu í kringum fiskeldi og ekki síður við framleiðslu á afurðum til að auka öryggi neytenda. Einnig þarf að aðstoða heimamenn við val á tegundum til eldis og þróa erfðafræðilega þætti til að bæta framleiðni. Koma þarf upp erfðabönkum til að minka líkur á einræktun við þróun eldisstofna. Síðast en ekki síst þarf að efla mannauðinn til að takast á við skipulag og framkvæmd hátækni eldis, ef árangur á að nást.
Fæðuöryggi í Asíu
Íslensk þekking flutt út
Gunnar Þórðarson, svæðisstjóri Matís á Vestfjörðum, tók þátt í þessu verkefni í Jakarta, ásamt starfsmönnum Alþjóðabankans. Haldnir voru fundir með starfsmönnum ráðuneyta til að undirbúa verkefnið og leggja línurnar til að auka fiskeldi og matvælaframleiðslu þjóðarinnar. Ljóst er að Matís hefur margt fram að færa til að bæta úr og koma öflugu fiskeldi í sjó á rekspöl í Indónesíu. Með þekkingu sem byggð hefur verið upp við laxeldi væri hægt að koma miklu til leiðar við framleiðslu á eldisfiski, sem myndi koma Indónesíu, Asíu og reyndar flestum þjóðum heims til góða.
Á öllum þessum sviðum hafa Íslendingar náð góðum árangri og hafa burði til að aðstoða aðrar þjóðir til að bæta lífsgæði sín og nágranna sinna. Þó þessi þekking sé ekki öll innan veggja Matís getur fyrirtækið nálgast hana í gegnum sitt tengslanet og samstarfsaðila. Svona verkefni koma öllum til góða og eru dæmi um þekkingu sem Íslendingar gætu lagt áherslu á að flytja út. Þessi verkefni Matís eru hluti af samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans um að veita bankanum aðgang að sérfræðiþekkingu á Íslandi.
Umhverfisvæn prótein framleiðsla
28
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
Síldarvinnslan hf. óskar starfsfólki sínu, viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
ANNÁLL Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða
Rík áhersla er lögð á hagnýta nálgun í námskeiðum Háskólasetursins.
Námskeiðslotur á besta áfangastað Lonely Planet 2022 Háskólasetrur Vestfjarða býður upp á tvær námsleiðir á meistarastigi í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnun. Námið hannað þannig að það er aðgengilegt fyrir þátttakendur úr atvinnulífi, þó það sé eingöngu í boði í staðnámi. 30
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
Kennsluáætlun Háskólaseturs er byggð upp í lotum og auðveldar þetta fyrirkomulag þátttakendum mjög að sækja stök námskeið. Loturnar taka frá einni og upp í þrjár vikur, og eru stútfullar af kennslu, vettvangsferðum og verkefnum, svo ekki er ráðlagt að taka þær með mikilli vinnu. Kosturinn er hinsvegar sá að þær dragast ekki á langinn, þegar lotan er búin er hún búin. Þetta fyrirkomulag getur því hentað vel sem endur- og símenntun starfsmanna í sjávartengdum greinum. Eins og góðir veiðitúrar er þetta törn en hún borgar sig.
nýsköpunar innan fyrirtækja, enda er hún oft vanmetin. Svo sakar ekki að eiga skemmtilegan tíma á Ísafirði um páskana enda líf og fjör í bænum með Aldrei fór ég suður og Skíðaviku. Í maí eru svo í boði tvær tveggja vikna lotur um sjávartengd matvæli annars vegar og um þróun svæða frá frumframleiðslu, eins og matarframleiðsla er, yfir í ferðamennsku. Þar sem vitað er að ferðamennska hefur mikið með matarmenningu að gera tengjast þessi námskeið meira en titlarnir gefa til kynna við fyrstu sýn. Í Fæðukerfi strandsvæða, eins og matvælanámskeiðið heitir formlega, er einmitt lögð áherslu á verðmætasköpun og virðiskeðju, að gera meira úr matvælum og selja seinna í virðiskeðju fyrir hærra verð, en sala til ferðamanna getur þar skipt máli. Fæðuöryggi, fæðusjálfræði, fæðuréttlæti, sjálfbærni og seigla fæðukerfa út frá matvælum tengja námskeiðið út í hinn víða heim og opna augu nemenda fyrir samhenginu á heimsvísu. Ferðamálanámskeiðið ber undirtitilinn „frá auðlindahagkerfi í aðlöðunarhagkerfi“ og setur þessa þróun, sem hægt er að skynja á Íslandi í dag, á oddinn. Þeir sem hafa mest áhuga á auðlindastjórnun og skipulagi ættu að skreppa til Ísafjarðar upp úr miðjum febrúar þegar þrjár stjórnunartengdar lotur hefjast, koll af kolli: Stjórnun verndaðra hafsvæða ríður á vaðið. Strax á eftir, í byrjun mars, er í boði tveggja vikna lota um Fiskveiðistjórnun og fiskvieðitækni, sem James Kennedy sérfræðingur hjá Hafró á Ísafirði kennir. Loks tekur við tveggja vikna lota um Hafskipulag, kennd af David Goldsborough, sem kennir við háskóla í Hollandi og er starfandi meðlimur í fimm ICES-sérfræðingahópum. Hann er gott dæmi um kennara sem tengir nemendur út fyrir háskólaumhverfið á sviði haf- og strandsvæðastjórnunar. Í öllum þessum stjórnunartengdum námskeiðum er í forgrunni að nýta auðlindir hafs og stranda á sjálfbæran hátt, án þess að ganga á auðlinda og í sátt og samlyndi við hagsmunaaðila.
Vorið 2022 verða nokkrar námslotur tengdar saman eftir efni. Á myndinni má sjá það helsta sem er er í boði.
Lotukerfið gerir það að verkum að Háskólasetrinu tekst að fá til sín mjög sérhæfða kennara. Sumir þeirra eru mikilvirkir í vísindum en aðrir starfandi í viðkomandi greininni með fullt af reynslu. Auk þess er reglulega farið í vettvangsferðir og fyrirtækjaheimsóknir þar sem við á til að fá betri innsýn í viðfangsefnið. Nemendur hafa einmitt nefnt þetta tvennt sem það besta í náminu fyrir vestan, að hingað komi sérhæfðir kennararnir alls staðar að, og að námið sé fjölbreytt og áhugavert. Vorið 2022 mun Háskólasetrið í fyrsta sinn tengja saman lotur sem eiga vel saman. Til dæmis verður í boði röð lota sem tengjast nýsköpun: Frá lok mars og fram í lok apríl eru tvær tveggja vikna lotur í boði, Innovation and Entrepreneurship eða Nýsköpun og frumkvölastarf fyrir páska og svo Business Incubator eftir páska sem er nokkurskonar viðskiptahraðall. Kjörið fyrir þá sem luma á viðskiptahugmynd og vilja komast áfram með hana. Í námskeiðinu verður ekki síst horft til
Í báðum námsleiðum er lögð mikil áhersla á stjórnun og hagnýta nálgun. Í Haf- og strandsvæðastjórnun er fengist við stjórnun og sjálfbæra nýtingu auðlinda hafs og strandsvæða og í Sjávarbyggðafræði er fengist við þróun byggða og hvernig hægt er að hafa áhrif á hana. Í mörgum námskeiðum kynnast nemendur ólíkum verkfærum sem nota má við stjórnun. Til dæmis í námskeiðinu Coastal Arctic Scenarios, eða Sviðsmyndir fyrir strandsvæði norðursins, þar sem nemendur fá ekki aðeins þekkingu um strandsvæði á norðurskautssvæðinu, heldur kynnast í verki þeim verkfærum sem þarf til að setja upp sviðsmyndir, vinna úr þeim og túlka, enda eru sviðsmyndir mikilvæg verkfæri til að greina nútíðina og gera sér grein fyrir hugsanlegum framtíðum. Annað námskeið sem setur hagnýta nálgun á oddinn er lotan Bjargráð við hamförum, sem er kennt í mars. Hér verða ekki eingöngu lesnar faggreinar, því einnig verða til skoðunar heimildarmyndir, hlaðvörp og listaverk sem fást við hamfarir en einnig verður farið í vettvangsferð til að gefa enn betri innsýn í viðfangsefnið. Þegar hefur verið minnst á námskeiðið Business Incubator sem er nokkurskonar viðskiptahraðall þar sem nemendur þróa sínar eigin hugmyndir áfram, en námskeiðslotan Verkfæri fyrir samfélags- og byggðaþróun, sem kennt er á sumarönn, leiðir hugann að þeim verkfærum sem menn nota víða í heiminum til að hafa áhrif a þróun byggða. Námskeiðið er hagnýtt þar sem unnið verður úr dæmum, þó kenningar þurfi vissulega vera á sínum stað í meistaranámi. Innritun í stakar lotur er töluvert einfaldara en að sækja um í fullt nám. Umsóknarfresturinn er fremur skömmu fyrir upphaf viðkomandi lotu og umsækjendum sem eru langt komnir í grunnnámi er velkomið að sækja um. Vissara er þó að tryggja sér gistingu snemma, enda húsnæði af skornum skammti í “háskólaborg” á Vestfjörðum, sem Lonely Planet valdi besta áfangastað í heimi. SJÁVARAFL DESEMBER 2021
31
Sjávarafl óskar starfsmönnum sínum og lesendum um land allt, gleðilegra jóla með ósk um farsæld, frið og gæfu á nýju ári.
Aflann og vörur í örugga höfn Faxaflóahafnir óska landsmönnum öllum, nær og fjær, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs
Faxaflóahafnir óska sjómönnum, fjölskyldum sjómanna, útgerðum og öðrum þeim sem tengjast sjávarútvegi gleðilegan sjómannadag.
Ljósmynd: Gunnar Ingvar Leifsson
Ljósmynd: Pétur Þór Lárusson.
Ljósmynd: Pétur Kristjánsson.
Ljósmynd: Gunnar Ingvar Leifsson
Ljósmynd: Erna Kristjánsdóttir
Ljósmynd: Gunnlaugur Rögnvaldsson.
Ljósmynd: Pétur Þór Lárusson.
Ljósmynd: Erna Kristjánsdóttir
Ljósmynd: Gunnar Ingvar Leifsson
Ljósmynd: Erna Kristjánsdóttir
Ljósmynd: Gunnar Ingvar Leifsson
Ljósmynd: Pétur Þór Lárusson.
Ljósmynd: Pétur Þór Lárusson.
Ljósmynd: Pétur Þór Lárusson.
Ljósmynd: Erna Kristjánsdóttir
Ljósmynd: Gunnar Ingvar Leifsson
Vörur Margildis fást með og án bragðefna og einnig í pilluformi. Mynd: aðsend
Sexfalda verðmæti síldarlýsis með einkaleyfi að vopni M argildi er íslenskt sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á lýsi, eða fiskolíu eins og þau kjósa að kalla það, úr uppsjávarfiski eins og síld, makríl og loðnu. Margildi beitir við það sérstakri kaldhreinsunaraðferð og fékk útgefið einkaleyfi á henni í þessu ári. Hafa vörur fyrirtækisins vakið verulega athygli á erlendri grundu og seljast þær á ríflega sexföldu verði samanborið við hrálýsi til fóðurgerðar. Margildi hóf nýlega samstarf við norska lýsisframleiðendur undir forystu SINTEF sem er stærsta matvælarannsókna- og þróunarstofnun í Noregi. Margildi hefur ákveðið að byggja eigin lýsisverksmiðju og er unnið að fjármögnun undir forystu Stefáns Péturssonar stjórnarformanns Margildis en ráðgjafar eru Mar Advisors. Margildi hefur m.a. fengið ómetanlega nýsköpunarstyrki frá Tækniþróunarsjóði Rannís, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu ásamt AVS (nú sameinaður Matvælasjóði). Blaðamaður Sjávarafls sló á þráðinn til Snorra Hreggviðssonar, framkvæmdastjóra Margildis og forvitnaðist um tilurð og starfsemi fyrirtækisins.
Snorri Rafn Hallson
Tækifæri í vannýttum hráefnum Grunnhugmynd Margildis felst í því að framleiða fiskolíu til manneldis úr hráefnum sem annars færu til fóðurgerðar. Snorri er véla- og iðnaðarverkfræðingur að mennt og hefur fengist við margt í gegnum tíðina, bæði í verkefnastjórnun, verkfræðiráðgjöf og sem markaðs-, sölu- og innkaupastjóri innan rafiðnaðargeirans. En hvernig kemur það til að verkfræðingur fer að framleiða fiskolíu? „Það er hægt að gera allt mögulegt ef maður setur sig inn í málin og opnar á sér kollinn fyrir nýjum hugmyndum,“ segir Snorri og bætir við að hugmyndin hafi kviknað þegar hann vann sem verkefnastjóri hjá Lýsi: „Þar var ég fenginn til þess að finna aukaafurðum nýjan og betri farveg, það er að segja að finna út úr því hvernig hægt væri að nýta þær á skynsamlegri hátt í stað þess gefa þær eða urða eins og þá var gert. Á þessum tíma var talað um aukaafurðir, en nú erum við farin að bera meiri virðingu fyrir slíkum hráefnum og köllum hliðarafurðir. Þetta vakti athygli mína og ég fór að velta því fyrir mér hvernig hægt væri að fullnýta
34
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
afurðir betur og sá fljótlega að í þessum iðnaði heilt yfir væru töluverð tækifæri til nýsköpunar sem fælust í því að vinna vörur úr nýjum eða vannýttum hráefnum.“ Erlingur Viðar Leifsson stofnaði Margildi ásamt Snorra. Hann bendir á að síldarlýsið frá Margildi hefur hlotið frá 2017 ár eftir ár hin eftirsóttu „Superior Taste Award“ matvælagæðaverðlaun. Góðar umsagnir þeirra sem neyta fiskolíunnar frá Margildi koma einnig að góðum notum í markaðssetningu. Til gamans má vitna í nýja stjórnarsáttmálann um að ekki verði gefin út nein leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands. Margildi þarf ekki að hafa áhyggjur af því þar sem aðgengi þess að hinni frábæru Fiskolíu er að finna í góðu hrálýsi síldarinnar sem syndir um Íslandsmið og er veidd og unnin af skynsemi.
Krókaleiðir vöruþróunar Leiðir sprotafyrirtækja og þeirra sem leggja stund á nýsköpun liggja ekki alltaf eftir beinum brautum. Það getur krafist mikils tíma og vinnu að finna lausn sem virkar þegar farið er eftir ótroðnum slóðum. Þegar Snorri lét af störfum hjá Lýsi fór hann á stúfana og hóf að leita uppi möguleika í kringum slóglýsi, fiskolíu sem unnin er úr slógi fisktegunda eins og þorsks og ufsa. Snorri kynntist þá fyrirtækinu Haustaki á Suðurnesjum sem hafði gert tilraunir til að vinna slóglýsi til manneldis sem óhreinsað hrálýsi. Snorri fór þá að huga að því að þróa fullvinnsluaðferðir til þess að koma slóglýsi á manneldismarkað. Slóg er hins vegar viðkvæmt og vandmeðfarið hráefni sem skemmist hratt og setti það strik í reikninginn hvað varðaði fyriráætlanir Haustaks og Snorra. „Meðhöndlun slógs við veiðar og fiskvinnslu reyndist vandasöm og ekki nægilega góð þar sem betri kælingu og flokkun vantaði,“ segir Snorri. „Það kom ekki
Það er hægt að gera allt mögulegt ef maður setur sig inn í málin og opnar á sér kollinn fyrir nýjum hugmyndum.
Ég sá fljótlega að í þessum iðnaði heilt yfir væru töluverð tækifæri til nýsköpunar sem fælust í því að vinna vörur úr nýjum eða vannýttum hráefnum. að þetta fari að taka aðra stefnu hérna heima. Sum nýjustu fiskiskipanna eru nú búin litlum fiskimjöls- og lýsisverksmiðjum sem Héðinn sérhæfir sig í að framleiða. Þá er hægt að vinna hráefnið strax úti á sjó og koma í veg fyrir að það skemmist. Þegar búið er að leysa þetta vandamál er hægt að gera allt mögulegt úr hráefninu á manneldishliðinni,“ segir Snorri fullviss þess um að hann muni láta á þetta reyna í framtíðinni.
Fiskolía úr uppsjávarfiski var lausnin
Snorri Hreggviðsson, framkvæmdastjóri Margildis ásamt Magnúsi Valgeiri Gíslasyni, rannsókna- og þróunarstjóra. Mynd: aðsend
nægilega gott hrálýsi út úr þeirri vinnslu svo það fékkst ekki vottað sem manneldishráefni. Þannig að ég lagði það verkefni á hilluna og því miður hefur það ekki tekið flugið enn þá.“ Snorri segir miklar breytingar hafa átt sér stað í millitíðinni og hefur Norðmönnum tekist vel til með að fullnýta þetta hráefni og þróa aðferðir til þess að vinna lýsi til manneldis úr slógi. „Ég er ekki að segja þeir hafi stælt það sem ég var að hugsa en þeir hafa alla vega verið að hugsa á svipuðum nótum og ég,“ segir Snorri „Þetta er eitt af þessum vannýttu tækifærum í íslenskum sjávarútvegi, að taka slógið úr fiskinum og vinna það bæði sem prótein og lýsi til manneldis. En nú er kominn vísir að því
Þegar ljóst var að slóglýsisframleiðsla væri ekki nógu langt á veg komin fóru Snorri og samstarfsfólk hans að líta í kringum sig og skoða hvaða önnur vannýttu hráefni væru í boði hér á landi, hráefni sem gæti fengist í nægjanlegum gæðum til að hægt væri að vinna úr því fiskolíur og prótein til manneldis. „Og þá hnutum við um lýsi og mjöl úr uppsjávarfiski. Hér er nokkrar tegundir að finna eins og til dæmis síld, loðnu og makríl, og þegar þarna var komið við sögu var Ísfélagið nýbúið að fá vinnsluferla í fiskimjölsverksmiðju sinni manneldisvottaða,“ segir Snorri og bætir við að með því hafi aðstæður breyst til hins betra. Fleiri fiskimjölsverksmiðjur fylgdu í kjölfarið og nú er manneldisvottað hrálýsi úr uppsjávarfiski einnig framleitt hjá Brimi, Eskju, og Síldarvinnslunni. „Björninn var þó ekki unninn þó hráefnið væri gott,“ segir Snorri: „Við hnutum um þá tæknilegu hindrun að ekki var hægt að hreinsa lýsi úr síld, makríl og loðnu með skilvirkum og hagkvæmum hætti, í það minnsta ekki þannig að það uppfyllti alþjóðleg viðmið Omega-3 iðnaðarins.“ Sem dæmi á lýsi ekki að storkna í ísskáp, því þá er of mikið af steríni, eða svokölluðum mettuðum fitusýrum í því. Hefðbundið lýsi úr þorski og
Gleðileg Jól Vinnslustöðin óskar starfsmönnum sínum til lands og sjávar, Vestmannaeyingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með ósk um farsæld, frið og gæfu á nýju ári. Vinnslustöðin hf
hafnargata 2
900 Vestmannaeyjar
vsv@vsv.is
www.vsv.is
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
35
Síldarlýsið inniheldur eilítið minna af frægustu Omega-3 fitusýrunum, EPA og DHA en hefur aftur á móti mjög áhugaverða samsetningu og sér í lagi er þar Cetoleic fitusýra sem hefur vakið vaxandi athygli. Cetoleic stuðlar að eigin framleiðslu líkamans á EPA og DHA, sem eru þessar eftirsóttustu fitusýrur í Omega-3 olíubransanum. Snorri ásamt Olgu Björk Guðmundsdóttur við verðlaunaafhendingu Superior Taste Awards. Mynd: aðsend
ufsa er kaldhreinsað til að losna við þessar mettuðu fitusýrur en Snorri og samstarfsfólk hans þurfti að þróa nýja kaldhreinsiaðferð fyrir síld, makríl og loðnu vegna ólíkrar efnasamsetningar og eiginleika hrálýsisins: „Það tók nokkur ár að fullþróa lausn á þessu en það hafðist að lokum. Kaldhreinsun Margildis uppfyllir alþjóðlega staðla og þessi vinnsluaðferð okkar er einstök á heimsvísu.“ Margildi hefur nú þegar fengið einkaleyfi útgefin í Evrópu og vinnur nú að því að fá einkaleyfi gefin út víðar að sögn Snorra: „Þetta er í ferli í bæði Bandaríkjunum og Kanada og kemst vonandi í gegn í lok næsta árs. Þetta er bæði tafasamt og kostnaðarsamt en þar sem aðferðin er einstök er til mikils að vinna fyrir okkur.“
Óhefðbundið hráefni sem stuðlar að sjálfbærni Nú er rík hefð fyrir notkun og vinnslu á lýsi úr tegundum á borð við þorsk og ufsa. „Sérstakar aðferðir hafa verið þróaðar til að vinna vörur úr þessum tegundum en eins og við komumst að er ekki hægt að yfirfæra þær beint á annars konar hráefni. Við sáum þarna tækifæri til að gera eitthvað við þetta hráefni sem var að mínu viti vannýtt með tilliti til verðmætaaukningar,“ segir Snorri, en það var ekki eina ástæðan fyrir því að hann lagði út í þessa vegferð: „Þetta er líka bara viss skynsemi og samræmist fjórum mikilvægum Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbærni og skynsamlegri nýtingu matvæla. Með okkar framleiðslu stuðlum við að því að eitthvað sem er núna notað í fóðurframleiðslu sé hagnýtt beint til manneldis í staðinn fyrir að láta það fara fyrst í gegnum meltingarveg eldisfiska s.s. lax og silungs.“ Snorri segist hafa kveðið þessa vísu oft, en í dag er mikill meirihluti þess fiskimjöls og lýsis sem framleitt er hérlendis og annars staðar í heiminum notaður í fóðurframleiðslu fyrir fiskeldisiðnaðinn. “Það er skilvirkara að fá þessi næringarefni beint úr lýsinu, það tapast um helmingur næringarefnanna þegar þetta fer í gegnum meltingarveg laxfiska áður en við svo að lokum borðum fiskinn. Þá er nú ólíkt skynsamlegra að taka þetta bara beint í eigin maga ef svo má segja, annars er í raun illa farið með gott hráefni,“ segir Snorri. Sjálfbærni og skynsamleg nýting eru höfð að leiðarljósi hjá Margildi:
Með okkar framleiðslu stuðlum við að því að eitthvað sem er núna notað í fóðurframleiðslu sé hagnýtt beint til manneldis í staðinn fyrir að láta það fara fyrst í gegnum meltingarveg eldisfiska s.s. lax og silungs. 36
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
„Við höfum fyrst og fremst unnið með slíkt hráefni og höfum þess vegna dregið úr áherslu á makríllýsi vegna þess að við getum ekki boðið sjálfbærnisvottaða vöru úr makrílnum, en það er engu að síður mjög skynsamlegt að nýta makríllýsið til manneldis.“ Að sama skapi hefur loðnan verið lögð til hliðar því aðgengi að henni hefur reynst of óáreiðanlegt, þó vinnslan sé vel möguleg og aðferðin skilvirk. Síldarlýsið er því í forgangi og hefur það heldur betur slegið í gegn.
Fiskolía á breskum markaði Neytendavörumerki Margildis er einfaldlega Fiskolía og byrjaði það sem tilraunaverkefni í Bretlandi, segir Snorri: „Viðskiptavinir okkar vildu sjá hvort varan hentaði á neytendamarkaði svo við ýttum þessu verkefni úr vör. Það átti að vera tímabundið en þar sem það hefur gengið vonum framar höfum við haldið því áfram. Það merkilega við þetta er að þó við eyðum varla krónu í markaðssetningu í Bretlandi þá seljast vörurnar samt. Sagan segir að það þurfi alltaf að ástunda markaðssetningu og standa fyrir kynningum af ýmsu tagi og auglýsingum til að vörur seljist, hvort sem þær heita Coca-Cola, Pepsi eða Fiskolía. En þetta er farsælt og það er bara gaman að því.“ Margildi hefur einnig selt síldarlýsi í neytendavörupakkningum til annarra landa undir merkjum viðkomandi viðskiptavina en mest er þó selt í tunnum til stórnotenda. Hafa vörur Margildis m.a. farið á markað í Bandaríkjunum, Nýja- Sjálandi, S-Kóreu, Bretlandi, Írlandi, Noregi og Póllandi. Vörur Margildis fást hérlendis undir vörumerkinu Pure Arctic og á næsta ári á einnig að hefja markaðsetningu Fiskolía vörumerkisins á Íslandi. Snorri segir vörunum hafa verið vel tekið og að lokum nefnir hann að síldarlýsið hafi nokkuð sérstaka og skemmtilega eiginleika sem gera það frábrugðið þorska- og ufsalýsinu sem landsmenn þekkja vel: „Fitusýrusamsetningin er eðli málsins samkvæmt svolítið öðruvísi. Síldarlýsið inniheldur eilítið minna af frægustu Omega-3 fitusýrunum, EPA og DHA en hefur aftur á móti mjög áhugaverða samsetningu og sér í lagi er þar Cetoleic fitusýra sem hefur vakið vaxandi athygli. Cetoleic stuðlar að eigin framleiðslu líkamans á EPA og DHA, sem eru þessar eftirsóttustu fitusýrur í Omega-3 olíubransanum.“ Þessi eiginleiki uppgötvaðist í tengslum við fiskeldisiðnaðinn í Noregi þar sem rannsóknir leiddu í ljós að laxinn myndaði meira af EPA og DHA fitusýrunum ef þessi fitusýra úr síldarlýsi var til staðar í fóðri þeirra. „Þannig bætir síldarlýsið upp fyrir að vera með minna af EPA og DHA fitusýrum með því að vera ríkt af Cetoleic,“ segir Snorri að lokum: „Og það hlýtur nú bara að vera númerinu flottara að framleiða þessar fitusýrur sjálf, frekar en að taka þær einvörðungu inn.“
FISKTÆKNISKÓLINN ICELANDIC COLLAGE OF FISHERIES
MAREl VINNSLUTÆKNIR Fisktækniskólinn í samstarfi við Marel býður uppá nám í hátæknivæddri matvælaframleiðslu.
Nýtt nám byrjar 11.jan 2022 Opið fyrir skráningar info@fiskt.is www.fiskt.is s:412-5966
90% nýting á þorski hérlendis Nýting sem er á heimsmælikvarða en þó má gera betur Íslenskur sjávarútvegur hefur um árabil verið í forystu í nýtingu hliðarafurða á hvítfiski í heiminum. Verulega hallar á þau lönd sem við berum okkur saman við þegar kemur að nýtingu hliðarafurða. Þó má merkja vaxandi áhuga margra erlendra fyrirtækja á vinnslu hliðarafurða og mörg þeirra sýna áhuga á að læra af Íslendingum í þessum efnum. Sjávarklasinn hefur gert úttekt á því hversu mikinn hluti þorskafurða er nýttur hérlendis en nýjar tölur hafa ekki legið fyrir um nokkur skeið. Athugunin leiðir í ljós að Íslendingar halda enn forystu í þessum efnum og nýtingarhlutfallið er rúmlega 90% sem er töluvert umfram það sem fyrri tölur gáfu til kynna. Enn eru þó veruleg tækifæri til að vinna meira úr hliðarafurðum og skapa verðmæti og ný störf. Fullvinnsla hliðarafurða er skilgreind hér sem nýting á öllum pörtum fisksins öðrum en fiskflakinu. Nýting hliðarafurða hefur verið lítil í mörgum þeim löndum sem við berum okkur saman eða einungis 45-55% af hvítfiski. Þarna er um veruleg verðmæti að ræða sem fara í súginn hjá öðrum þjóðum og því er um hér um að ræða umtalsverð vannýtt verðmæti. Hér liggja því tækifæri fyrir aðrar sjávarútvegsþjóðir til að gera betur og fyrir Íslendinga að koma að þeim verkefnum með íslenska tækni og þekkingu.
38
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
Fjöldi fyrirtækja í hliðarafurðum Samkvæmt athugunum klasans eru 35 fyrirtæki í landinu sem sinna lang stærstum hluta vinnslu hliðarafurða. Upplýsingar fengust um veltu tæplega 30 þessara fyrirtækja. Á árunum 2012 til 2019 jókst velta þessara fyrirtækja um 35%. Á listanum eru ekki meðtalin fyrirtæki sem nýta hliðarafurðir að óverulegu leyti í framleiðslu sinni. Sum þeirra nýta íslenskar hliðarafurðir í matvæla- eða gosdrykkjaframleiðslu og veitingastarfsemi, afskurð eða marning í matvælaframleiðslu svo eitthvað sé nefnt. Töluvert fleiri íslensk fyrirtæki eru því á einn eða annan hátt tengd áframvinnslu hliðarafurða. Lítil þróun hefur átt sér stað í eignarhaldi þessara fyrirtækja og fá þeirra hafa sóst eftir utanaðkomandi fjármagni. Þó eru dæmi um sameiningar á bæði Suðurnesjum og á Vesturlandi sem getur verið upphafið að frekari samruna á þessu sviði. Stærstu fyrirtækin í vinnslu hliðarafurða
vinna 20-30 þúsund tonn af hliðarafurðum og hafa því náð nokkurri stærðarhagkvæmni þótt tækifæri til frekari samruna séu enn töluverð. Segja má að ekki sé ósvipuð staða hjá fyrirtækjum í vinnslu hliðarafurða og var í tæknigeiranum sem þjónar sjávarútvegi, fyrir röskum 10-15 árum; fáir samrunar og mikill fjöldi lítilla fyrirtækja. Á undanförnum árum hefur þó orðið verulega breyting á þessu hjá tæknifyrirtækjum og þau stærstu hafa keypt upp minni fyrirtæki og eflt þannig starfsemi sína. Þau fyrirtæki, sem teljast til mest virðisaukandi hluta fullvinnslu hliðarafurða; prótín, lækningar og bætiefni, hafa töluvert sótt í sig veðrið. Þessi fyrirtæki, sem stofnsett hafa verið á síðustu árum eða áratug, eiga það sameiginlegt að byggja á rannsóknum og þróun og skila þannig auknum verðmætum út úr hverju kílói af hliðarafurðum. Mörg þessara fyrirtækja eru enn á sprotastigi og útflutningur margra þeirra lítill. Þessi fyrirtæki eru þó sum hver metin á milljarða króna og hafa þau jafnframt fengið nýja hluthafa með í hópinn.
Mat á nýtingu Við mat á nýtingu þorsksins var notast við gögn frá Hagstofu Íslands. Þar eru gögn um útflutning sem annars vegar eru gefin upp í tonnum og hinsvegar í verðmætum. Þar er hægt að sjá hversu mikið er flutt út af þorski ár hvert og einnig útflutningtölur um einstaka afurðir. Til þess að meta hver stór hluti þorsksins sé nýttur var útflutningur á þorskafurðum borinn saman við heildarafla að frádregnum útflutningi á heilum óunnum þorski. Hinsvegar eru gögn Hagstofunnar takmörkuð þar sem ekki eru til gögn um útflutning allra afurðaflokka þorskins á vef Hagstofunnar. Við athugun á útflutningi þurfti að taka tillit til þess að þurrkun og vinnsla afurða leiðir til þess að umtalsverð rýrnun á sér stað. Stærsta breytingin hér á útfluttu magni er í þorskhausum. Þar sem þyngd þorskhausa rýrnar gríðarlega við þurrkun voru útflutningstölur á þurrkuðum þorskhausum ekki góður mælikvarði á því hver raunverulega nýting þorskhausa er í tonnum. Samkvæmt þurrkhandbók Matís má gera ráð fyrir því að raunveruleg þyngd þorskhausa sé um fimmföld þyngd þurrkaðra hausa. Útflutningur á þurrkuðum þorskhausum árið 2019 var 10.538 tonn. Útflutningur á þorskalýsi og þorsklifur á sama ári var um 6 þúsund tonn og útflutningur á hrognum nam um 2.200 tonnum. Hafa ber í huga að erfitt er að meta birgðastöðu um áramót en í mati klasans var tekið tillit til meðaltals áranna á undan í mati á nýtingu. Haft var samband við Hagstofuna til að fá upplýsingar um frekari afurðaflokka en heildstætt yfirlit um þetta liggur ekki fyrir. Í gögnum Hagstofunnar er liður sem nefndur er „frystur fiskúrgangur til fóðurs“ og er útflutningsmagnið árið 2019 tæplega 36 þúsund tonn og verðmæti
þessa útflutnings var röskur einn milljarður króna eða sem nemur 28 krónum á kílóið. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvert hlutfall einstakra þorskafurða er í þessu magni en líklegast er að hlutfall þorsks í þessum útflutningi sé í svipuðu hlutfalli og veiðihlutfall þorsks í hvítfiski. Eitthvað af þessum úrgangi er eldisfiskur en þó er það óverulegt magn.
Rúmlega 90% nýting Athugun klasans leiðir í ljós að samkvæmt útflutningstölum um allar helstu afurðir, sem fundust í gögnum Hagstofunnar, ásamt áætluðum tölum um hlutfall þorsks í útfluttum fiskúrgangi, má áætla að útflutningur ásamt innanlandsneyslu á þorski þýði að um 88,6% þorsks sé nýttur. Hér ber að hafa í huga að nýting á slógi innanlands í m.a. minkafóður er ekki inni í þessum tölum. Þá er erfitt að meta hversu mikið af slógi eða óslægðum þorski, sem ekki borgar sig að slægja eða nýta í aðra vinnslu, fer í mjölvinnslu. Loks er ekki ljóst hvort inni í útflutningstölum séu allar upplýsingar um gæludýrafóður og marning. Hér verður varlega áætlað að um sé að ræða 1-3% af heild. Samkvæmt þessum niðurstöðum er rösklega 90% þorsksins nýttur hérlendis sem er töluvert hærra en nefnt hefur verið í fyrri athugunum. Skýringin á aukningunni er án efa hækkandi verð á mörgum hliðarafurðum og aukinn áhugi fyrir vinnslu hliðarafurða. Þá hefur verið afar þýðingarmikið að stærri fyrirtæki, sem þjónað hafa sjávarútvegi með umsýslu með hliðarafurðir, hafa aukið afkastagetu sína. Í samtölum við fólk í greininni virðist vera ljóst að enn kann að vera vantalið í þessum gögnum eitthvert magn hliðarafurða þar sem langflestir viðmælendur telja að nýtingin sé enn betri. Mikilvægt er að aðilar geri gangskör í því að fá enn skýrari mynd af nýtingu hliðarafurða. Miðað við 90% töluna þá er enn verið að henda á þriðja tug þúsunda tonna af hliðarafurðum hérlendis.
Tækifærin í aukinni vinnslu hliðarafurða Þrátt fyrir forystu Íslands í nýtingu verður að hnykkja á því að enn liggja tækifæri í aukinni fullvinnslu hliðarafurða. Efling stórra fyrirtækja á þessu sviði og fjöldi nýsköpunarfyrirtækja, sem hafa orðið til á undanförnum árum, munu ugglaust hafa hér jákvæð áhrif þar sem spurn eftir hliðarafurðum heldur áfram að aukast og þar með kunna verð þeirra líka að hækka. Stefna þarf að þvíbreyta meira af óunnum fiskúrgangi í verðmætar afurðir innanlands og skapa þannig verðmæti og áhugaverð störf. Hér eru mögulega veruleg verðmæti í húfi. Á meðan kíló af fiskúrgangi er seldur á innan við 30 krónur þá eru m.a. ýmsar lifrarafurður seldar fyrir rösklega 20falt það verð. Auðvitað er ekki hægt að bera saman hliðarafurðir með þessum hætti en í raun er líklegt að ef tekst að aðgreina hliðarafurðir í vinnsluferlinu þá megi vinna úr megninu af þeim mun verðmætari vöru. Hér gegnir Matís stóru hlutverki en mörg fyrirtækja í vinnslu hliðarafurða hafa notið þekkingar og stuðnings Matís í fullvinnslu hérlendis. Samruni fyrirtækja á þessu sviði getur einnig haft jákvæð áhrif og eðlilegt er að sú vinna haldi áfram. Ekki síst væri áhugavert ef sameinuð fyrirtæki hérlendis mundu hefja útrás til annarra landa með uppkaupum á erlendum fyrirtækjum sem sérhæft hafa sig í nýtingu hliðarafurða. Þá er hugsanlegt að fleiri fyrirtæki, sem taka nú þegar á móti þúsundum tonna af hliðarafurðum, hefji samstarf við minni og sérhæfðari fyrirtæki í fullvinnslu til að auka áframvinnslu og þar með verðmæti þeirra hliðarafurða sem nýttar eru hérlendis. Þór Sigfússon og Ýmir Sigurðsson SJÁVARAFL DESEMBER 2021
39
ANNÁLL Rúnar Gunnarsson yfirhafnarvörður á Seyðisfirði
Árið 2021 á Seyðisfirði Á
rið 2021 hefur verið viðburðaríkt hér á Seyðisfirði líkt og annars staðar. Það var nóg að gera í upphafi árs við hreinsunarstörf eftir hamfarirnar miklu 18. desember 2020 og sá Seyðisfjarðarhöfn til þess að starfsmenn verktaka, viðbragðsaðila og sveitarfélags hefðu húsaskjól til að nærast og hvílast. Ferjuhúsið okkar var notað til þessa verks og nýttist vel á þessum tíma sem verkið stóð yfir. Ferjan Norröna sigldi ekki fyrstu tvo mánuði ársins vegna mikilla breytinga sem unnið var við og leysti M/S Frijsenborg hana af á meðan og sigldi með þann farm sem fluttur var inn á því tímabili. Norröna var komin aftur á áætlun í mars og má segja að skipið hafi verið hið glæsilegasta eftir andlitslyftinguna sem breytti ásýnd skipsins mikið. Covid hefur vitaskuld sett strik í reikninginn en samt sem áður hafa siglingar gengið vel og ekki komið upp nein alvarleg tilfelli af þeirri leiðu pest. Áhöfn og útgerð Norrönu hafa staðið sig með miklum sóma í baráttunni gegn covid-19 og eiga þau hrós skilið fyrir það. Við bindum vonir við að á næsta ári verði kominn stöðugleiki í baráttuna við vírusinn og Norröna geti tekið upp þráðinn að nýju og flutt farþega óhindrað til og frá landinu. Togari Síldarvinnslunnar, Gullver NS-12, landaði reglulega allt árið og sá frystihúsi SVN á Seyðisfirði fyrir nægu hráefni. Þegar þetta er ritað hefur Gullver landað í 53 skipti og vel ríflega 4.000 tonn komin á land. Einnig hafa Bergey VE-144 og Vestmannaey VE-54 ásamt nokkrum öðrum minni skipum og smábátum landað nokkur skipti sem er ánægjuleg viðbót við skipakomur hingað. Fiskimjölsverksmiðja SVN tók á móti Kolmunna fyrr á árinu og bárust tæplega 20.000 tonn hingað til Seyðisfjarðar. Nú þegar loðnuvertíð er að hefjast þá erum við bjartsýn og eigum von á að Loðnu verði landað til bræðslu hér sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar litla hagkerfi. Við bíðum spennt eftir að sjá hvernig veiðar ganga og vonum vitaskuld að allt gangi að óskum og Loðnan láti ekki hafa of mikið fyrir sér. En það sem er að verða okkar helsta verkefni eru skemmtiferðaskipin og allt það sem þeim fylgir. Árið 2019 var metár og skipakomur voru 68. 2020 setti covid allt í uppnám og hingað kom 1 skip. En útgerðirnar misstu ekki móðinn og í sumar komu 13 skip í 47 heimsóknir og fluttu með sér 16.500 farþega. Það þótti okkur mjög gott miðað við heimsfaraldurinn sem glímt er við og farþegar sem komu í heimsókn til okkar voru himinlifandi með að geta ferðast til Íslands. Við hafnarstarfsmenn á Seyðisfirði lögðum hart að okkur að gera allar komur sem þægilegastar og umfram allt að sjá til þess að gestir okkar upplifðu sig velkomna. Miðað við öll brosin og þakklætið sem við fengum voru gestirnir klárlega að njóta sín. En það voru ekki bara hafnirnar sem gerðu góða hluti. Skipin sem sigldu hér við land voru vel undirbúin og varúðarráðstafanir voru miklar, sýni tekin úr farþegum reglulega og allt skilaði þetta sér í vel heppnuðu sumri. Lítið var um smit um borð í skipunum og það sýndi að þær ráðstafanir sem nýttar
40
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
voru virkuðu vel. Nú er horft björtum augum til ársins 2022 því það eru 70 skipakomur bókaðar til Seyðisfjarðar og því skemmtilegt sumar í vændum. Nú þegar líða fer að lokum árs 2021 langar mig að þakka þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu Seyðisfjörð við uppbygginguna eftir skriðuföllin. Það er ekki hægt að meta það að fullu hversu mikils virði allur samhugurinn og hlýju kveðjurnar eru fyrir okkur Seyðfirðinga og því segi ég aftur kærar þakkir allir þeir sem lögðu hönd á plóg og studdu okkur í þessu mikla þrekvirki. Að því sögðu óska ég landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
ANNÁLL
Annars árs nemendur í vélstjórnin Hafþór Logi og Páll Eydal æfa handbrögðin ni að æfa sig að sjóða.
Helga Kristín Kolbeins skólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum
Menntun er lykilinn að framtíðinni 42
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
Viðbótarnám til stúdentsprófs er námsleið sem sífellt fleiri velja, en þá bætir nemandinn við sig námi að loknu viðurkenndu starfsréttindanámi og fær stúdentspróf. Þó að starfsréttindanám veiti aðgengi að háskólum þá er ráðlegt að bæta aðeins við sig með hliðsjón að inntökuskilyrðum háskólanna og eru þá fleiri leiðir opnar fyrir nemendurna til að bæta við námi og þróa sig í takt við umhverfið. Það felast mikil tækifæri í að stunda nám í dag og við vitum sífellt meira með rannsóknum um hvernig nám á sér stað hjá einstaklingum. Það er því lögð áhersla á fjölbreyttari leiðir til náms og fleiri skilningarvit eru virkjuð. Nám er sveigjanlegra og nemendur hafa meira svigrúm til að skipuleggja tímann sinn út frá eigin þörfum. Skólinn leggur áherslu á að búa nemendur undir framtíðina með virkri þátttöku í þjóðfélaginu og þannig að efla ábyrgðarkennd þeirra gagnvart samferðafólki sínu og samfélagi. Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og fengsæls nýs árs bæði til sjávar og uppbyggilegu námi til framtíðar.
A
llt frá stofnun Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum árið 1979 hefur skólinn útskrifað nemendur af ólíkum brautum með margvísleg réttindi; vélstjóra, skipstjórnarmenn, iðnaðarmenn, sjúkraliða og stúdenta. Margt hefur breyst á þessum rúmlega 40 árum sem skólinn hefur starfað og jafnframt verða samfélagsbreytingar sífellt hraðari. Við vitum að skóli framtíðarinnar rétt eins og atvinnulífið verður með öðru móti en við þekkjum í dag. En megin markmið Framhaldsskólans mun ekki breytast, að veita nemendum menntun sem samtímis er sniðin að þörfum nemenda og atvinnulífs, auðgar líf einstaklinganna, eflir samfélagið og starfsemi og nám mótist af persónulegum tengslum ásamt virðingu fyrir samfélagi og umhverfi. Menntun í sjávarútvegi hefur aðallega mótast af hugmyndinni um skipstjórnar- og vélstjórnarmenntun ásamt því að fólk þarf að vera til taks sem kann að vinna aflann og koma honum í verð. Við þurfum enn á öllum þessum einstaklingum á að halda, en hvað þeir þurfa að hafa til brunns að bera hefur breyst og á eftir að breytast mun meira og hafa skólarnir þegar tekið mið af því. Mikil tæknivæðing hefur átt sér stað við veiðar og vinnslu. Skipin hafa breyst og mun meiri kröfur eru um betri umgengi við náttúrunna. Einstaklingar sem eru að hefja nám í dag þurfa að læra að afla sér víðtækrar þekkingar á mörgum sviðum, hæfni til að leysa flókin og skapandi verkefni og þurfa að vera gagnrýnir í hugsun. Við gerum þá kröfu til náms, sem nemendur Framhaldsskólans leggja stund á, að það skili þeim færni, leikni og fagþekkingu. Að námið endist lengi og það sé ætíð hægt að bæta við sig meira námi sama hvaða námsleið er valin í byrjun. Þannig fái einstaklingurinn enn meiri færni. Áhersla er á að sú þekking sem nemandi öðlast í námi yfirfærist á framtíðaraðstæður og sé hagnýt, þannig að einstaklingurinn hafi skilning á hvernig og við hvaða aðstæður hann geti nýtt sér þekkingu sína nú og til framtíðar. Með markvissri kennslu, miklum en raunsæjum kröfum og öguðum vinnubrögðum leitast skólinn við að efla gagnrýna hugsun og frumkvæði ásamt ábyrgðarkennd, umburðarlyndi og víðsýni. Skólinn eflir sjálfstraust nemendanna með því að gera þeim ljóst sambandið milli árangurs og erfiðis. Í náminu læra nemendur að bera ábyrgð á eigin námi, vinna sjálfstætt jafnt og í hópi með öðrum. Með fræðslu, kröfum og leiðsögn vill skólinn efla þekkingarleit nemenda og gera þá virka og áhugasama um áframhaldandi menntun. Með þjálfun menningarog upplýsingalæsis leggur skólinn grunn að öflugri sköpun innan margvíslegra fræðigreina, um leið og heilbrigð dómgreind, víðsýni og verðmætamat nemenda er efld.
Annars árs nemendur í vélstjórninni að æfa sig að sjóða. SJÁVARAFL DESEMBER 2021
43
Boston Wellvale „Mér fannst einhvern veginn að hann hlyti að vera þarna til eilífðar“ Í desembermánuði árið 1966 gerði hið sanna íslenska veðurfar vart við sig á Ísafirði. Fregnir segja að um byl hafi verið að ræða. Nánar tiltekið þann 22. desember átti sér þó stað atburður sem ef til vill braut upp á stormasaman hversdagsleika Ísafjarðarbúa þegar breskur togari, Bostan Wellvale GY 407 frá Grimsby, strandaði við Arnarnes. Togarinn Boston Wellvale var klár til siglingar árið 1961, þá fyrir fyrirtækið Boston Deep Sea Fisheries. Fimm árum síðar, eða árið 1966, sigldi togarinn til Grimsby á Englandi og þaðan í átt að Íslandi undir skipstjórn Dave Venney. Á leið sinni til Ísafjarðar í þeim tilgangi að láta lagfæra ratsjá togarans sem og að koma veikburða áhafnarmanni undir læknishendur, strandaði Boston Wellvale GY 407 við Arnarnes í desembermánuði 1966.
Heba Líf Jónsdóttir
Boston Wellvale strandaði síðdegis, um það bil 100 metrum frá landi en sagt er að lágsjávað hafi verið og fjaran stórgrýtt. Boston Wellvale sendi þegar í stað út neyðarskeyti. Lögðu þá af stað á vettvang þrír togarar frá Ísafirði undir stjórn Einars Jóhannssonar. Lítill bátur, Þórveig að nafni, var að auki sendur til að sigla upp að hlið Boston Wellvale í björgunartilgangi, en allt kom fyrir ekki sökum veðurs og varð Þórveig að snúa við. Vetrardimman var sannarlega í hámarki, enda farið að síga á seinni hluta desembermánaðar og veður afar slæmt sem gerði björgunaraðgerðir erfiðar í framkvæmd. 30 manna björgunarsveit hófst handa um leið og fréttist af strandinu bárust en erfiðlega gekk að komast á staðinn. Þungfært var mjög svo þurfti að notast við ýtur til að ryðja veginn. Um það bil tveimur klukkustundum eftir strandið komst björgunarsveit loks á staðinn og hófst handa við að koma áhöfn Boston Wellvale í land. Hins vegar virtist sem ekkert hafi gengið björgunaraðgerðunum í hag. Ekki nóg með að vetrardimman var í hámarki, snælduvitlaust veður og gríðarleg þungfærð hafi verið á leið á vettvang, heldur gekk samvinna björgunarsveitarinnar og áhafnarinnar fremur brösuglega. Björgunarsveitinni tókst að skjóta línum um borð Boston Wellvale, en björgunarmönnum fannst skipverjarnir hafa lítinn áhuga á að sinna línunum og festa þær almennilega. Um það bil tveimur klukkutímum eftir komu björgunarsveitar á vettvang tókst að ná fyrstu skipbrotsmönnum í land. Þegar 14 mönnum hafði verið komið á fasta grundu, bar þeim ekki saman um það hversu margir væru eftir um borð, eða hversu margir hefðu yfir höfuð verið í áhöfn togarans. Sökum leka sem olli því að sjór komst í vélarrúm togarans svo ljósavél hans stöðvaðist, var ekki hægt að hafa samband við þá sem voru eftir um borð og komast að endanlegri niðurstöður um fjöldann sem eftir var. Í lokinn komu þrír menn til viðbótar í land með hjálp línanna, þar á meðal stýrimaðurinn, sem fullyrti að enginn væri eftir um borð nema skipstjórinn. Sökum magakveisu ætlaði skipstjórinn sér ekki að koma í land heldur vera áfram um borð í togaranum (birt: 23.desember 1966 í Morgunblaðinu á vef Timarit.is). Eftir strand Boston Wellvale mat tryggingafélag þess sem svo að togarinn væri lítils virði. Togarinn var því seldur íslenskum skipasmiði árið 1967, Guðmundi Marsellíussyni, fyrir 150 pund. Togarinn hefur átt þó nokkra sögu síðan þá. 1971 var hann í þjónustu Stálskips hf. og gefið nýtt nafn, Rán GK 42. Árið 1980 var togarinn endurnefndur á ný, þá Ingólfur GK 42. Árið 1984 var skipið selt til Niðursuðuverksmiðjunnar
44
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
Boston Wellvale FD 42, á strandstað í Ísafjarðardjúpisem varð síðar íslenskur og fékk nöfnin Rán GK 42, Ingólfur GK 42, Arnarnes ÍS 42, Arnarnes SI 70 og síðan skráður erlendis. Ljósmynd í eigu Gunnlaugs Hólm, frá 1966 (birt: 16. ágúst 2019 á vef Facebook.com).
hf. á Ísafirði og nefnt Arnanes ÍS 42. Þá var skipinu breytt fyrir skuttog og byggt yfir það. Árið 1985 var skipið í þjónustu Torfness hf. á Ísafirði og á árið 1988 var skipið selt Sædóri hf. á Siglufirði og fékk þá einkennisstafina SI 70. Árið 1999 var skipið selt Þormóði RammaSæbergi í Guayamas í Mexíkó. Gunnar Theodór Þorsteinsson er fæddur árið 1957 á Ísafirði og ólst þar upp. Hann bjó þó tímabundið í Reykjavík á þeim tíma sem Boston Wellvale strandaði, en þrátt fyrir það hefur hann lesið sig til um og heyrt sögurnar margar af Boston Wellvale. Þá fylgdist Gunnar vel með því sem fór fram á Tanganum svokölluðum sem drengur og segir Ísafjörð hafa verið yndislegan stað til að alast upp á. „Þarna var allt, sérstaklega fyrir gutta með áhuga fyrir skipum og bátum“ segir Gunnar. Hann komst snemma í tæri við báta- og skipamenninguna á Ísafirði, en afi hans var skipasmiður og fór hann gjarnan í heimsókn til hans. Þá lýsir Gunnar því hvernig bátar voru allt um kring á Ísafirði, og því ekki furða að áhugi hafi vaknað snemma.
Við sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
Blaðamaður Sjávarafls ræddi á dögunum við Gunnar Theodór um strand Boston Wellvale og minningar hans og sögur frá þeim tíma. Gunnar er líflegur í frásögn og segir skemmtilega frá framhaldi Boston Wellvale eftir að hafa strandað.
Fannst eins og hann myndi vera þarna til eilífðar Þrátt fyrir ungan aldur vissi Gunnar nákvæmlega hvað um var að vera þegar hann heyrði af strandi Boston Wellvale. Hann var fastagestur á svæðinu sem barn og lék sér oft í fjörunni með vinum sínum. Í byrjun sumars árið 1967 þegar Gunnar og hans fjölskylda komu aftur til Ísafjarðar eftir að hafa dvalið í Reykjavík um stund, bar hann Boston Wellvale augum úti á Arnarnesinu og segir hann eftirtektarvert hversu hátt togarinn fór. „Mér fannst einhvern veginn að hann hlyti að vera þarna til eilífðar“ bætir Gunnar við. Fjölskylda hans þekkti vélstjórann á varðskipinu Albert, en þegar varðskipið kom til Ísafjarðar kom vélstjórinn gjarnan í heimsókn til fjölskyldunnar. Í ágúst 1967, heyrði Gunnar af því að Albert væri kominn til Ísafjarðar, en nú í þeim tilgangi að draga Boston Wellvale út, fara með hann inn á Ísafjörð og staðsetja hann á Tangann eins og hann orðar það. Þar stóð Boston Wellvale óhreyfður og ósnertur í þrjú ár.
Seldur fyrir fimmtán þúsund kall Áðurnefndur Guðmundur Marsellíusson, skipasmiður, keypti Boston Wellvale eftir strandið. „Guðmundur keypti togarann á fimmtán þúsund kall“ segir Gunnar, en með kaupunum fylgdi ábyrgðin á
skipinu. Gunnar segir frá því hvernig Guðmundur lenti næst í því óhappi að þegar hann var að eiga við skipið í Tanganum, snýr hann skipinu við og missir það á hliðina svo skipið fyllist af sjó. „Þegar hann er að rétta hann við, þá kemst hann að því að olíutankarnir öðrum megin eru fullir. Þá náttúrulega bara krossaði hann fingur yfir því að það skyldi ekki hafa komið gat á þá því þá hefði hann verið ábyrgur fyrir allri olíunni í sjóinn.“ segir Gunnar.
Lítill áhugi meðal Ísfirðinga „Manni fannst vera svakalega lítill áhugi fyrir þessu“ segir Gunnar aðspurður um orðræðuna í samfélaginu á Ísafirði í kjölfar strand Boston Wellvale. „Það var ekki mikið talað um þetta. Þetta voru bara skip sem strönduðu og svo var þetta bara búið. Menn höfðu áhyggjur af olíunni, en að öðru leiti var ekkert mikið spáð í þetta.“ Gunnar heldur áfram og segir „aðlögunarhæfnin er svo mikil hjá fólki, það [bæjarbúar Ísafjarðar] vandist þessu bara strax og þetta bara var þarna“ segir hann um langa veru Boston Wellvale á Tanganum. „Þetta vakti gríðarlega athygli hjá öðrum, aðkomufólki. En Ísfirðingar vöndust þessu strax og þetta var bara þarna.“ Þrátt fyrir takmörkuðum áhuga Ísfirðinga á strandi Boston Wellvale, skapaðist umræða innan samfélagsins eins og á til að gerast í minni bæjarfélögum. Hins vegar þótti þetta hinn merkasti atburður sunnan til og skartaði frétt um strand Boston Wellvale forsíðu íslenskra fjölmiðla. Gunnar bætti við að lokum um áhuga Ísfirðinga á málinu „það var enginn hissa þegar hann kom og það var enginn feginn þegar hann fór“.
Tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2021 Söluhúsin við Ægisgarð eftir Yrki arkitekta hluti tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Á vef Faxaflóahafna kemur fram að verkefnið sé einstaklega vel heppnað og húsin njóta mikillar athygli vegfarenda. Yrki arkitektar önnuðust hönnun húsanna, verkfræðihönnun var í höndum Hnit og Verkís, aðalverktaki var E. Sigurðsson ehf. Í umsögn dómnefndar Hönnunarverðlauna Íslands segir: „Söluhúsin við Ægisgarð eftir Yrki arkitekta eru lágstemmd og vel heppnuð röð húsa í góðu samtali við umhverfi sitt. Efnisnotkun og skali bygginganna er sá sami en ólíkar útfærslur á timburgrindum og -veggjum við hvert hús brjóta lengjuna upp og mynda ýmist
Ljósmyndir: Dario Gustavo
46
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
skjól, bekki eða geymslurými. Viðbyggingar og borgarhúsgögn eru því inni í kerfi bygginganna og mynda rými fyrir fjölbreytta virkni og mannlíf á milli húsanna og í kringum þau. Að innan er burðarvirki húsanna sýnilegt, sem skapar hráa en um leið fíngerða stemningu. Byggingarnar eru glerjaðar á tveimur hliðum sem tryggir góða dagsbirtu og skemmtilegt útsýni út á höfnina. Um er að ræða fallega og vandaða umgjörð sem heldur vel utan um fjölbreytilega starfsemi og daglegt mannlíf.“ Í september mánuði hlutu Yri arkitektar alþjóðlega viðurkenningu artitekúrvefsins A+ 2021 fyrir söluhúsin við Ægisgarð í flokknum „Commercial – Coworking Space” (birt: 7. október 2021 af vef Faxaflóahafna).
HÁTT HITAÞOL
DEKTON er öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. DEKTON þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita.
by COSENTINO
Blettaþolið
Sýruþolið
Högg- og rispuþolið
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
ANNÁLL Haraldur Grétarsson sjávarútvegsfræðingur
Af námi mínu í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri og hvert það leiddi mig
É
g hóf nám í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri haustið 1990 og útskrifaðist fjórum árum seinna eða um vorið 1994. Námið hefur breyst og þróast heilmikið síðan ég var í háskólanum enda væri allt annað óeðlilegt. Á þessum tíma höfðu menn ekkert val eins og í dag nema þá þegar hægt var að velja lokaverkefnið á lokaönninni. Námið var líka fjögur ár í stað þriggja ára nú og til að fá inngöngu inn í deildina varð maður að hafa eins árs starfsreynslu tengda sjávarútvegi. Ég er Reykvíkingur og hafði aldrei starfað neitt tengt sjávarútvegi. Ég man að ég hringdi í Jón Þórðarson, sem var fyrsti forstöðumaður deildarinnar og raunar einskonar guðfaðir, til að reyna að fá undanþágu frá þessari reglu. Ég vissi að aðsóknin var frekar dræm og var að vonast eftir að komast beint inn án þess að hafa starfsreynsluna. Hann var grjótharður og sagði að það væri ekki hægt. Ég labbaði þá niður í Granda og fékk vinnu í frystihúsinu (gömlu Bæjarútgerðinni) við að flaka karfa. Ég var þar í hálft ár og svo hálft ár hjá Rannsóknarstofnun Fiskiðnaðarins (RF) og komst svo inn um haustið 1990.
Kjalarnám Námið var byggt upp þannig að fyrsta önnin samanstóð af grunngreinum í stærðfræði og efnafræði. Síðan var byggt ofan á þetta matvælafræði, viðskiptafræði, tæknigreinar eins og vinnslutækni og skipatækni, félagsfræði og stjórnun, og svo sjávarlíffræði og hagfræði. Þeir sem voru á móti náminu sögðu að þetta væri „kjalarnám“, þ.e. að við lærðum að þekkja kjölinn á bókunum en ekki mikið meir.
48
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
Þverfagleg nálgun þótti ekki heppileg Á þessum tíma mátti heyra ákveðnar gagnrýnisraddir sem sögðu að þessi þverfaglega nálgun væri ekki í heppileg á fyrsta stigi háskólanáms. Þessi gagnrýni kom aðallega að sunnan og mest frá vélaverkfræðideild Háskóla Íslands. Fram að þeim tíma hafði sú deild lagt sig fram við að bjóða ákveðna kúrsa eins og vinnslutækni til að reyna að uppfylla þarfir sjávarútvegsins á einhvern hátt. Tíminn hefur sannað að þessir aðilar höfðu rangt fyrir sér. Sjávarútvegur er svo margslunginn og kemur inn á svo mörg svið að það hefur sýnt sig að menntaðir sjávarútvegsfræðingur hafa verið eftirsóttir og góðir starfskraftar og verið vel undirbúnir að takast á við mismunandi verkefni á öllum stigum atvinnulífsins, hvort sem þau tengjast sjávarútveginum eða ekki.
Aðalkarlarnir í skólanum Þegar ég flutti norður til Akureyrar haustið 1990 hafði ég búið í Fossvoginum alla mína ævi, fyrir utan einhver sumur sem ég var í sveit. Ég fór í sjávarútvegsfræði og en kærasta mín í hjúkrunarfræði. Við útskrifuðumst síðan saman vorið 1994. Minningar mínar frá þessum tíma eru bara góðar. Það var gott að búa á Akureyri. Nemendur voru nánari en maður átti að venjast, t.d. frá menntaskólaárunum. Þá var maður bara í kringum sömu strákana sem voru úr hverfinu. Fyrir norðan var maður alltaf að kynnast nýju áhugaverðu og stundum skemmtilegu fólki. Við í sjávarútvegsdeildinni upplifðum okkur náttúrulega sem „aðalkarlana“ í skólanum, sem var auðvitað bara svona „raungreinarembingur“.
Mættu með sleggjur Sjávarútvegsdeildin var niðri á Glerárgötu í húsnæði með Rannsóknarstofnun Fiskiðnaðarins og Hafrannsóknarstofnun. Við gengum um húsið eins og við ættum það og höfðum efstu
hæðina fyrir okkur til að læra. Þegar fór að nálgast lok námsins og háskólinn var alltaf að stækka og nemendum að fjölga þá fór aðeins þrengja að þeim sem byrjuðu fyrst og höfðu verið hálfsjálfala þarna. Það átti t.d. að fara rukka okkur fyrir kaffið – þá urðum við alveg brjálaðir – fannst það algjör svívirða. En í þessu samhengi má ekki gleyma því að fyrsti árgangurinn sem byrjaði um áramótin 1989/1990 mætti með sleggjur niður á Glerárgötu með Jóni Þórðarsyni til að flýta fyrir og hjálpa til við að koma Glerárgötunni í stand svo deildin gæti flutt inn. Ég sé ekki alveg fyrir mér að það gerist í dag, þannig að tímarnir eru breyttir en ég er sannfærður um að námið er enn gott.
Betra að vera 1 af 20 en 1 af 4.000 Ég las um sjávarútvegsfræðina í Morgunblaðinu þegar ég var enn í menntaskóla og þá vaknaði strax áhugi minn. Það voru tvær ástæður. Í fyrsta lagi var íslenskt efnahagslíf svo samofið sjávarútveginum og ég sá ekki fram á að það myndi breytast um ókomna framtíð. Ég taldi því nánast öruggt að það yrðu alltaf atvinnufyrirtæki hvernig svo sem áraði. Sjávarútvegurinn var ekkert að fara og hann myndi alltaf vera ein af grunnstoðum atvinnulífsins á Íslandi. Í öðru lagi voru á þessum tíma þúsundir viðskipta- og hagfræðinga útskrifaðir á Íslandi. Ég leit á það sem svo á þeim tíma að allt nám væri í raun vettvangur þar sem fólki væri kennt að skilgreina og setja fram lausnir á misflóknum verkefnum undir ákveðnu álagi. Mínar hugmyndir á þeim tíma voru því að eftir að hafa útskrifast væri aðalmálið að að fá tækifæri og að nota það. Ég mat það sem svo að það væru miklu meiri líkur að fá tækifæri ef maður væri 1 af 20 sjávarútvegsfræðingum heldur en 1 af 4.000 viðskipta- eða hagfræðingum.
Ég held að ég hafi legið rétt með bæði atriðin. Það sem ég vissi ekki þá var hversu gott námið varð og hversu vel það myndi reynast. Einnig gerði ég mér enga grein fyrir hversu margbreytilegur og á sama tíma skemmtilegur sjávarútvegur er. Þetta er síbreytileg og margslungin hátækniatvinnugrein sem er líka í stöðugri þróun. Þar af leiðandi hefði maður ekki getað verið heppnari með starfsvettvang og til að undirbúa mig fyrir hann hefði ég ekki getað verið heppnari með val á námi. Ég held að ég geti fullyrt að ég hefði aldrei fengið þau tækifæri sem ég fékk ef ég hefði ekki útskrifast sem sjávarútvegsfræðingur frá HA og námið reyndist það gott að ég var tilbúinn til að takast á við og leysa þau verkefni og áskoranir sem urðu á vegi mínum. Ég á því náminu mikið að þakka hvað það varðar. Það opnaði dyr í upphafi sem urðu til þess að ég og fjölskylda mín höfum verið á ótrúlegu ferðalagi. Við fengum fyrst að kynnast því að búa á Akureyri, síðan í þrjú ár í Skotlandi og loks 21 ár í Þýskalandi. „Kjalarnámið“, eins og verkfræðingarnir uppnefndu námið á upphafsárum þess, hefur því reynst vel.
slíkur pakki hafi fengið heitið „Vestfjarðaaðstoð“. Stundum var gengið á krónunni líka fellt með tilheyrandi kjaraskerðingum. Í dag er reynt að hámarka verðmæti aflans og nýta hvern fisk 100% á mismunandi vegu – allt frá hefðbundnum ferskum flökum til ýmissa aukaafurða sem falla til og var hent áður fyrr. Þessi þróun hefur átt sér stað á síðustu árum og verður sífellt örari og örari. Í raun er þetta orðin hátækniiðnaður þar sem alltaf er verið að leita að mögulegri bestun við að hámarka verðmætin. Eftir því sem fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi hafa orðið efnahagslega sterkari hefur þróunin verið örari og við hlið sjávarútvegsins hafa orðið til fyrirtæki eins og Marel, Skaginn, Valka, Vélfag og fleiri. Við heyrum ekki lengur minnst á sértækar aðgerðir til að aðstoða sjávarútvegsfyrirtækin. Þessi þróun hefst meðal annars með innleiðingu á aflamarkskerfinu, sem kemur með stöðu- en jafnframt sveigjanleika inn í greinina, en það er undirstaða þess að geta náð árangri. Einnig byrjum við að mennta fólk sérstaklega til að vera hæft til að vinna í þessari flóknu og fjölbreyttu atvinnugrein. Og þar kemur Háskólinn á Akureyri sterkur inn með auðlindadeildina. Ég held að það sé ekki erfitt að rökstyðja og benda á með dæmum að nám í sjávarútvegsfræði við HA hefur skilað mörgum vel menntuðum einstaklingum sem hafa verið virkir þátttakendur í þessari þróun á síðustu 30 árum.
Stóra myndin
Alþjóðleg grein
Ef við förum segjum 40 ár aftur í tímann þá var framleiðslustjórnun í sjávarútveginum sirka svona: Skipin fóru til veiða, komu síðan að landi og, þegar vel veiddist, kannski öll full á sama tíma. Þetta átti sér stað alls staðar hringinn í kringum landið. Svo var landað og byrjað að vinna í fimm punda pakkningar í frystihúsinu. Þegar gæðum fisksins hrakaði var skipt yfir í salt. Síðan var hengt upp á hjalla fyrir skreið og að lokum var restin sett í gúano (bræðslu). Þá urðu kannski einhverjar ytri aðstæður til þess að það varð greiðslufall eða markaðir lokuðust sem leiddi til þess að sjávarútvegsfyrirtækin voru í vandræðum. Þá var farið í sértækar aðgerðir þar sem fyrirtækin fengu hjálp frá ríkinu. Ég held að einn
Það er eitt enn sem er áhugavert við sjávarútveginn, þ.e. að hann er alþjóðlegur. Maður getur því verið í starfi þar sem maður er í miklum samskiptum við erlenda aðila. Almennt hef ég ekki heyrt neitt annað en að sjávarútvegsfræðingar frá HA hafi staðið sig vel í slíkum verkefnum. Einhverjir hafa líka starfað erlendis. Ég var til að mynda framkvæmdastjóri Evrópuútgerðar Samherja í nærri 25 ár og hef því varið stærstum hluta starfsævi minnar erlendis. Ég er sannfærður um að námið undirbjó mig mjög vel fyrir þann starfsvettvang. Eftir námið hefur maður miklu breiðari skilning og á þar af leiðandi auðveldara með að hafa yfirsýn yfir heildarmyndina í mismunandi aðstæðum.
Síbreytileg og margslungin atvinnugrein
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
49
Óskum starfsfólki í
sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
RE Y K JANE S BÆ R
Snæfellsbær
RE Y K JANE S B Æ R
Börnin og lífið Heilsuleikskólinn Laufás á Þingeyri er 33 ára síðan 19. nóvember sl. Heilsustefnan var tekin upp árið 2007 og hefur leikskólinn starfað fromlega eftir stefnunni síðan 2008. Í vetur eru börnin á Laufási 20 talsins sem er mikið miðað við barnafjölda undanfarin ár. Þessi barnafjöldi er mjög jákvæður fyrir skólahald á Þingeyri. Það eru ekki lengur stór fiskveiðiskip við höfnina hér á Þingeyri en höfnin iðar af lífi „aftur” vegna fiskeldis. Börnin á Laufási eru dugleg að borða fisk og hraust eftir því ásamt því að taka lýsi á morgnana. Þau dýrka útveru og eru góðir vinir. Hvað heitir þú? Ég heiti Alexander Logi Bouderno Hvað ertu gamall? Ég er fjögra ára. Hver eru mamma þín og pabbi? Okei, mamma heitir Kolbrún Ísleifsdóttir og pabbi minn heitir Máni. Veist þú hvað sjómenn gera? Já en þeir fara á skip og ná í fisk Þekkir þú einhverja sjómenn? Umm nei Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Nei Finnst þér fiskur góður? Já Hefur þú farið á sjó? Nei eða jú á sjómannadaginn. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Ummm að fá pakka og fá dót í skóinn Viltu segja eitthvað meira? Nei ekki núna.
Hvað heitir þú? Bryndís Hvað ertu gömul? Fjögra ára nei fimm ára Hver eru mamma þín og pabbi? Inga jóna og Magnús heita þau. Veist þú hvað sjómenn gera? Veiða fisk Þekkir þú einhverja sjómenn? nei Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Nei ég veit það ekki Finnst þér fiskur góður? Já uppáhalds fiskur er bleikja Hefur þú farið á sjó? Nei Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Þegar jólasveinarnir komu Viltu segja eitthvað meira? Nei
Hvað heitir þú? Edda Björg Magnúsdóttir Hvað ertu gömul? Sýnir 3 putta og segir þriggja ára. Hver eru mamma þín og pabbi? Hún heitir Inga Jóna og Magnús Veist þú hvað sjómenn gera? Já, þeir synda í sjónum. Þekkir þú einhverja sjómenn? Já það er einn, veit ekki hvað hann heitir. Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Nei ekki alveg Finnst þér fiskur góður? Já hummhum já mjög góður Hefur þú farið á sjó? Nei Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Horfa á jólasveinana og fara í sparifötin Viltu segja eitthvað meira? Nei nei.
Hvað heitir þú? Gunnlaugur Bjarni Guðmundsson Hvað ertu gamall? Átta Hver eru mamma þín og pabbi? Mamma mín er á Þingeyri á meðan pabbi er heima. Veist þú hvað sjómenn gera? Já þeir ná í sjó fiskana Þekkir þú einhverja sjómenn? Já einn er blár Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Með veiðistöng Finnst þér fiskur góður? Já bestur soðinn Hefur þú farið á sjó? Já með bát Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Bara mjög gaman Viltu segja eitthvað meira? Hristir höfiðið-vil ekki
Hvað heitir þú? Ég heiti Halldór Rósenberg Oddþórsson Hvað ertu gamall? 5 ára Hver eru mamma þín og pabbi? Hann pabbi er heima og mamma líka Veist þú hvað sjómenn gera? Þau veiða fisk Þekkir þú einhverja sjómenn? Dýr, fiskar Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Bara með veiðistöng Finnst þér fiskur góður? Já, bara með sósu. Hefur þú farið á sjó? Nei Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að jólasveinarnir gefi mér dót Viltu segja eitthvað meira? Einu sinni enn mig langar til að tala einu sinni enn (aftur)
52
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
Hvað heitir þú? Írena Hvað ertu gömul? Svona (sýnir 3 putta) Hver eru mamma þín og pabbi? Mamma heitir Bryndís og pabbi heitir Helgi Veist þú hvað sjómenn gera? Veit ekki en sjómenn veiða fisk eins og pabbi gerði á stóra skipunu. Þekkir þú einhverja sjómenn? Pabba minn bara Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Nei en kannski bara veiðistöng Finnst þér fiskur góður? Emmm já Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur í land? Að fá pabba heim. Hefur þú farið á sjó? Nei, en fer hratt á skip á morgunn. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að taka pabba til útlanda Viltu segja eitthvað meira? Ég er að fara í dýragarðinn um jólin farin.
Hvað heitir þú? Laura Izabella Galinska Hvað ertu gömul? Fimm ára Hver eru mamma þín og pabbi? Mamma heitir Eva og pabbi heitir Grzegorz. Veist þú hvað sjómenn gera? Veit ekki Þekkir þú einhverja sjómenn? Nei Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Nei Finnst þér fiskur góður? NEI finnst súkkulaði gott. Hefur þú farið á sjó? Já Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að gefa pakka Viltu segja eitthvað meira? Nei ekki núna
Hvað heitir þú? Ragnheiður Hvað ertu gömul? Fimm Hver eru mamma þín og pabbi? Einar Þór og Elísa Veist þú hvað sjómenn gera? Eeee nei Þekkir þú einhverja sjómenn? Nei en ég þekki Gílsa, Eirík og Helga. Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Veiðistöng. Finnst þér fiskur góður? Hristir hausinn eftir smá stund. Hefur þú farið á sjó? Já sko þegar við fórum eins sinni út í fjöru og svo um kvöld fórum við á kajak og svo vorum við að sigla þar sem við vorum að labba í fjörunni. Svo fór ég eins sinni á spítt bát sem fór rosahratt og svo sáum við höfrung. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Þegar maður er að opna pakkana og skreyta jólatréð. Viltu segja eitthvað meira? Já, sko veistu hvað sko einu sinni í morgun þegar við vorum að koma leikskólan kom Sveinbjörn með vasaljósið og svo var Alexander að elta mig og svo var vasaljósið ekki á sínum stað-vill ekki segja meira.
Hvað heitir þú? Jóhanna Hvað ertu gömul? Fimm og sýnir alla putta á annarri hendi Hver eru mamma þín og pabbi? Einar Þór og Elísa Veist þú hvað sjómenn gera? Ummmm, keyra bát og stundum fara þeir í sjóinn Þekkir þú einhverja sjómenn? Ummm, já einn Helgi Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Umm þeir erum með krók á bátnum sem er með neti til að ná fiskunum. Finnst þér fiskur góður? Umhumm Hefur þú farið á sjó? Já á spítbát þrisvar og einu sinni á venjulegan bát og einu sinni á kajak. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Þegar ég er að fá í skóinn, opna pakka og fá dagatal. Viltu segja eitthvað meira? Umhumm kannski eitthvað fleira um jólin. Mér finnst líka gaman að knúsa mömmu í sófanum þegar það eru jól.
Hvað heitir þú? Sigriðiur Arna Pétursdóttir Hvað ertu gömul? Fjögurra ára en alveg að verða fimm ára. Hver eru mamma þín og pabbi? Pétur og Lára þau vinna og gefa mér nammi á laugardögum. Veist þú hvað sjómenn gera? Fara á sjóinn og veiða fisk. Þekkir þú einhverja sjómenn? Afa minn Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Með neti Finnst þér fiskur góður? Eee já. Umm lax er uppáhalds. Hvað er skemmtilegast þegar afi kemur í land? Þegar afi kemur verð ég svo glöð og ég knúsa hann. Hefur þú farið á sjó? Já á veiðiskipinu, á bláa skipinu. Það var langt síðan, rosa langt síðan. Sjómannadagurinn var rosa langt síðan. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að opna pakkana. Viltu segja eitthvað meira? Ég vil segja eitthvað en veit ekki bara allt fínt.
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
53
Wisefish
Við fylgjum fiskinum alla leið Sérsniðnar tæknilausnir fyrir nútíma sjávarútveg
Við erum með lausnina
Að sjá verðmæti… þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.
Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. www.matis.is