Katrín Hulda Gunnarsdóttir sérfræðingur á sviði virðiskeðju hjá Matís
Ungt fólk til áhrifa gegn loftslagsbreytingum? L oftslagsbreytingar eru eitt stærsta vandamálið sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir um þessar mundir. Hér á Íslandi eru það helst áhrif á hafið sem valda áhyggjum, enda sjávarútvegurinn mikilvæg atvinnugrein bæði efnahagslega og menningarlega. Þá eru e.t.v. ríkust ástæða til þess að hafa áhyggjur af afdrifum smárra byggðarlaga þar sem fábreytt atvinnulíf reiðir sig að mestu á hafið. Hvað verður um þau ef aðstæður í kringum landið taka verulegum breytingum? Mikilvægt er að unga fólkið okkar fái góða fræðslu um málefnið enda eru það þau sem munu koma til með að verða fyrir áhrifunum auk þess sem þau eru ótrúleg uppspretta góðra hugmynda og framtíðarlausna.
vinnustofur og þær voru útbúnar með það í huga, þ.e. að gefa kennurum nauðsynlegar bakgrunnsupplýsingar um loftslagsbreytingar, áhrif þeirra á hafið, lífríki þess, auðlindanýtingu og samfélög. Vinnustofurnar voru fjórar og samanstóðu þær af hugtakalista, efnislegri umfjöllun og svo verkefnabanka. Þó svo að mælt væri með að vinna vinnustofurnar sjálfar í ákveðinni röð gátu kennarar valið umfjöllunarefni og verkefni innan vinnustofanna eftir því hvað hentaði hverjum nemendahóp fyrir sig.
Grænir Frumkvöðlar Framtíðar Í vetur hefur fræðsluverkefnið Grænir Frumkvöðlar Framtíðar (GFF) verið í gangi í þremur grunnskólum á landsbyggðinni, Nesskóla í Neskaupstað, Árskóla á Sauðárkróki og í Grunnskóla Bolungarvíkur. Verkefninu er fyrst og fremst ætlað að vekja áhuga og efla þekkingu nemenda á loftslags- og umhverfismálum, nýsköpun og sjálfbærri auðlindanýtingu með áherslu á hafið. Matís fer með verkefnastjórnun en þar að auki komu FabLab smiðjur á hverjum stað að samstarfinu á samt sjávarútvegsfyrirtækjum í heimabyggð, Djúpinu Frumkvöðlasetri, Cambridge University og Climate KIC. Þar að auki hefur N4 unnið að heimildamynd um verkefnið sem verður sýnd á sjónvarpsstöðinni í haust. Verkefnið er fjármagnað af Loftslagssjóði.
Hvar á að byrja? Þegar kemur að erfiðu umfjöllunarefni líkt og loftslagsbreytingum getur verið erfitt að átta sig á því hvar er best að byrja. Lagt var upp með að halda
Setja í samhengi sem krakkarnir þekkja Eitt af því sem er talið mikilvægt þegar kemur að því að fræða börn og ungmenni um erfið málefni líkt og loftslagsbreytingar er að setja það í samhengi sem er þeim kunnuglegt. Í tilfelli GFF lá beinast við að kanna möguleg áhrif loftslagsbreytinga á sjávarbyggðir, enda líkur á að þau verði töluverð sé ekkert gert. Áhrifin sem eru hvað augljósust eru bein áhrif á hafið og lífríki þess en auk þeirra könnuðu nemendur afleidd áhrif á efnahag og samfélög. Vegna þess að verkefnið fór fram í sjávarplássum þekktu allir nemendurnir til einhvers sem hafði lífsviðurværi sitt af hafinu hvort sem það eru sjómenn, starfsfólk fisk- og rækjuvinnsla eða starfsfólk nýsköpunarfyrirtækja sem nota hráefni úr hafinu. Þetta eru foreldrar þeirra, frænkur og frændur, afar og ömmur. Það var því auðveldara fyrir þau að gera sér í hugarlund hver áhrifin myndu verða á þeirra eigið líf, skyldu aðstæður í hafinu við landið gjörbreytast. Verkefnin sem fylgdu vinnustofunum fjórum snerust að mestu leyti um þetta en þar voru m.a. hlutverkaleikir, tilraunir og fleira. Að tengja umfjöllunarefni við nærumhverfi nemenda er mikilvægt, bæði vegna þess að samhengi færir vandamálið nær þeim og gerir þeim auðveldara að skilja, en líka vegna þess að auðveldara getur reynst að sjá mögulegar lausnir í umhverfi sem er kunnuglegt. Þau vandamál sem verða til vegna loftslagsbreytinga fara úr því að vera fjarlæg, óáþreifanleg og yfirþyrmandi yfir í að vera augljós og aðkallandi og þar með viðráðanlegri.
Að heyra raunverulegar reynslusögur annarra Eitt þeirra verkefna sem reyndist hvað best og vakti börin til umhugsunar,
28
SJÁVARAFL JÚNÍ 2022