Sjávarafl 2.tbl 9.árg 2022

Page 6

Hrafnista í Laugarási, fyrst tekin í notkun 1957. Ljósmynd: aðsend

Snorri Rafn Hallsson

Frá hátíðarhöldum til heilbrigðisþjónustu Þegar Sjómannadagurinn var fyrst haldinn árið 1938 mættu á tíunda þúsund við Leifsstyttuna á Skólavörðuholti til að fagna saman. Þau skip sem lágu í höfn voru fánum skreytt og gengu sjómenn, ungir sem aldnir, undir takti Lúðrasveitarinnar um götur bæjarins. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en enn er dagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Auk þess að reka átta dvalar- og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu sér Sjómannadagsráð um skipulagningu hátíðahaldanna í Reykjavík. Aríel Pétursson, formaður ráðsins, sagði blaðamanni Sjávarafls frá sögu og starfsemi Sjómannadagsráð í aðdraganda hátíðahaldanna. Sjómannadagsráð 101 „Byrjum bara á byrjuninni,“ segir Aríel strax við blaðamann: „Sjómannadagsráð var stofnað árið 1937 af Henry Hálfdánarsyni og öðrum flottum köppum og frumkvöðlum. Þeir voru fyrst og fremst að hugsa um það að gefa sjómannastéttinni einhvern verðugan sess í íslensku þjóðlífi, að þeir fengju þó einn dag á ári þar sem þeir fengju frí og gætu rétt eins

6

SJÁVARAFL JÚNÍ 2022

Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs. Ljósmynd: aðsend


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.