1 minute read
Gott gengi gefur von N
óg hefur verið að gera í loðnuvertíðinni og vegna kulda, hafa sjómenn þurft að berja klaka framan af skipunum, þegar kuldin var sem mestur. Öll þessi verðmæti hafa skapað þjóðarbúinu gríðarlegt fjármagn bæði til sjós og lands. Þegar komið er í land með loðnuna, hefur starfsfólk unnið hörðum höndum við að frysta loðuna stanslaust, bæði dag og nótt. Svona vertíðar standa stutt yfir.
Auðvitað er það þannig að það er alltaf betri veiði á sumum skipum og verða þau skip því gríðarlega eftirsótt. Væntanlega má segja að veikasti hlekkurinn af sjómönnum, er sá mikilvægasti. Sjómaður sem er fullur af orku og með áhuga fyrir starfinu kemst ekki langt áfram í starfi nema að hann sé hjálpsamur og leggi sitt af mörkum í þeim hópum sem hann tilheyrir. Einnig þarf hann að vera óendanlega duglegur.
Það er engin tilviljun að sjómenn eru kallaðir „Hetjur hafsins“ þar sem þeir leggja mikla vinnu á sig á öllum tíma sólarhringsins. Það sannast vel í loðnuveiði hvað sjómenn þurfa að vaka miklið og vinna hratt og vel saman. Það sama má segja um þá sem vinna loðnuna í landi.
Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf
Sími: 6622 600
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir
Vefsíða: www.sjavarafl.is
Netfang: elin@sjavarafl.is
Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com
Ljósmyndir: Óskar Ólafsson
Forsíðumynd: Óskar Ólafsson
Prentun: Prentmet Oddi ehf
Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði.
Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita.