1 minute read
Sviðsstjóri viðskiptasviðs
Faxaflóahafna
Fram kemur á vef Faxaflóahafna að nýr sviðsstjóri viðskiptasviðs hefur verið ráðin til starfa. Um er að ræða Jón Garðar Jörundsson sem áður starfaði sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar á Arnarlaxi. Áður gengdi Gunnar Tryggvason þessari stöðu, en hann var ráðin sem hafnarstjóri í lok seinasta árs.
„Vægi Faxaflóahafna sem leiðandi höfn í Norður Atlantshafi er sífellt að aukast og mörg spennandi verkefni eru í farvatninu m.a. með tilliti til umhverfisvænna lausna, þróunar á Grundartanga í átt að grænum iðngarði sem og með auknum áherslum útgerða skemmtiferðaskipa á farþegaskipti í Reykjavík. Ég hef því störf á nýjum vettvangi fullur tilhlökkunar og hlakka til að takast á við spennandi og krefjandi verkefni með nýjum samstarfsfélögum,“ er haft eftir Jóni Garðari í tilkynningunni. (Birt: 11. mars 2023 af vef Faxaflóahafna).
Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans
ÞORSKUR
Aflamark 165.094.536 kg
Veiddur afli: 64,5%
UFSI
Aflamark 72.385.346 kg
Veiddur afli: 27,0%
KARFI
Aflamark 24.368.622 kg
Veiddur afli: 51,2%
ÝSA
Aflamark 50.418.656 kg
Veiddur afli: 63,2%