4 minute read

Hegðun fiska og undankomuleiðir fyrir framan botnvörpu

Varpan

Grjóthopparar vörpunnar

séu fremur veiddar en aðrir fiskar sem við viljum síður og sem sleppa þá með skrekkinn.

Gúmíkörtur

Undirsafnpoka

Fiskur veiddur sem annars hefði sloppið undir vörpuna Gerður var leiðangur á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni til að mæla hlutfall tegunda og lengdarflokka fiska sem sleppa undir botnvörpu í samanburði við það sem færi inn í vörpuna. Notast var við botnvörpu af gerðinni „Gulltoppur“ með algenga gerð af grjóthoppurum (rockhopper) sem renna eftir botninum og eru fremst á neðra byrði vörpunnar. Poki vörpunnar var með smáum möskva (40mm) til að ná öllum smáum fiskum sem kynnu að veiðast inn í vörpuna. En til að safna þeim sem sleppa undir voru settir saman þrír safnpokar í sama riðil og vörpupokinn, sem staðsettir voru aftan við grjóthopparana og undir vörpunni. Einn poki á hvorum vænghluta og einn fyrir miðju. Með þessu var hægt að safna öllum fiskum sem sleppa undir vörpuna en einnig sjá hverjir leituðu meira undir vörpuna við vænghluta eða fyrir miðju. Tekin voru alls 34 tog, að mestu út af Vestfjörðum en einnig nokkur suður af Látrabjargi og út af Faxaflóa. Reynt var að toga á sléttum botni, gjarnan dragnótaslóðum. Þannig að gögnin eru lýsandi fyrir slíkar aðstæður. Því má reikna með að hærra hlutfall sleppi undir grjóthopparana á botni sem er grófur heldur en þessi gögn sýna. Allar fiskitegundir úr hverjum poka voru skráðir og lengdadreifing af hverri tegund mæld úr hverjum poka. Út úr þessu fékkst mikið magn af gögnum sem hægt er að greina á margvíslegan hátt.

Varpan

Safnpokiundirvörpu

Botn

Gúmíkörtur undirsafnpoka

Grjóthopparar

V Rpunnar

Skýringamynd (A) sýnir afstöðu safnpoka undir vörpuna og aftan við grjóthoppara. Mynd (B) sýnir síðan afstöðu horft ofan frá. Grjóthopparar fyrir framan en safnpokar aftan við. Varpa er síðan ofan á safnpokum (ekki sýnt á mynd). Myndin er endurgerð frá doi.org/10.7717/peerj.14746

Greining gagna í samvinnu við erlendan háskóla

Helstu niðurstöður hafa verið kynntar í fyrirlestraformi á nokkrum fundum. En verðmæti gagnanna þótti gefa tilefni til frekari og dýpri greiningu. Það var gert í samstarfi við háskóla í Nýfundnalandi „Fisheries and Marine Institute, Memorial University of Newfoundland, St. John’s, Newfoundland and Labrador, Canada“, en þar var doktorsneminn Vang Y. Nguyen fengin til að greina gögnin ásamt leiðbeinanda sýnum Shannon M. Bayse með okkur Ólafi A. Ingólfssyni nú starfandi hjá Hafrannsóknastofnunni í Noregi og Haraldi A. Einarssyni hjá Hafrannsóknastofnun. Ákveðið var að gera tvær greinar úr þessu efni og er sú fyrri er komin út og er fáanleg undir þessari slóð (https:// ). Í þessari greiningu eru gögnin skoðuð út frá hvar nokkrar tegundir væru að sleppa undir vörpuna. Það er hvort hærra hlutfall af viðkomandi tegund eða stærð tegundar væri að fara undir fyrir miðju eða á vænghluta, með því að bera saman samsetningu tegunda og lengdir í vængpokum við miðjupoka. En seinni greinin sem er væntanleg innan fárra vikna mun fjalla um fleiri tegundir og þá hlutfall sem fer undir á móti því sem veiðist.

Við það að bera saman lengdardreifingu frá miðjupoka á móti vængpokum má glögglega sjá að þorskur minni en 20 sentímetrar er að sleppa í hærra hlutfalli við miðju en stærri þorskur er að sleppa í hærra hlutfalli við vænghluta. En það mátti sjá jafnvel stóra þorska sem fóru undir eða allt að 110 sendimetra langir. [Fjórar myndir með línurit sem sýna hlutfall sem sleppir] Svipað mátti sjá hjá ýsu þar sem allra minnsta ýsan eða minni en 11 sentímetrar (seiði) fara undir í hærra hlutfalli við miðju meðan stærri ýsa, þó ekki stærri en 50 sentímetrar, fer fremur undir við vænghluta. Þessi niðurstaða kemur heim og saman

Grjóthoppari sem notuð var. Miðjan er næst en vænghlutar með stálbobbing á fjærenda. L jósmynd/ Haraldur Arnar Einarsson við það sem þekkt er um hegðun þorsk og ýsu fyrir framan vörpu. Þorskur heldur sig við miðju en þegar hann reynir undankomuleið þá syndir hann gjarnan fram og til hliðar, en lyftir sér ekki upp. Minnstu þorskarnir hafa ekki sama sundkraft og stærri og sleppa því í hærra hlutfalli við miðju. Ýsan hegðar sig svipað nema hún reisir sig upp og aftur, en líkt og hjá þorski þá er eitthvað af stærri ýsu sem virðist reyna

Þorskur Ýsa

Fjöldifiska

Miðja/(Miðja+ vængpokar vængpokar)

Línurit A og C sýna lengdardreifingu hjá þorsk og ýsu af þeim fiskum sem fóru undir vörpuna. Svarta línan er lengdardreifing þeirra sem sluppu undir við miðju en gráa punktalínan hjá þeim sem fóru við vænghluta. Neðri línurit B og D sýna hlutfall þeirra sem fóru undir við miðju. Á lóðrétta ásnum er 1 sama og 100% af viðkomandi lengd fari undir við miðju, en 0.50 lárétta punktalínan táknar hvar sé jafnt sem fer undir við miðju og við vængi. Punktar eru raungildi, en gráa svæðið sýnir 95% líkur með meðalgildi sem lína fyrir miðju. Lóðréttar punktalínur eru viðmiðunarlengd á smáfiski fyrir viðkomandi tegundir. Myndin er endurgerð frá doi. org/10.7717/peerj.14746 að sleppa við vænghluta en minnstu fiskarnir hafa ekki undan hraða vörpunnar og lenda undir miðju.

Flatfiskar og skötuselur

Athyglisvert þótti að þær þrjár flatfiskategundir sem skoðaðar voru sýndu ekki sömu hegðun. Rauðsprettan fór í 62,5% tilfella undir vörpuna við vænghluta í öllum stærðarflokkum. Skrápflúra fór nánast að jöfnum hluta undir vörpuna við miðju á móti við vænghluta. En sandkoli hins vegar reyndist fara að stærri hluta undir við miðju í stærðunum frá 18 til 27 sentímetra en minni og stærri sandkoli fór að jöfnu undir vörpuna við miðju eða vænghluta. Skötuselurinn sýndi mjög greinilegt hegðunarmynstur þar sem um 80% af öllum lengdarflokkum fór undir vörpuna við vænghluta og um 20% við miðju. Sennilega skýrist hegðun skötuselsins á því að hann treystir á felubúning sinn og bregst ekki við vörpunni fyrr en á síðustu stundu. Þar sem hlutfall vænghluta vörpunnar er meiri en miðja þá skýrir það að hluta af hverju skötuselurinn fer meira undir við vænghluta.

Breyta má grjóthoppara til áhrifa á lengdarsamsetningu Munurinn á sleppistað fiska fyrir framan grjóthoppara á botnvörpu stafar líklega af blöndu af mismunandi hjarðhegðun, stærð og sundgetu. Það kemur í ljós að smæstu þorskarnir og ýsur fara að mestu undir vörpuna við miðju. En það gefur tilefni til að íhuga hvort ekki mætti hafa grjóthoppara með stærra bil á milli hjóla til að auka undankomuleiðir fyrir miðju. Það myndi ekki valda verulegu tapi af nytjafiski en minnstu fiskarnir færu ef til vill í hærra hlutfalli heilir undir vörpuna. Jafnframt yrði álag á botndýralíf minna. Þessar niðurstöður má sennilega að einhverju leiti heimfæra á dragnót þó hún sé ólík botnvörpu. Seinni greinin sem er núna í ritrýningu mun fjalla nánar um hlutfall sem fer undir vörpuna á móti þeim sem fara inn í vörpuna og veiðast. Bæði þær tegundir sem hér er fjallað um verður umfjöllunarefni í þeirri grein, en einnig verða aðrar tegundir teknar inn í þá greiningu.

This article is from: