3 minute read

Nýjungar og þróun í sjávarútvegi og fiskeldi á NASF 2023

Frá 2005 hefur North Atlantic Seafood forum (NASF) verið árviss viðburður þar sem stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi hittast í Bergen til að kynna sér helstu nýjungar og bera saman bækur. Ráðstefnan stóð í ár yfir dagana 7. - 9. mars. og sóttu hana um 850 manns, þar af voru um 40 Íslendingar. Dagskráin var fjölbreytt að vanda þar sem haldnar voru yfir 150 framsögur í 26 málstofum. Á meðal ræðumanna voru meðal annars Íslendingarnir Einar

Gústafsson frá American Seafoods, Ólafur Karl Sigurðarson frá Marel, Eggert Kristófersson frá Landeldi, Jens Þórðarson frá Geo Salmo, Jens Garðar Helgason frá Ice Fish Farm og

Jónas R. Viðarsson frá Matís.

Ef stiklað er á stóru yfir dagskrána, þá var að vanda mest áhersla á laxeldi, en einnig skipuðu umhverfismál, hvítfiskur, uppsjávarfiskur og rækjuveiðar stóran sess. Sérstaka athygli vakti framsaga Goran Nikolik frá Rabobank á þróun heimsmarkaða á sjávarfangi, en hann benti á þann ofurvöxt sem verið hefur í framleiðslu á rækju og laxi á undanförnum árum, og telur hann að innan fárra ára muni verðmæti rækju- og laxaafurða á heimsvísu taka fram úr svína- og alífuglakjöti.

Einnig vakti það athygli í fyrirlestri Gorans að Kína flytji nú inn meira af sjávarfangi en það flytur út (net importer), en fyrir einungis fimm árum síðan var landið stærsti útflytjandi (net exporter) heims á sjávarfangi. Á myndinni hér að neðan má sjá hvernig innflutningur á sjávarfangi til Kína, Evrópu og Bandaríkjanna hefur aukist á undanförnum árum, á meðan útflutningur þeirra hefur að mestu staðið í stað.

Verðmæti rækju- og laxaafurða hefur aukist hratt á undanförnum árum og gætu tekið fram úr svína- og alífuglakjöti innan skamms (milljarðar USD)

Heimild: Rabobank

Í dag er svo komið að það er Noregur sem trónir á toppi landa sem flytja mest út af sjávarafurðum (net exporter), en nokkuð langt á eftir fylgja Ekvador, Chile og Indland.

nr. Land Útflutningur Innflutningur

spár þeirra um þróun í laxeldi geri einungis ráð fyrir að framleiðsla frá landeldi verði um 190 þúsund tonn árið 2030, sem verði þá um 4.5% af heimsframleiðslu.

Þau 10 lönd sem fluttu mest út af sjávarafurðum árið 2022 (milljarðar USD)

Heimild: Rabobank

Mikill fjöldi ræðumanna kvörtuðu yfir hinum nýja auðlindaskatti sem settur hefur verið á fiskeldi í opnum kvíum Noregi og fullyrtu flestir að fjárfestingar í iðnaðinum muni stöðvast af þeim sökum. Framkvæmdarstjóri Cermaq, Steven Rafferty, sýndi því til stuðnings gögn um að skattbyrði í Noregi muni verða yfir 60% af hagnaði, á meðan hlutfallið sé 20-30% annarsstaðar.

Spá Pareto gerir ráð fyrir að landeldi á laxi standi undir 4,5% af heimsframleiðslu árið 2030. Heimild: Pareto Securities.

Það kom einnig fram í máli Lander Lie að fjárfestingakostnaður að baki hverju kg af laxi (CAPEX) sé 85% lægri í hefðbundnu sjóeldi en í landeldi með endurnýtingarkerfum, séu leyfisgjöld ekki talin með.

Skattbyrgði Norskra laxeldisfyrirtækja stefnir í að verða um 60% af hagnaði, á meðan hlutfallið eru 20-30% annarsstaðar í heiminum (Heimild: Cermaq)

Það kom hins vegar einnig fram í máli Steven Rafferty að framlegð fyrir fjármagnsgjöld og skatta (EBIT) fyrirtækisins af hverju kílói sem framleitt er í Noregi sé um 8 NOK/kg (106 ISK/kg) á meðan að hún sé 0.6 NOK/kg í Chile og 0.1 NOK/Kg í Kanada. Þess ber reyndar að geta að heimsmarkaðsverð á laxi á síðasta ári var í kringum 80 NOK/Kg.

Landeldi var mikið rætt á ráðstefnunni og voru kynnt fjölmörg verkefni sem eru í gangi á þeim vettvangi þ.á.m. plön Landeldis og Geo Salmo. Það kom hins vegar fram í máli Lander Lie hjá Pareto Securities að

Fjárfestingakostnaður að baki hverju kg er margfaldur í landeldi borið saman við hefðbundið sjóeldi (NOK/kg) Heimild: Pareto Securities

Loks var mjög áhugavert að sjá framtíðarsýn fóðurfyrirtækisins BioMar, en þar á bæ er búist við að ný hráefni muni skipa stóran sess i innihaldsefnum á komandi árum. Þeir spá því t.d. að um 20% innihaldsefna sinna muni koma frá einfrumungum (SSP) eftir 10 ár, 5% frá örþörungum, og að innihaldsefni úr jurtaríkinu muni verða um 60% af innihaldsefnunum.

Mikil þróun á sér stað í að finna ný hráefni í fiskeldisfóður og er ljóst að hlutfall nýrra próteina mun aukast mikið á allra næstu árum. Heimild: BioMar

Eins og sjá má var farið um víðan völl í kynningum á NASF og hefur hér aðeins verið fjallað stuttlega um 4 framsögur af 150 á ráðstefnunni. Til stendur að fjalla betur um það sem fram kom á ráðstefnunni síðar hér á síðum Sjávarafls.

Fréttatilkynning 13. janúar

This article is from: