1 minute read

Íslenski sjávarklasinn

Clara Jégousse hefur gengið til liðs við rannsóknar- og nýsköpunarteymi Íslenska sjávarklasans í hlutverki rannsóknarsérfræðings.

Clara er upprunalega frá Frakklandi og er með BSc í efnafræði og MSc í lífupplýsingafræði frá háskólanum í Nantes, Frakklandi. Hún var um tíma starfsnemi og gestafræðimaður við Griffith háskólann í Ástralíu bæði í Eskitis Institute þar sem hún vann rannsóknir á eiturefnum sem finnast í sjávarhryggleysingjum, og seinna við Institute of Glycomics þar sem hún vann að greiningu sýklalyfja, lyfjahönnun og bakteríu RNA uppbyggingu.

Hún flutti til Íslands í janúar árið 2017 sem doktorsnemi í rannsóknum á örverusamfélögum sjávar á hafsvæði við Ísland, í samstarfi við Háskóla Íslands, Matís og fleiri aðila. Snemma árs 2022 flutti hún til Bretlands til að starfa sem lífupplýsingafræðingur.

Þessa yfirgripsmiklu og tæknilegu þekkingu færir hún nú Íslenska sjávarklasanum ásamt sinni alþjóðlegu reynslu. Clara mun starfa samhliða Dr. Alexandra Leeper, yfirmanns rannsókna og nýsköpunar, ásamt því að styðja teymi Íslenska sjávarklasans þegar verkefnasafn okkar stækkar.

Frosið hefur í hellur í sumum höfnum, ám og tjörnum. Ljósmynd/Óskar Ólafsson

Þykk íshella í höfninni í Hafnarfirði

Þegar það er búið að vera frost í marga daga myndast þykk íshella yfir sumum smábátahöfnum og ám sem dæmi. Þessar aðstæður myndast þegar það er mikið frost og stillur eru miklar. Ef það væri vindur, myndi svona íshellur ekki ná að myndast.

Ísinn hafði verið óvenju þykkur í Hafnafjarðarhöfn og voru einhverjir smábátar sem höfðu legið fastir við bryggju en stærri skip komust þó allra sinna leiða. Myndin er tekin í fallegu veðri, þann 15. mars þegar ljósmyndari Sjávarafls átti þar leið hjá og eins og sjá má hefur ísinn ekki verið brotinn, en stundum þarf aðstoð við brjóta hann. Kuldinn hefur einnig sínar jákvæðu hliðar, en hægt er að fara á skauta og eiga ungir sem aldnir eflaust góðar minningar frá tjörninni í Reykjavík sem og um land allt.

Síldarvinnslan hf óskar öllum landsmönnum gleðilegra páska

This article is from: