1 minute read

Hrognavinnsla hafin

Hrognavinnsla er að hefjast og við slík tímamót er alltaf nóg um að vera, en vinnsla á loðnuhrognum hófst hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað 4. mars, þegar Vilhelm þorsteinsson EA kom með tæplega 3.000 tonn, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunar. Mikið magn af hrognum kom úr farminum. Síðan var byrjað að vinna hrogn úr farmi Bjarna Ólafssonar AK.

Mokveiði hefur verið á miðunum fyrir vestan land og er Börkur NK á leiðinni til Neskaupstaðar með um 3.000 tonn þannig að hrognavinnslan heldur áfram af fullum krafti.

Geir Sigurpáll Hlöðversson, rekstrarstjóri fiskiðjuversins, segir að hrognavinnslan gangi vel.

„Það er rífandi gangur í þessu. Afköstin í kreistingunni eru mjög góð og hér er verið að fínstilla pökkunina og frystinguna. Hrognin líta vel út og þroskinn er 80 – 90 %. Farmarnir sem við erum að fá eru stórir þannig að það reynir verulega á allt kerfið hjá okkur,“ segir Geir Sigurpáll.

Það skiptir miklu máli að hrognavinnslan gangi vel því loðnuhrognin eru verðmætasta afurð loðnuvertíðarinnar. (Birt: 6. mars 2023 af vef Síldarvinnslunar).

Átt þú rétt á styrk ?

Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga

Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð.

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna.

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar

Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík Sími 599 1450 sjomennt@sjomennt.is

This article is from: