2 minute read

Verðmætasköpun sem við megum vera stolt af

Stærsta sjávarútvegssýning sinnar tegundar í heiminum, fer fram í Barcelona dagana

26. – 28. apríl. Sýningin er tvískipt, þá Seafood Expo

Global og Seafood Processing Global. Þar kynna fyrirtæki bæði afurðir og þjónustu, einnig eru kynntar nýjustu vélar og tæki í greininni. Sýningin hefur stækkað mikið og í dag eru um tvö þúsund fyrirtæki frá 78 löndum sem taka þátt. Þá sækja allt að 30.000 gestir frá 152 löndum sýninguna.

Við hér á landi kynnum vörur okkar sem og þjónustu, eflum tengslanetið og bætum einnig við okkur þekkingu. Eitt þessara fyrirtækja sem fer á sjávarútvegssýninguna í Barcelona er Markus Lifnet. Upphaflega var það Markús B. Þorgeirsson, sem kynnti hugmynd sína Björgunarnetið og var það fyrir rúmum 40 árum. Eftir það tekur Pétur Th. Pétursson, tangdasonur Markúsar við og stýrði hann fyrirtækinu í 35 ár. Í dag eru rúm 20 ár síðan síðan að Pétur setti síðustu uppfærslu Markúsarnetanna á markað, sem framleidd eru af fyrirtækinu Markus Lifenet ehf. Í dag hefur Rakel Ýr Pétursdóttir barnabarn Markúsar, tekið við stjórn fyrirtækisins af föður sínum Pétri Th. Péturssyni.

Einfaldar og árangursríkar lausnir

Lausnir sem Markus Lifenet býður upp á eru einfaldar og árangursríkar og hafa náð markaðsfestu alþjóðlega. „Þetta eru lausnir sem byggja

Markus Lifenet vörurnar eru hannaðar til notkunar við verstu aðstæður á sjó þegar hver sekúnda skiptir máli.

Hér má sjá veltinet fyrir minni báta og skip. Með því má velta mönnum um borð í láréttri stöðu einnig geta nokkrir menn í einu klifrað sjálfir um borð, falli þeir útbyrðis. Ljósmynd: Markus Lifenet ehf.

Rakel Ýr Pétursdóttir, framkvæmdastjóri

Markus Lifenet ehf. Ljósmynd: Sjávarafl á margra áratuga reynslu, þar sem aðrar lausnir hafa ekki dugað og hver sekúnda skipti máli. Þessar lausnir eru raunhæfar og áræðanlegar við verstu aðstæður.“ segir Rakel. Markus Lifenet er með ISO 9001 gæðavottað af Lloyd´s Register LRQA. Gæðakerfið tryggir einsleitna framleiðslu og stuðlar að stöðugri þróun samhliða tækninýjungum í greininni. Einnig er séð til þess að viðskiptavinurinn fái þá vöru sem best hentar hverju sinni sem mætir þeirra kröfum.

Magnað öryggi

Markúsarnetið er magnað tæki sem hefur sannað gildi sitt. Áður en netið kom til sögunnar var björgunarhringur og björgunarbátur, einu björgunartækin um borð. Það sem gerði Markúsarnetið svona sérstakt var að þarna var um handvirkan búnað að ræða. Einnig mátti nota búnaðinn með krana. Þá segir Rakel að „það var í fyrsta skipti sem hægt var að fara í sjóinn með öryggi til að bjarga manni úr ólgusjó og núna fjörutíu árum eftir að Markús kom með þessa hugmynd, hefur engin búnaður leyst þetta betur.“

Þá segir Rakel að frá því að faðir hennar hafi tekið við af tengdaföður sínum, hafi hann komið með fjórar nýjar útgáfur Markúsarneta. Mælt er með að það séu að lágmarki tvö Markúsarnet um borð í hverju skipi. Netið samanstendur af netstykki með hífstroffum, kastpoka, færanlegu geymsluhylki með leiðbeiningum ásamt þremur lyftilínum. Til að lyfta manni um borð dugar að það séu tveir menn sem lyfta með handaflinu einu en Markúsarnetin hafa verið notuð á marga vegu á neyðarstundu við margbreytilegar aðstæður.

Fyrirtækið er sífellt að stækka „Við þessa stækkun má segja að að auðveldara er standa við sínar skuldbindingar og þjónusta viðskiptavini um allan heim,“ segir Rakel að lokum.

Markúsarnetið gerir einstaklingi kleift að bregðast við manni sem fallið hefur útbyrðis á árangursríkan og öruggan máta hvar sem er á síðu skips þar sem hengtugt handrið eða borðstokk er að finna og færa meðvitaðan manninn til öryggis. Mynd: Markus Lifenet ehf.

This article is from: