Sjávarafl 1.tbl 10.arg 2023

Page 6

Apríl 2023 1. tölublað 10. árgangur Forsetaránið Nýjungar og þróun í sjávarútvegi og fiskeldi Álversbyggingu breytt í grænan iðngarð Undankomuleiðir og hegðun fiska Gleðilegapáska
SJÁVARAFL

Efnisyfirlit

4 Nýjungar og þróun í sjávarútvegi og fiskeldi á NASF 2023

6 Íslenski sjávarklasinn

6 Þykk íshella í höfninni í Hafnarfirði

8 Forsetaránið

12 Álversbyggingu breytt í grænan iðngarð2

14 Sviðsstjóri viðskiptasviðs Faxaflóahafna

16 Hegðun fiska og undankomuleiðir fyrir framan botnvörpu

19 Hrognavinnsla hafin

22 Sósan með lambakjötinu

24 Verðmætasköpun sem við megum vera stolt af

25 Drjúgar tekjur fyrir þjóðarbúið

Gott gengi gefur von N

óg hefur verið að gera í loðnuvertíðinni og vegna kulda, hafa sjómenn þurft að berja klaka framan af skipunum, þegar kuldin var sem mestur. Öll þessi verðmæti hafa skapað þjóðarbúinu gríðarlegt fjármagn bæði til sjós og lands. Þegar komið er í land með loðnuna, hefur starfsfólk unnið hörðum höndum við að frysta loðuna stanslaust, bæði dag og nótt. Svona vertíðar standa stutt yfir.

Auðvitað er það þannig að það er alltaf betri veiði á sumum skipum og verða þau skip því gríðarlega eftirsótt. Væntanlega má segja að veikasti hlekkurinn af sjómönnum, er sá mikilvægasti. Sjómaður sem er fullur af orku og með áhuga fyrir starfinu kemst ekki langt áfram í starfi nema að hann sé hjálpsamur og leggi sitt af mörkum í þeim hópum sem hann tilheyrir. Einnig þarf hann að vera óendanlega duglegur.

Það er engin tilviljun að sjómenn eru kallaðir „Hetjur hafsins“ þar sem þeir leggja mikla vinnu á sig á öllum tíma sólarhringsins. Það sannast vel í loðnuveiði hvað sjómenn þurfa að vaka miklið og vinna hratt og vel saman. Það sama má segja um þá sem vinna loðnuna í landi.

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf

Sími: 6622 600

Ritstjóri og

ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir

Vefsíða: www.sjavarafl.is

Netfang: elin@sjavarafl.is

Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com

Ljósmyndir: Óskar Ólafsson

Forsíðumynd: Óskar Ólafsson

Prentun: Prentmet Oddi ehf

BLAÐSÍÐA
Elín Bragadóttir ritstjóri Ásgerður Jóhannsdóttir, blaðamaður Sigrún Erna Geirsdóttir, blaðamaður Snorri Rafn Hallsson, blaðamaður Óskar Ólafsson, ljósmyndari Alda Áskelsdóttir, blaðamaður Anna Helgadóttir, umbrot og hönnun

Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði.

Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita.

Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL by COSENTINO

Jónas R. Viðarsson sviðsstjóra hjá Matís

Nýjungar og þróun í sjávarútvegi og fiskeldi á NASF 2023

Frá 2005 hefur North Atlantic Seafood forum (NASF) verið árviss viðburður þar sem stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi hittast í Bergen til að kynna sér helstu nýjungar og bera saman bækur. Ráðstefnan stóð í ár yfir dagana 7. - 9. mars. og sóttu hana um 850 manns, þar af voru um 40 Íslendingar. Dagskráin var fjölbreytt að vanda þar sem haldnar voru yfir 150 framsögur í 26 málstofum. Á meðal ræðumanna voru meðal annars Íslendingarnir Einar

Gústafsson frá American Seafoods, Ólafur Karl Sigurðarson

frá Marel, Eggert Kristófersson frá Landeldi, Jens Þórðarson

frá Geo Salmo, Jens Garðar Helgason frá Ice Fish Farm og

Jónas R. Viðarsson frá Matís.

Ef stiklað er á stóru yfir dagskrána, þá var að vanda mest áhersla á laxeldi, en einnig skipuðu umhverfismál, hvítfiskur, uppsjávarfiskur og rækjuveiðar stóran sess. Sérstaka athygli vakti framsaga Goran Nikolik frá Rabobank á þróun heimsmarkaða á sjávarfangi, en hann benti á þann ofurvöxt sem verið hefur í framleiðslu á rækju og laxi á undanförnum árum, og telur hann að innan fárra ára muni verðmæti rækju- og laxaafurða á heimsvísu taka fram úr svína- og alífuglakjöti.

Einnig vakti það athygli í fyrirlestri Gorans að Kína flytji nú inn meira af sjávarfangi en það flytur út (net importer), en fyrir einungis fimm árum síðan var landið stærsti útflytjandi (net exporter) heims á sjávarfangi. Á myndinni hér að neðan má sjá hvernig innflutningur á sjávarfangi til Kína, Evrópu og Bandaríkjanna hefur aukist á undanförnum árum, á meðan útflutningur þeirra hefur að mestu staðið í stað.

Verðmæti rækju- og laxaafurða hefur aukist hratt á undanförnum árum og gætu tekið fram úr svína- og alífuglakjöti innan skamms (milljarðar USD)

Heimild: Rabobank

Í dag er svo komið að það er Noregur sem trónir á toppi landa sem flytja mest út af sjávarafurðum (net exporter), en nokkuð langt á eftir fylgja Ekvador, Chile og Indland.

4 SJÁVARAFL APRÍL 2023
Innflutningur á sjávarfangi til Kína, Evrópu og Bandaríkjanna hefur aukist hratt á undanförnum árum, en útflutningur þaðan hefur staðið í stað (Miljarðar USD) Heimild: Rabobank

nr. Land Útflutningur Innflutningur

spár þeirra um þróun í laxeldi geri einungis ráð fyrir að framleiðsla frá landeldi verði um 190 þúsund tonn árið 2030, sem verði þá um 4.5% af heimsframleiðslu.

Þau 10 lönd sem fluttu mest út af sjávarafurðum árið 2022 (milljarðar USD)

Heimild: Rabobank

Mikill fjöldi ræðumanna kvörtuðu yfir hinum nýja auðlindaskatti sem settur hefur verið á fiskeldi í opnum kvíum Noregi og fullyrtu flestir að fjárfestingar í iðnaðinum muni stöðvast af þeim sökum. Framkvæmdarstjóri Cermaq, Steven Rafferty, sýndi því til stuðnings gögn um að skattbyrði í Noregi muni verða yfir 60% af hagnaði, á meðan hlutfallið sé 20-30% annarsstaðar.

Spá Pareto gerir ráð fyrir að landeldi á laxi standi undir 4,5% af heimsframleiðslu árið 2030. Heimild: Pareto Securities.

Það kom einnig fram í máli Lander Lie að fjárfestingakostnaður að baki hverju kg af laxi (CAPEX) sé 85% lægri í hefðbundnu sjóeldi en í landeldi með endurnýtingarkerfum, séu leyfisgjöld ekki talin með.

Skattbyrgði Norskra laxeldisfyrirtækja stefnir í að verða um 60% af hagnaði, á meðan hlutfallið eru 20-30% annarsstaðar í heiminum (Heimild: Cermaq)

Það kom hins vegar einnig fram í máli Steven Rafferty að framlegð fyrir fjármagnsgjöld og skatta (EBIT) fyrirtækisins af hverju kílói sem framleitt er í Noregi sé um 8 NOK/kg (106 ISK/kg) á meðan að hún sé 0.6 NOK/kg í Chile og 0.1 NOK/Kg í Kanada. Þess ber reyndar að geta að heimsmarkaðsverð á laxi á síðasta ári var í kringum 80 NOK/Kg.

Landeldi var mikið rætt á ráðstefnunni og voru kynnt fjölmörg verkefni sem eru í gangi á þeim vettvangi þ.á.m. plön Landeldis og Geo Salmo. Það kom hins vegar fram í máli Lander Lie hjá Pareto Securities að

Fjárfestingakostnaður að baki hverju kg er margfaldur í landeldi borið saman við hefðbundið sjóeldi (NOK/kg) Heimild: Pareto Securities

Loks var mjög áhugavert að sjá framtíðarsýn fóðurfyrirtækisins BioMar, en þar á bæ er búist við að ný hráefni muni skipa stóran sess i innihaldsefnum á komandi árum. Þeir spá því t.d. að um 20% innihaldsefna sinna muni koma frá einfrumungum (SSP) eftir 10 ár, 5% frá örþörungum, og að innihaldsefni úr jurtaríkinu muni verða um 60% af innihaldsefnunum.

Mikil þróun á sér stað í að finna ný hráefni í fiskeldisfóður og er ljóst að hlutfall nýrra próteina mun aukast mikið á allra næstu árum. Heimild: BioMar

Eins og sjá má var farið um víðan völl í kynningum á NASF og hefur hér aðeins verið fjallað stuttlega um 4 framsögur af 150 á ráðstefnunni. Til stendur að fjalla betur um það sem fram kom á ráðstefnunni síðar hér á síðum Sjávarafls.

5 SJÁVARAFL APRÍL 2023
Mismunur 1 Noregur 14.970 457 14.513 2 Ekvador 9.214 268 8.946 3 Síle 8.263 349 7.914 4 Indland 7.865 207 7.658 5 Víetnam 9.733 2.104 7.629 6 Rússland 7.773 1.366 6.407 7 Indonesía 5.266 567 4.699 8 Perú 3.350 254 3.096 9 Kanada 6.495 3.710 2.785 10 Thailand 5.628 4.350 1.278 (Verðmæti í Millj. USD)

Fréttatilkynning 13. janúar

2023

Íslenski sjávarklasinn

Clara Jégousse hefur gengið til liðs við rannsóknar- og nýsköpunarteymi Íslenska sjávarklasans í hlutverki rannsóknarsérfræðings.

Clara er upprunalega frá Frakklandi og er með BSc í efnafræði og MSc í lífupplýsingafræði frá háskólanum í Nantes, Frakklandi. Hún var um tíma starfsnemi og gestafræðimaður við Griffith háskólann í Ástralíu bæði í Eskitis Institute  þar sem hún vann rannsóknir á eiturefnum sem finnast í sjávarhryggleysingjum, og seinna við Institute of Glycomics þar sem hún vann að greiningu sýklalyfja, lyfjahönnun og bakteríu RNA uppbyggingu.

Hún flutti til Íslands í janúar árið 2017 sem doktorsnemi í rannsóknum á örverusamfélögum sjávar á hafsvæði við Ísland, í samstarfi við Háskóla Íslands, Matís og fleiri aðila. Snemma árs 2022 flutti hún til Bretlands til að starfa sem lífupplýsingafræðingur.

Þessa yfirgripsmiklu og tæknilegu þekkingu færir hún nú Íslenska sjávarklasanum ásamt sinni alþjóðlegu reynslu. Clara mun starfa samhliða Dr. Alexandra Leeper, yfirmanns rannsókna og nýsköpunar, ásamt því að styðja teymi Íslenska sjávarklasans þegar verkefnasafn okkar stækkar.

Frosið hefur í hellur í sumum höfnum, ám og tjörnum. Ljósmynd/Óskar Ólafsson

Þykk íshella í höfninni í Hafnarfirði

Þegar það er búið að vera frost í marga daga myndast þykk íshella yfir sumum smábátahöfnum og ám sem dæmi. Þessar aðstæður myndast þegar það er mikið frost og stillur eru miklar. Ef það væri vindur, myndi svona íshellur ekki ná að myndast.

Ísinn hafði verið óvenju þykkur í Hafnafjarðarhöfn og voru einhverjir smábátar sem höfðu legið fastir við bryggju en

stærri skip komust þó allra sinna leiða. Myndin er tekin í fallegu veðri, þann 15. mars þegar ljósmyndari Sjávarafls átti þar leið hjá og eins og sjá má hefur ísinn ekki verið brotinn, en stundum þarf aðstoð við brjóta hann. Kuldinn hefur einnig sínar jákvæðu hliðar, en hægt er að fara á skauta og eiga ungir sem aldnir eflaust góðar minningar frá tjörninni í Reykjavík sem og um land allt.

6 SJÁVARAFL APRÍL 2023

Síldarvinnslan hf óskar öllum landsmönnum gleðilegra páska

Forsetaránið

Fyrstu dagarnir í fyrstu ferð ársins hjá okkur á varðskipinu Freyju í janúar 2023 voru viðburðaríkir. Verkefni okkar varðskipsmanna eru alla jafna eins fjölbreytt og hugsast getur og þessa daga sannaðist það vissulega. Útlagning öldumælisdufla, eftirlit í skipum, æfingar, viðbragð vegna almannavarnaástands í landi eru aðeins fáein dæmi um flóruna. Svo koma til önnur verkefni sem eru orðin verulega sjaldgæf á seinni árum. Að flytja forseta lýðveldisins milli landshluta vegna ófærðar á landi og í lofti eru meðal sjaldgæfustu verkefnanna af þeim öllum, en jafnframt mikill heiður og eftirminnilegt fyrir okkur varðskipsmenn að þjónusta forseta lýðveldisins. Ástæða ferðar forsetans okkar, Hr. Guðna Th. Jóhannessonar var sú að hann hafði áætlað að verða viðstaddur minningarathöfn um krapaflóðin mannskæðu sem féllu á byggðina á Patreksfirði 22. janúar árið 1983. Ég man þessa hræðilegu daga þegar flóðin féllu þó ég hafi aðeins verið rétt að verða 12 ára, en ég er fæddur og uppalinn á Tálknafirði og átti þá og á enn ættingja á Patreksfirði. Ég fékk sökum aldurs ekki að fara til björgunarstarfa með björgunarsveitarmönnum frá Tálknafirði en svo vill til að bátsmaðurinn okkar á Freyju var þá ungur háseti á varðskipinu Tý og tók hann þátt í leit og mokstri þessa dagana. Til að tryggja í bak og fyrir að forsetinn gæti verið viðstaddur hafði verið afráðið að nýta varðskipið til þrautavara ef aðrar samgöngur brygðust, sem þær gerðu.

8 SJÁVARAFL APRÍL 2023
Friðrik Höskuldsson skipherra í fyrstu ferð ársins á Freyju árið 2023 Veður var afleitt þessa dagana, sunnan stormar og úrkoma í formi snjóa og slyddu.

Eftir að hafa sinnt ýmsum verkefnum fyrstu daga ferðarinnar lögðumst við að bryggju í Grundarfirði laugardaginn 22. janúar og biðum þar komu forseta. Forseti kom akandi að sunnan ásamt bílstjóra sínum í rysjóttu suðlægu hvassviðri og slydduhraglanda en gekk sú ferð annars ágætlega hjá þeim. Tókum við á móti þeim með lágmarks viðhöfn enda langt liðið á kvöld og veður heldur ömurlegt til formlegrar móttöku sem jú tíðkast annars. Léttum skrefum hljóp forsetinn upp landganginn og heilsaði í léttum tón „Sæll nágranni“ en báðir búum við á Álftanesi. Þar sem ég stóð teinréttur með handarkveðju við augabrún var mér létt að sjá forseta svona á óformlegri nótunum, enda fyrirliggjandi að ferðast af stað í leiðinda skælingi og hugurinn allur við það sem fram undan var. Rétt fyrir kl.22 var lagt úr höfn áleiðis vestur á Patreksfjörð en ég lagði til við forseta að hann færi beint í koju eftir brottför og reyndi að sofa af sér barninginn norður yfir Breiðafjörðinn. Freyja er reyndar stór og afar góð á lensinu (undan vindi) en fyrir óvana landkrabba er hreyfingin samt gjörn á að vekja upp árans sjóveikina. Eftir að hafa sjóveikiplástrað þá félagana var haldið af stað og þeir skriðu í koju. Fyrirhugað var að skila forseta í land á Patreksfirði um kl.10 á sunnudagsmorgninum. Takið eftir orðinu „fyrirhugað“... Eftir brottför frá Grundarfirði

og þegar skipið var komið norður úr skerjum og grynningum ákvað ég að fara að fordæmi forseta og reyna að sofa eitthvað í hausinn á mér.

Ég náði með herkjum einhverjum svefni en um klukkan fjögur hringdi síminn í klefanum hjá mér. Vakthafandi stýrimaður var á línunni og bað mig að koma upp í brú þar sem beiðni um aðstoð okkar hafði þá borist frá fiskiskipi vestur á Halamiðum, en þau eru djúpt norðvestur af Vestfjörðum í Grænlandssundi. Þar var togskipið Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 frá Grindavík vélarvana með 26 manna áhöfn. Raunar alveg aflvana þar sem einnig var dautt á ljósavél skipsins. Áhöfn Hrafns hafði gert ítrekaðar tilraunir til að koma vélum skipsins í gang aftur en við það klárað út af þrýstiloftskútum (ræsiloft) sem notaðir eru til að snúa vélum í gang, ekki ósvipað og þegar rafgeymirinn í bílnum tæmist. Voru þeim því allar bjargir bannaðar, utan að fá aðstoð annarra skipa. Engin lýsing, enginn hiti, ekkert kaffi. Veiðarfæri skipsins eða botntrollið var úti og skipið því fast og ferðlaust.

Nú jæja. Þetta verður þá svona skemmtileg og óvænt„ánægja“ fyrir forseta vorn. Stutt sjóferð endar í hugsanlega langdreginni björgunaraðgerð úti á Halamiðum um miðjan vetur, ef forsetinn setur mér ekki stólinn fyrir dyrnar og heimtar að komast í land áður en lengra er haldið. Þegar ég hafði rætt við vakthafandi stýrimann og athugað aðstæður var ljóst að besti kostur væri að halda þegar í stað áleiðis að Hrafninum á Halanum. Veður var þar með ágætum en spáin afar slæm og því betra að komast á svæðið sem fyrst. En þá þyrfti ég sennilega að dekstra forsetann eitthvað til og fá hann til að samþykkja ráðahaginn, þ.e. að hætta við að fara inn til Patreksfjarðar. Það voru þung skref fyrir mig að rölta að klefa forseta, vekja hann hugsanlega sjóveikan um miðja nótt til að kynna honum stöðu mála  og að ég hygðist „ræna“ honum með okkur í verkefnið. Ég ímyndaði mér að sjálfsagt væri hann illskeyttur og úrillur yfir ónæðinu og ófyrirleitninni í mér að spilla svefni forseta lýðveldisins. Á göngunni að klefadyrunum rifjaði ég í huganum upp sögu sem ég heyrði af skipstjóra einum fyrir vestan, sá svaf alltaf með stígvélin við kojustokkinn hjá sér. Þegar ólánsamur háseti (vanalega sá yngsti og óvanasti í áhöfninni) var sendur til að vekja skipstjórann reif kallinn upp annað stígvélið og grýtti í áttina að hásetanum og bað hann aldrei þrífast fyrir ónæðið. Flestir sluppu við stígvélið, en ekki allir því hann náði mönnum oft með seinna stígvélinu ef hitt geigaði. Svo ég vonaði að forsetinn væri ekki svona grimmilegur í svefnrofunum og tæki bara vel í ónæðið frá mér. Og auðvitað var hann ekkert grimmur, þið þekkið hann. Eftir að hafa útskýrt stöðu mála og farið yfir möguleikana sem við hefðum sagði forsetinn vandamálið ekkert. Í minningunni sagði forsetinn, án mikillar umhugsunar (ekki nákvæm endursögn) : „Ef sjómenn eru í vandræðum hafa þeir forgang um aðstoð fram yfir allt annað. Þó það sé forsetinn. Patreksfirðingar skilja það manna best og fyrirgefa örugglega fljótt þó ég mæti ekki við minningarathöfnina. Höldum út á Hala!“. Nú jæja, þetta var bara ekkert mál.

9 SJÁVARAFL APRÍL 2023

Nú héldum við með mátulegum asa áleiðis á Halann. Um kl 9 kom forsetinn upp í brú en ég hafði aðeins verið áhyggjufullur yfir því að hann hefði líklega verið eitthvað vankaður og illa áttaður þegar ég vakti hann um nóttina og myndi kannski ekkert eftir samtalinu. Sjóveikiplásturinn hefði kannski verið að tala. En nei nei. Hann var ný búinn að raða í sig morgunverði og spenntur fyrir að koma að Hrafninum og veita þeim þá aðstoð sem við gætum. Engin sjóveiki og ekkert vesen.

Allar aðgerðir við Hrafninn gengu vel, veður var enn gott og sennilega besta veðrið á öllum Íslandsmiðum einmitt þar og þá, en talsverð undiralda. Landsins forni fjandi, hafísinn var þó þarna skammt vestur af skipunum og færðist með miklum hraða í áttina að okkur. Á meðan áhöfn Hrafnsins reyndi gangsetningu véla með þeim búnaði sem við færðum þeim, komum við dráttartaug á milli skipanna svo að hún væri klár áður en veður versnaði og ef viðgerð tækist ekki. Veðrið hélst þó gott en það var hafísinn sem helltist yfir og varð að lokum til þess að við urðum að hefja drátt skipsins áleiðis að landi. Áhöfn Hrafnsins varð að skera veiðarfærin frá svo að hægt væri að forða skipinu frá hafísnum. Ekki höfðum við þó dregið skipið nema í um þrjá tíma þegar gangsetning véla Hrafnsins tókst og skipið því orðið sjálfbjarga að nýju. Það er alltaf mikill léttir og ánægja sem fylgir árangursríkri björgun eða aðstoð og ekki spillir að engin slys urðu á mannskap eða tjón á búnaði varð við verkið.

Forsetinn fylgdist áhugasamur með öllum okkar athöfnum þarna á Halanum, íklæddur duggarapeysu með kaffibolla í hönd. Ég er ekki frá því að vera forseta í brúnni með okkur hafi gert verkefnið auðveldara og skerpt einbeitni okkar þennan dag. Eftir sunnudagssteikina var landsleikur í handbolta á skjánum hjá okkur þar sem karlaliðið var að keppa á HM. Forsetinn er eins og allir vita mikill íþróttaáhugamaður og tók líflegan þátt í að hvetja okkar menn áfram. Þar sem ég sat þarna og horfði á sjónvarpið sá ég út undan mér einhvern hávaxinn mann að sækja sér kaffi í bolla í eldhúsinu. Æ já. Þetta er bara Guðni hugsaði ég, svona eins og hann væri einn úr áhöfn skipsins. Mikið hefur hann góða nærveru maðurinn.

Eftir að aðgerðum lauk þarna fyrir vestan var ákveðið að halda til Akureyrar, forsetinn og bílstjórinn færu með flugi þaðan suður til Reykjavíkur mánudagsmorguninn 24. janúar. Sem er afmælisdagur minn svo það sé nú sagt. Frá Reykjavík fór svo forsetinn beint til Vestmannaeyja þar sem eldgossins í Heimaey var minnst. Það sem áætlað var að yrði 12 klst. sigling með forsetann varð að 35 klst. En það voru góðar stundir sem gáfu margar góðar minningar inn í framtíðina, bæði fyrir alla áhöfnina á varðskipinu Freyju sem og vonandi fyrir Guðna forseta.

10 SJÁVARAFL APRÍL 2023
11 SJÁVARAFL APRÍL 2023

Álversbyggingu breytt í grænan iðngarð

fréttatilkynningu Sjávarklasans þann 1. mars sl. var sagt frá kaupum Reykjanesklasans ehf. á byggingum Norðuráls í Helguvík. Húsnæðið sem er um 25 þúsund fermetrar að grunnfleti hefur staðið autt um árabil. Ætlunin er að húsnæðið verði um 35 þúsund fermetrar þegar umbreytingu þess er lokið. Reykjanesklasinn fyrirhugar að koma þar upp „Græna iðngarðinum“ sem hýst getur innlend og erlend fyrirtæki sem þurfa rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun, framleiðslu og samsetningu á vörum eða aðstöðu fyrir fiskeldi og ræktun, svo eitthvað sé nefnt.

Græni iðngarðurinn er staðsettur í nokkurra mínútna fjarlægð frá höfninni í Helguvík og Leifsstöð. Húsnæði Græna iðngarðsins býður upp á fjölbreytta möguleika og aðstöðu sem hægt að skipta upp í misstórar einingar sem henta hverju verkefni. Enska heiti Græna iðngarðsins er Iceland Eco-Business Park.

Grænir iðngarðar eru klasar fyrirtækja sem staðsett eru á sameiginlegu svæði. Markmið garðanna er að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækjanna í hringrásarhagkerfinu. Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að koma á fót starfsemi í græna iðngarðinum leitast við að haga starfsemi sinni á þann hátt að minnka úrgang eins og kostur er. Hvers konar úrgangur frá starfsemi fyrirtækjanna er endurnýttur eða nýttur sem auðlind fyrir önnur fyrirtæki í garðinum. Í samstarfi fyrirtækjanna er einnig lagt kapp á að búa starfsfólki aðlaðandi og spennandi umhverfi.

Klasar og iðngarðar eiga margt sameiginlegt en bæði þessi samfélög hafa orðið til í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun, samlegðaráhrif og nýsköpun. Græni iðngarðurinn byggir á svipaðri hugmyndafræði og Íslenski sjávarklasinn hefur beitt á undanförnum áratugum við að leiða saman fólk og fyrirtæki tengda nýsköpun. Innan Græna iðngarðsins verður starfræktur hópur sem samanstendur af fulltrúum fyrirtækja í

12 SJÁVARAFL APRÍL 2023
Í

garðinum. Markmið hópsins er að skapa aukin verðmæti með samstarfi fyrirtækjanna tengt nýsköpun og hringrásarmálum.

Græni iðngarðurinn og Auðlindagarðurinn á Reykjanesi hyggjast efla samstarf sín í milli. Auðlindagarðurinn á Reykjanesi hefur þótt í mörgu fyrirmynd um uppbyggingu umhverfisvæns atvinnusvæðis. Auðlindagarðurinn nýtir nálægð við jarðvarmaver HS Orku.

Með samstarfi Græna iðngarðsins og Auðlindagarðsins skapast tækifæri til að búa fyrirtækjum í græna iðngarðinum og á öllu svæði Auðlindagarðsins enn sterkari samkeppnisstöðu. Þá á Græni iðngarðurinn einnig í nánu samstarfi við Kadeco sem er Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar.

Með samstarfi við sveitarfélög á svæðinu, Reykjaneshöfn og aðra hagaðila er stefnt að þvi að starfsemi Græna iðngarðsins stuðli að aukinni verðmæta- og atvinnusköpun. Markmiðið er að gera allt

svæðið áhugavert fyrir fyrirtæki og frumkvöðla sem vilja að byggja upp umhverfisvæna starfsemi, á svæði þar sem finna má öflug samfélög, hreinar auðlindir og góðar tengingar við útlönd.

Stofnendur Reykjanesklasans eru Kjartan Eiríksson og Þór Sigfússon. „Með grænum iðngarði skapast tækifæri fyrir fjölda fyrirtækja að nýta sér einstaka aðstöðu og auðlindir Reykjaness. Staðsetning garðsins við alþjóðaflugvöll og höfn skapar líka mikil tækifæri. Við vonum að þessi nýja starfsemi geti einnig eflt enn frekar allt samfélagið í kringum Græna iðngarðinn, aukið fjölbreytni starfa og tækifæra fyrir fólk með ólíka menntun, bakgrunn og þekkingu.“ – Kjartan Eiríksson

„Hús Sjávarklasans sem er um 3000 fermetrar að stærð, hefur í röskan áratug boðið frumkvöðlum skrifstofuaðstöðu. Með þessari rösklega tíföldun á aðstöðu opnast tækifæri fyrir frumkvöðla til að fara í mun stærra húsnæði fyrir margháttaða starfsemi og hvers konar framleiðslu.“ – Þór Sigfússon

13 SJÁVARAFL APRÍL 2023

Sviðsstjóri viðskiptasviðs

Faxaflóahafna

Fram kemur á vef Faxaflóahafna að nýr sviðsstjóri viðskiptasviðs hefur verið ráðin til starfa. Um er að ræða Jón Garðar Jörundsson sem áður starfaði sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar á Arnarlaxi. Áður gengdi Gunnar Tryggvason þessari stöðu, en hann var ráðin sem hafnarstjóri í lok seinasta árs.

„Vægi Faxaflóahafna sem leiðandi höfn í Norður Atlantshafi er sífellt að aukast og mörg spennandi verkefni eru í farvatninu m.a. með tilliti til umhverfisvænna lausna, þróunar á Grundartanga í átt að grænum iðngarði sem og með auknum áherslum útgerða skemmtiferðaskipa á farþegaskipti í Reykjavík. Ég hef því störf á nýjum vettvangi fullur tilhlökkunar og hlakka til að takast á við spennandi og krefjandi verkefni með nýjum samstarfsfélögum,“ er haft eftir Jóni Garðari í tilkynningunni. (Birt: 11. mars 2023 af vef Faxaflóahafna).

Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans

ÞORSKUR

Aflamark 165.094.536 kg

Veiddur afli: 64,5%

UFSI

Aflamark 72.385.346 kg

Veiddur afli: 27,0%

KARFI

Aflamark 24.368.622 kg

Veiddur afli: 51,2%

ÝSA

Aflamark 50.418.656 kg

Veiddur afli: 63,2%

14 SJÁVARAFL APRÍL 2023
Jón Garðar Jörundsson. Ljósmynd/Faxaflóahafnir

Snjallari vinnslur

• Sjálfvirknivæðing

• Róbótatækni

• Gagnasöfnun og rekjanleiki

marel.com

Haraldur Arnar Einarsson

fiskifræðingur / Veiðitækni. Hafrannsóknastofnun –rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna.

Hegðun fiska og undankomuleiðir fyrir framan botnvörpu

Haraldur Arnar Einarsson Ljósmynd/ Svanhildur Egilsdóttir

Varpan

Grjóthopparar vörpunnar

séu fremur veiddar en aðrir fiskar sem við viljum síður og sem sleppa þá með skrekkinn.

Gúmíkörtur

undirsafnpoka

Fiskur veiddur sem annars hefði sloppið undir vörpuna Gerður var leiðangur á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni til að mæla hlutfall tegunda og lengdarflokka fiska sem sleppa undir botnvörpu í samanburði við það sem færi inn í vörpuna. Notast var við botnvörpu af gerðinni „Gulltoppur“ með algenga gerð af grjóthoppurum (rockhopper) sem renna eftir botninum og eru fremst á neðra byrði vörpunnar. Poki vörpunnar var með smáum möskva (40mm) til að ná öllum smáum fiskum sem kynnu að veiðast inn í vörpuna. En til að safna þeim sem sleppa undir voru settir saman þrír safnpokar í sama riðil og vörpupokinn, sem staðsettir voru aftan við grjóthopparana og undir vörpunni. Einn poki á hvorum vænghluta og einn fyrir miðju. Með þessu var hægt að safna öllum fiskum sem sleppa undir vörpuna en einnig sjá hverjir leituðu meira undir vörpuna við vænghluta eða fyrir miðju. Tekin voru alls 34 tog, að mestu út af Vestfjörðum en einnig nokkur suður af Látrabjargi og út af Faxaflóa. Reynt var að toga á sléttum botni, gjarnan dragnótaslóðum. Þannig að gögnin eru lýsandi fyrir slíkar aðstæður. Því má reikna með að hærra hlutfall sleppi undir grjóthopparana á botni sem er grófur heldur en þessi gögn sýna. Allar fiskitegundir úr hverjum poka voru skráðir og lengdadreifing af hverri tegund mæld úr hverjum poka. Út úr þessu fékkst mikið magn af gögnum sem hægt er að greina á margvíslegan hátt.

Varpan

Safnpokiundirvörpu

Botn

Gúmíkörtur undirsafnpoka

Grjóthopparar

vörpunnar

Skýringamynd (A) sýnir afstöðu safnpoka undir vörpuna og aftan við grjóthoppara. Mynd (B) sýnir síðan afstöðu horft ofan frá. Grjóthopparar fyrir framan en safnpokar aftan við. Varpa er síðan ofan á safnpokum (ekki sýnt á mynd). Myndin er endurgerð frá doi.org/10.7717/peerj.14746

Greining gagna í samvinnu við erlendan háskóla

Helstu niðurstöður hafa verið kynntar í fyrirlestraformi á nokkrum fundum. En verðmæti gagnanna þótti gefa tilefni til frekari og dýpri greiningu. Það var gert í samstarfi við háskóla í Nýfundnalandi „Fisheries and Marine Institute, Memorial University of Newfoundland, St. John’s, Newfoundland and Labrador, Canada“, en þar var doktorsneminn Vang Y. Nguyen fengin til að greina gögnin ásamt leiðbeinanda sýnum Shannon M. Bayse með okkur Ólafi A. Ingólfssyni nú starfandi hjá Hafrannsóknastofnunni í Noregi og Haraldi A. Einarssyni hjá Hafrannsóknastofnun. Ákveðið var að gera tvær greinar úr þessu efni og er sú fyrri er komin út og er fáanleg undir þessari slóð (https:// ). Í þessari greiningu eru gögnin skoðuð út frá hvar nokkrar tegundir væru að sleppa undir vörpuna. Það er hvort hærra hlutfall af viðkomandi tegund eða stærð tegundar væri að fara undir fyrir miðju eða á vænghluta, með því að bera saman samsetningu tegunda og lengdir í vængpokum við miðjupoka. En seinni greinin sem er væntanleg innan fárra vikna mun fjalla um fleiri tegundir og þá hlutfall sem fer undir á móti því sem veiðist.

Við það að bera saman lengdardreifingu frá miðjupoka á móti vængpokum má glögglega sjá að þorskur minni en 20 sentímetrar er að sleppa í hærra hlutfalli við miðju en stærri þorskur er að sleppa í hærra hlutfalli við vænghluta. En það mátti sjá jafnvel stóra þorska sem fóru undir eða allt að 110 sendimetra langir. [Fjórar myndir með línurit sem sýna hlutfall sem sleppir] Svipað mátti sjá hjá ýsu þar sem allra minnsta ýsan eða minni en 11 sentímetrar (seiði) fara undir í hærra hlutfalli við miðju meðan stærri ýsa, þó ekki stærri en 50 sentímetrar, fer fremur undir við vænghluta. Þessi niðurstaða kemur heim og saman

17 SJÁVARAFL APRÍL 2023
Keðja
Safnpokiundirvörpu Botn
Vængpoki Vængpoki Miðjupoki
Keðja
Vængpoki Vængpoki Miðjupoki
Þ

Grjóthoppari sem notuð var. Miðjan er næst en vænghlutar með stálbobbing á fjærenda. L jósmynd/ Haraldur Arnar Einarsson

við það sem þekkt er um hegðun þorsk og ýsu fyrir framan vörpu. Þorskur heldur sig við miðju en þegar hann reynir undankomuleið þá syndir hann gjarnan fram og til hliðar, en lyftir sér ekki upp. Minnstu

þorskarnir hafa ekki sama sundkraft og stærri og sleppa því í hærra hlutfalli við miðju. Ýsan hegðar sig svipað nema hún reisir sig upp og aftur, en líkt og hjá þorski þá er eitthvað af stærri ýsu sem virðist reyna

Þorskur Ýsa

Fjöldifiska

Miðja/(Miðja+ vængpokar vængpokar)

Línurit A og C sýna lengdardreifingu hjá þorsk og ýsu af þeim fiskum sem fóru undir vörpuna. Svarta línan er lengdardreifing þeirra sem sluppu undir við miðju en gráa punktalínan hjá þeim sem fóru við vænghluta. Neðri línurit B og D sýna hlutfall þeirra sem fóru undir við miðju. Á lóðrétta ásnum er 1 sama og 100% af viðkomandi lengd fari undir við miðju, en 0.50 lárétta punktalínan táknar hvar sé jafnt sem fer undir við miðju og við vængi. Punktar eru raungildi, en gráa svæðið sýnir 95% líkur með meðalgildi sem lína fyrir miðju. Lóðréttar punktalínur eru viðmiðunarlengd á smáfiski fyrir viðkomandi tegundir. Myndin er endurgerð frá doi. org/10.7717/peerj.14746

18 SJÁVARAFL APRÍL 2023
Lengd Lengd

að sleppa við vænghluta en minnstu fiskarnir hafa ekki undan hraða vörpunnar og lenda undir miðju.

Flatfiskar og skötuselur

Athyglisvert þótti að þær þrjár flatfiskategundir sem skoðaðar voru sýndu ekki sömu hegðun. Rauðsprettan fór í 62,5% tilfella undir vörpuna við vænghluta í öllum stærðarflokkum. Skrápflúra fór nánast að jöfnum hluta undir vörpuna við miðju á móti við vænghluta. En sandkoli hins vegar reyndist fara að stærri hluta undir við miðju í stærðunum frá 18 til 27 sentímetra en minni og stærri sandkoli fór að jöfnu undir vörpuna við miðju eða vænghluta. Skötuselurinn sýndi mjög greinilegt hegðunarmynstur þar sem um 80% af öllum lengdarflokkum fór undir vörpuna við vænghluta og um 20% við miðju. Sennilega skýrist hegðun skötuselsins á því að hann treystir á felubúning sinn og bregst ekki við vörpunni fyrr en á síðustu stundu. Þar sem hlutfall vænghluta vörpunnar er meiri en miðja þá skýrir það að hluta af hverju skötuselurinn fer meira undir við vænghluta.

Breyta má grjóthoppara til áhrifa á lengdarsamsetningu Munurinn á sleppistað fiska fyrir framan grjóthoppara á botnvörpu stafar líklega af blöndu af mismunandi hjarðhegðun, stærð og sundgetu. Það kemur í ljós að smæstu þorskarnir og ýsur fara að mestu undir vörpuna við miðju. En það gefur tilefni til að íhuga hvort ekki mætti hafa grjóthoppara með stærra bil á milli hjóla til að auka undankomuleiðir fyrir miðju. Það myndi ekki valda verulegu tapi af nytjafiski en minnstu fiskarnir færu ef til vill í hærra hlutfalli heilir undir vörpuna. Jafnframt yrði álag á botndýralíf minna. Þessar niðurstöður má sennilega að einhverju leiti heimfæra á dragnót þó hún sé ólík botnvörpu. Seinni greinin sem er núna í ritrýningu mun fjalla nánar um hlutfall sem fer undir vörpuna á móti þeim sem fara inn í vörpuna og veiðast. Bæði þær tegundir sem hér er fjallað um verður umfjöllunarefni í þeirri grein, en einnig verða aðrar tegundir teknar inn í þá greiningu.

Hrognavinnsla hafin

Hrognavinnsla er að hefjast og við slík tímamót er alltaf nóg um að vera, en vinnsla á loðnuhrognum hófst hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað 4. mars, þegar Vilhelm þorsteinsson EA kom með tæplega 3.000 tonn, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunar. Mikið magn af hrognum kom úr farminum. Síðan var byrjað að vinna hrogn úr farmi Bjarna Ólafssonar AK.

Mokveiði hefur verið á miðunum fyrir vestan land og er Börkur NK á leiðinni til Neskaupstaðar með um 3.000 tonn þannig að hrognavinnslan heldur áfram af fullum krafti.

Geir Sigurpáll Hlöðversson, rekstrarstjóri fiskiðjuversins, segir að hrognavinnslan gangi vel.

„Það er rífandi gangur í þessu. Afköstin í kreistingunni eru mjög góð og hér er verið að fínstilla pökkunina og frystinguna. Hrognin líta vel út og þroskinn er 80 – 90 %. Farmarnir sem við erum að fá eru stórir þannig að það reynir verulega á allt kerfið hjá okkur,“ segir Geir Sigurpáll.

Það skiptir miklu máli að hrognavinnslan gangi vel því loðnuhrognin eru verðmætasta afurð loðnuvertíðarinnar. (Birt: 6. mars 2023 af vef Síldarvinnslunar).

Átt þú rétt á styrk ?

Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga

Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð.

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna.

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar

Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík Sími 599 1450

sjomennt@sjomennt.is

19 SJÁVARAFL APRÍL 2023
Vinnsla á loðnuhrognum er hafin hjá Síldarvinnslunni. Ljósmynd/ Geir Sigurpáll Hlöðversson
Sjómennt

Sjávarafl

20 SJÁVARAFL APRÍL 2023
óskar lesendum sínum gleðilegra páska

Öflugur sjávarútvegur er engin tilviljun

Snæfellsbær

Sósan með lambakjötinu

Að þessu sinni verður lögð áhersla á sósuna, en einnig er uppskrift að hægelduðum lambahrygg. Á páskunum er fólk gjarnan með lambakjöt og oftar en ekki vilja sumir breyta um sósu og prufa sig áfram.

Uppskriftin er fyrir ca 6-8

1 lambahryggur rúm 2kg

2 rauðlaukar

Skalottulaukar 250gr

Lítill brokkolí-haus

Lítill blómkáls-haus

Amk 3 kartöflur á mann ekki flysja þær.

Smjör og nóg af því

Bezt á lambið krydd

2 tsk Oscar Lambakraft duft

2 tsk Oscar Villibráðakraft

Látið hrygginn standa við borðhita í tvo tíma. Á meðan er hægt að undirbúa grænmeti: rauðlaukar og kartöflur eru skornir í fjóra bita hver. Brokkolí- og blómkálshaus eru skorin í bita. Að lokum er skalottulaukur flysjaður og skorin í tvennt.

Því næst er ofnin hitaður í 100°c og hryggur snyrtur, skolaður og þerraður. Hryggur er kryddaður með Bezt á lambið og best að hafa það vel kryddað og bæta svo við Lamba- og Villibráðarkarft.

Allt grænmetið nema karftöflur eru settar í ofnpott og hryggur settur ofaná. Að lokum eru kartöflunum raðað við hliðina á hryggnum.

Þá er þykkum sneiðum af smjöri raðað þett yfir hryggin. Einnig er raðað smjöri yfir kartöflum, hrygg og grænmeti og eldað í 100°c. Best er að nota kjöthitamæli og þegar hitinn er komin í 63-65°c þá finnst mér best að taka allt grænmeti úr ofnpottinum, hella soðinu og nota það í sósuna. Setja svo hrygginn aftur í ofninn og hækka í 200°c. Þegar hryggur er settur aftur inn þarf að fylgjast mjög vel með ofni þar til skorpan er orðin stökk. Hvílið kjötið í amk 10-15 mínútur áður en skorið er í hrygginn, en þannig verður kjötið safameira.

Í sósuna nota ég:

Bláberjasultu

1 tsk Oscar Lambakraft duft

1 tsk Oscar Villibráðakraft

1¼ líter rjóma

Smjör

Hveiti

Sósulit

Ég byrja á að búa til smjörbollu, set ca 100gr af smjöri og bræði það og bæti ca 1-2 tsk af hveiti saman við en betra er að bæta við hveiti ef þess þarf. Svo set ég rjóma 1líter og soðið og hræri rólega á lágum hita. Þegar ég finn að sósan er að verða fín á þykktina, þá bæti ég við lambakrafi ca 1 tsk og ca 2 tsk af villibráðakrafti, ásamt sósulit. Bæti síðan við bláberjasultu og leyfi henni aðeins að standa. Ef sósan er of þykk, þá bæti ég við rjóma, ef hún er of þunn, þá bæti ég við hana smjörbollu. Rétt áður en ég ber hana fram set ég 1dl af þeittum rjóma og hræri afar varlega saman við. Set svo sósuna í fallegustu sósuskálina sem ég á og þá verður sósan enn betri á bragðið.

22 SJÁVARAFL APRÍL 2023
Elín Bragadóttir

BLAÐAMAÐUR ÓSKAST!

Tímaritið Sjávarafl auglýsir eftir lausapenna.

Starfið felur í sér vinnslu efnis fyrir: Sjávarafl, Laufblaðið, Jafnvægi og Fishing the News.

Menntun og hæfni: Mjög gott vald á íslensku ritmáli. Færni í ensku talmáli er kostur. Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. Þekking og áhugi á sjávarútvegi og samfélaginu almennt. Geta til að vinna hratt en nákvæmt og undir álagi. Góð samskiptahæfni, sjálfstæði í vinnubrögðum og greiningarhæfni. Auga fyrir ljósmyndun.

Laun eru samkvæmt samningi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins.

Umsóknarfrestur er til 1. júlí. Umsókn skal fylgja ferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Nánari upplýsingar veitir Elín Bragadóttir, ritstjóri í síma 6622-600 eða á netfangið elin@sjavarafl.is

Umsóknir sendist á elin@sjavarafl.is

23 SJÁVARAFL APRÍL 2023

Verðmætasköpun sem við megum vera stolt af

Stærsta sjávarútvegssýning sinnar tegundar í heiminum, fer fram í Barcelona dagana

26. – 28. apríl. Sýningin er tvískipt, þá Seafood Expo

Global og Seafood Processing Global. Þar kynna fyrirtæki bæði afurðir og þjónustu, einnig eru kynntar nýjustu vélar og tæki í greininni. Sýningin hefur stækkað mikið og í dag eru um tvö þúsund fyrirtæki frá 78 löndum sem taka þátt. Þá sækja allt að 30.000 gestir frá 152 löndum sýninguna.

Við hér á landi kynnum vörur okkar sem og þjónustu, eflum tengslanetið og bætum einnig við okkur þekkingu. Eitt þessara fyrirtækja sem fer á sjávarútvegssýninguna í Barcelona er Markus Lifnet. Upphaflega var það Markús B. Þorgeirsson, sem kynnti hugmynd sína Björgunarnetið og var það fyrir rúmum 40 árum. Eftir það tekur Pétur Th. Pétursson, tangdasonur Markúsar við og stýrði hann fyrirtækinu í 35 ár. Í dag eru rúm 20 ár síðan síðan að Pétur setti síðustu uppfærslu Markúsarnetanna á markað, sem framleidd eru af fyrirtækinu Markus Lifenet ehf. Í dag hefur Rakel Ýr Pétursdóttir barnabarn Markúsar, tekið við stjórn fyrirtækisins af föður sínum Pétri Th. Péturssyni.

Einfaldar og árangursríkar lausnir

Lausnir sem Markus Lifenet býður upp á eru einfaldar og árangursríkar og hafa náð markaðsfestu alþjóðlega. „Þetta eru lausnir sem byggja

Markus Lifenet vörurnar

eru hannaðar til notkunar

við verstu aðstæður á sjó þegar hver sekúnda skiptir máli.

Hér má sjá veltinet fyrir minni báta og skip. Með því má velta mönnum um borð í láréttri stöðu einnig geta nokkrir menn í einu klifrað sjálfir um borð, falli þeir útbyrðis. Ljósmynd: Markus Lifenet ehf.

Rakel Ýr Pétursdóttir, framkvæmdastjóri

Markus Lifenet ehf. Ljósmynd: Sjávarafl

á margra áratuga reynslu, þar sem aðrar lausnir hafa ekki dugað og hver sekúnda skipti máli. Þessar lausnir eru raunhæfar og áræðanlegar við verstu aðstæður.“ segir Rakel. Markus Lifenet er með ISO 9001 gæðavottað af Lloyd´s Register LRQA. Gæðakerfið tryggir einsleitna framleiðslu og stuðlar að stöðugri þróun samhliða tækninýjungum í greininni. Einnig er séð til þess að viðskiptavinurinn fái þá vöru sem best hentar hverju sinni sem mætir þeirra kröfum.

Magnað öryggi

Markúsarnetið er magnað tæki sem hefur sannað gildi sitt. Áður en netið kom til sögunnar var björgunarhringur og björgunarbátur, einu björgunartækin um borð. Það sem gerði Markúsarnetið svona sérstakt var að þarna var um handvirkan búnað að ræða. Einnig mátti nota búnaðinn með krana. Þá segir Rakel að „það var í fyrsta skipti sem hægt

24 SJÁVARAFL APRÍL 2023

var að fara í sjóinn með öryggi til að bjarga manni úr ólgusjó og núna fjörutíu árum eftir að Markús kom með þessa hugmynd, hefur engin búnaður leyst þetta betur.“

Þá segir Rakel að frá því að faðir hennar hafi tekið við af tengdaföður sínum, hafi hann komið með fjórar nýjar útgáfur Markúsarneta. Mælt er með að það séu að lágmarki tvö Markúsarnet um borð í hverju skipi. Netið samanstendur af netstykki með hífstroffum, kastpoka, færanlegu geymsluhylki með leiðbeiningum ásamt þremur lyftilínum. Til að lyfta manni um borð dugar að það séu tveir menn sem lyfta með handaflinu einu en Markúsarnetin hafa verið notuð á marga vegu á neyðarstundu við margbreytilegar aðstæður.

Fyrirtækið er sífellt að stækka „Við þessa stækkun má segja að að auðveldara er standa við sínar skuldbindingar og þjónusta viðskiptavini um allan heim,“ segir Rakel að lokum.

Markúsarnetið gerir einstaklingi kleift að bregðast við manni sem fallið hefur útbyrðis á árangursríkan og öruggan máta hvar sem er á síðu skips þar sem hengtugt handrið eða borðstokk er að finna og færa meðvitaðan manninn til öryggis. Mynd: Markus Lifenet ehf.

Drjúgar tekjur fyrir þjóðarbúið

Grásleppuvertíðin hófst hinn 20. mars. Leyfilegir veiðidagar voru gefnir út til bráðabirgða nokkru áður en vertíð hófst og endanlegur fjöldi verður gefinn út í byrjun apríl. Fjöldi veiðidaga var í upphafi 25, en endanlegur fjöldi þeirra liggur ljós fyrir að loknu togararalli sem lýkur seint í mars. Grásleppuveiðar standa nú yfir hringinn í

kringum landið að undanskilinni suðurströndinni. Misjafn gangur er í veiðunum eins og oft vill vera.

Frá upphafi atvinnuveiða á grásleppu, árið 1964, hefur fyrst og fremst verið sóst eftir hrognunum. Fyrir nokkrum árum opnaðist markaður í Kína fyrir frysta, slægða grásleppu. COVID faraldurinn lokaði þeim markaði. Nú eru merki um að þetta sé að breytast. Í kjölfar faraldursins var grásleppuveiðimönnum leyft að „skera í sjó“, þ.e. að fleygja búkum á miðunum. Staðan í byrjun vertíðarinnar 2023 að óbreyttu er sú að þeir verði að koma með hana heila í land, segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, í samtali við Sjávarafl.

Þess má geta að stærstur hluti Íslendinga hefur aldrei lagt sér grásleppu til munns. Þó eru margir sem fá vatn í munninn þegar grásleppuvertíðin er hafin. Sumir smjörsteikja hana, grilla eða sjóða og borða með bestu lyst. Sigin grásleppa er jafnframt ómissandi á matseðli margra af eldri kynslóðinni.

Í blíðskaparveðri á grásleppuveiðum. Ljósmynd/Sjávarafl

Grásleppan er hrygna hrognkelsisins og rauðmaginn hængurinn. Rauðmaginn hefur löngum verið talinn einn af vorboðunum. Íslendingar hafa veitt hrognkelsi í hundruðir ára og til eru heimildir fyrrir því að hún var borin á tún til skepnufóðurs. Þá var rauðmagi stunginn í fjöruborði við Ísland amk frá því um miðja 15. öld og trúlega miklu fyrr.

25 SJÁVARAFL APRÍL 2023
Til að lyfta manni um borð dugar að það séu tveir menn sem lyfta með handaflinu einu en Markúsarnetin hafa verið notuð á marga vegu á neyðarstundu við margbreytilegar aðstæður.

Öflugur sjávarútvegur er engin tilviljun

Súðavík
FJARÐABYGGÐ

Verðmæti á þínum vörum

Sjálfbærari matvælaframleiðsla

í krafti rannsókna og þekkingar +

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.