4 minute read

Ávarp ritstjóra

Next Article
Sjóðir

Sjóðir

ÁVARP RITSTJÓRA EDITOR'S ADDRESS

Velkomin í Háskólann kæru stúdentar!

Advertisement

Þó svo að mörg ykkar séu eflaust að koma í annað, þriðja eða tíunda sinn og að það sé alltaf jafn ánægjulegt að sjá háskólasvæðið fyllast af kunnuglegum andlitum langar mig að beina orðum mínum sérstaklega til nýnema skólans. Í fyrsta lagi langar mig að segja ykkur hvað ég er ánægð og spennt fyrir því að þið hafið valið ykkur Háskóla Íslands til að halda áfram námi. Hér er svo ótalmargt í boði og ég efast ekki um að þið hafið fundið eitthvað við ykkar hæfi; eitthvað sem þið munuð blómstra í. Í öðru lagi vil ég segja frá því merkilega riti sem þið hafið nú í höndunum.

Akademían, þessi litla og netta en jafnframt lífsnauðsynlega handbók, er lykill ykkar að lífinu í háskólanum þessar fyrstu vikur. Í henni má finna upplýsingar um allt milli Welcome to the University, dear students!

Even though many of you are probably here for the second, third or tenth time, and even though it’s always a pleasure to watch familiar faces flood the campus, I want to address the new students specifically. First, I want to tell you how pleased and excited I am that you chose the University of Iceland to continue your studies. It has so much to offer and I don’t doubt that you have found something that fits you perfectly, something that you will flourish in. Secondly, I want to tell you about this extraordinary booklet you hold in your hands right now.

Akademían, this small but vital handbook, is the key to life on campus for the first few weeks. In it, you can find information on everything you need, advocacy groups, the Student Council, student cards, the Service Desk, student loans and the social life, anything a curious new student might want to know. In Akademían you can also find a map of campus, for those of you equally bewildered as I am (very), instructions and guides to Uglan and Canvas, and loads of other useful stuff. I encourage you to keep your Akademía close by at all times, at least for the first few weeks, because you can assume that all of your questions will be answered there.

himins og jarðar: hagsmunafélög, Stúdentaráð háskólans, stúdentakortin, þjónustuborðið, námslánin og félagslífið, allt sem upplýsingaþyrstir nýnemar gætu þurft að vita. Í Akademíunni er líka að finna kort af háskólasvæðinu, fyrir þau ykkar sem eru álíka ratvís og ég (sem sagt ekki), leiðbeiningar um notkun Uglunnar og Canvas, og glás af öðrum fróðleik. Ég hvet ykkur til að geyma Akademíuna í seilingarfjarlægð öllum stundum, svona fyrst um sinn, því gera má ráð fyrir að þar finnist svör við öllum ykkar spurningum.

Það er stórfurðulegt að hefja nýtt skólaár með mótefni í blóðinu. Óvætturinn sem hefur haldið stærstum hluta háskólanámsferils míns í heljargreipum er vonandi senn á braut og það sem tekur við er svo sannarlega frábrugðið því lífi sem við höfum fengið að venjast síðustu mánuði. En mikið sem ég hlakka til að rölta um gangana, fara í Hámu og kynnast öllu því sem háskólalífið hefur uppá að bjóða, upp á nýtt. Í einhverjum skilningi mætti jafnvel segja að ég sé álíka mikill nýnemi og þau sem ég hef soðið saman þetta rit fyrir, og tel mig heppna að hafa tækifæri til að upplifa þennan spenning aftur.

Það er ansi margt skemmtilegt á döfinni, hæst ber auðvitað að nefna nýnemadagana sjálfa og októberfest, auk þess sem ég efast ekki um að nemendafélögin sem mörg hafa legið í samkomutakmarkanadvala komi tvíelfd til baka. Mig langar að benda á það að Háskólinn heldur úti dagatali með viðburðum og fréttum og þið getið nálgast viðburði SHÍ á Facebook og á heimasíðunni okkar student.is.

Ég hlakka til að fylgjast með ykkur, góða skemmtun.

Karitas M. Bjarkadóttir Ritstýra

It’s incredibly weird to start a new schoolyear fully vaccinated. The boogieman that’s had his hands around the neck of almost my whole university experience is hopefully gone for good and the life that waits ahead is very different from the one we have become used to, these last few months. But my, oh my, how excited I am to roam the campus halls, grab a bite in Háma and reacquaint myself with all that unilife has to offer. In some ways, I am just as much of a newcomer as you, the people I have worked so hard to write this booklet for. And I feel so incredibly lucky to have an opportunity to experience this excitement all over again.

There are so many fun things ahead, but of course the most important are Orientation Days and Októberfest. I also have a gut feeling that some of the student unions who haven’t had a chance to party for the last year and a half will make up for it by going twice as hard as usual. Lastly, I want to mention that the University has a calendar on their website with information on events and news, and that you can also see the Student Council’s events on our Facebook and website, student.is.

I look forward to meeting you, have fun.

Karitas M. Bjarkadóttir Editor

This article is from: