5 minute read

Félagsstofnun stúdenta

Next Article
Sjóðir

Sjóðir

FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA STUDENT SERVICES

Félagsstofnun stúdenta er í eigu stúdenta við Háskóla Íslands og sér um að veita þeim margvíslega þjónustu á háskólasvæðinu á sem bestum kjörum. Stofnunin vinnur í raun að því að gera sem allra best við stúdenta.

Advertisement

Þegar þú kemur við í Hámu og færð þér einn uppáhelltan, hámar í þig ljúffengar sætkartöflufranskar á Stúdentakjallaranum eða kaupir yfirstrikunarpenna í Bóksölu stúdenta ertu að nýta þér þjónustu FS.

Stofnunin á og rekur einnig Stúdentagarðana og Leikskóla stúdenta. FS leggur sig fram við að bjóða upp á næringarríkt og fjölbreytt vöruúrval í Hámu og tekur hugmyndum stúdenta með opnum hug. FS reynir eftir fremsta megni að höfða til nemenda og matseðill Hámu er til að mynda alltaf birtur í SmáUglunni og á heimasíðu Uglunnar. Student Services (Félagsstofnun stúdenta – FS) belongs to the student body at the University of Iceland. With a focus on convenience, quality, and affordability, FS strives to provide students with the best possible service across campus.

When you saunter into Háma for a cup of coffee, scarf down a basket of sweet potato fries in the Student Cellar, or buy a pack of highlighters at the bookstore, you’re making use of FS services.

FS also owns and manages student housing and oncampus preschools for children of students. When it comes to food and drink, FS strives to offer a healthy and interesting selection at Háma. They always welcome feedback and do their best to keep students’ needs in mind. For example, they post the Háma menu on the Smáugla app and the Ugla home page, so it’s always at your fingertips.

SKRIFSTOFA FS

3. hæð Háskólatorgs Mánudaga – fimmtudaga frá kl. 9:00 til 16:00 Föstudaga frá 9:00 til 14:00 570 0700 fs@fs.is. fs.is

BÓKSALA STÚDENTA

Bóksala stúdenta er staðsett í hjarta háskólasamfélagsins og ætti ekki að fara framhjá neinum þegar gengið er inn á Háskólatorg. Þar fást kennslubækur og önnur námsgögn en einnig ritföng, tímarit og kiljur. Bókakaffi stúdenta er staðsett í Bóksölunni og þar er ljúft að tylla sér með kaffibolla í hönd og virða fyrir sér mannlífið á Háskólatorgi. Í Bóksölunni er einnig að finna Kaupfélag stúdenta þar sem seldar eru skemmtilegar og gagnlegar vörur af ýmsu tagi. Í Bóksölu stúdenta er verðlagi haldið niðri eins og kostur er og því er tilvalið fyrir stúdenta að nýta sér þau góðu kjör sem þar bjóðast.

HÁMA OG KAFFISTOFUR

FS rekur veitingasölur víðs vegar um háskólasvæðið sem eru opnar á skólatíma.

Háma er á Háskólatorgi, í Odda, Öskju, Eirbergi, Læknagarði, Tæknigarði, Stakkahlíð og í Háskólabíói. Á öllum stöðunum er fjölbreytt úrval af mat og drykk, meðal annars samlokur, súpur og kaffi, og sums staðar er boðið upp á hafragraut á morgnana. Í Læknagarði er salatbar en á Háskólatorgi, í Tæknigarði og Stakkahlíð er salatbar og heitur matur í hádeginu. Ef þú nýtir þér háskólaskírteinið þitt getur þú fengið heitan mat og kaffi á sérstökum kostakjörum. FS OFFICE

University Center, 3rd floor Monday – Thursday from 9:00 am to 4:00 pm Fridays from 9:00 am to 2:00 pm 5700700 fs@fs.is. fs.is/en/home/

THE UNIVERSITY BOOKSTORE

Located in the heart of campus, the University Bookstore is impossible to miss when you enter the University Center. At the bookstore, you can purchase textbooks and other class materials, as well as office supplies, magazines, and books. Within the bookstore is Bókakaffi, the student café, where you can take a load off with a cup of coffee in hand and watch the hustle and bustle of the University Center. You’ll also find Kaupfélag Stúdenta, the student coop. With competitive pricing and a great selection of fun and useful products, it’s the perfect place for students to shop for deals.

DINING OPTIONS

FS has dining options all around campus, open during school hours. Háma has locations at the University Center, Oddi, Askja, Eirberg, Læknagarður, Tæknigarður, Stakkahlíð, and Háskólabíó. Each location is stocked with a variety of food and drink options, including sandwiches, soup, and coffee. In addition, some locations offer oatmeal in the mornings. The University Center, Tæknigarður, and Stakkahlíð offer both salad bars and hot meals at lunchtime. Læknagarður also has a salad bar. You can get a discount on hot meals and coffee if you present your student ID card.

STÚDENTAGARÐAR

Hlutverk Stúdentagarðanna er að bjóða námsmönnum við Háskóla Íslands hentugt og vel staðsett húsnæði til leigu á sanngjörnu verði. Mýrargarður er þar nýjastur en aðrir garðar eru Skjólgarður, Gamli Garður, Ásgarðar, Skerjagarður, Oddagarðar, Hjónagarðar, Vetrargarður, Skuggagarðar og Skógargarðar. Húsnæðið er af ýmsum gerðum; einstaklingsherbergi og einstaklingsíbúðir, tvíbýli, paraíbúðir og tveggja til fjögurra herbergja fjölskylduíbúðir. Á Stúdentagörðum er líflegt og skemmtilegt samfélag háskólanema og fjölskyldna þeirra. Garðarnir eru sniðnir að þörfum íbúanna, en áhersla er lögð á góða nýtingu á plássi, hagkvæmni, samnýtingu og samveru til að stuðla að góðum samskiptum íbúa.

STÚDENTAKJALLARINN

Stúdentakjallarinn er staðsettur á fyrstu hæð Háskólatorgs. Þar er boðið upp á fjölbreyttar veitingar og metnaðarfulla dagskrá allan ársins hring. Þangað fara stúdentar til að gera sér glaðan dag, sötra ódýran bjór með hjálp stúdentakortsins og gæða sér á dýrindis frönskum. Íþróttaviðburðum er oftar en ekki varpað á stóran skjá á kjallaranum og tónleikahald er áberandi í skemmtidagskrá skólaársins. Dagskrána má nálgast á Facebooksíðu Stúdentakjallarans eða á fallega skreyttu skilti fyrir framan. STUDENT HOUSING

The role of student housing is to offer university students conveniently located housing at a fair price. Mýrargarður is the newest residence hall. Other student residences include Skjólgarður, Gamli Garður, Ásgarðar, Skerjagarður, Oddagarðar, Hjónagarðar, Vetrargarður, Skuggagarðar, and Skógargarðar. There’s a wide variety of housing options, ranging from single rooms with a communal kitchen area to 2 to 4 bedroom family apartments. In student housing, you’ll find a fun and lively community of students and their families. Housing options are designed to meet residents’ needs and emphasis is placed on efficient use of space and creation of community among residents.

THE STUDENT CELLAR

Located on the ground floor of the University Center, the Student Cellar offers meals, snacks and drinks as well as an exciting event calendar all year round. It’s the goto place to treat yourself to some tasty fries and a cheap beer (remember your student ID card for a discount!). Sporting events are shown on the big screen and concerts are a regular occurrence. The calendar of upcoming events can be found on the Student Cellar’s Facebook page or on the colorful chalk board at the entrance.

This article is from: