7 minute read
Réttindaskrifstofa stúdenta
from Akademían
RÉTTINDASKRIFSTOFA STÚDENTA STUDENT RIGHTS OFFICE
Innan Háskóla Íslands er stórt og líflegt samfélag fólks úr öllum áttum. Rétt eins og annars staðar geta komið upp deilumál í háskólasamfélaginu, en þegar slík mál koma upp er nauðsynlegt að geta leitað sér aðstoðar. Þess vegna starfrækir Stúdentaráð Réttindaskrifstofu stúdenta. Hlutverk skrifstofunnar er að aðstoða stúdenta í ágreiningsmálum sem kunna að koma upp innan háskólans og veita ráðleggingar um hvernig sé best að leita réttar síns. Farið er með öll mál sem koma inn á borð Réttindaskrifstofu stúdenta sem trúnaðarmál.
Advertisement
3. hæð Háskólatorgs (beint fyrir ofan Bóksöluna) 09:0017:00 alla virka daga shi@hi.is 5700850 student.is The University of Iceland (UI) is a large and lively community. Just like in any community of diverse people, conflicts sometimes arise. When that happens, it’s important to know where to turn for assistance. That’s why the Student Council operates the Student Rights Office. Its purpose is to assist students with contentious issues that might come up at the university and to guide students in exercising their rights. All matters that come across the desk at the Student Rights Office are handled confidentially.
University Center, 3rd floor (directly above the bookstore) The office is open weekdays from 9:00 am – 5:00 pm shi@hi.is 5700850 student.is
FORSETI STÚDENTARÁÐS: → Isabel Alejandra Díaz
Isabel var kjörin forseti Stúdentaráðs annað árið í röð, fyrst allra kvenna og önnur allra í sögu Stúdentaráðs. Isabel stýrir störfum Stúdentaráðs, er málsvari þess innan og utan háskólans og hefur yfirumsjón með innra starfi ráðsins. Þá heldur hún utan um helstu verkefni Stúdentaráðs og sinnir ýmsum tilfallandi störfum á vegum ráðsins. Isabel er í fullu starfi á Réttindaskrifstofu stúdenta og samhliða því er hún í háskólaráði. Hún lauk BAgráðu í stjórnmálafræði með spænsku sem aukagrein vorið 2020.
Sara er staðgengill forseta í fjarveru hennar og hefur umsjón með ýmsum verkefnum Stúdentaráðs. Hún sér um innra starf Stúdentaráðs og vinnur t.a.m. náið með fastanefndum ráðsins. Sara tekur virkan þátt í daglegum rekstri Réttindaskrifstofu stúdenta, heldur utan um heimasíðu SHÍ og tekur að sér ýmis aðkallandi verkefni. Sara Þöll er í BAnámi í stjórnmálafræði með japanskt mál og menningu sem aukagrein. Hún var auk þess Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs 20202021. STUDENT COUNCIL PRESIDENT: ↑ Isabel Alejandra Díaz
Isabel was elected the Student Council President for the second year in a row, the first woman to do so and the second person in the history of the Student Council. Isabel directs the Council’s work, manages its primary projects, and takes on a wide variety of tasks as needed. She represents the Council both within and outside the university community. Isabel works for the Student Rights Office full time and also serves on the University Council. She completed a BA in political science with a minor in Spanish in spring 2020.
STUDENT COUNCIL VICE PRESIDENT: ← Sara Þöll Finnbogadóttir
Sara oversees various Student Council projects and acts on behalf of the president in her absence. She oversees the Council’s internal operations and works closely with its standing committees. Sara plays an active role in running the office daytoday, manages the Student Council’s website, and tackles projects both big and small. Sara currently studying political science and Japanese language and culture at UI. She also served as the Student Loan Representative of the Student Council 20202021.
Vaka hefur umsjón með daglegum rekstri Réttindaskrifstofu stúdenta. Ráðið er faglega í starfið á hverju ári en þetta er fyrst árið sem Vaka sinnir því. Vaka heldur utan um bókhald og fjármál Stúdentaráðs og er ábyrg fyrir helstu viðburðum á vegum ráðsins. Þá á hún í samskiptum við ýmsa samstarfsaðila Stúdentaráðs. Vaka er með BAgráðu í félagsfræði og hagfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands og leggur nú stund á meistaranám í alþjóðlegri stjórnmálafræði við Trinity College.
Jessý er helsta hjálparhella allra stúdenta. Hlutverk hennar er að vera með allt á hreinu sem varðar réttindi stúdenta innan Háskóla Íslands. Ef eitthvað bjátar á í námi, við próftöku eða í öðru tengdu háskólanum geta stúdentar leitað til Jessýjar á Réttindaskrifstofu stúdenta. Jessý er með BScgráðu í iðnaðarverkfræði og stundar nú meistaranám í vélaverkfræði. Hún er auk þess fulltrúi stúdenta í Háskólaráði 20202022. MANAGING DIRECTOR: ← Vaka Lind Birkisdóttir
Vaka oversees daily operations at the Student Rights Office. Rather than being elected, the position of managing director is filled through a formal hiring process each year. Vaka acts as bookkeeper and is responsible for the Student Council’s main events. In addition, she corresponds with various partner organizations. Vaka has a BA in sociology, minoring in economics. She is currently doing a master’s program in international politics in Trinity College.
OMBUDSMAN: ↓ Jessý Rún Jónsdóttir
Jessý is every student’s greatest advocate. Her job is to maintain a thorough understanding of everything related to student rights. Any student who has an issue with their studies, exams, or anything else schoolrelated can come see Jessý at the Student Rights Office. Jessý has a BSc in industrial engineering and is currently doing a master’s program in mechanical engineering.
Vífill er sérfræðingur stúdenta í lánasjóðsmálum. Hann svarar spurningum stúdenta um Menntasjóð námsmanna (MSNM) og veitir aðstoð við vandamál og ýmis úrlausnarefni sem kunna að koma upp í samskiptum við Menntasjóðinn. Stúdentar geta leitað til Vífils á Réttindaskrifstofu stúdenta með spurningar sem varða MSNM. Vífill er með BAgráðu í stjórnmálafræði með hagfræði sem aukagrein.
Karitas ritstýrir Stúdentablaðinu en það er gefið út fjórum sinnum yfir skólaárið. Rit stjóri er faglega ráðinn á hverju ári. Blaðið er málgagn allra nemenda við HÍ og því ættu stúdentar ekki að hika við að hafa samband við ritstjóra vilji þeir koma málefnum sínum á framfæri. Hægt er að senda henni fyrirspurnir og greinar á netfangið studentabladid@hi.is. Karitas lauk BAprófi í íslensku með ritlist sem aukagrein í febrúar 2021 og stundar nú meistaranám í hagnýtri ritstjórn og útgáfu. STUDENT LOAN REPRESENTATIVE: ↑ Vífill Harðarson
Vífillis the goto expert in all matters pertaining to student loans. He can answer your questions about the Icelandic Student Loan Fund (LÍN) and assist with any problems that may arise. Any student at the University of Iceland can visit Vífill at the Student Rights Office for help with questions related to LÍN. Vífill has a BA in political science, minoring in economics.
EDITOR OF THE STUDENT PAPER: ← Karitas M. Bjarkadóttir
Karitas is editor of the Student Paper, which is published four times a year. The editorship is filled through a formal hiring process. The Student Paper is by students and for students, so don’t hesitate to contact Karitas if you have something to say. You can send questions or articles to studentabladid@hi.is. Karitas has a BA in Icelandic in language and literature, minoring in creative writing. She is currently doing a master’s in practical editing and publishing.
ALÞJÓÐAFULLTRÚI STÚDENTARÁÐS: ↑ Alma Ágústsdóttir
Alma hefur yfirumsjón með þjónustu Réttindaskrifstofu stúdenta við erlenda nemendur í HÍ með það að markmiði að gæta hagsmuna þeirra og auðvelda þeim að gerast virkir þátttakendur í háskólasamfélaginu. Hún er trúnaðarmaður erlendra stúdenta og tekur við fyrirspurnum frá þeim. Alþjóðafulltrúi Stúdentaráðs er nýtt embætti á Réttindaskrifstofu stúdenta en Alma er þriðja til þess að gegna því embætti. Alma er faglega ráðin í embættið. Hún er einnig Aurora fulltrúi stúdentaráðs en Háskóli Íslands er einn af níu evrópskum háskólum sem tilheyra netverkinu Aurora. Alma er með BAgráðu í ensku og stundar nú meistaranám í þýðingafræði. Hún var kjörin Stúdentaráðsliði, forseti Sviðsráðs Hugvísindasviðs og ritari Stúdentaráðs árið 2016. INTERNATIONAL STUDENT REPRESENTATIVE: ← Alma Ágústsdóttir
Alma acts as the Student Rights Office’s advocate for international students, working to guard their interests and help them become active members of the university community. International Student Representative is a new position in the Student Rights Office and is filled through a formal hiring process. Alma is only the second person to hold the position. She is also the Student Council’s representative on the general council of the Aurora Universities Network, a group of nine European universities, including UI. Alma has a BA in English language and literature and is currently doing a master’s in translation studies. She was an elected member of the Student Council, the president of the School of Humanities committee and secretary of the Student Council in 2016.