4 minute read

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn

Viðtal við Kalevera Imungu

International Gender Equality School Interview with Kalevera Imungu

Advertisement

Mynd / Photo Kristinn Ingvarsson

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn heyrir undir Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Skólinn býður upp á þverfaglegt nám sem stuðlar að jafnrétti kynjanna og samfélagslegu réttlæti á átakasvæðum sem og svæðum þar sem þörf er á að koma á stöðugu ástandi í kjölfar átaka. Skólinn er hluti af GRÓ – þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, en undir GRÓ falla einnig Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn. Nám við Alþjóðlega jafnréttisskólann er sex mánaða diplómanám á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum, og skólinn veitir einnig styrki til doktorsnáms. Alls hafa 152 nemendur frá 25 löndum útskrifast frá skólanum síðan hann var stofnaður fyrir 12 árum.

HEFUR ALLTAF HAFT ÁHUGA Á KVENRÉTTINDUM & JAFNRÉTTISMÁLUM Kalevera Imungu er ein þeirra sem stunda nám við Alþjóðlega jafnréttisskólann. Hún er með gráðu í lífefnafræði frá Kenyatta háskóla en segist alltaf hafa haft áhuga á kvenréttindum og jafnréttismálum, og hefur starfað í málefnum kvenréttinda eftir útskrift. Hún hóf störf hjá Akili Dada sem stuðlar að leiðtogahæfni ungra afrískra kvenna. Seinna vann hún hjá Femnet, sam-afrískum samtökum sem vann á þeim tíma fyrst og fremst að efnahagslegu jafnrétti, ásamt mörgum fleiri mikilvægum málefnum s.s. fjármögnun femínískra verkefna og aðgengi að öruggum fóstureyðingum. Femnet tók fyrir mál heimsálfunnar allrar og viðfangsefnin voru því æði mörg frá sjónarhorni kvenréttinda.

MIKILVÆGT AÐ SKOÐA FRÍVERSLUNARSAMNING AFRÍKUBANDALAGSINS ÚT FRÁ ÖLLUM SJÓNARHORNUM Lokaverkefni Kalevera við Alþjóðlega jafnréttisskólann mun fjalla ítarlega um fríverslunarsamning Afríkubandalagsins (AfCFTA). Hún mun skoða hvernig stefnan geti betur tekið tillit til sjónarmiða kvenna, aðallega í Kenía, sem eiga viðskipti þvert á landamæri. Hún segir að skoða þurfi betur öryggi kvenna í aðstæðum sem þessum og passa upp á lítil fyrirtæki og smásala. Á landamærum geti myndast aðstæður þar sem spilling og kynferðisleg misnotkun á sér stað. Þá er stefnan lituð af sjónarmiðum nýfrjálshyggju sem er í grunninn andfemínísk og gengur á móti grunnstoðum femínisma. Þá segir Kalevera að líta þurfti til allra þeirra sem komi að viðskiptastefnunni, ekki einungis sjónarmiða stórra býla og verksmiðja heldur einnig kvenna sem einstaklinga. Henni finnst mikilvægt að vinna að efnahagslegu jafnrétti og segir að þeir sem hafa þær valdastöður séu oft menn sem byggja vinnu sína á þeim misskilningi að þeir séu þeir einu sem hafi þekkingu á efnahagslegri stefnumótun. Sá hópur sé langt því frá sá eini sem hafi getu til þess, hver sá sem hefur áhuga á efnahagslegu jafnrétti og stefnumótun geti frætt sig frekar, skrifað um það og haft áhrif á stefnumótunina. Kalevera hefur hugsað sér að útkoma lokaverkefnisins verði eins konar leiðarvísir sem borgaraleg samfélög geti haft innan handar við stefnumótun og gerð áætlana og leiðbeininga International Gender Equality School is a department at the School of Humanities of the University of Iceland. The programme offers multidisciplinary studies that contribute to gender equality and social justice in conflict areas as well as areas where there is a need to establish stability in the wake of the conflict. The school is part of the GEST (Gender Equality Studies & Training Programme) – a knowledge center for development, GEST also includes the Geothermal Training Programme, the Fisheries Training Programme, and the Land Restoration Programme. The International Gender Equality School is a six-month-long programme at the master levels in international gender equality studies, and the school also provides grants for a doctorate. A total of 152 students from 25 countries have graduated from the school since it was founded 12 years ago.

HAS ALWAYS BEEN INTERESTED IN WOMEN’S

RIGHTS & GENDER EQUALITY Kalevera Imungu is one of the students of the International Gender Equality School. She has a degree in biochemistry from Kenyatta University but she says that she has always been interested in women’s rights and gender equality, and has worked in the sphere of women’s rights after graduation. She began working with Akili Dada, which contributes to the leadership skills of young African women. Later she worked at Femnet, a pan-African organization that first and foremost worked in the milieu of economic equality, along with many other important issues, e.g. funding of the feminist projects and access to safe abortions. Femnet took care of the whole continent and the tasks were quite many from the women’s rights perspective.

IMPORTANT TO VIEW THE AFRICAN CONTINENTAL

FREE TRADE AREA AGREEMENT FROM ALL ANGLES Kalevera’s thesis at the International Gender Equality School will discuss in detail the African continental free trade area agreement (AfCFTA). She will examine how the policy can better take into consideration the views of women, mainly in Kenya, that are trading on the border. She says that one needs to examine women’s safety in such situations and keep an eye on small businesses and retailers. On the borders situations occur that involve corruption and sexual abuse. The policy is also influenced by the views of neoliberalism which are antifeminist and diametrically opposed to the pillars of feminism. Kalevera also points out that one needs to look at everything when it comes to the trade policy, not only at the considerations of large farms and factories but also the considerations of women as individuals. She believes that it is important to work on economic equality and says that the ones in power are often men who build their work on the misconceptions that they are the only ones with the knowledge of economic policymaking. This group is far from being the ones who are capable and in fact, anyone who is interested in economic equality and strategic planning can educate themselves on the matter, and should be able to write about it and affect policy making. Kalevera has envisioned the results of the thesis to be some sort of a manual that civil societies can have on hand for policymaking and planning, along with the guidelines about economic equality. It would increase the understanding of what works well, what can be improved, and how the current retail and trade agreement affects the women who are trading on the border.

This article is from: