10 minute read

Bestu útiklefarnir á höfuðborgarsvæðinu

Desember er genginn í garð og með honum myrkustu dagar ársins. Þessi árstími getur verið strembinn og það getur verið erfitt takast á við stressið sem honum fylgir. Ég býð ykkur hér, kæru lesendur, áhrifamikla leið til að slaka á yfir jólin. Sundferð ein og sér getur gert gríðarlega mikið fyrir geðið en sundferð með viðkomu í útiklefanum er eitthvað allt, allt annað. Þú stendur í köldu lofti og leyfir því að leika um þig. Andar út og horfir á gufuna leysast upp í myrkrinu. Klæðir þig úr, finnur kuldann læðast upp hrygginn og vefur handklæðinu fast um þig. Stígur inn í sturtuklefann, undir berum himni, leyfir vatninu að ylja þér. Tiplar síðan á tánum yfir í heita pottinn, lætur þig sökkva ofan í heitt vatnið. Spennan í vöðvunum og umframhugsanir í hausnum líða úr þér, leka ofan í vatnið og hverfa. Í stutta stund ert þú einungis til í þessu samhengi. Myrkrið, gufan, kalt loftið og þú. Útiklefar eru alltaf góð hugmynd, sama hvert þú ferð í sund, en hér mæli ég sérstaklega með þremur klefum. Þeir hafa allir sína styrkleika og sína galla en eiga það sameiginlegt að vera í sérstöku uppáhaldi hjá mér.

ÁRBÆJARLAUG Árbæjarlaug ætti að vera flokkuð sem þjóðargersemi. Hún er falin djúpt í Árbænum (þó ekki mjög vel, strætóleið 5 stoppar stutt hjá) og byggingin sjálf er næg ástæða til að gera sér ferð þangað. Þegar gengið er inn mætti halda að stigið væri inn í hliðstæða veröld gerða úr gleri, vatni og plöntum. Sömu sögu er að segja um útiklefanum, sem er hringlaga og opið er upp í himininn. Í miðju rýminu hefur trjám og runnum verið komið fyrir bak við tvo litla bekki sem hægt er að tylla sér á og leyfa hreinu loftinu að leika um sig. Langur bekkur liggur meðfram endilöngum veggnum á annarri hlið klefans og andspænis honum er glerveggur sem vísar í inniklefann. Því miður eru engar útisturtur í Árbæjarlaug og því er er nauðsynlegt að ganga í gegnum inniklefann í átt til laugar. Andrúmsloftið í útiklefanum bætir þó margfalt upp fyrir þann galla og ég get því fundið það í mér að fyrirgefa það. Þetta fyrirkomulag býður einnig upp á gott tækifæri fyrir byrjendur eða kuldaskræfur að prófa útiklefa þar sem hlýr inniklefinn er ekki langt undan ef kuldinn reynist ykkur um megn. December has stepped in and with it have come the darkest days of the year. This time can be tough, and it can be difficult to deal with all the stress that follows. I invite you here, dear readers, to a survey of effective ways to relax during this Christmas season. A trip to a swimming pool alone can do wonders for the mind, but a trip with a stop in an outdoor locker is something very different. You’re standing in the cold air and allowing it to swirl around you. Breathe out and look at the steam dissolving in the darkness. Undress, feel the cold creeping up your spine, and wrap your towel tightly around you. Step inside the shower cabin, under the open sky, allow the water to warm you up. Then tiptoe to the hot tub, let yourself sink in the hot water. The tension in your muscles and thoughts are leaving you, leaking into the water, and disappearing. You’re only in this moment for a brief time. The darkness, the steam, the cold air, and you. Outdoor lockers are always a good idea, no matter where you go swimming, but in this article, I recommend three lockers. They all have their strengths and flaws but what they have in common is that they are very special to me.

Advertisement

ÁRBÆJARLAUG Árbæjarlaug should be classified as a national treasure. It is hidden deep in the Árbær district (though not very well, Bus route 5 stops close to it) and the building itself is a reason enough to make a trip there. When you enter, you might think the stairs are the entrance into a parallel world made of glass, water, and plants. The same goes for the outdoor locker which is round and opens up into the sky. It has trees and bushes in the center that have been placed behind the two small benches where one can perch on and allow the pure air to swirl around oneself. A long bench is located alongside walls on one side of the locker and facing it is a glass wall that points into the indoor locker. Unfortunately, there are no outdoor showers in Árbæjarlaug and it is necessary to walk through the indoor locker in the direction of the pool. However, the atmosphere in the outdoor locker vastly compensates for this shortcoming and I can forgive it. This arrangement also offers a good opportunity for beginners or those sensitive to cold to test out an outdoor locker that is next to the warm indoor locker in case the cold is too much for you to handle.

Myndir / Photos Mandana Emad

SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR Sundhöll Reykjavíkur er í sérstöku uppáhaldi hjá mér því hún er svo aðgengileg frá Háskólasvæðinu, það tekur einungis tuttugu mínútur að rölta þangað. Ég hvet fólk eindregið til að grípa sundfötin með sér næst þegar það á leið upp í skóla og prófa að taka stutta sundferð í hádeginu eða í lok dags. Aðkoman að útiklefunum í Sundhöllinni er dásamleg. Úr afgreiðslunni er gengið til hægri meðfram gluggunum sem vísa út að sundlauginni. Þar opnast hurð sem gengið er út um og síðan niður stiga, en efst í þessum stiga má staldra við og njóta útsýnisins yfir Austurbæinn. Útiklefarnir sjálfir liggja meðfram endilangri sundlauginni og eru byggðir úr steypu og dökkum við. Fremst í klefunum er svæði til að skipta um föt en þar eru líka læstir skápar sem er vandfundið í flestum útiklefum landsins og fá því stóran plús í mínum bókum. Lengra inni í klefanum má finna upphitað baðherbergi, þurrkasvæði og síðast en ekki síst, útisturturnar sem standa úti undir berum himni eins og ég vil helst hafa þær. Ég ykkur að þið munuð ekki sjá eftir því að kíkja í Sundhöllina næst þegar ykkur vantar góða afsökun til að fresta lærdómnum um klukkutíma eða svo.

GUÐLAUG Á AKRANESI Akranes er vissulega ekki partur af höfuðborgarsvæðinu en hins vegar tekur það aðeins um þrjú korter að koma sér þangað frá miðbænum. Ég tel það vera nægilega nálægt til að leyfa mér að setja Guðlaugu á þennan lista. Hvað útiklefana varðar, þá myndu klefarnir sjálfir aldrei rata á þennan lista ef þeir væru við einhverja aðra laug. Þeir eru ósköp litlir og dimmir auk þess sem þeir eru um fimmtíu metra frá lauginni sjálfri. Síðan eru sturturnar ekki í klefunum heldur úti við laug, en þær eru þá aðallega ætlaðar til að skola saltið úr sjónum af sér. Það er Guðlaug sjálf, sem tryggir hið rólega og slaka andrúmsloft sem ég er búin að predika um í þessari grein. Laugin er ósköp látlaus þegar gengið er að henni þar sem hún hreiðrar um sig í varnargarðinum við sjóinn. Fallega mótuð úr steypu teygir hún sig niður í fjöruna og vísar út að hafinu. Á góðviðrisdegi er þaðan útsýni alla leið til Reykjavíkur og þegar það er vont veður er hægt að liggja í skjóli ofan í lauginni og fylgjast með öldurótinu. Útiklefinn er því nokkurs konar aukaatriði hér en upplifunin er sú sama. Heitt vatnið, gufan, sjávarloftið; þetta gerist varla betra.

GÓÐ RÁÐ Ég mæli með að grípa með inniskó í útiklefann. Oft er gólfið afar kalt og það getur skipt sköpum að sleppa við að standa á því berfóta. Þetta ráð á sérstaklega við þegar kíkt er í Guðlaugu, en frá klefunum og að lauginni er dálítill spölur.

SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR Sundhöll Reykjavíkur is a personal favorite of mine because it is so accessible from the university campus, it takes only twenty minutes to walk there. I strongly encourage people to grab their bathing suits next time on the way to school and try to take a short trip to the swimming pool at lunch or the end of the day. The access to the outdoor lockers in Sundhöllin is wonderful. You go from the front desk to the right alongside the windows that point out to the pool. Then the door opens, and you go out and down the stairs. At the top of these stairs, you can stop and enjoy the view over Austurbærinn. The outdoor lockers themselves are located alongside the pool and are built of concrete and dark wood. Foremost in the lockers is an area to change clothes but there are also locked cabins which are hard to find in most outdoor lockers in Iceland, and which are a big plus in my books. Further inside the locker is a heated bathroom, a drying area, and last but not least, outdoor showers that stand under the open sky as I prefer them. I promise you that you will not regret taking a look at Sundhöllin the next time you need a good excuse to delay studying for about an hour or so.

GUÐLAUG IN AKRANES Akranes is certainly not part of the capital area, but it only takes about three-quarters of an hour to get there from the city center. I believe it can be considered to be sufficiently close to allow me to include it on this list. In terms of outdoor lockers, these wouldn’t make the list if they were at some other pool. They are quite small and dark, about fifty meters from the pool. The showers are not in the lockers but outside of the pool, but they’re mainly intended to wash the salt from the ocean off of you. It is Guðlaug itself, which guarantees the quiet and relaxed atmosphere that I've been preaching about in this article. The pool is perfectly plain when one walks towards it as it is surrounded by a protective wall from the sea. Beautifully sculpted from concrete it stretches down the shore and points out to the ocean. On a good day, the view is all the way up to Reykjavik but when the weather is bad, it’s possible to lie in the shelter on top of the pool and observe the vicious sea. The outdoor locker is therefore kind of irrelevant here, but the experience is the same. Hot water, steam, sea air; it hardly gets any better.

GOOD ADVICE I recommend grabbing a pair of slippers for the outdoor locker. The floor is often extremely cold and it’s crucial not to stand there barefoot. This advice specifically concerns Guðlaug, though the distance from the lockers to the pool is short.

Fyrir þau sem eru með sítt hár ráðlegg ég að hafa með í för teygju eða hárklemmu. Það getur verið mjög gott að koma blautu hárinu burt meðan verið er að þurrka sig eftir sundið. Því fyrr sem þið þurrkið ykkur, þeim mun fyrr getið þið byrjað að klæða ykkur í hlý fötin. Mætið í þægilegum fötum. Það er ekkert leiðinlegra eftir sund en að troða sér í gallabuxur eða þrönga skyrtu. Þið getið jafnvel tekið þetta skrefinu lengra og mætt með með náttföt og farið í þeim heim – það er fátt huggulegra. Skiljið símann eftir heima. Grípið tækifærið og njótið þess að vera alveg aftengd umheiminum í þann tíma sem það tekur ykkur að kíkja í sund. For those with long hair I advise having a scrunchy or a hair clip. It’s good to put the wet hair away when you’re drying it after the pool. The sooner you dry yourself, the sooner you can begin to dress in warm clothes. Show up in comfortable clothes. There is nothing worse after swimming than to pull up your jeans or a tight shirt. You can even take this a step further and show up in pajamas and go home in them – it is much nicer. Leave the phone at home. Grab the opportunity and enjoy being completely disconnected from the outside world while you’re checking out the pool.

Við erum á Facebook og Instagram /Augljos

LASER

AUGNAÐGERÐIR

Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir eru í síma 414 7000

Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir

This article is from: