3 minute read
Gulleggið: Stökkpallur fyrir frumkvöðla
gulleggid.is
Mynd /Photo Gulleggið: Stökkpallur fyrir frumkvöðla
Advertisement
Gulleggið: A Jumping-Off Point for Entrepreneurs
Gulleggið er frumkvöðlakeppni á hugmyndastigi sem haldin hefur verið af Icelandic Startups síðan 2008. Gulleggið er stærsta keppni sinnar tegundar á landinu og eru árlega sendar inn yfir 200 viðskiptahugmyndir. Gulleggið hefur nú verið flutt af hausti og fram í janúar og samhliða því verða talsverðar breytingar gerðar á keppninni. Áfram verður lögð rík áhersla á að þetta sé hugmyndakeppni og keppendur mega ekki hafa tekið inn fjármagn umfram 2 milljónir króna. Þeir mega heldur ekki hafa tekjur af hugmyndinni nú þegar. Auk þess hefur verið fallið frá kröfu um tengsl við háskólana og því er Gulleggið opið öllum í fyrsta sinn. Frítt er að senda hugmynd í keppnina og að skrá teymi til þátttöku og það er opið fyrir skráningu út 13. janúar. Vinnusmiðjur fyrir alla þátttakendur fara svo fram helgina 15.-16. janúar. Fjöldi reyndra frumkvöðla og sérfræðinga munu taka þátt í vinnusmiðjunum og þar munu keppendur læra að móta hugmyndina og búa til svokallað „pitch deck“ eða stutta glærukynningu sem tekur á öllum þáttum hugmyndarinnar. Í kjölfarið senda keppendur kynningar sínar inn og fjölskipuð dómefnd mun velja 10 bestu kynningarnar. Þeim hópi verður síðan boðið aftur í kraftmikla vinnuhelgi sem fer fram helgina 29.-30. janúar og eftir hana eiga keppendur að vera tilbúnir til að standa uppi á sviði og kynna hugmyndina af öryggi. Lokakeppnin verður opin öllum og fer fram í Grósku þann 4. febrúar. Til mikils er að vinna, Landsbankinn veitir aðalverðlaunin sem eru 1 milljón króna, utan fjölda aukaverðlauna. Gulleggið hefur verið haldið frá árinu 2008 og hafa borist yfir 3000 hugmyndir í keppnina síðan þá. Af þeim hafa 140 hugmyndir komist í topp 10 og keppt í úrslitum. Gulleggið veitir frumkvöðlum aðstoð við mótun hugmynda sinna og hefur keppnin það hlutverk að koma hugmyndunum í framkvæmd. Einnig er hægt að sækja um þáttGulleggið is a startup competition held by Icelandic Startup and is the largest of its kind in Iceland, with over 200 business ideas submitted each year. Gulleggið has now shifted from its normal autumn-spot to January and subsequently, some changes are being made to the competition
There will still be a strong emphasis on this being a competition of ideas and startups, ensuring that participants should not have received funding over 2 million krona or started taking in revenue from the idea. Additionally the demand that participants must have ties to the university has been dropped, so for the first time, Gulleggið is open to anyone.
Registering a team and/or sending in an idea is free, and registration is open until January 13th. Workshops for all participants will be during the weekend of January 15th-16th. Various individuals lead the workshops, each of whom are very proficient in their field, including entrepreneurs, investors and other specialists who guide and support the young entrepreneurs in taking their first steps. This includes the making of a so-called “pitch deck”, which is a short PowerPoint presentation that includes all aspects of the idea.
After the workshops, competitors will send in their presentations and a panel of judges will choose the top 10 presentations. This group will then be invited back to a second-round high octane workshop over the weekend of 29-30 of January. After this second workshop, it is expected that competitors are ready to stand on a stage and sell their idea with confidence. The final competition will be open to all and takes place in Gróska on the 4th of February. The prizes are both prestigious and generous, Landsbankinn hands out the prize for 1st place which is 1 million kronas, in addition to many other prizes.
Gulleggið was started in 2008 and has received more than