15 minute read

Er viðtal í gangi?

Er viðtal í gangi? Viðtal við Ingólf Eiríksson

Is There an Interview Going On? Interview with Ingólfur Eiríksson

Advertisement

Ég hitti Ingólf Eiríksson á Kaffi Vest, ég tel það vænlegast að vera ekkert að lokka hann út fyrir 107 þægindarammann, enda er Ingólfur fæddur og uppalinn Vesturbæingur. Hann er 27 ára bókmenntafræðingur sem kláraði nýlega meistaranám í ritlist og þegar ég hef pantað mér pönnukökur og sódavatn og við spjallað um daginn og veginn kveiki ég á upptökutækinu og hef samtalið sem ég er mætt til að eiga. Ingólfur hefur gefið út sína fyrstu skáldsögu, Stóru bókina um sjálfsvorkunn, mánuði fyrr, og ég ætla mér að komast að því hvernig ungskáldinu líður, þegar það hefur fengið nokkrar vikur til að hrista af sér nýjabrumið. I meet Ingólfur Eiríksson at the Coffeehouse Vest, I think there is nothing to lure him out of the 107-comfort zone since he was born and raised in the Vesturbær district. He is a 27-year-old literary scholar who has recently received a master’s degree in creative writing, and after I have ordered my pancakes and soda, we have chatted about odds and ends, I turn on the recorder and start the interview that I am here for. He published his first novel, Stóra bókin um sjálfsvorkunn (e. The Big Book of Self-Pity), a month earlier, and I’m going to find out how the young author feels after he got a few weeks to shake off this newfangledness.

KMB Þú varst að fá ansi góðan dóm í Fréttablaðinu um daginn, hefurðu fengið þá marga þennan mánuð síðan bókin kom út? IE Já, hann var bara allt í lagi. Ég er búinn að fá þrjá dóma og svo stendur til að dæma hana í Víðsjá. Það verður sennilega–Í þeim töluðu orðum kemur þjónustustúlkan með pönnukökurnar mínar og býður Ara Eldjárn, grínista, sem situr á næsta borði. KMB Ég held ég hafi pantað þetta! IE Vá! Þjónustustúlkan réttir mér diskinn. Pönnukökurnar eru mjög veg legar, löðrandi í súkkulaði og berjum. KMB Já, nú skil ég þennan tvöþúsundkall, þetta er ansi veglegt. IE Ekkert smá. Ég hefði bara sagst eiga þær, en sumir eru með betri siðferðiskennd en ég. Ingólfur horfir á Ara. IE En þú ert auðvitað með barn með þér, þú verður að setja gott fordæmi. AE Já, ég vil helst bara borða eitthvað sem hún vill ekki. Eitthvað svona „savoury“. Þetta er enginn smá skammtur. KMB Ég veit ekki alveg hvernig ég á að borða þetta. IE Þetta er mjög skemmtilegt. KMB Já, vá. Já, þetta er æði. Þetta verður viðtal um pönnukökur. IE Já, algjörlega, það er í rauninni miklu betra, sko. Ég hefst handa við að sigra pönnukökufjallið og við Ingólfur reynum að koma okkur aftur á strik í viðtalinu, sem á þrátt fyrir allt ekki að vera um pönnukökur. KMB En já, hvernig finnst þér þetta? Þegar fólk er að birta–Ég sting upp í mig pönnukökubita. IE Skoðanir sínar á bókinni minni? KMB Já. KMB You’ve recently received a pretty good review in Fréttablaðið, have you seen many this month since the book came out? IE Yes, it was just okay. I’ve received three reviews and the book is going to be reviewed by Viðsjá. It will probably–After these words, the waitress approaches us with my pancakes and offers them to Ari Eldjárn, a comedian, who sits at the table next to us. KMB I think I’ve just ordered this! IE Wow! The waitress hands me the plate. The pancakes are superb, covered in chocolate and berries. KMB Yes, now I get this two thousand króna deal, this is splendid. IE Pretty much. I would’ve just said keep them, but some have a better sense of morality than I do. Ingólfur looks at Ari. IE But of course, you’re with a child, you must set a good example. AE Yeah, I’d rather eat something that she does not want. Something savory. This is a pretty big portion. KMB I don’t quite know how to eat this. IE This is very entertaining. KMB Yeah, wow. Yes, this is awesome. This will be an interview about pancakes. IE Yes, absolutely, it’s much better. I start attacking the pancake mountain and try to bring us back on track with the interview, which, despite everything is not going to be about pancakes. KMB But yeah, how do you feel about this? When people publish–I stuff a pancake in my mouth IE Their views on my book? KMB Yes.

DÓMAR STÆKKI EKKI TEXTA IE Sko, ég held að það verði miklu auðveldara með hverjum dóminum sem líður. Fyrst fær maður pínu hland fyrir hjartað, einhvern veginn. Og ég var alveg miður mín eftir fyrsta dóminn. Hann var ekki einu sinni vondur, hann var bara ekki það sem ég bjóst við. En síðan kemur kannski dómur viku síðar sem „contradictar“ kannski alveg það sem fyrri dómurinn sagði. Fyrri dómurinn segir kannski: „Þetta er gott og þetta er slæmt.“ Og næsti síðan akkúrat öfugt. Þá svona svolítið hættir maður að stressa sig, þetta er bara gangur lífsins og maður getur ekkert gert í þessu. Mér fannst samt dómurinn hans Þorvaldar [Sigurbjörns Helgasonar] mjög vandaður. KMB Nú ert þú að dæma dóminn hans. IE Nú er ég að dæma dóminn hans. Nei, ég meina, hann var hrifinn, en hann var ekkert að lofsyngja hana upp í skýin. En ég hlusta líka miklu meira á það sem lesendur mínir eru að segja við mig. Af því þau eru ekki með þessa fjarlægð sem dómararnir setja upp og mér finnst það alltaf vera svolítið vandinn við dóma. Ég er svolítið mótfallinn dómum, ég er miklu hrifnari af umfjöllunum. Af því að í umfjöllunum geturðu leyft þér að eiga meiri „díalóg“ við textann sjálfan. KMB Ég skil það vel. Við búum líka í landi þar sem allir þekkja alla. Það er erfitt að dæma hlutlaust, það eru alltaf einhver tengsl. Er heiðarlegra að vera bara með umfjöllun? IE Mér finnst það. Og skemmtilegra. Af því dómar, þeir stækka aldrei texta. Þeir meta bara það sem fyrir er. Þeir gefa ímyndunaraflinu ekki lausan tauminn. Mér finnst alltaf smá skrítið að dæma list, stór hluti af henni er það hvernig þú tekur við henni sem manneskja, ekki hvað þér finnst. Hvort bókin er góð eða ekki, heldur hvernig þú á persónulegu „leveli“ „interactar“ við hugmyndirnar sem eru í henni og skapar eitthvað stærra úr henni. Ég til dæmis myndi aldrei vilja skrifa ritdóm. Enginn hefur boðið mér það en mér finnst það ekki gaman, sem „konsept“, ég vil miklu frekar halda með höfundi en meta hann. Af því svo stór hluti af lestri er tenging við hugsanahátt annarrar manneskju, tenging við aðra manneskju. Þú getur ekki tengst annarri manneskju ef þú ert alltaf að dæma hana. Þetta er bara eitthvað sem við þekkjum úr okkar persónulega lífi, ef ég væri alltaf að segja: Oh, mamma er alltaf svona, þá myndi ég aldrei ná sömu tengslum við hana. Þannig maður þarf að taka bókinni fyrir því sem hún er, á hennar forsendum.

SAMDAUNA UMHVERFINU KMB Bókin gerist að hluta til í Bretlandi. Þú lærðir einmitt þar, er þetta eitthvað byggt á þinni eigin reynslu af því? Fékkstu einhvern innblástur þaðan til að sviðsetja hluta bókarinnar þar? IE Frá staðháttum? KMB Já, bara frá þinni veru þarna úti. Hugsaðiru: „Já, það væri gaman að skrifa bók um einhvern sem er í svona svipaðri stöðu og ég“? IE Já, og ég held líka bara að óumflýjanlega allur skáldskapur endurspegli manns eigin upplifun af raunveruleikanum. Og sérstaklega með fyrstu skáldsögur, ég held að maður eigi bara nóg með þetta „konsept“ að skrifa 200 blaðsíðna bók. Ég dáist svo að fólki eins og Zadie Smith sem skrifaði White Teeth tuttugu og þriggja ára, sem er 500 blaðsíðna bók um fólk af allskonar uppruna og með allskonar upplifanir af veruleikanum, og gerir það stórkostlega. Ég er engin Zadie Smith. Þannig það er kannski svona málið. En jú, það er þessi tilfinning líka sem maður upplifir að fara til útlanda og hafa ekki þetta öryggisnet, sem er áhugaverð. KMB Og margir upplifa. Fólk er alltaf að fara út í nám og ganga í gegnum nákvæmlega þetta.

REVIEWS DON’T GO BEYOND TEXTS IE Look, I think it will be easier with every review. At first, one is in a bit of a tizz, somehow. And I was quite upset after the first review. It wasn’t even bad; it just was not what I expected.

But then maybe a week later comes a review that contradicts what the first one said. The previous review says maybe: “This is good, and this is bad.” And the next one is just vice versa.

Then one stops stressing over it, it’s just life and one can’t do anything about it. I still felt that the review by Þorvaldur [Sigurbjörns Helgason] was very elaborate. KMB Now you’re judging his review. IE Now I’m judging his review. No, I mean, he was impressed, but he was not overly praising the book. But I also listen a lot more to what my readers say. Because they don’t keep a distance that the critics set up and this is a problem with reviews in my opinion. I’m a bit opposed to reviews, I’m much more impressed by discussions. Because in discussions you can allow yourself to have more of a dialogue with the text itself. KMB I understand that well. We also live in a country where everyone knows everyone. It can be difficult to judge objectively because there’s always some connection involved. Is it more honest to just have a discussion? IE I think so. And more fun. Because reviews don’t go beyond texts. They just evaluate what is in front of them. They keep the imagination on a leash. I always feel a little strange to judge art, a large part of it is how you react to it as a person, not what you think about it. Whether the book is good or not, but rather how you on the personal level interact with the ideas contained in it and create something bigger out of it. I, for example, would never want to write a review. No one has offered it to me, but I don’t think it’s a fun concept, I’d rather stick with the author than evaluate them. Because a large part of the reading is connecting with the way of thinking of another person, connecting with the other person. You cannot connect with someone else if you are always judging them. This is just something that we know from our life, if I would always say: Oh, my mom is always like that, then I would never have the same relationship with her. Therefore, a person needs to take the book for what it is, on its terms.

IMMUNE TO THE ENVIRONMENT KMB Part of the book takes place in the UK, where you studied, is this based on your own experience? Did you get some inspiration from there to stage some parts of the book? IE From the local circumstances? KMB Yes, just from your stay there. Did you think: “Yes, it would be nice to write a book about someone who is in a similar position as I am?” IE Yes, and I think fiction inevitably reflects one’s own experience of reality. Especially with the first novels, I think you should have just enough of this concept to write a 200-page book.

I admire people like Zadie Smith, who wrote White Teeth when she was twenty-three years old, which is a 500-page book about people of all kinds of origins and with all kinds of experiences of reality which makes it exquisite. I’m no Zadie

Smith. That’s an issue. But yes, this is also what a person feels when they go abroad and do not have this safety net, which is interesting. KMB And many people experience it. People are always going abroad to study and go through the same experience. IE When you grow up in the same spot for 20 years and then go somewhere else, you’re so immune to your environment that

Aðsendar frá viðmælanda / Sent from interviewee

Myndir / Photos

IE Og þegar þú elst upp á sama blettinum í 20 ár og ferð síðan eitthvað annað, þú ert orðinn svo samdauna umhverfinu þínu að þú verður ofurnæmur fyrir öllu nýju umhverfi og þetta er rosalega skrítin tilfinning því þú þarft að hugsa í rauninni um hvert einasta skref. Þú getur ekki gert neitt ómeðvitað. Allar ákvarðanir sem þú tekur eru meðvitaðar. Og það sem mér fannst líka áhugavert að skoða var sko hvað gerist ef þú tekur það svo einu skrefi lengra og verður bara allt of meðvitaður og getur ekki gert greinarmun á neinu áreiti, í rauninni.

AÐ GAGNRÝNA GAGNRÝNENDUR Þetta finnst mér mikil speki og við sitjum augnablik og hugsum það sem við vorum að ræða. Ari Eldjárn, sem situr enn á næsta borði og ég hafði ósjálfrátt gjóað augunum öðru hvoru til á meðan viðtalinu stóð, snýr sér nú brosandi að okkur. AE Afsakið, ég var að liggja á hleri en ég heyrði bara að þú varst rétt áðan að tala um gagnrýni og bækur, varstu að gefa út bók? IE Já, umm… Skáldsögu AE Ég ætla að lesa þessa bók. IE Takk fyrir! AE Ég hef aldrei gefið út bók. Ég er ekki búinn að því. En þegar ég fór til Edinborgar á uppistandshátíð, þar eru sýningar bara dæmdar eins og bækur. IE Já, er það? Á Fringe [Festival]? AE Já. Þar er stór stétt gagnrýnenda. Og þar var haldið úti síðu sem heitir Fringepig þar sem gagnrýnendurnir voru dæmdir, þeim gefnar stjörnur og miskunnarlaust greindir. Hvaða orðfæri þeir nota, hvaða „bias“ þeir hafa, þetta var algjör upplifun. Þegar maður fékk slæman dóm var algjör huggun að fara þarna inn á. „Já, þessi, hann er náttúrulega algjör, gefur alltaf bara eina og hálfa stjörnu“. KMB Svona Rate My Professor dæmi. „Ah, ég féll. Já, hann fellir alla.“ IE Ég var einmitt í námi úti í Edinborg og var að skoða Rate My

Professor fyrir Edinborgar-háskóla og þar var stundum svona: „Já, þessi var menntaður í Trinity, allir sem hafa kennt í Trinity you become overly sensitive to the new environment, and this is a weird feeling because you must think about every single step. You can’t do anything unconsciously. All the decisions you make are conscious. And what I thought was also interesting was that you take this one step further and become way too conscious and cannot distinguish between any stimuli, basically.

CRITICIZING THE CRITICS I find it wise, and we just sit for a moment and contemplate what we were discussing. Ari Eldjárn, who is still sitting at the table next to us, and I had involuntarily glanced at each other during the interview, now he turns to us smiling. AE I’m sorry, I was eavesdropping, but I just heard that you were earlier talking about the criticism and books, did you just publish a book? IE Yes, umm… A novel AE I’m going to read this book. IE Thank you! AE I’ve never published a book. I haven’t yet. But when I went to

Edinburgh for a stand-up festival, the performances there were judged just like books. IE Really? At Fringe [Festival]? AE Yes. There is a large class of critics. And there was a page called

Fringepig where the critics were judged, given stars, and analyzed ruthlessly. Any idiom they use, any bias they have, this was really an experience. When a person got a bad review, this was comforting to just go there. “Yes, this one, he is, of course, a complete–, always gives just one and a half stars”. KMB Rate My Professor examples. “Ah, I failed. Yes, he fails everyone.” IE I was studying just outside of Edinburgh and was looking at Rate

My Professor for Edinburgh University, and there was sometimes this: “Yes, this one was educated at Trinity, everyone who has taught at Trinity hates me for some reason.”

hata mig af einhverjum ástæðum“. AE Svona eins og Tripadvisor. IE Sem er ógeðslega fyndið. KMB En það mætti alveg gera þetta á Íslandi, finnst mér. Af því þetta er bara svo mikið vandamál. IE En það eru auðvitað fordæmi fyrir þessu. Hallgrímur Helgason skrifaði mjög eftirminnilega gagnrýni um gagnrýni Jóns Viðars á Makbeð. Hann var bara: „Er þetta gagnrýni?“ AE Maður fær alveg oft gagnrýni sem manni finnst bara „blatantly“ ósanngjörn. Og svo er maður alveg tilbúinn að éta upp mjög lélega dóma ef maður fær 5 stjörnur.

ÞETTA FER EKKI Í VIÐTALIÐ IE Það sem mér finnst líka – og þetta fer ekki í viðtalið –Ari grípur fyrir munninn. AE Ó er viðtal í gangi? IE Já, þetta væri annars kannski svolítið einhliða samtal. AE „Ari Eldjárn treður sér inn, lætur allt snúast um sig. Fer að tala um Edinborg.“

Á þessum tímapunkti slekk ég á upptökunni og við Ingólfur eyðum dágóðum tíma í að spjalla við Ara á meðan ég klára pönnukökurnar. Og þó samtalið okkar hafi svolítið farið á annan veg en áætlað var er eitt víst að leikslokum. Allir listamenn þurfa að eiga við misgóða gagnrýnendur.

Viðtalið í fullri lengd má finna á vefnum okkar, studentabladid.is. Þar talar Ingólfur um tilurð bókarinnar, ritstjórnarferlið og fleira. AE Like Tripadvisor. IE Which is really funny. KMB But one should do this in Iceland, I think. Because this is a big problem. IE There is, of course, a precedent for this. Hallgrímur Helgason wrote a very memorable criticism of the criticism by Jón

Viðars on Macbeth. He was just: “Is this criticism?” AE A person quite often gets the criticism that feels just blatantly unfair. And one is ready to eat up very poor reviews if they get 5 stars.

THIS WON’T BE INCLUDED IN THE INTERVIEW IE What I feel, too – and this won’t be included in the interview –Ari covers his mouth. AE Oh, is there an interview going on? IE Yes, this would be otherwise, perhaps a bit of a one-sided conversation. AE “Ari Eldjárn, the intruder, lets everything revolve around himself. Begins to talk about Edinburgh.”

At this point, I turn off the recorder, and I and Infólfur have a good time chatting with Ari while I finish the pancakes. And though our conversation has gone a bit different than planned, one thing was clear in the end: All artists need to deal with unequally good critics.

A full version of the interview can be found at studentabladid.is. There, Ingólfur talks about how his book came to be and the editing process, amongst other things.

This article is from: