Grein / Article
Karitas M. Bjarkadóttir
Þýðing / Translation Victoria Bakshina
Er viðtal í gangi? Viðtal við Ingólf Eiríksson Is There an Interview Going On? Interview with Ingólfur Eiríksson Ég hitti Ingólf Eiríksson á Kaffi Vest, ég tel það vænlegast að vera ekkert að lokka hann út fyrir 107 þægindarammann, enda er Ingólfur fæddur og uppalinn Vesturbæingur. Hann er 27 ára bókmennta fræðingur sem kláraði nýlega meistaranám í ritlist og þegar ég hef pantað mér pönnukökur og sódavatn og við spjallað um daginn og veginn kveiki ég á upptökutækinu og hef samtalið sem ég er mætt til að eiga. Ingólfur hefur gefið út sína fyrstu skáldsögu, Stóru bókina um sjálfsvorkunn, mánuði fyrr, og ég ætla mér að komast að því hvernig ungskáldinu líður, þegar það hefur fengið nokkrar vikur til að hrista af sér nýjabrumið.
I meet Ingólfur Eiríksson at the Coffeehouse Vest, I think there is nothing to lure him out of the 107-comfort zone since he was born and raised in the Vesturbær district. He is a 27-year-old literary scholar who has recently received a master’s degree in creative writing, and after I have ordered my pancakes and soda, we have chatted about odds and ends, I turn on the recorder and start the interview that I am here for. He published his first novel, Stóra bókin um sjálfsvorkunn (e. The Big Book of Self-Pity), a month earlier, and I’m going to find out how the young author feels after he got a few weeks to shake off this newfangledness.
KMB Þú varst að fá ansi góðan dóm í Fréttablaðinu um daginn, hefurðu fengið þá marga þennan mánuð síðan bókin kom út? IE Já, hann var bara allt í lagi. Ég er búinn að fá þrjá dóma og svo stendur til að dæma hana í Víðsjá. Það verður sennilega– Í þeim töluðu orðum kemur þjónustustúlkan með pönnukökurnar mínar og býður Ara Eldjárn, grínista, sem situr á næsta borði. KMB Ég held ég hafi pantað þetta! IE Vá! Þjónustustúlkan réttir mér diskinn. Pönnukökurnar eru mjög veglegar, löðrandi í súkkulaði og berjum. KMB Já, nú skil ég þennan tvöþúsundkall, þetta er ansi veglegt. IE Ekkert smá. Ég hefði bara sagst eiga þær, en sumir eru með betri siðferðiskennd en ég. Ingólfur horfir á Ara. IE En þú ert auðvitað með barn með þér, þú verður að setja gott fordæmi. AE Já, ég vil helst bara borða eitthvað sem hún vill ekki. Eitthvað svona „savoury“. Þetta er enginn smá skammtur. KMB Ég veit ekki alveg hvernig ég á að borða þetta. IE Þetta er mjög skemmtilegt. KMB Já, vá. Já, þetta er æði. Þetta verður viðtal um pönnukökur. IE Já, algjörlega, það er í rauninni miklu betra, sko. Ég hefst handa við að sigra pönnukökufjallið og við Ingólfur reynum að koma okkur aftur á strik í viðtalinu, sem á þrátt fyrir allt ekki að vera um pönnukökur. KMB En já, hvernig finnst þér þetta? Þegar fólk er að birta– Ég sting upp í mig pönnukökubita. IE Skoðanir sínar á bókinni minni? KMB Já.
KMB You’ve recently received a pretty good review in Fréttablaðið, have you seen many this month since the book came out? IE Yes, it was just okay. I’ve received three reviews and the book is going to be reviewed by Viðsjá. It will probably– After these words, the waitress approaches us with my pancakes and offers them to Ari Eldjárn, a comedian, who sits at the table next to us. KMB I think I’ve just ordered this! IE Wow! The waitress hands me the plate. The pancakes are superb, covered in chocolate and berries. KMB Yes, now I get this two thousand króna deal, this is splendid. IE Pretty much. I would’ve just said keep them, but some have a better sense of morality than I do. Ingólfur looks at Ari. IE But of course, you’re with a child, you must set a good example. AE Yeah, I’d rather eat something that she does not want. Some thing savory. This is a pretty big portion. KMB I don’t quite know how to eat this. IE This is very entertaining. KMB Yeah, wow. Yes, this is awesome. This will be an interview about pancakes. IE Yes, absolutely, it’s much better. I start attacking the pancake mountain and try to bring us back on track with the interview, which, despite everything is not going to be about pancakes. KMB But yeah, how do you feel about this? When people publish– I stuff a pancake in my mouth IE Their views on my book? KMB Yes.
THE STUDENT PAPER
48