8 minute read
Þýðingamikil alþjóðareynsla
A Meaningful International Experience
Mynd / PhotoSara Þöll Finnbogadóttir
Advertisement
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur einsett sér það markmið að koma á laggirnar evrópsku „háskólasvæði“ þvert á háskóla og landamæri, þar sem a.m.k. 50% nemenda, á öllum stigum náms, búa að alþjóðareynslu við útskrift. Þá skiptir ekki máli hvort sú reynsla fari fram í staðnámi, fjarnámi eða samblöndu þessa tveggja. Þetta kemur fram í Erasmus+ verkefnaleiðbeiningum sem voru gefnar út 2020 og á að raungera fyrir 2025.
SAMSTARF Á HEIMSVÍSU Þetta er aðeins eitt af metnaðarfullum markmiðum leiðbeininganna sem hafa það að markmiði að umturna umhverfi æðri menntunar í Evrópu með sameiginlegum og sveigjanlegum námsleiðum, byggðum á þverfaglegu námi. Námið feli í sér samstarf á heimsvísu þar sem námsefnið er sniðið að nemandanum. Sömuleiðis ætlar Erasmus+ sér að leggja aukna áherslu á verk- og starfsnám sem hjálpar nemendum að þróa með sér hugarfar frumkvöðuls og styrkir borgaralega þátttöku þeirra. Framkvæmdastjórnin leggur víða áherslu á skapandi og nýstárlega starfsemi í leiðbeiningunum og kallar í raun eftir gagngerri endurskoðun á menntun á háskólastigi, sem sumir myndu halda fram að sé löngu orðin tímabær.
OPINN OG ALÞJÓÐLEGUR HÁSKÓLI Á hverju ári berast Erasmus+ þúsundir styrkjaumsókna frá hinum ýmsu verkefnum, hvaðanæva úr Evrópu og eitt þeirra verkefna sem hlotið hafa fjármagn frá þeim er Aurora samstarfið sem Háskóli Íslands er einmitt þátttakandi í. Markmiðin sem lögð eru fram í verkefnaleiðbeiningum Erasmus+ snerta því háskólann beint og hafa haft mótandi áhrif á stefnu hans (HÍ26) en opinn og alþjóðlegur háskóli er ein af fjórum megináherslum stefnunnar. Það er meðal annars þess vegna sem háskólinn bauð sjö nemendum að taka þátt í svokölluðu „Design Thinking Jam-i” í Tarragona á Spáni í síðasta mánuði.
MIKILVÆGI ALÞJÓÐAREYNSLU Í stuttu máli má segja að „Design Thinking“ sé hugmyndafræði sem leggur áherslu á að sjá áskoranir í nýju ljósi, endurskilgreina vandamál og komast að skapandi lausnum á skömmum tíma. Ferlið gerir kröfu um að þátttakendur stígi út fyrir þægindarammann og skapi áþreifanlegar niðurstöður í formi frumgerða af hugsanlegum lausnum. Og það var einmitt það sem við gerðum í Tarragona. Yfirskrift vinnustofunnar á Spáni var Hvernig geta háskólar tryggt að þýðingamikil alþjóðareynsla sé hluti af námi allra Aurora nemenda? Þetta er, eins og sjá má, afar háleitt markmið. Til samanburðar má nefna að aðeins um 2-3% nemenda við Háskóla Íslands nýta sér þá möguleika til skiptináms sem í boði eru á hverju ári. Spurningin er því hvernig við getum farið að því að brúa þetta bil. Hvernig getum við mætt markmiði Erasmus+ og veitt að minnsta kosti 50% nemenda tækifæri til skiptináms fyrir árið 2025? Þetta var vandamálið sem hópur um 25 nemenda, sem stunda nám í skólum The European Commission has made it their goal to establish a European higher education inter-university ‘campus’ where at least 50% of students, at all levels, including at Bachelor, Master and Doctoral levels, graduate with an international experience as part of their studies, whether that be through physical, virtual or blended mobility. This is stated in the Erasmus+ programme guide, published in 2020 and meant to be realised by 2025.
GLOBAL COOPERATION This is only one of several ambitious goals laid out in the programme guide that aims to revolutionise the landscape of higher education in Europe through new joint and flexible curricula based on a cross-disciplinary approach where content is personalised and cooperation is globalised. They also seek to place an increased emphasis on practical or work-based experience to help students develop an entrepreneurial mindset and increase civic engagement. The Commission emphasises creative and innovative activities at every turn, essentially calling for a complete overhaul of our educational system that some might call long overdue.
AN OPEN AND INTERNATIONAL UNIVERSITY The Erasmus+ Programme receives thousands of applications for funding projects across Europe each year and one of the projects that has received funding in the past year from the Programme is the Aurora Alliance, of which the University of Iceland is a member. The goals laid out in the programme guide are therefore extremely relevant to the University and have helped shape HÍ26, the University’s strategy for the years 2021-2026, that states an open and international university as one of its four main emphases. This is also why the University provided seven students from the University of Iceland with the opportunity to attend a Design Thinking Jam in Tarragona, Spain, just last month.
THE IMPORTANCE OF INTERNATIONAL EXPERIENCE In short, Design Thinking is a hands-on method of problem solving that aims to shed a new light on challenges, redefine problems and come up with innovative solutions in a very short amount of time. The process demands that participants step out of their comfort zones and produce concrete output in the form of prototypes of their prospective solutions. And that is exactly what we did in Tarragona.
The overarching theme of the workshop in Spain was What can universities do to guarantee that every Aurora student has at least one meaningful international experience as part of their studies? This is, of course, a very ambitious goal. For comparison it is estimated that around 2-3% of students at the University of Iceland employ the current mobility opportunities offered, every year. So how do we bridge the gap? How do we reach the goal laid out by Erasmus+
víðs vegar um Evrópu, reyndu að tækla á þremur dögum á Spáni. Það virðist ef til vill ómögulegt að finna langvarandi lausnir við þessum viðamikla vanda á aðeins örfáum dögum en það kæmi ykkur á óvart hvað hópur nemenda með fjölbreytta reynslu að baki sér og viljann til að breyta námsumhverfinu til hins betra getur áorkað í réttu umhverfi, með réttri aðstoð.
ÚT FYRIR ÞÆGINDARAMMANN Við unnum hratt og fyrir manneskju eins og mig, sem hefur alla ævi tekist á við fullkomnunaráráttu, var erfitt að slíta sig frá hefðbundnum verkferlum, s.s. að forgangsraða sköpun á áþreifanlegum lausnum á skömmum tíma fram yfir lausnir sem hugsaðar voru í þaula. Það er þó þannig að þú kemst ekki að því hvers þú ert í raun megnugt nema með því að fara út fyrir þægindarammann. Á aðeins þremur dögum tókst hópnum að afmarka fimm áhyggjuatriði sem gætu, að hluta til, útskýrt hvers vegna tiltölulega fáir nemendur nýta sér þau tækifæri til skiptináms sem boðið er upp á innan þeirra háskóla. Enn fremur tókst okkur að skapa frumgerðir af lausnum sem voru síðan kynntar á „biannual-i“ Aurora, 24 tímum eftir að vinnustofunni lauk. Þar voru fulltrúar 11 háskóla innan Evrópu viðstaddir og vonin er að þau muni aðstoða við frekari þróun lausnanna sem og innleiðingu þeirra inn í skólana. Hópurinn tók meðal annars fyrir hvernig útfæra mætti skiptinám svo það henti þörfum foreldra í námi, hvaða stuðning mætti veita nemendum erlendis sem takast á við rasisma, kvíða, þunglyndi eða tungumálaörðugleika, hvernig megi móta tækifæri svo að þau nái sérstaklega til minnihlutahópa sem líta ef til vill ekki á skiptinám sem raunhæfan möguleika fyrir sig og hvernig megi auglýsa tækifærin sem Aurora býður nemendum upp á svo þau nái til sem allra flestra.
MÓTANDI ÁHRIF ALÞJÓÐAREYNSLU Þetta snýst ekki eingöngu um að mæta markmiði Erasmus+ heldur snýst þetta einnig um að bjóða nemendum okkar upp á heildræna menntun sem metin er að verðleikum. Menntun sem veitir ekki aðeins prófskírteni heldur hjálpar stúdentum að þróa með sér hæfileika og getu sem ekki er endilega lögð áhersla á í hefðbundinni skólastofu. Við hljótum að vilja útskrifa nemendur sem búa að samskiptahæfni og sjálfstrausti. Við viljum útskriftarefni sem eru skapandi, opin og sjálfsörugg og það er það sem alþjóðareynsla kennir. Hún kennir hlustun á sjónarmið önnur en þín eigin og að koma eigin sjónarmiðum til skila. Hún kennir þér að standa á eigin fótum og veitir þér tengslanet sem nær út fyrir landsteinana. Þýðingamikil alþjóðareynsla mótar þig sem manneskju, reynir á þig og veitir þér tækifæri til að vaxa. Þú kemst ekki að því hvað þú ert í raun megnugt um nema með því að fara út fyrir þægindarammann. of incorporating mobility into 50% of students’ education by 2025? This was the problem that we, a group of around 25 students studying all around Europe, attempted to tackle over the course of three days in Spain. It might seem impossible, coming up with viable solutions to such a vast problem in only a few days but you’d be surprised what a group of students with varied experiences and a willingness to bring forth lasting change can do in the right environment, with some expert administrative assistance.
LEAVING YOUR COMFORT ZONE The workshop was intensive and for a perfectionist like me it was hard to shed my preferred work methods and prioritise producing concrete output quickly over making something in which I could see no flaws. However, it is only through leaving your comfort zone that you truly learn your own capabilities and over the course of three days our little group managed to identify 5 areas of particular concern that may be part of the reason relatively few students make use of the mobility opportunities their universities offer. Not only that, we also managed to create prototypes of solutions that were introduced during Aurora’s biannual meeting the following day to other Aurora representatives from 11 universities all across Europe where they will hopefully be developed further and introduced to students in said universities.
The group tackled how exchange studies could be modified to fit student parents’ needs, what support students abroad could be offered, whether they were dealing with racism, mental illness or a language barrier, how opportunities could specifically reach underprivileged or underrepresented groups who may not perceive mobility opportunities as something achievable for them, and how the opportunities Aurora offers could be better advertised in future to the student population in general.
THE IMPACT OF INTERNATIONAL EXPERIENCE This isn’t just about meeting the target Erasmus+ has set; this is about offering the most valuable and most holistic education for our students. An education where they do not only walk away with a degree but walk away having developed skills that aren’t necessarily taught in the traditional classroom environment. Surely we want our graduating students to have learned soft skills and confidence in their own abilities? We want graduating students who are innovative, open-minded and confident, and that is what international experience teaches you. It teaches you to understand different perspectives and communicate your own, it teaches you how to stand on your own two feet and it provides you with a wider network of contacts that isn’t confined to your country of origin. Because a meaningful, international experience actually shapes you as a person, it pushes you and provides you with opportunities to grow. Because it is only through leaving your comfort zone that you truly learn your own capabilities.