7 minute read

Heimildarmyndir til að horfa á í jólafríinu

Documentaries to Watch During the Holiday Break

Nú líður að annarlokum og langþráðu jólafríi. Hvað er betra til að hvílast eftir langa lotu af heimanámi og verkefnaskilum en að gleyma sér yfir áhugaverðri heimildamynd? Hér hef ég valið fjórar ólíkar myndir, svo að öll ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Advertisement

STORIES WE TELL, SARAH POLLEY (2012) Heimildamyndinni Stories We Tell er leikstýrt af kanadísku kvikmyndagerðarkonunni Söruh Polley. Þar kannar hún sögu fjölskyldu sinnar og tekur persónuleg viðtöl við systkini sín, föður og önnur skyldmenni til að reyna að átta sig betur á fortíð móður sinnar sem sem lést úr krabbameini. Viðtölin færa Polley á óvæntar slóðir og fá hana til að velta fyrir sér grundvallarspurningum um eigin uppruna og sjálfsmynd. Heilt á litið má þó segja að kvikmyndin fjalli í raun um það hvernig við segjum sögur, bæði um okkur sjálf og fólkið í kringum okkur. Ólíkir aðilar eiga sér ólíkar útgáfur af fortíðinni, en sannleikurinn er á reiki og ef til vill ekki til. Á ferðalagi Polley eru óvæntar kreppur og beygjur sem halda áhorfendum á tánum. Kvikmyndin Stories We Tell segir hjartnæma og hlýja sögu sem nálgast viðfangsefni sitt á frumlegan og eftirminnilegan hátt. Stories We Tell er meðal annars aðgengileg á Amazon Prime og síðunni documentarymania.com.

FINDING VIVIAN MAIER, JOHN MALOOF & CHARLIE SISKEL (2014) Finding Vivian Maier segir frá óvæntri uppgötvun John Maloof, ungs manns sem kaupir kassa af negatífum filmurúllum á uppboði. Fyrir hreina tilviljun uppgötvar hann þar heillandi ljósmyndir, teknar af Vivian Maier, óþekktri konu sem stuttu síðar átti eftir að verða einn frægasti götuljósmyndari heims. Heimildarmyndin, sem segir frá leit Maloof að sögu þessa dularfulla ljósmyndara, fékk tilnefningu til Óskarsverðlaunanna árið 2015. Vivian var nefnilega hvorki ljós-

,,Ég hef áhuga á því hvernig við segjum sögur um líf okkar. Hvernig sannleikurinn um fortíðina er gjarnan hverfull og erfitt að slá föstum.“ “I’m interested in the way we tell stories about our lives. About the fact that the truth about the past is often ephemeral and difficult to pin down.” The end of term approaches, along with the long-awaited Christmas break. What better way to rest after a long period of homework and handing in projects than to lose yourself in an interesting documentary? I have picked out four different films, so everyone should be able to find something to their liking.

STORIES WE TELL, SARAH POLLEY (2012) Stories We Tell is a documentary directed by Canadian filmmaker Sarah Polley. In an attempt to understand her mother’s past, who died of cancer, Polley investigates her own family history and conducts personal interviews with her siblings, father and other relatives. The interviews take Polley down unexpected trails and lead her to ask fundamental questions about her own origins and identity. Overall, it could be said that this film is really about how we tell stories about ourselves and the people around us. Different people have different versions of the past, while the truth often shifts around and perhaps does not even exist. Stories We Tell is available on Amazon Prime and the website documentarymania.com, among other sites.

FINDING VIVIAN MAIER, JOHN MALOOF & CHARLIE

SISKEL (2014) Finding Vivian Maier recounts the unexpected discovery made by John Maloof, a young man who buys a box of negatives at an auction. By sheer chance, he discovers captivating photographs taken by Vivian Maier, an unknown woman who would shortly become one of the world’s most famous street photographers. The film, which captures Maloof’s search for the story of this mysterious photographer, was nominated for an Oscar in 2015. It turns out that Vivian was not a photographer or a journalist, but a nanny.

myndari né blaðamaður, heldur barnfóstra. Fá vissu af ljósmyndaáhuga hennar þó hún hafi tekið fleiri en 150.000 myndir sem flestar fanga mannlífið á götum Chicago, New York og Los Angeles. Margar þeirra sá hún ekki einu sinni sjálf, því eftir hana lágu kassar fullir af óframkölluðum ljósmyndum. Hver var Vivian Maier? Af hverju steig hún aldrei fram? Og hvað varð um hana? Takturinn í þessari heimildarmynd er heillandi og kemur manni stöðugt á óvart. Finding Vivian Maier er meðal annars aðgengileg á Amazon Prime og Apple TV

CAVE OF FORGOTTEN DREAMS, WERNER HERZOG (2010) Í heimildarmyndinni Cave of Forgotten Dreams fær margverðlaunaði þýski leikstjórinn Werner Herzog einstakan aðgang að Chauvet-helli í Suður-Frakklandi. Hellirinn geymir nokkur af elstu hellamálverkum mannkynssögunnar, en Herzog fékk sérstakt leyfi frá menningarmálaráðherra Frakklands til þess að mega taka upp inni í hellinum sem er lokaður almenningi. Þar birtist áhorfendum heillandi heimur sem vekur ótal spurningar um raunveruleika fólksins sem bjó verkin til. Tugþúsunda ára gömul lófaför á hellisveggjunum eru súrrealísk sjón, í senn kunnugleg og framandi. Herzog nálgast viðfangsefnið frá ólíkum sjónarhornum, talar bæði við vísindamenn og sagnfræðinga, en nálgast málverkin líka á tilfinningalegum grundvelli. Stórkostleg mynd um sjálfan kjarna mennskunnar og sköpunarþörf mannsins. Cave of Forgotten dreams er aðgengileg á síðunni watchdocumentaries.com.

THE MOON INSIDE YOU, DIANA FABIÁNOVÁ (2009) The Moon Inside You er slóvakísk heimildarmynd frá árinu 2009 sem fjallar um blæðingar kvenna. Leikstjóri myndarinnar, Diana Fabianova, upplifði sjálf líkamlegan sársauka og erfiðleika í kringum blæðingar sínar, en fann engar myndir um þetta efni. Hún ákvað því að búa eina slíka til sjálf. Af hverju forðumst við að tala opinskátt um blæðingar? Hvernig birtast þær í samfélaginu og hvernig upplifa konur þær? Hvað segja sérfræðingar? Heimildarmyndin blandar kenningum ólíkra aðila, jafnt mannfræðinga, sálfræðinga, blaðamanna, kvensjúkdómalækna sem magadanskennarra, en auk þess birtast gömul fræðslumyndbönd og skýringar í formi teiknimynda. Eru konur viðskotaillar og kvartgjarnar þegar þær eru á blæðingum, eða gefa hormónabreytingar þeim kjark til að segja það sem þeim raunverulega finnst? Áhugaverð og hugrökk umfjöllun sem snertir á fjölmörgum málefnum, allt frá kynjapólitíkinni að baki getnaðarvörnum til persónulegrar reynslu. The Moon Inside You er meðal annars aðgengileg á síðunni dafilms.com, gegn vægu gjaldi, fyrir rúmar 400 krónur.

IMDb

Myndir / Photos

Few knew about her interest in photography, even though she took over 150,000 photographs, which mostly capture city life on the streets of Chicago, New York and Los Angeles. Many of the pictures were not even seen by Vivian herself, because she left behind boxes full of undeveloped rolls of film. Who was Vivian Maier? Why did she never come forward? And what became of her? The narrative rhythm in this film draws you in and constantly surprises. Finding Vivian Maier is available on Amazon Prime and Apple TV, among other platforms.

CAVE OF FORGOTTEN DREAMS, WERNER HERZOG (2010) In Cave of Forgotten Dreams, critically acclaimed German director Werner Herzog gets exclusive access to the Chauvet cave in Southern France. The cave contains some of the oldest cave-paintings in human history and is closed to the public, leading Herzog to receive special permission from the French Ministry of Culture to film inside of it. The film reveals a fascinating world to the viewer, which raises multiple questions about the reality of the people who created these works of art. Millennia-old palm prints on the cave’s walls are a surreal sight, at once familiar and exotic. Herzog approaches his subject from different perspectives and speaks to both scientists and historians, while maintaining an emotional standpoint. A fantastic film about the very core of humanity and its need to create. Cave of Forgotten dreams is available on the website watchdocumentaries.com, among others.

THE MOON INSIDE YOU, DIANA FABIÁNOVÁ (2009) The Moon Inside You is a Slovakian documentary from 2009, which centres around female menstruation. The film’s director, Diana Fabianova, personally experienced physical pain and difficulties surrounding her period, but could not find any films on the subject so she decided to make her own. Why do we avoid openly discussing menstruation? How does it appear to us in society and how do women experience it? What do experts say? The Moon Inside You mixes different theoretical approaches from anthropologists, psychologists, journalists, gynecologists and belly-dance teachers alike, alongside old-fashioned informational videos and animated shorts. Are women simply irritable and eager to complain when they are on their period, or do the hormonal changes give them the courage to say what they truly think? An interesting and brave film, which touches on a variety of subjects, everything from the gender politics surrounding contraception to personal experience. The Moon Inside You is available on the website dafilms.com, for the low price of 2.5 Euros.

This article is from: