11 minute read

Ávarp ritstýru

Editor’s Address

Ég er mjög spennt týpa. Sum segja að það sé einn af mínum betri kostum, önnur segja það galla. Þegar ég er spennt tala ég stjórnlaust, ég get talað og talað og talað frá morgni til kvölds. Ég tala ekki bara um það sem ég er spennt fyrir, heldur allt milli himins og jarðar. Þetta var sérstaklega slæmt þegar ég var yngri. Foreldrar mínir settu á endanum þá reglu á heimilinu að mér væri bannað að verða spennt fyrr en það væri mánuður eða minna í það sem ég væri spennt fyrir. Ég tók þá bara upp á því að verða spennt fyrir því að verða spennt. Ég hélt hátíðlega upp á þjóðhátíðardag Norðmanna, því það þýddi að þá væri bara mánuður í afmælið mitt og 24. nóvember varð svo gott sem jafn mikilvægur og aðfangadagurinn sjálfur. Núna, þegar annað tölublað vetrarins kemur út, eru tvær vikur til jóla. Ég er orðin mjög spennt. Ég var líka mjög spennt fyrir því að gefa út þetta blað, eins og ég er fyrir öllum blöðum vetrarins, en nú þegar það er frá get ég nýtt allan minn spenning í að hlakka til jólanna. Í þessu tölublaði er að finna gífurlegan fjölda greina sem allar eiga það sameiginlegt að hafa verið skrifaðar fyrir þig, kæri lesandi. Megináherslurnar að þessu sinni eru alþjóðanemar, hátíðarnar sem framundan eru og jólabókaflóðið góða. Okkur fannst kominn tími til að gera alþjóðlegum nemendum Háskólans hærra undir höfði. Alþjóðadagarnir eru nýafstaðnir og þó fjölgun COVID-smita hafi sett strik í reikninginn gengu þeir stórvel. Stór hluti þeirra nemenda HÍ sem taka þátt í starfi Stúdentablaðsins eru líka alþjóðanemar, hvaðanæva að úr heiminum. Í þessu tölublaði skrifa nokkur þeirra á eigin móðurmáli og því eru nokkrar greinanna á þremur tungumálum, hvorki meira né minna. Hátíðarnar framundan tengjast þessum áherslum líka. Einhverjir nemendur skólans munu verja hátíðunum fjarri fjölskyldu og vinum. Einhver fara kannski heim og einhver eyða hátíðunum með nýrri fjölskyldu og vinum. Við eigum kaldan, en þó notalegan tíma, fyrir höndum, með prófatörnum og verkefnaskilum en vonandi líka kertaljósum, kakóbollum og smákökum. Ég er gífurlega spennt að kúra undir hlýju teppi með góða bók, og jafnvel eintak af Stúdentablaðinu. Ég vona að prófin, kuldinn, myrkrið og þetta tölublað sem við höfum lagt svo gífurlega mikla vinnu í leggist vel í ykkur. Ég vona jafnframt að þið njótið frísins, hvort sem það verður í faðmi fjölskyldunnar eða á nýjum slóðum. Ég ætla að setja A Charlie Brown Christmas á fóninn, skella mér í jólapeysu og hlakka til að sjá ykkur öll á nýju ári. Mynd / PhotoSara Þöll Finnbogadóttir

Advertisement

I’m a very excitable person. Some say that it is one of my strengths, while others consider it a flaw. When I’m excited, I talk uncontrollably: I can literally talk, and talk, and talk all day long. I talk about everything between heaven and earth, not just about the things that excite me. This tendency of mine was especially unfavorable when I was younger. In the end, my parents set a rule: they prohibited me from getting excited about something earlier than a month or so until that exciting event. Then I just adapted myself to get excited about getting excited. I solemnly celebrated the National Day of Norway because it meant that I had just one month until my birthday, and November 24th became as equally important as Christmas Eve itself.

Now, as the second issue is getting published, there are only two weeks until Christmas. I am very excited. Just like with all winter papers, I got excited to release this one, but since it’s out now, I can use all my excitement to look forward to Christmas. In this issue you’ll find a plethora of articles, all of them have one thing in common: they have been written for you, dear reader. The focus this time is international students, upcoming holidays, and the good old Christmas Book Flood.

We felt that it’s time to make international students at the University of Iceland the focal point of the paper. The International Days have just finished, and although the spread of COVID-cases was a fly in the ointment, they went great. Many students that participate in the work of the Student Paper are also international students from all over the world. In this issue some of them write in their native language and, therefore, some articles are available in three languages.

The holidays ahead are also the focus of this issue. Some students will celebrate the holidays away from family and friends. Others will probably go home. The third group might spend the holidays with a new family and friends. We have a cold but cozy time ahead of us, with exams and assignments, but hopefully also with candle lights, cocoa mugs, and cookies. I’m immensely excited to cuddle under a warm blanket with a good book, and even a copy of the Student Paper.

I hope that the exams, the cold, the darkness, and this issue we have put so much work into, will sit well with you. At the same time, I hope that you enjoy your vacation time, whether it will be in the bosom of your family or new locations. I’m going to listen to A Charlie Brown Christmas, put on a Christmas sweater and I look forward to seeing you all in the new year.

Ávarp forseta Stúdentaráðs Mynd / Photo Address from the Student Council President

Sara Þöll Finnbogadóttir

Klukkan er að nálgast tíu og ég sit á litlu kaffihúsi í Tarragona, suður af Barselóna í hinu velþekkta sjálfsstjórnarsvæði Katalóníu á Spáni. Ég panta mér tvöfaldan cappuccino á meðan ég bíð þess að sækja fjarfund sem streymt er úr Aðalbyggingunni í Vatnsmýrinni. Mér þykir það heldur skemmtilegt í ljósi þess að ég er einmitt stödd í Tarragona til að sækja Aurora Biannual með fulltrúum frá Háskóla Íslands, sem er í þetta sinn hýst af samstarfsfólki okkar hjá University of Rovira i Virgili. Næstu dagar eiga eftir að vera afskaplega skemmtilegir og lærdómsríkir enda erum við hér til að styrkja og efla Aurora samstarfið þannig að stúdentar við Háskóla Íslands, sem og stúdentar við hina samstarfsháskólanna, njóti góðs af alþjóðlegum blæ í kennslu og námi á háskólagöngu sinni. Háskóli Íslands hefur svo sannarlega látið til sín taka í starfi Aurora en rektor fer með forsæti þess og alþjóðafulltrúi Stúdentaráðs fer með forsæti í stúdentaráði þess. Stúdentaráðið hefur vægi í samtalinu sem hér mun fara fram og þar munum við koma sjónarmiðum og ábendingum áleiðis um hvernig bæta megi samráðið við stúdenta. Þetta er í annað sinn sem ég er í Katalóníu en mér finnst ég þekkja hana nokkuð vel. Ég kynntist sögunni og ástríðunni sem Katalónar hafa gagnvart menningu sinni við BA ritgerðarskrif mín fyrir tæplega tveimur árum, en þau snerust um sjálfstæðisbaráttu sjálfsstjórnarsvæðisins. Mig klæjar í puttana að halda áfram með það sama efni í meistaranáminu og hef auðvitað hugsað út í að gera það á sjálfum staðnum þar sem þessar deilur fara allar fram; hér í Katalóníu. Sterk staða Háskóla Íslands gerir mér kleift að sækja nám erlendis, hvort sem það yrði hér á Spáni eða í öðru landi, í skiptinámi eða beinu framhaldsnámi. Háskóli Íslands hefur áunnið sér sæti á virtum alþjóðlegum matslistum sem hafa tryggt honum mikilvæg tengsl og samstörf á alþjóðavettvangi. „Opinn og alþjóðlegur“ er ein af fjórum áherslum í starfi Háskóla Íslands og grunnstoð í nýrri stefnu hans næstu fimm árin. Sú áhersla er tvíþætt í þeim skilningi að hún snýst um að skapa náið samstarf við alþjóðasamfélagið annars vegar og styrkja innviði háskólans fyrir nemendur sem hingað vilja koma hins vegar. Í einföldu máli snýst þetta um þverfaglega samvinnu milli ólíkra landa sem á að stuðla að nýsköpun nemenda og starfsfólks og leiða af sér samfélagslegar framfarir. Til þess að ná því markmiði verður, til að byrja með, að skoða eigið starf. Fyrir mörg ungmenni eru skólastigin ein helsta félagslega formgerðin sem hefur bein áhrif á þau og eru þeim mótandi. Félagslegar formgerðir bjóða ekki alltaf upp á að fólk með fjölbreyttan tungumála- og menningarlegan bakgrunn nái fótfestu og stundum taka þær skilgreiningarvaldið af einstaklingum eða krefjast þess að þeir aðlagi sig með þeim hætti að þeir átta sig ekki á því að skilgreiningarvaldið sé þeirra. Það eru þrjú ár síðan staða alþjóðafulltrúa á réttindaskrifstofu Stúdentaráðs var sett á fót til að gæta hagsmuna erlendra nema, It is almost ten o’clock and I sit alone in a small coffee shop in Tarragona, south of Barcelona in the well-known autonomous territory of Catalonia in Spain. I order a double cappuccino while I wait to attend a remote meeting which is streamed from the main building of the University of Iceland. I find this quite amusing in light of the fact that I am presently in Tarragona to attend the Aurora Biannual, with representatives from the University of Iceland, which is hosted this time by our colleagues from the University of Rovira i Virgili. The next few days will be very pleasant and educational since we are here to reinforce and bolster the Aurora universities network so that students from the University of Iceland, as well as students from other member universities, can enjoy the advantages of an international atmosphere in their university studies. The University of Iceland has certainly made itself known in the Aurora network with our rector being the Aurora’s president and our international officer being the president of Aurora’s student council. The Student Council will weigh in on the discussions that are to follow and there, we will promote viewpoints and advice on how dialogue with students may be improved.

This is the second time I come to Catalonia but I feel I know it quite well. I was introduced to its history and the passion Catalonians have for their own culture while writing my bachelor’s thesis roughly two years ago which centered around the battle for independence of the autonomous territory. I am itching to continue on this topic in my master’s studies and have naturally considered doing so in the place where all these disputes take place, here in Catalonia. The strong position of the University of Iceland makes it possible for me to study abroad, whether it be in Spain or elsewhere, in an exchange program or regular graduate studies. The University of Iceland has earned its spot on reputable international ranking lists which have ensured it important connections and collaborations on an international stage.

“Open and international” is one of four emphases in any activities of the University of Iceland and a foundation in its new policy for the next five years. This emphasis has two facets in the way that it seeks to create close cooperation with the international sphere but also to strengthen the university’s infrastructure for foreign students who wish to come here. In layman’s terms, it’s about interdisciplinary collaboration between countries which contributes to student and staff innovation leading to social progress. To achieve this goal we must first look at our own efforts. For many young people, the educational system is the main social structure that affects them directly and is therefore formative for them. Social structures do not always invite people with a diverse language and cultural background to find their feet and sometimes they take away the right to self-definition or demand that they

hvort sem það eru skiptinemar, alþjóðanemar eða nemendur sem hafa sest hér að. Alþjóðafulltrúi vinnur þannig annars vegar með Alþjóðasviði háskólans og hins vegar með verkefnisstjóra Aurora á rektorsskrifstofu. Á þessum þremur árum hafa leitað til okkar nemendur sem reyna að fóta sig í háskólasamfélaginu okkar og hafa ekki víðtækt tengslanet til að takast á við það eins og við hin. Sum fá ekki inngöngu í læknanámið sem þau hefur ætíð dreymt um, því þau þekkja ekki nafnið á þjóðarblómi Íslendinga og önnur fá ekki leyfi til að nota orðabók í prófi á þeim forsendum að gæta þurfi jafnræðis, þegar raunin er sú að verið er að svipta þau jöfnu aðgengi að náminu. Viðmóti sem þessu verður að breyta og raunar tækla allt frá yngsta menntastiginu. Háskóla Íslands ber að veita fullnægjandi stuðning við alla sína nemendur. Hann getur haldið í sögu sína og áfram verið virðuleg og þýðingarmikil menntastofnun, en um leið þróast í samræmi við samtímann og aukið aðgengi fólks að námi, til að standast áherslur sínar um að vera opinn og alþjóðlegur háskóli fyrir öll. adapt in a way in which individuals don’t understand that the power of self-definition is theirs.

Three years ago, the position of international officer was founded in the equal rights office of the Student Council to look out for the interests of foreign students, whether they be exchange students, international students or students that have settled here for good. The international officer works with both the International Office of the university and with the Aurora project manager in the rector’s office. In these three years, students have reached out to us but do not have the same networks that Icelanders do. Some are rejected from the medical studies they had always dreamed of because they do not know what the national flower of Iceland is and others are banned from using dictionaries in exams on the premise that equality must reign but in reality, they are being denied an equal opportunity to education.

This attitude needs to change and should be taken on at all levels of education. The University of Iceland has a duty to provide satisfactory support to all its students. The school can pay homage to its history and remain a dignified and important educational institution but simultaneously progress in time with the present and increase people’s access to education so as to honour its emphasis on being an open and international university for all.

This article is from: