Stúdentablaðið - desember 2021

Page 5

Karitas M. Bjarkadóttir

Ávarp ritstýru Editor’s Address Ég er mjög spennt týpa. Sum segja að það sé einn af mínum betri kostum, önnur segja það galla. Þegar ég er spennt tala ég stjórnlaust, ég get talað og talað og talað frá morgni til kvölds. Ég tala ekki bara um það sem ég er spennt fyrir, heldur allt milli himins og jarðar. Þetta var sérstaklega slæmt þegar ég var yngri. Foreldrar mínir settu á endanum þá reglu á heimilinu að mér væri bannað að verða spennt fyrr en það væri mánuður eða minna í það sem ég væri spennt fyrir. Ég tók þá bara upp á því að verða spennt fyrir því að verða spennt. Ég hélt hátíðlega upp á þjóðhátíðardag Norðmanna, því það þýddi að þá væri bara mánuður í afmælið mitt og 24. nóvember varð svo gott sem jafn mikilvægur og aðfangadagurinn sjálfur. Núna, þegar annað tölublað vetrarins kemur út, eru tvær vikur til jóla. Ég er orðin mjög spennt. Ég var líka mjög spennt fyrir því að gefa út þetta blað, eins og ég er fyrir öllum blöðum vetrarins, en nú þegar það er frá get ég nýtt allan minn spenning í að hlakka til jólanna. Í þessu tölublaði er að finna gífurlegan fjölda greina sem allar eiga það sameiginlegt að hafa verið skrifaðar fyrir þig, kæri lesandi. Megináherslurnar að þessu sinni eru alþjóðanemar, hátíðarnar sem framundan eru og jólabókaflóðið góða. Okkur fannst kominn tími til að gera alþjóðlegum nemendum Háskólans hærra undir höfði. Alþjóðadagarnir eru nýafstaðnir og þó fjölgun COVID-smita hafi sett strik í reikninginn gengu þeir stórvel. Stór hluti þeirra nemenda HÍ sem taka þátt í starfi Stúdentablaðsins eru líka alþjóðanemar, hvaðanæva að úr heiminum. Í þessu tölublaði skrifa nokkur þeirra á eigin móðurmáli og því eru nokkrar greinanna á þremur tungumálum, hvorki meira né minna. Hátíðarnar framundan tengjast þessum áherslum líka. Ein­­hverjir nemendur skólans munu verja hátíðunum fjarri fjölskyldu og vinum. Einhver fara kannski heim og einhver eyða hátíðunum með nýrri fjölskyldu og vinum. Við eigum kaldan, en þó notalegan tíma, fyrir höndum, með prófatörnum og verkefnaskilum en vonandi líka kertaljósum, kakóbollum og smákökum. Ég er gífur­lega spennt að kúra undir hlýju teppi með góða bók, og jafnvel eintak af Stúdenta­blaðinu. Ég vona að prófin, kuldinn, myrkrið og þetta tölublað sem við höfum lagt svo gífurlega mikla vinnu í leggist vel í ykkur. Ég vona jafn­framt að þið njótið frísins, hvort sem það verður í faðmi fjöl­ skyldunnar eða á nýjum slóðum. Ég ætla að setja A Charlie Brown Christmas á fóninn, skella mér í jólapeysu og hlakka til að sjá ykkur öll á nýju ári.

THE STUDENT PAPER

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

Mynd / Photo Sara Þöll Finnbogadóttir

Grein / Article

I’m a very excitable person. Some say that it is one of my strengths, while others consider it a flaw. When I’m excited, I talk uncontrol­ lably: I can literally talk, and talk, and talk all day long. I talk about everything between heaven and earth, not just about the things that excite me. This tendency of mine was especially unfavorable when I was younger. In the end, my parents set a rule: they pro­hib­ited me from getting excited about something earlier than a month or so until that exciting event. Then I just adapted myself to get excited about getting excited. I solemnly celebrated the National Day of Norway because it meant that I had just one month until my birthday, and November 24th became as equally important as Christmas Eve itself. Now, as the second issue is getting published, there are only two weeks until Christmas. I am very excited. Just like with all winter papers, I got excited to release this one, but since it’s out now, I can use all my excitement to look forward to Christmas. In this issue you’ll find a plethora of articles, all of them have one thing in common: they have been written for you, dear reader. The focus this time is international students, upcoming holidays, and the good old Christmas Book Flood. We felt that it’s time to make international students at the University of Iceland the focal point of the paper. The International Days have just finished, and although the spread of COVID-cases was a fly in the ointment, they went great. Many students that par­ticipate in the work of the Student Paper are also international students from all over the world. In this issue some of them write in their native language and, therefore, some articles are available in three languages. The holidays ahead are also the focus of this issue. Some students will celebrate the holidays away from family and friends. Others will probably go home. The third group might spend the holidays with a new family and friends. We have a cold but cozy time ahead of us, with exams and assignments, but hopefully also with candle lights, cocoa mugs, and cookies. I’m immensely excited to cuddle under a warm blanket with a good book, and even a copy of the Student Paper. I hope that the exams, the cold, the darkness, and this issue we have put so much work into, will sit well with you. At the same time, I hope that you enjoy your vacation time, whether it will be in the bosom of your family or new locations. I’m going to listen to A Charlie Brown Christmas, put on a Christmas sweater and I look forward to seeing you all in the new year.

5


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Áhyggjur ungs fólks á Norðurslóðum

10min
pages 79-80

ٹھنڈی ہواؤں میں لہر تا ہوا دوپٹہ

12min
pages 76-77

Gulleggið: Stökkpallur fyrir frumkvöðla

3min
page 78

Staromod(er)no Prjónað af ást

12min
pages 69-71

Heimildarmyndir til að horfa á í jólafríinu

7min
pages 74-75

Bestu útiklefarnir á höfuðborgarsvæðinu

10min
pages 66-68

Anna og Snædís kynna leikárið 2021 2022

9min
pages 64-65

Hjarta í miðju háskólasamfélagsins

13min
pages 60-63

Українське Різдво. Православний Геловін

17min
pages 56-59

Er viðtal í gangi?

15min
pages 48-51

Ο «Ελληνικός» Άι Βασίλης

8min
pages 52-53

Íslenska jólabókaflóðið er einstakt

9min
pages 43-45

Að vera utanaðkomandi

6min
pages 41-42

Bókmenntahorn ritstjórnar

8min
pages 46-47

Babelbókasafn Borges

9min
pages 37-38

Útópía MC Myasnoi

8min
pages 30-31

Að lifa íslenska veturinn af

7min
pages 12-13

Sókrates var fyrsti áhrifavaldurinn

11min
pages 10-11

Nýtt líf í nýju landi

8min
pages 28-29

Ávarp ritstýru

11min
pages 5-7

Ávarp alþjóðafulltrúa LÍS

4min
pages 26-27

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn

4min
page 21

Uppáhalds orð erlendra nema á íslensku

4min
pages 8-9

Þýðingamikil alþjóðareynsla

8min
pages 19-20
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.