Stúdentablaðið - desember 2021

Page 1

THE STUDENT PAPER

2. TÖLUBLAÐ

97. ÁRGANGUR


GP banki

Veltureikningur

-693.484 6.516

Útskrifast þú í mínus? Flest erum við með skuldir á bakinu þegar við ljúkum námi og þá skiptir máli að menntunin sem við höfum fjárfest í sé metin til launa. Það er sérstakt baráttumál okkar hjá BHM að háskólamenntun fólks skili sér í hærri launum þegar komið er út á vinnumarkaðinn. Innan bandalagsins eru 27 stéttarfélög sem standa saman í hagsmunabaráttu fyrir háskólamenntað fólk, bæði hvað varðar laun og önnur kjör. Með því að velja stéttarfélag innan BHM færðu einnig aðild að sjúkra- og styrktarsjóðum auk annarra sjóða, sem gerir þér kleift að sækja um styrki fyrir meðferðum á líkama og sál, starfsþróun, ráðstefnum og fleira.

Veldu stéttarfélag innan BHM þegar þú lýkur námi!


STÚDENTABLAÐIÐ  RITSTJÓRI / EDITOR Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir ÚTGEFANDI / PUBLISHER Stúdentaráð Háskóla Íslands / University of Iceland Student Council RITSTJÓRN / EDITORIAL TEAM Anna María Björnsdóttir Arnheiður Björnsdóttir Árni Pétur Árnason Lísa Margrét Gunnarsdóttir Maicol Cipriani Rohit Goswami Snædís Björnsdóttir BLAÐAMENN / JOURNALISTS Anastasia Nitsiou Mavrommati Birta Björnsdóttir Kjerúlf Dino Ðula Francesca Stoppani Igor Stax Mahdya Malik Melkorka Gunborg Briansdóttir Sam Cone Stefaniya Ogurtsova YFIRUMSJÓN MEÐ ÞÝÐINGUM / TRANSLATION SUPERVISOR Victoria Bakshina YFIRUMSJÓN MEÐ PRÓFARKALESTRI / PROOFREADING SUPERVISOR Birgitta Björg Guðmarsdóttir ÞÝÐENDUR / TRANSLATORS Anna María Björnsdóttir Árni Pétur Árnason Hallberg Brynjar Guðmundsson Jakob Regin Eðvarðsson Lilja Ragnheiður Einarsdóttir Lísa Margrét Gunnarsdóttir Sindri Snær Jónsson Snædís Björnsdóttir Victoria Bakshina Þórunn Halldórsdóttir Þula Guðrún Árnadóttir LJÓSMYNDIR / PHOTOS Barði Benediktsson Mandana Emad PRÓFARKALESTUR Á ÍSLENSKU / ICELANDIC PROOFREADING Anna María Björnsdóttir Árni Pétur Árnason Birgitta Björg Guðmarsdóttir Lísa Margrét Gunnarsdóttir Snædís Björnsdóttir Þórunn Halldórsdóttir PRÓFARKALESTUR Á ENSKU / ENGLISH PROOFREADING Alice Heeley Árni Pétur Árnason Charlotte Barlow Rohit Goswami Sam Cone SÉRSTAKAR ÞAKKIR / SPECIAL THANKS Félagsstofnun Stúdenta Hannes Kristinn Árnason Jón Karl Helgason Réttindaskrifstofa SHÍ HÖNNUN, TEIKNINGAR OG UMBROT / DESIGN, ILLUSTRATIONS AND LAYOUT Sóley Ylja Aðalbjargardóttir Bartsch LETUR / FONT Durango Kid Freight Text Pro Freight Sans Pro Helvetica Neue Adobe Arabic PRENTUN / PRINTING Litróf UPPLAG / CIRCULATION 800 eintök / 800 copies   studentabladid.is   Studentabladid   studentabladid   studentabladid

Efnisyfirlit Table of Contents 5   Ávarp ritstýru Editor’s Address 6   Ávarp forseta Stúdentaráðs Address from the Student Council President 8   Uppáhalds orð erlendra nema á íslensku International Students’ Favourite Icelandic Words 10  Sókrates var fyrsti áhrifavaldurinn Socrates Was the First Influencer 12  Að lifa íslenska veturinn af Surviving the Icelandic Winter 14  Ískaldur sjór stundum betri en þunglyndislyf The Ice-Cold Ocean Can Sometimes Be Better Than Antidepressants

56   Українське Різдво. Православний Геловін Úkraínsk jól: Hrekkjavaka rétttrúnaðar Ukrainian Christmas: Orthodox Halloween 60   Hjarta í miðju háskólasamfélagsins Heart in the Center of the University Community 64   Anna og Snædís kynna leikárið 20212022 Anna and Snædís Present the Theatre Year 2021-2022 66  Bestu útiklefarnir á höfuðborgarsvæðinu The Best Outdoor Lockers in the Capital Area

19  Þýðingamikil alþjóðareynsla A Meaningful International Experience

69  Staromod(er)no Prjónað af ást All You Knit Is Love

21  Alþjóðlegi jafnréttisskólinn International Gender Equality School

72  Uppskriftarhornið: Lúsíukettir Recipe Corner: Lucy’s Cats

22  Að hefja nýtt líf á Íslandi & stunda nám við Háskóla Íslands sem alþjóðanemi Starting a New Life in Iceland & Attending University as an International Student

74   Heimildarmyndir til að horfa á í jólafríinu Documentaries to Watch During the Holiday Break

26  Ávarp alþjóðafulltrúa LÍS Address from the International Officer of LÍS 28  Nýtt líf í nýju landi A New Life in a New Country 30  Útópía MC Myasnoi MC Myasnoi’s Utopia 32  Íslenskur hljóðheimur Icelandic Soundscapes

76   ‫ہٹپود اوہ ات رہل ںیم ںؤاوہ یڈنھٹ‬ Höfuðklúturinn sem svífur í köldum vindi The Scarf that Glides on Cold Winds 78   Gulleggið: Stökkpallur fyrir frumkvöðla Gulleggið: A Jumping-Off Point for Entrepreneurs 79   Áhyggjur ungs fólks á Norðurslóðum What Concerns the Arctic Youth? 81   Hafðu það notalegt í vetur Bestu sætindi í Reykjavík Get Yourself Cozy in the Winter Best Sweet Treats in Reykjavík

34  Musica Italiana Oltre l'Eurovision: 5 Artisti da Ascoltare Ítölsk tónlist handan Eurovision: 5 hlustunarverðir listamenn Italian Music Beyond Eurovision: 5 Artists Worth a Listen

84   2022 Tarot: Það sem frú Örlög ber í skauti sér 2022 Tarot: What Lady Fortune Brings

37   Babelbókasafn Borges Borges’ Library of Babel

87   Gátur & lausnir Puzzles & Solutions

39   Duolingo-ráð: Svona getur þú bætt tungumálakunnáttu þína Duolingo Advice: How to Improve Your Language Knowledge 41   Að vera utanaðkomandi On Being Foreign 43   Íslenska jólabókaflóðið er einstakt The Unique Icelandic Christmas Book Flood 46   Bókmenntahorn ritstjórnar The Editorial Booknook 48   Er viðtal í gangi? Is There an Interview Going On? 52   Ο «Ελληνικός» Άι Βασίλης „Gríski“ jólasveinninn The “Greek” Santa Claus 54   Upplifun alþjóðanemenda Stutt könnun meðal blaðamanna okkar The International Student Experience A Brief Survey among Our Journalists


STÚDENTABLAÐIÐ

Ritstjórn Editorial Team

Anna María Björnsdóttir

Arnheiður Björnsdóttir

Árni Pétur Árnason

Karitas M. Bjarkadóttir

Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Maicol Cipriani

Mandana Emad

Rohit Goswami

Snædís Björnsdóttir

Sóley Ylja A. Bartsch

Blaðamenn Journalists

Anastasia Nitsiou Mavrommati (Tess)

Birta Björnsdóttir

Dino Ðula

Igor Stax

Mahdya Malik

Melkorka Gunborg Briansdóttir

Sam Cone

Stefaniya Ogurtsova

THE STUDENT PAPER

Francesca Stoppani

4


Karitas M. Bjarkadóttir

Ávarp ritstýru Editor’s Address Ég er mjög spennt týpa. Sum segja að það sé einn af mínum betri kostum, önnur segja það galla. Þegar ég er spennt tala ég stjórnlaust, ég get talað og talað og talað frá morgni til kvölds. Ég tala ekki bara um það sem ég er spennt fyrir, heldur allt milli himins og jarðar. Þetta var sérstaklega slæmt þegar ég var yngri. Foreldrar mínir settu á endanum þá reglu á heimilinu að mér væri bannað að verða spennt fyrr en það væri mánuður eða minna í það sem ég væri spennt fyrir. Ég tók þá bara upp á því að verða spennt fyrir því að verða spennt. Ég hélt hátíðlega upp á þjóðhátíðardag Norðmanna, því það þýddi að þá væri bara mánuður í afmælið mitt og 24. nóvember varð svo gott sem jafn mikilvægur og aðfangadagurinn sjálfur. Núna, þegar annað tölublað vetrarins kemur út, eru tvær vikur til jóla. Ég er orðin mjög spennt. Ég var líka mjög spennt fyrir því að gefa út þetta blað, eins og ég er fyrir öllum blöðum vetrarins, en nú þegar það er frá get ég nýtt allan minn spenning í að hlakka til jólanna. Í þessu tölublaði er að finna gífurlegan fjölda greina sem allar eiga það sameiginlegt að hafa verið skrifaðar fyrir þig, kæri lesandi. Megináherslurnar að þessu sinni eru alþjóðanemar, hátíðarnar sem framundan eru og jólabókaflóðið góða. Okkur fannst kominn tími til að gera alþjóðlegum nemendum Háskólans hærra undir höfði. Alþjóðadagarnir eru nýafstaðnir og þó fjölgun COVID-smita hafi sett strik í reikninginn gengu þeir stórvel. Stór hluti þeirra nemenda HÍ sem taka þátt í starfi Stúdentablaðsins eru líka alþjóðanemar, hvaðanæva að úr heiminum. Í þessu tölublaði skrifa nokkur þeirra á eigin móðurmáli og því eru nokkrar greinanna á þremur tungumálum, hvorki meira né minna. Hátíðarnar framundan tengjast þessum áherslum líka. Ein­­hverjir nemendur skólans munu verja hátíðunum fjarri fjölskyldu og vinum. Einhver fara kannski heim og einhver eyða hátíðunum með nýrri fjölskyldu og vinum. Við eigum kaldan, en þó notalegan tíma, fyrir höndum, með prófatörnum og verkefnaskilum en vonandi líka kertaljósum, kakóbollum og smákökum. Ég er gífur­lega spennt að kúra undir hlýju teppi með góða bók, og jafnvel eintak af Stúdenta­blaðinu. Ég vona að prófin, kuldinn, myrkrið og þetta tölublað sem við höfum lagt svo gífurlega mikla vinnu í leggist vel í ykkur. Ég vona jafn­framt að þið njótið frísins, hvort sem það verður í faðmi fjöl­ skyldunnar eða á nýjum slóðum. Ég ætla að setja A Charlie Brown Christmas á fóninn, skella mér í jólapeysu og hlakka til að sjá ykkur öll á nýju ári.

THE STUDENT PAPER

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

Mynd / Photo Sara Þöll Finnbogadóttir

Grein / Article

I’m a very excitable person. Some say that it is one of my strengths, while others consider it a flaw. When I’m excited, I talk uncontrol­ lably: I can literally talk, and talk, and talk all day long. I talk about everything between heaven and earth, not just about the things that excite me. This tendency of mine was especially unfavorable when I was younger. In the end, my parents set a rule: they pro­hib­ited me from getting excited about something earlier than a month or so until that exciting event. Then I just adapted myself to get excited about getting excited. I solemnly celebrated the National Day of Norway because it meant that I had just one month until my birthday, and November 24th became as equally important as Christmas Eve itself. Now, as the second issue is getting published, there are only two weeks until Christmas. I am very excited. Just like with all winter papers, I got excited to release this one, but since it’s out now, I can use all my excitement to look forward to Christmas. In this issue you’ll find a plethora of articles, all of them have one thing in common: they have been written for you, dear reader. The focus this time is international students, upcoming holidays, and the good old Christmas Book Flood. We felt that it’s time to make international students at the University of Iceland the focal point of the paper. The International Days have just finished, and although the spread of COVID-cases was a fly in the ointment, they went great. Many students that par­ticipate in the work of the Student Paper are also international students from all over the world. In this issue some of them write in their native language and, therefore, some articles are available in three languages. The holidays ahead are also the focus of this issue. Some students will celebrate the holidays away from family and friends. Others will probably go home. The third group might spend the holidays with a new family and friends. We have a cold but cozy time ahead of us, with exams and assignments, but hopefully also with candle lights, cocoa mugs, and cookies. I’m immensely excited to cuddle under a warm blanket with a good book, and even a copy of the Student Paper. I hope that the exams, the cold, the darkness, and this issue we have put so much work into, will sit well with you. At the same time, I hope that you enjoy your vacation time, whether it will be in the bosom of your family or new locations. I’m going to listen to A Charlie Brown Christmas, put on a Christmas sweater and I look forward to seeing you all in the new year.

5


Isabel Alejandra Diaz

Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Mynd / Photo Sara Þöll Finnbogadóttir

Grein / Article

Ávarp forseta Stúdentaráðs Address from the Student Council President Klukkan er að nálgast tíu og ég sit á litlu kaffihúsi í Tarragona, suður af Barselóna í hinu velþekkta sjálfsstjórnarsvæði Katalóníu á Spáni. Ég panta mér tvöfaldan cappuccino á meðan ég bíð þess að sækja fjarfund sem streymt er úr Aðalbyggingunni í Vatnsmýrinni. Mér þykir það heldur skemmtilegt í ljósi þess að ég er einmitt stödd í Tarragona til að sækja Aurora Biannual með fulltrúum frá Háskóla Íslands, sem er í þetta sinn hýst af samstarfsfólki okkar hjá University of Rovira i Virgili. Næstu dagar eiga eftir að vera afskaplega skemmti­ legir og lærdómsríkir enda erum við hér til að styrkja og efla Aurora samstarfið þannig að stúdentar við Háskóla Íslands, sem og stúdentar við hina samstarfsháskólanna, njóti góðs af alþjóðlegum blæ í kennslu og námi á háskólagöngu sinni. Háskóli Íslands hefur svo sannarlega látið til sín taka í starfi Aurora en rektor fer með forsæti þess og al­þjóðafulltrúi Stúdentaráðs fer með forsæti í stúdentaráði þess. Stúdentaráðið hefur vægi í samtalinu sem hér mun fara fram og þar munum við koma sjónarmiðum og ábendingum áleiðis um hvernig bæta megi samráðið við stúdenta. Þetta er í annað sinn sem ég er í Katalóníu en mér finnst ég þekkja hana nokkuð vel. Ég kynntist sögunni og ástríðunni sem Katalónar hafa gagnvart menningu sinni við BA ritgerðarskrif mín fyrir tæplega tveimur árum, en þau snerust um sjálfstæðisbaráttu sjálfsstjórnarsvæðisins. Mig klæjar í puttana að halda áfram með það sama efni í meistaranáminu og hef auðvitað hugsað út í að gera það á sjálfum staðnum þar sem þessar deilur fara allar fram; hér í Katalóníu. Sterk staða Háskóla Íslands gerir mér kleift að sækja nám erlendis, hvort sem það yrði hér á Spáni eða í öðru landi, í skiptinámi eða beinu framhaldsnámi. Háskóli Íslands hefur áunnið sér sæti á virtum alþjóðlegum matslistum sem hafa tryggt honum mikilvæg tengsl og samstörf á alþjóðavettvangi. „Opinn og alþjóðlegur“ er ein af fjórum áherslum í starfi Há­skóla Íslands og grunnstoð í nýrri stefnu hans næstu fimm árin. Sú áhersla er tvíþætt í þeim skilningi að hún snýst um að skapa náið samstarf við alþjóðasamfélagið annars vegar og styrkja innviði há­skólans fyrir nemendur sem hingað vilja koma hins vegar. Í einföldu máli snýst þetta um þverfaglega samvinnu milli ólíkra landa sem á að stuðla að nýsköpun nemenda og starfsfólks og leiða af sér sam­félagslegar framfarir. Til þess að ná því markmiði verður, til að byrja með, að skoða eigið starf. Fyrir mörg ungmenni eru skólastigin ein helsta félagslega formgerðin sem hefur bein áhrif á þau og eru þeim mótandi. Félagslegar formgerðir bjóða ekki alltaf upp á að fólk með fjölbreyttan tungumála- og menningarlegan bakgrunn nái fótfestu og stundum taka þær skilgreiningarvaldið af einstaklingum eða krefjast þess að þeir aðlagi sig með þeim hætti að þeir átta sig ekki á því að skilgreiningarvaldið sé þeirra. Það eru þrjú ár síðan staða alþjóðafulltrúa á réttindaskrifstofu Stúdentaráðs var sett á fót til að gæta hagsmuna erlendra nema,   THE STUDENT PAPER

It is almost ten o’clock and I sit alone in a small coffee shop in Tarragona, south of Barcelona in the well-known autonomous territory of Catalonia in Spain. I order a double cappuccino while I wait to attend a remote meeting which is streamed from the main building of the University of Iceland. I find this quite amus­ing in light of the fact that I am presently in Tarragona to attend the Aurora Biannual, with representatives from the University of Iceland, which is hosted this time by our colleagues from the Uni­versity of Rovira i Virgili. The next few days will be very pleasant and educational since we are here to reinforce and bolster the Au­rora universities network so that students from the University of Iceland, as well as students from other member universities, can enjoy the advantages of an international atmosphere in their university studies. The University of Iceland has certainly made itself known in the Aurora network with our rector being the Au­rora’s president and our international officer being the president of Aurora’s student council. The Student Council will weigh in on the discussions that are to follow and there, we will promote view­points and advice on how dialogue with students may be improved. This is the second time I come to Catalonia but I feel I know it quite well. I was introduced to its history and the passion Cata­lonians have for their own culture while writing my bachelor’s thesis roughly two years ago which centered around the battle for independence of the autonomous territory. I am itching to continue on this topic in my master’s studies and have naturally considered doing so in the place where all these disputes take place, here in Catalonia. The strong position of the University of Iceland makes it possible for me to study abroad, whether it be in Spain or else­where, in an exchange program or regular graduate studies. The University of Iceland has earned its spot on reputable international ranking lists which have ensured it important connections and collaborations on an international stage. “Open and international” is one of four emphases in any activities of the University of Iceland and a foundation in its new policy for the next five years. This emphasis has two facets in the way that it seeks to create close cooperation with the international sphere but also to strengthen the university’s infrastructure for foreign students who wish to come here. In layman’s terms, it’s about interdisciplinary collaboration between countries which contributes to student and staff innovation leading to social pro­gress. To achieve this goal we must first look at our own efforts. For many young people, the educational system is the main social structure that affects them directly and is therefore formative for them. Social structures do not always invite people with a diverse language and cultural background to find their feet and sometimes they take away the right to self-definition or demand that they

6


STÚDENTABLAÐIÐ

hvort sem það eru skiptinemar, alþjóðanemar eða nemendur sem hafa sest hér að. Alþjóðafulltrúi vinnur þannig annars vegar með Alþjóðasviði háskólans og hins vegar með verkefnisstjóra Aurora á rektorsskrifstofu. Á þessum þremur árum hafa leitað til okkar nemendur sem reyna að fóta sig í háskólasamfélaginu okkar og hafa ekki víðtækt tengslanet til að takast á við það eins og við hin. Sum fá ekki inngöngu í læknanámið sem þau hefur ætíð dreymt um, því þau þekkja ekki nafnið á þjóðarblómi Íslendinga og önnur fá ekki leyfi til að nota orðabók í prófi á þeim forsendum að gæta þurfi jafnræðis, þegar raunin er sú að verið er að svipta þau jöfnu að­gengi að náminu. Viðmóti sem þessu verður að breyta og raunar tækla allt frá yngsta menntastiginu. Háskóla Íslands ber að veita fullnægjandi stuðning við alla sína nemendur. Hann getur haldið í sögu sína og áfram verið virðuleg og þýðingarmikil menntastofnun, en um leið þróast í samræmi við samtímann og aukið aðgengi fólks að námi, til að standast áherslur sínar um að vera opinn og alþjóðlegur háskóli fyrir öll.

adapt in a way in which individuals don’t understand that the power of self-definition is theirs. Three years ago, the position of international officer was founded in the equal rights office of the Student Council to look out for the interests of foreign students, whether they be ex­change students, international students or students that have settled here for good. The international officer works with both the Inter­national Office of the university and with the Aurora project manager in the rector’s office. In these three years, stu­dents have reached out to us but do not have the same networks that Icelanders do. Some are rejected from the medical studies they had always dreamed of because they do not know what the national flower of Iceland is and others are banned from using dictionaries in exams on the premise that equality must reign but in reality, they are being denied an equal opportunity to education. This attitude needs to change and should be taken on at all levels of education. The University of Iceland has a duty to provide satisfactory support to all its students. The school can pay homage to its history and remain a dignified and important educational institution but simultaneously progress in time with the present and increase people’s access to education so as to honour its em­phasis on being an open and international university for all.


Grein / Article

Mahdya Malik

Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Uppáhalds orð erlendra nema á Íslensku Við Háskóla Íslands stundar nám fjölbreyttur hópur nemenda sem margir hverjir hafa ekki íslensku að móðurmáli. Þó að íslenska sé talin sérstaklega erfið að tileinka sér, verður þetta auðveldara eftir því sem man umgengst tungumálið meira. Hér að neðan má sjá nokkur uppáhalds orð eða orðatiltæki þeirra sem hafa íslensku ekki að móðurmáli.

Mér þykir vænt um, væri jafnvel hægt að segja að ég sé heillað, af orðinu LEIÐINLEGT vegna þess að það getur þýtt bæði „boring, tedious, dull“ en líka sorglegt. Mér fannst þetta skrítin sam­setning, að tengja sama orðið við það þegar þér leiðist einhver saga og þú nennir ekki að hlusta á hana við það að eitthvað slæmt eða sorglegt hafi gerst; að svarið í báðum aðstæðum gæti verið „ÞETTA ER LEIÐINLEGT.“

DALALÆÐA, það er þoku­foss sem er bara svo töff.

Ég elska orðið MJÚK vegna þess að áður en ég vissi hvað það þýddi fékk ég bara á tilfinninguna að það hefði eitthvað með mýkt að gera miðað við hvernig kennarinn bar það fram.

SKEIÐ þýðir skeið, en SKÆÐ þýðir eitthvað sem er skætt. Skeiðar eru skæðar, passið ykkur!

GLUGGAVEÐUR! Þetta er svo einstaklega íslenskt hugtak.

NESTI. Með fyrstu íslensku orðum sem ég lærði, það er stutt og auðvelt að muna fyrir útlendinga og hljómar miklu betur en „packed lunch.“

HJÚKRUNARFRÆÐINGUR var fyrsti tungu­brjótur sem ég lærði og hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan þá.

THE STUDENT PAPER

Sumir nemendur lögðu áherslu á hvernig íslenska orðið hafði áhrif á skynfæri þeirra, hvort sem það var hvernig það hljómaði eða hvernig það veltur á tungunni. Aðrir höfðu meiri áhuga á merkingu orðanna og hvað tilvera þeirra væri einstök, sérstaklega ef það vantaði á þeirra móðurmáli. Tungumál er heillandi hluti tilverunnar og við höfum öll okkar sérstaka samband við það.

Uppáhalds orðið mitt er KÚRA af því að það er svo huggulegt að bera það fram og ég elska að kúra.

YRÐLINGUR, sem er ungur refur. Það er erfitt að bera það fram, sérstaklega R-Ð-L brúin, en þetta er orðið sem hljómar fallegast fyrir mér.

Fyrsta orðið sem mér dettur í hug er ÁSTFANGINN, vegna þess að ást er í raun fangavist – ef hún er ekki gagn­ kvæm þá býrðu eitt í einangrun.

KJÚKLINGUR, það hljómar krúttlega og er fyndið.

SÓLSTAFIR, af því að það er ekki til á frönsku og mér finnst það hreyfa við mér.

Uppáhalds bókstafurinn minn er Þ af því að mér finnst svo gaman að skrifa hann. Uppáhalds staðurinn minn á Íslandi er Látrabjarg vegna þess að þar eru lundar en það er erfitt að velja uppáhalds orð. Kannski NÓTT af því að það er fallegt millinafn eða RÓS af sömu ástæðu. Kannski líka ÚTVARP vegna þess að hljómar ekkert eins og „radio.“ Mér finnst það frábært við íslensku.

SKRIÐDREKI. Þetta er eins og eitthvað í Íslendingasögunum, skringilega krútt­legt en líka hrikalegt.

8


STÚDENTABLAÐIÐ

International Students’ Favourite Icelandic Words The University of Iceland has a diverse student body of which many do not have Icelandic as their mother tongue. Although Icelandic is thought to be a notoriously difficult language for foreigners to master, it does become easier on the ears the more you are exposed to it. Here are some favourite words from students who do not have Icelandic as their first language.

I really like, you could say that I was fascinated by, the word LEIÐINLEGUR because it means both boring, tedious, dull, but also sad. I found it a strange combination, to associate the same word to when some story is boring you and you can’t be bothered to hear it and when someone is telling you about something bad/sad that happened; to that the answer would in both cases be “ÞETTA ER LEIÐINLEGT.”

DALALÆÐA, it’s a fog waterfall which is just so cool.

I love the word MJÚK because before I even knew what it meant I got this feeling that it had something to do with softness just from how it was pronounced by my teacher.

SKEIÐ means spoon, but SKÆÐ means damage. Spoons are dangerous, watch out!

GLUGGAVEÐUR! It’s such a distinctly Icelandic sentiment.

Some students loved how an Icelandic word impacted one of their senses, whether it was how it sounded to their ear or how it rolled off their tongue. Others were more drawn to the meaning of a word and the uniqueness of its existence, which they found was missing in their own mother tongue. Language is a fascinating aspect of our existence and we all have a special relationship to it.

My favourite word is KÚRA because it feels cozy when you pronounce it and I love to snuggle.

YRÐLINGUR, which is a fox cub. It’s hard to pronounce, specifically the R-Ð-L bridge, but it’s the most beautifully sounding word to me.

The first word that comes to mind is ÁSTFANGINN. ÁSTFANGINN because love is actually a prison, if love is not mutual, you live alone in solitary confinement.

KJÚKLINGUR, it sounds very cute and funny.

SÓLSTAFIR, because it does not exist in French and I find it very moving.

NESTI. One of my first Icelandic words, it’s short and easy to remember for foreigners and the sound is much nicer than „packed lunch“.

My favourite letter is Þ because I really enjoy writing it. My favourite place in Iceland is Látrabjarg because of puffins but my favourite word is kind of hard to think of. Maybe NÓTT because I like it as a second name or RÓS for the same reason. Maybe ÚTVARP because it sounds nothing like radio. I find that amazing about the Icelandic language.

HJÚKRUNARFRÆÐINGUR was the first tongue twister I learned and since then it has become my favourite word.

SKRIÐDREKI. It’s like something out of the sagas, weirdly cute but also terrifying.

THE STUDENT PAPER

9


Grein / Article

Árni Pétur Árnason & Íris Björk Össur

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

THE STUDENT PAPER

About Socrates

Við erum almennt frekar týnd í lífinu. Sem betur fer er til fólk sem líta má upp til, sjá hve miklu betur því gengur og svo herma eftir því. Þetta getur verið hver sem er ef aðilinn heldur úti frábærri Insta­gram-síðu. Þetta fólk kallast áhrifavaldar. Við sem meðal­ manneskjur höfum ekki áhrif á nema stöku hræðu í okkar nærum­ hverfi en svo er til fólk sem hefur híft upp um sig buxurnar og sinnir lífstíl áhrifa­valdsins af einskærri fagmennsku. Til þessarar elítu má, meðal annarra, telja Patrek Jaime, Sunnevu Einars og Kardashian fjöl­skylduna en í fylgjendahópum þeirra má finna aragrúa alþýðulýðs úr öllum heimshornum. Maður nokkur sem mörg gleyma ef til vill, hvers áhrifavald var svo mikið meðal almennings að yfirvöldum stóð stuggur af, var Sókrates, fyrsti áhrifavaldurinn, sem var svo langt á undan sínum samtíma að hann var næstum því á morgun. Í samræðum Platóns birtist Sókrates okkur sem geðprúður sérvitringur. Það þýðir þó ekki að hann hafi ekki „beef-að“ við mann og annan. Í Gorgíasi segir Platón okkur frá rifrildi Sókratesar við hóp sófista¹. Fremstur þeirra var Pólos, nemandi Gorgíasar, en hann var á vissan hátt Kim K síns tíma. Sókrates var þá auðvitað Taylor Swift í þessu samhengi en á milli þeirra var gríðarmikið „beef“ þó báðir væru á ketó. Umfjöllunarefni þessa rifrildis var eðli ræðumennsk­ unnar, hvort hún væri iðn eða kúnst, en það var einungis liður í löngum deilum Sókratesar og sófistanna. Síðari tíma fræðimenn og leikskáld (Aristófanes þeirra á meðal) töldu að Sókrates hefði sjálfur þegið laun fyrir fræðakennslu, þrátt fyrir að hann hefði reglulega gagnrýnt Sófistana fyrir það. Það væri þá náttúrulega ekkert nema hræsni, sambærileg því að áhrifavaldur nútímans auglýsti „spons­ oreraðar“ vörur en upplýsti ekki um það. Sjálfur mælti Sókrates gegn duldum auglýsingum í Lakesi þar sem hann færði rök gegn því að herþjónusta yrði gerð að hluta framhaldsnáms. Andmælendur hans voru herforingjarnir Níkías og Lakes auk annarra. Sókrates staðsetur sig þar skýrt sem miðstóran áhrifavald, þ.e. hann hefur ekki sama áhrifavald og stórfyrirtæki á borð við Marvel Studios (sem hefur starfað náið með bandaríska hernum síðustu áratugi) en hann er vissulega á þeim stað að hann getur andmælt hernaðaryfirvöldum fullum hálsi. Svo fór þó að Sókrates var tekinn af lífi fyrir að andmæla herforingjastjórn hinna 30 einráða og lýðræðisstjórninni sem fylgdi og má bera það saman við hvernig John Cena var eitt sinn neyddur til að birta langa af­sökunarbeiðni til kínversku þjóðarinnar eftir að hann ýjaði að því að Taívan væri sjálfstætt ríki. Einn þessara 30 einráða var Krítías sem er einmitt viðmælandi Sókratesar í samnefndu verki. Í Krítíasi rekur Platón söguna af tilurð, viðgangi og endalokum hinnar goðasagnakenndu borgar Atlantis. Sú saga er önnur útgáfa af hamfaraflóðssögunni sem rekin er í Biblíunni, Þeógóníu Hesíódosar og fleiri ritum en orsökin er alltaf sú sama: spilling mannkyns. Þetta er auðvitað ekkert annað en þegar áhrifa­ valdar tala fyrir heilbrigðari lífsstíl, náttúruvernd og því að vera góður við dýrin. Sókrates var í raun það sem væri nú til dags kallað lífsstíls­gúrú. Hann var hlynntur ákveðnum lífsstíl og líkt og margar TikTokstjörnur var hann óhræddur við að dreifa hugmyndum sínum. Hann trúði á alheimsbylgjurnar sem ráða lífi okkar allra, líkt og stjörnu­ spekingar nútímans, og má segja að birtingarmynd þessa sé helst í Lýsis þar sem hann færir rök fyrir því að tveir menn geti einungis verið vinir, séu sálir þeirra sambærilegar. Samstarf tveggja áhrifa­ valda geti sömuleiðis aðeins borið árangur ef báðir hafa lík vöru­ merki, líkt og áhrifavaldasamstarfið Áttan. Sömuleiðis sagði hann að við mannkynið værum bara mismunandi, ófullkomnar birtingar­ myndir hinnar fullkomnu frummyndar mannsins². Sálin sé millivegur þessara tveggja forma en líkaminn geymsluhólkur sem líkja má

Um Sókrates

Sókrates var fyrsti áhrifavaldurinn Socrates Was the First Influencer Sókrates (Σωκράτης) (sirka 470-399 f.Kr.) var aþenskur heimspekingur. Hann er jafnan álitinn faðir vestrænnar heimspeki og fyrsti siðfræðing­ urinn. Sjálfur skrifaði hann engin verk sem varðveist hafa og öll okkar þekking á hugmyndum hans kemur frá lærisveinum hans, Platón og Xenófon. Þessi verk eru sett fram sem samræður (διάλογος, dialogos) sem bera jafnan nöfn viðmælenda Sókratesar, og áhrifa þeirrar fram­setningar gætti langt fram á aldir eins og sjá má til dæmis í Eddu Snorra Sturlu­sonar. Árið 399 f.Kr. var hann dæmdur fyrir að spilla æskulýðnum og hafna ríkjandi trúarhugmyndum. Hann var dæmdur til dauða og þrátt fyrir tilraunir náinna vina neitaði hann að flýja. Svo fór að hann drakk óðjurtareitur og lést í haldi yfirvalda, þá 71 árs að aldri. Socrates (Σωκράτης) (circa 470-399 BC) was an Athenian philos-­ opher. He is traditionally considered the father of Western philosophy and the first ethicist. He didn’t write any works himself that were preserved, so all our knowledge about his ideas comes from his disci­ples, Plato and Xenophon. These works are presented in the form of dialogues (διάλογος, dia­logos) that traditionally carry the names of Socrates’ inter­locutors. The influence of this form can be traced for centuries, as can be seen, for example, in Edda by Snorri Sturluson. In 399 BC, he was sentenced for corrupting the youth and rejecting dominant religious ideas. He was sentenced to death and, de­spite the attempts of close friends, refused to escape the pun­ish­ment. So, he drank hemlock poison and died in the custody of authorities at 71 years of age.

We are pretty lost in life. Fortunately, we have people whom we can look up to, see how much better they are and mimic their be­havior. This could be anyone as long as the person maintains an Instagram page. These people are called influencers. We, the aver­age folks, don’t influence anyone except for a handful of people in our micro-environment, but there are people who got their act together and pursued the lifestyle of the influencer with sheer pro­fessionalism. To this elite belong Patrek Jaime, Sunneva Einars and the Kardash­ian family. Among their followers one may find a myriad of common people from all over the world. However, many forget that there was once a man called Socrates, whose influence among the public was so great the authorities were frightened by it. He was the first in­fluencer, so far ahead of his contemporaries, he was almost living in tomorrow. In the dialogues of Plato, Socrates appears as a laid-back eccentric. But it does not mean that he did not have “beef” with other people. In Gorgias, Plato tells a tale about Socrates’ argument with a group of sophists.¹ Their leader was Polus, a student of Gorgias, who was in a way the Kim K of his time. Socrates was, of course, Taylor Swift in this context, the “beef” between them was massive, though they were both on keto. The topic of this argu­ment was the nature of rhetoric; whether it should be a craft or an art. It was the sole topic in long disputes between Socrates and sophists. Later scholars and playwrights (Aristophanes among them) suspected that Socrates himself had accepted payments for his teaching, even though he had constantly criticized sophists for that. Then it would be nothing but hypocrisy, comparable to mod­ern influencers advertising “sponsored” products without a full disclosure. Socrates spoke against hidden advertisements in Laches, in which he argued against military service as a part of education. His opponents were the generals Nicias and Laches, as well as others. Socrates was clearly a mid-level influencer, i.e. he was not as big as corporations such as Marvel Studios (who have worked closely with the American military over the past few decades), but he was cer­tainly at the point where he could stridently object to the military authorities. Despite that he was executed for opposing the govern­ ment of Thirty Tyrants and the democratic government after them, which can be compared to John Cena who was once compelled to publish a lengthy apology to the people of China after he alluded that Taiwan was an independent state.

10


STÚDENTABLAÐIÐ

við ryðgaðan gám. Fyrir Sókratesi var þó ekki hugsanlegt að leyfa líkamanum að grotna niður heldur skyldi rækta dauðlegan líkamann og eilífa sálina til jafns. Um það má finna fjölda dæma:  Í Karmídesi talar Sókrates um sjálfstjórn (σωφροσύνη, sofrosyne) sem er á margan hátt sambærileg sjálfstjórninni sem er nauðsynleg á ketó.   Fátt var Sókratesi mikilvægara en núvitund, eins og kemur skýrt fram í Þeætetosi þar sem Sókrates veltir fyrir sér þekkingu og skynjun. Í þessu samhengi má nefna að hann lætur það sig varða hvernig hugmyndum hans er tekið (brandið skiptir öllu máli) og að rökfærslu þurfi að fylgja stuðningur (pic or it didn’t happen).   Hann var að auki talsmaður mínímalísks lífstíls eins og vel sést í Fílebusi. Þar er hann greinilega orðinn eldri og farinn að minnka við sig eins og Pewdiepie. Áhrifa Sókratesar gætti mjög á hans eigin tíma. Í Menóni færir Sókrates rök fyrir því að viskan sé meðfædd en það gerir hann með því að beita ræðumennskubragði sem jafnan er kallað sókratíska aðferðin eða hnekking (ἔλεγχος, elenkos). Hún felst í því að leiða andstæðinginn í rökleysu þar sem eina leiðin út er að viðurkenna gildi raka andstæðingsins. Þessari aðferð er enn beitt af stjórnmálafólki, viðskiptafólki og öðrum áhrifavöldum en hvað kallar maður áhrifa­vald sem hafði áhrif á alla áhrifavalda sem á eftir komu? Jú, fyrsta áhrifavaldinn. Öll gerum við mistök, en þegar áhrifavaldar gera mistök hafa öll og amma þeirra skoðanir á því og áhrifavaldurinn þarf að koma með afsökun. Þegar Sókrates var dæmdur fyrir guðlast og spillingu á aþenskum ungmennum flutti hann ræðu sér til varnar. Sú ræða, sem hlotið hefur hið mjög svo viðeigandi nafn Varnarræða Sókratesar, er mjög svo sambærileg afsökunarbeiðnum sem YouTube-arar nútímans senda reglulega frá sér, s.s. Logan Paul eftir að hann birti myndband af sér í spássitúr í japönskum skógi fullum af líkum eða Pewdiepie eftir að hann greiddi indverskum skemmtikrafti fimm dollara fyrir að endurtaka orðflutning nasista um fjöldamorð gegn gyðingum. En líkt og margir áhrifavaldar nútímans baðst Sókrates ekki afsökunar heldur hélt hann því fram að hann ætti þakkir skilið fyrir þjónustu sína við samfélagið og að hann hefði ekki gert neitt rangt.

One of Thirty Tyrants was Critias who was an addressee of Socrates in the same-titled work. In Critias, Plato recalls a story of the origin, development, and demise of the mythical city of Atlantis. The story is another version of the Great Flood as described in the Bible, Theogony by Hesiod, and more writings, but the cause is al­ways the same: the corruption of mankind. This is pretty similar to when influencers advocate for a healthier lifestyle, nature pro­tection and the kind treatment of animals. Socrates was, in fact, someone who in our day would be called a lifestyle guru. He favored a certain lifestyle, and like many TikTok stars, was not afraid to spread his ideas. Like the astrologers of the modern world, he believed in the principle of universal connection and development that dominates the lives of all of us. The manifes­ tation of that can be found in Lysis where he argues that two per­sons can only be friends if they are alike. The collaboration between two influencers can only be successful if both have the same brand, like the influencer collective Áttan. Likewise, he said that mankind was just different, imperfect manifestations of a perfect Idea of the human.² The soul is the middle ground of these two forms, but the body is just a storage capsule that resembles a rusted container. Socrates couldn’t imagine allowing the body to moulder, he en­couraged an equal cultivation of a mortal body and an eternal soul. One will find a lot of examples:   In Charmides, Socrates speaks about self-control (σωφροσύνη, sophrosyne), which is in many ways comparable to the selfcontrol needed for a keto diet.   Nothing was more important for Socrates than mindfulness, as was clearly stated in Theaetetus where he contemplates the nature of knowledge and perception. In this context it should be mentioned that he is concerned about how his ideas are perceived (the brand is all that matters), and whether his rea­soning should be supported by something (pics or it didn’t happen).   He was a spokesman for a minimalistic lifestyle as is well evi­denced in Philebus. There he was obviously older and started to downsize like PewDiePie. The influence of Socrates is perceptible during his lifetime. In Meno, Socrates argues that wisdom is congenital by implementing a rhetorical form that is traditionally called a Socratic method or refutation/elenchus (ἔλεγχος, elenkos). It consists of leading the interlocutor into the situation where one lacks arguments, so the only way out is to recognize the value of the opponent’s arguments. This method is still applied by politicians, businessmen and other influencers, but what does one call the influencer who influenced all subsequent influencers? Yes, the first influencer. We all make mistakes, but when influencers make one, every­one and their grandma has an opinion about it, so the influencer needs to come up with an apology. When Socrates was condemned for blasphemy and corruption of the Athenian youth, he delivered a speech to protect himself. That speech, which carries a very ap­pro­priate name The Defense Speech of Socrates, resembles the apolo­gies that YouTubers regularly post. Such as Logan Paul did after he uploaded a video of himself strolling in the Japanese forest full of dead bodies, or PewDiePie after he paid an Indian entertainer five dollars for repeating a Nazi speech about the Holocaust. But like many current influencers, Socrates didn’t really apologize but de­clared that he deserved a thank you for his services to society and that he didn’t do anything wrong.

Tilvísanir / Citations

THE STUDENT PAPER

1  Hópur farandkennara sem kenndi mælskulist gegn gjaldi. A group of itinerant teachers that taught rhetoric for hire. 2  Sbr. verk Platóns um frummyndakenninguna. Cf. the works of Plato about the Theory of Forms.

11


Grein / Article

Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Þýðing / Translation Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Mynd / Photo

Hildur Örlygsdóttir

Að lifa íslenska veturinn af Surviving the Icelandic Winter

Kæru samnemendur, nú er veturinn skollinn á. Dagarnir verða æ styttri, rigning verður að slabbi og lokaprófin færast sífellt nær. Skammdegisþunglyndið er áþreifanlegt fyrir mörg okkar, og til þess að takast á við þær krefjandi aðstæður sem einkenna litla skerið okkar að vetrarlagi, og huga að geðheilsunni í gegnum prófatíðina, geta viss atriði skipt sköpum. Hér að neðan eru nokkur ráð til þess að lifa af veturinn:

Fellow students, winter is upon us. Darkness is closing in, rain is turning into sludge, and finals are drawing ever nearer. Seasonal affective disorder is becoming very real, and in order to survive the harrowing weather conditions on our little North-Atlantic rock and maintain our sanity throughout our examinations, cer­tain measures can be of great help. Below are some tips and tricks to help you survive the Icelandic winter:

LAGSKIPTUR FATNAÐUR Ef þú átt ekki föðurland, þarf það að breytast. Grunnlag úr ull ein­angrar hita og skiptir sköpum yfir vetrartímann. Ofan á það er gott að vera í ytra lagi sem er vatnshelt og vindhelt. Vetur á Íslandi er ekki sá kaldasti í gráðum talið, en vegna áreksturs ískaldra heimsskauts­ vinda og hlýrri Atlantshafsvinda einkennast veturnir okkar af ófyrir­sjáanlegu veðri, endalausum vindi og svo gott sem láréttri snjókomu, sem gerir veturinn erfiðari en ella. Góð vetraryfirhöfn getur kostað sitt, en það er hægt að finna fínar yfirhafnir í hringrásarverslunum eins og Hringekjunni og Extra-loppunni.

LAYER UP If you don’t have Föðurland (woolen long johns and long sleeves), that needs to change. A woolen base layer works wonders to insu­late heat. Also, make sure that your outer layer is waterproof, but more importantly: wind-resistant. Icelandic temperatures don’t drop that low, but the collision of Atlantic and Arctic air causes stormy weather, ceaseless winds and horizontal snow, which can get quite intense in the bleak midwinter. Decent winter coats can be expensive, but you can find cheaper ones in second-hand stores such as Hringekjan and Extra-loppan.

NÝTTU ÞÉR SUNDLAUGARNAR Að fara í sund er íslenska útgáfan af því að flatmaga á sólarströnd. Hlýtt knús frá jarðvarmavatni er mikill gleðigjafi sem mun fleyta þér rakleiðis í gegnum veturinn. Gufuböð og sauna eru frábær leið til þess að slaka á og auka svefngæði, og til þess að heiðra finnskar hefðir mæli ég með að dýfa sér beint í kalda pottinn eftir á. Að halda á sér hita með því að dýfa sér í kalt vatn gæti virkað eins og þver­sögn, en það er bæði hressandi og hjálpar líkamanum að hita sig sjálfur upp, svo lengi sem kaldi potturinn er um 6°- 10°C Celsíus og ekki er dvalið of lengi í pottinum. Ég mæli með að byrja á nokkrum sek­úndum í kalda pottinum, með hendurnar upp úr vatninu, og að ganga svo um eða setjast niður til að leyfa líkamanum að hita sig

FREQUENT THE SWIMMING POOLS Swimming pools are the closest thing Icelanders have to a sunny beach. Getting a warm hug from geothermal water will lift your mood and float you right through the winter. A sauna session is a great way to wind down and improve sleep quality, and for the full Finnish experience, I recommend hitting the cold pot afterwards. It may seem like a contradiction to dunk in cold water to stay warm, but it’s refreshing and helps the body warm itself up as long as the cold pot is 6°- 10° Celsius and you don’t dwell too long in it. I rec­ommend starting with a few seconds only, keeping your hands out of the water, and then walking around or sitting down after getting out of the cold water, so that your body has a chance to warm up

THE STUDENT PAPER

12


STÚDENTABLAÐIÐ

upp nátt­úrulega (í stað þess að fara beint aftur í heita pottinn). Það er hægt að byggja upp þol gegn kuldanum, en ekki er mælt með því að vera lengur en 5 mínútur í ísköldu vatni.

naturally (instead of plunging straight back into the hot tub). You can build up a certain tolerance to the low temperatures, but it’s not recommended to stay longer than 5 minutes in such cold water.

LIFÐU Í LJÓSINU & MUNDU EFTIR D-VÍTAMÍNINU Skortur á náttúrulegri birtu að vetrarlagi er einn helsti valdur skamm­degisþunglyndis á Íslandi. Við eyðum gjarnan fágætum klukkustundum vetrarbirtunnar innandyra, og vegna skorts á sólarljósi þjáumst við mörg af D-vítamínskorti. Lýsi á morgnana eða D-vítamíntöflur stuðla að jafnvægi í líkamanum og bæta líðan. Þar að auki getur dagsbirtulampi sem líkir eftir náttúrulegri birtu skipt sköpum við að skríða fram úr á dimmum morgnum. Ef þú tímir ekki að fjárfesta í einum slíkum, mæli ég eindregið með að nota dagsbirtulampana í klefum Vesturbæjarlaugar (ekki aðal­ búnings­klefunum heldur minni sauna-klefunum).

GET SOME LIGHT & DON’T FORGET YOUR VITAMIN D The lack of natural daylight in the winter is one of the main rea­sons behind seasonal depression. Our few precious hours of day­light in the winter are often spent indoors, and the absence of sunlight causes a vitamin D deficiency. Taking some cod liver oil or soft gel tablets in the morning helps your body stay balanced. It can also be very beneficial to invest in a daylight lamp that mim­ics natural daylight in the darkest morning hours and makes it easier to get out of bed. If you can’t afford to splurge on a daylight lamp, Vestur­bæjar­laug has daylight lamps in their changing rooms (not the main changing rooms, but the smaller changing rooms where the sauna is).

SÆKTU ÞÉR MENNINGU Tónlistarsenan í Reykjavík vermir inn að beini allt árið um kring. Kíktu á lifandi jazztónleika Skuggabaldurs eða farðu á tónleika á KEX, Mál og menningu og Húrra. Ef þig langar ekki á tónleika gætirðu gripið þér hljóðfæri og nýtt myrku vetrarmánuðina til að skapa þína eigin tónlist. Ef þig vantar furðulegt hljóðfæri mæli ég með að heimsækja Sangitamiyu á Grettisgötu. FINNDU BESTA KAFFIBOLLANN Í BÆNUM Heyrst hefur að besta kaffibollann á háskólasvæðinu megi finna í Odda. Þar fyrir utan er miðbær Reykjavíkur sneisafullur af kaffi­ húsum þar sem gott er að læra og panta sér heita drykki. Ég mæli með Reykjavík Roasters, sérstaklega í Ásmundarsal – oftar en ekki er listasýning í gangi sem hægt er að hafa gaman að í leiðinni. HREYFÐU ÞIG Nýja World Class stöðin í Grósku sem er staðsett aðeins örfáum mínútur frá háskólanum býður upp á nemaafslátt. Þar er að finna saunu, bæði hefðbundna og infrarauða, og heitan og kaldan pott. Ef þú vilt spara er einnig mjög ódýrt að kaupa áskrift að Háskóla­ ræktinni. NJÓTTU ÁRSTÍÐARINNAR Íslenskir vetur er fullir af fegurð, sérstaklega á þeim dögum þar sem vindurinn víkur fyrir örlítilli stillu. Það jafnast fátt á við að dást að litríkum vetrarhimni á meðal snæviþakinna trjáa í Öskjuhlíð eða fara í göngutúr um Vesturbæinn (ég mæli með ísbúð Vesturbæjar um há­vetur). Ekki missa af skautasvellinu á Ingólfstorgi sem Reykjavíkur­ borg heldur úti á hverju ári – heyrst hefur að fjórtándi jólasveinninn, Grímusníkir, verði á svæðinu.

THE STUDENT PAPER

SEEK OUT CULTURE Reykjavík’s music scene warms the heart throughout the year. Check out Skuggabaldur’s live jazz events, and live music at KEX Hostel, Mál og menning and Húrra. Or you could grab an instru­ ment and use the dark winter months as inspiration to create music of your own. If you’re in need of a strange instrument, check out Sangitamiya on Grettisgata. FIND THE BEST COFFEE IN TOWN Rumor has it that out of all university buildings, Oddi has the best coffee. Outside of the university area, downtown Reykjavík is brimming with coffee shops and warm drinks, which are essential as you work on your studies. I recommend Reykjavík Roasters, especially the one in Ásmundarsalur – most of the time, there’s an ongoing art exhibition you can check out as well. GET SOME EXERCISE The new World Class gym in Gróska, right next to the university, offers student discounts. Their facilities include saunas, both classic and infrared, a hot tub and a cold pot. The University gym is also available if you’re on a budget. ENJOY THE SEASON Winter in Iceland is beautiful, especially on those precious still days when the wind lets down a little. Enjoy the beautiful winter skies while hiking amidst snow-covered trees in Öskjuhlíð or walk through the west side of Reykjavík (I recommend getting ice cream from Ísbúð Vesturbæjar, or Vesturbæjarís as Icelanders call it, in the dead of winter). Make sure to go ice skating in Ingólfstorg, where the City of Reykjavík opens their ice skating rink every year – according to their website, the fourteenth Yule Lad, Grímusníkir (which translates to face mask hoarder), will reportedly be making an appearance.

13


Grein / Article

Igor Stax

Þýðing / Translation Hallberg Brynjar Guðmundsson

Ískaldur sjór stundum betri en þunglyndislyf Viðtal við Tanit Karolys The Ice-Cold Ocean Can Sometimes Be Better Than Antidepressants Interview with Tanit Karolys Spánverjinn Tanit Karolys lærir íslensku við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, en hún kemur nánar tiltekið frá Kanaríeyjum. Hún hefur stund­að sjósund á Íslandi í 4 ár og segir frá því hvernig kuldameð­ferð hefur endurreist líf hennar, kennt henni að takast á við streitu og kulnun og hjálpað henni að njóta þess sem er að gerast í kringum hana. Á BIKINÍINU Í SNJÓ Líkt og öll vita er Ísland eyja. Þegar við heyrum venjulega um eyju í sjónum ímyndum við okkur pálmatré, heita sól og hlýjan sjó. Ekki stórt ísstykki, vindblásið árið um kring, þar sem snjóar og rignir allan sólarhringinn, en þannig getur Ísland birst þeim sem ekki búa þar. Köld vötn Íslands henta vel til sunds, og hundruðir einstaklinga stunda sjósund hér á landi reglulega. Það er líka mjög hollt þó svo að í fyrstu virðist sem bara brjálað fólk geti synt í sjónum á Íslandi. „Það var í Nauthólsvík á köldum vetrardegi,“ rifjar Tanit Karolys upp um fyrstu upplifun sína af köldu baði. „Ég var bara á bikiníinu mínu. Ég var að ganga meðfram sandinum til sjávar og hélt í raun að þetta fólk, sem stundaði kuldameðferð, væri brjálað eða notaði einhvers konar fíkniefni.“ SLAKAÐ Á Í ÍSKÖLDU VATNI Áður en Tanit kom til Íslands fyrir níu árum bjó hún á Kanaríeyjum og í Barselóna. Það er rétt hægt að ímynda sér hve erfitt það var fyrir konu sem var vön heitu loftslagi að mæta á bikiníi í Nauthólsvík að vetri til. Af hverju gerði hún það? „Ég upplifði kulnun og leitaði leiða til að endurheimta orkuna mína. Ég prófaði mörg mismunandi námskeið og smiðjur…,“ segir Tanit um örvæntingu sína á þessum tíma. „Og svo einn daginn sögðu nokkrir vinir mínir mér frá aðferð Wim Hof (kuldameðferð) og ís­lenskum manni að nafni Andri sem æfði alltaf í Nauthólsvík. Ég á­k vað að prófa þetta og skella mér í Nauthólsvík á mjög köldum degi.“ Að sögn Tanit leiddi Andri hana út í sjóinn, kenndi henni að anda í köldu vatni og útskýrði hvernig taugakerfið virkar og hvernig á að leyfa líkamanum að aðlagast og treysta. „Svo small þetta allt í einu, mér fannst vatnið ekki vera kalt lengur og ég fann svo mikinn frið!“ minnist Tanit þessara tilfinninga sinna með ánægju. „Það var mjög kraftmikil stund. Að átta sig á því að ég gæti stjórnað streituviðbrögðum mínum, verið algjörlega af­slöppuð og ekki fundið fyrir kuldanum í ísköldum sjónum.“ KULDAMEÐFERÐ EINS OG LYF Tanit byrjaði að stunda kuldameðferð reglulega, ekki bara í Nauthóls­ vík, heldur alls staðar á Íslandi; á Seltjarnarnesi, í Kleifarvatni o.s.frv., í rigningu, snjó, eða bara logni, á sumrin og á veturna. Með tímanum áttaði hún sig á því að sjálfstjórnin sem hún upplifir í ísköldu vatninu hjálpar henni í daglegu lífi. Heimurinn í kringum hana tók að breytast til hins betra. „Það urðu þáttaskil í kulnunarvandanum mínum,“ útskýrir Tanit. „Ég lærði að róa streituviðbrögð mín hvar sem er annars staðar í lífinu. Kuldinn er öflugur kennari til þess. Ef ég get verið fullkomlega slök í ísköldu vatni, þá, þegar eitthvað annað gerist og einhver segir til dæmis eitthvað við mig eða aðstæður fara á hliðina, dreg ég djúpt andann og slaka á á sama hátt og í köldu vatninu. Þannig er hugurinn hreinn og ég get brugðist við öllum aðstæðum í rólegheitum, með fullri meðvitund en ekki vegna streituviðbragða.“ Tanit telur að kalt hafið hafi einnig hjálpað henni að aðlagast   THE STUDENT PAPER

The Spaniard, Tanit Karolys studies Icelandic at the School of Humanities at the University of Iceland and, to be more specific, comes from the Canary Islands. She has practised open water swimming (a swimming discipline which takes place in outdoor bodies of water, i.e. open oceans, lakes and/or rivers) for four years and describes how Cold Therapy has helped her to rebuild her life, taught her how to deal with stress and burnout and how it helps her to enjoy the moment. IN A BIKINI IN THE SNOW Like everybody knows, Iceland is an island. When one hears the word “island” one tends to think about a tropical paradise, palm trees, the sun, and a warm ocean. Not a huge block of ice that is windblown for most of the year, where it rains and snows 24/7, but that is how Iceland may appear to those who do not live there. The cold lakes of Iceland are perfect for swimming and hun­dreds of people regularly practice open water swimming in Ice­land. Open water swimming also has numerous health bene­fits although at first, it appears that only crazy people are foolish enough to try it. “It was in Nauthólsvík on a cold winter day,” says Tanit when she recounts her first experience with open water swimming, “I had only my bikini on. I was walking along the sand to the ocean, and I thought that the people who did this must be crazy or on drugs.” RELAXING IN THE ICE-COLD WATER Before Tanit arrived in Iceland, nine years ago, she lived in the Ca­nary Islands and Barcelona. It is not hard to imagine how difficult it was for a woman used to a warmer climate to show up in Naut­hólsvík, dressed only in a bikini during winter. What motivated Tanit to do such a thing? “I experienced burnout and was searching for a way to recharge my energy. I tried going to various seminars and workshops…,” says Tanit about the desperation she felt during this time. “And then, one day, I was told by my friends about the Wim Hof method and an Icelander named Andri who practiced it at Naut­hóls­v ík. I decided to give it a try and went to Nauthólsvík on a very cold day.” According to Tanit, Andri led her into the ocean, taught her how to control one's breath in the icy water, explained to her how the nervous system operates and how to allow the body to adapt and change to accomodate the cold. “And then it clicked, I did not feel the cold any longer and in­stead, this peaceful feeling came over me!” Tanit happily recounts. “It was a very powerful moment. To figure out how one could con­trol their reactions to stress, being in a completely serene state of mind while not being bothered by the ice-cold ocean. COLD THERAPY IS LIKE A DRUG Tanit started to regularly practice Cold Therapy. And not just in Nauthólsvík but also elsewhere in Iceland; in Seltjarnarnes, at Kleifarvatn and so forth, in snow and rain, during the summers and winters. Along the way, Tanit realized that the self-control she uses in the ocean could be helpful in other aspects of her life. The world around her started to change for the better. “It resulted in a breakthrough when it came to my problems regarding burnout,” explains Tanit. “I learned how to control my stress reactions in all parts of my life. The cold is a powerful

14


Tanit Karolys

STÚDENTABLAÐIÐ

Wim Hof

Myndir / Photos

Wim Hof ​​(fæddur 20. apríl 1959), einnig þekktur sem Ísmaðurinn, er hollenskur hvatningarræðumaður og jaðaríþróttamaður þekktur fyrir getu sína til að standast frost. Hann hefur sett Guinness heimsmet í sundi undir ís og langvarandi snertingu alls líkamans við ís og átti áður metið í hálfmaraþoni berfættra á ís og snjó. Hann rekur þessi afrek til Wim Hof ​​aðferðar sinnar (WHM á ensku), sem er sambland af tíðum kulda, öndunartækni, jóga og hugleiðslu. Wim Hof (born on 20th April 1959), also known as the Iceman, is a Dutch motivational speaker and an extreme sports athlete who is fa­mous for his ability to withstand frost. He holds the Guinness world record for "under ice swimming" and for long-term exposure to frost. Previously, he held the world record for running a half mara­thon, barefoot, on ice and snow. He attributes his achievements to his Wim Hof Method (or WHM), which is a combination of frequent exposure to cold, breathing techniques, yoga, and meditation.

THE STUDENT PAPER

15


STÚDENTABLAÐIÐ

íslensku loftslagi, sem er ekki alveg venjulegt fyrir íbúa Kanaríeyjar. „Ég veit að flestir sem koma til Íslands úr hlýrri veðráttu eru ekki eins og ég,“ lýsir Tanit viðbrögðum hitaelskandi útlendinga við ís­lensku loftslagi. „Ég held að ískaldur sjórinn hafi kennt mér að taka veður Íslands í sátt og elska það allt eins því ég læt veðrið ekki hafa áhrif á mig.“ En kuldameðferðin hjálpar ekki aðeins gegn streitueinkennum og kulnun: „Við höfum gögn sem segja að kuldameðferð hjálpi þung­lyndi, kvíða, kulnun, en einnig sjálfsofnæmissjúkdómum, liða­gigt, vefja­gigt, psoriasis o.s.frv.“ VÍSINDALEG RÖK Staðfestingu á þessum orðum Tanit má finna í niðurstöðum Bjarnar Rúnars Lúðvíkssonar prófessors í ónæmisfræði, sem skrifaði grein á Vísi.is fyrir nokkrum árum. Þar sagði hann að kuldameðferð hafi „jákvæð áhrif á andlega heilsu þeirra sem stunda köld böð og sér í lagi [á] verki.“ Þjálfari Tanit, Andri Vilhjálmur Einarsson, upplifði það einmitt að losna við verki með kuldameðferð. Eftir meiðsli í æsku þjáðist hann af miklum bakverkjum í 30 ár og engir læknar eða lyf hjálpuðu. Ískaldur sjórinn og ískaldir pottar léttu loks sársauka hans. Tanit hefur einnig upplifað aðra kosti við kuldameðferð. Til dæmis að stofna fjölskyldu. „Við Andri urðum mjög góðir vinir, urðum bæði löggiltir Wim Hof Method leiðbeinendur og stofnuðum fyrirtækið Andri Iceland þar sem við byrjuðum að kenna þetta á Íslandi. Og hann er maðurinn minn í dag og faðir Sólar dóttur okkar.“ Ef þið hafið áhuga á að synda í sjónum en vitið ekki hvernig á að byrja getið þið gengið í Facebook-hópa áhugafólks um sjósund, til dæmis Andri Iceland, sem er hópur Tanit, pólska hópinn Zumnolubni Islandia eða stóra hópinn Sjósund. Eða komið í Nauthólsvík og synt sjálf. If you are interested in open water swimming but do not know where to look you can join numerous Facebook groups dedi­cated to the practice. For example, Andri Iceland, which is Tanit’s group, or the Polish group Zummondovi Islandia, or the largest group Sjósund. You can also go to Naut­hólsvík and swim in the sea by yourself.

THE STUDENT PAPER

teach­er when it comes to that. If I can remain completely relaxed in the ice-cold water, then, no matter what happens to me, I can just take a deep breath and relax in the same way I do in the ocean. In that way my mind is clear and I can react to all kinds of circum­ stances in a calm manner while remaining fully aware and not letting the stress reaction spiral and take over.” Tanit believes that swimming in the ocean has helped her ad­justing to the Icelandic climate, which is quite different from the climate of the subtropical Canary Islands. “I think I stand out from other people who migrate to Iceland from a warm climate,” Tanit says as she describes the reactions that people from warm climates have to Iceland. “I think the cold ocean has taught me to embrace the Icelandic climate and to love it by not being bothered by the weather!” Fur­ther­more, Cold Therapy is not just useful when it comes to reliev­ing stress and burnout. “We have records that show that Cold Therapy can help combat depression, anxiety, burnout, and also with self-allergy, arthritis, psoriasis etc.” THE SCIENTIFIC ARGUMENTS FOR COLD THERAPY One can find confirmation of Tanit’s words in the results of Bjarni Rúnar Lúðvíksson, professor of Immunology, who wrote on visir.is a couple of years ago. In it, he wrote that Cold Therapy has “a pos­i­tive influence on the mental health of those who engage in cold baths.” Andri Vilhjálmsson, Tanit's trainer, experienced the benefits of Cold Therapy first-hand. After an injury in his youth, Andri strug­gled with recurring back pain for thirty years. Unable to re­ceive sufficient help from doctors and medicine, Andri turned to Cold Therapy. The ice-iold ocean combined with cold baths finally relieved him of the pain. Tanit has also experienced further benefits when it comes to Cold Therapy. For example, starting a family. “Andri and I became very good friends, we are both licensed Wim Hof Method instructors and founded the company Andri Iceland, where we started to teach the Wim Hof method to Ice­landers. Today Andri is my husband and we have a daughter, Sól.”

16


RÞ / MBL

„Hún er snjall höfundur og afar örugg stíllega séð.“ RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR / MORGUNBLAÐIÐ

„Þetta er stórmerkileg skáldsaga … bók sem hittir í mark sannarlega.“ KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR / KILJAN

„... skemmtileg skáldsaga sem dýpkar við íhugun.“ KRISTJÁN JÓHANN JÓNSSON / FRÉTTABLAÐIÐ

„... vel unnin fyrsta skáldsaga sem sýnir fram á eftirtektarverðan stíl og óbeislaða hæfileika höfundar.“ RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR / MORGUNBLAÐIÐ

„Ljóðræn og vel skrifuð frumraun frá höfundi sem er mikils að vænta af.“ ÞORVALDUR S. HELGASON / FRÉTTABLAÐIÐ

„... má vera montinn af sjálfum sér.“ KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR / KILJAN

LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is


Brennur þú fyrir nýsköpun?

Taktu þátt í stærstu frumkvöðlakeppni landsins → Opið fyrir umsóknir til miðnættis 13. janúar → Masterclass fer fram 15. og 16. janúar → 10 efstu hugmyndirnar í opinni keppni 4. febrúar → 1.000.000 kr. í peningaverðlaun

Nánar á gulleggid.is

Powered by


Alma Ágústsdóttir

Þýðing / Translation Alma Ágústsdóttir

Þýðingamikil alþjóðareynsla A Meaningful International Experience

Mynd / Photo Sara Þöll Finnbogadóttir

Grein / Article

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur einsett sér það mark­mið að koma á laggirnar evrópsku „háskólasvæði“ þvert á háskóla og landamæri, þar sem a.m.k. 50% nemenda, á öllum stigum náms, búa að alþjóðareynslu við útskrift. Þá skiptir ekki máli hvort sú reynsla fari fram í staðnámi, fjarnámi eða samblöndu þessa tveggja. Þetta kemur fram í Erasmus+ verkefnaleiðbeiningum sem voru gefnar út 2020 og á að raungera fyrir 2025.

The European Commission has made it their goal to establish a European higher education inter-university ‘campus’ where at least 50% of students, at all levels, including at Bachelor, Master and Doctoral levels, graduate with an international experience as part of their studies, whether that be through physical, virtual or blended mobility. This is stated in the Erasmus+ programme guide, published in 2020 and meant to be realised by 2025.

SAMSTARF Á HEIMSVÍSU Þetta er aðeins eitt af metnaðarfullum markmiðum leiðbeininganna sem hafa það að markmiði að umturna umhverfi æðri menntunar í Evrópu með sameiginlegum og sveigjanlegum námsleiðum, byggðum á þverfaglegu námi. Námið feli í sér samstarf á heimsvísu þar sem námsefnið er sniðið að nemandanum. Sömuleiðis ætlar Erasmus+ sér að leggja aukna áherslu á verk- og starfsnám sem hjálpar nemendum að þróa með sér hugarfar frumkvöðuls og styrkir borgaralega þátt­töku þeirra. Framkvæmdastjórnin leggur víða áherslu á skapandi og nýstárlega starfsemi í leiðbeiningunum og kallar í raun eftir gagngerri endurskoðun á menntun á háskólastigi, sem sumir myndu halda fram að sé löngu orðin tímabær.

GLOBAL COOPERATION This is only one of several ambitious goals laid out in the pro­ gramme guide that aims to revolutionise the landscape of higher education in Europe through new joint and flexible curricula based on a cross-disciplinary approach where content is personalised and cooperation is globalised. They also seek to place an increased em­phasis on practical or work-based experience to help students develop an entrepreneurial mindset and increase civic engagement. The Commission emphasises creative and innovative activities at every turn, essentially calling for a complete overhaul of our edu­cational system that some might call long overdue.

OPINN OG ALÞJÓÐLEGUR HÁSKÓLI Á hverju ári berast Erasmus+ þúsundir styrkjaumsókna frá hinum ýmsu verkefnum, hvaðanæva úr Evrópu og eitt þeirra verkefna sem hlotið hafa fjármagn frá þeim er Aurora samstarfið sem Háskóli Íslands er einmitt þátttakandi í. Markmiðin sem lögð eru fram í verk­efnaleiðbeiningum Erasmus+ snerta því háskólann beint og hafa haft mótandi áhrif á stefnu hans (HÍ26) en opinn og alþjóðlegur háskóli er ein af fjórum megináherslum stefnunnar. Það er meðal annars þess vegna sem háskólinn bauð sjö nemendum að taka þátt í svokölluðu „Design Thinking Jam-i” í Tarragona á Spáni í síðasta mánuði. MIKILVÆGI ALÞJÓÐAREYNSLU Í stuttu máli má segja að „Design Thinking“ sé hugmyndafræði sem leggur áherslu á að sjá áskoranir í nýju ljósi, endurskilgreina vanda­mál og komast að skapandi lausnum á skömmum tíma. Ferlið gerir kröfu um að þátttakendur stígi út fyrir þægindarammann og skapi áþreif­an­legar niðurstöður í formi frumgerða af hugsanlegum lausnum. Og það var einmitt það sem við gerðum í Tarragona. Yfirskrift vinnustofunnar á Spáni var Hvernig geta háskólar tryggt að þýðingamikil alþjóðareynsla sé hluti af námi allra Aurora nemenda? Þetta er, eins og sjá má, afar háleitt markmið. Til saman­ burðar má nefna að aðeins um 2-3% nemenda við Háskóla Íslands nýta sér þá möguleika til skiptináms sem í boði eru á hverju ári. Spurningin er því hvernig við getum farið að því að brúa þetta bil. Hvernig getum við mætt markmiði Erasmus+ og veitt að minnsta kosti 50% nemenda tækifæri til skiptináms fyrir árið 2025? Þetta var vandamálið sem hópur um 25 nemenda, sem stunda nám í skólum   THE STUDENT PAPER

AN OPEN AND INTERNATIONAL UNIVERSITY The Erasmus+ Programme receives thousands of applications for funding projects across Europe each year and one of the projects that has received funding in the past year from the Programme is the Aurora Alliance, of which the University of Iceland is a member. The goals laid out in the programme guide are therefore extremely relevant to the University and have helped shape HÍ26, the Uni­versity’s strategy for the years 2021-2026, that states an open and international university as one of its four main emphases. This is also why the University provided seven students from the Univer­ sity of Iceland with the opportunity to attend a Design Thinking Jam in Tarragona, Spain, just last month. THE IMPORTANCE OF INTERNATIONAL EXPERIENCE In short, Design Thinking is a hands-on method of problem solv­ing that aims to shed a new light on challenges, redefine problems and come up with innovative solutions in a very short amount of time. The process demands that participants step out of their com­fort zones and produce concrete output in the form of proto­t ypes of their prospective solutions. And that is exactly what we did in Tarragona. The overarching theme of the workshop in Spain was What can universities do to guarantee that every Aurora student has at least one meaningful international experience as part of their studies? This is, of course, a very ambitious goal. For comparison it is estimated that around 2-3% of students at the University of Iceland employ the current mobility opportunities offered, every year. So how do we bridge the gap? How do we reach the goal laid out by Erasmus+

19


Grein / Article

Þýðing / Translation

víðs vegar um Evrópu, reyndu að tækla á þremur dögum á Spáni. Það virðist ef til vill ómögulegt að finna langvarandi lausnir við þessum viðamikla vanda á aðeins örfáum dögum en það kæmi ykkur á óvart hvað hópur nemenda með fjölbreytta reynslu að baki sér og viljann til að breyta námsumhverfinu til hins betra getur áorkað í réttu um­hverfi, með réttri aðstoð.

of incorporating mobility into 50% of students’ education by 2025? This was the problem that we, a group of around 25 students study­ing all around Europe, attempted to tackle over the course of three days in Spain. It might seem impossible, coming up with viable so­lutions to such a vast problem in only a few days but you’d be sur­prised what a group of students with varied experiences and a will­ingness to bring forth lasting change can do in the right environ­ ment, with some expert administrative assistance.

ÚT FYRIR ÞÆGINDARAMMANN Við unnum hratt og fyrir manneskju eins og mig, sem hefur alla ævi tekist á við fullkomnunaráráttu, var erfitt að slíta sig frá hefð­ bundnum verkferlum, s.s. að forgangsraða sköpun á áþreifanlegum lausnum á skömmum tíma fram yfir lausnir sem hugsaðar voru í þaula. Það er þó þannig að þú kemst ekki að því hvers þú ert í raun megnugt nema með því að fara út fyrir þægindarammann. Á aðeins þremur dögum tókst hópnum að afmarka fimm áhyggjuatriði sem gætu, að hluta til, útskýrt hvers vegna tiltölulega fáir nemendur nýta sér þau tækifæri til skiptináms sem boðið er upp á innan þeirra há­skóla. Enn fremur tókst okkur að skapa frumgerðir af lausnum sem voru síðan kynntar á „biannual-i“ Aurora, 24 tímum eftir að vinnu­ stofunni lauk. Þar voru fulltrúar 11 háskóla innan Evrópu viðstaddir og vonin er að þau muni aðstoða við frekari þróun lausnanna sem og innleiðingu þeirra inn í skólana. Hópurinn tók meðal annars fyrir hvernig útfæra mætti skipti­nám svo það henti þörfum foreldra í námi, hvaða stuðning mætti veita nemendum erlendis sem takast á við rasisma, kvíða, þunglyndi eða tungumálaörðugleika, hvernig megi móta tækifæri svo að þau nái sérstaklega til minnihlutahópa sem líta ef til vill ekki á skiptinám sem raunhæfan möguleika fyrir sig og hvernig megi auglýsa tækifærin sem Aurora býður nemendum upp á svo þau nái til sem allra flestra. MÓTANDI ÁHRIF ALÞJÓÐAREYNSLU Þetta snýst ekki eingöngu um að mæta markmiði Erasmus+ heldur snýst þetta einnig um að bjóða nemendum okkar upp á heildræna menntun sem metin er að verðleikum. Menntun sem veitir ekki að­eins prófskírteni heldur hjálpar stúdentum að þróa með sér hæfi­leika og getu sem ekki er endilega lögð áhersla á í hefðbundinni skóla­stofu. Við hljótum að vilja útskrifa nemendur sem búa að sam­skiptahæfni og sjálfstrausti. Við viljum útskriftarefni sem eru skapandi, opin og sjálfsörugg og það er það sem alþjóðareynsla kennir. Hún kennir hlustun á sjónarmið önnur en þín eigin og að koma eigin sjónarmiðum til skila. Hún kennir þér að standa á eigin fótum og veitir þér tengsla­ net sem nær út fyrir landsteinana. Þýðingamikil alþjóðareynsla mótar þig sem manneskju, reynir á þig og veitir þér tækifæri til að vaxa. Þú kemst ekki að því hvað þú ert í raun megnugt um nema með því að fara út fyrir þægindarammann.

THE STUDENT PAPER

STÚDENTABLAÐIÐ

LEAVING YOUR COMFORT ZONE The workshop was intensive and for a perfectionist like me it was hard to shed my preferred work methods and prioritise producing concrete output quickly over making something in which I could see no flaws. However, it is only through leaving your comfort zone that you truly learn your own capabilities and over the course of three days our little group managed to identify 5 areas of particular concern that may be part of the reason relatively few students make use of the mobility opportunities their universities offer. Not only that, we also managed to create prototypes of solutions that were introduced during Aurora’s biannual meeting the following day to other Aurora representatives from 11 universities all across Europe where they will hopefully be developed further and introduced to students in said universities. The group tackled how exchange studies could be modified to fit student parents’ needs, what support students abroad could be offered, whether they were dealing with racism, mental illness or a language barrier, how opportunities could specifically reach under­privileged or underrepresented groups who may not perceive mobil­ity opportunities as something achievable for them, and how the opportunities Aurora offers could be better advertised in future to the student population in general. THE IMPACT OF INTERNATIONAL EXPERIENCE This isn’t just about meeting the target Erasmus+ has set; this is about offering the most valuable and most holistic education for our students. An education where they do not only walk away with a degree but walk away having developed skills that aren’t neces­ sarily taught in the traditional classroom environment. Surely we want our graduating students to have learned soft skills and confi­dence in their own abilities? We want graduating students who are innovative, open-minded and confident, and that is what interna­ tional experience teaches you. It teaches you to understand differ­ent perspectives and communicate your own, it teaches you how to stand on your own two feet and it provides you with a wider net­work of contacts that isn’t confined to your country of origin. Because a meaningful, international experience actually shapes you as a person, it pushes you and provides you with opportunities to grow. Because it is only through leaving your comfort zone that you truly learn your own capabilities.

20


Grein / Article

Arnheiður Björnsdóttir

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

Mynd / Photo Kristinn Ingvarsson

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn Viðtal við Kalevera Imungu International Gender Equality School Interview with Kalevera Imungu

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn heyrir undir Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Skólinn býður upp á þverfaglegt nám sem stuðlar að jafn­rétti kynjanna og samfélagslegu réttlæti á átakasvæðum sem og svæðum þar sem þörf er á að koma á stöðugu ástandi í kjölfar á­taka. Skólinn er hluti af GRÓ – þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, en undir GRÓ falla einnig Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn. Nám við Alþjóðlega jafnréttisskólann er sex mánaða diplómanám á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum, og skólinn veitir einnig styrki til doktorsnáms. Alls hafa 152 nemendur frá 25 löndum útskrifast frá skólanum síðan hann var stofnaður fyrir 12 árum. HEFUR ALLTAF HAFT ÁHUGA Á KVENRÉTTINDUM & JAFNRÉTTISMÁLUM Kalevera Imungu er ein þeirra sem stunda nám við Alþjóðlega jafn­réttisskólann. Hún er með gráðu í lífefnafræði frá Kenyatta háskóla en segist alltaf hafa haft áhuga á kvenréttindum og jafnréttismálum, og hefur starfað í málefnum kvenréttinda eftir útskrift. Hún hóf störf hjá Akili Dada sem stuðlar að leiðtogahæfni ungra afrískra kvenna. Seinna vann hún hjá Femnet, sam-afrískum samtökum sem vann á þeim tíma fyrst og fremst að efnahagslegu jafnrétti, ásamt mörgum fleiri mikilvægum málefnum s.s. fjármögnun femínískra verkefna og aðgengi að öruggum fóstureyðingum. Femnet tók fyrir mál heims­ álfunnar allrar og viðfangsefnin voru því æði mörg frá sjónarhorni kvenréttinda. MIKILVÆGT AÐ SKOÐA FRÍVERSLUNARSAMNING AFRÍKU­ BANDALAGSINS ÚT FRÁ ÖLLUM SJÓNARHORNUM Lokaverkefni Kalevera við Alþjóðlega jafnréttisskólann mun fjalla ítar­lega um fríverslunarsamning Afríkubandalagsins (AfCFTA). Hún mun skoða hvernig stefnan geti betur tekið tillit til sjónarmiða kvenna, aðallega í Kenía, sem eiga viðskipti þvert á landamæri. Hún segir að skoða þurfi betur öryggi kvenna í aðstæðum sem þessum og passa upp á lítil fyrirtæki og smásala. Á landamærum geti myndast að­stæður þar sem spilling og kynferðisleg misnotkun á sér stað. Þá er stefnan lituð af sjónarmiðum nýfrjálshyggju sem er í grunninn and­femínísk og gengur á móti grunnstoðum femínisma. Þá segir Kalevera að líta þurfti til allra þeirra sem komi að viðskiptastefnunni, ekki einungis sjónarmiða stórra býla og verksmiðja heldur einnig kvenna sem einstaklinga. Henni finnst mikilvægt að vinna að efnahagslegu jafnrétti og segir að þeir sem hafa þær valdastöður séu oft menn sem byggja vinnu sína á þeim misskilningi að þeir séu þeir einu sem hafi þekkingu á efnahagslegri stefnumótun. Sá hópur sé langt því frá sá eini sem hafi getu til þess, hver sá sem hefur áhuga á efnahags­legu jafnrétti og stefnumótun geti frætt sig frekar, skrifað um það og haft áhrif á stefnumótunina. Kalevera hefur hugsað sér að útkoma loka­verkefnisins verði eins konar leiðarvísir sem borgaraleg samfélög geti haft innan handar við stefnumótun og gerð áætlana og leið­beininga   THE STUDENT PAPER

International Gender Equality School is a department at the School of Humanities of the University of Iceland. The pro­g ramme offers multidisciplinary studies that contribute to gender equality and social justice in conflict areas as well as areas where there is a need to establish stability in the wake of the conflict. The school is part of the GEST (Gender Equality Studies & Training Programme) – a knowledge center for development, GEST also includes the Geother­mal Training Programme, the Fisheries Training Programme, and the Land Restoration Programme. The International Gender Equality School is a six-month-long programme at the master levels in international gender equality studies, and the school also provides grants for a doctorate. A total of 152 students from 25 countries have graduated from the school since it was founded 12 years ago. HAS ALWAYS BEEN INTERESTED IN WOMEN’S RIGHTS & GENDER EQUALITY Kalevera Imungu is one of the students of the International Gender Equality School. She has a degree in biochemistry from Kenyatta University but she says that she has always been interested in women’s rights and gender equality, and has worked in the sphere of women’s rights after graduation. She began working with Akili Dada, which contributes to the leadership skills of young African women. Later she worked at Femnet, a pan-African organization that first and foremost worked in the milieu of economic equality, along with many other important issues, e.g. funding of the fem­inist projects and access to safe abortions. Femnet took care of the whole continent and the tasks were quite many from the women’s rights perspective. IMPORTANT TO VIEW THE AFRICAN CONTINENTAL FREE TRADE AREA AGREEMENT FROM ALL ANGLES Kalevera’s thesis at the International Gender Equality School will discuss in detail the African continental free trade area agreement (AfCFTA). She will examine how the policy can better take into consideration the views of women, mainly in Kenya, that are trad­ing on the border. She says that one needs to examine women’s safety in such situations and keep an eye on small businesses and retailers. On the borders situations occur that involve corruption and sexual abuse. The policy is also influenced by the views of neoliberalism which are antifeminist and diametrically opposed to the pillars of feminism. Kalevera also points out that one needs to look at everything when it comes to the trade policy, not only at the considerations of large farms and factories but also the consid­erations of women as individuals. She believes that it is important to work on economic equality and says that the ones in power are often men who build their work on the misconceptions that they are the only ones with the knowledge of economic policymaking. This group is far from being the ones who are capable and in fact, anyone who is interested in economic equality and strategic plan­ning can educate themselves on the matter, and should be able to write about it and affect policy making. Kalevera has envisioned the results of the thesis to be some sort of a manual that civil soci­eties can have on hand for policymaking and planning, along with the guidelines about economic equality. It would increase the under­standing of what works well, what can be improved, and how the current retail and trade agreement affects the women who are trading on the border.

21


STÚDENTABLAÐIÐ

um efnahagslegt jafnrétti. Það myndi auka skilning á hvað gengur vel, hvað má bæta, og hvernig núverandi verslunar- og viðskipta­ samningur hefur áhrif á konur sem eiga viðskipti þvert á landamæri. GÓÐUR ANDI Í SKÓLANUM Kalevera er sátt með kennslu og störf Alþjóðlega jafnréttisskólans en myndi vilja sjá fleiri nemendur hefja nám við skólann á komandi misserum. Einnig stingur hún upp á því að hægt væri að bjóða upp á sama nám sem mastersgráðu þannig að nemendur hafi val um hvort þeir vilji taka diplóma eða master. Hún segist vera mjög ánægð með kennara við skólann, þeir séu á heimsmælikvarða í sínu fagi. Að sögn Kalevera er góður andi innan Alþjóðlega jafnréttisskólans og þá sér­staklega meðal nemenda sem hafa myndað sterk og samheldin tengsl sín á milli. Nemendurnir koma frá mörgum mismunandi löndum og kynnast þar af leiðandi kynjatengslum innan hvers lands fyrir sig og mismunandi menningum í gegnum samnemendur sína. Hún segir mörg löndin glíma við sömu áskorarnir, bara í mismunandi samhengi. MÁ BÆTA GAGNKVÆMA AÐLÖGUN INNFLYTJENDA & ÍSLENSKS SAMFÉLAGS Kalevera segist njóta þess að búa á Íslandi en það megi bæta gagn­kvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags, þá sérstaklega þegar kemur að tungumálinu, bæði innan stofnana og um landið allt. Þá segir Kalevera að þar sem fleira og fleira fólk flytjist til Íslands með ári hverju og kjósi að búa hér mættu yfirvöld íhuga það hvernig auð­velda megi gagnkvæma aðlögun. Finna þurfi leiðir til að auðvelda innflytjendum að skapa sér tengsl og festa rætur á Íslandi, og svo hvernig megi undirbúa Íslendinga fyrir því að taka á móti fólki af erlendu bergi brotið með opnum hug.

Grein / Article

Mahdya Malik

GOOD SPIRIT IN THE SCHOOL Kalevera is satisfied with teaching and the work of the Interna­tional Gender Equality School but would like to see more students start studying at the school in the coming semesters. She also proposes for the school to start offering the same studies at the master’s level, so that the students have a choice of whether they want to pursue a diploma or a full master’s programme. She is very happy with the teachers at the school as they are world-class in their field. According to Kalevera, there is a good spirit within the Inter­national Gender Equality School, especially among the students, who have formed a strong and tight relationship. The students come from many different countries and, consequently, get acquainted with gender dynamics within each country and different cultures through their fellow students. She says many countries face the same challenges, just in a different context. MAY IMPROVE THE MUTUAL ADAPTATION OF IMMIGRANTS & THE ICELANDIC SOCIETY Kalevera enjoys living in Iceland, but the country could improve the integration of immigrants and the Icelandic society, especially when it comes to language, both within institutions and through­out the country. Kalevera says that since more and more people are immigrating to Iceland every year and choosing to live here, the authorities might need to consider some facilitation in mutual adjustment. One needs to find ways to facilitate the immigrants in creating connections and putting down roots in Iceland, while also working to find a solution to prepare Icelanders for the recep­tion of people of foreign origin with an open mind.

Þýðing / Translation Anna María Björnsdóttir

Að hefja nýtt líf á Íslandi & stunda nám við Háskóla Íslands sem alþjóðanemi Starting a New Life in Iceland & Attending University as an International Student Á milli Íslands og Úkraínu liggja 3.445 kílómetrar. Engin bein ferðaleið er á milli landanna tveggja og afar lítil saga sem tengir þau saman en það var fjarlægðin sem dró Igor Stax að Íslandi. Hann yfirgaf Úkraínu, heimaland sitt, við einstakar en óheppilegar aðstæður og ferðaðist til norrænu eyjunnar Íslands, í leit að hæli. Hann nýtti öll þau tækifæri sem honum gafst til að búa sér nýtt líf og stundar nú nám við Háskóla Íslands. Þetta er sagan hans. AÐ ALAST UPP Í ÚKRAÍNU Ég fæddist í Úkraínu, á svæði sem nefnist Chernihiv. Flestir telja að þeirra æska hafi verið sú besta. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur vegna þess að foreldrar þínir gera allt fyrir þig. Æska mín var áhuga­verð, jafnvel fullkomin í mínum augum, en foreldrar mínir unnu í verksmiðjum og þénuðu aldrei það sem þau áttu skilið fyrir vinnu sína. Það var enginn peningur. Mamma mín vann í vefnaðarverk­ smiðju þar sem yfirmenn hennar buðu henni föt í stað tekna. Flestir sem búa í Úkraínu eru fátækir. Nú til dags lifa flestir á 20 þúsund krónum á mánuði. Ein og sér getur húsaleigan kostað þig 13 þúsund krónur. Mörg vandamálanna sem fólk glímir við eru vegna spillingar í landinu. Stjórnmálamenn hafa stolið gríðarlegum peningum af fólkinu sínu.   THE STUDENT PAPER

3,445 kilometres lie between Ukraine and Iceland. There is no direct travel connection between the two countries, and very little history ties the two together. It was the distance between the two countries that attracted Igor Stax to Iceland. He left Ukraine, his birth country, under unique but unfortunate circumstances and made his way to the Nordic island of Iceland to seek refuge. He took all the opportunities that came his way to build his life anew and is currently studying at the University of Iceland. This is his story. GROWING UP IN UKRAINE I was born in Ukraine, in a region called Chernihiv. Most people believe their childhood to have been the best. You do not have any problems because your parents do everything for you. My childhood was interesting, even perfect in my eyes, but my parents worked in factories and never earned the living they deserved for their labour. There was no money. My mum worked in a textile factory and her employers would offer her clothes instead of wages. Most people living in Ukraine are poor. Today most survive on $150 a month. Just to rent an apartment can cost you $100. A lot of these issues that people face are due to the corruption in the country. Politicians have stolen a lot of money from their people.

22


VEGURINN RUDDUR Ég gekk í háskóla í Chernihiv og lauk námi í kennslufræði og stærð­ fræði. Mér þótti gaman að skrifa. Ég skrifaði ljóð. Ég skrifaði greinar. Ég bjó til bloggsíðu. Ég skrifaði um spillingu. Ég vildi sjá og hvetja til breytinga á mínu svæði. Mig langaði virkilega til að breyta einhverju. Blaðamaður hafði samband við mig, bauð mér að skrifa fyrir frétta­blaðið sitt. Ég skrifaði fyrir það og nokkur önnur til viðbótar. Ætli ég hafi ekki orðið djarfari og fór að stunda rannsóknarblaðamennsku, ólíkt öðrum blaðamönnum í borginni minni. Fyrir mörgum blaða­ mönnum er sannleikurinn ekki jafn mikilvægur og samband þeirra við þessa spilltu stjórnmálamenn. Það er þessum blaðamönnum mikilvægara að sjá stjórnmálamennina brosa til þeirra, taka í hönd þeirra og bjóða þeim í kaffi. Það er velgengni fyrir þessa blaðamenn, að skapa falskar vináttur. Fyrir mér hafa þessir hlutir aldrei verið mikilvægir. RANNSÓKNARBLAÐAMENNSKA Síðustu 12 árin í Úkraínu starfaði ég sem blaðamaður og rannsakaði spillingu. Spilling er útbreidd í Úkraínu og mig langaði til að skilja hvers vegna. Ég starfaði fyrir fjölmiðil sem var nátengdur stjórnmála­ flokki og sérstaklega einum stjórnmálamanni. Þessi stjórnmálamaður vildi fá mig til þess að rannsaka hvort annar stjórnmálamaður væri spilltur. Hann sagðist myndu fjármagna rannsókn mína svo ég sam­þykkti. Svo allt í einu komust flokkarnir tveir, sem áður höfðu verið andstæðir, að málamiðlun og mér var sagt að hætta verkefninu, að það væri ekki hægt að birta það. Ég missti vinnuna. Þannig að blaðamenn eru ráðnir og notaðir sem peð til þess að skoða spillta pólitíkusa en ef fyrrnefndur spilltur opinber aðili eignast vini, missir þá blaðamaðurinn vinnuna og rann­ sóknin tapar gildi? Já. Blaðamönnum er ekki sagt að búa til lygar, vegna þess að í raun og veru er svo mikil spilling að allar upplýsingarnar eru sannar, það er til nógu mikill skítur til þess að steypa þessu fólki af stóli. Ég skrif­aði greinar, skrifaði Facebook-pistla og gerði Youtube-myndbönd um þetta efni. BLAÐAMENNSKA Í ÚKRAÍNU Þetta er virkilega erfitt starf, fólk er hrætt við að vera blaðamenn vegna þess að fjölmiðlaeigendur þora ekki að birta greinar sem ögra ríkisstjórninni og spillingu. Það er ekki svo mikill hagnaður í fjölmiðla­bransanum í Úkraínu, sem er að mestu notaður sem áróðurstæki til að efla hagsmuni ákveðinna flokka. Til dæmis gæti eigandi/ritstjóri málað ákveðinn stjórnmálamann í jákvæðu ljósi í skiptum fyrir að sá síðarnefndi veiti þeim fyrrnefnda fjárhagslega greiða. Hurðum hefur verið skellt framan í mig, mér hefur verið gefinn fingurinn og sagt að fara vegna þess að ég olli of miklum vandræðum fyrir þessa stjórn­málamenn. Mér var ólöglega neitaður aðgangur að opinberum byggingum og skrifstofum. Neitað um fundi. Ríkisstjórnin, sak­sóknarar og lögreglan eru nátengd og reka spillt tengslanet og er þetta ástæðan fyrir því að mikið af efnuðum og opinberum ein­staklingum komast upp með að fremja glæpi. Lög­ reglan og sak­sóknarar líta undan. Það sem mig langaði til að gera fyrir Úkraínu færði mér fjöldan allann af vandamálum og engar breytingar. Ég vonaði að blaðamenn á mínu svæði yrðu innblásnir svo við gætum tekið höndum saman og orðið að afli sem kneri fram breytingar. Í staðinn var ég stimplaður brjálæðingur. SÍÐASTI DROPINN Alþingiskosningarnar voru í gangi á mínu svæði í Úkraínu og Öryggis­ þjónusta Úkraínu sakaði frambjóðanda um glæpsamlega starfsemi, sagði að hann hefði framið glæpi gegn þjóðinni. Ég var ráðinn til að rannsaka þennan ráðherra. Borgin sem ég var sendur til var glæpa­ höfuðborg umdæmisins þar sem hálfgerð mafía þrífst. Þarna þekkti   THE STUDENT PAPER

Myndir / Photos Igor Stax

STÚDENTABLAÐIÐ

PAVING A PATH I went to university in Chernihiv and completed my studies in Ped­a­gogy and Mathematics. I liked to write. I wrote poems. I wrote articles. I began a blog. I wrote about corruption. I wanted to see change and I wanted to drive the change in my region. I really wanted to change something. A journalist reached out to me, in­vited me to write for their newspaper. I wrote for them and some other outlets too. I became more brave I guess and did investigative journalism unlike other journalists in my city. For many journalists the truth is not as important as how their rela­tionship is with these corrupt politicians. It is more important for these journalists to see politicians smile at them, shake their hand or invite them for coffee. This is success for these journalists, to form fake relationships. These things were never important to me. INVESTIGATIVE JOURNALIST For the last 12 years in Ukraine I worked as a journalist investi­ gating corruption. Corruption is widespread in Ukraine and I was interested to understand why. I was working for a media outlet that was closely linked to a political faction and politician. This politician wanted me to investigate if another politician was cor­rupt. They said they would fund my investigation and so I agreed. Then these two factions that were opposed suddenly found it in themselves to compromise and I was told to stop my investigation, and that it cannot be published. I lost my job. So journalists are hired and used as pawns to investigate corrupt politicians but if said corrupt officials make friends, the journalist loses their job and the investigation is nullified? Yes. Journalists are not told to fabricate lies, because there is really

23


STÚDENTABLAÐIÐ

mig enginn en mér bárust þó skilaboð á netinu og í gegnum SMS sem báðu mig um að fara varlega. Ég skipti reglulega um íbúðir. Eitt sinn kom upp að mér maður og sagði að mér yrði nauðgað ef ég yfirgæfi ekki borgina. Ég skrifaði bréf til lögreglunnar undir eins til að útskýra fyrir þeim þær hótanir sem mér hafði borist. Lögreglan gerði ekkert. Það var meira að segja alþingismaður sem sendi mér hótanir í gegnum Facebook. Mér leið eins og ég væri í spennumynd. Ég hætti þó ekki. Ég hélt rannsókn minni ótrauður áfram. Ég bjó til mynd­ bands­skilaboð fyrir forseta Úkraínu sem fékk yfir 20.000 áhorf. Ég útskýrði stöðuna sem ég var í. Ég sagði: „Ég tala til þín vegna þess að undanfarin 20 ár hefur þetta fólk sem ráðið er af ríkisstjórninni ekki sinnt starfi sínu.“ Heimamenn gáfu mér miklar upplýsingar, sérstaklega þau sem höfðu verið beitt órétti. Það var ráðist á mig um hábjartan dag, ég var barinn. Ég fór upp á spítala með heila­ hristing og fékk nokkur spor. Samt sem áður skrifaði ég opið bréf til ríkisstjórnarinnar, ráðherra og saksóknara án frekari viðbragða. Fjöldi blaðamanna í Úkraínu hefur verið drepinn. Engum er refsað fyrir þessi morð. Sögur þeirra eru keimlíkar minni eigin. Fyrst senda þau hótanir, síðan berja þau þig og svo drepa þau þig. Landið mitt gaf mér ekki þá grundvallarahluti sem það hefði átt að gefa þegnum sínum, sem er að verja líf mitt. Ég bað um aðstoð frá forsetanum, innanríkisráðherranum, saksóknurum… þau sögðu öll að málið væri þeim óviðkomandi. Ég var meðlimur í Stéttarfélagi blaðamanna í Úkraínu, eftir að hafa verið barinn var ég rekinn úr félaginu vegna þess að formaður þess starfaði fyrir fólkið sem ég var að rannsaka. Það var síðasti dropinn. ÍSLAND Ísland var eitt af þeim löndum sem ég gat komið til á Úkranísku vega­bréfi. Það var mér einnig mikilvægt að landið er fjarri Úkraínu og að það eru engin bein flug milli landanna. Það var mér einnig mikilvægt að Ísland er með bestu löndunum hvað málfrelsi varðar og besta landið fyrir blaðamenn. Ég þurfti að lýsa yfir að ég þyrfti á vernd að halda, athvarf. Að koma til Íslands var eins og ferskur andblær. Þegar ég var í Úkraínu gat ég ekki treyst neinum. Ég gat ekki trúað neinum. Fátækt fólk getur gert hvað sem er fyrir peninga svo ég gat aldrei bara talað við hvern sem var. Á Íslandi get ég gengið um göturnar án þess að þurfa að líta um öxl. Fyrstu umsókn minni um vernd var   THE STUDENT PAPER

so much corruption that all information is true and there is enough dirt to bring these people down. I wrote articles, made Facebook posts and YouTube videos discussing this topic. JOURNALISM IN UKRAINE It is a very difficult job, people are afraid to be journalists because owners of media outlets are afraid to publish articles that chal­lenge the government and corruption. The media business is not so lucrative in Ukraine and is mostly used as a propaganda tool to further the interests of certain factions in Ukraine. For example an owner/editor might paint a certain politician in a favourable light and in return the said politician will provide the owner with financial favours. I have had doors shut in my face, been given the finger and told to leave because I caused many problems for these politicians. I was illegally denied entrance and access to public buildings and offices. Denied meetings. The government, prose­ cutors office and police are closely linked and run a corrupt net­work and this is why many affluent and authoritative figures get away with committing crimes. The police and prosecutors turn a blind eye. What I wanted to do for Ukraine brought me a lot of problems and no change. I was hoping that other journalists would feel inspired in my region so we could come together and become a force of change. Instead I was labelled crazy. THE LAST STRAW In my region in Ukraine the parliamentary elections were hap­ pening and the Security Service of Ukraine (SBU) accused the nominee of criminal activities and said that he had committed crimes against the country. I was hired to investigate this minister. This city where I went is the criminal capital of our region and there is a mafia-like presence. When I went there no one knew me but I received messages online and via SMS warning me to be careful. I was changing apartments often. A man came up to me once and told me that I would be raped if I did not leave the city. I immediately wrote a letter to the police to explain to them the threats made to my life. The police did nothing. Even a member of parliament sent me a threat through Facebook. I felt like I was in a thriller movie. I still did not stop. I carried on with my investi­

24


STÚDENTABLAÐIÐ

hafnað vegna þess að Útlendingastofnun taldi að Youtube-rásin mín hafði ekki nógu mörg áhorf. Sú skýring kom mér mjög á óvart. Ég sótti um aftur. Eftir eitt ár sótti ég um hæli. Á þessu eina ári naut ég stuðnings frá ríkinu, ég fékk pening fyrir mat og hafði þak yfir höfuðið. Það gaf mér einmitt það sem ég þurfti. Mér hlaust tækifæri til að læra íslensku sem ég vildi gjarnan gera því ég hef gaman að námi. Mig langar til að tala máli fólksins. Það var einnig góð leið til að leiða hugann hjá Úkraínu og halda mér frá því að falla í þunglyndi. Ég hélt uppteknum hætti. Fór í ræktina, synti og hélt áfram að læra íslensku. Ég vildi halda líkamanum örmagna, en huganum virkum. Ef ég hefði ekki haft þessa hluti hefði ég einungis hugsað um að þau myndu drepa mig. Að ég fengi ekki hæli og yrði fluttur úr landi. Ég hefði sturlast. HÁSKÓLI ÍSLANDS Ég get því miður ekki talað íslensku eins vel og mig langar til, en ég sat námskeið og hef aldrei hætt að læra. Ég hélt tungumálanám­ skeiðunum áfram, öðlaðist nógu mikla þekkingu til að geta tekið prófið fyrir „íslensku sem annað tungumál“ í Háskóla Íslands. Ég vil þakka ríkisstjórninni. Sem flóttamaður geturðu fengið námslán. Ég kom hingað með tóma vasa svo lánið reyndist verulega gagnlegt. Ég á erfitt með að eignast vini í háskólanum vegna þess að ég get ekki treyst fólki auðveldlega. Slæm reynsla mín í fortíðinni hefur skilið eftir sig djúp sár. En ég vil halda vel að verki. Flestum dögum ver ég í íslenskunámið. Mitt helsta vandamál er að ég hef ekki marga til þess að tala íslensku við og æfa það sem ég læri. Hvert nýtt skref færir þig samt nær því að geta talað betur. Mig langar til þess að stunda blaða­mennsku hérna líka. Lífið er hægt og rólega að verða betra. Ég syndi í sjónum. Ég hleyp og fer í ræktina. Ég læri og legg hart að mér. Ég er að kynnast fólki sem deilir sömu áhugamálum og ég, sérstaklega þeim vinahóp sem fer með mér í sjósund. Ég er vongóður um að geta lifað lífinu eins og mér þóknast.

gation. I made a video message to the president of Ukraine that had over 20,000 views. I explained my situation. I said ‘I speak to you because for the past 20 years these people hired by the government have not done their job’. Local people gave me a lot of information, especially those who had been wronged. I was attacked during the day, in bright daylight, they beat me. I went to the hospital, got a concussion and some stitches. Yet I still wrote open letters to the Government, Ministers and persecutors with no further reaction. A lot of journalists in Ukraine have been killed. No one is punished for these murders. Their stories were a lot like mine. First they send threats, then they beat you and then they kill you. My country did not give me the most basic thing that it should give its citizens, which is to protect my life. I asked for help from the President, Minister of Interior, and persecutors… they all said this was out of their control. I was a member of the Union of Journalists of Ukraine, after being beaten, I was expelled from the union be­cause the Head of the union worked for the people I was investi­ gating. That was the last straw. ICELAND Iceland was one country that I could come to with a Ukrainian passport. It was also important to me that it was far away from Ukraine and that there were no direct flights from Ukraine to Iceland. It was also important to me that Iceland was the best country for freedom of speech, and the best country for journalists. I had to declare that I needed protection, refuge. It felt like a breath of fresh air arriving in Iceland. When I was in Ukraine I could not trust anyone. I could not believe anyone. Poor people can do anything for money, so I could never talk to just anyone. In Iceland I can go on the street and not have to look over my shoulder. My first appeal for protection was rejected because Útlendingastofnun did not believe I had enough views on my You­Tube channel. I found that explanation very surprising. I reapplied. After one year I sought asylum. In that one year the government supported me, I got money for food and had a roof over my head. They gave me the one thing I really needed. I got the opportunity to learn Icelandic, which I was eager to learn because I like to study. I want to speak the language of the people. It was also a good dis­traction from thinking about Ukraine and keeping me away from depression. I kept busy. I went to the gym, ran, swam and kept learning Icelandic. I liked my body to be exhausted, but my mind fresh. If I did not have these things then all I would think about is that they would kill me. I would not get asylum status, and that I would be deported. I would have gone crazy. UNIVERSITY OF ICELAND Unfortunately, I do not speak Icelandic as well as I want to, but I went to courses and I never stopped learning. I continued with language courses, and I got enough knowledge to take the exam for the ‘Icelandic as A Second Language’ at the University of Iceland. I want to thank the government. As a refugee you get a loan so you can study. I came with no money, so that loan was very helpful and useful. I find it difficult to make friends at the university because I cannot trust people so easily. My past bad experiences have left a strong impression. But I like to work hard. I spend most of my day learning Icelandic. My main problem is I do not have many people to speak Icelandic with and practice what I learn. Still, every new step you take gets you closer to speaking better. I want to be a jour­nalist here too. Life is slowly getting better. I swim in the ocean. I run and go to the gym. I study and work hard. I am meeting people who are interested in the same things as me, especially the group of friends that swim in the ocean with me. I am hopeful to be able to live my life as I wish.

THE STUDENT PAPER

25


Erla Guðbjörg Hallgrímsdóttir

Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Ávarp alþjóðafulltrúa LÍS Address from the International Officer of LÍS Ég heiti Erla Guðbjörg og er alþjóðafulltrúi LÍS, Landssamtaka Ís­lenskra Stúdenta, og læknanemi á fjórða ári í Kýpur. Alþjóðafulltrúi hefur margvíslegar skyldur og mun ég greina frá þeim hér að neðan. Alþjóðafulltrúi sér um öll alþjóðleg verkefni LÍS. Ég útskýri oft mitt helsta hlutverk sem milliliður þar sem vinna mín felst mikið til í því að flytja þekkingu milli staða. Ég sæki alþjóðlegar ráðstefnur, fundi og samráð, miðla upplýsingunum svo aftur til Íslands og til okkar aðildarfélaga. Með þessari vitneskju reynum við svo að bæta hag íslenskra stúdenta, til dæmis með því að skrifa yfirlýsingar. Al­þjóðafulltrúi sér einnig um að koma upplýsingum frá Íslandi á fram­færi erlendis. Þá geri ég mitt besta til að miðla þekkingu, gildum og sjónarmiðum okkar fulltrúaráðs til að bæta aðstæður stúdenta á stærri mælikvarða. Meðal ábyrgða alþjóðafulltrúa er einnig að vera annar tveggja verkefnastjóra Student Refugees Iceland (SRI). SRI var upprunalega verkefni stofnað í Danmörku en varð hluti af störfum LÍS árið 2019. SRI er byggt á þeim grundvelli að öll hafi rétt til menntunar, líkt og kveður á um í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. SRI vinnur að því að tryggja öllum sanngjarna gæðamenntun og stuðla að tækifærum til símenntunar fyrir öll. Sjálfboðaliðar SRI hjálpa flóttafólki og hælisleitendum að sækja um háskólanám á Íslandi, veita þeim upplýsingar um umsóknarferlið og hvaða hindranir gætu staðið í vegi fyrir þeim. Alþjóðafulltrúi hefur líka umsjón með Alþjóðanefnd LÍS. Ég er heppin að sitja yfir nefnd skipaða fjórum snjöllum og metnaðar­ fullum einstaklingum. Nefndin fundar einu sinni eða tvisvar í mánuði til að undirbúa væntanlega viðburði með því að lesa yfirlýsingar, gera breytingartillögur og deila hugmyndum. Í augnablikinu erum við að búa okkur undir stjórnarfund Samtaka Evrópskra stúdenta (e. European Student Union, ESU) þar sem við vonumst til að standa vörð um og styrkja félagslega stöðu námsmanna og rétt þeirra til náms. Síðan í mars 2020 hefur vinna alþjóðafulltrúa farið fram með rafrænum hætti. Þrátt fyrir margar breytingar frá upphafi farald­ ursins, kemur í ljós að alþjóðlegt samstarf og samskipti hafa aldrei verið mikilvægari en einmitt núna. Þau brýnu mál sem við stöndum nú frammi fyrir, þ.e. Covid-19 og loftslagsmálin, eru heimsmál sem krefjast lausna strax. Við höfum ekki tíma til þess að bíða eftir því að hver þjóð fyrir sig finni upp hjólið. Við verðum að tala hvort við annað. Eina leiðin til að berjast fyrir framtíð okkar með góðum árangri er með því að skiptast á skoðunum og miðla hugmyndum yfir landamæri og höf.

THE STUDENT PAPER

Mynd / Photo Aðsend frá höfundi / Submitted by author

Grein / Article

My name is Erla Guðbjörg and I am the International Officer of LÍS, the National Union of Icelandic Students, and a fourth year medical student in Cyprus. The International Officer has many responsi­bilities and I will try my best to introduce you to some of them in this article. The International Officer oversees the international work of LÍS. I often explain the main role of the International Officer as a middleman, since a lot of my work revolves around transferring knowledge from one place to another. I attend international con­fer­ences, meetings and consultations, and then relay the information back to Iceland through LÍS and our member associations. With this knowledge, we try to better the environment of Icelandic students, e.g. by writing statements. However, the International Officer also relays information from Iceland abroad. There, I try my best to transfer the knowledge, values and perspective of our representative council to try to better the student environment at a larger scale. Another responsibility of the International Officer includes being one of the two project managers of Student Refugees Iceland (SRI). SRI is a project that was originally established in Denmark, but LÍS incorporated it into its work in 2019. SRI is created on the basis that everyone has a right to education, as is stated in the Uni­versal Declaration of Human Rights. SRI works to ensure inclusive and equitable quality education and promote lifelong learning op­por­tunities for all. The volunteers of SRI help refugees and asylum seekers to apply for higher education in Iceland, giving them infor­mation about the application process and what hindrances they can expect to encounter in the process. The International Officer also oversees the International Committee. I am fortunate to have a committee of four ambitious and clever individuals. The Committee meets once or twice a month to prepare for upcoming events by reading statements, making amendments and sharing ideas. Currently, the Committee and I are busy preparing for the Board Meeting of the European Student Union in which we hope to represent and strengthen student’s educational and social rights. Since March 2020, most of the work of the International Officer has been virtual. Although many things have changed since the pandemic, it has become clear that international work and rela­tions have never been as important as they are now. The pressing issues we are facing, e.g. COVID-19 and climate change, are global problems that need solutions now. We do not have time for every country to reinvent the wheel. We need to communicate with each other. The only way we can successfully fight for our future is by sharing ideas across borders and over oceans.

26


Grein / Article

Þýðing / Translation

STÚDENTABLAÐIÐ

FRÍTT STUÐ FYRIR STÚDENTA! Þú ert aðeins eina mínútu að skipta yfir

Við gefum stúdentum frítt rafmagn í heilan mánuð! Þegar þeim mánuði lýkur færðu 10% afslátt af raforkuverði hjá Orkusölunni. Komdu í stuðið á orkusalan.is/student

THE STUDENT PAPER


Grein / Article

Dino Ðula

Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Nýtt líf í nýju landi A New Life in a New Country Allt fólk er á hreyfingu, breytist, reikar, flytur … Þrátt fyrir að hafa gert það frá upphafi mannkyns, hefur hrað­ skreiður heimur nútímans ýtt undir leit fólks að hamingjunni sem aldrei fyrr. Við leitum öll að okkar samastað á þessari jörðu og finnum hann oft fyrir utan þægindarammann okkar, í fjarlægu landi. Þegar þetta gerist göngum við í gegnum svipað aðlögunar­ferli sem almennt reynist erfitt. Hér eftir koma ráð til þess að auðvelda þetta sársaukafulla ferli, skref fyrir skref. Til að byrja með er vert að nefna að flutningar milli staða eru meðal mest streituvaldandi atburða í lífinu. Ekki einungis með tilliti til skipulags og praktísku atriðanna heldur er líka krefjandi að byrja á núlli, sérstaklega ef man hefur ekkert stuðningsnet ennþá. Þetta leiðir okkur þægilega að fyrsta heilræðinu. SAMBÖND Sambönd eru mikilvæg, hvort sem þau eru rómantísk eða vinasam­ bönd, því þau mynda grunn að tengslaneti fólks sem hvetja okkur til að þrífast og dafna en mynda líka öryggisnet sem er til staðar þegar við ráðum ekki við eitthvað á eigin spýtur. Ekki geta öll sambönd verið náin og persónuleg en það er mikilvægt að halda áfram að leita. Til að byggja upp sambönd þarf að gefa sér tíma og hlúa vel að þeim. Ef þú kynnist einhverjum nýjum þá skaltu ekki gleyma að gefa aðeins af þér; fara saman í kaffi, í bíó eða gönguferð, veita hjálparhönd eða huggun þegar við á, verja gæðastundum saman og þroskast í sam­einingu í gegnum og meðfram sambandinu. Ef sambandið rennur svo sitt skeið, þá skaltu muna að ekki allt fólk sem tekur þátt í lífi þínu endist þar að eilífu. Sumt fólk kemur inn í líf manns til að veita (eða þiggja) hjálp, en það gæti líka alltaf farið þaðan aftur. FÉLAGSLEGT TENGSLANET Það er ekki óalgengt að þetta fyrsta skref reynist erfitt, enda vaxa vinir eða makar ekki á trjám. Einföld leið til að takast á við þann vanda er að kynnast sjálfu sér betur fyrst – hver eru þín áhugamál og draumar, hvernig slakar þú á, hvaða tónlist hlustar þú á, hver er uppáhalds ísinn þinn? Þegar þú hefur kynnst þér aðeins betur þá geturðu fundið samkomur og viðburði þar sem þú gætir kynnst fólki með lík áhugamál. Spila verslanir í Reykjavík bjóða upp á ókeypis spila kvöld, barir og skemmtistaðir standa fyrir spurningakeppnum, uppi­standi og jafnvel dansleikjum. Nemendafélög skipuleggja líka ferðir til ýmissa áhugaverðra staða um allan bæ.   THE STUDENT PAPER

All people move, change, wander, migrate … Even though we have been doing that since the beginning of human existence, the fast-paced modern world has pushed the people’s search for happiness the furthest it has ever been. We are all look­ing for our own place under the sun, and quite often we end up finding it outside of our comfort zones, in a faraway country. Once that happens, we are all bound to go through a similar process of assimilation that everyone will tell you is uni­versally difficult. So here is how to make that painful transition slightly easier, one step at a time. To start with, it is worth noting that moving places is one of the most stressful things a person can do in their life. Not only from the sheer organizational and practical side of things, but starting from the bottom can be quite challenging, especially if you find yourself in a place where you have no support system in place, which conveniently leads us to our first step. RELATIONSHIPS Relationships are important, be them romantic or friendly, because they form the foundations of a network of people who encourage us to thrive but also act as a safety net when we encounter a problem too hard to overcome on our own. However, not every relationship we make will become a close, personal one – but it is important we keep on looking. Relationships need time, effort and nurturing, so if you make a new friend or get to meet that special someone, don’t forget to give; share a coffee with them, go to the movies or for a walk, be a helping hand or a shoulder to cry on, spend some quality time with them and grow together through and alongside the rela­tionship. And if it doesn’t work – remember that not everyone in your life is meant to stay there forever, some people are there to help (or be helped) and just like that, they may leave. SOCIAL CIRCLES It is not uncommon for people to struggle with the first step, after all, there are no “friend-trees” or “partner-stores”. An easy way to overcome this obstacle is to first better understand yourself – what are your hobbies and dreams, how do you unwind, what music do you listen to and what is your favorite ice-cream? Once you have learnt more about yourself, seek out gatherings and events where you are more likely to find like-minded people. Local game stores

28


STÚDENTABLAÐIÐ

Ef þetta virðist yfirþyrmandi skref skaltu byrja á einhverju ein­földu eins og samtali við samstarfsmann eða ferð í næstu sundlaug fyrir ekta upplifun og rabb við næsta mann. ÝTTU ÞÉR ÚT FYRIR ÞÆGINDARAMMANN Allt sem þú ert einmitt núna er þökk sé persónulegum áskorunum sem þú hefur tekist á við í lífinu og þátttaka þín í lífum þinna nánustu. Raunar væri nákvæmara að segja að þessi reynsla sért þú og þegar þú skilur það, áttarðu þig á því að það ert aðeins þú sem takmarkar eigin möguleika. Það er engin leið að vita hvort man hafi hæfileika í einhverri íþrótt eða tónlist nema með fyrri reynslu. Ef þú finnur eitthvað sem þú getur tekið þátt í sem þú hefur ekki prófað áður – láttu á það reyna! Bjóddu sjálfum þér fínt út að borða, spilaðu með hljómsveit á hljóðfæri sem þú hefur aldrei spilað á áður, taktu þátt í sjálfboða­ starfi fyrir félag sem skiptir þig máli eða skrifaðu bók. Það er svo litlu að tapa og til svo mikils að vinna, þetta gæti verið það sem þú gerir einstaklega vel. MARKMIÐ Að lokum skaltu setja þér raunhæf skammtíma og langtíma markmið sem hjálpa þér að halda þínu striki þegar þér finnst þig vanta áhuga og hvatningu. Lykillinn er að vera ekki of strangur við sjálfan sig og fylgja þinni eigin samvisku en ekki áætlunum annarra. Þú þarft ekki að geta hlaupið maraþon á minna en ári eða prjónað á þig heilan galla úr íslenskum lopa. Það er nóg að vera bara sjálfum sér góður með jákvæðri sjálfsstyrkingu enda ert þú eina manneskjan sem þú þarft að verja allri ævinni með. Þessi skref eru öll samofin og þau er hægt að takast á við hvor í sínu lagi eða í hvaða samsetningu sem er. Ef þér finnst þér ekki miða áfram og eiga erfitt, reyndu þá að einblína á það sem hentar þér og haltu þínu striki þar til þú nærð markmiðunum smátt og smátt. Allt sem er þess virði að taka sér fyrir hendur er þess vert að gera illa því jafnvel pínulítið er betra en ekkert. Ef þú ert að lesa þessa grein er mjög líklegt að hún sé skrifuð sérstaklega fyrir þig og ef svo vil ég þakka fyrir að þú hafir veitt henni athygli. Þó að ég viti ekkert um þitt einstaka ferðalag þá er greinilegt að þú ert að vinna í því að bæta þig með því að taka þetta fyrsta erfiða skref. Þegar í harðbakkann slær skaltu muna að þú ert aldrei eitt. Allt fólk er á hreyfingu, breytist, reikar, flytur … Við erum öll í þessu saman.

in Reykjavík offer free game nights, bars promote pub quizzes, stand-up comedy nights and even social dances. Even your own student networks readily organize trips to various places of inter­est all around town. If this step still sounds too hard, start small and enter a con­ver­sation with your colleague, or head over to the nearest swim­ ming pool for an authentic experience and conversation with a local person sitting right next to you. PUSH THROUGH YOUR COMFORT ZONE Everything you are right now is thanks to the personal challenges you’ve encountered in life and second-hand involvement in lives of your closest friends. Or rather it’s even more accurate to say that you ARE those experiences and once you understand that, you realize that your potential is only limited by yourself. We can’t possibly know if we have a talent in some sport or knack for music unless we’ve tried it in the past. So if you spot an experience you can take part in that you haven’t tried yet – go for it! Have that fancy dinner in a restaurant all by yourself, join a band playing an instrument you’ve never played before, volunteer for an organization you feel strongly about or start writing a novel. There is so little to lose and so much to potentially gain, as this might be that one thing you are extremely good at. GOALS Finally, set yourself realistic short-term and long-term goals that will help you stay on the right path in times when you find it hard to find encouragement or motivation. The key here is to not to be too harsh on yourself and understand that you are not following anyone else’s schedule but your own. You don’t have to run a mara­thon in less than a year, or knit yourself a complete outfit using Icelandic wool. You can simply be a good friend to yourself through positive reinforcement. After all, the only person you have to spend the rest of your life with – is yourself. All these steps intertwine with each other. They can be ac­com­plished separately or together and in any combination. So, if you find yourself struggling and not feeling ready to advance, just stick to that one thing that works for you and keep at it slowly to reach that goal you had set for yourself. Everything that’s worth doing, is worth doing poorly – because even a little bit is better than nothing. If you are reading this article, there is a high chance it has been written specifically for you and if that is the case, I am happy to have had your attention for this long. While the nature of your own journey is irrelevant, in this case, the fact you have taken that hard, first step speaks volumes of your commitment towards be­com­ing a better you. And when the times get hard, always remem­ ber that you are never alone.

Myndir / Photos Dino Ðula

All people move, change, wander, migrate … We are all in this together.

THE STUDENT PAPER

29


Grein / Article

Stefaniya Ogurtsova

Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Útópía MC Myasnoi MC Myasnoi’s Utopia Í kvöld, 22. október, er gigg í íbúð á Freyjugötunni. Þegar ég mæti er hópur tónlistarmanna að slaka á og blanda geði, annað hvort að horfa á vini spila eða bíða eftir að stíga á svið. Ég geng í gegnum eldhúsið og inn í stofu sem hefur verið breytt í bráðabirgðasvið sem er hulið hjóð­f ærum, mögnurum, pedölum, snúru og öðrum tækni­ græjum. Hátalararnir ramma inn sviðið á báðum hliðum og hljóð­ neminn skapar mörkin milli listamannsins og áhorfenda. Staðurinn einkennir sjarma neðanjarðarsenunnar í Reykjavík. MC Myasnoi, raftónlistardúó frá Rússlandi og Íslandi, er á dag­skránni í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé þau spila. Þetta reynist vera eftirminnileg sýning þar sem flytjendur og áhorfendur njóta hlýju og nálægðarhvors annars. Hópurinn er greinilega allur í takt en fólkið tekur að dansa af merkilegri samhæfingu. Seinna hugsa ég til orkunnar sem einkenndi flutninginn og staðinn, innilega ánægð með árangur þessarar músíksenu. Fáeinum vikum seinna stekk ég út úr leigubíl í Skipholtinu. Í dag er ég að hitta Yulíu Vasilieva og Ronju Jónsdóttur, listrænu hugsuðina á bak við MC Myasnoi verkefnið, í spjall í íbúðinni hennar Ronju sem gegnir einnig hlutverki stúdíós. Ég er forvitin að vita hvað þær, sem meðlimir þessarar heillandi senu, geta sagt mér um tónlistarflutning, lífið og listina. HVER ER MC? WHO IS MC? Það tekur ekki langan tíma, eftir að hafa sest í sófann með Yuliu og Ronju, að átta mig á að MC Myasnoi er meira en hljómsveit. Á meðan við spjöllum verður mér ljóst að MC Myasnoi sé í raun hugsjón. „MC Myasnoi er ekki mennskt,“ útskýrir Ronja þegar samtalið tekur á sig mynd. Yulia bætir áköf við „Þetta er eining.“ MC Myasnoi persónu­ gerir ómennskan eiginleika sem finnst samt í okkur öllum, segir tví­eykið. „Þetta er eitthvað sem fólk verður að vera opið fyrir. Það getur verið ógnvekjandi en allir myndu græða á því að samþykkja það,“ segir Yulia kænlega og þær flissa báðar. Hvers konar eining er MC Myasnoi? Ég geri tilraun til að vefja utan af þessari ráðgátu eftir því sem samtalinu miðar áfram. KAPITALISM MAKES NO SENSE Ég bið Yuliu og Ronju að skýra fyrir mér hugsunina á bak við laga­titil þeirra Kapitalism Makes No Sense sem birtist á smáskífunni Factorial. А почему бы и нет (Jú, seinni hluti titilsins er vissulega á rússnesku.) En hvað gæti verið rökréttara en kapítalismi? Við leggjum höfuð okkar saman í bleyti í leit að svörum. Oft er sagt að það sé einfaldara að ímynda sér heimsendi heldur en lok kapítal­ ismans. Ég velti upp skorti á draumum sæluríkja í okkar menningu, en fólk virðist fúsara til að byggja upp frásagnir af dystópíum. „Við getum ekki séð fyrir okkur endalok kapítalismans, það er auðveldara að ímynda sér heimsendi, en MC Myasnoi sér þetta.“ segir Ronja og Yulia bætir hratt við „Nákvæmlega, nákvæmlega. MC brýtur hjóðnema, MC brýtur hjörtu og MC ætlar að brjóta kapítal­ ismann. Þarna er hugsjónin um hvernig fólki geti verið bjargað. Ég held að allur peningurinn ætti að fara til MC Myasnoi og hann myndi þá deila honum skynsamlega milli fólks.“ Ég bendi á að þá hljómi MC Myasnoi sem einhverskonar líkamslaus endurúthlutunarvél, fram­ tíðarafsprengi viðvarandi tæknibyltingar. Mig fer að dreyma um kommúníska og tæknivædda framtíð þar sem gervigreind stjórnar úthlutun auðlinda í samfélaginu. (Afsakið, kæru hægrisinnuðu lesendur.) Það er vert að nefna að þótt þær séu fallegar á pappír getur jafn­vel bjartasta hugmyndafræði verið viðkvæm fyrir spillingu á þann hátt að fólkið sem framkvæmir og viðheldur þeim gæti verið spillt. Það hefur sannast aftur of aftur að vald veldur tilhneigingu til spill­  THE STUDENT PAPER

Tonight, on October the 22nd, the apartment on Freyjugata is hosting a gig. When I arrive, a collective of musicians is relaxing, socializing, either watching their friends perform or getting ready for their act. I walk through the kitchen to the living room which has been appropriated as a makeshift stage, crammed with gear, musical instruments, amplifiers, pedals, cables, technology. The speakers frame the space on either side, the mike stand centers the boundary between performer and audience, indicating the possi­ bility of contact. The venue typifies Reykjavík underground charm. MC Myasnoi, an electronic duo from Russia and Iceland, is on the lineup tonight. This is the first time that I see them perform. It turns out to be a memorable show, with the performers and the audience in close, intimate proximity. The crowd is apparently in sync and breaks out dancing at a crucial moment of group cohesion. Afterwards, I reflect upon the energy of the performance and the venue’s vibes, fully satisfied with the fruits of this music scene’s labours. A few weeks later, I’m hopping out of a taxi on Skipholt. To­day, I am meeting Yulia Vasilieva and Ronja Jóhannsdóttir, the creative minds behind the musical project MC Myasnoi, for a chat in Ronja’s apartment qua studio. As members of this fascinating scene, I’m curious what they can tell me about their view of art, life and per­formance. WHO IS MC? It does not take long to realize, after settling on the sofa with Yulia and Ronja, that MC Myasnoi is more than a band. As we chat, it becomes evident that MC Myasnoi is, crucially, a concept. “MC Myasnoi is not human,” Ronja explains as the conversation picks up speed. Yulia adds emphatically, with relish, “It’s an entity.” MC Myasnoi personifies an inhuman quality that can be found in all of us, the duo claims. “It’s something people have to embrace. It can be scary, but everyone will profit from accepting it,” Yulia suggests slyly, and the two of them giggle. So what kind of entity is MC Myasnoi? I attempt to unravel the enigma as our conversation progresses. KAPITALISM MAKES NO SENSE I ask Yulia and Ronja to walk me through the sentiment behind the title of their track, Kapitalism Makes No Sense, featured on their EP, Factorial. А почему бы и нет. (Yes, that last bit is in Russian.) What might possibly make more sense than capitalism? We put our heads together in search of the answer. As often quoted, it’s easier to imag­ine the end of the world than it is to imagine the end of capi­talism. I soliloquize on the shortage of utopian dreaming in our culture, which appears to be far better geared for the production of dystopian narratives. “We can’t imagine the end of capitalism, it’s easier for us to imagine the end of the world, but MC Myasnoi can see it,” says Ronja, with Yulia promptly rejoining, “Definitely, definitely. MC is breaking microphones, MC is breaking hearts, and MC is going to break capitalism. There is a concept of how people could be saved. I think that all the money should go to MC Myasnoi and then he would wisely give parts of all the capital to people.” I reflect that this makes the entity of MC Myasnoi sound something like an omnipresent yet immaterial redistributive mechanism, a future progeny of the ongoing digital revolution. I start fantasizing about the techno-communist future in which an artificial intelligence interface moderates the processes of resource allocation within society. (Pardon my French, dear right-wing readers.)

30


STÚDENTABLAÐIÐ

Myndir / Photos Barði Benediktsson ingar. „Þannig er MC Myasnoi svolítið eins og velviljaður ein­valdur. Þá er öllum birgðum safnað saman og svo dreift til allra,“ útskýrir Ronja. „Ég held það hjálpi að MC Myasnoi sé ekki mennskt, þetta er eining,“ minnir Ronja mig á. „Einstaka manneskjur eru breyskar en sameiginlegt ímyndunarafl okkar þarf ekki að vera það.“ EINRÆÐISHERRA EÐA SPÁMAÐUR? Nú þegar hlutverk MC Myasnoi, sem velviljaður einvaldur, er skýrt erum við nálægt því að komast að sömu niðurstöðu og David Bowie á Thin White Duke tímabilinu sínu, sem er það að rokkstjörnur séu nefnilega einræðisherrar. „Sviðið er í raun hlutur stigveldis. Það myndar valdamun þar sem flytjandinn stendur ofar áhorfendum og ég hata þessa tvískiptingu,“ segir Ronja. „Mig langar helst að fella sviðið úr gildi.“ „En við verður samt að gera fólki ljóst að við séum aðeins æðri þeim,“ tekur Yulia fram glettnislega. Ronja útskýrir svo „Ekki við, heldur MC Myasnoi, ómennska fyrirbærið. Við persónulega erum ekki MC Myasnoi, við veitum bara skilaboðum fyrirbærisins í gegnum okkur.“ Í þessu ljósi minnir MC Myasnoi helst á töfralækni eða spámann sem setinn er öndum og leiðir mannmergð í gegnum sameiginlega, hreinsandi upplifun. En hvora hlið MC sjá áhorfendur á sýningu? AFNEMUM SVIÐIÐ! Það kemur í ljós að að móttökur áhorfenda hafa mikið með staðinn og flutningssvæðið að gera. Eftir fyrri sýningar MC vorum við sér­staklega spennt fyrir uppákomunni á Freyjugötunni. Teppalagt bráða­byrgðasviðið, hlýlega og persónulega stemmningin á staðnum gerði MC kleift að koma verki sínu á framfæri. Á seinni sýningu í Iðnó, sem ég var svo heppin að sjá, urðum við vitni þeirra áhrifa sem plássið hefur á áhorfendahópinn. Klassíska útlit Iðnó innanhúss, sem vísar   THE STUDENT PAPER

It should be noted that, even the brightest ideologies, while beautiful as abstractions, are susceptible to corruption insofar as the human beings implementing and maintaining them are corrupt­ible. It has been proven time and again that power has a corruptive tendency. “So, MC Myasnoi is kind of like a benevolent monarch. Everything goes to the stockpile, and the stockpile is shared by all,” Ronja explains. “I think it helps that MC Myasnoi is not a human, he is an entity,” Ronja reminds me. “Individual humans are cor­rupt­ible, but our collective imagination does not have to be.” DICTATOR OR SHAMAN? Now that we have defined one role of MC Myasnoi, as that of the benevolent monarch, we’re not too far off from coming to the same conclusion as David Bowie during his Thin White Duke period, name­ly that the rock star is a dictator. “It is a really hierarchical thing, the stage. It creates this hierarchy where the performer is above the crowd, and I really hate that dichotomy,” Ronja reveals. “I want to abolish the stage, preferably.” “But we still need to let people know that we are a little bit above them,” Yulia puts in coyly. Ronja clarifies, “Not we, but MC Myasnoi, the non-human entity. We are not personally MC Myasnoi, we just channel the entity through us.” In that way of putting things, MC Myasnoi most re­­sembles a shaman, possessed by spirits and guiding the masses through a cathartic, communal experience. But which side of MC does the audience actually perceive during a show? ABOLISH THE STAGE! It turns out, the audience’s reception may have much to do with venue and performance space. Reviewing MC’s recent shows, we were particularly enthusiastic about the gig at Freyjugata. The

31


Grein / Article

Þýðing / Translation

til sögu og hefða, háa sviðið þar og samhverft plássið leiddi til þess að fólk var ólíklegt til að færast nær sviðinu. Sviðið í Iðnó, bendir Yulia á, „var eins og kassi, eða gamalt sjónvarp.“ Vísun Yuliu í sjón­varp á vel við miðað við afskiptalaust áhorfið sem einkenndi kvöldið.

makeshift stage laid with carpet, the warmth and personal feel of the venue permitted MC to tend to his channeling work unhin­ dered. At a later show in Iðnó, which I had been fortunate to attend, we were blatant witnesses to the effects of space on a crowd. Iðnó’s classically styled interior, referencing history and tradition, its highly elevated stage and symmetric spaciousness seemed to make people reluctant to approach the stage. The group stood spread apart below, craning their heads up at the distant stage. The stage at Iðnó, Yulia remarks, “was like a box, or an old television.” Yulia’s reference to television is fitting, considering the detached specta­ tor­ship the audience had assumed during this show.

HIÐ GYLLTA BÚR MARKS ZUCKERBERG Talandi um rými! Samfélagsmiðlar, stafrænt rými sem leggst sífellt meira á efnislegan heim okkar, er endurtekið þema í textum MC Myasnoi. Ég rifja upp línu af smáskífunni þeirra: Ég er í hinu gyllta búri Marks Zuckerberg. Stelpurnar flissa dálítið en Yulia útskýrir svo „Samfélagsmiðlar eru huggulegt rými. En þú ert samt læst inni.“ Ronja heldur svo áfram, „Þetta er þægilegur dofi, heildstæð ábreiða yfir samfélaginu. Heilalaus þægindi.“ „Þótt við séum föst þá er það pínu fyndið að við séum föst,“ veltir Yulia upp. „Það er smá kald­ hæðni og húmor í því.“ Á heildina litið ýkir MC Myasnoi ímyndarsmíðina eins og hún finnst í stafrænu umhverfi okkar og hæðist þannig að framsetningu sjálfsmyndar í samfélaginu í dag. Tónninn er háðskur og það ætti að liggja í augum uppi að þær séu að skemmta sér að þessu. „Góður eiginleiki listarinnar er að hún fær fólk til að hugsa. Ég held það sé líka markmiðið okkar. Það er gott að tileinka sér að vera meðvitað um lífið og það sem er að gerast í kringum þig,“ dregur Yulia saman. Með því lauk spjalli mínu við Yuliu og Ronju, boðbera MC Myasnoi, velviljaðs einræðisherra okkar, og leiðir okkar skilja á léttum nótum. Með MC Myasnoi er myrkur framtíðarinnar nokkrum tónum bjartara. Skál fyrir sæluríkinu!

Grein / Article

Rohit Goswami

STÚDENTABLAÐIÐ

THE GILDED CAGE OF MARK ZUCKERBERG Talking about spaces! The theme of social media, a digital space steadily superimposing itself upon our physical living space, is re­current in the lyrics of MC Myasnoi. I recall a line from their EP: I am in the gilded cage of Mark Zuckerberg. The girls snicker for a bit, then Yulia explains: “Social media is a comfort zone. But you’re still in a cell.” Ronja continues, “It’s a comfortable numbness, an over­arching blanket on our society. Brain dead comfort.” “Even though we are trapped, it’s still quite funny that we are trapped,” Yulia muses. “There’s a little bit of irony and humor in that.” Overall, MC Myasnoi exaggerates the construction of image as it is found within our digitalized environment and thus effective­ ly satirizes the presentation of identity in society today. Their tone is ironic, and it should be obvious that they are engaging in humor­ous play. “A good quality of art is that it makes people think. I think that’s what we are also aiming for. It’s a good skill to learn, to be aware of life and what’s happening around you,” Yulia concludes. Thus ended my chat with Yulia and Ronja, the channellers of MC Myasnoi, our benevolent monarch, and we parted ways in a cheerful mood. With MC Myasnoi, the bleakness of the future is a few shades lighter. Here’s to utopia!

Þýðing / Translation Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Íslenskur hljóðheimur Icelandic Soundscapes „Ef tré fellur í skóginum og það er enginn nálægt, heyrist þá eitthvert hljóð?“ – Höfundur óþekktur

Hljóð er eitt mest viðvarandi merki um líf sem fyrirfinnst. Hvort sem það er þytur í trjám, organdi barn eða geltandi götudýr. Eins og fingrafar tilverunnar sjálfrar, leikur hljóð lykilhlutverk hvað flestar lífverur varðar. Jafnvel skriðdýr, án eyrna, nema titring í loftinu. Ef við útilokum sjónskynjun er heyrn það skynfæri sem verður fyrir hvað mestu áreiti í nútímaumhverfi. Í fjarlægum borgum sem aldrei sofa dynur stanslaus umferð og margróma raddir mennskunnar valda því að milljónir manna lifa lífi sínu umkringd endalausri uppsprettu hljóðáreita. Til að forðast hljóðmengun tuttugustu og fyrstu aldar­innar bregða mörg á það ráð að enduruppgötva töfra náttúrunnar, og umkringd mýkt hljóða hennar finna mörg fyrir friði og létti. Fjar­vera þeirra fjölbreyttu hljóða sem einkenna hið stórsæja líf þétt­ byggðra svæða virðist ótrúleg. Ísland er margt um frábrugðið. Hér er kvak engispretta ein­ungis bergmál. Hljóðheimar hvers hluta plánetunnar fyrir sig eru álíka ein­stakir og fingraför eru á meðal fólks. Engir tveir eru ná­k væmlega eins. Á Indlandi eru hljóðheimarnir margbreytilegir, allt frá daufu gnauði borga eins og Bombay og Delhí til friðsamlegs suðs skor  THE STUDENT PAPER

“If a tree falls in a forest and no one is around to hear it, does it make a sound?” – Anon

One of the most persistent indicators of life is sound. Everything from the rustling of trees to the wailing of children or the barking of street animals. Like a fingerprint of existence itself, for most creatures, sound plays an important role. Even reptiles, bereft of ears, interpret vibrations in the air. Apart from vision, hearing is the sense most under assault by the modern world. In cities far from here, which never sleep, the endless roar of traffic and the many voices of humanity drive millions of thousands of people to live immersed in a perpetual well of aural assault. To evade the noise pollution of the 21st century, droves of people “rediscover” the charms of the outdoors, still surrounded by the soft sounds of nature, many find peace and release. That there may be an ab­sence of the sounds of macroscopic life in a populated region seems incredible. Iceland is different. Here in Iceland, one hears only the phantom chirps of crickets. The soundscape of every part of the planet is about as unique as fingerprints are for people. No two are ever exactly the same at any given point in time. Across India the soundscape varies, from a dull roar in the

32


Image concatenated from a Google Image of the Mumbai Cityscape and a private image of the Reykjavik coastline. dýra. Sums staðar á Indlandi, eins og þar sem ég ólst upp, einkennist morguninn af skörpum köllum páfugla, en nóttin af hljóðlátu kvaki engispretta og annarra skordýra. Hljóðið í leðurblökum (með tíðni sem er of há fyrir flest mennsk eyru) og vælið í uglum setur punktinn yfir i-ið í hljóðupplifun svæðisins. Einstaka sinnum heyrist skarpt flaut í næturverði, til þess gert að hrekja dádýr í burtu frá görðum. Hér á Íslandi gætu slík hljóð virst framandleg, en næturhljóð eru engu að síður til staðar. Flesta daga ómar hér ölduniður, vindur gnauðar um stræti og hefur upp raust sína á milli íbúðabygginga. Það koma stundir þar sem slík hljóð virðast kaldranaleg, vitandi að undir skínandi stjörnum himinsins eru fáar aðrar lifandi verur nærri. Ákveðin andstæða við auðnina er hljóðið í köttum sem vafraum, frjálsir ferða sinna; ef þögnin virðist ærandi er oft hægt að finna ró í augnaráði vinalegs kattar sem starir forvitnilega gegnum glugga, kíkir inn um dyr eða er einfaldlega á vappinu. Þetta er einstök tegund töfra og án hliðstæðu, töfrar hljóðlátrar mennsku, borgarlífs og hljóð­láts andrúmslofts. Ótal orð hafa verið sögð og skrifuð um það hvernig einstaka manneskjur upplifa heiminn. Borgarhljóð eru truflandi og þrýsti­afl mannkynsins er meira og minna kvíðavaldandi upplifun ekki ósvipuð hegðun sauðfés sem er umkringt úlfum. Hvaða gildi hafa þessi nætur­hljóð? Hvaða áhrif hefur fjarvera þeirra? Ef litið er til fræðanna virðast þau sýna að skortur á þeim sé skaðlegur,¹ en eftir ákveðinn aðlögunartíma hefur þögnin sem einkennir hljóðupp­lifunina á Íslandi ýmsa kosti. Vissulega er það að íhuga marg­slungin áhrif þagnarinnar og litrófið sem nær yfir hljóðupplifanir mismunandi umhverfis fólks sannarlega merki um opinn huga. „Vandinn við að hafa opinn huga er að sjálfsögðu sá að fólk mun krefjast þess að birtast og reyna að fylla hann af alls kyns hlutum.“ – Terry Pratchett, Undir berum himni

THE STUDENT PAPER

cities of Bombay and Delhi, to the serene buzz of insects. In parts of India, where I grew up, come morning there would be the calls of peacocks and throughout the night the quiet chirping of crickets and other insects. Bats, too shrill for the ears of most adults and softly hooting owls round out the aural experience. Occasionally, there would be the shrill whistle of a night watchman chasing a deer away from the gardens. Here in Iceland, such sounds of life might be alien, but there are still night sounds. Most days, the lapping of the ocean waves, the wind through the streets, rising to a howl between apartment buildings. At times it might seem inhospitable, knowing under the (surprisingly) visible stars in the sky, that there are not many other living things around. The free-roaming cats provide an elegant counterpoint to such a sense of disquiet; often in times of need one can find a friendly cat star­ing inquisitively through a window, peering around a door, or just out on the prowl. This lends a special kind of magic, unique and unparalleled, one of quiet humanity, domesticity, and a naturally dampened soundscape. A lot of ink has been spilt so far on the conceptual single sample experience of a person. City noises are intrusive, the crush of humanity being more or less an anxiety-inducing experience much along the lines of the behaviour of sheep out in a forest of wolves. What value can be ascribed to these night sounds? What effects are caused by their lack? Clearly pretty much detrimental from a cursory analysis of the literature.¹ The silence of the Ice­landic aural experience can evidently yield many dividends after an initial adjustment period. Indeed, contemplation of the manifold effects of silence and varying auditory experiences on the kaleido­ scopic milieu of people can only be the mark of a truly open mind. “The trouble with having an open mind, of course, is that people will insist on coming along and trying to put things in it.” – Terry Pratchett, Diggers

33


Grein / Article

Francesca Stoppani

Þýðing / Translation Francesca Stoppani & Þórunn Halldórsdóttir

Musica Italiana Oltre l'Eurovision: 5 Artisti da Ascoltare Il panorama musicale italiano ha recente­ mente ricevuto un'attenzione particolare a livello globale. I vincitori dell'Eurovision Song Contest 2021, i Måneskin, hanno con­quistato prima l'Europa e poi il mondo con le loro performance magnetiche e il loro atteggiamento irriverente, da veri millennial. Zitto e buono, il gruppo è riuscito a sovver­ tire almeno un po'gli stereotipi del buon Ita­liano che, appena sveglio, si affaccia al balcone ed intona O'Sole Mio, ogni santo giorno senza eccezioni. La realtà musicale Italiana è tuttavia ben diversa e molto più internazionale di quanto si pensi all'estero. I temi trattati sono talvolta profondi, poli­tici, disperati, pungenti, scomodi. I generi, dall'ambient al punk, grunge allo speri­ mentale. Ho qui raccolto una serie di artisti Ita­liani che, a mio parere, vale la pena ascoltare. Quantomeno per farsi un'idea di quello che esiste oltre la siepe dell'Eurovision.

I MINISTRI In teoria, gruppo di rock alternativo, qua­lun­que cosa significhi. In pratica, una delle mie low-key ossessioni da circa dieci anni. Scherzi a parte, penso di averli visti live una ventina di volte e ogni concerto è una nuova esperienza di emozioni a volte troppo forti per poterne parlare senza balbettare. La penna è uno strumento importante, serve a firmare leggi e a vanificarne altre. A volte però serve a scrivere canzoni. I Ministri non fanno solo musica, ti prendono per mano e ti ci portano. Fanno casino con metodo, urlando contro il sistema con garbo, più o meno. I loro testi sono spesso di ispirazione letteraria, altre volte trattano delle contrad­ dizioni del Bel Paese in chiave analitica e informativa, ma mai pretenziosa.   I miei pezzi preferiti: Le mie notti sono migliori dei vostri giorni Tempi bui Gli alberi

CAPAREZZA Uno dei maggiori rappresentanti del rap italiano da un ventennio a questa parte. Niente denti d'oro e sparatorie, solo una folta chioma di capelli ricci tratto distintivo dell'artista. “Caparezza” può infatti essere tradotto dal dialetto della sua cittá di origine, Molfetta, come “testa riccia”. I temi delle sue canzoni sono talvolta politici, talvolta introspettivi. Le sue parole sono pungenti e capaci di evidenziare argomenti pesanti con sarcasmo e leggerezza. Gli ultimi due album Prisoner 709 e Exuvia rappresentano il viaggio dell'artista nei meandri della sua mente dopo aver scoperto di soffrire di acufene, un disturbo uditivo che provoca un acuto stridio alle orecchie.   I miei pezzi preferiti: La mia parte intollerante Sono il tuo sogno eretico Mica Van Gogh

IOSONOUNCANE Indie? Rock? Sperimentale? Elettronica? Pop? La risposta è sì, a tutto. Uno dei progetti musicali più interessanti e vari a mio parere. Una sorpresa continua. Iosonouncane ha influenze cantautoriali che si scorgono in alcuni dei suoi brani. Altre tracce sono invece il perfetto connubio tra un film di Nicolas Winding Refn e uno di Truffaut; la cosa in­credibile è che questi due estremi funzio­nano alla perfezione. Qualche mese fa andai ad un suo live. Dall'inizio della sua perfor­ mance fino alla fine il pubblico era sconvolto, in acque inesplorate, ma rapito dai suoni elettronici, quasi ritualistici.   I miei brani preferiti: Tanca Hiver Vedrai,vedrai

THE STUDENT PAPER

ANTUNZMASK Folk, grunge, alle volte punk, ma sempre fedele a se stesso. Per Antunzmask il per­corso musicale è soprattutto un percorso di vita. Le sue canzoni raccontano le sue esperienze personali e il suo rapporto con la musica. Hanno così una doppia dimen­ sione, dove lui stesso dialoga con la musica e successivamente la musica dialoga con il pubblico. La tecnica musicale è cruda e “cosi com'è”, forse difficile da cogliere in un primo momento. Uno stile ispirato alla vita quoti­ diana e alle piccole cose sbagliate; una sbronza, una fumata, una miseria.   I miei brani preferiti: Campari e Gin Struppiato PAOLO ANGELI Questa one-man band sperimenta con i suoni, ma prima di tutto con gli strumenti. Folklore e modernità si scontrano nella mu­sica del compositore sardo. Paolo Angeli ha letteralmente inventato un nuovo stru­mento: la chitarra sarda preparata a 18 corde. L'artista è inoltre etnomusicologo e combina free-jazz e canti popolari in chiave avanguardista. Rende accessibile uno stile che può sembrare impenetrabile e lo fa in modo semplice e diretto.   I miei brani preferiti: Andira Fuga dal mouse Sùlu Questi sono solo alcuni dei tanti musicisti che danno un contributo più che musicale ai loro ascoltatori. Alcuni cantano di società e di ingiustizie, altri di stracci di vita quoti­diana, altri ancora non usano parole. Eppure ciascuno suscita emozioni in modo diverso e per ragioni diverse. Questi suggerimenti potrebbero non essere di vostro gradimento in quanto a gusti musicali, ma fanno parte di un vasto panorama musicale di un Paese che si esprime di continuo come può, al di fuori dell'Eurovision.

34


STÚDENTABLAÐIÐ

Ítölsk tónlist handan Eurovision: 5 hlustunarverðir listamenn Italian Music Beyond Eurovision: 5 Artists Worth a Listen Ítalska tónlistarsenan hefur undanfarið hlotið sérstaka athygli í heiminum. Sigurvegarar Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva 2021, Måneskin, tók fljótt yfir Evrópu og restina af heiminum með magnaðri frammistöðu og skeytingalausu viðhorfi, eins og alvöru fólk af kynslóð Z. Hljómsveitinni tókst að grafa undan, allavega að einhverju leyti, staðalímyndum um hvernig ítölsk lög ættu að hljóma. Sannleikurinn er sá að tónlistarveruleikinn á Ítalíu er um margt ólíkur O’Sole Mio og mun alþjóðlegri en margan grunar. Textarnir eru oft djúpstæðir, pólitískir, örvæntingafullir, bitrir og óþægilegir. Stefnurnar ná allt frá andrúmstónlist (e. ambient) til pönks, frá gruggi (e. grunge) til framsækni (e. experimental) og svo framvegis. Hér hef ég safnað saman nokkrum ítölskum listamönnum sem, að mínu leyti, eru hlustunarverðir til að fá smá hugmynd um hvernig ítölsk tónlist hljómar handan varnargarðs söngvakeppninnar.

The Italian music scene has recently received particular attention on the global stage. The winners of the Eurovision Song Contest 2021, Måneskin, quickly conquered Europe and the rest of the world with their magnetic performances and irreverent attitude, like true Gen Z-ers. The band managed to subvert at least a little bit of the stereotypes around what the typical Italian song sounds like. The truth is that the musical reality in Italy is very different from O’Sole Mio, and way more international than one might think. The lyrics of the songs are often profound, political, desperate, pungent, in­convenient. Genres range from ambient to punk, from grunge to experimental and so on. Here I have gathered a few Italian artists that, in my opinion, are worth a listen to get a bit of an idea of what Italian music sounds like beyond the hedge of Eurovision.

CAPAREZZA Eitt af stærstu nöfnum rapptónlistar á Ítalíu síðastliðin tuttugu ár. Hvorki gulltennur né framhjáaksturs-skothríðir, bara þykkir lokkar af krulluðu hári, sem er auðkenni listamannsins. „Caparezza“ þýðir bókstaflega „krulluhaus“ á mállýskunni sem töluð er í heimabæ hans, Molfetta, sem er í suðurhluta Apulia. Þemu laga hans eru oft pólitísk, en stundum felst í þeim sjálfsskoðun. Textarnir eru umdeildir og einblína á þung umræðuefni með kaldhæðni og léttleika. Síðustu tvær plötur hans Prisoner 709 og Exuvia tákna ferð tónlistarmannsins í gegnum eigin huga eftir að hann byrjaði að þjást af eyrnasuði, sem er röskun sem býr til stöðugan tón í eyrunum.   Uppáhalds lögin mín eru: La mia parte intollerante Sono il tuo sogno eretico Mica Van Gogh

CAPAREZZA One of the largest names attached to rap music in Italy for twenty years now. No gold teeth and drive-by shootings, just a thick lock of curly hair, a distinctive trait of the artist. “Caparezza” literally means “curly head” in the dialect of his town, Molfetta, located in the southern region of Apulia. The themes of his songs are often political, sometimes introspective. His lyrics are contentious and highlight some heavy topics with irony and lightness. His last two albums Prisoner 709 and Exuvia represent the artist’s journey through his own mind, after starting to suffer from tinnitus, a hearing disorder that provokes an acute screech in the ears.   My favorite tracks: La mia parte intollerante Sono il tuo sogno eretico Mica Van Gogh

I MINISTRI Í orði, jaðarrokkhljómsveit, hvað sem það nú þýðir. Á borði, ein af lágstemmdu þráhyggjum mínum síðastliðin tíu ár. Að öllu gamni slepptu held ég að ég hafi séð þá á tónleikum allavega tuttugu sinnum.Hverjir tónleikar eru ný upplifun samansett af of sterkum tilfinningum til að hægt sé að lýsa þeim án þess að stama. Penninn er kraftmikill hlutur, annars vegar er hann stundum notaður til að skrifa undir lög og til að breyta þeim, hins vegar er hann stundum notaður til að semja lög. I Ministri, sem má alls ekki rugla við Ministry með “y”, búa ekki bara til tónlist, þeir taka í hönd þína og leiða þig þangað. Þeir búa til aðferðafræðilega óreiðu, öskrandi á kerfið án þess að vera endilega á móti því. Textar þeirra eru oft innblásnir af bókmenntum, en í öðrum tilfellum takast þeir á við þversagnir í samfélaginu, sérstaklega ítölsku samfélagi. Þeir þora að segja frá og upplýsa og eru sjaldan tilgerðarlegir.   Uppáhalds lögin mín eru: Le mie notti sono migliori dei vostri giorni Tempi bui Gli alberi

I MINISTRI In theory, an alternative rock band, whatever that means. In prac­tice, one of my low-key obsessions for the past ten years. Jokes aside, I believe I have seen them live at least twenty times and each concert is a new experience made of emotions too strong to explain without stuttering. The pen is a powerful instrument, it is used to sign laws and to interfere with them; sometimes, however, it is used to write songs. I Ministri, not to be confused with Ministry with a “y”, don't just make music, they take you by hand and lead you there. They make a mess with method, shouting at the system but are not necessarily against it. Their lyrics are often inspired by literature, and, in other cases, deal with the contradictions present in our society, particularly Italian society. They dare to be ana­ lytical and informative, but hardly pretentious.   My favorite tracks: Le mie notti sono migliori dei vostri giorni Tempi bui Gli alberi

IOSONOUNCANE Indí? Rokk? Framsækið? Raftónlist? Popp? Svarið við þessu öllu er já. Mér finnst hann einn af fjölbreyttustu og áhugaverðustu nútímatónlistarverkefnunum. Hann kemur fólki sífellt á óvart. Áhrifa laga­smíða hans má greina í sumum lögum. Sum önnur falla fullkomlega á milli kvikmynda frá Nicolas Winding Refn og kvikmynda frá Truffaut. Það ótrúlega er að þessar tvær öfgar virka saman. Fyrir nokkrum mánuðum síðan fór ég á eina af tónleikum hans á almennri hátíð á suður Ítalíu. Frá byrjun til enda voru áhorfendur agndofa,   THE STUDENT PAPER

IOSONOUNCANE Indie? Rock? Experimental? Electronic? Pop? The answer is yes to all of that. He is, in my opinion, one of the most varied and interesting contemporary musical projects. A continuous surprise. He has song-writing influences which come to life in some tracks. Some others are instead the perfect link between a Nicolas Winding Refn and a Truffaut movie; the incredible thing is that these two extremes work together. Some months ago I went to one of his concerts at a mainstream festival in southern Italy. From the beginning of his performance until the end, the audience was

35


Grein / Article

Þýðing / Translation

þeir ferðuðust á ótroðnum slóðum, en algjörlega heillaðir af raf­mögnuðum hljómum og textaleysi, sem gerði pláss fyrir enn meiri tilfinningar.   Mín uppáhalds lög eru: Tanca Hiver Vedrai, vedrai

shaken, swimming in unexplored waters, but absolutely enchanted by the electronic sounds and the lack of lyrics which made space for more feelings.   My favorite tracks: Tanca Hiver Vedrai,vedrai

ANTUNZMASK Þjóðlög, grugg, stundum pönk, en alltaf samkvæmur sjálfum sér. Fyrir Antunzmask er vegur tónlistar fyrst og fremst vegur lífsins. Í lögum hans segir hann frá persónulegri reynslu og því sambandi sem hann á við tónlist. Á þennan hátt hafa lögin tvær hæðir þar sem samtímis byrjar hann samtal við tónlistina og tónlistin byrjar samtal við áheyrendur. Tæknin er hrá og “eins og hún er”, sem er kannski svolítið erfitt að skilja tafarlaust án nokkurs samhengis. Stíll sem er innblásinn af daglegu lífi og smávægilegum pirringi; timburmönnum, reyk, eymd.   Mín uppáhalds lög eru: Campari e Gin Struppiato

ANTUNZMASK Folk, grunge, sometimes punk, but always true to himself. For Antunzmask, the musical path is first and foremost a life path. In his songs, he tells about personal experience and the relation­ship he has with music. In this way, the tracks have a double level where­in he enters a dialogue with music as his music does the same with the public, at the same time. The technique is raw and “how it is”, perhaps a bit hard to understand immediately without any context. A style inspired by daily life and by small vexations; a hangover, a smoke, a misery.   My favorite tracks: Campari e Gin Struppiato

PAOLO ANGELI Þessi eins-manns-hljómsveit gerir tilraunir með hljóð og með hljóð­færi. Þjóðsögur og nútíminn sameinast blíðlega í gegnum tónlist Paolo Angeli, gítarleikara og tónskálds frá Sardiníu. Gaurinn bók­ staflega fann upp nýtt hljóðfæri, 18 strengja Sardiníugítarinn. Listamaðurinn er líka þjóðtónlistarfræðingur og sameinar frjálsan djass og þjóðlög með framúrstefnulegum ramma. Hann gerir tón­listarstefnu, sem annars virðist órjúfanleg, aðgengilega og gerir það á mjög einfaldan og beinan hátt.   Mín uppáhalds lög eru: Andira Fuga dal mouse Sùlu

PAOLO ANGELI This one-man band experiments with sound and with instruments. Folklore and modernism gently clash throughout the music of Paolo Angeli, Sardinian guitarist and composer. The guy literally invented a new instrument: the 18 string prepared Sardinian guitar. The artist is also an ethnomusicologist and combines free jazz and traditional songs in an avant-garde framework. He makes a genre accessible that might otherwise seem impenetrable and does it in a very simple and direct way.   My favourite tracks: Andira Fuga dal mouse Sùlu

Þetta eru aðeins örfáir af þeim fjölmörgu tónlistarmönnum sem semja tónlist frá hjarta ítalskrar tónlistarsenu. Sumir þeirra syngja um ástand samfélagsins og óréttlæti, aðrir um augnablik úr daglegu lífi, enn aðrir nota hvorki orð né texta. Þrátt fyrir það vekur hver þeirra upp tilfinningaleg viðbrögð á ólíkan hátt og af margvíslegum ástæðum. Það má vera að þessar tónlistarráðleggingar séu ekki þinn tebolli, en það er gott að vera meðvitað um tilvist margvíslegs tónlistarlegs úrvals lands sem hefur aldrei hætt að tjá sig á alla mögulega vegu, handan Söngvakeppninnar.

These are just a few of the many musicians who compose the pump­ing heart of the Italian music scene. Some of them sing about the state of society and injustice, others about moments of daily life, and still others do not use any words or lyrics. Nevertheless, each one of them sparks emotional reactions in a different manner and for diverse reasons. This musical advice might not be your cup of tea, but it is good to acknowledge the existence of a vast musical variety in a country that never stopped expressing itself in every way possible, beyond just the Eurovision contest.

THE STUDENT PAPER

STÚDENTABLAÐIÐ

36


Grein / Article

Maicol Cipriani

Þýðing / Translation Árni Pétur Árnason

Babelsbókasafn Borges Borges’ Library of Babel Þegar ég var ungur, um leið og ég tók að sökkva mér í bækur, til­kynnti ég foreldrum mínum að mig langaði í „Af-hverju-bókina“. Þau höfðu aldrei heyrt af slíkri bók sem hefði að geyma svörin við öllum lífsins spurningum en fullorðna fólkið í kringum mig hafði alltaf síendurtekið að ef ég vildi vita eitthvað, ætti ég að lesa bækur. Þetta er einnig það sem The Pagemaster sagði við Richard: „Mundu þetta: ef þú efast, leitaðu í bækur.“ Ég þekkti ekki Google á þeim tíma og ég vissi ekki hvað alfræðiorðabók var. Hversu margar bækur ætti ég þá að lesa? 21? 42? 882? Ég setti fram þá tilgátu að til væri bók bókanna, nokkurs konar meginbók sem væri yfirlitsrit yfir allt sem nokkurn tímann hefði verið skrifað og mætti nota til að finna allt sem hugurinn girntist; svörin við hverri spurningu. Ég kallaði hana „Af-hverju-bókina“. Við fórum eitt sinn í bókabúð og ég bað um hana en ekki nokkur hafði hugmynd um um hvað ég væri að tala. Búðar­ eigandinn hélt að ég væri að biðja um orðabók. Ég yfirgaf búðina dapur í bragði en uppgötvaði nokkrum dögum seinna að hann hafði rétt fyrir sér. Ég áttaði mig á því að ég gæti fundið allar þær upp­ lýsingar sem ég vildi úr orðabók með því að nota sáraeinfalt rakið reiknirit (e. recursive algorithm). Ég byrjaði á efnasamböndum. Í hvert skipti sem ég fletti upp efnasambandi eða -blöndu var mér beint aftur að frumefnunum sem nauðsynleg væru við gerð þess. Með þessar frumeiningar efnafræðinnar í huga, ráðfærði ég mig aftur við orða­bókina til þess að finna meiri upplýsingar um þær. BABELSBÓKASAFNIÐ Ímyndaðu þér að í stað orðabókar hefðum við gríðarstórt bókasafn. Bygging þessi er samsett úr óendanlega mörgum sexhyrndum her­bergjum. Allir sexhyrningarnir eru áþekkir og tengdir með for­sölum sem innihalda rúm og allar nauðsynjar. Í þessu rými er einnig hring­stigi sem liggur bæði upp og niður og veitir þannig aðgang að   THE STUDENT PAPER

During my childhood, as soon as I started delving into books, I told my parents I would like to have the Book of Why. They had never heard of such a thing, a book that has answers to all of your ques­tions in one place, but all the adults around me had always echoed that if I wanted to know things, I should read books. This is also what the Pagemaster suggested to Richard, “Remember this: when in doubt, look to the books.” Google was not my friend at that time, and I did not know what an encyclopedia was. So how many books should I read? 21? 42? 882? I hypothesized that there should exist the book of the books, a master book that is a compendium of all the books that have ever been written, where you can find every­ thing; an answer to every question. I named it: the Book of Why. We went to a bookshop, and I asked for this book. No one had a clue what I was talking about. The shopkeeper thought I wanted a dictionary. I left the bookshop very disappointed. Some days later, it turned out the shopkeeper was right. I realized I could extract all the information that I wanted from a dictionary by using a very simple recursive algorithm. I started with chemical compounds. Every time I looked up a compound or a mixture, I was redirected to the chemicals used to obtain it. Aware of these chemical building blocks, I consulted the dictionary again in order to find more infor­mation about them. THE LIBRARY OF BABEL Now, imagine instead of a dictionary you have a titanic library. This building is composed of an indefinite number of hexagonal rooms. All the hexagons are akin, and they are connected through vesti­ bules where you can find a bed and all the necessities. In this space there is also a spiral staircase that gives access to an unknown num­ber of floors, upwards and downwards. This design is repetitive

37


STÚDENTABLAÐIÐ

ó­þekktum fjölda herbergja. Þessi hönnun endurtekur sig á hverri hæð bókasafnsins. Í hverjum sexhyrningi eru 20 bókaskápar og í hverjum skápi standa 32 bækur. Í hverri bók eru 410 blaðsíður en á hverri þeirra standa 40 línur sem hver samanstendur úr 80 rit­táknum. Þessar bækur innihalda allar mögulegar samsetningar 25 rittákna, þ.e. hinna 22 bókstafa spænska stafrófsins, punkts, kommu og bils. Þess vegna má segja að bókasafnið innihaldi allt! Margar bókanna eru með öllu óskiljanlegar þar sem þær hafa að geyma handahófskennda þvælu. Hins vegar má einnig finna skiljanlegar bækur. Í sumum þeirra ert þú meira að segja aðalpersónan. Raunar má finna allt þitt lífshlaup, þar með talið framtíð þína, í þessum bókum. Allt þitt þvaður, öll þín samtöl og öll beðmál sem þú munt deila með elskhuga þínum. Allt erfðamengið þitt er geymt í þessu safni. Þessi grein sem þú ert að lesa er geymd þar. Ef þú ert áfjáður stærðfræðingur gætir þú fundið sönnun eða afsönnun tilgátu Riemanns og ef þú ert músíkant gætir þú fundið hið fullkomna lag sem aldrei hefur heyrst. Ef upplýsingarnar eru of miklar til að rúmast í einni bók, gætir þú fundið þær samþjappaðar í einni bók og fágætt samþjöppunarreiknirit í annarri. Þriðja bókin myndi síðan segja þér hvernig þú afþjappar þær. Þetta er Babelsbókasafnið. Heilinn á bak við það er argentínski rithöfundurinn og bókasafnsfræðingurinn Jorge Luis Borges en hann kynnti það fyrst í samnefndri smásögu sinni, „Babelsbókasafnið“. Í fyrstu gæti svo borið við að þú gleðjist þar sem bókasafnið hljóti að innihalda svörin við öllum spurningum þínum en síðan verður þú vafalaust óhuggandi. Bókunum er dreift um safnið af handahófi og þú getur ekki vitað hvar hver bók sé geymd. Þú hlýtur að skilja að þar sem fjöldi bókanna er svo skelfilega mikill, er borin von að finna læsilegar bækur. Þú ættir ekki einu sinni að hugsa um að reyna það.

on all the library floors. In each hexagon there are 20 bookshelves, and each bookshelf contains 32 books. Each book has 410 pages; each page contains 40 lines; each line contains 80 characters. The books contain every possible combination of 25 characters (the 22 letters of the Spanish alphabet, the period, the comma, the space). Consequently, this library is purported to contain everything! Many books are utterly indecipherable. They contain random con­tent, gibberish. However, there will also be comprehensible and readable books. In some of them you are the protagonist. Actually, your entire life, even your future, is in some of those books. You can find all your jives, but also all other conversations and pillow talks that you have had and/or will have with your significant other. Your whole genome is also there. This very article is also there in innu­mer­able books. If you are an avid mathematician, you may want to access the library to find the proof or disproof of Riemann's hypo­thesis. If you are a musician, you could find the ultimate song that no one has heard. If the information is too big to be stored in one book, then you could find it compressed with an obscure compres­ sion algorithm in another, and furthermore another book can give you instructions on how to decompress it. This is the library of Babel. It was conceived by the Argentine author and librarian Jorge Luis Borges in his short story “The Library of Babel.” At first, you may be elated because you figured out that the library must contain all the answers to all your ques­tions, but then you will become disconsolate. The books are ran­domly distributed, and you don’t know where each book is. You can easily realize that given the horrific plenitude of unreadable books, finding readable books is an absurd and literally backbreaking task. You should not even think about it.

NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SEM ÉG VAR AÐ LEITA AÐ Í smásögu Borges trúa bókasafnsverðirnir að til sé skrá sem inni­haldi fullkominn lista af öllum bókunum og nota megi til þess að ráða fram úr leyndardómum safnsins. Þannig mætti finna allar merkingar­ bæru bækurnar. Ef þú fyndir þessa bókaskrá, myndir þú öðlast guð­dóm­lega krafta og gætir áunnið þér fullkomna þekkingu. Hún er „Afhverju-bókin“ sem ég leitaði svo lengi að. Hins vegar hlýtur bóka­­safnið einnig að innihalda geysimikinn fjölda rangra bókaskráa og bóka byggðra á fölskum forsendum. Titlar bókanna eru þar að auki alls ótengdir innihaldi bókanna þar sem þeir eru líka handahófskenndir. Borges fæddist í einum sexhyrninganna og eyddi ævi sinni í að leita að þessari bókaskrá bókaskránna.

EXACTLY WHAT I WAS LOOKING FOR In Borges' story, the librarians believe that somewhere there must exist a catalog that is a perfect index of all the books and you can use to decipher the library and thus find all the meaningful books. If you found this catalog you would be invested with divine powers! You would be able to achieve complete knowledge. It is the sort of Book of Why that I was searching for. On the contrary, the library must also contain a huge number of false catalogs and books that contain false statements. Moreover, the title of the books are random and have nothing to do with the content inside of them. Borges was born in one of the hexagons of the library and spent his life searching for the catalog of catalogs.

„Líkt og allir sem að bókasafninu koma, ferðaðist ég á mínum æskuárum; ég hef ferðast langar leiðir í leit að bók, sem gæti verið bókaskrá bókaskránna. Nú þegar augu mín eru döpur og sjá ei hvað ég hef sjálfur skrifað, undirbý ég mig fyrir dauðann. Og það einungis örfáum kílómetrum frá sexhyrningnum sem ég fæddist í. Eftir dauða minn munu vorkunnlátar hendur kasta líkinu yfir handriðið; gröf mín verður ómælanlegt tómið; lík mitt mun falla að eilífu, og rotna og eyðast í vindi sem sem eilíft fallið knýr. Ég fullyrði að Bókasafnið sé endalaust.“

ÞEKKING ER TAKMÖRKUÐ Því miður (eða kannski sem betur fer) er Babelsbókasafnið ekki til í okkar sjáanlega alheimi. Samkvæmt lýsingu Borges eru 410 × 40 × 80 = 1.312.000 rittákn í hverri bók og í bókasafninu öllu eru allar mögu­legar samsetningar rittáknanna 25. Því séuværu bækurnar 251312000. Áætlað er að fjöldi þungeinda (öreind mynduð úr þremur kvörkum) í okkar sjáanlega alheimi sé „bara“ 1080. Við hefðum því ekki nógan efnivið til þess að byggja slíkt bókasafn. Jonathan Basile bjó til stafræna útgáfu af Babelsbókasafninu sem nálgast má á vefsíðu hans, libraryofbabel.info. Hún er hins vegar bara tölvunarbrella sem líkir eftir bókasafninu. Hann þróaði reiknirit byggt á línulegum samkvæmum slembitalnagjafa en ég ætla að leyfa   THE STUDENT PAPER

“Like all the men of the Library, in my younger days I traveled; I have journeyed in quest of a book, perhaps the catalog of catalogs. Now that my eyes can hardly make out what I myself have written, I am preparing to die, a few leagues from the hexagon where I was born. When I am dead, com­passionate hands will throw me over the railing; my tomb will be the un­fathomable air, my body will sink for ages, and will decay and dissolve in the wind engendered by my fall, which shall be infinite. I declare that the Library is endless.“

KNOWLEDGE IS LIMITED Well, unfortunately (or fortunately), the Library of Babel can never exist in our observable universe. According to Borges’ description, each book contains 410 × 40 × 80 = 1 312 000 characters. The library contains every possible combination of 25 characters, so there are 251312000 books. The number of baryons (subatomic particles made up of 3 quarks) in our observable universe is estimated to be “just” 1080. We don’t have enough matter to build this library. Jonathan Basile created a digital version of this library you can access through his website: libraryofbabel.info. However, that is just a computational trick that simulates the library. He devel­ oped an algorithm based on a linear congruential random number generator. I will let the nerdy readers figure out the trick as an

38


STÚDENTABLAÐIÐ

nörðunum í lesendahópnum að spreyta sig á þeirri brellu sem æfingu. Gerum ráð fyrir að til væri nógur efniviður í alheiminum til þess að byggja bókasafnið, kannski hefði heimssmiður hannað það; myndi það innihalda allt? Nei, alls ekki. Ef það innihéldi allt, þyrfti það að innihalda bókaskrá yfir allar bækur þess. Ef svo væri komið, hlyti að vera önnur skrá sem inniheldur allar bækurnar auk bókaskrárinnar og svo framvegis, við getum bætt við fleiri og fleiri bókum. Sam­ kvæmt þessari röksemdarfærslu, má skilja að til þess að innihalda allt þyrfti bókasafnið að hafa endalausan fjölda bóka. Raunar þyrfti bara eina bók með endalausan fjölda blaðsíðna. Sú lýsing sem Borges gaf í bók sinni segir hins vegar að að bókasafnið sé einungis mót­ sagna­laust ef fjöldi bókanna er tæmanlegur. Hvað myndi gerast ef til væri óendanlegur fjöldi bóka sem hver hefði óendanlegan fjölda blaðsíðna. Veltu því fyrir þér. Þér þykir kannski miður að Babelsbókasafnið sé ekki til í alvör­unni. Á því biðst ég afsökunar. Þú getur hins vegar dregið lærdóm af sögu Borges, líkt og Albert Einstein sagði eitt sinn: „hugmyndaflugið er þekkingu mikilvægara. Þekking er takmörkuð. Ímyndunaraflið umlykur heiminn.“ Lestur bóka kyndir hugmyndaflug þitt, skoðaðu því listann yfir jólabókatillögur okkar.

exercise. Let’s suppose in our universe there is enough matter to build this library, maybe it has been designed by a Demiurge; will it contain everything? Not at all. If the library contains everything, it should contain the catalog that lists all the books inside. If that is true, then there must exist another book that lists all the books including the catalog and so on, we can keep adding more and more books. Following this argumentation, you will quickly realize that in order to contain everything, the library must have an infinite number of books. Actually, you only need one book with infinite pages. However, the description that Borges gave of the library is consistent with a finite number of books. What happens if you have an infinite number of books with infinite pages? Think about it as an exercise. You may be disheartened knowing that the Library of Babel does not exist. I’m sorry about that. However, you may draw a wise moral from the Borges' story. As Albert Einstein stated, “Imagi­ nation is more important than knowledge. Knowledge is limited. Imagination encircles the world.” Reading books sparks your imagination. Have a look at our recommended Christmas books.

Grein / Article

Þýðing / Translation Þula Guðrún Árnadóttir

Árni Pétur Árnason

Duolingo-ráð: Svona getur þú bætt tungumálakunnáttu þína Duolingo Advice: How to Improve Your Language Knowledge Við þekkjum flest þennan litla, sæta fugl. Grænu ugluna sem sendir okkur skilaboð á hverjum degi: „Hæ, þetta er Duo,“ byrja þau og síðan fylgja hvetjandi skilaboð. Margir lesenda hafa eflaust strengt það áramótaheit við upphaf nýs árs að læra nýtt tungumál en gefist síðan upp, hvort sem er viku seinna, í prófatörn eða af einskærri leti. Sjálfur hef ég sett mér þetta markmið tvisvar (spænsku 2018 og þýsku 2021) og haldið það í bæði skiptin. Duo hefur verið minn besti vinur síðan ég hlóð appinu fyrst niður og við höfum hist nánast dag­lega síðustu fjögur árin. Inn á milli hef ég dundað mér í öðrum kúrsum og ætla að nýta þá reynslu til að ráðleggja þér, kæri lesandi, um hvernig best er að haga málunum þegar Duolingo er notað í tungumálanámi. 1  EKKI ANA BARA ÁFRAM Allt tungumálanám byggist á því að treysta þann grunn sem lagður hefur verið og bæta svo ofan á hann. Þú ert ekki að fara að læra þá­skildagatíð eða óraunveruleg skilyrðissambönd ef þú kannt ekki grunn­málfræðina. Það er fátt mikilvægara en að fara aftur yfir borð sem þú hefur áður lokið við og rifja upp, sama hversu leiðin­lega það hljómar. Ég féll í þessa holu í dönskukúrsinum og endaði með að byrja aftur frá byrjun þar sem ég var ekki með á nótunum. Vertu betra en ég!

Most of us know this cute small bird. The green owl sends us mes­sages every day: “Hey, it’s Duo,” they start off with, and following that is some motivational message. Most readers have surely made a new year’s resolution to learn a new language but then given up, whether a week later, or during exam season, or out of sheer lazi­ness. I myself have set this goal twice (Spanish 2018 and German 2021) and kept to it both times. Duo has been my best friend since I downloaded the app and we have met almost daily for four years. In between, I have occupied myself with other courses and I am going to use this knowledge to advise you, dear reader, the best way to go about learning languages using Duolingo. 1  DON’T JUST RUSH AHEAD Everything in language learning is built on trusting the foundation that has been laid and then adding to it. You are not going to learn the conditional perfect nor conditional clauses if you don’t know basic grammar. Nothing is more important than going over a level that you have already completed and reviewing it, no matter how boring it sounds. I fell into this hole in the Danish course and ended up having to start from the beginning as I had not been paying attention. Be better than me!

2  KAUPTU MÁLFRÆÐIBÆKUR Duolingo er um margt gott en mál- og beygingafræðikennsla er ekki sterkasta hlið þess. Þegar komið er út í óreglulegar sagnir er ekkert hjálplegra en gott uppflettirit. Flestar betri bókaverslanir hafa ágætt úrval kennslubóka eins og Correcto fyrir spænsku, Sådan siger man fyrir dönsku og Latnesk málfræði auk fjölda annarra.

2  BUY GRAMMAR BOOKS Duolingo trains you in many good things, but grammar and lin­guistics are not its strongest side. When it comes to irregular verbs there is nothing better than a reference book. Most decent book­ stores have a reasonable selection of textbooks like Correcto for Spanish, Sådan siger man for Danish, Latnesk málfræði, and many more.

3  NÝTTU SÖGURNAR Duolingo býður upp á fjölda smásagna á spænsku, portúgölsku, frönsku, þýsku, ítölsku og japönsku. Sögurnar eru lesnar upp á

3  ENJOY THE STORIES Duolingo offers many short stories in Spanish, Portuguese, French, German, Italian, and Japanese. The stories are read out loud as you

THE STUDENT PAPER

39


STÚDENTABLAÐIÐ

meðan þú fylgir eftir textanum. Þannig eru lesskilningur og hlustun æfð samtímis. Erfiðleikastig smásagnanna eykst eftir því sem þú lærir meira og eru góður mælikvarði á hversu vel þú hefur tekið eftir. Ef þú átt í erfiðleikum með sögur sem þú varst að fá aðgang að þarftu líklega að skoða fyrri borð aftur.

follow the text, so both reading and listening comprehension is trained. The difficulty increases steadily as you learn more and is a good indication of how well you have been paying attention. If you are struggling with the stories you have just gained access to then you probably have to revisit the previous level.

4  NOTAÐU HEYRNARTÓL Fátt er jafn mikilvægt í tungumálanámi og það að æfa hlustun. Orð festast frekar í minninu ef þú heyrir þau og því ættir þú að nota heyrnartól sem oftast.

4  USE HEADPHONES Few things are as important when learning a language as training your listening comprehension. Words stick in your memory when you hear them and thus you should use your headphones often.

5 HLAÐVÖRPIN Frönsku- og spænskunemum stendur til boða fjöldi hlaðvarpa á mark­málinu (e. target language). Það hljómar líklega torsótt að fara strax að hlusta á löng hlaðvörp á öðru tungumáli en einungis um helmingur hvers þáttar er á markmálinu. Restin er á ensku og hjálpar þér að fylgjast með. Þegar þú ert kominn lengra eru hlað­ vörpin kjörin til að hlusta á í bílferðum eða strætó þar sem sögurnar eru alltaf um áhugaverð, sannsöguleg efni.

5  THE PODCASTS French and Spanish students have the option to listen to a number of podcasts in the target language. It probably sounds far-fetched to start listening to podcasts in a different language but only half of each episode is in the target language. The rest is in English and helps you to stay on track. When you have progressed further in the course, the podcasts are ideal to listen to on car rides or on the bus as the stories are always interesting and about historically accurate topics.

6  ÚTBÚÐU MINNISSPJÖLD Útbúðu minnisspjöld fyrir allar beygingar og þyldu þær upp þar til þú manst þær. Ef þér finnst þú síðan ekki ná að leggja orðaforða á minnið er snilld að henda honum inn í Quizlet eða sambærilegt for­rit (ef þú leitar gætir þú jafnvel fundið orðapakka sem einhver annar nemandi útbjó þegar hann var í þínum sporum). 7  HAFÐU SAMBAND VIÐ SÉRFRÆÐINGA UM FRAMHALDIÐ Ef þú vilt læra meira en að panta þér bjór á ströndinni er Duolingo eitt og sér ekki nóg. Þú munt á endanum átta þig á því að til þess að bæta tungumálakunnáttu þína þarftu fleiri tæki og tól. Besta manneskjan til að snúa þér til í þeim aðstæðum er manneskja sem hefur verið í þeim áður, prófessor í háskólanum, gamall kennari úr menntó eða jafnvel vinur. 8  EKKI OFGERA ÞÉR Það er betra að taka sér frí en að brenna út. Duolingo býður upp á að frysta „streak-ið“ þitt í allt að tvo daga í senn. Ef þú hefur ekki tíma eða orku til að setjast niður yfir lærdóminn skaltu geyma það og snúa þér að einhverju sem vekur áhuga þinn þá stundina. 9  FJÁRFESTU Í DUOLINGO PLUS Nú er líklegt að þú, lesandi góður, sért einn af þúsundum fátækra námsmanna sem skrimta fram að næstu mánaðamótum. Ef þú hins vegar ætlar þér að ná tökum á markmáli þínu er fátt gagnlegra en Duolingo Plus. Það er vissulega næs að losna við auglýsingarnar en það sem meira er: Duolingo fylgist með framgangi Duolingo Plusáskrifenda og þú getur þannig séð hvernig tungumálakunnátta þín eykst.

THE STUDENT PAPER

6  MAKE FLASHCARDS Make flashcards for all the declensions and recite them until you remember them. If you feel like you are not memorizing the vo­cab­ulary then it’s a great idea to put it into Quizlet or a similar programme (if you take time to search for it you might find a collection of cards someone has already made when they were at the same level as you). 7  GET IN CONTACT WITH A SPECIALIST ABOUT FUTURE LEARNING If you want to learn more than ordering yourself a beer on the beach, then Duolingo is not enough on its own. In the end, you will realize that in order to improve your language skills you need more tools in your toolbox. The best person to turn to in those circum­stances is someone who has been in the same situation as you, a professor at the university, an old teacher from high school, or even a friend. 8  DON’T OVERDO IT It is better to take a break than to burn out. Duolingo offers to freeze your streak for up to two days at a time. If you don’t have time or energy to sit down to study then you should put it aside and turn to something that is piquing your interest at that moment. 9  INVEST IN DUOLINGO PLUS Now it is highly likely that you, dear reader, are one of the thou­ sands of poor students who scrape by until the end of the month. If you are serious about getting a grip on your target language, there is nothing more useful than Duolingo Plus. Of course, it is nice to get rid of the ads, but also: Duolingo records the progress of their Duolingo Plus subscribers and you can see how your lan­guage skill increases over time.

40


Grein / Article

Rohit Goswami

Þýðing / Translation Árni Pétur Árnason

Að vera utanaðkomandi On Being Foreign

„Ég skil ekki.“ Mín fyrsta minning af upphafi annar og firringunni sem því fylgir er áratuga gömul og handan hafsins, ár og öld síðan samhengið hvarf úr dagsdaglegu tungutaki. Ég átti í erfiðleikum með tungumál. Í æsku minni lærði ég ensku að móðurmáli, fyrst í ríki þar sem Marathi var hið almenna mál og síðar í öðru þar sem Hindí var nauðsynlegt, og glímdi samtímis við „náttúrulegt“ móðurmál mitt, Bengölsku. Tungu­mál eru hluti af mínum innsta kjarna og það að hafa fjarlægst sam­skipti sem æðra fyrirbrigði, í stað þess að ríghalda í málin sjálf líkt og sandkorn, gerði mér kleift að líta eðli þess að vera „öðruvísi“ í víðara samhengi en ella. Að vera utanaðkomandi er ekki erfitt. Það er auðvelt og má not­f æra sér síðar á lífsleiðinni. Ríkmannlegan refil eigin sögu má fela eða hylja með gælnum óskum um einrúm, en á milli okkar allra liggja gljúfur sem ekki verða brúuð með þeirri kurteisi sem þá stendur eftir. Að vera utanaðkomandi er hins vegar flóknara en svo að hafna megi ónauðsynlegum samfélagssáttmálum. Slíkar eru rökleysur manns­ hugans þegar á móti blæs. Það að tilheyra, að vera ekki utanað­ komandi, að skiljast liggur handan menningarlegra siða. Hvert okkar hefur ekki upplifað sig einangrað eða fjötrað væntingum náungans? Misskilningar eiga sér stað í tíma og ótíma, milli fólks, menn­ ingarheima og iðna. Samskipti gera misskilning mögulegan. Okkur sárnast sjaldnast vanhæfni okkar til að lesa flókna fræðitexta úr greinum sem við höfum enga reynslu af en mannkynið reynir samt sem áður að skilja eðli þess að vera utanaðkomandi, blindað af barnslegum hroka.   THE STUDENT PAPER

“I do not understand.” My first memory of the semester and its associated feeling of alien­ation was decades ago and oceans away, in a context far removed from common parlance. I struggled with languages. Growing up with English as my mother-tongue, in a state with allegiance to Marathi, and then one fixated on Hindi, contending all the while with my “natural” mother-tongue of Bengali, languages are at the core of my identity, and having distanced myself from the larger concept of communication, rather than clutching at languages like grains of sand, allowed for a broader perspective on the nature of being the “other”. To be foreign is not difficult. It is easy, and can be capitalized by anyone as one grows older. The rich tapestry of personal history can be hidden or veiled over by coquettish appeals to privacy, and then between each person lies a gulf, which cannot be spanned by what politeness is left. To be foreign, however, is more complicated than simply opting out of unnecessary social contracts. It is more than that. It is to appeal to a personal anchor. A place (typically mythical) where one belongs. Such are the fallacies of the human mind when burdened with the adversaries of life. To “belong”, to not be foreign, to be “understood” goes beyond cultural mores. Who among us has not felt alienated or chained by the “expec­ tations” of their fellow human beings? Misunderstandings happen all the time, between people, cul­tures, and disciplines. Communication allows the possibility for miscommunication.. We do not often feel offended by an inability

41


STÚDENTABLAÐIÐ

Hvað merkir það að vera utanaðkomandi þá? Er það að sanka að sér tilvikum velgjörða, líkt og erfðaeinvaldur í höllu sinni, en hvorki geta né vilja launa fyrir sig? Er það að neita að kæfa sitt litla „sjálf“ og laga sig að hegðunarmynstri tíu nálægustu prímatanna, meðvitaður um að síðustu dreggjar annarleikans, þess að hafa ekki upplifað hina sömu atburði, að líta ekki eins út, mun aldrei þrjóta. Að vera utanaðkomandi er að vera á eilífum vergangi. Líkt og Adam og Evu var sparkað úr Eden, er annarleikinn það að átta sig á því sem aldrei breytist. Heimkoma til staðarins sem „hinn utanað­ komandi“ fór eitt sinn frá léttir ekki byrði þessa annarleika sem hann hefur upplifað. Né heldur getur hún þurrkað út snúna samstöðu þeirra sem eftir voru á hinni hliðinni. Hinn innfæddi má þola nístandi óþægindi í báðum vistkerfum. Eins og stórir fiskar í litlum tjörnum, er það að skilja ekki innbyggt, „utanaðkomandi“ eðli sitt hið sama og að mega reyna þá lítt öfundsverðu hendingu að opna sig aldrei fyrir því sem liggur handan mans nánasta umhverfis. Það að tilheyra er hins vegar annars konar þrautseigja. Trú á einhvers konar heild. Von. Það að tilheyra er að eiga sér samastað í eilífðinni. Að verða hluti og deild fortíðar, nútíðar og framtíðar. Listin að vera utanaðkomandi hlýtur þá að vera það að að eiga sér ekki slíkan stað í eilífðinni. Að tilheyra ekki. Að gera sér engar væntingar aðrar en að þurfa að fara burt, eða þá grillu að vera ekki öðruvísi en þau hin.

THE STUDENT PAPER

to understand graduate scholarly texts in disciplines not our own, yet with the naive hubris of collective humanity strive to under­ stand the nature of being “foreign”. What does it mean to be foreign then, really? Is it to sample like a reclining monarch, a splattering of hospitalities while being unable or unwilling to reciprocate? Is it to refuse to bury what little self one has and conform to the behavioural patterns of the nearest ten primates, knowing all along that the last vestiges of “other­ ness”, of not having a shared experience, of not looking the same, can never really go away? To be foreign is to be displaced forever. Like Adam and Eve cast out of the garden of Eden, it is to become conscious of that which can never be changed. Returning to the place from whence the “foreigner” has come does not alleviate the burden of “other­ ness” one has experienced. Nor can it erase the subtle solidarity in those on the other side once returned. The native experiences acute discomfort in both ecosystems. Like big fish in small ponds, to not recognize the inherent “foreign” nature in oneself is to have had the unenviable happenstance of never expanding beyond one’s immediate surroundings. To belong on the other hand, takes a special kind of persis­ tence. A belief in a collective. Hope. To belong to a place is to be welcomed in perpetuity. To become a part and parcel of the past, present and future. The art of being foreign then boils down to being unable to have such a place in perpetuity. To not belong. To have no expectations placed other than having to leave, or to have the impossible expectation of not being different from the rest. It can be liberating in a sense, to not understand. To not have to be on the lookout for social clues until spoken to in a common tongue. Every linguistic shift is an unconscious expression of self, and therefore an underlining of the divide between two people. It does not need to be strictly a shift in language. Inside jokes. Pet names. Shared memories in conversations. Perhaps all these things, the bread and butter of interpersonal interactions, are exclusionary to everyone not involved. One possible reality is that perhaps people do not actually have it in them to consider large numbers. People. Populations. Millions. Others. Perhaps, no matter the population density or language, each person can only sustain a limited number of rela­tionships across a spectrum of emotions. To deal with the rest of the world requires bracketing. Us against them. People who are not like us, who might change the ones we do know. Perhaps, some double down on cultural mores, becoming more tied to their “cultural home” or “roots” than ever before. Some band together in an act of petty creationistic defiance, attempting to recreate on a microscopic scale, the warm feeling of belonging, before the sin of being foreign became known. Others give in to silence, save for topics where understanding is a simple function of mathematical precision and hard work. Where are we all “foreign” together? I cannot give an answer to end this motion, which has dogged the human race. I cannot even promise an improvement. I can only point to the bars that bind us all. Everything we have experienced, no matter how populous the country, sets us apart, offset in time, it is a memory and a past history from every other person. Sit back, dear reader, and be engulfed by the “foreign” nature of yourself, and recognize what insecurities arise from such contemplation. We’re all foreign here, to those that lie beyond the grave even, if nowhere else.

42


Grein / Article

Anna María Björnsdóttir

Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Íslenska jólabókaflóðið er einstakt Viðtal við Pál Valsson The Unique Icelandic Christmas Book Flood Interview with Páll Valsson

Myndir / Photos Íslendingar hafa margir hverjir þann sérstaka og góða sið að gefa bók í jólagjöf, sið sem lengi vel hefur haldið lífinu í íslenskri bókaútgáfu. Höfundar fara að birtast á skjánum níu nóttum fyrir jól með gilda bók í hendi og nú er sú tíðin gengin í garð. Því er tilvalið að fá að for­vitnast um þessa hefð okkar Íslendinga út frá sjónarhorni útgefenda. Páll Valsson á langan feril að baki við bókaútgáfustörf og hefur verið útgáfustjóri hjá Bjarti & Veröld frá árinu 2016. Hann segir ís­lenska jólabókaútgáfu vera alveg einstaka í alþjóðlegu samhengi. „Það er engin önnur þjóð sem getur mátað sig við okkur hvað þetta tímabil varðar, að hjá svona fámennri þjóð komi út svona margir titlar á okkar eigin tungu,“ segir hann í samtali við blaðamann Stúdenta­ blaðsins. „Þetta er án hliðstæðu.“ „ÞAÐ ER BETRA AÐ LIFA EN AÐ DEYJA“ Þetta árlega tímabil í bókaútgáfu er gjarnan kallað jólabókaflóð en Páll segist ekki vera hrifinn af því orði. „Þegar við tölum um flóð, þá er það eitthvað neikvætt. En hvað er neikvætt við það að út streymi fjöldi titla af öllu tagi?“ Að hans mati sé eini neikvæði þátturinn kannski að titlarnir séu of margir. „Þetta flóð er ekki skemmtileg líking, við þurfum að finna eitthvað annað.“ Páll segir að svo lengi sem hinn góði jólasiður, að gefa bók í jóla­gjöf, sé við lýði muni íslensk bókaútgáfa lifa og því hugsi hann ávallt mjög jákvætt til jólatarnarinnar. „Við bókaútgefendur höfum þó lengi reynt að komast út úr þessu,“ segir Páll, því fylgi mikið stress að leggja allt undir á jólamarkaðinum. Þó svo að sala á kiljum og bókum fyrir ferðamenn hafi aukist og sé allt árið um kring séu jólin engu að síður algjör kjölfesta í bókaútgáfu. „Jólin halda okkur á floti. Það er stressandi en það er betra að lifa en að deyja,“ segir Páll. Þrátt fyrir að þessi árstíð sé kvíðavaldandi fyrir útgefendur sé hún alltaf ákaf­lega skemmtileg og uppskeran ríkuleg. „Það er svo gaman að gefa út bækur, við erum alltaf í smá vímu á þessum árstíma. Og það heldur okkur við efnið, þetta er rosalega gefandi og skapandi vinna.“ VERIÐ VIÐBÚIN, ÞETTA ER SLAGUR En hvers konar bækur fá að taka þátt í þessu merka fyrirbæri? Páll segir það fara bæði eftir höfundi og eðli bókarinnar. „Þetta er mjög   THE STUDENT PAPER

Mandana Emad

Many Icelanders traditionally give each other books for Christ­mas, a custom that has kept book publishing enterprises afloat for decades. Authors seem to appear during advent with books to fill up stockings and now this season has come. It is therefore ideal to investigate this Icelandic phenomenon from a publisher’s perspective. Páll Valsson has had a long career in book publishing and has been head of publishing at Bjartur & Veröld since 2016. He claims the Icelandic book publication schedule arranged to be in time for Christmas is unique internationally. “No other nation is a match for us at this time of year” he mentioned to the journalist from the Student Paper. “That so many titles come out in our own language in such a small nation is unparalleled.” “BETTER TO LIVE THAN DIE” This yearly period is often called the Christmas book flood in the book publishing industry but Páll is not very fond of the term. “When we talk of a flood it has negative connotations. But what could be negative about an outpouring of all kinds of titles?” In his view the only negative factor might be that the titles are too numerous. “This flood is not a great metaphor, we should find something else.” Páll says that the Icelandic publishing industry stays alive as long as the tradition of gifting books for Christmas remains so he looks fondly to the holiday season. “We book publishers have none­theless tried to get away from this mentality for a long time,” Páll explains that it is very stressful to place all bets on the holiday market. Despite the rise of year round sales of paperbacks and books aimed at travellers, Christmas is a true staple of book pub­lishing industry. “Christmas keeps us afloat. It’s stressful but it’s better to live than die,” says Páll. Though it’s nerve wracking season for publishers it is always immensely enjoyable too and the yield is plentiful. “It’s so much fun to publish books, we are always on a bit of a high around this time of year. It also keeps us on track, it is very creative and rewarding work.”

43


STÚDENTABLAÐIÐ

íhaldssamur markaður,“ segir hann. Kiljur ná til dæmis ekki inn í jólapakkana og ekki þýðingar heldur. Íslendingar gefa íslenskar bækur. „Það er mjög mikilvægt fyrir forlög að vera með fjölbreytta útgáfu,“ segir Páll og leggur áherslu á að vera með bækur í öllum deildum. „En við gerum gæðakröfur,“ bætir hann við. „Þetta þarf að vera gott.“ Páll segir að ef verk hreyfi við honum eða hans lesurum séu miklar líkur á það hreyfi við einhverjum öðrum. „Það er sá mæli­kvarði sem við höfum. En ég get ekki bara hugsað um minn prívat­ smekk, það virkar ekki.“ Þau sem ætla að vera í almennri bókaútgáfu verði að gefa út bækur sem nái til almennings. Nýir höfundar eiga erfiðara uppdráttar en hinir þekktari en Páll segir að mál hafi þróast þannig að fólk þurfi nánast að hafa skrifað nokkrar bækur til þess að geta haslað sér völl í flóðinu. „En líka á hinn bóginn, þetta er sá árstími sem fólk er að hugsa um bækur og kaupa bækur og þá er ofboðslega leiðinlegt að hugsa: Má þessi ekki vera með líka?“ Þess vegna reyni útgefendur að undirbúa nýja höfunda fyrir að þetta sé slagur og stilla væntingum þeirra í hóf. EKKI Á VÍSAN AÐ RÓA Að gefa út bók getur verið langt og strangt ferli og stundum gerist það að fresta þurfi útgáfu verka um ár og jafnvel lengur. Páll segir höfunda taka misjafnlega vel í það og suma þurfi að sannfæra að bókin hafi gott af því að bíða. „En oftast tekst þetta því okkar sam­eiginlega markmið er að bókin verði eins góð og hún getur orðið.“ Vandamálið er þó auðvitað fjárhagslegt, því þá sé höfundur að horfa fram á að þær tekjur sem hann hefði hugsanlega haft komi ekki fyrr en eftir ár. Annar möguleiki sé að gefa bókina út í kilju að vori en það á mest við um glæpasögur eða sumarfrísbækur. „Það sem hefur breyst í þessum bransa á síðustu tíu árum er að það er miklu meiri agi í skilum,“ segir Páll. „Hér áður fyrr voru menn að skrifa alveg fram í október, það er eiginlega alveg búið.“ Nú reyni höfundar að vera sæmilega klárir með handrit að vori og oft miklu fyrr. „Draumastaðan er sú að á vorin sé búið að ná samstöðu um að bókin sé nokkurn veginn komin.“ Þá hafi ritstjórar allt sumarið til þess að snurfusa og laga, velta vöngum yfir einstaka setningum, en að verkið sé í stórum dráttum klárt. „Það er líka bara skemmti­ legra, þá er hægt að gefa sér meiri tíma í að fægja og slípa, sem er það sem mér og fleirum þykir einna skemmtilegast í þessum bransa.“ FAGNAÐAREFNI ÞEGAR EINHVER ANNAR GEFUR ÚT GÓÐA BÓK Með tilkomu smærri forlaga eykst fjöldi titla í jólabókaflóðinu og Páll gleðst yfir góðum bókum frá öðrum útgefendum, enda fara gæði innsendra handrita hækkandi. „Ég tengi þá þróun kannski meðal annars við ritlistina, við erum að fá miklu fleiri góð handrit. Það var einfaldara áður fyrr að flokka handritin í þau sem þú hafnaðir og hin sem þú vildir skoða betur. Nú verður síðari flokkurinn sífellt stærri – sem er auðvitað frábært en skapar á móti þann vanda að við getum ekki gefið út nema lítið brot af innsendum handritum, því miður.“ Það sé því eðlileg þróun að minni forlög komi fram á sjónarsviðið og telur Páll það vera hið besta mál. „Þau eru að gefa út margar mjög fínar bækur, til dæmis Una og Lesstofan,“ og það sé mjög nauðsynlegt í þessa flóru.

THE STUDENT PAPER

BE PREPARED, IT’S A BATTLE But what kind of books get the chance to participate in this phe­nomenon? Páll says that depends both on the author and the nature of the work. “It’s a very conservative market,” he says. Paperbacks don’t make it into Christmas presents and neither do translated works. Icelanders gift each other Icelandic books. “It is important for publishing houses to have variety,” says Páll who emphasises having books in every field. “But we have requirements,” he adds. “It has to be good.” Páll says that if a work moves him or his readers it is very likely to be moving to someone else. “That’s the measure we have. But I cannot only think of my own taste, that won’t do.” Those who are going to work in general book publishing need to publish books that appeal to the public. New authors have a tougher time than the others and Páll explains that the business has evolved in such a way that writers essentially have to have written a few books before even being eligible to take part in the flood. “On the other hand this is the season when people are thinking about books and buying books so it is regrettable to think: why can’t this one take part too?” That’s why publishers try to prepare new authors for it to be a battle and temper expectations. NOTHING IS CERTAIN Publishing a book can be a long and arduous process and sometimes publication dates need to be postponed for a year or even longer. Páll says authors have various reactions to this and sometimes need some convincing that they’re better off waiting. “Most of the time however we are successful because our shared goal is that the book is as good as it can be.” Of course it is also a financial issue because authors see that their potential income gets postponed by a year. Another option is to publish the book as a paperback in the spring but that mostly applies to crime novels and summer vacation books. “What’s changed in this business over the past decade is that there is much more discipline in submissions,” says Páll “In the past people were writing well into October, but that doesn’t happen much anymore.” Now authors try to be practically finished with their work in the spring and often finish a lot earlier than that. “The ideal situation is to reach an agreement so that the work is pretty much finished in the spring.” That way editors have the entire summer to fix and perfect, ruminate over specific sentences, but in the grand scheme of things the work is finished. “It is also just more fun, that way we can have more time to polish and amend which is what me and others in the business find to be the most enjoyable.” A CAUSE FOR CELEBRATION WHEN SOMEONE ELSE PUBLISHES A GOOD BOOK With the emergence of smaller publishing houses, titles in the book-­ ­flood have increased and Páll rejoices in the good books from other publishers as the quality of submitted manuscript is on the rise. “I can maybe attribute this trend to the writing, we are getting a lot more good manuscripts. It used to be easier to group the manu­ scripts into those to be rejected and those to take a better look at. Now the latter pile becomes increasingly large – which is great of course but it creates the issue of us only publishing a fraction of the submitted material unfortunately.” It’s a natural progression for smaller publishers to come into the limelight and Páll sees this as a positive thing. “They are publishing a lot of very good works, for instance Una and Lesstofan,” and they are very necessary for the flourishing of the business.

44


Grein / Article

THE STUDENT PAPER

Þýðing / Translation

STÚDENTABLAÐIÐ


Grein / Article

Ritstjórn Stúdentablaðsins / The Student Paper’s Editorial Team

STÚDENTABLAÐIÐ

Bókmenntahorn ritstjórnar The Editorial Booknook Líkt og alþjóð veit blómstrar bókaútgáfa hér á landi aldrei meira en vikurnar fyrir jól. Það er fátt íslenskara en að fá glænýja bók í jólagjöf og útgefnum titlum fjölgar ár hvert. Við í ritstjórninni erum gífurlega spennt fyrir bókunum sem eru að koma út fyrir þessi jól, auk þess sem við lumum á nokkrum góðum erlendum bókum sem við höfum lesið nýlega.

If you are not aware, book publishing in Iceland reaches its apex in the weeks before Christmas. Getting a new book for Christmas is a stable tradition in many Icelandic homes. We in the editorial staff are extremely excited about the new books coming out this Christmas and would like to recommend the following titles, both Icelandic and foreign, to our readers.

ÍSLENSKAR BÆKUR Guð leitar að Salóme, Júlía Margrét Einarsdóttir Guð leitar að Salóme er nýjasta skáldsaga Júlíu Margrétar Einars­ dóttur en hún sló eftirminnilega í gegn með sinni fyrstu, Drottningin á Júpíter. Hér segir frá ungri konu sem hefur týnt kettinum sínum og ákveður að setjast niður á Kringlukránni og skrifa bréf til horfinnar ástar. Júlía Margrét er þekkt fyrir lifandi frásagnarstíl og skrautlegar persónur en hér koma til dæmis við sögu spákona og drykkfelldur organisti, guðhræddar smásálir og framliðinn sjómaður. Í bréfum sínum afhjúpar Salóme í fyrsta sinn sjálfa sig, sína hryllilegu fortíð og fjölskylduharmleik í ljúfsárri frásögn. Bréfin skrifar hún eitt á dag fram að jólum, 23 samtals, og er bókin því fullkomin jólalesning!

ICELANDIC LITERATURE Guð leitar að Salóme, Júlía Margrét Einarsdóttir Guð leitar að Salóme is Júlía Margrét Einarsdóttir latest novel, but she made a memorable breakthrough in the Icelandic literary scene with her debut novel, Drottningin á Júpiter. Guð leitar að Salóme is a story about a young woman who has lost her cat and decides to sit down at Kringlukráin and write a letter to a long lost love. Júlía Margrét is known for her lovely storytelling and colourful charac­ ters, but in the book the cast of characters includes a fortune teller and a drunken organist. In a tender story, Salóme reveals herself through a series of letters that detail her horrible past and family tragedy. She writes one letter per day until Christmas, 23 in total, so the book is a perfect Christmas read!

Umframframleiðsla, Tómas Ævar Ólafsson Umframframleiðsla er fyrsta ljóðabók Tómasar Ævars Ólafssonar, sem hefur getið sér gott orð fyrir dagskrárgerð á Rás 1 og stundar meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Frásögnin er næm og snertir á ýmsu, þar á meðal kvíða, óefni, minningum, úrvinnslu og þeim þyngdar­breytingum sem eiga sér stað í mannslíkamanum þegar við deyjum. Ljóðin eru djúp og innihalda fjölda áhugaverðra lýsinga sem kalla á annan lestur og frekari íhugun. Tómas er í hópi fjölmargra spennandi ungra höfunda sem gefa út verkin sín hjá Unu útgáfuhúsi, en það er eitt ferskasta og framsæknasta útgáfuforlag dagsins í dag, með sterka tengingu við grasrótina. Úti, Ragnar Jónasson Ragnar Jónasson var fljótur að festa sig í sessi sem einn fremsti glæpa­sagnahöfundur Íslands. Hann hefur gefið út eina bók fyrir jólin síðustu 12 árin, og á því er enginn undantekning í ára. Nýjasta bók hans, Úti, er sálfræðitryllir um fjóra vini sem leita skjóls í litlum veiðikofa upp á heiði, en margt er hættulegra en blindbylur og vinirnir fjórir munu ekki allir lifa dvölina af. Við erum mjög spennt fyrir jólaglæpasögunum og Ragnar hefur svo sannarlega ekki valdið vonbrigðum síðustu ár. Merking, Fríða Ísberg Orðið „loksins“ á sjaldan jafn vel við og núna þegar út er komin skáld­saga í fullri lengd eftir Fríðu Ísberg. Fríða hefur skotist upp á bóka­stjörnuhimininn undanfarin misseri með ljóðabókunum sínum, Slitförin og Leðurjakkaveður, og smásagnasafninu Kláða. Skáldsagan Merking fjallar um nokkrar aðalpersónur í atburðarás sem á sér stað í Reykjavík á sjötta áratug 21. aldarinnar, í aðdraganda þjóðaratkvæða­ greiðslu um merkingarskyldu. Merkingin gerir öðru fólki kleift að vita   THE STUDENT PAPER

Umframframleiðsla, Tómas Ævar Ólafsson Umframframleiðsla is the first book of poetry by Tómas Ævar Ólafs­son. Tómas has a career as a program director at Rás 1 and is pursuing a master’s degree in Creative Writing at the University of Iceland. The narrative in the book is sensitive and touches upon various themes, including anxiety, memories, processing and the changes that take place in the human body when we die. The poems are deep and contain descriptions that call for another reading and further reflection. Tómas is one of the many exciting young authors who publish their work at Una útgáfuhús, which is one the freshest and most progressive publishing houses today, with a strong con­nec­tion to the literary grassroots. Úti, Ragnar Jónasson Ragnar Jónasson was quick to establish himself as one of Iceland’s foremost crime novelists. He has published one book for Christmas every year for the last 12 years, and this year is no exception. His latest book, Úti, is a psychological thriller about four friends who seek refuge in a small hunting lodge when they are caught by a storm in the Icelandic highlands. The friends find out that the blizzard is not the only thing they have to worry about and not all of them will survive their stay. We are love a good Christmas crime novel and Ragnar has certainly not disappointed his readers in recent years.

Merking, Fríða Ísberg Finally, the first novel by Fríða Ísberg has been published. Fríða is a rising star in Icelandic literary circles with her poetry books, Slitförin and Leðurjakkaveður, and the short story collection Kláði.

46


Þýðing / Translation Hallberg Brynjar Guðmundsson

Myndir / Photos

hvort þú hefur staðist hið svokallaða „samkenndarpróf“ og eigir erindi í samfélag hinna siðmenntuðu. Við erum miklir aðdáendur Fríðu Ísberg og getum ekki beðið eftir því að lesa skáldsögu eftir hana í fullri lengd!

The novel follows a group of characters in Iceland in the fifties, in the run-up to referendum on the obligation to tag or mark certain individuals. The mark allows people to know if one has passed a so-called “compassion test” and is suited for a role in a civilized society. We are huge fans of Fríða Ísberg and cannot wait to read her first full-length novel!

ERLENDAR BÆKUR Humankind: a Hopeful History, Rutger Bergman Bókin Humankind: A Hopeful History eftir Rutger Bergman kom út í fyrra en áður hafði bókin Utopia for Realists komið út þremur árum fyrr. Bergman fjallar að einhverju leyti um svipað efni og Yuval Noah Harari í bókum sínum Sapiens og Homo Deus nema hvað Bergman er nokkuð jákvæðari í hugsanahætti og skrifum. Í Humankind fer hann í gegnum sögu síðustu 200.000 þúsund ára, og gengur út frá því að fólk sé yfirleitt og yfirhöfuð gott. Mjög áhugaverð lesning og sérstaklega í skammdeginu þar sem hún kveikir á jákvæðu heila­ sellunum.

Það sem hangir um hálsinn, Chimamanda Ngozi Adichie Nígeríski metsöluhöfundurinn Chimamanda Ngozi Adichie hefur vakið athygli fyrir alþjóðlega kvenréttindabaráttu sína og er meðal dáðustu rithöfunda samtímans. Það sem hangir um hálsinn er marg­laga smásagnasafn í þýðingu Janusar Christiansen sem Una útgáfu­ hús gefur út í bókaflokknum Sígild samtímaverk. Um er að ræða heillandi og tilfinninganæmar sögur um stöðu kvenna í karllægu sam­félagi, sambönd foreldra og barna og þjóðfélagslegan óstöðug­ leika í Afríku. Hér er sögum um harðindi og ást á föðurlandinu fléttað saman þar sem Adichie kafar djúpt í vandamál nútímans. Ilium, Dan Simmons Í Ilium eftir Dan Simmon er saga Trójustríðsins rekin á nýstárlegan hátt. Bókin svarar spurningum sem lesanda hefði aldrei dottið í hug að spyrja eins og til dæmis: „Hvað ef grísku guðirnir byggju á Mars í fjarlægri framtíð?”, „Hvað ef þeir notuðu tímaflakk til að fylgjast með Trójustríði á 12. öld f.Kr.?” og mikilvægast af öllu „Hvað ef internetið fengi mikilmennskubrjálæði?” Í bókinni fléttast saman forngrískar bókmenntir, leikrit Shakespeare og heimspekihugmyndir Proust. Skyldulesning fyrir lesendur í leit að krefjandi frásögn. Sjálfsævisaga Alice B. Toklas, Gertrude Stein Sjálfsævisaga Alice B Toklas eftir Gertrude Stein í þýðingu Tinnu Bjarkar Ómarsdóttur er hluti af bókaflokknum Sígild samtímaverk sem kemur út hjá Unu útgáfuhúsi. Titillinn einn og sér gefur vel til kynna hvers vegna þessi bók er jafn frábær og hún er. Gertrude Stein ritar „sjálfsævisögu“ ástkonu sinnar Alice B. Toklas, þar sem Stein sjálf er raunverulegur miðpunktur sögunnar. Það er bæði áhugavert og skemmtilegt að lesa um lífið í París um aldamótin 1900, kynnast rithöfundum, málurum, málverkasölum og bóhem­ lífinu sem ein­kenndi þetta tímabil Evrópusögunnar.

THE STUDENT PAPER

forlagid.is & amazon.co.uk

FOREIGN LITERATURE Humankind: a Hopeful History, Rutger Bergman The book Humankind: A Hopeful History by Rutger Bergman was published last year. Bergman had written Utopia for Realists, which was released three years earlier. In Humankind Bergman touches upon similar subjects that can be found in Yuval Noah Harari’s books Sapiens and Homo Deus. However, Bergman is more positive towards humankind in his way of thinking and writing. Humankind goes through the last 200.000 years of human history, and assumes the position that people are generally kind and good people. A very interesting read, especially in the short days of winter because the book is a spark of bright hope and positivity.

The Thing Around Your Neck, Chimamanda Ngozi Adichie Nigerian bestselling author Chimamanda Ngozi Adichie has at­tracted attention for her advocacy for international women’s rights and is one of the most beloved writers in our time. The Thing Around Your Neck is a multifaceted collection of short stories and in it, the reader will find fascinating and emotional stories about the position of women in a patriarchal society, parent-child rela­tionships, and the social instability in Africa. The stories of hard­ship and love of one’s homeland are intertwined as Adichie delves deep into the issues that plague today’s society. Ilium, Dan Simmons In Dan Simmons’ Ilium, the story of the Trojan War is told in an innovative way. The book answers questions that the reader would never have thought to ask, such as: “What if the Greek gods relied on Mars in the distant future?”, “What if they used time travel to observe the Trojan War in the 12th century BC?” and most impor­tantly “What if the internet got mad?” The book combines ancient Greek literature, Shakespeare's plays, and Proust's philo­sophical ideas. Compulsory reading for readers in search of a challenging narrative.

The Autobiography of Alice B. Toklas, Gertrude Stein The Autobiography of Alice B. Toklas by Gertrude Stein, is a part of the book series Classic Contemporary Works, published by Una útgáfuhús. The title alone gives a good indication why this book is as great as it is. Gertrude Stein writes the “autobiography” of her mistress, Alice B. Toklas, where Stein herself is the center of the story. It is both fun and interesting to read about life in Paris at the turn of the 20th century and to get to know writers, painters, and other artists who were active in the bohemian art movement that characterized that era in European history.

47


Grein / Article

Karitas M. Bjarkadóttir

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

Er viðtal í gangi? Viðtal við Ingólf Eiríksson Is There an Interview Going On? Interview with Ingólfur Eiríksson Ég hitti Ingólf Eiríksson á Kaffi Vest, ég tel það vænlegast að vera ekkert að lokka hann út fyrir 107 þægindarammann, enda er Ingólfur fæddur og uppalinn Vesturbæingur. Hann er 27 ára bókmennta­ fræðingur sem kláraði nýlega meistaranám í ritlist og þegar ég hef pantað mér pönnukökur og sódavatn og við spjallað um daginn og veginn kveiki ég á upptökutækinu og hef samtalið sem ég er mætt til að eiga. Ingólfur hefur gefið út sína fyrstu skáldsögu, Stóru bókina um sjálfsvorkunn, mánuði fyrr, og ég ætla mér að komast að því hvernig ungskáldinu líður, þegar það hefur fengið nokkrar vikur til að hrista af sér nýjabrumið.

I meet Ingólfur Eiríksson at the Coffeehouse Vest, I think there is nothing to lure him out of the 107-comfort zone since he was born and raised in the Vesturbær district. He is a 27-year-old lit­erary scholar who has recently received a master’s degree in cre­ative writing, and after I have ordered my pancakes and soda, we have chatted about odds and ends, I turn on the recorder and start the interview that I am here for. He published his first novel, Stóra bókin um sjálfsvorkunn (e. The Big Book of Self-Pity), a month earlier, and I’m going to find out how the young author feels after he got a few weeks to shake off this newfangledness.

KMB  Þú varst að fá ansi góðan dóm í Fréttablaðinu um daginn, hefurðu fengið þá marga þennan mánuð síðan bókin kom út? IE  Já, hann var bara allt í lagi. Ég er búinn að fá þrjá dóma og svo stendur til að dæma hana í Víðsjá. Það verður sennilega– Í þeim töluðu orðum kemur þjónustustúlkan með pönnukökurnar mínar og býður Ara Eldjárn, grínista, sem situr á næsta borði. KMB  Ég held ég hafi pantað þetta! IE Vá! Þjónustustúlkan réttir mér diskinn. Pönnukökurnar eru mjög veg­legar, löðrandi í súkkulaði og berjum. KMB  Já, nú skil ég þennan tvöþúsundkall, þetta er ansi veglegt. IE  Ekkert smá. Ég hefði bara sagst eiga þær, en sumir eru með betri siðferðiskennd en ég. Ingólfur horfir á Ara. IE  En þú ert auðvitað með barn með þér, þú verður að setja gott fordæmi. AE  Já, ég vil helst bara borða eitthvað sem hún vill ekki. Eitthvað svona „savoury“. Þetta er enginn smá skammtur. KMB  Ég veit ekki alveg hvernig ég á að borða þetta. IE  Þetta er mjög skemmtilegt. KMB  Já, vá. Já, þetta er æði. Þetta verður viðtal um pönnukökur. IE  Já, algjörlega, það er í rauninni miklu betra, sko. Ég hefst handa við að sigra pönnukökufjallið og við Ingólfur reynum að koma okkur aftur á strik í viðtalinu, sem á þrátt fyrir allt ekki að vera um pönnukökur. KMB  En já, hvernig finnst þér þetta? Þegar fólk er að birta– Ég sting upp í mig pönnukökubita. IE  Skoðanir sínar á bókinni minni? KMB  Já.

KMB  You’ve recently received a pretty good review in Fréttablaðið, have you seen many this month since the book came out? IE  Yes, it was just okay. I’ve received three reviews and the book is going to be reviewed by Viðsjá. It will probably– After these words, the waitress approaches us with my pancakes and offers them to Ari Eldjárn, a comedian, who sits at the table next to us. KMB  I think I’ve just ordered this! IE  Wow! The waitress hands me the plate. The pancakes are superb, covered in chocolate and berries. KMB  Yes, now I get this two thousand króna deal, this is splendid. IE  Pretty much. I would’ve just said keep them, but some have a better sense of morality than I do. Ingólfur looks at Ari. IE  But of course, you’re with a child, you must set a good example. AE  Yeah, I’d rather eat something that she does not want. Some­ thing savory. This is a pretty big portion. KMB  I don’t quite know how to eat this. IE  This is very entertaining. KMB  Yeah, wow. Yes, this is awesome. This will be an interview about pancakes. IE  Yes, absolutely, it’s much better. I start attacking the pancake mountain and try to bring us back on track with the interview, which, despite everything is not going to be about pancakes. KMB  But yeah, how do you feel about this? When people publish– I stuff a pancake in my mouth IE  Their views on my book? KMB  Yes.

THE STUDENT PAPER

48


STÚDENTABLAÐIÐ

DÓMAR STÆKKI EKKI TEXTA IE  Sko, ég held að það verði miklu auðveldara með hverjum dóminum sem líður. Fyrst fær maður pínu hland fyrir hjartað, einhvern veginn. Og ég var alveg miður mín eftir fyrsta dóminn. Hann var ekki einu sinni vondur, hann var bara ekki það sem ég bjóst við. En síðan kemur kannski dómur viku síðar sem „contradictar“ kannski alveg það sem fyrri dómurinn sagði. Fyrri dómurinn segir kannski: „Þetta er gott og þetta er slæmt.“ Og næsti síðan akkúrat öfugt. Þá svona svolítið hættir maður að stressa sig, þetta er bara gangur lífsins og maður getur ekkert gert í þessu. Mér fannst samt dómurinn hans Þorvaldar [Sigurbjörns Helga­sonar] mjög vandaður. KMB  Nú ert þú að dæma dóminn hans. IE  Nú er ég að dæma dóminn hans. Nei, ég meina, hann var hrifinn, en hann var ekkert að lofsyngja hana upp í skýin. En ég hlusta líka miklu meira á það sem lesendur mínir eru að segja við mig. Af því þau eru ekki með þessa fjarlægð sem dómararnir setja upp og mér finnst það alltaf vera svolítið vandinn við dóma. Ég er svolítið mótfallinn dómum, ég er miklu hrifnari af um­fjöllunum. Af því að í umfjöllunum geturðu leyft þér að eiga meiri „díalóg“ við textann sjálfan. KMB  Ég skil það vel. Við búum líka í landi þar sem allir þekkja alla. Það er erfitt að dæma hlutlaust, það eru alltaf einhver tengsl. Er heiðarlegra að vera bara með umfjöllun? IE  Mér finnst það. Og skemmtilegra. Af því dómar, þeir stækka aldrei texta. Þeir meta bara það sem fyrir er. Þeir gefa ímyndunar­ aflinu ekki lausan tauminn. Mér finnst alltaf smá skrítið að dæma list, stór hluti af henni er það hvernig þú tekur við henni sem manneskja, ekki hvað þér finnst. Hvort bókin er góð eða ekki, heldur hvernig þú á persónulegu „leveli“ „interactar“ við hugmyndirnar sem eru í henni og skapar eitthvað stærra úr henni. Ég til dæmis myndi aldrei vilja skrifa ritdóm. Enginn hefur boðið mér það en mér finnst það ekki gaman, sem „konsept“, ég vil miklu frekar halda með höfundi en meta hann. Af því svo stór hluti af lestri er tenging við hugsanahátt annarrar manneskju, tenging við aðra manneskju. Þú getur ekki tengst annarri manneskju ef þú ert alltaf að dæma hana. Þetta er bara eitthvað sem við þekkjum úr okkar persónulega lífi, ef ég væri alltaf að segja: Oh, mamma er alltaf svona, þá myndi ég aldrei ná sömu tengslum við hana. Þannig maður þarf að taka bókinni fyrir því sem hún er, á hennar forsendum. SAMDAUNA UMHVERFINU KMB  Bókin gerist að hluta til í Bretlandi. Þú lærðir einmitt þar, er þetta eitthvað byggt á þinni eigin reynslu af því? Fékkstu ein­hvern innblástur þaðan til að sviðsetja hluta bókarinnar þar? IE  Frá staðháttum? KMB  Já, bara frá þinni veru þarna úti. Hugsaðiru: „Já, það væri gaman að skrifa bók um einhvern sem er í svona svipaðri stöðu og ég“? IE  Já, og ég held líka bara að óumflýjanlega allur skáldskapur endur­spegli manns eigin upplifun af raunveruleikanum. Og sérstak­ lega með fyrstu skáldsögur, ég held að maður eigi bara nóg með þetta „konsept“ að skrifa 200 blaðsíðna bók. Ég dáist svo að fólki eins og Zadie Smith sem skrifaði White Teeth tuttugu og þriggja ára, sem er 500 blaðsíðna bók um fólk af allskonar uppruna og með allskonar upplifanir af veruleikanum, og gerir það stórkostlega. Ég er engin Zadie Smith. Þannig það er kannski svona málið. En jú, það er þessi tilfinning líka sem maður upplifir að fara til útlanda og hafa ekki þetta öryggisnet, sem er áhuga­verð. KMB  Og margir upplifa. Fólk er alltaf að fara út í nám og ganga í gegnum nákvæmlega þetta.   THE STUDENT PAPER

REVIEWS DON’T GO BEYOND TEXTS IE  Look, I think it will be easier with every review. At first, one is in a bit of a tizz, somehow. And I was quite upset after the first review. It wasn’t even bad; it just was not what I expected. But then maybe a week later comes a review that contradicts what the first one said. The previous review says maybe: “This is good, and this is bad.” And the next one is just vice versa. Then one stops stressing over it, it’s just life and one can’t do anything about it. I still felt that the review by Þorvaldur [Sigurbjörns Helgason] was very elaborate. KMB  Now you’re judging his review. IE  Now I’m judging his review. No, I mean, he was impressed, but he was not overly praising the book. But I also listen a lot more to what my readers say. Because they don’t keep a distance that the critics set up and this is a problem with reviews in my opinion. I’m a bit opposed to reviews, I’m much more impressed by discussions. Because in discus­sions you can allow yourself to have more of a dialogue with the text itself. KMB  I understand that well. We also live in a country where every­one knows everyone. It can be difficult to judge objectively because there’s always some connection involved. Is it more honest to just have a discussion? IE  I think so. And more fun. Because reviews don’t go beyond texts. They just evaluate what is in front of them. They keep the imagination on a leash. I always feel a little strange to judge art, a large part of it is how you react to it as a person, not what you think about it. Whether the book is good or not, but rather how you on the personal level interact with the ideas contained in it and create something bigger out of it. I, for example, would never want to write a review. No one has offered it to me, but I don’t think it’s a fun con­cept, I’d rather stick with the author than evaluate them. Because a large part of the reading is connecting with the way of think­ing of another person, connecting with the other person. You cannot connect with someone else if you are always judging them. This is just something that we know from our life, if I would always say: Oh, my mom is always like that, then I would never have the same relationship with her. Therefore, a person needs to take the book for what it is, on its terms. IMMUNE TO THE ENVIRONMENT KMB  Part of the book takes place in the UK, where you studied, is this based on your own experience? Did you get some inspiration from there to stage some parts of the book? IE  From the local circumstances? KMB  Yes, just from your stay there. Did you think: “Yes, it would be nice to write a book about someone who is in a similar position as I am?” IE  Yes, and I think fiction inevitably reflects one’s own experience of reality. Especially with the first novels, I think you should have just enough of this concept to write a 200-page book. I admire people like Zadie Smith, who wrote White Teeth when she was twenty-three years old, which is a 500-page book about people of all kinds of origins and with all kinds of ex­pe­riences of reality which makes it exquisite. I’m no Zadie Smith. That’s an issue. But yes, this is also what a person feels when they go abroad and do not have this safety net, which is interesting. KMB  And many people experience it. People are always going abroad to study and go through the same experience. IE  When you grow up in the same spot for 20 years and then go somewhere else, you’re so immune to your environment that

49


Myndir / Photos

Aðsendar frá viðmælanda / Sent from interviewee

STÚDENTABLAÐIÐ

IE  Og þegar þú elst upp á sama blettinum í 20 ár og ferð síðan eitt­hvað annað, þú ert orðinn svo samdauna umhverfinu þínu að þú verður ofurnæmur fyrir öllu nýju umhverfi og þetta er rosalega skrítin tilfinning því þú þarft að hugsa í rauninni um hvert einasta skref. Þú getur ekki gert neitt ómeðvitað. Allar ákvarðanir sem þú tekur eru meðvitaðar. Og það sem mér fannst líka áhugavert að skoða var sko hvað gerist ef þú tekur það svo einu skrefi lengra og verður bara allt of meðvitaður og getur ekki gert greinarmun á neinu áreiti, í rauninni. AÐ GAGNRÝNA GAGNRÝNENDUR Þetta finnst mér mikil speki og við sitjum augnablik og hugsum það sem við vorum að ræða. Ari Eldjárn, sem situr enn á næsta borði og ég hafði ósjálfrátt gjóað augunum öðru hvoru til á meðan viðtalinu stóð, snýr sér nú brosandi að okkur. AE  Afsakið, ég var að liggja á hleri en ég heyrði bara að þú varst rétt áðan að tala um gagnrýni og bækur, varstu að gefa út bók? IE  Já, umm… Skáldsögu AE  Ég ætla að lesa þessa bók. IE  Takk fyrir! AE  Ég hef aldrei gefið út bók. Ég er ekki búinn að því. En þegar ég fór til Edinborgar á uppistandshátíð, þar eru sýningar bara dæmdar eins og bækur. IE  Já, er það? Á Fringe [Festival]? AE  Já. Þar er stór stétt gagnrýnenda. Og þar var haldið úti síðu sem heitir Fringepig þar sem gagnrýnendurnir voru dæmdir, þeim gefnar stjörnur og miskunnarlaust greindir. Hvaða orðfæri þeir nota, hvaða „bias“ þeir hafa, þetta var algjör upplifun. Þegar maður fékk slæman dóm var algjör huggun að fara þarna inn á. „Já, þessi, hann er náttúrulega algjör, gefur alltaf bara eina og hálfa stjörnu“. KMB  Svona Rate My Professor dæmi. „Ah, ég féll. Já, hann fellir alla.“ IE  Ég var einmitt í námi úti í Edinborg og var að skoða Rate My Professor fyrir Edinborgar-háskóla og þar var stundum svona: „Já, þessi var menntaður í Trinity, allir sem hafa kennt í Trinity   THE STUDENT PAPER

you become overly sensitive to the new environment, and this is a weird feeling because you must think about every single step. You can’t do anything unconsciously. All the decisions you make are conscious. And what I thought was also inter­ esting was that you take this one step further and become way too conscious and cannot distinguish between any stim­uli, basically. CRITICIZING THE CRITICS I find it wise, and we just sit for a moment and contemplate what we were discussing. Ari Eldjárn, who is still sitting at the table next to us, and I had involuntarily glanced at each other during the interview, now he turns to us smiling. AE  I’m sorry, I was eavesdropping, but I just heard that you were earlier talking about the criticism and books, did you just publish a book? IE  Yes, umm… A novel AE  I’m going to read this book. IE  Thank you! AE  I’ve never published a book. I haven’t yet. But when I went to Edinburgh for a stand-up festival, the performances there were judged just like books. IE  Really? At Fringe [Festival]? AE  Yes. There is a large class of critics. And there was a page called Fringepig where the critics were judged, given stars, and ana­lyzed ruthlessly. Any idiom they use, any bias they have, this was really an experience. When a person got a bad review, this was comforting to just go there. “Yes, this one, he is, of course, a complete–, always gives just one and a half stars”. KMB  Rate My Professor examples. “Ah, I failed. Yes, he fails everyone.” IE  I was studying just outside of Edinburgh and was looking at Rate My Professor for Edinburgh University, and there was some­ times this: “Yes, this one was educated at Trinity, everyone who has taught at Trinity hates me for some reason.”

50


STÚDENTABLAÐIÐ

hata mig af einhverjum ástæðum“. AE  Svona eins og Tripadvisor. IE  Sem er ógeðslega fyndið. KMB  En það mætti alveg gera þetta á Íslandi, finnst mér. Af því þetta er bara svo mikið vandamál. IE  En það eru auðvitað fordæmi fyrir þessu. Hallgrímur Helgason skrifaði mjög eftirminnilega gagnrýni um gagnrýni Jóns Viðars á Makbeð. Hann var bara: „Er þetta gagnrýni?“ AE  Maður fær alveg oft gagnrýni sem manni finnst bara „blatantly“ ósanngjörn. Og svo er maður alveg tilbúinn að éta upp mjög lélega dóma ef maður fær 5 stjörnur. ÞETTA FER EKKI Í VIÐTALIÐ IE  Það sem mér finnst líka – og þetta fer ekki í viðtalið – Ari grípur fyrir munninn. AE  Ó er viðtal í gangi? IE  Já, þetta væri annars kannski svolítið einhliða samtal. AE  „Ari Eldjárn treður sér inn, lætur allt snúast um sig. Fer að tala um Edinborg.“ Á þessum tímapunkti slekk ég á upptökunni og við Ingólfur eyðum dágóðum tíma í að spjalla við Ara á meðan ég klára pönnukökurnar. Og þó samtalið okkar hafi svolítið farið á annan veg en áætlað var er eitt víst að leikslokum. Allir listamenn þurfa að eiga við misgóða gagnrýnendur. Viðtalið í fullri lengd má finna á vefnum okkar, studentabladid.is. Þar talar Ingólfur um tilurð bókarinnar, ritstjórnarferlið og fleira.

AE  Like Tripadvisor. IE  Which is really funny. KMB  But one should do this in Iceland, I think. Because this is a big problem. IE  There is, of course, a precedent for this. Hallgrímur Helgason wrote a very memorable criticism of the criticism by Jón Viðars on Macbeth. He was just: “Is this criticism?” AE  A person quite often gets the criticism that feels just blatantly unfair. And one is ready to eat up very poor reviews if they get 5 stars. THIS WON’T BE INCLUDED IN THE INTERVIEW IE  What I feel, too – and this won’t be included in the interview – Ari covers his mouth. AE  Oh, is there an interview going on? IE  Yes, this would be otherwise, perhaps a bit of a one-sided conversation. AE  “Ari Eldjárn, the intruder, lets everything revolve around himself. Begins to talk about Edinburgh.” At this point, I turn off the recorder, and I and Infólfur have a good time chatting with Ari while I finish the pancakes. And though our conver­sation has gone a bit different than planned, one thing was clear in the end: All artists need to deal with unequally good critics. A full version of the interview can be found at studentabladid.is. There, Ingólfur talks about how his book came to be and the editing process, amongst other things.

THE STUDENT PAPER

51


Anastasia Nitsiou Mavrommati (Tess)

Mynd / Photo sansimera.gr/biographies/758

Grein / Article

Ο «Ελληνικός» Άι Βασίλης

Μεγάλα φουσκωτά κόκκινα μάγουλα, κόκκινη στολή που να αντέχει στα χιόνια, μεγάλες μπότες, κόκκινο καπέλο και ένας σάκος γεμάτος δώρα. Αυτή είναι η μορφή που έρχεται στο μυαλό των πε­ρισ­σοτέρων όταν ακούν το όνομα «¨Αι Βασίλης». Η αλήθεια όμως είναι πώς αυτή η εικόνα είναι το προϊόν της μίξης της «Βορειοευρωπαϊκής» συνειδησης και του Αμερικανικού Καπιταλισμού. Δυστυ­χώς, η κόκκινη φορεσιά του λατρεμένου αυτού Αγίου είναι η εφεύρεση της Κόκα Κόλα˙η κλασσική φορεσιά του Αϊ Βασίλη είναι πράσινη. Επιπλέον, ο χαρωπός γε­ράκος που μοιράζει δώρα σε παιδιά ανη­κει κυρίως σε πιο «Δυτικές» χριστιανικές μυθολογίες. Στην Ελληνική μυθολογία η μορφή του Άι Βασίλη εκφράζεται μέσα από την μορφή του Αγίου Βασιλείου από την Και­σαρεία. Αδύνατος μέχρι ανορεξίας, καφέ μακριά γενειάδα και στωικό πρόσωπο˙ αυτή είναι η απεικόνιση του στην Ορ­θόδο­ξη Ελληνική εκκλησία και ακολουθεί το προτυπο των περισσοτέρων αγίων της Ορθόδοξης παράδοσης. Σε αντίθεση με άλλες παραδόσεις όπου οι άγιοι παιρ­νουν μία μορφή που θυμίζει σούπερ ήρωα, η Ορθόδοξη παράδοση θέλει τους Αγίους ως ασκητικές, λιπόσαρκες μορ­φές που φαίνονται ταλαιπωρημένες και σοβαρές από τα μαρτύρια που έχουν τραβήξει για να έρθουν σε επαφή με το Θείο. Μάλιστα, όσοι Αγιοι μπορούν να καταγραφούν και ως ιστορικές μορ­φές έχουν παρατηρηθεί να ασκούν ένα είδος αυτομαρτυρίου όπου οι ίδιοι μετα­μορφώνουν το σώμα τους μέσω πόνου, εγκαυμάτων και κοπης άκρων, καθώς   THE STUDENT PAPER

ο πόνος συνδέεται με ένα είδος διαλο­ γισμού (δηλαδή, μέσω αυτοβασανισμού του σώματος ο Άγιος έρχεται σε επαφή με τον Θεό). Γνωρίζοντας, λοιπόν, τα παραπάνω, θα ήταν αδύνατον για τον Άγιο Βασίλη της Ελλάδας να έχει την ίδια μορφή και την ίδια ιστορία με τον «Δυτικό» Santa Claus. Το ταξίδι του Αγίου Βασιλείου λοιπόν ξεκινά το 330 στην Καισάρεια της Καππαδοκίας (νυν Καϊσερί Τουρκίας). Ήταν γιος του Ποντίου ρήτορα (δικη­ γόρου της εποχής) Βασιλείου και της Εμμέλειας. Στην οικογένεια εκτός από το Βασίλειο υπήρχαν άλλα οκτώ ή εννέα παιδιά. Μεγάλωσε με την Χριστια­ νική Παράδοση μέσα στο σπίτι του τόσο λόγω του πατέρα του όσο και λόγω της γιαγιάς του, η οποία ήταν κόρη χριστια­ νικού μάρτυρα. Σε αρκετά μικρή ηλικία στάλθηκε στο Βυζάντιο για σπουδές και κατέληξε στην Αθήνα, όπου έμαθε για φιλοσοφία, ρητορική, αστρονομία και άλλες σημα­ ντικές γνώσεις. Έκει γνώρισε και τον Ιουλιανό που μετέπειτα θα γινόταν αυτο­κράτορας. Προσπάθησε μετά τις σπου­δές του να ακολουθήσει τα βήματα του πατέρα του πίσω στην χώρα του, αλλά σύντομα βρέθηκε να κάνει ένα μεγάλο πνευματικό ταξίδι σε μία προσπάθεια να μεγαλώσει το εύρος της πνευματικής του ικανότητας. Μέσα από τα ταξίδια του γνώρισε την Αίγυπτο, την Συρία και άλλους προορισμούς, αλλά κατέληξε στον Πόντο όπου έγινε Μοναχός και άρχισε την ασκητική ζωή. Θα ζούσε εκεί αν δεν καλούνταν πίσω στην πατρίδα του για να πάρει την

θέση του παλιού επισκόπου ο οποίος απεπνευσε. Όσο ήταν επίσκοπος έκανε πολλά φιλανθρωπικά έργα και έκανα ιδρύματα στα οποία τα παιδιά μπορού­ σαν να μάθουν γράμματα και άλλες τέχνες. Επίσης ήταν γνωστός για την αλύγιστη τάση του προς την εξουσία και αρνήθηκε πολλές φορές να παρα­ δώσει τις κατοχές της εκκλησίας και τα φιλανθρωπικά του έργα ακόμα και όταν απειλήθηκε από αυτοκράτορες. Κατάφε­ ρε επίσης να γράψει μία σειρά από βιβλία και αποσπάσματα που αφορούν την Χριστιανική πίστη. Πέθανε σε ηλικία 48 ετών τον Δε­κέμ­βριο και κηδεύτηκε την 1η Ιανουαρίου του 379 μ.X και γι αυτό κάθε Πρωτοχρο­ νιά όπως γνωρίζουμε γιορτάζουμε την μνήμη του. Μετά τον θάνατο του κέρδισε τον τίτλο του «Μεγάλου». Προς την μνήμη του, κάθε χρόνο, αφού ξημερώσει Πρωτοχρονιά, κόβουμε την «Βασιλόπιτα». Κατά το έθιμο, κρύ­βουμε ένα φλουρί μέσα στην πίτα και κόβουμε ένα κομμάτι του Χριστού, ένα κομμάτι του Σπιτιού, ένα κομμάτι του Φτωχού και ένα κομμάτι για κάθε άτομο της οικογένειας από τον μεγαλυτερο ως τον μικρότερο. Σε όποιον τύχει το φλουρί θεωρείται ότι θα έχει τύχη για όλο τον επόμενο χρόνο.

52


Þýðing / Translation Anastasia Nitsiou Mavrommati (Tess) & Sindri Snær Jónsson

STÚDENTABLAÐIÐ

„Gríski“ jólasveinninn The “Greek” Santa Claus Stórar og þrútnar rauðar kinnar, þungur rauður búningur sem þolir snjóinn, stórir klossar og fullur poki af gjöfum. Þetta sjá flestir í huganum þegar þeir heyra minnst á „jólasveininn,“ en sannleikurinn er sá að þessi ímynd varð til úr Norður-Evrópskri, kristinni hefð og bandarískum kapítalisma. Því miður er rauði búningur þessa heitt­elskaða dýrlings uppfinning Coca Cola, en upprunalega var búningur jólasveinsins grænn. Einnig er jólasveinninn sem sjá má dreifa gjöfum til barna hluti af „vestrænni“ kristinni hefð. Í grískri goðafræði var heilagur Basil eins og jólasveinninn, en hann var svo horaður að hann minnti á beinagrind. Í grísku rétt­trúnaðarkirkjunni er sagt frá langa, brúna skegginu hans og stóíska andlitinu og fylgir þessi lýsing rétttrúnaðarhefðinni. Ólíkt öðrum hefðum þar sem dýrlingar líkjast ofurhetjum, miðar rétttrúnaðar­ hefðin að því að sýna dýrlinga sína sem mjög agaðar og daprar persónur sem virðast vera of uppteknar af píslarvættinu. Áhugavert er að um þá dýrlinga sem teljast vera merkilegar persónur í mannkyns­sögunni er sagt að þeir hafi stundað einhvers konar sjálfs­píslarvætti þar sem þeir sjálfir umbreyttu líkömum sínum með sár­sauka, brunaskaða og aflimun. Sagt er að líkamar dýrlinga komist í samband við Guð í gegnum sársauka og hugleiðslubundinn sjálfsskaða. Heilagur Basil fæddist árið 330 e.kr. í Caesarea í Kappadókíu, sem nú heitir Kayseri í Tyrklandi. Hann var sonur pontísks ræðu­ manns, en í dag myndi hann kallast lögmaður. Auk hans voru átta eða níu börn á heimilinu. Hann ólst upp í kristinni fjölskyldu vegna föður hans og ömmu, sem var dóttir píslarvotts. Þegar hann var mjög ungur var hann sendur til Býsan í nám og endaði í Aþenu.Þar var honum kennd heimspeki, mælskulist og stjörnufræði, auk annarra mikilvægra greina. Þar kynntist hann einnig Julan, sem varð síðar keisari. Eftir námið reyndi hann að fylgja í fótspor föður síns og fara aftur til heimalands síns, en brátt fór hann í leiðangur til þess að bæta andlega eiginleika sína. Hann ferðaðist til Egyptalands, Sýrlands og annarra landa, en endaði í Pontíu þar sem hann átti eftir að verða munkur og byrjaði agað líf kristins píslarvotts. Hann hefði verið þar lengur ef hann hefði ekki fengið boð um að snúa aftur til heima­ landsins síns til þess að taka við af gömlum biskupi sem hafði dáið. Á meðan hann var biskup stundaði hann mikla góðgerðarstarfsemi og reisti hann skóla þar sem börn gátu lært stafina og önnur listform. Hann var þekktur fyrir að vera staðfastur í veldi sínu og neitaði að gefa frá sér kirkjueignir sínar og góðgerðarstarfsemina, jafnvel þó hann væri útskúfaður af keisurum. Þar að auki má nefna að hann skrifaði margar bækur og aðra texta um kristna trú. Hann dó 48 ára í desember og var grafinn 1. janúar, árið 379 e. kr. Þess vegna fagna Grikkir lífi hans á áramótunum. Eftir að hann dó, hlaut hann viðurnefnið „hinn mikli“. Í byrjun hvers árs er skorin „Basilbaka“ (Vasilopita/Βασι­ λόπιτα). Samkvæmt hefðinni, felum við aur í bökunni og skerum sneið fyrir Krist, sneið fyrir húsið, sneið fyrir þá fátæku og sneið fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar í aldursröð. Sá sem fær aurinn er talinn hafa heppnina sér við hlið út næsta ár.

Heimildir / Sources helppost.gr/xristougenna/protoxronia/agios-megas-vasileioskaisareia/ sansimera.gr/biographies/758

THE STUDENT PAPER

Large puffy red cheeks, red heavy suit that can withstand the snow, big boots, red hat and a sack full of gifts. This is the image that comes to most people’s minds when they hear the name “Santa Claus”, but the truth is that this image is the product of a mixture of Northern European Christian tradition and American capitalism. Unfortunately, the red costume of this adored Saint is the invention of Coca Cola; Santa’s classic costume is actually green. Moreover, the cheerful grandpa seen distributing gifts to children, belongs mainly to “Western” Christian tradition. In Greek mythology, Santa Claus is expressed through the figure of Saint Basil of Caesarea, who is so lean he they could re­mind you of skeletons. Saint Basil’s brown long beard and stoic face is depicted by the Greek Orthodox Church and follows the example of most Saints of the Orthodox tradition. In contrast to other traditions where Saints resemble superheroes, the Orthodox tradition wants Saints to appear ascetic, sorrowful figures who seem to be distracted by the serious martyrdoms they have endured to come in contact with the Divine. In fact, those Saints who can be recorded as historical figures, have been observed to practice a kind of self-martyrdom where they themselves transform their body through pain, burns and amputations. Through pain, it is thought that the body of the Saint comes in contact with God through this meditative self-mutilation. Therefore, knowing the above it would be impossible for the Greek Santa Claus to have the same form and story as the “Western” Santa Claus. The journey of the Saint Basil begins in 330 A.D., in Caesarea of ​​Cappadocia, now Kayseri, Turkey. He was the son of a Pontian orator, nowadays known as a lawyer. In addition, there were eight or nine other children in the family. He grew up in a Christian household, because of his father and grandmother, the daughter of a martyr. At a very young age he was sent to Byzantium to study and ended up in Athens, where he was taught philosophy, rhetoric, astronomy and other important courses. There he also met Julian, who would later become Emperor. After his studies he tried to follow in his father’s footsteps back to his country, but soon found himself making a great spiri­tual journey in an effort to increase the range of his spiritual ability. He travelled to Egypt, Syria and other destinations, but ended up in Pontus where he became a monk and began the ascetic life of a Christian martyr. He would have stayed there if he had not been called back to his homeland to take the place of the old bishop who had just passed away. While he was a bishop he did many charitable works and made schools in which children could learn letters and other arts. He was also known for his unwavering tendency towards power and many times refused to surrender his church holdings and charitable works, even when he was ousted by Emperors. He also wrote a number of books and other pieces on the Christian faith. He died at the age of 48 in December and was buried on January 1, 379 AD. That is why every New Year’s Eve, Greeks celebrate his life. After his death he won the title of “Great”. In his memory, every year, after the dawn of New Year, we cut the “Basil Pie” (Vasilopita/Βασιλόπιτα). According to custom, we hide a penny in the pie and cut a piece for Christ, a piece for the House, a piece for the Poor and a piece for each member of the family from the oldest to the youngest. Whoever wins the coin, is considered to be lucky for the whole New Year.

53


Sam Cone

Þýðing / Translation Sindri Snær Jónsson

Mynd / Photo

Émilie Colliar

Grein / Article

Upplifun alþjóðanemenda Stutt könnun meðal blaðamanna okkar The International Student Experience A Brief Survey among Our Journalists Ég er sjálf alþjóðanemandi við háskólann og er þetta í fyrsta sinn sem ég bý annars staðar en á Bretlandi. Auðvitað er margt sem ég sakna við „heimili“ mitt, en á þessu eina ári sem ég hef búið á Íslandi hef ég komið til með að elska það og meta mikils. Mig langaði til að sjá hvort mín upplifun ætti einnig við um aðra alþjóðanema, og þáði við það aðstoð frá öðrum meðlimum Stúdentablaðsins og hlustaði á frá­sagnir þeirra af eigin upplifunum. Þau sem ég talaði við hafa búið á Íslandi í meira en eitt ár, en einn meðlimanna hefur búið hér í tólf ár, og finnst mér það sem flestir sakna við heimalandið sitt nokkuð fyrirsjáanlegt. Að sjálfsögðu sakna þau öll matarins, og þá sérstaklega nemendurnir frá Miðjarðar­ hafssvæðinu! Aðrir nemendur tóku eftir skort á trjám, síbreytandi lengd daganna og landslagi sem er þeim ókunnugt. FÉLAGSLEGIR ÞÆTTIR OG MENNINGARSJOKK Sumir alþjóðanemendanna upplifðu menningarsjokk þegar þau sáu hvað allt væri dýrt og hversu skrítið eðli íslenskra samskipta væri, en einn nemandi nefndi að Íslendingar hikuðu við að opna sig þangað til þau væru komin í prósentu og að einungis þá segi þau frá einka­ málum sínum. Annar nemandi segir að fólk á Íslandi sé heiðarlegra en í heimalandi sínu, þar sem sölufólk er líklegra til að misnota fólk. Persónulega hefur mér fundist stjórnunarhættir landsins vera latari kantinum, en annar nemandi segir að Íslendingar „sjái bara hvað gerist, jafnvel á formlegum vettvangi.“ Þetta getur bæði verið ótrú­  THE STUDENT PAPER

I, myself, am an international student at the University, and this is my first time living away from Britain. There are of course many things I miss about ‘home’, but in the year I have been in Iceland I have really grown to love and appreciate it. I wanted to see if my experiences with moving abroad were universal amongst other international students, so I have enlisted the help of other mem­bers of the student paper team to see what their experiences have been like. All of the people I spoke to have lived in Iceland for over a year, with one living in Iceland for about 12 years, and overall, I think what people miss about home is rather predictable. Of course, everyone misses food from home – something which was especially apparent when I asked students from the Mediterranean! Other students noted the lack of trees, the length of the days, and the difference in the landscape as something quite foreign to them. SOCIAL ASPECTS AND CULTURE SHOCKS Some other culture shocks experienced by international students include the high prices of basically everything, and the nature of Icelandic communication – one student noted that in her expe­ rience Icelanders are reluctant to open up until they’ve had some­thing to drink and then they tell you very personal things. Another noted that the people here appear more honest than in their home country, where salespeople are more liable to take advantage of you.

54


STÚDENTABLAÐIÐ

lega pirrandi og stundum ógeðslega fyndið, og venjulega þegar ég lýsi fyrir vinum mínum og fjölskyldu hvernig skipulagið er hérna, þá eru þau í sjokki en hlæja svo að mér fyrir að vera, að þeirra mati, fastur í skrifræðishelvíti þar sem ekki þarf að hræðast afleiðingarnar. Annað sem flestir áttu sameiginlegt í svörum sínum er getuleysi Ís­lendinga til að ná tökum á hlutunum. Þar sem Ísland er eyja getur verið erfiðara en heima að verða sér úti um vörur, hverjar svo sem þær eru. Móðir mín sendi mér 400 tepoka í afmælisgjöf síðastliðinn febrúar og ég hef ekki enn klárað þá. Annar nemandi minntist á að hún biður gesti að utan alltaf um að taka með krydd eins og saffran, sem væru annars of dýr hér á landi. SÉRÍSLENSKAR UPPLIFANIR Að finna fyrir heimþrá, að vera einmana og finnast man ekki passa inn í nýju landi er ekki óvenjulegt, en þó ég hafi fengið mörg skemmti­ leg svör við spurningunum mínum um hina íslensku upplifun, þá eru einnig alvarlegri hliðar á málinu. Það má vera að sumar þeirra séu hluti af því að flytja til annars lands, en sumar eiga meira við Ísland sjálft. Háa verðið (eins og dæmið um kryddin fyrir ofan sýnir) er óheppilegt en samt eitthvað sem má búast við þegar flutt er til Ís­lands. Annað óheppilegt eru óbyggðirnar og síbreytandi lengd daganna, enn og aftur eitthvað sem er auðvitað viðbúið áður en flutt er til landsins. Það er samt annað mál að búa virkilega á Íslandi og lifa lífinu hér, af því man gerir sér ekki grein fyrir því hversu erfitt það er að fara fram úr rúminu á veturna, að fara að sofa á sumrin, eða að finna fyrir einsemd í náttúrunni ef man er ekki vant henni. Íslenska náttúran er mögnuð og vissulega svakaleg túristagildra, en það reynir á að búa á Íslandi, þá sérstaklega ef þú ert vanari tempruðu og skóglendisloftslagi. FLEIRA SEM ÞAU ÁTTU SAMEIGINLEGT Að auki er margt sem er algengt að finna fyrir þegar man flytur til annars lands. Nánast öll sem ég talaði við söknuðu vina sinna, fjöl­skyldu og þess sem þau þekkja sem „heima“. Í ókunnugu landi er vissulega erfitt að finna annað fólki sömu stöðu og það að mynda tengslanet getur verið erfitt. Það getur verið auðvelt að fela þessi vandamál bak við skemmtilegar sögur um sig, en það er mikilvægt að muna það að þessi vandamál eru samt sem áður alvarleg og þó það sé magnað að eyða tíma í öðru landi, þá er það einnig ótrúlega erfitt.Það er í lagi að viðurkenna að man sakni heimalandsins og eigi stundum erfitt. Ef einhver ykkar eru í þeirri stöðu að upplifa sig ein­mana, eða ef ykkur vantar auka aðstoð, er hægt að hafa samband við Náms- og starfsráðgjöf háskólans. Hægt er að senda tölvupóst á salfraedingar@hi.is og til þess að læra meira um hvernig á að aðlagast nýrri menningu er hægt að fara á síðuna: english.hi.is/ studies/cultural_adjustment.

THE STUDENT PAPER

Personally, I have experienced that administration is very laid back, which was also noted by another student who said that Icelanders ‘free-style everything, including formal events’. This is both in­credibly frustrating and also hilarious at times, and when I tell my friends and family how things are organised here, they regularly act shocked and then proceed to laugh at me for being stuck in what they deem to be an bureaucratic hellscape that lacks consequences if you mess up administratively. Another common theme in the an­swers I received was the inability to get hold of things here. Being an island, it is often harder to get hold of the things in Iceland that you can back at ‘home’,whatever that may be. My mother sent me 400 tea bags for my birthday in February, which I have yet to finish. Another student noted that whenever she has visitors they bring her spices like saffron, which are too expensive to buy here otherwise. EXPERIENCES SPECIFIC TO ICELAND Being homesick and feeling out of place and alone in a new country is not uncommon and although I received a lot of light-hearted an­swers to my questions about the Icelandic experience, it was also clear that there are more serious aspects. It may be that some are simply a part of moving abroad, but there are some that are more specific to Iceland. The high cost of living (as illustrated by the case of the spices above) is one expected but unpleasant drawback to moving to Iceland. Another drawback is the wilderness and the difference in the day length – again this is something that everyone is aware of and expects to experience when they first look into moving to Iceland, but until you get here and really live the expe­rience you may not realise just how difficult it is to get out of bed in the winter, or go to sleep in the summer, or how isolating the landscape can feel if it’s not something you are used to. Icelandic nature is truly awesome, and a massive tourist attraction, but living in Iceland takes its toll, especially if you are used to more temperate and wooded climates. MORE GENERAL EXPERIENCES In addition, there are much more general ones related to moving abroad. Almost everyone I spoke to missed their friends, family, and the familiarity of ‘home’. In a foreign country it is definitely harder to find people that have shared experiences with you and making connections can be difficult. It is easy to mask some of these deeper issues behind light-hearted anecdotes, but it is im­portant to remember that these issues can be serious and whilst spending time abroad can be amazing, it is also incredibly difficult and that it is completely okay to admit to missing home or strug­ gling sometimes. If anyone in this position does feel alone, or like they need additional support, the University Counselling Services are easily accessible, just send an email to: salfraedingar@hi.is, and for more information regarding cultural adjustments and how to cope with them can be found here: english.hi.is/studies/cultural_ adjustment

55


Grein / Article

Igor Stax

Þýðing / Translation Igor Stax & Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Українське Різдво. Православний Геловін

Святкувати Різдво в Україні почали набагато раніше, ніж в Ісландії. Що­правда, йдеться не про країни з таки­ми назвами, а про території, на яких ці сучасні держави розташовані.

СИН БОЖИЙ, АЛЕ НЕ ТОЙ Східні слов’яни, чиїми нащадками є українці, святкували Різдво у Києві ще у середині першого тисячоліття нашої ери, коли до прибуття на береги Ісландії її першого поселенця Інго­льфура Арнасона лишалося понад 400 років. Різдво було найголовнішим свя­том східних слов’ян, і відзначали його, як і в більшості країн сучасного світу, 25 грудня. Має місце лише одна «несуттєва» відмінність: східні слов’яни святкували народження Божича – сина наймогутнішого із їхніх богів, Бога Сонця на ім’я Дажбог. За їхніми віруваннями (а східні слов’яни були язичниками), напере­ додні дня зимового сонце­стояння величезний змій Коротун з’їдав сонце. Тому й були наступні три дні «темни­ ми», найкоротшими у році. В цей час ось-ось народити нове сонце мала дружина Дажбога на ім’я Коляда. І щоб Коротун не з’їв і її теж, Дажбог перетворював дружину на козу та ховав у печері, де Коляда зрештою нове сонце і народжувала, після чого світлові дні знову збільшувалися.

THE STUDENT PAPER

РІЗДВЯНІ ПІСНІ Сучасні різдвяні пісні в Україні – тоб­то вже ті, які виказують радість із при­воду народження Ісуса, – нази­ вають колядками, а їх виконавців – колядниками. Правду кажучи, більшість суча­сних колядників Ісуса не славлять. Вони ходять по домівках людей, спів­ають колядки, безпосередньо у яких просять грошей. Скажімо, найпопуля­ рніша українська колядка така: Коляд, коляд, колядниця Добра з медом паляниця. А без меду не така, Дайте, дядьку, п’ятака*. А п’ятак неважний, Дайте руб* бумажний. А в рублі три дірки, Дайте по п’ятірці* і так далі.

Схоже на Геловін, проте замість соло­дощів просять одразу гроші. У коля­дках можуть просити й налити чарку. На честь народження Ісуса люди ходять по домівках та просять гро­шей, випивки або того й іншого одразу! Дуже по-українськи. Більш цивілізовані колядники, яких переважна меншість, грошей та випивки не просять, а традиційно сповіщають господарів про народже­ ння Христа та славлять його. Одна з таких колядок починається словами: «Радуйся! Ой, радуйся земле! Син Божий, народився!» Як не дивно, але і язичницькі пісні на честь народження Божича

також називалися колядками. Назва пох­одить від Коляди, дружини Бога Сонця, що логічно: колядки – пісні на честь Коляди та її сина. Проте у християн ніякої Коляди не було. Ви­ходить, що зараз християнському Богу співають пісень, названих на честь його головного ворога – одно­го із язичницьких богів. «Ave Satani» якесь! ОНУК РАГНАРА ЛАНДБРОКА Це почалося понад тисячу років тому і, схоже, Ісландія доклала до того руку. Войовничий вікінг на ім’я Олег підкорив більшість східнослов’янських племен і заснував величезну державу Русь зі столицею у Києві, сучасній столиці України. Вирішальним для Олега було захоплення Києва та вбивство у 882 році київського князя Аскольда. Аскольд також був із вікінгів і, на думку Улофа фон Даліна, шведського історика XVIII століття, Аскольд – не хто інший, як Аслейк Бйорнсон – онук Рагнара Ландброка. Сам Олег, за однією з версій**, звався Хельгі та міг бути сином Ке­тіля Торкельсона, більш відомого як Кетіль Лосось, – одного з перших поселенців Ісландії. Таким чином, син Кетіля Ло­-сося може бути засновни­ ком Київської Русі. Олег був язични­ ком, і, не виключено, співав колядки у славу новонарод­женого сина Бога Сонця.

56


STÚDENTABLAÐIÐ

СВЯТИЙ ҐВАЛТІВНИК За 100 років після Олега його наступ­ ник на київському престолі, язични­ цький князь Володимир, ціною бага­тьох тисяч людських життів пере­ творив Київську Русь на християнську державу. Саме за це церковне чиновни­цтво надало йому згодом статус Святого, хоча нічого святого у житті Володимира не було. Окрім кривавого насаджування християнства, Володимир підло вбив свого старшого брата Ярополка, щоб відібрати у того київський трон, вагі­тну дружину Ярополка зґвалтував, а полоцьку княжну Рогнеду ґвалтував на очах її батьків та братів, змушуючи їх дивитися, після чого родичів убив, а княжну забрав у свій гарем. Язичництво існувало так довго до того, що навіть під страхом смерті люди продовжували виконувати язи­чницькі обряди. Зокрема, святкувати народження Божича. Бачачи, що повністю викорінити язичництво неможливо, церква пішла на хитрість: на шановані для язични­ ків свята призначила свята христия­ нські. Так, зокрема, народження Ісуса призначили на день народження сина Бога Сонця. І язичницькі колядки збе­реглися понині.

ВЕЧЕРЯ ДЛЯ МЕРЦІВ Збереглася і традиційна для язичників святкова страва на Різдво – кутя. Це варене пшеничне зерно з медом та маком. У язичників існувало повір’я: у ніч напередодні Різдва померлі родичі приходять відвідати своїх нащадків. Минуло понад тисячу років із часів хри­стиянізації, а українці й досі ли­шають у Різдвяну ніч на столі кутю, щоб підгодувати мерців. Знову Геловін? ДВА РІЗДВА Єдине, від чого вдалося відвернути людську пам’ять, – день святкування. Переважна більшість українців свя­тку­ють Різдво 7 січня, а не 25 грудня. Незважаючи на те, що християнство у тих краях бере початок у Києві, внаслідок 500-річної окупації України Московією, Російською імперією та комуністами, «офіційним христия­ нством» в Україні донедавна була Російська православна церква (РПЦ). Усі церкви в Україні належали їй. РПЦ й досі живе за юліанським календарем, від якого увесь цивілі­ зований світ відмовився ще 300-400 років тому внаслідок його недоскона­ ло­сті. 25 грудня за юліанським кален­-

дарем припадає саме на 7 січня за григоріанським календарем, за яким і живе людство. Переважна більшість українців цих нюансів не знає, а тому вважає, що Різдво – саме 7 січня, і дивується, що за кордоном його святкують чо­мусь 25 грудня. Нова ж Православна церква України, яка неофіційно існує вже 30 років, а офіційно визнана у 2018 році, переходити на григоріанський календар, а отже і святкувати Різдво 25 грудня, ніяк не наважиться. Як і у випадку із язичниками ти­сячу років тому, люди настільки зви­кли до однієї дати, що перехід до іншої може тривати десятки років. І весь цей час, якщо українська це­рква наважиться на зміни, святкові гроші будуть текти до російської це­ркви. Їй і досі належить більшість українських храмів, і якщо українська церква не святкуватиме Різдво 7 сі­чня, люди підуть до російської, бо на Різдво треба йти до церкви й нести туди гроші. А Різдво – 7 січня. *П’ятак, руб (рубль), п’ятірка – розмовна назва певних грошових монет та банкнот. **В Україні немає своєї Книги про украї­ нців, і люди дуже мало знають про своїх пред­ків. Більшість людей нічого не знає про свій рід далі прадідів.

Úkraínsk jól: Hrekkjavaka rétttrúnaðar Ukrainian Christmas: Orthodox Halloween Á landsvæðinu þar sem landið Úkraína er nú, hóf fólk að halda upp á jólin mun fyrr en sá siður var tekinn upp á Íslandi.

In the place that now constitutes the country of Ukraine, people started celebrating Christmas long before Icelanders.

SONUR SÓLGUÐSINS Austur-Slavar, forfeður Úkraínumanna, héldu jól í Kænugarði um miðbik fyrsta árþúsundsins. Ingólfur Arnarson, fyrsti landnáms­ maðurinn á Íslandi, kom til Íslands 400 árum síðar. Jólin voru aðalhátíð Austur-Slava og þeir héldu 25. desember hátíðlegan eins og mörg lönd gera nú. Það er þó eitt sem greinir Austur-Slava frá öðrum: Þeirra hátíðahöld snerust um að halda upp á afmæli sonar sólarguðsins, þeirra æðsta guðs. Trúarbrögð Austur-Slava voru heiðin, en samkvæmt þeim var birtingarmynd skammdegisins gríðarstóri drekinn Korotun, sem át sólina í aðdraganda vetrarsólstaða. Þannig útskýrðu trúarbrögðin þessa þrjá dimmustu daga eftir vetrarsólstöður, þá skemmstu í árinu. Goðsögnin greinir einnig frá því hvernig Kolyada, eiginkona sólarguðsins, varð ófrísk af syni sólarguðsins, hinni nýju sól. Til þess að vernda eiginkonu sína og ófætt barn breytti sólguðinn Kolyödu í geit og faldi hana í helli, og kom þannig í veg fyrir að drekinn æti hana. Í öryggi hellisins fæddi Kolyada soninn og eftir það urðu dagarnir aftur lengri og bjartari.

SON OF THE SUN GOD East Slavs, the ancestors of modern Ukrainians, celebrated Christ­mas in Kyiv around the middle of the first millennia. Ingólfur Arnarson, the first settler in Iceland, arrived there some 400 years later. Christmas was the main celebration of the East Slavs and they held festivities on December 25th as many countries do today. One factor however distinguishes East Slavs from others: their festivi­ ties centered around celebrating the birth of the son of the sun god, their highest deity. The East Slavs’ religion was pagan, according to which the embodiment of the darkness of the shortest days was the gigantic dragon Korotun, who ate the sun leading up to the winter solstice. In this way their religion explained the three darkest days of the year right after the winter solstice. The legend also tells the story of how Kolyada, the sun god’s wife, fell pregnant with the son of the sun god, the new sun. In order to protect his wife and unborn child, the sun god transformed his wife into a goat and hid her in a cave and thereby prevented her from getting eaten by the dragon. In the safety of the cave Kolyada birthed her son, thereafter the days became longer and brighter.

JÓLALÖG Á okkar dögum eru úkraínsk jólalög tileinkuð fæðingu Jesú Krists kölluð kolyadkum (nf. et. kolyadka). Menn sem syngja kolyadkur eru   THE STUDENT PAPER

57


Grein / Article

Þýðing / Translation

kölluð kolyadúvalnikar (nf. et. kolyadúvalnik). Flestir núverandi kolyadúvalnikar vegsama ekki Jesú. Þeir fara heim til fólks, syngja kolyadkur og biðja um peninga. Þetta er frægasta kolyadkan:

CHRISTMAS CAROLS Nowadays, Ukrainian Christmas carols dedicated to the birth of Jesus Christ are called kolyadka. Men who sing the kolyadkas are called kolyadúvalnik. Most modern kolyadúvalniks do not revere Jesus. They knock on people’s doors, sing kolyadkas and ask for money. This is the most famous kolyadka:

Kolyad, kolyad, kolyadnisía Brauð með hunangi er mjög gott. Brauð er ekki jafn gott án hunangs. Gefðu mér herra pjatak¹. Pjatak er ekki nóg, Gefðu mér pappírsrúblu¹. En rúblan er með þrjár holur Gefðu mér fimm rúblur.

Þessi siður kolyadúvalnikanna virðist kannski eins og „grikk eða gott“ en þeir eru í raun að biðja um peninga. Þeir hafa ekki áhuga á brauði með hunangi. Einnig biðja kolyadúvalnikar oft um vodka í lögunum sínum. Til heiðurs fæðingu Jesú fara menn heim til fólks og að biðja um peninga eða vodka, eða hvort tveggja. Það er ekta úkraínskt. Menningarhneigðari kolyadúvalnikar, þó þeir séu ekki margir, biðja hvorki um vodka né peninga. Söngvar þeirra einkennast af hefðbundnum boðskap til eigenda húsanna um fæðingu Jesú. Ein svoleiðis kolyadka hefst á eftirfarandi orðum: Gott kvöld til þín, húsbóndi! Fagnaðu! Fagnaðu, heimur! Sonur Guðs fæddist!

Það kann að virðast einkennilegt, en heiðin lög sem vegsama son sólarguðsins eru einnig kölluð kolyadkur. Heitið kemur frá nafni Kolyödu, eiginkonu sólguðsins; kolyadka er lag sem vegsamar Kolyödu og son hennar. Rökrétt, er það ekki? Kristnir menn áttu hins vegar enga Kolyödu. Þess vegna syngja þeir fyrir kristinn Guð lögin, sem voru samin til að vegsama heiðinn guð, einn helsta óvin hins kristna Guðs, og kalla þau nafni heiðna guðsins. Dálítið eins og að kalla sálma „Ave Satana“. BARNABARN RAGNARS LOÐBRÓKAR Fyrstu tengsl Úkraínu og Íslands birtast í sögu sem hófst um fyrir þúsund árum, þegar herskár víkingur, Oleg eða Helgi að nafni, lagði undir sig flesta austurslavnesku ættbálkana og stofnaði hið víðfeðma ríki Rús-Kænugarð (e. Rus-Kyjiv) með höfuðborg í Kænugarði, sem nú er höfuðborg Úkraínu. Höfuðbardagi Olegs og vendipunktur í sögu hans var hernám Kænugarðs og morðið á Askold, þáverandi konungi Kænugarðs, árið 882. Askold var líka víkingur en Olof von Dalin, sænskur sagn­fræðingur sem var uppi á 18. öld, taldi víst að Askold væri Asleik Björnson, barnabarn Ragnars Loðbrókar. Samkvæmt þessari útgáfu var Oleg Helgi, sonur íslenska land­námsmannsins Ketils Þorkelssonar, sem er betur þekktur sem Ketill Hængur.² Sonur Ketils Hængs á þannig að hafa drepið barnabarn Ragnars Loðbrókar til að verða konungur í Kænugarði. Oleg var heiðinn og söng ef til vill kolyadka-söngva á afmælis­ degi sonar sólarguðsins. HEILAGUR NAUÐGARI 100 árum eftir valdatíð Olegs myrti Volodymyr, hinn heiðni konungur Rús-Kænugarðs, þúsundir samlanda sinna til þess að breyta þjóðar­ trúnni úr heiðni í kristni. Kirkjuyfirvöld landsins tóku hann síðar í dýr­lingatölu vegna þessa. Það var þó ekkert heilagt við líf Volodymyrs. Fyrir utan blóðuga innreið kristninnar, drap hann eldri bróður sinn á viðurstyggilegan hátt til að stela hásæti Kænugarðs frá honum. Einnig nauðgaði hann þungaðri eiginkonu bróður síns og Rognedu, prinsessu Palteskju (Polotsk), og neyddi foreldra hennar og bræður til að fylgjast með áður en hann tók þau svo af lífi. Heiðni hafði verið til staðar svo lengi að fólk, jafnvel þó að það ætti á hættu að verða drepið, hélt áfram að fylgja sínum heiðnu helgi­  THE STUDENT PAPER

STÚDENTABLAÐIÐ

Kolyad, kolyad, kolyadnisía Bread with honey is very good. Bread is not as good without honey Give me pjatak¹ sir. Pjatak is not enough, Give me a paper rouble¹ But the ruble has three holes Give me five roubles.

This tradition may be a little reminiscent of ‘trick or treating’ but they are really asking for money. They do not care for bread with honey. Kolyadúvealniks often ask for vodka in their songs. To hon­our the birth of Jesus, men go from door to door to ask for money or vodka, or both. That is authentically Ukrainian. More culturally inclined kolyadúvalniks, though few in num­ber, ask neither for money nor vodka. Their songs are defined by traditional celebration for the birth of Christ to the homeowners they sing to. One such kolyadka starts with the words: Good evening to you, sir! Rejoice! Rejoice, world! The son of God was born!

It may seem strange but pagan songs that venerate the son of the sun god are also called kolyadkas. The carols are named after Kolyada, the sun god’s wife, and so kolyadkas are songs revering Kolyada and her son. Logical, is it not? Christians did not have any Kolyada however. Therefore, they now sing the Christian God songs named after pagan legends and originally sung to glorify a pagan god, the Christian God’s main enemies. A bit akin to calling psalms something like “Ave Santana.” RAGNAR LODBROK’S GRANDCHILD The first connection between Ukraine and Iceland appears in a story beginning over a thousand years ago when a militant viking by the name of Oleg or Helgi, seized control of most of the East Slavic tribes and established the large state of Kievan Rus with Kyiv as its capital city, which is still the capital of Ukraine today. Oleg’s major battle, and the turning point in his story, was his conquest of Kyiv and the murder of Askold, the king of Kyiv, in the year 882. Askold was also a viking and Olof Von Dalin, a Swedish historian from the 18th century, was certain that Askold was Asleik Björnson, the grandchild of Ragnar Lodbrok. According to this version of events, Oleg/Helgi was the son of the Icelandic settler Ketill Þorkelsson, better known as Ketill Hængur. Thus, the son of Ketill Hængur is supposed to have killed the grandchild of Ragnar Lodbrok in order to become king of Kyiv. Oleg was pagan and may well have sung kolyadka carols on the birthday of the sun god’s child. A HOLY RAPIST A century after Oleg’s rule, Volodymyr, the pagan king of Kievan Rus, murdered thousands of his own citizens to convert the na­tional religion from paganism to Christianity. The religious establishment in the country later made him a saint. There was nothing saintly about Volodymyr’s life, however. Aside from the bloody debut of Christianity, he killed his elder brother in an abhorrent manner to claim the throne of Kyiv for him­self. He also raped his brother’s pregnant wife, along with Rogneda,

58


Grein / Article

Þýðing / Translation

siðum. Kirkjuyfirvöld sáu að ómögulegt væri að losna við heiðnu siðina að fullu og beittu því lymskubrögðum til þess að fá sínu fram­gengt. Þau byrjuðu meðal annars að halda upp á kristna helgidaga á sömu dögum og heiðnar hátíðir. Þannig kom fæðing Jesú í stað afmælis sonar sólarguðsins og þess vegna hefur söngur heiðinna kolyadka um jólin lifað fram til okkar daga.

the princess of Polotsk, while forcing her parents and brothers to watch before murdering them. Paganism had been practiced for so long that people kept following their own holy traditions despite the threat of death. The church realised it would be impossible to be rid of the pagan traditions completely, so they used underhanded manoeuvres to push their agenda. They co-opted pagan holidays to celebrate Christian events instead. The birth of Jesus then replaced the birth of the sun god’s son, and this is why kolyadkas are still sung for Christmas to this day.

MATUR FYRIR LÁTNA Sú hefð að elda heiðinn hátíðarrétt um jólin, kútíu, hefur einnig varð­veist. Kútía er soðið hveitikorn með hunangi og valmúafræjum. Í dag er kútía talin hefðbundinn, kristinn hátíðarréttur um jólin. Heiðingjarnir trúðu því að látnir ættingjar vitjuðu þeirra á að­faranótt jóladags og skildu eftir kútíu og skeiðar áður en farið væri í háttinn, svo að hinir framliðnu gestir gætu borðað. Kristnir trúa því ekki að látnir ættingjar komi í heimsókn um jólin en jafnvel 1000 árum eftir að Úkraína varð kristið land halda Úkraínumenn enn í þann sið að fæða hina látnu og heiðra heiðnar hefðir. Það helsta sem hefur glatast með kristnitöku er hinn eiginlegi dagur hátíðarinnar. Flestir Úkraínumenn halda nefnilega jól 7. janúar en ekki 25. desember. TVENN JÓL Þrátt fyrir að austur-slavnesk kristni hafi átt uppruna sinn á þessum stöðum við Kænugarð fyrir meira en 1000 árum síðan, hafa íbúar Úkraínu verið hernumdir af Moskvulandi, rússneska heimsveldinu og sovéskum kommúnistum síðustu 500 árin. Þess vegna var (þar til nýlega) hin opinbera ríkistrú Úkraínu rússneska rétttrúnaðarkirkjan (RRK). Allar úkraínskar kirkjur voru undir stjórn Moskvu. RRK starfar enn samkvæmt júlíanska tímatalinu, en notkun þess var hætt fyrir 300-400 árum síðan af flestum löndum heimsins vegna ófullkomleika þess. 25. desember í júlíönsku tímatali er 7. janúar í því gregoríska, en eftir því lifir stór hluti mannkynsins. Flestir Úkraínu­ menn vita ekki af þessum blæbrigðum og skilja ekki hvers vegna út­lendingar halda jól 25. desember. Þeir skilja ekki að þeir halda líka jól 25. desember, bara samkvæmt júlíanska tímatalinu. Hin nýja úkraínska rétttrúnaðarkirkja, sem hafði verið óform­ lega virk síðustu þrjá áratugi en var formlega viðurkennd árið 2018, hefur ekki sett það á oddinn að taka upp gregóríska tímatalið í stað þess júlíanska en meðal breytinganna sem það hefði í skauti sér væri að jólahald færðist til 25. desember. Líkt og uppi var á teningnum þegar heiðingar tóku upp kristni fyrir um þúsund árum síðan, gæti reynst erfitt að fá fólk til að taka upp nýja siði. Sú “litla” breyting að færa jólin til gæti tekið áratugi og á þeim tíma, og jafnvel lengur ef illa gengur, munu sóknargjöld renna til RRK. Flestar úkraínskar kirkjur eru enn í eigu hennar og því er uppi sú staða að ef Úkraínumenn geta ekki sótt jólamessu í úkraínskum kirkjum, sækja þeir rússneskar kirkjur og styðja þær um leið með fjármagni og aðsókn. Jól eru, og skulu haldin, 7. janúar í Úkraínu. 1  Talmálsnöfn sumra mynta og seðla 2  Úkraína á ekki sína eigin Íslendingabók. Þess vegna þekkja margir Úkraínumenn ekki rætur sínar lengra aftur en að langafa sínum.

STÚDENTABLAÐIÐ

FOOD FOR THE DEAD The tradition of cooking the pagan holiday food, kutia, for Christ­ mas has also been preserved. Kutia is boiled wheat with honey and poppyseeds. Today, kutia is seen as traditional Christian Christmas food. The pagans believed that their deceased loved ones would visit them on Christmas eve. They would leave out kutia and spoons for their loved ones, so they could get a bite to eat. Christians don’t believe in the dead coming to greet them before Christmas, but even a thousand years after the country converted to Christianity, Ukrainians still partake in the pagan tradition of feeding their lost loved ones. The main part of the celebration that has been lost with Chris­tianity is the day of celebration. Most Ukrainians celebrate Christ­mas on the 7th of January instead of the 25th of December. DOUBLE CHRISTMAS Even though East Slavic Christianity has its origin in and around Kyiv, more than 1000 years ago, the population of Ukraine has been occupied by the Tsardom of Muscovy, the Russian empire and so­viet communism for the last 500 years. Therefore, until recently, the official national religion of Ukraine was the Russian Orthodox Church (ROC). All Ukrainian churches were under Moscow’s control. ROC still works according to the Julian calendar, even though it has not been used in most of the world for the last 300-400 years due to its inaccuracy. The 25th of December in the Julian calendar corresponds to the 7th of January in the Gregorian calendar which most of mankind follow. Most Ukrainians are not aware of this discrepancy and don’t understand why others celebrate Christmas on the 25th of December. They do not know that they also celebrate it on the 25th of December, just in the Julian calendar. The new Ukrainian Orthodox Church, which had been unoffi­cially active for the past three decades but was officially recognised in 2018, has not emphasised changing the calendar to the Gregorian one which would change the date of Christmas celebrations to the 25th of December. Just as when Christianity took the place of paganism a thou­sand years ago, it could be difficult to make people pick up new traditions. The ‘small’ change of moving Christmas from one day to another could take decades and in that time the parish fees would run to the ROC. Most churches in Ukraine are still owned by the ROC, so if Ukrainians cannot attend Christmas mass in Ukrainian churches, they will attend in the Russian churches and support them with funds and attendance. Christmas is and should be celebrated on the 7th of January in Ukraine. 1  Colloquial terms for money

THE STUDENT PAPER

59


Grein / Article

Snædís Björnsdóttir

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

Hjarta í miðju háskólasamfélagsins Viðtal við Óttarr Proppé um Bóksölu stúdenta Heart in the Center of the University Community Interview with Óttarr Proppé about Student Book Sales Saga Bóksölu Stúdenta hófst í lítilli kompu í kjallara Aðalbyggingarinnar og hún hefur nú verið starfrækt í yfir 50 ár. Lengst af var Bóksalan til húsa í Stapa en flutti síðan yfir á Háskólatorg þegar það var opnað í lok ársins 2007. Stúdentablaðið ræddi við Óttarr Proppé verslunar­ stjóra um sögu Bóksölunnar og sérstöðu hennar. „Þegar háskólatorg opnaði varð það einhvern vegin að hjarta í miðju háskólasvæðisins og um leið háskólakúltúrsins,“ segir Óttarr aðspurður um núverandi staðsetningu Bóksölunnar. Með háskólatorgi hafi orðið til ákveðin miðja sem tengir allar byggingar háskólans og fræðasviðin saman. „Bóksalan tekur það mjög alvarlega að vera hluti af þessu hjarta en ekki bara búð með nauðsynjavörur, þó að þær eigum við auðvitað líka til.“ Óttarr segir að það hafi verið mikill missir þegar covid-far­ aldurinn byrjaði og háskólasvæðinu var lokað. „Þá störðum við bara út í tómið.“ STÆRSTI SMÁSALI LANDSINS ÞEGAR KEMUR AÐ EYRNATÖPPUM Í Bóksölunni er ekki einungis að finna bækur og ritföng heldur kennir þar ýmissa grasa og má meðal annars finna tíðavörur, tannbursta, ritföng, eyrnatappa og öngla til að hengja upp myndir á Stúdenta­ görðunum. Háskólasamfélagið nær, eins og Óttarr bendir á, nefnilega utan um miklu meira en bara námið. Háskólinn teygi þar að auki anga sína víða og þjónusta Bóksölunnar nær oft langt út fyrir svæði hans. „Það kemur mér alltaf á óvart hvað maður hittir marga úr ólíkum kimum samfélagsins sem leggja leið sína á Háskólatorg.“ Starf Bók­sölunnar getur því verið ansi fjölbreytt og oft kemur á óvart hvaða vörur seljast mest hjá þeim. „Ég veit ekki hvort það er satt eða ekki, en ég heyrði því einhvers staðar fleygt að Bóksalan væri einn stærsti smásali landsins þegar kemur að eyrnatöppum,“ segir Óttarr.

THE STUDENT PAPER

The history of the Student Bookstore began in a small shed in the basement of the Main Building and has now been in operation for over 50 years. For the longest time, Bóksalan was housed in Stapi but then moved to Háskólatorg when it opened at the end of 2007. Stúdentablaðið talked to Óttarr Proppé, store manager, about the history of Bóksalan and its uniqueness. “When the university square opened, it somehow became a heart in the middle of the campus and at the same time the university culture,” says Óttarr when asked about the current location of Bóksalan. With Háskóla­ torg, a certain center has been created that connects all the univer­sity buildings and the fields of study together. “The bookstore takes it very seriously to be a part of this heart and not just a shop with necessities, although of course we also have them.” Óttarr says that it was a great loss when the covid epidemic began and the campus was closed. “Then we just stare into the void.” THE COUNTRY’S LARGEST RETAILER WHEN IT COMES TO EARPLUGS In Bóksalan you can not only find books and stationery, but also teaches various herbs and you can find menstrual products, tooth­brushes, stationery, earplugs and hooks to hang pictures on the student parks. The university community, as Óttarr points out, covers much more than just the studies. In addition, the university stretches its wings widely and Bóksalan’s services often extend far beyond the university campus. “It always surprises me how you meet many people from different walks of life who make their way to Háskólatorg.” Bóksalan’s work can therefore be quite varied and it is often surprising which products sell best with them. “I do not know if this is true or not, but I heard somewhere that Bóksalan is one of the largest retailers in the country when it comes to ear­plugs,” says Óttarr.

60


STÚDENTABLAÐIÐ

FROM THE MINISTER OF HEALTH TO A BOOKSELLER Óttarr Proppé started working as a bookseller for Almenna bóka­félagið before he turned 20 and worked as a bookseller for twenty years, mostly at Mál og menning, before turning to politics and serving as Minister of Health. He unexpectedly returned to the book business when he started working at Bóksalan in 2008 and found it a fascinating idea to participate in the university com­ munity in this way. I ask Óttarr what is the best thing about working as a book­ seller. “Books are such a living thing. There are always new books and new trends coming and no two days are the same. It just has to be said at the moment that books attract fun and interesting people.” I ask Óttarr more about this. “Yes, there was one book­ seller I once heard say that the book business is usually just about meeting fun people. Not many jerks.” Sometimes there are unexpected events in the Bookstore, such as when it was closed due to covid or when the flood happened last winter. “When we thought covid was finally coming to an end, the flood came. We were called in the middle of the night and we ex­pected all the books here to be wet and damaged, but it escaped better than we expected.” No serious damage was done to Bóksalan during the flood, but they did get water in the warehouse. with him but it did not cause much harm. “We were a little worried, though, because there are two things that go very badly together, water and books.” Sometimes they also get unexpected questions that they have to answer: “You never know what unexpected question you will get. But we always do our best to solve them, and we also like it when inquiries are a bit complicated and difficult.”

ALLTAF MEÐ LOFTNETIN ÚTI Ég spyr Óttarr hvernig þær bækur sem ekki er námsefni eða fræðiefni er valið inn í Bóksöluna. „Það kæmi mér ekki á óvart ef upp undir helmingurinn af titlafjöldanum í búðinni væru bækur sem ekki eru tengdar ákveðnum námskeiðum. Við erum með mjög reynslu­ mikla innkaupamenn, sum hafa verið hérna áratugum saman, og erum líka í nánu sambandi við útgefendur. Svo erum við alltaf með loftnetin uppi og reynum að fylgjast með því hvað er í umræðunni og hverju fólk gæti haft áhuga á. En þetta er alltaf svolítil tilrauna­ mennska.“ Þau reyni eftir megni að þjónusta háskólaumhverfið, bæði nemendur og kennara og aðra starfsmenn háskólans. Að sumu leyti

ALWAYS WITH THE ANTENNAS OUTSIDE I ask Óttarr how the books that are not study material or academic material are selected in the Bookstore. “It would not surprise me if less than half of the number of titles in the shop were books that are not related to certain courses. We have very experienced buyers, some of whom have been here for decades, and we are also in close contact with publishers. Then we always have the antennas up and try to keep track of what is in the discussion and what people might be interested in. But this is always a bit of experimentation.” They try their best to serve the university environment, both students and teachers and other university staff. In some ways, they are also

Myndir / Photos

Sædís Harpa

FRÁ HEILBRIGÐISRÁÐHERRA TIL BÓKSALA Óttarr Proppé hóf störf sem bóksali hjá Almenna bókafélaginu áður en hann varð tvítugur og starfaði sem bóksali í tuttugu ár, lengst af hjá Máli og menningu, áður en hann sneri sér að stjórnmálum og gegndi meðal annars starfi heilbrigðisráðherra. Hann kom óvænt aftur inn í bókabransann þegar hann byrjaði að vinna í Bóksölunni árið 2018 og fannst heillandi tilhugsun að taka þátt í háskólasam­ félaginu með þessum hætti. Ég spyr Óttarr hvað sé það besta við starfið sem bóksali. „Bækur eru svo lifandi hlutir. Það eru alltaf að koma nýjar bækur og ný „trend“ og engir tveir dagar eru eins. Svo verður bara að segja eins og er að bækur draga að sér skemmtilegt og athyglisvert fólk.“ Ég spyr Óttarr nánar út í þetta. „Já, það var einn bóksali sem ég heyrði eitt sinn orða það svoleiðis að bókabransinn væri yfirleitt þannig að maður hitti bara skemmtilegt fólk. Lítið um skíthæla.“ Stundum koma upp óvæntar uppákomur í Bóksölunni eins og þegar henni var lokað vegna covid eða þegar flóðið varð síðasta vetur. „Þegar við héldum að covid væri loksins að verða búið þá kom flóðið. Það var hringt í okkur um miðja nótt og við áttum von á því að allar bækurnar hér væru blautar og skemmdar en það slapp nú betur en á horfðist hjá okkur.“ Engar alvarlegar skemmdir urðu á Bók­sölunni í flóðinu, þau fengu þó vatn inn á lagerinn hjá sér en það olli ekki miklum skaða. „Við höfðum þó svolitlar áhyggjur því þetta er tvennt sem fer afar illa saman, vatn og bækur.“ Stundum fá þau líka óvæntar fyrirspurnir sem þau þurfa að bregðast við. „Maður veit aldrei hvaða óvæntu fyrirspurn maður fær upp í hendurnar. En við gerum alltaf okkar besta til að leysa úr þeim, og okkur finnst líka gaman þegar fyrirspurnir eru dálítið flóknar og erfiðar.“

THE STUDENT PAPER

61


STÚDENTABLAÐIÐ

séu þau líka hverfisbókabúð háskólasvæðisins og Vesturbæjarins. „Það eru auðvitað einhverjar þúsundir sem búa hér og háskólasvæðið sjálft er eins og meðalstórt þorp.“ Bóksalan sé þar að auki hálfgerð forlagsbúð fyrir Háskólaútgáfuna. „Við reynum að eiga alltaf bækur sem gefnar eru út hjá Háskólaútgáfunni til hjá okkur, jafnvel þó að það séu eldri bækur.“ Sölutölurnar komi stundum á óvart. „Bækur sem eru metsölubækur hjá okkur þykja kannski stundum dálítið sér­viskulegar en seljast þó oft miklu betur heldur en metsölubækur í öðrum bókabúðum.“ HVAÐ GERIR GÓÐA BÓKABÚÐ? Árið 2019 var Bóksala stúdenta útnefnd besta bókabúð Reykjavíkur hjá Reykjavík Grapevine. Ég spyr Óttarr hvað geri góða bókabúð að hans mati. „Ég er þeirrar skoðunar að bókabúð sé ekki bara verslun með vörur, þó hún þurfi auðvitað að vera með réttu bækurnar og nóg af þeim og geta afgreitt þær, heldur eigi hún líka að vera staður þar sem að fólki líður vel.“ Bókakaffið sem staðsett er í Bóksölunni gegni meðal annars þessum tilgangi og margir fastakúnnar komi þangað á hverjum degi til að fá sér kaffibolla. Það sem geri bókabúð skemmti­lega sé að það komi stöðugt nýjar bækur inn í búðina og nýir og spennandi titlar. „Fyrir mér er góð bókabúð hreinlega bókabúð sem maður getur komið í á hverjum degi eða í hverri viku og upplifað eitthvað nýtt í hvert skipti.“ VERSLUNARMAÐUR, SÁLFRÆÐINGUR & STJÖRNUSPEKINGUR Í SENN Nú berst talið að jólunum sem nálgast óðum og jólabókaflóðinu sem þegar er hafið. „Við reynum að fá inn flestar þær bækur sem gefnar eru út fyrir jólin og af því að við erum námsbókabúð erum við með lægri álagningu en gengur og gerist þannig að við bjóðum upp á afar samkeppnishæf verð. Svo bjóðum við líka upp á innpökkun og erum alltaf á svæðinu til að aðstoða fólk við að velja jólagjafir.“ Metsölu­ listinn þeirra fyrir jólin sé oft frekar mikið á skjön við almenna met­sölulista. „Það er dálítið gaman að því. Bækur sem eru tengdar há­skólasvæðinu og fræðunum seljast vel hjá okkur og eru því ofarlega á metsölulistanum. Síðustu árin hafi orðið algjör sprenging í sölu á ljóðabókum og smásögum. „Það segir örugglega mikið um ákveðin „trend“ hjá yngri lesendum og háskólanemendum. Við reynum auð­vitað að svara þessu eins og hægt er og eiga alltaf til nýjar ljóða­ bækur. Við höfum líka alltaf voða gaman af því að taka þátt í sér­ viskunni með okkar kúnnum.“ Jólabókaflóðið segir Óttarr vera einstakt. „Það eru mjög fá samfélög þar sem að bækur og bókmenntir verða svona almanna­ áhugaefni í öllu samfélaginu í tvo mánuði eins og hér. Og það er náttúrulega algjör draumur fyrir bóksala að vera í því umhverfi.“ Það geti þó reynst snúið að finna réttu jólabókina fyrir kúnna. „Það sem mér finnst alltaf mjög gaman við að vinna í bóksölu er að hver bók er svo persónuleg. Hún er aldrei bara vara eða síður með fullt af upplýsingum því lesandinn bætir alltaf ímyndunarafli sínu og reynsluheimi við hana. Þannig verður hún partur af honum. Svo er bókin alltaf öðruvísi þegar maður les hana aftur. Hún breytist með hverjum lesanda.“ Það skiptir því máli að væntanlegur lesandi sé með bók í höndunum sem hentar honum. „Oft þarf bóksalinn að vera hálfgerð samblanda af verslunarmanni, sálfræðingi og stjörnu­ spekingi, maður reynir að taka kúnnan út og ímynda sér hvað það er sem viðkomandi myndi vilja lesa.“

THE STUDENT PAPER

the district bookstore of the university campus and Vesturbær. “Of course, there are some thousands who live here and the campus itself is like a medium-sized village.” “We always try to have books published by Háskólaútgáfan with us, even if they are older books.” The sales figures are sometimes surprising. “Books that are our best-selling books may sometimes be considered a bit peculiar, but often sell much better than best-selling books in other bookstores.” WHAT MAKES A GOOD BOOKSTORE? In 2019, Bóksala stúdenta was named Reykjavík’s best bookstore by Reykjavík Grapevine. I ask Óttarr what makes a good bookstore in his opinion. “I am of the opinion that a bookstore is not just a store with goods, although of course it needs to v have the right books and plenty of them and can handle them, but it should also be a place where people feel comfortable. “The book café located in Bóksalan serves this purpose, among other things, and many regular customers come there every day to get sees a cup of coffee. What makes a bookstore fun is that new books and new and ex­citing titles are constantly coming into the store. “For me, a good bookstore is a bookstore that you can come to every day or every week and experience something new every time.” TRADESMAN, PSYCHOLOGIST & ASTROLOGER Now we are talking about the Christmas approaching and the flood of Christmas books that has already begun. “We try to get in most of the books that are published before Christmas and because we are a textbook shop, we have a lower mark-up than is currently the case, so we offer very competitive prices. We also offer wrapping and we are always in the area to help people choose Christmas gifts.” Their bestseller list for Christmas is often quite at odds with the general bestseller list. “It’s a bit fun. Books related to the campus and the sciences sell well with us and are therefore high on the bestseller list.” In recent years, there has been a real explosion in the sale of poetry books and short stories. “It certainly says a lot about certain ‘trends’ among younger readers and university stu­dents. Of course we try to answer this as much as possible and always have new books of poetry. We also always enjoy partici­ pating in the specialty with our customers.” The Christmas book flood says Óttarr is unique. “There are very few societies where books and literature become such a public interest in the whole society for two months as here. And it is, of course, a dream come true for a bookseller to be in that environ­ ment.” However, finding the right Christmas book for customers can be a challenge. “What I always really enjoy about working in book sales is that each book is so personal. It is never just a product or pages with a lot of information because the reader always adds his imagination and world of experience to it. That’s how it be­comes a part of him. So the book is always different when you read it again. It changes with each reader.” It is important that the prospective reader has a book in his hands that suits him. “Often the bookstore has to be a kind of combination of a shopkeeper, a psychologist and an astrologer, you try to take the customer out and imagine what it is that the person in question would want to read.”

62


Dreifðu greiðslum 10. nóv – 24. des og þú gætir unnið iPhone 13 Pro


Grein / Article

Anna María Björnsdóttir & Snædís Björnsdóttir

STÚDENTABLAÐIÐ

Anna og Snædís kynna leikárið 2021-2022 Anna and Snædís Present the Theatre Year 2021-2022 Í leikhúsinu má alltaf finna sér eitthvað við hæfi, hvort sem það er á dimmum vetrarkvöldum eða björtum vordögum. Í ár geta leikhús­ gestir séð sínar uppáhalds bækur lifna við á sviði, hlegið og grátið með þekktum sögupersónum og velt fyrir sér stóru spurningunum. Fjallað verður um heimsendi, menningaráresktra, kynlífshjálpar­ bækur, heitar ástir, fjölskyldubönd og svo miklu meira! Við kynnum því hér með þær sýningar sem við erum spenntastar fyrir að sjá á komandi leikári, með krossaða fingur! BORGARLEIKHÚSIÐ Ein komst undan – frumsýnd í janúar Á ljúfu síðdegi sitja fjórar nágrannakonur saman í bakgarði einnar þeirra og sötra te. Hvað gæti farið úrskeiðis? Allt, ef marka má leikrit Caryl Churchill (f. 1938), Ein komst undan, sem sett verður á fjalirnar í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur næstkomandi janúar. Hvers­ dags­legt teboð rennur saman við hörmungar og náttúruhamfarir og skyndilega er heimsendir yfirvofandi. Og þó – er eitthvað sem fær stöðvað fjórar eldri vinkonur? Í þessu magnaða verki sameina fjórar af ástsælustu leikkonum þjóðarinnar krafta sína, þær Edda Björgvins­dóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Ákadóttir og Margrét Guðmunds­dóttir.

Tu jest za drago eða Úff hvað allt er dýrt hérna – frumsýnd í febrúar Leikhópurinn PóliS setur hér á svið leikandi létta sýningu um ungt par sem kemur til Íslands til þess að vinna og safna peningum fyrir brúð­kaup sitt heima í Póllandi. Á ferðalaginu lendir það í ýmsum ævin­ týrum og hittir fyrir alls konar furðufugla. Úr verður stórfyndið leikrit um samskipti þessara tveggja vinaþjóða og menningarárekstrana og fyndnu augnablikin sem oft fylgja þeim. Sýningin fer öll fram á pólsku en fyrir íslensku- og enskumælandi áhorfendur verður textun í boði.

Umbúðalaust – frumsýningar frá desember til maí Ýmsir sviðslistahópar stíga á svið í Borgarleikhúsinu og fjalla um­búða­laust um sjóðandi heit málefni á borð við pýramídasvindl, markaðsvæðingu femínisma, kynlífshjálparbækur, mjúka karl­ mennsku og kósíheit auk þess að velta því fyrir sér hvað leynist í geymslum landsins. Á vísum stað – frumsýning í desember How to Make Love to a Man – frumsýning í mars 2022 Femcom – frumsýning í maí 2022 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Framúrskarandi vinkona – frumsýnd í desember Gestir Þjóðleikhússins geta átt von á alvöru ítalskri leikhúsveislu þar sem öllu verður tjaldað til við sviðsetningu á hinum skarpgreindu vinkonum, Lilu og Elenu, sem hafa farið sigurför um heiminn. Lila og Elena alast upp í fátækrahverfi í Napólí á sjötta áratugnum og þurfa að beita öllum brögðum til þess að komast af, brjótast til mennta og berjast fyrir betra lífi í harkalegu umhverfi. Þetta er saga um flókna vináttu, heitar ástir, afbrýðisemi, sárar fórnir, æðruleysi og ör­væntingu í heimi þar sem ofbeldi ræður ríkjum og réttur kvenna   THE STUDENT PAPER

You can always find something appropriate in the theater, whether it be on dark winters evenings or bright spring days. This year theater goers can see their favourite books spring to life on the stage, laugh and cry with known historical figures and ponder the big questions in life. The end of the world, cultural clashes, sex help books, passinate loves, family ties and so much more will be discussed! We present here the shows that we are most excited for in the next year of theater, fingers crossed! BORGARLEIKHÚSIÐ Ein komst undan (e. One Got Away) – premiers in January On a lovely afternoon four neighbours sit together in one of their backyards and sip tea. What could go wrong? Everything, according to the play by Caryl Churchill (b. 1938), Ein komst undan, will be performed under the direction of Kristín Jóhannesdóttir in the coming January. A casual tea party blends together with calamity and natural disasters, and suddenly the end of the world is immi­ nent. Yet – is there anything that can stop these four old friends? In his magnificent piece, four of the most beloved actresses in Iceland gather their power. Edda Björgvinsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Ákadóttir and Margrét Guðmundsdóttir.

Tu jest za drago (e. It’s Too Expensive Here) – premiers in February The theater group PóliS sets on the stage a light hearted show about a young couple that comes to Iceland to work and save some money for their wedding back in Poland. During their time here they get into all sorts of adventures and meet strange characters. The result is a hilarious play about the interaction between the friend nations and the cultural clashes and the funny moments that often come with them. The show is performed in polish but for icelandic and english speaking viewers there will be subtitles available. Umbúðalaust (e. Packaging Free) – premiers from December until May A variety of performance art groups with step onstage in Borgar­ leik­hús to talk about, uncensored, piping hot subjects like pyramid schemes, feminist marketing, sex help books, soft masculinity and cosiness whilst also wondering what is being kept in the storage spaces of Iceland. Á vísum stað (e. In a Certain Place) – premieres in December How to Make Love to a Man – premiers in march 2022 Femcom – premieres May 2022 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Framúrskarandi vinkona (e. Outstanding Friend) – premiers in December Guests of the Þjóðleikhúsið can expect a real Italian theatre party where everything will be pulled out for the staging of the tempera­ mental friends, Lila and Elena, who have travelled the world. They grow up in a poverty-ridden neighbourhood in Napoli in the 60s and need to pull out all the stops to survive, become educated and fight for a better life in a rough neighbourhood. This is a story about a complicated friendship, passionate love, jealousy, bitter sacrifices, fortitude and despair in a world where violence is the ruler and the rights of women are scarcely respected. A true masterpiece with many of the foremost actresses of Iceland.

64


Þýðing / Translation Þula Guðrún Árnadóttir

Myndir / Photos

er lítilsvirtur. Stórkölluð stórsýning með mörgum af fremstu leikkonum landsins.

Sem á himni (e. As in the Sky) – premiers in April Here is a charming musical that tugs on all of your emotional strings with beautiful music and colourful characters. The play takes its stage in the countryside, where everyone knows every­one, both their sorrows and joys. A world-famous conductor at the peak of his career unexpectedly makes his home in the town and the townsfolk decide to have him conduct the church choir. The man carries painful secrets and wants to reduce chaos in the world, but when the music starts playing again in the village things start to loosen up and many things take an unexpected turn. The story is endearing and deals with the true treasures of life, friendships and love.

Sem á himni – frumsýnd í apríl Hér á ferð er heillandi söngleikur sem leikur á allan tilfinningaskalann með ægifagurri tónlist og litríkum persónum. Verkið gerist í litlu sam­félagi á landsbyggðinni þar sem allir þekkja alla, jafnt gleði þeirra og sorgir. Heimsfrægur hljómsveitarstjóri á hátindi ferils síns sest óvænt að í þorpinu og bæjarbúar ákveða að fá hann til að stýra kirkjukórnum. Maðurinn á sér sársaukaþrungin leyndarmál og vill reyna að draga úr skarkala heimsins, en þegar tónlistin fer að óma af nýjum og áður óþekktum krafti í litla samfélaginu byrjar að losna um margt og lífið tekur óvænta stefnu. Sagan er hrífandi og fjallar um hin sönnu verðmæti í lífinu, gildi vináttunnar og ástina. Jólaboðið – komin í sýningar Áhorfendum er boðið að gægjast inn í stofu hjá íslenskri fjölskyldu á aðfangadagskvöld, reglulega, á einnar aldar tímabili. Sagan hefst árið 1914 þegar Íslendingar eru byrjaðir að stunda togaraútgerð og fyrri heimsstyrjöldin geisar, rafmagn er nýtt á nálinni og spænska veikin er handan við hornið. Umrót heillar aldar afhjúpast þegar fjöl­skyldan kemur saman á jólunum; seinni heimsstyrjöldin, hippatíma­ bilið, tæknivæðing þjóðfélagsins og um leið vandræði fjölskyldunnar við að aðlaga sig breyttum háttum og innbyrðis venjum. Hér er á ferð leikandi sviðsetning íhaldssamrar fjölskyldu sem reynir að berjast gegn framrás tímans.

Borgarleikhúsið, Þjóðleikhúsið & Tjarnarbíó

Jólaboðið (e. The Christmas Party) – in theatres now Viewers are invited to peek into the living room of an Icelandic family on Christmas eve, routinely, over the course of a century. The story begins in 1914 when Icelanders have started to pursue trawling whilst the first world war ravages in Europe, electricity is a new thing and the Spanish flu is just around the corner. The upheaval of an entire century is revealed when the family gathers on Christmas; the second world war, the hippie era, technological advances within society and at the same time the struggle of the family to get accustomed to changing ways and internalised habits. This play displays a conservative family who tries to fight against the progression of time

ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN Það er ýmislegt spennandi á boðstólum í Þjóðleikhúskjallaranum í vetur. Margrét Erla Maack býður upp á Jólasukk í desember og Hádegisleikhúsið heldur áfram að gleðja áhorfendur með ýmsum kræsingum. Jólasukkið með Margréti Maack – frumsýnd í desember Hádegisleikhús – komin í sýningar TJARNARBÍÓ Fíflið – frumsýnd vor 2022 Að hafa völd yfir öðru fólki er vandasamt og þess vegna þurfa allir konungar á hirðfífli að halda, einhverjum sem dregur þá í sundur með háði og gerir völd þeirra hlægileg. Fíflinu leyfist að segja nánast hvað sem er í návist konungsins – svo framarlega sem það er fyndið. Hér segir frá hirðfíflum allra tíma og heimshluta þar sem rýnt er í þetta samband fíflsins og valdsins. Getur fíflið haft raunveruleg áhrif á sögunnar rás og eru fíflið og kóngurinn ef til vill ein og sama persónan þegar allt kemur til alls?

VHS krefst virðingar – komin í sýningar Uppistandshópurinn VHS hefur notið mikilla vinsælda undanfarin misseri og skemmtir nú áhorfendum með nýju uppistandi í Tjarnar­ bíó. En hver eru eiginlega þessi VHS? Og af hverju krefjast þau virðingar? Hópurinn lofar geggjaðri kvöldstund og mögulega ótrú­legasta uppistandi Íslandssögunar … hver veit?

ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN There are many exciting things on offer in Þjóðleikhúskjallarinn this winter. Margrét Erla Maack offers Jólasukk (e. Christmas Filth) in December and Hádegisleikhúsið (e. Lunchtime Theater) continues to cheer viewers with all sorts of antics. Jólasukkið (e. Christmas Filth) with Margréti Maack – premieres in December Hádegisleikhús (e. Lunchtime Theater) – in theatres now TJARNARBÍÓ Fíflið (e. The Idiot) – premiers spring 2022 It is a precarious position to hold power over people and that is why all kings need a fool, someone who can tease apart their kings with humour and make their power laughable. The fool is allowed to say whatever he wants in the presence of the king- as long as it's funny. Here the story of the fool is traced through time and different parts of the world, and the relationship between the fool and power is ex­plored. Can the fool have a true impact on the progression of his­tory and are the king and the fool one and the same person when it comes to it?

VHS Demands Respect – in theatres now The stand-up comedy group VHS has enjoyed much popularity recently and is now entertaining audiences with their new stand up comedy in Tjarnarbíó. But who are these VHS? And why do they demand respect? The group promises a fantastic evening and possibly the best stand up comedy in the history of Iceland… who knows?

THE STUDENT PAPER

65


Grein / Article

Birta Björnsdóttir Kjerúlf

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

Bestu útiklefarnir á höfuðborgarsvæðinu The Best Outdoor Lockers in the Capital Area Desember er genginn í garð og með honum myrkustu dagar ársins. Þessi árstími getur verið strembinn og það getur verið erfitt takast á við stressið sem honum fylgir. Ég býð ykkur hér, kæru lesendur, áhrifamikla leið til að slaka á yfir jólin. Sundferð ein og sér getur gert gríðarlega mikið fyrir geðið en sundferð með viðkomu í útiklefanum er eitthvað allt, allt annað. Þú stendur í köldu lofti og leyfir því að leika um þig. Andar út og horfir á gufuna leysast upp í myrkrinu. Klæðir þig úr, finnur kuldann læðast upp hrygginn og vefur hand­ klæðinu fast um þig. Stígur inn í sturtuklefann, undir berum himni, leyfir vatninu að ylja þér. Tiplar síðan á tánum yfir í heita pottinn, lætur þig sökkva ofan í heitt vatnið. Spennan í vöðvunum og um­fram­hugsanir í hausnum líða úr þér, leka ofan í vatnið og hverfa. Í stutta stund ert þú einungis til í þessu samhengi. Myrkrið, gufan, kalt loftið og þú. Útiklefar eru alltaf góð hugmynd, sama hvert þú ferð í sund, en hér mæli ég sérstaklega með þremur klefum. Þeir hafa allir sína styrkleika og sína galla en eiga það sameiginlegt að vera í sérstöku uppáhaldi hjá mér. ÁRBÆJARLAUG Árbæjarlaug ætti að vera flokkuð sem þjóðargersemi. Hún er falin djúpt í Árbænum (þó ekki mjög vel, strætóleið 5 stoppar stutt hjá) og byggingin sjálf er næg ástæða til að gera sér ferð þangað. Þegar gengið er inn mætti halda að stigið væri inn í hliðstæða veröld gerða úr gleri, vatni og plöntum. Sömu sögu er að segja um útiklefanum, sem er hringlaga og opið er upp í himininn. Í miðju rýminu hefur trjám og runnum verið komið fyrir bak við tvo litla bekki sem hægt er að tylla sér á og leyfa hreinu loftinu að leika um sig. Langur bekkur liggur meðfram endilöngum veggnum á annarri hlið klefans og and­spænis honum er glerveggur sem vísar í inniklefann. Því miður eru engar útisturtur í Árbæjarlaug og því er er nauðsynlegt að ganga í gegnum inniklefann í átt til laugar. Andrúmsloftið í útiklefanum bætir þó margfalt upp fyrir þann galla og ég get því fundið það í mér að fyrirgefa það. Þetta fyrirkomulag býður einnig upp á gott tækifæri fyrir byrjendur eða kuldaskræfur að prófa útiklefa þar sem hlýr inni­klefinn er ekki langt undan ef kuldinn reynist ykkur um megn.

Myndir / Photos

December has stepped in and with it have come the darkest days of the year. This time can be tough, and it can be difficult to deal with all the stress that follows. I invite you here, dear readers, to a survey of effective ways to relax during this Christmas season. A trip to a swimming pool alone can do wonders for the mind, but a trip with a stop in an outdoor locker is something very different. You’re standing in the cold air and allowing it to swirl around you. Breathe out and look at the steam dissolving in the darkness. Un­dress, feel the cold creeping up your spine, and wrap your towel tightly around you. Step inside the shower cabin, under the open sky, allow the water to warm you up. Then tiptoe to the hot tub, let yourself sink in the hot water. The tension in your muscles and thoughts are leaving you, leaking into the water, and disappearing. You’re only in this moment for a brief time. The darkness, the steam, the cold air, and you. Outdoor lockers are always a good idea, no matter where you go swimming, but in this article, I rec­ommend three lockers. They all have their strengths and flaws but what they have in common is that they are very special to me. ÁRBÆJARLAUG Árbæjarlaug should be classified as a national treasure. It is hidden deep in the Árbær district (though not very well, Bus route 5 stops close to it) and the building itself is a reason enough to make a trip there. When you enter, you might think the stairs are the entrance into a parallel world made of glass, water, and plants. The same goes for the outdoor locker which is round and opens up into the sky. It has trees and bushes in the center that have been placed behind the two small benches where one can perch on and allow the pure air to swirl around oneself. A long bench is located along­side walls on one side of the locker and facing it is a glass wall that points into the indoor locker. Unfortunately, there are no outdoor showers in Árbæjarlaug and it is necessary to walk through the in­door locker in the direction of the pool. However, the atmosphere in the outdoor locker vastly compensates for this shortcoming and I can forgive it. This arrangement also offers a good oppor­ tunity for beginners or those sensitive to cold to test out an out­door locker that is next to the warm indoor locker in case the cold is too much for you to handle.

Mandana Emad

THE STUDENT PAPER

66


STÚDENTABLAÐIÐ

SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR Sundhöll Reykjavíkur er í sérstöku uppáhaldi hjá mér því hún er svo aðgengileg frá Háskólasvæðinu, það tekur einungis tuttugu mínútur að rölta þangað. Ég hvet fólk eindregið til að grípa sundfötin með sér næst þegar það á leið upp í skóla og prófa að taka stutta sundferð í hádeginu eða í lok dags. Aðkoman að útiklefunum í Sundhöllinni er dásamleg. Úr afgreiðslunni er gengið til hægri meðfram gluggunum sem vísa út að sundlauginni. Þar opnast hurð sem gengið er út um og síðan niður stiga, en efst í þessum stiga má staldra við og njóta út­sýnisins yfir Austurbæinn. Útiklefarnir sjálfir liggja meðfram endi­langri sundlauginni og eru byggðir úr steypu og dökkum við. Fremst í klefunum er svæði til að skipta um föt en þar eru líka læstir skápar sem er vandfundið í flestum útiklefum landsins og fá því stóran plús í mínum bókum. Lengra inni í klefanum má finna upphitað baðher­ bergi, þurrkasvæði og síðast en ekki síst, útisturturnar sem standa úti undir berum himni eins og ég vil helst hafa þær. Ég ykkur að þið munuð ekki sjá eftir því að kíkja í Sundhöllina næst þegar ykkur vantar góða afsökun til að fresta lærdómnum um klukkutíma eða svo. GUÐLAUG Á AKRANESI Akranes er vissulega ekki partur af höfuðborgarsvæðinu en hins vegar tekur það aðeins um þrjú korter að koma sér þangað frá mið­bænum. Ég tel það vera nægilega nálægt til að leyfa mér að setja Guðlaugu á þennan lista. Hvað útiklefana varðar, þá myndu klefarnir sjálfir aldrei rata á þennan lista ef þeir væru við einhverja aðra laug. Þeir eru ósköp litlir og dimmir auk þess sem þeir eru um fimmtíu metra frá lauginni sjálfri. Síðan eru sturturnar ekki í klefunum heldur úti við laug, en þær eru þá aðallega ætlaðar til að skola saltið úr sjónum af sér. Það er Guðlaug sjálf, sem tryggir hið rólega og slaka andrúmsloft sem ég er búin að predika um í þessari grein. Laugin er ósköp látlaus þegar gengið er að henni þar sem hún hreiðrar um sig í varnargarðinum við sjóinn. Fallega mótuð úr steypu teygir hún sig niður í fjöruna og vísar út að hafinu. Á góðviðrisdegi er þaðan útsýni alla leið til Reykjavíkur og þegar það er vont veður er hægt að liggja í skjóli ofan í lauginni og fylgjast með öldurótinu. Útiklefinn er því nokkurs konar aukaatriði hér en upplifunin er sú sama. Heitt vatnið, gufan, sjávarloftið; þetta gerist varla betra. GÓÐ RÁÐ   Ég mæli með að grípa með inniskó í útiklefann. Oft er gólfið afar kalt og það getur skipt sköpum að sleppa við að standa á því ber­fóta. Þetta ráð á sérstaklega við þegar kíkt er í Guðlaugu, en frá klefunum og að lauginni er dálítill spölur.

THE STUDENT PAPER

SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR Sundhöll Reykjavíkur is a personal favorite of mine because it is so accessible from the university campus, it takes only twenty minutes to walk there. I strongly encourage people to grab their bathing suits next time on the way to school and try to take a short trip to the swimming pool at lunch or the end of the day. The access to the outdoor lockers in Sundhöllin is wonderful. You go from the front desk to the right alongside the windows that point out to the pool. Then the door opens, and you go out and down the stairs. At the top of these stairs, you can stop and enjoy the view over Austur­bærinn. The outdoor lockers themselves are located alongside the pool and are built of concrete and dark wood. Foremost in the lockers is an area to change clothes but there are also locked cabins which are hard to find in most outdoor lockers in Iceland, and which are a big plus in my books. Further inside the locker is a heated bathroom, a drying area, and last but not least, outdoor showers that stand under the open sky as I prefer them. I promise you that you will not regret taking a look at Sundhöllin the next time you need a good excuse to delay studying for about an hour or so. GUÐLAUG IN AKRANES Akranes is certainly not part of the capital area, but it only takes about three-quarters of an hour to get there from the city center. I believe it can be considered to be sufficiently close to allow me to include it on this list. In terms of outdoor lockers, these wouldn’t make the list if they were at some other pool. They are quite small and dark, about fifty meters from the pool. The showers are not in the lockers but outside of the pool, but they’re mainly intended to wash the salt from the ocean off of you. It is Guðlaug itself, which guarantees the quiet and relaxed atmosphere that I've been preaching about in this article. The pool is perfectly plain when one walks towards it as it is surrounded by a protective wall from the sea. Beautifully sculpted from concrete it stretches down the shore and points out to the ocean. On a good day, the view is all the way up to Reykjavik but when the weather is bad, it’s possible to lie in the shelter on top of the pool and observe the vicious sea. The outdoor locker is therefore kind of irrelevant here, but the experience is the same. Hot water, steam, sea air; it hardly gets any better. GOOD ADVICE   I recommend grabbing a pair of slippers for the outdoor locker. The floor is often extremely cold and it’s crucial not to stand there barefoot. This advice specifically concerns Guðlaug, though the distance from the lockers to the pool is short.

67


STÚDENTABLAÐIÐ

Fyrir þau sem eru með sítt hár ráðlegg ég að hafa með í för teygju eða hárklemmu. Það getur verið mjög gott að koma blautu hárinu burt meðan verið er að þurrka sig eftir sundið. Því fyrr sem þið þurrkið ykkur, þeim mun fyrr getið þið byrjað að klæða ykkur í hlý fötin.   Mætið í þægilegum fötum. Það er ekkert leiðinlegra eftir sund en að troða sér í gallabuxur eða þrönga skyrtu. Þið getið jafnvel tekið þetta skrefinu lengra og mætt með með náttföt og farið í þeim heim – það er fátt huggulegra.   Skiljið símann eftir heima. Grípið tækifærið og njótið þess að vera alveg aftengd umheiminum í þann tíma sem það tekur ykkur að kíkja í sund.

Við erum á Facebook og Instagram

/Augljos

For those with long hair I advise having a scrunchy or a hair clip. It’s good to put the wet hair away when you’re drying it after the pool. The sooner you dry yourself, the sooner you can begin to dress in warm clothes.   Show up in comfortable clothes. There is nothing worse after swimming than to pull up your jeans or a tight shirt. You can even take this a step further and show up in pajamas and go home in them – it is much nicer.   Leave the phone at home. Grab the opportunity and enjoy being completely disconnected from the outside world while you’re checking out the pool.

LASER

AU G N A Ð G E R Ð I R Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir eru í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir

Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík • Sími 414 7000 • augljos@augljos.is • www.augljos.is


Grein / Article

Dino Ðula

Þýðing / Translation Dino Ðula & Þórunn Halldórsdóttir

Staromod(er)no Kapa glavu čuva, kaže stara hrvatska poslo­vica. Ali čemu stati na kapi kad se uz jednu staromodnu aktivnost, koja se polako vraća u svakodnevni život, možete i u potpunosti obući; islandska moda već dugi niz godina održava svoju tradiciju ručno pletenih džem­pera (tzv. lopapeysa) i u tome, čini se, ne posustaje, ponajprije zbog klime, ali i zbog pozitivnog stava društva prema tradiciji. Oni koji zagovaraju ovakvo njegovanje tradicije često će o modernom društvu govoriti na negativan način, naglašavajući izražene po­tro­šačke navike nauštrb puno kvalitetnijeg ručnog rada. Ali svaka promjena, pa čak i ona „na staro“, treba vremena da se pokrene, od­nosno vremena i ljudi koji su spremni posve­titi se djelomično ili u potpunosti takvom načinu života. STARA MODA S NOVIH MEDIJA Marta Raljević ne živi na Islandu već je podri­jetlom iz Zagreba, a kapa na njezinoj glavi ručno je ispletena od ekološki prihvatljive lo­kalne vune. Trenutačno je zaposlena u dr­žav­noj službi, stoga je svoje slobodno vrijeme htjela ispuniti nekim oblikom kreativ­nog ra­da. A s njim se susrela sasvim slučajno, prije 5 godina. „Prijateljica mi je jednom došla s nekak­vim šalom; bila je turistički vodič i jedna gos­pođa joj ga je napravila dok su putovali. Meni se to činilo kao vrlo korisno i lijepo iskori­ šteno vrijeme. I tako sam se ja krenula baviti s time (op.a. samostalno, preko YouTube-a), iako je ljudima to bilo čudno jer se ručni rad kod nas gleda kao stara, tradicionalna i po­malo neatraktivna aktivnost.” Pokoji čudan pogled koji bi joj stranci uputili Marti nije smetao jer korist koju je pronašla u ovoj staromodnoj razonodi bila je višestruka, što je najbolje osjetila u svojoj ulozi majke. Za iznimno društvenu osobu kao što je Marta, proces adaptacije na život u ko­jem sve moraš podrediti drugoj osobi bila je teška, no ubrzo je shvatila da „igranje sa šta­pićima” može biti savršen način za ispunja­ vanje vremena u pauzama rasporeda svog djeteta. A zahvaljujući upravo društvenim mrežama, uskoro je i proširila svoja poz­ nanstva. „Tu sam došla do sasvim novih ljudi i jako se lijepo družimo. Imamo otvoren zajed­nički razgovor preko mreža gdje diskutiramo o novim, zajedničkim projektima, i koji koris­timo za nabavu materijala, čemu se svi jako veselimo. Ma, ta ekipa je fenomenalna.” RITAM ZA PLETENJE Iako je za Martu heklanje još uvijek više hobi, osjetan je razvoj njezinih vještina, interesa, ali i poslovnih ambicija. Već sada među na­  THE STUDENT PAPER

rudžbama za zimu čekaju šalovi, kapice, prs­luci, rukavice i božićni ukrasi. Iako je pande­mija poremetila ritam kojim je radila, Marta se nada da će u skoroj budućnosti moći nas­taviti s radionicama za djecu i odrasle, kao i pohađanjem raznih sajmova po zagrebačkoj okolici i šire. „Ovo ljeto sam jednoj galeriji u Komiži, na nagovor partnera, poslala svoje mrežice, šeširiće i torbice za plažu i dobro se prodaju. U Samoboru postoje 2 dućana koji rade s kreativcima i prodaju ručno izrađene artikle u ime njihovih autora, što bih ja voljela ispro­bati možda već ove zime. Ali, bliže doma, u zadnjih godinu dana, po prvi put u Zagrebu, a mislim i u Hrvatskoj, pojavili su se sajmovi gdje možeš nuditi vlastite kreacije i redovito bude prisutno po 200-300 izlagača, od kera­mike, nakita i šivanih proizvoda do obojenih tkanina, biljaka i sličnih stvari. Na tim sajmo­vima primjećujem dosta mlade generacije, napose adolescenata, iako većina interesa dolazi od bakica i starijih generacija. INDIVIDUALNI NAPORI, ZAJEDNIČKI USPJEH Iako na papiru Martin uspjeh izgleda samos­tečen (a uglavnom i jest ovisio o njezinoj upornosti i kreativnosti), najveću potporu našla je u YuStitchKolektivu, zajednici ljudi s prostora bivše Jugoslavije koji dijele jedins­tvenu ljubav prema pletenju, heklanju i vuni općenito. „Tražeći pletilje iz susjedstva, jedna je pletilja iz Srbije pokrenula grupu na internetu i kad nas se okupilo 50-ak pojavio se interes za konkretnim koracima: idemo napraviti platformu preko koje možemo mijenjati na­rativ toga što zapravo „ručni rad“ znači i ko­liko naše aktivnosti pridonose okolišu, mod­-

nom stilu, itd. Iz cijele grupe, profiliralo se nas 10 (s prebivalištima u Berlinu, Austriji, Srbiji, Nizozemskoj, Hrvatskoj i BiH) koji smo htjeli nastaviti ozbiljno raditi na promociji tzv. „slow načina života” kroz našu internet­ sku stranicu i društvene profile na Insta­ gramu i Facebooku. Radimo intervjue sa že­nama poduzetnicama, video priloge s raznih sajmova, predstavljamo nove kre­ativ­ce, dije­limo besplatne mustre… I sve to na volon­ terskoj osnovi.” YuStitchKolektiv ima velike planove i za 2022. te su već sada krenuli s izradom mod­nih editorijala u kojima će individualno pred­stavljati vlastite afinitete i inspiracije kroz osobne priče i iskustva, čemu se Marta iz­nimno veseli. S LJUBAVLJU, MARTA Kad se osvrne na posljednjih 5 godina, Marta primjećuje ogroman napredak i osobni ra­zvoj, ponajviše u sferi strpljenja i upornosti. Naučila je kako ustrajati u nečemu u što vje­ruješ, bez obzira koliko teško ponekad bilo. A sve to moguće je isključivo zbog nje­zine ljubavi: ljubavi prema sinu, ljubavi prema kreativnom radu, ljubavi prema vuni i, napo­s­ljetku, ljubavi prema heklanju. „Sve to što napravim lijepo je, korisno i svrsishodno. Kažu da je čovjek najsretniji kad je zaljubljen, a ja bih [heklanje] opisala kao stalan osjećaj zaljubljenosti.” A mi se nadamo, Marta, da se nikad nećeš odljubiti. Ako želite saznati više o Marti i njezinom Kolek­tivu, posjetite njihovu internetsku stranicu yustitchkolektiv.com A ako vas zanimaju Martine najnovije kreacije, naći ćete pregršt na njezinom osobnom Instagram profilu crnaocica

69


STÚDENTABLAÐIÐ

Prjónað af ást All You Knit Is Love Hatturinn passar höfuðið, segir gamalt Króatíst orðatiltæki, en af hverju að hætta á hattinum? Það er gamaldags hefð sem er hægt og rólega að komast aftur í tísku og getur klætt þig frá toppi til táar. Íslensk tíska hefur um langa hríð haft í hávegum langlífa hefð sína á handgerðum lopapeysum, án nokkurra merkja um undanhald, aðal­lega vegna veðurfars og samfélagslegrar sýnar sem er oftast jákvæð gagnvart verkinu. Talsmenn þessa lífsstíls eiga það til að tala um nú­tíma samfélag í neikvæðum tón og einblína á sterkar neysluvenjur sem kunna ekki að meta (betri) gæði handverks. En allar breytingar, þeirra á meðal sú sem tekur okkur til baka, þarf tíma til að ná gripi; tíma og fólk sem er viljugt til að skuldbinda sig algerlega eða að hluta til að þessum einstaka lífshætti. GÖMUL TÍSKA, NÝ MIÐLUN Ekki aðeins býr Marta Raljević ekki á Íslandi, heldur er hún líka frá landi sem er mun hlýrra í suðri – Króatíu. Hattinn sem passar höfuð hennar gerði hún sjálf með umhverfisvænni ull úr nærumhverfinu. Hún vinnur núna í opinberri þjónustu sem lokkaði hana til að finna sér meira skapandi áhugamál til að eyða tíma sínum í. Hún fann hið fullkomna áhugamál fyrir 5 árum síðan. „Vinkona mín kom eitt sinn til mín með einhvers konar heima­ gerðan trefil. Hún hafði verið að vinna sem leiðsögumaður og einn af ferðamönnunum í rútunni hennar gerði fyrir hana trefil á leið þeirra um Króatíu. Mér fannst það góð nýting á tíma, svo ég ákvað að prófa (alveg sjálf, með YouTube á skjánum), jafnvel þó fólki í kringum mig fyndist það skrítið, af því að handverk í Króatíu er jafnan álitið frum­stætt, hefðbundið og nokkuð óaðlaðandi tómstundagaman.“ Nokkur undarleg augnatillit frá ókunnugum trufluðu Mörtu ekki því að kostir prjónaskaps og hekls vógu mun þyngra en ókostirnir, sem hún fann sérstaklega fyrir í móðurhlutverkinu. Þar sem Marta er mjög félagslynd manneskja fannst henni ferlið við að laga líf sitt að því að þjónusta einhvern annan krefjandi, en hún komst fljótt að því að það að „leika sér með prik“ er frábær dægrastytting fyrir hana á milli annasamra dagskrárliða barnsins. Með hjálp samfélagsmiðla náði hún að stækka félagshring sinn. „Ég hitti svo mikið af nýju fólki og við eigum margar góðar stundir saman. Við höfum búið til hópspjall þar sem við ræðum ný verkefni og skipuleggjum kaup á nýjum efnum, sem er það sem við erum hvað spenntust fyrir. Allur hópurinn er stórkostlegur.“ HALDIÐ ÁFRAM Þó að Marta álíti hekl enn sem áhugamál hefur færni hennar, áhugi og metnaður til viðskipta vaxið jafnt og þétt, ár frá ári. Einmitt núna er hún með langan lista af pöntunum fyrir veturinn: trefla, húfur, vesti, hanska og jólaskraut. Þrátt fyrir ofsafenginn faraldur sem, satt best að segja, truflaði takt hennar, vonast Marta til að hún geti fljót­lega haldið áfram að skipuleggja vinnustofur bæði fyrir börn og full­orðna, og mætt reglulega á alls kyns hátíðir víðsvegar um Zagreb og aðra bæi í Króatíu. „Síðasta sumar fylgdi ég ráðleggingu félaga míns og sendi eitt­hvað af vörum mínum (strandtöskur og húfur) til gallerís í bænum Komiža og sölur á þeim eru stöðugar. Í bænum Samobor eru nokkrar búðir sem vinna náið með fólki sem skapar handverk og ég stefni á að ganga til liðs við þau, jafnvel í vetur. En talandi um nærsamfélagið, Zagreb og aðrir bæir í Króatíu hafa síðasta árið boðið upp á hátíðir þar sem man getur boðið vörur sínar til stærri hópa viðskiptavina. Þar eru oft á milli 200-300 sýningaraðilar að selja alls kyns hluti á borð við keramik, skartgripi, saumuð verk, lituð efni, plöntur og svo framvegis. Ég tek aðallega eftir áhuga frá eldri kynslóðinni, en það er vaxandi forvitni á handverki hjá ungmennum líka.“   THE STUDENT PAPER

Orðabókarhorn / Dictionary corner Íslenska slétt brugðið fitja upp fella af lykkja uppskrift

English knit purl cast on bind off stitch recipe /pattern

Hrvat prava očica kriva očica namicanje završavanje očica mustra /shema

The hat protects the head, as the old Croatian saying goes, but why stop at the hat? There is an old-fashioned tradition that’s slowly making their comeback in style (*pun intended) and can dress you up completely, from head to toes. Icelandic fashion has cherished their long-standing tradition of handmade sweaters (so called lopapeysur) for quite a while, with no signs of stopping, mainly because of the climate and the society’s outlook which is generally positive towards this venture. Those who advocate this lifestyle have a tendency to speak about the modern society in negative terms, highlighting the strong consumers’ habits that don’t value the (better) quality of handwork. But every change, as well as the one taking us back, needs time to gain traction; time and people willing to commit themselves fully or partially towards this unique way of living. OLD FASHION, NEW MEDIA Marta Raljević not only doesn’t live in Iceland, but she comes from a much warmer country to the south – Croatia. The hat that pro­tects her head has been made by herself from eco-friendly, locallysourced wool. She currently works in public service which enticed her to find a more creative hobby to fill up her free time. And she found just the one, 5 years ago. “My friend once came to me with some kind of a handmade scarf. She had been working as a tour guide and one of the tourists on her bus made her a scarf as a present, while they were traveling around Croatia. I thought of it as one’s extremely well-used time, so I decided to give it a go (on my own, watching YouTube), even though the people around me found it weird, because handwork in Croatia is usually considered a rudimentary, traditional and somewhat unattractive activity.” A few strange glances from strangers didn’t bother Marta be­cause the benefits of knitting and crocheting heavily outweighed the drawbacks, which she felt especially deep through her role as a mother. Being an extremely social person, Marta found the whole process of adapting your life to be in service of someone else’s chal­lenging, but she quickly realized that “playing with sticks” was a great way to fill the time in-between your child’s busy schedule. And thanks to social networks, she managed to increase her social circle. “I met so many new people and we have tons of fun. We’ve created a group chat where we discuss new projects and arrange purchases of new materials, which is what we are most excited about. The whole group is phenomenal.” MOVING FORWARD Even though Marta still considers crocheting a hobby, her skills, interests and business ambitions are steadily growing, year by year. Right now, she has a long list of orders for the winter: scarves, hats, vests, gloves and Christmas decorations. Despite the raging pan­-

70


Myndir / Photos

Marta Raljević

STÚDENTABLAÐIÐ

demic that, admittedly, did disrupt her rhythm, Marta still hopes that she will soon be able to continue organizing workshops for kids and adults alike, and frequent various fairs around Zagreb, as well as other places in Croatia. “This summer, on the advice of my partner, I sent some of my products (beach bags and hats) to a gallery in the town of Komiža and their sales are steady. In the town of Samobor, there are a cou­ple of stores that work closely with people who create handwork and I plan to join them, probably even this winter. But, speaking about closer to home, in the past year Zagreb and elsewhere in Croatia have started hosting fairs where a person can offer their own cre­ations to bigger crowds. There are often between 200 and 300 exhibitors selling all sorts of things from ceramics, jewellery and sawn products to coloured fabrics, plants, etc. I do notice mainly the older generation’s interest, but there is a growing intrigue for handwork exhibited by the adolescents, too.” IN YUSTITCH WE KNIT On paper, Marta’s success is her own (and it mainly is based on her persistence and creativity), but she owes a good deal of it to the strong support base she found in YuStitchKolektiv, a community of people coming from the area of ex-Yugoslavia, who share the same unique love towards knitting, crocheting and wool, in general. “One knitter from Serbia started this online group, looking for like-minded people from the neighbouring countries. When the group reached around 50 people, there was an interest towards cre­ating a platform that could be used to change the narrative of what exactly “handwork” meant, as well as to highlight the benefits of this lifestyle to the environment, fashion, etc. From the whole group, there were 10 of us (living in Berlin, Austria, Serbia, the Netherlands, Croatia and Bosnia and Herzegovina) who wanted to continue on seriously promoting this “slow lifestyle” through our website and our social media profiles. We interview business­

PRJÓNAÐ MEÐ YUSTITCH Á pappír er velgengni Mörtu hennar eigin (aðallega vegna seiglu hennar og sköpunargáfu), en hún á mikið að þakka stórum fylgjenda­ hóp YuStitchKolektiv, sem er samfélag fólks frá löndum fyrrum Júgó­slavíu sem deila ást hennar á prjónaskap, hekli og, í raun, ull. „Það var prjónari frá Serbíu sem byrjaði þennan hóp á netinu og leitaði þar að svipað þenkjandi fólki frá nágranalöndunum. Þegar hópurinn taldi um 50 meðlimi myndaðist áhugi á að skapa vettvang sem gæti verið notaður til að breyta skilgreiningunni á hvað „hand­ verk“ í raun þýðir, auk þess að draga fram kosti þessa lífstíls í um­hverfinu, tískunni og svo framvegis. Úr öllum hópnum vorum við 10 (frá Berlín, Austurríki, Serbíu, Hollandi, Króatíu og Bosníu-Herse­ góvínu) sem virkilega vildum halda áfram að kynna þennan “hæga lífstíl” í gegnum vefsíðu okkar og samfélagsmiðla. Við tökum viðtöl við viðskiptakonur, búum til myndbandasögur frá ýmsum hátíðum, kynnum spennandi nýja hönnuði, deilum prjóna- og hekl munstrum ókeypis, … Og við gerum það allt í sjálfboðavinnu.“ YuStitchKolektiv hefur stórar áætlanir fyrir 2022 þar sem þau eru núþegar komin langt á leið með að framleiða tískurit fyrir janúar. Það mun fjalla um einstaklinga úr félaginu, sambönd þeirra og inn­blástur í gegnum persónulegar sögur þeirra og reynslur. Marta er mjög spennt fyrir þessu.

THE STUDENT PAPER

71


ÁSTARKVEÐJA FRÁ MÖRTU Þegar Marta horfir til baka til síðustu 5 ára tekur hún eftir miklum framförum og persónulegum þroska. Aðallega í framþróun á þolin­mæði og seiglu, þar sem hún lærði að trúa á eitthvað og halda því til streitu þrátt fyrir að það gæti verið erfitt. Þetta er allt gert mögu­legt með ást hennar: ást hennar til sonar síns, ást hennar á skapandi vinnu, ást hennar á ull og síðast, en ekki síst, ást hennar á hekli. „Allt sem ég geri er fallegt, nothæft og hagnýtt. Það er sagt að manneskja sé hamingjusömust þegar hún er ástfangin og ég myndi lýsa athöfninni sem hekl er sem stöðugri tilfinningu að vera ástfangin.“ Og við vonum að þú hættir því aldrei. Ef þú vilt læra meira um Mörtu og Kolektiv kíktu þá á vefsíðu þeirra yustitchkolektiv.com Ef þú hefur áhuga á nýjustu sköpunarverkum Mörtu geturðu fundið fullt af þeim á persónulegu Instagram síðu hennar crnaocica

women, create video stories from various fairs, introduce new and exciting creators, share free knitting and crochet patterns, … And we do it all as volunteers.” YuStitchKolektiv has great plans for 2022, as they are already deep into producing their fashion editorial for January. It will fea­ture the individuals of the collective, their affinities and inspira­ tions through their personal stories and experiences. Marta is very excited about this. FROM MARTA WITH LOVE Looking back on the past 5 years, Marta can observe a huge pro­gress and personal growth. Primarily in developing higher levels of patience and persistence, as she learned how to believe in some­thing and keep on doing it, even though it can sometimes be hard. And all of that is achievable through her love: her love for her son, her love for creative work, her love for wool and, at the end, her love for crocheting. “Everything I make is beautiful, useful and practical. They say a man is the happiest when he is in love, and I would describe the act of crocheting as a constant feeling of being in love.” And we hope that you never fall out of it. If you want to find out more about Marta and her Kolektiv, you can visit their website yustitchkolektiv.com If you are interested in Marta’s newest creations, you can find bunch of those on her personal Instagram account crnaocica

Grein / Article

Ingvild Reed & Snædís Björnsdóttir

Þýðing / Translation Árni Pétur Árnason

Uppskriftahornið: Lúsíukettir Recipe Corner: Lucy’s Cats Jólin nálgast óðum og þá leitar hugurinn oft heim til fjölskyldu og vina. Jólahefðir á borð við bakstur og skreytingar geta oft fært okkur nær þeim ástvinum sem erum okkur fjarri og geta þar að auki reynst okkur góð leið til að kynnast nýrri matarmenningu og nýjum hefðum. Blaðamaður Stúdentablaðsins hitti norska skiptinemann Ingvild Reed og fékk að spjalla við hana um norskar jólahefðir og matar­ menningu. Ingvild deildi með okkur uppáhaldsjólauppskriftinni sinni og sagði okkur aðeins frá sögunni á bak við hana. Lúsíuhefðin er líklega stærst í Svíþjóð en hefur breiðst út til fleiri Norðurlanda, til að mynda Noregs. Lúsíudagurinn er haldinn 13. desember ár hvert og í Noregi er honum fyrst og fremst fagnað í leikskólum og skólum en einnig á sumum vinnustöðum. Á Lúsíu­ deginum er jafnan farið í skrúðgöngu og Lúsíusöngurinn sunginn, öll klæðast hvítum kyrtlum eða kjólum og lúsíuköttum, sérstöku bakkelsi sem tilheyrir Lúsíuhefðinni, er útdeilt. Samkvæmt gamalli hefð innihalda Lúsíukettir saffran sem er, eins og margur veit, heimsins dýrasta krydd og oft einungis fáanlegt í sérvörubúðum. Í seinni tíð er þó orðið algengara að bregða út af hefðinni og nota túrmerik í staðin fyrir saffran, sem einnig gefur fallegan gulan lit. Guli liturinn á að boða bæði sól og ljós og form lúsíukattanna er einnig mótað eftir fornum táknum sem stóðu fyrir sól og líf. Lúsíukettirnir eru aðallega bakaðir fyrir Lúsíudaginn sjálfan en þeirra má einnig njóta alla aðventuna.

THE STUDENT PAPER

Christmas is fast approaching and therefore the mind is prone to wander back home to family and friends. Christmas traditions, such as baking and decorating, can bring us closer to loved ones from whom we are physically separated. Additionally, they can be a good introduction to foreign culinary culture and traditions. One of the Student Paper’s journalists met up with Ingvild Reed, a Norwegian exchange student, to talk about Norwegian Christmas traditions and culinary culture. Ingvild shared her favourite Christmas recipe and told the story behind it. The tradition of Saint Lucy’s Day is probably strongest in Sweden but has spread to other Nordic countries, like Norway. Saint Lucy’s Day is celebrated on the 13th of December each year. In Norway, it is mainly celebrated in kindergartens and schools, but some workplaces have been known to observe it as well. The celebrations most often include a parade and singing a song that commemorates Saint Lucy’s life, while everyone is dressed in a white gown or dress. A baked good called Lucy’s cats is also distributed to the people. In accordance with an old tradition, Lucy’s cats include saf­fron, which is notoriously the most expensive spice in the world and is often only available in specialty stores. In recent times, it has become more common to use turmeric instead, which gives the cookies a nice, yellow colour. The yellow colour is said to repre­sent both the sun and life and the shape of Lucy’s cats is moulded in ancient shapes that represented the sun and life. Lucy’s cats are mainly baked in preparation for Saint Lucy’s Day but can be en­joyed during Advent.

72


STÚDENTABLAÐIÐ

MIÐLUNGS ERFIÐLEIKASTIG TEKUR U.Þ.B. 90 MÍN AÐ BAKA FYRIR U.Þ.B. 20 STYKKI

MEDIUM DIFFICULTY TAKES ABOUT 90 MINUTES MAKES ABOUT 20 COOKIES

Innihaldsefni

Ingredients

Fyrir penslun og til skrauts

For glazing and decorating

150 gr smjörlíki eða vegan smjör 5 dl nýmjólk, haframjólk eða önnur plöntumjólk 50 g ger 1 g saffran-krydd (eða ½ tsk túrmerik) 150 g sykur 1⁄2 tsk salt 2 tsk kardimommudropar 13 dl hveiti

1 stk pískað egg, haframjólk eða önnur plöntumjólk 1 dl rúsínur

1   Bræðið smjörið og bætið mjólkinni saman við. Bætið þar næst saffraninu eða túrmerikinu við blönduna og leggið til hliðar. Myljið ger í skál og hrærið örlítið af volgu mjólkurblöndunni saman við. Hellið að lokum afgangnum af vökvanum hægt saman við á meðan þið blandið vel. 2  Hrærið hveiti, kardimommudropum, salti og sykri saman við. Látið deigið hefast undir viskustykki við stofuhita í um það bil 30 mínútur eða þangað til það hefur tvöfaldað sig. 3  Stráið smá hveiti á borðið og hnoðið deigið vandlega. Skiptið deiginu þar næst í bita og rúllið þá út í lengjur, sirka 2 cm að þykkt. Skiptið lengjunum síðan í 20 bita. Mótið lúsíuketti eins og þið viljið hafa þá, látið ímyndunaraflið ráða för! 4  Leggið mótaða lúsíuketti á bökunarplötu og látið þá hefast undir viskastykki í að minnsta kosti 15 mínútur. Stillið ofninn á 250°C. 5  Penslið lúsíukettina með pískuðu eggi eða plöntumjólk að eigin vali og skreytið með rúsínum. Bakið í miðjum ofni í 5-8 mínútur eða þar til þeir eru orðnir gylltir. Leyfið þeim síðan að kólna örlítið áður en þið berið þá fram. Lúsíukettirnir eru bestir þegar þeir eru bornir fram volgir.

THE STUDENT PAPER

150 g margarine or vegan butter 5 dl whole milk, oat milk or other plant-based milk 50 g yeast 1 g saffron or ½ tsp. turmeric 150 g sugar ½ tsp. salt 2 tsp. cardamom extract 13 dl flour

1 beaten egg, oat milk or other plant-based milk 1 dl raisins

1   Melt the butter and add the milk. Then, add the saffron or turmeric to the mixture and set aside. Crumble the yeast in a bowl and stir a bit of the warm milk-mixture. Slowly add the rest of the liquid whilst stirring slowly. 2  Stir in flour, cardamom extract, salt and sugar. Let the dough rise under a towel at room temperature for 30 minutes or until it has doubled in size. 3  Spread a bit of flour on the table and knead the dough thor­ oughly. Divide the dough into pieces and roll them out into strips, each about 2 centimetres thick. Divide the strips into 20 pieces. Shape the Lucy’s cats as you wish, use your imag­ ination! 4  Put the Lucy’s cats on a baking plate and let them rise under a towel for at least 15 minutes. Turn on the oven and set it to 250°C. 5  Glaze the Lucy’s cats with the beaten egg or plant-based milk of choice and decorate with raisins. Bake in the centre of the oven for 5-8 minutes or until they are golden brown. Let them cool a bit before serving. Lucy’s cats are best served warm.

73


Grein / Article

Melkorka Gunborg Briansdóttir

Þýðing / Translation Melkorka Gunborg Briansdóttir

Heimildarmyndir til að horfa á í jólafríinu Documentaries to Watch During the Holiday Break Nú líður að annarlokum og langþráðu jólafríi. Hvað er betra til að hvílast eftir langa lotu af heimanámi og verkefnaskilum en að gleyma sér yfir áhugaverðri heimildamynd? Hér hef ég valið fjórar ólíkar myndir, svo að öll ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. ,,Ég hef áhuga á því hvernig við segjum sögur um líf okkar. Hvernig sannleikurinn um fortíðina er gjarnan hverfull og erfitt að slá föstum.“ “I’m interested in the way we tell stories about our lives. About the fact that the truth about the past is often ephemeral and diffi­cult to pin down.”

The end of term approaches, along with the long-awaited Christmas break. What better way to rest after a long period of homework and handing in projects than to lose yourself in an interesting docu­mentary? I have picked out four different films, so everyone should be able to find something to their liking. STORIES WE TELL, SARAH POLLEY (2012) Stories We Tell is a documentary directed by Canadian filmmaker Sarah Polley. In an attempt to understand her mother’s past, who died of cancer, Polley investigates her own family history and conducts personal interviews with her siblings, father and other relatives. The interviews take Polley down unexpected trails and lead her to ask fundamental questions about her own origins and identity. Overall, it could be said that this film is really about how we tell stories about ourselves and the people around us. Different people have different versions of the past, while the truth often shifts around and perhaps does not even exist. Stories We Tell is available on Amazon Prime and the website documentarymania.com, among other sites.

STORIES WE TELL, SARAH POLLEY (2012) Heimildamyndinni Stories We Tell er leikstýrt af kanadísku kvik­ myndagerðarkonunni Söruh Polley. Þar kannar hún sögu fjölskyldu sinnar og tekur persónuleg viðtöl við systkini sín, föður og önnur skyldmenni til að reyna að átta sig betur á fortíð móður sinnar sem sem lést úr krabbameini. Viðtölin færa Polley á óvæntar slóðir og fá hana til að velta fyrir sér grundvallarspurningum um eigin upp­runa og sjálfsmynd. Heilt á litið má þó segja að kvikmyndin fjalli í raun um það hvernig við segjum sögur, bæði um okkur sjálf og fólkið í kringum okkur. Ólíkir aðilar eiga sér ólíkar útgáfur af fortíðinni, en sannleikurinn er á reiki og ef til vill ekki til. Á ferðalagi Polley eru óvæntar kreppur og beygjur sem halda áhorfendum á tánum. Kvik­myndin Stories We Tell segir hjartnæma og hlýja sögu sem nálgast viðfangsefni sitt á frumlegan og eftirminnilegan hátt. Stories We Tell er meðal annars aðgengileg á Amazon Prime og síðunni documentarymania.com. FINDING VIVIAN MAIER, JOHN MALOOF & CHARLIE SISKEL (2014) Finding Vivian Maier segir frá óvæntri uppgötvun John Maloof, ungs manns sem kaupir kassa af negatífum filmurúllum á uppboði. Fyrir hreina tilviljun uppgötvar hann þar heillandi ljósmyndir, teknar af Vivian Maier, óþekktri konu sem stuttu síðar átti eftir að verða einn frægasti götuljósmyndari heims. Heimildarmyndin, sem segir frá leit Maloof að sögu þessa dularfulla ljósmyndara, fékk tilnefningu til Óskarsverðlaunanna árið 2015. Vivian var nefnilega hvorki ljós  THE STUDENT PAPER

FINDING VIVIAN MAIER, JOHN MALOOF & CHARLIE SISKEL (2014) Finding Vivian Maier recounts the unexpected discovery made by John Maloof, a young man who buys a box of negatives at an auc­tion. By sheer chance, he discovers captivating photographs taken by Vivian Maier, an unknown woman who would shortly become one of the world’s most famous street photographers. The film, which captures Maloof’s search for the story of this mys­terious photographer, was nominated for an Oscar in 2015. It turns out that Vivian was not a photographer or a journalist, but a nanny.

74


STÚDENTABLAÐIÐ

­ yndari né blaðamaður, heldur barnfóstra. Fá vissu af ljósmynda­ m áhuga hennar þó hún hafi tekið fleiri en 150.000 myndir sem flestar fanga mannlífið á götum Chicago, New York og Los Angeles. Margar þeirra sá hún ekki einu sinni sjálf, því eftir hana lágu kassar fullir af óframkölluðum ljósmyndum. Hver var Vivian Maier? Af hverju steig hún aldrei fram? Og hvað varð um hana? Takturinn í þessari heimildarmynd er heillandi og kemur manni stöðugt á óvart. Finding Vivian Maier er meðal annars aðgengileg á Amazon Prime og Apple TV

Myndir / Photos

IMDb

CAVE OF FORGOTTEN DREAMS, WERNER HERZOG (2010) Í heimildarmyndinni Cave of Forgotten Dreams fær margverðlaunaði þýski leikstjórinn Werner Herzog einstakan aðgang að Chauvet-helli í Suður-Frakklandi. Hellirinn geymir nokkur af elstu hellamálverkum mannkynssögunnar, en Herzog fékk sérstakt leyfi frá menningar­ málaráðherra Frakklands til þess að mega taka upp inni í hellinum sem er lokaður almenningi. Þar birtist áhorfendum heillandi heimur sem vekur ótal spurningar um raunveruleika fólksins sem bjó verkin til. Tugþúsunda ára gömul lófaför á hellisveggjunum eru súrrealísk sjón, í senn kunnugleg og framandi. Herzog nálgast viðfangsefnið frá ólíkum sjónarhornum, talar bæði við vísindamenn og sagnfræðinga, en nálgast málverkin líka á tilfinningalegum grundvelli. Stórkostleg mynd um sjálfan kjarna mennskunnar og sköpunarþörf mannsins. Cave of Forgotten dreams er aðgengileg á síðunni watchdocumentaries.com.

THE MOON INSIDE YOU, DIANA FABIÁNOVÁ (2009) The Moon Inside You er slóvakísk heimildarmynd frá árinu 2009 sem fjallar um blæðingar kvenna. Leikstjóri myndarinnar, Diana Fabianova, upplifði sjálf líkamlegan sársauka og erfiðleika í kringum blæðingar sínar, en fann engar myndir um þetta efni. Hún ákvað því að búa eina slíka til sjálf. Af hverju forðumst við að tala opinskátt um blæðingar? Hvernig birtast þær í samfélaginu og hvernig upplifa konur þær? Hvað segja sérfræðingar? Heimildarmyndin blandar kenningum ólíkra aðila, jafnt mannfræðinga, sálfræðinga, blaða­ manna, kvensjúkdómalækna sem magadanskennarra, en auk þess birtast gömul fræðslumyndbönd og skýringar í formi teiknimynda. Eru konur viðskotaillar og kvartgjarnar þegar þær eru á blæðingum, eða gefa hormónabreytingar þeim kjark til að segja það sem þeim raunverulega finnst? Áhugaverð og hugrökk umfjöllun sem snertir á fjölmörgum málefnum, allt frá kynjapólitíkinni að baki getnaðar­ vörnum til persónulegrar reynslu. The Moon Inside You er meðal annars aðgengileg á síðunni dafilms.com, gegn vægu gjaldi, fyrir rúmar 400 krónur.

THE STUDENT PAPER

Few knew about her interest in photography, even though she took over 150,000 photographs, which mostly capture city life on the streets of Chicago, New York and Los Angeles. Many of the pictures were not even seen by Vivian herself, because she left behind boxes full of undeveloped rolls of film. Who was Vivian Maier? Why did she never come forward? And what became of her? The narrative rhythm in this film draws you in and constantly surprises. Finding Vivian Maier is available on Amazon Prime and Apple TV, among other platforms.

CAVE OF FORGOTTEN DREAMS, WERNER HERZOG (2010) In Cave of Forgotten Dreams, critically acclaimed German director Werner Herzog gets exclusive access to the Chauvet cave in South­ern France. The cave contains some of the oldest cave-paintings in human history and is closed to the public, leading Herzog to re­ceive special permission from the French Ministry of Culture to film in­side of it. The film reveals a fascinating world to the viewer, which raises multiple questions about the reality of the people who created these works of art. Millennia-old palm prints on the cave’s walls are a surreal sight, at once familiar and exotic. Herzog ap­proaches his subject from different perspectives and speaks to both scientists and historians, while maintaining an emotional stand­point. A fantastic film about the very core of humanity and its need to create. Cave of Forgotten dreams is available on the website watchdocumentaries.com, among others. THE MOON INSIDE YOU, DIANA FABIÁNOVÁ (2009) The Moon Inside You is a Slovakian documentary from 2009, which centres around female menstruation. The film’s director, Diana Fabianova, personally experienced physical pain and diffi­culties surrounding her period, but could not find any films on the subject so she decided to make her own. Why do we avoid openly discussing menstruation? How does it appear to us in society and how do women experience it? What do experts say? The Moon Inside You mixes different theoretical approaches from anthro­ pologists, psychologists, journalists, gynecologists and belly-dance teachers alike, alongside old-fashioned informational videos and animated shorts. Are women simply irritable and eager to complain when they are on their period, or do the hormonal changes give them the courage to say what they truly think? An interesting and brave film, which touches on a variety of subjects, everything from the gender politics surrounding contraception to personal experience. The Moon Inside You is available on the website dafilms.com, for the low price of 2.5 Euros.

75


‫‪Mahdya Malik‬‬

‫ ‪ STÚDENTABLAÐIÐ‬‬

‫‪Grein / Article‬‬

‫ٹھنڈی ہواؤں میں لہر تا ہوا دوپٹہ‬ ‫ہال کے اشارہ کیا ہے وہ میرے حجاب کے بارہ بات کر رہے‬ ‫ہیں۔ میں اس کو ‪ headscarf‬کہتی ہوں لیکن مختلف‬ ‫زبانوں میں وہ لفظ بدلتا رہتا ہے۔ حجاب کا لفظ زیادہ‬ ‫رائج ہے اور لوگ گامن کرتے ہیں کہ حجاب ‪ headscarf‬کا‬ ‫ہم معنی لفظ ہے۔ حجاب در اصل عاجزی کا تصور ہے جو‬ ‫کہ دونوں مرد اور عورت کے لئے ب رابر ہے۔ مردوں کے لئے‬ ‫بھی حجاب کرنا الزمی ہے۔ بعض لوگوں نے میرے ساتھ‬ ‫میری زندگی کے اختیارات کے سلسلہ میں بحث کرنے کی‬ ‫کوشش کی ہے اور کہا ہے کہ عاجزی جیسے اخالق‪ ،‬بلکہ‬ ‫میرے مذہب‪ ،‬یعنی اسالم کی آئیس لینڈ جیسے دیناوی‪،‬‬ ‫مہذب اور عورتوں کے حقوق کے لئے لڑنے والے معارشہ‬ ‫میں کوئی جگہ نہیں ہے۔ لوگوں نے مجھے بہت سخت‬ ‫الفاظ کہے ہیں جیسا کہ ظلم‪ ،‬عورتوں کے حقوق کی‬ ‫تلفی‪ ،‬نفرت‪ ،‬غیر متمدن اور شدت پسند۔ مجھے پتا ہے‬ ‫کہ عام طور پہ یہ گامن کیا جاتا ہے کہ میری جیسی‬ ‫مسلامن عورتیں جو اس ظاہری رنگ میں اپنی عاجزی کا‬ ‫اظہار کرتی ہیں اپنے مذہب کی وجہ سے مظلوم ہیں۔‬ ‫لیکن میری یہ رائے ہے کہ یہ معارشہ ظلم کرنے واال ہے۔‬ ‫اس سے زیادہ ‪ feminist‬کیا ہو سکتا ہے کہ ایک عورت‬ ‫اپنی مرضی کے مطابق اپنی زندگی برس کرے؟ پھر میرے‬ ‫اس اختیار کا اح رتام کیوں نہیں کرتے کہ میں اپنی زندگی‬ ‫کو اپنی مرضی کے مبابق برس کرسکتی ہوں۔ وہ اس پر‬ ‫سوال کیوں کرتے ہیں اور اس کو مڑوڑ کر اس کو‬ ‫مظلومیت کیوں ق رار دیتے ہیں۔‬ ‫ہاں‪ ،‬سب کچھ ب را نہیں ہے۔ اکرث لوگ اح رتام‪ ،‬شفقت اور‬ ‫رواداری سے پیش آتے ہیں۔ گو کہ میں اصطالحی معنوں‬ ‫میں ‪ Icelander‬نہیں ہوں‪ ،‬لیکن آئیس لینڈ می را گھر ہے‬ ‫اور میں اس بات پہ بہت شکر گزار ہوں کہ میں اس ملک‬ ‫میں رہتی ہوں۔‬

‫منظوری دے کر میری ‪ validation‬کرنا چاہتے ہیں۔ بعض‬ ‫اوقات میں سوچتی ہوں آیا یہ لوگ خیال کرتے کہ میں‬ ‫اپنے آپ کو خوبصورت نہیں سمجھتی ؟ کیا لوگ یہ خیال‬ ‫کرتے ہیں کہ میرے میں کوئی کمی ہے اس بنا پہ کہ میں‬ ‫اپنے رس کو کپڑے کے ساتھ ڈھانکتی ہوں؟ خدا کے فضل‬ ‫سے میں نے اپنے آپ کو مسلامن عورت ہونے کے لحاظ‬ ‫سے نہ کبھی کمرت اور نہ ہی حقیر سمجھا ہے۔‬ ‫گو کہ اس قسم کے تبرصے میری ذہنی صحت کے لئے‬ ‫غصہ سے بھرے ہوئے اور پر تیش تبرصوں سے بہرت ہیں‬ ‫لیکن پھر بھی یہ آئیس لینڈ ہے یا تم ہیاں ایسا لباس نہیں‬ ‫پہن سکتی جیسے تبرصے دکھ دیتے ہہں۔ مجھے سمجھ‬ ‫نہیں آ تی کہ ایک کپڑا جو میرے رس کو ڈھانک رہا ہے‬ ‫کسی کو اتنے غصہ سے کیسے بھر سکتا ہے۔ اگال دن کچھ‬ ‫مشکل ہوتا ہے باوجود اس کے کہ میں اپنی رضامندی سے‬ ‫پردہ کرتی ہوں اور حجاب پہنتی ہوں۔ لیکن اگر ساروں کے‬ ‫سامنے ایسی بے عزتی کی جائے تو ب را محسوس ہوتا ہے۔‬ ‫میں اپنے آپ کو تسلی دیتی ہوں کہ یہ ایک کم ہی پیش‬ ‫آنے واال موقع تھا آور کہ یہ عنقریب دوبارہ نہیں ہونے‬ ‫واال۔ میں دورسوں کے نظریہ کو سمجھنے کی کوشش‬ ‫کرتی ہوں کہ شاید وہ مسلامنوں اور اسالم کے بارہ کم علم‬ ‫رکھتے ہوں گے اور اس کم علمیت کی وجہ سے ایسے‬ ‫دردمندانہ تبرصے کئے ہوں گے۔ میں یہ بات بھی سمجھ‬ ‫سکتی ہوں کہ حجاب ان کے لئے ایک اجنبی چیز ہے اور‬ ‫جس چیز کی وہ عالمت ہے وہ بھی ایک اجنبی چیز ہے۔‬ ‫میں بھی ایک اجنبی شخص ہوں اور کسی چیز کا سامنا‬ ‫کرنا جس کے متعلق کوئی علم نہ ہوخوفناک ہو سکتا ہے۔‬ ‫میرے نظریہ میں آئیس لینڈ میں مختلف تہذیبوں اور‬ ‫مذاہب کے متعلق تعلیم کی کمی ہے۔ مختلف حکومتی‬ ‫اداروں کے کارکنان نے میرے حجاب کو ‪ beanie‬یا وہ چیز‬ ‫کر کے پکارا ہے اور پھر اپنی انگلیوں کو اپنے رس کے گرد‬

‫پیارے آئیس لینڈ۔‬ ‫مجھے کبھی یہ موقع نہیں مال کہ میں مسلامن عورت‬ ‫ہونے کی حیثیت سے آئیس لینڈ میں رہنے کے تجربہ کے‬ ‫حوالہ سےبات کروں۔ خاص طور پر ایک ایسی مسلامں‬ ‫عورت کی حیثیت سے جو پردہ کرتی ہے اور اپنا رس‬ ‫ڈھانکتی ہے۔ میں نے سوچا کہ اس موقع پہ میں اپنے‬ ‫ساتھ اور آپ کے ساتھ بھی کھلے رنگ میں بات کروں کہ‬ ‫یوکے سے یہاں منتقل ہو کے گزشتہ آٹھ سال میں میری‬ ‫زندگی کیسی گزری۔‬ ‫میری پہلی یاد ‪ Bonus‬میں خریداری کے وقت کی ہے۔‬ ‫میں ابھی ابھی آئیس لینڈ تھی۔ میں بیس سال کی تھی‪،‬‬ ‫میری نئی نئی شادی ہوئی تھی اور اپنے آپ کو بہت خوش‬ ‫قسمت سمجھ رہی تھی۔ میں سمندر کے قریب رہ رہی‬ ‫تھی اور پہاڑوں اور آتش فشاں پہاڑوں نے می را احاطہ کیا‬ ‫ہوا تھا۔ ہوا تازہ تھی اور پانی صاف تھا۔ بہر حال‪ ،‬میں‬ ‫اپنی خریداری میں مرصوف تھی اور مختلف چیزیں اپنی‬ ‫‪ trolley‬میں ڈال رہی تھی جب ایک بڑی عمر کی خاتون‬ ‫نے میرے کندھے پہ ہاتھ رکھ کے کہا کہ آپ بہت‬ ‫خوبصورت ہو اور میں خوش ہوں کہ آپ ان عورتوں میں‬ ‫سے نہیں ہو جو اپنا منہ بھی ڈھانکتی ہیں۔ مجھے اس‬ ‫وقت پتا نہیں تھا کہ می را اس پہ کیا رد عمل ہونا‬ ‫چھاہئےکیونکہ انہوں نے کی تو تعریف تھی لیکن مجھے‬ ‫پسند نہیں آئی۔ میں نے ان کا شکریہ ادا کیا اور دوبارہ‬ ‫اپنی خریداری میں مرصوف ہو گئی۔ کچھ ملحے بعد ہی‬ ‫میں نے محسوس کیا کہ لوگ مجھے گھور کے دیکھ رہے‬ ‫تھے اور اس وقت سے مجھے ہر آن ان گھورنے والی نظروں‬ ‫کا احساس ہوتا ہے۔ بہت سارے لوگوں نے مھجے ایسے‬ ‫تبرصے دئے ہیں جن میں میرے ہم عرص‪ ،‬میرے ساتھ کا‬ ‫کرنے والے اور غیر بھی شامل ہیں۔ میری نظر میں یہ‬ ‫جھوٹی تعریفیں ہیں جن کے ذریعہ ہیاں کے لوگ اپنی‬

‫‪Höfuðklúturinn sem svífur í köldum vindi‬‬ ‫‪The Scarf that Glides on Cold Winds‬‬ ‫‪Dear Iceland,‬‬ ‫­‪I have never had the opportunity before to openly discuss my expe‬‬‫‪riences as a Muslim woman living here. Particularly, as a Muslim‬‬ ‫‪woman who chooses to cover her head with a headscarf. I thought‬‬ ‫‪I would take this moment to have an honest conversation with‬‬ ‫‪myself, and you, about how life has been here since I moved from‬‬ ‫‪the UK eight years ago.‬‬

‫‪76‬‬

‫‪Kæra Ísland,‬‬ ‫‪Ég hef aldrei áður fengið tækifæri til að ræða opinskátt um reynslu‬‬ ‫‪mína sem múslimsk kona sem býr á Íslandi. Sérstaklega sem múslímsk‬‬ ‫‪kona sem velur að hylja höfuðið með höfuðklúti. Ég ætla að nýta‬‬ ‫‪þessa stund til að eiga heiðarlegt samtal við sjálfa mig, og þig, um‬‬ ‫‪hvernig lífið mitt hefur verið síðan ég flutti hingað frá Bretlandi fyrir‬‬ ‫‪átta árum.‬‬ ‫ ‪  THE STUDENT PAPER‬‬


Þýðing / Translation Mahdya Malik & Hallberg Brynjar Guðmundsson Ein minning stendur uppúr. Það var þegar ég var að versla í Bónus stuttu eftir að ég var flutt til Íslands. Ég var tvítug, nýgift og trúði varla minni eigin heppni. Ég bjó við sjóinn, með eldfjallalandslag og fjöll allt í kringum mig. Loftið var ferskt og vatnið hreint, en nóg komið af útidúr og snúum okkur aftur að punktinum. Þá var ég í Bónus í mínum eigin heimi að setja vörur í körfuna mína þegar öldruð kona bankaði mig í öxlina og sagði við mig: „Þú lítur fallega út og ég er fegin að þú ert ekki ein af þessum konum sem hylur andlitið sitt.“ Ég var ekki viss hvernig ég ætti að bregðast við þessu vegna þess að þetta var meint sem hrós, en það sat ekki vel í mér. Ég þakkaði fyrir hrósið og fór aftur að versla, en fljótlega tók ég eftir því að fólk var að stara á mig. Síðan þá hef ég alltaf tekið eftir stöðugu störunum. Ég hef fengið fjölmargar athugasemdir í þessum dúr frá jafnöldrum, samstarfsmönnum og ókunnugum. Fyrir mér þá eru þessar athuga­ semdir ekki hrós heldur líður mér eins og Íslendingar séu að viður­kenna tilvist mína með sínu samþykki. Stundum velti ég fyrir mér hvort að Íslendingar sjái mig ekki sem fallega og heila manneskju. Gæti það verið út af því að ég geng með klút á höfðinu? Ég, fyrir náð Guðs, hef aldrei fundist ég vera lægri sett öðrum sem múslimsk kona. Þessi ummæli eru minna skaðleg fyrir geðheilsu mína heldur en þau ummæli sem eru viljandi særandi og fordómafull. Ummæli sem birtast sem reiðar athugasemdir svo sem „þetta er Ísland“ eða „þú mátt ekki klæða þig svona hérna“ eru viljandi særandi. Ég get ekki ímyndað mér af hverju slæða sem er á höfðinu á mér ætti að trufla einhvern svo mikið að þau verði reið. Dagurinn sem kemur eftir svona ummælum er alltaf erfiður, þó að ég sé ánægð og sátt með val mitt um að ganga með slæðu, þá er leiðinlegt að vera niðurlægð opinber­ lega. Ég er praktísk og rökræði oft við sjálfan mig. Ég segi við mig sjálfa að þetta sé sjaldgæft og líklegast muni þetta ekki gerast aftur í bráð. Ég leyfi manneskjunni að njóta vafans, það gæti verið að hún viti ekki mikið um múslima eða íslam, og því byggist fordómar hennar á fáfræði. Ég hef líka samúð með þeim hugsununarhætti að höfuð­ klútur sé eitthvað framandi fyrir Íslendinga. Ég er útlendingur og skil að það geti verið erfitt að horfast í augu við eitthvað sem þú hefur engan skilning á. Mér finnst fræðslunni um erlenda menningu og trúarbrögð á Íslandi vera mjög ábótavant. Ég hef lent í því að ríkisstarfsmenn hafi vísað í höfuðklútinn sem „beanie“ húfu eða „þarna hlutinn á höfðinu þínu“ og í framhaldi að því hringsnúið fingrinum um höfuðið á sér til að tjá sjónrænt það sem þau eru að tala um. Ég kalla þetta höfuðklút, en orðið breytist eftir tungumálum. Almennt séð er Hijab, það sem fólk heldur að höfuðklúturinn sé, táknrænt hugtak fyrir hógværð hjá bæði konum og körlum. Karlmenn verða einnig að leggja stund á Hijab. Þegar ég hef lent í rökræðum við manneskjum um lífsval mitt og mér hefur verið sagt að gildi eins og hógværð og trú mín, íslam, eigi ekki heima á Íslandi þar sem þau samræmast ekki gildum hiðs veraldega, siðmenntaða og femíníska Íslands. Ég hef lent í því að fólk noti þung og gildishlaðin orð til að lýsa menningunni minni. Orðum eins og kúgandi, full of kvenfyrirlitningu, hatursfull, gamaldags og ofbeldisfull. Samt tengi ég ekkert við þessi orð. Ég veit að það er vin­sæl skoðun að múslimskar konur, eins og ég, sem tjá hógværð sína með klæðaburði séu kúgaðar af trú sinni. Ég vil hins vegar meina að það er samfélagið í kringum sé kúgandi. Hvað er meira femínísk hugsun heldur en kona sem lifir lífinu á sínum forsendum? Samt lendi ég í því að það sé grafið undan vali mínu, það er efast um það og snúið upp á það til þess að sýna fram á að val mitt sé afleiðing kúgunar. Þetta er samt ekki alslæmt. Meirihluti fólks sýnir virðingu eða eru áhugalaus þegar kemur að trú minni. Það sýnir líka mikla vinsemd og umburðarlyndi. Ég er kannski ekki Íslendingur samkvæmt hefð­bundnum skilningi en Ísland er heimili mitt og ég er þakklát fyrir að búa hér.

THE STUDENT PAPER

STÚDENTABLAÐIÐ

The first and foremost memory that always jumps out is when I was shopping in Bonus buying groceries. It was soon after I had arrived in Iceland. I was a starry-eyed newly-wedded 20 year old, who could not believe her luck. I was living by the ocean, with vol­canic landscapes and mountains all around me. The air was fresh and the water pure. Getting back to the point, I was minding my own business,placing items in my cart, where an elderly lady tapped me on my shoulder and told me: ‘You look beautiful, and I am glad you are not one of those women who covers their faces’. I wasn’t exactly sure how to respond to this because it was a compliment, but it did not sit right with me. I said ‘thank you’ and went back to shopping, but shortly I realised that people were staring at me. Since then I always notice the constant stares. I have received numerous comments along those lines by peers, colleagues and strangers. To me these are backhanded compliments, where the Icelandic person is trying to validate me by giving me their ap­proval. Sometimes I even wonder if they think I do not see myself as beautiful and whole. Do people around me think that I am lack­ing in some way because I have a piece of cloth on my head. I, by the grace of God, have never felt less or inferior as a Muslim woman. Although these comments are definitely less harmful to my mental health than the outright enraged and vicious ones, the occa­sional very public, vocal and angry comment ‘this is Iceland’ or ‘you can’t dress this way here’ causes hurt. I can’t imagine why a scarf that is on my head would bother someone else to the extent that they are enraged. The next day is always difficult, even though I am happy and content with my choice of wearing the headscarf, it is not nice to be publicly humiliated. I am practical,and reason with myself. I tell myself that this was a rare occasion and that it will most likely not happen again any time soon. I give the other person the benefit of doubt, they might just not know enough about Mus­lims and Islam so they have made this hurtful remark in their igno­rance. I can also sympathise and understand that the scarf is foreign and what it symbolises is foreign. I am foreign and some­ thing you have no understanding of can be scary to face. I find that education around cultures and religions in Iceland is lacking. There have been staff members at government buildings that have addressed my headscarf as a ‘beanie’ or ‘that thing’ and then proceeded to dramatically circle their finger around their head to visually express what they are talking about. I call it a headscarf, in other languages the word changes. Popularly, Hijab which is what people believe the headscarf to be, is actually the concept of mod­esty for both men and women. Men have to practice Hijab as well. The occasional person has tried to debate me about my life choices and I have been told that values like modesty and in large my reli­gion, Islam, do not belong in, and align with the values of the sec­ular, civilised and feminist Iceland. I have had people throw at me some very heavy words like oppression, misogyny, hateful, back­ wards and violent. Yet I cannot relate to any of these words. I know it is a popular belief that Muslim women, like me, who express their modesty outwardly are oppressed by their religion but I would argue it is society around us that is oppressive. What is more fem­inist than a woman living her life as she pleases, but then why is my choice to live my life as I please undermined, questioned and twisted to somehow present it as a result of oppression. It is not all bad. The majority of people are respectful if not indifferent and show great kindness and tolerance. I might not be an Icelander by definition but Iceland is still home and I am grate­ful to be living here.

77


Arnheiður Björnsdóttir

Þýðing / Translation

Sindri Snær Jónsson & Þórunn Halldórsdóttir

Mynd /Photo

gulleggid.is

Grein / Article

Gulleggið: Stökkpallur fyrir frumkvöðla Gulleggið: A Jumping-Off Point for Entrepreneurs Gulleggið er frumkvöðlakeppni á hugmyndastigi sem haldin hefur verið af Icelandic Startups síðan 2008. Gulleggið er stærsta keppni sinnar tegundar á landinu og eru árlega sendar inn yfir 200 viðskipta­ hugmyndir. Gulleggið hefur nú verið flutt af hausti og fram í janúar og samhliða því verða talsverðar breytingar gerðar á keppninni. Áfram verður lögð rík áhersla á að þetta sé hugmyndakeppni og keppendur mega ekki hafa tekið inn fjármagn umfram 2 milljónir króna. Þeir mega heldur ekki hafa tekjur af hugmyndinni nú þegar. Auk þess hefur verið fallið frá kröfu um tengsl við háskólana og því er Gulleggið opið öllum í fyrsta sinn. Frítt er að senda hugmynd í keppnina og að skrá teymi til þátt­töku og það er opið fyrir skráningu út 13. janúar. Vinnusmiðjur fyrir alla þátttakendur fara svo fram helgina 15.-16. janúar. Fjöldi reyndra frumkvöðla og sérfræðinga munu taka þátt í vinnusmiðjunum og þar munu keppendur læra að móta hugmyndina og búa til svokallað „pitch deck“ eða stutta glærukynningu sem tekur á öllum þáttum hugmyndarinnar. Í kjölfarið senda keppendur kynningar sínar inn og fjölskipuð dómefnd mun velja 10 bestu kynningarnar. Þeim hópi verður síðan boðið aftur í kraftmikla vinnuhelgi sem fer fram helgina 29.-30. janúar og eftir hana eiga keppendur að vera tilbúnir til að standa uppi á sviði og kynna hugmyndina af öryggi. Lokakeppnin verður opin öllum og fer fram í Grósku þann 4. febrúar. Til mikils er að vinna, Lands­ bankinn veitir aðalverðlaunin sem eru 1 milljón króna, utan fjölda aukaverðlauna. Gulleggið hefur verið haldið frá árinu 2008 og hafa borist yfir 3000 hugmyndir í keppnina síðan þá. Af þeim hafa 140 hugmyndir komist í topp 10 og keppt í úrslitum. Gulleggið veitir frumkvöðlum aðstoð við mótun hugmynda sinna og hefur keppnin það hlutverk að koma hugmyndunum í framkvæmd. Einnig er hægt að sækja um þátt­  THE STUDENT PAPER

Gulleggið is a startup competition held by Icelandic Startup and is the largest of its kind in Iceland, with over 200 business ideas submitted each year. Gulleggið has now shifted from its normal autumn-spot to January and subsequently, some changes are being made to the competition There will still be a strong emphasis on this being a compe­ tition of ideas and startups, ensuring that participants should not have received funding over 2 million krona or started taking in revenue from the idea. Additionally the demand that participants must have ties to the university has been dropped, so for the first time, Gulleggið is open to anyone. Registering a team and/or sending in an idea is free, and regis­tration is open until January 13th. Workshops for all participants will be during the weekend of January 15th-16th. Various individuals lead the workshops, each of whom are very proficient in their field, including entrepreneurs, investors and other specialists who guide and support the young entrepreneurs in taking their first steps. This includes the making of a so-called “pitch deck”, which is a short PowerPoint presentation that includes all aspects of the idea. After the workshops, competitors will send in their presenta­ tions and a panel of judges will choose the top 10 presentations. This group will then be invited back to a second-round high octane workshop over the weekend of 29-30 of January. After this second workshop, it is expected that competitors are ready to stand on a stage and sell their idea with confidence. The final competition will be open to all and takes place in Gróska on the 4th of February. The prizes are both prestigious and generous, Landsbankinn hands out the prize for 1st place which is 1 million kronas, in addition to many other prizes. Gulleggið was started in 2008 and has received more than

78


STÚDENTABLAÐIÐ

töku í Gullegginu án hugmyndar, en þá er þeim sem senda inn hug­mynd í Gulleggið fenginn listi yfir skráða einstaklinga án hug­myndar, og eiga teymin því kost á því að tengjast saman í fyrstu vinnusmiðju keppninnar. Árlega skipar verkefnastjórn Gulleggsins um tólf háskólanem­ endur í hóp eitt ár í senn. Nemendurnir sem skipaðir eru í hópinn eru meðlimir nýsköpunar- og frumkvöðlanefnda Háskóla Íslands, Há­skólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri og Listaháskóla Íslands. Hópurinn tekur þátt í fjölbreyttum verkefnum Icelandic Startups út skólaárið og sér að miklu leyti um framkvæmd keppninnar undir handleiðslu verkefnastjóra Icelandic Startups. Margar hugmyndir hafa þróast mikið síðan þær tóku þátt í Gull­egginu og má þar nefna Meniga, Controlant, Videntifier og GeoSilica sem nokkur dæmi um slíkt. Vinningshafar Gulleggsins árið 2020 var HEIMA app. HEIMA er skipulagsforrit heimilisins sem sér um verkaskiptingu og hugræna byrði heimilisins þar sem að notendur appsins geta skipt með sér heimilis- og húsverkum á auðveldan hátt. HEIMA smáforritið er enn í vinnslu og er væntanlegt bráðlega. Í öðru sæti var Hemp Pack sem er sprotafyrirtæki sem framleiðir niðurbrjótanlega trjákvoðu (resin) sem kemur í stað plasts. Í þriðja sæti var Frosti Skyr sem er frost­ þurrkað og laktósafrítt skyr. Þá er skyrflögum blandað út í vatn og hrært saman. Þannig fæst sama áferð og áður en Frosti Skyr geymist mun lengur en hefðbundið skyr og er að auki án nokkurra rotvarna­ refna. Öll þessi verkefni hafa haldið þróun sinni áfram á einn eða annan hátt, HEIMA app tók þátt í Pinc Capital í Malmö í október en Pinc Capital er norrænn fjárfestingafundur kvenna. Hemp Pack kynnti sitt verkefni á fjárfestadegi Hringiðu fyrr á árinu, þar sem 7 sprotafyrirtæki á sviði hringrásarhagkerfisins kynntu verkefni sín. Frosti Skyr fer á markað í Evrópu á næsta ári og hófu stofnendur Frosta Skyr nýlega samstarf við Nestlé við vöruþróun skyrsins.

3.000 business ideas since then. Out of those, 140 have made the top 10 and competed in the finals. Gulleggið assists entrepreneurs in evolving their ideas, and the objective of the competition is to get the ideas into production. It is also possible to apply without having an idea ready, as those who applied with ideas receive a list of the names who did not, so the teams have the option to network during the first workshop. Every year, the project management at Gulleggið chooses twelve students from the University of Iceland, Reykjavík Univer­ sity, University of Akureyri and Iceland University of the Arts to join the Innovation and Entrepreneurship committee for the com­ing year. The students participate in various projects with Icelandic Startup throughout the school year and are involved in setting up the competition with guidance from Icelandic Startup's project manager. Many ideas have been developed a great deal since competing in Gulleggið, including Meniga, Controlant, Videntifier and Geo­Silica, to name a few. The winning idea of 2020 was the HEIMA app. HEIMA is a management app for the family that aims to manage the house­ hold’s day-to-day responsibilities, as it gives its users an easy way to delegate chores. The HEIMA app is still in development and will soon be available to the public. In second place was the startup company Hemp Pack that produces biodegradable tree resin, which can be used as a substitute for plastic. A freeze-dried and lactosefree skyr called Frosti Skyr, made by mixing flakes of skyr with water, took third places . It has the same consistency as regular skyr but lasts longer, even though it includes no preservatives. All these projects have developed further in one way or another; in October, the HEIMA app participated in the Nordic Female Investor Meetup pitching event, Pinc Capital in Malmö, Sweden. Hemp Pack intro­duced its idea at Hringiða's Investor Day, where seven startups in the field of the circular economy introduced their projects. Frosti Skyr will be available in stores in Europe next year, and recently the founders of the company started a partnership with Nestlé to develop the product further.

Grein / Article

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

Victoria Bakshina

Áhyggjur ungs fólks á Norðurslóðum What Concerns the Arctic Youth? Fyrsta Hringborð Norðurslóða síðan 2019 fór fram í Hörpu dagana 14.-16. október. Um 2000 fulltrúar frá öllum heimshornum sóttu samkomuna. Umræðuefni og tiltökumál voru fjölbreytt og altæk en það var sérstaklega áhugavert að sjá hversu margir fulltrúar ungs fólks voru og hlusta á hvað þeir hafa að segja. Þessi grein er saman­ tekt af erindum sem flutt voru af ungum fulltrúum á nokkrum pall­borðum.

The first Arctic Circle since 2019 took place in Harpa Concert Hall on October 14-16. Around 2000 delegates from all over the world have attended the assembly. The topics and issues discussed were diverse and all-embracing, but it was specifically interesting to see a great representation of young people and listen to what they have to say. The current article is a summary of the points brought for­ward by youth representatives at several panels.

ALMENN MÁLEFNI   Sýnileiki og þátttaka Á Hringborði Norðurslóða og annarra þinga innan þess svæðis hafa unglingar ætíð verið mjög virkir, bæði í sínum heimalöndum og al­þjóðlega. Hins vegar eru þeir alltaf aðskildir frá „fullorðins“ pallborðum, eins og Daria Makhotina, núverandi formaður Barents Regional Youth Council (BRYC), benti á. Skipuleggjendur virðast alltaf finna pláss fyrir unga fulltrúa til að ræða mál sem eru þeim hugleikin, en þeir sömu skipuleggjendur gleyma að fella ungt fólk inn í stærri samræður og samvinnu. Vinna ungs fólks er skapandi

GENERAL ISSUES   Representation and Involvement The Arctic Youth has always been diversely represented at the Arc­tic Circle and other assemblies and panels within the Arctic region, on a local and an international level. However, the youth is always separated from the “adult” panels as Daria Makhotina, current chairperson of the Barents Regional Youth Council (BRYC), pointed out. It seems that the organizers always have a place for the youth delegates to discuss the issues that they have their hearts set on but forget to include them into a bigger dialogue and cooperation. The

THE STUDENT PAPER

79


STÚDENTABLAÐIÐ

en þau eru fámennt, frekar hvatvíst og óskipulagt afl sem þarfnast ógagnrýninnar leiðarlýsingu, kennslu og viðurkenningu frá sér­ fræðingum viðkomandi faggreina. Stjórnvöld ættu að styðja við núverandi unglingasamtök og hvetja til betri þátttöku.   Fólksfækkun, einangrun, og atgervisflótti Ungt fólk myndar stærsta hóp innflytjenda á norðurslóðum. Ung­menni eru líka stærsti hópurinn til að líða fyrir einangrun og skort á rými til að sinna margs konar starfsemi. Þetta veldur því að þau hefjist handa við áfengis- og fíkniefnaneyslu og sjálfsmorðstíðni fer að aukast. Ungt fólk flytur heldur til aðlaðandi svæða sem veita betri menntunar- og starfstækifæri. Samfélög missa því mikinn fjölda ungra sérfræðinga og menningarsamskiptamiðla, síðasta þráðinn sem tengir gamla heiminn við hinn nýja. Þess vegna er mikilvægt að byggja upp sjálfbæra Norðurslóðainnviði sem eru nauðsynlegir fyrir heilbrigt samfélag og unglingaþátttöku. Það þarf að styðja við verk­efni sem varða byggingu viðbragðsmeðferðarstöðva, frekari þróun landsbyggðar með áherslu á samsköpun og sambúð frekar en tæmingu á núverandi mannauðs- og náttúruauðlinda.

SÉRSTÖK MÁLEFNI SEM VARÐA FRUMBYGGJA­UNGLINGA NORÐURSLÓÐA   Mataröryggi Loftslagsbreytingar hafa töluverð áhrif á mataröryggi og hefðbundna hætti matarvarðveislu á Norðurslóðum. Á hverju ári verða veturnir kaldari og frumbyggjar safna minni uppskeru. Önnur hætta stafar af stórfyrirtækjum sem kaupa lönd eða auka við þeirra framkvæmdir á frumbyggjalöndum og stofna þeim í mengunarhættu. Málið hefur einnig menningarlegt samhengi: Matarsöfnun er óaðskiljanlegur hluti af mörgum frumbyggjamenningum verandi samskiptakostur milli hinna öldruðu og ungu og mikilvægt form dægradvalar. Þegar frum­byggjar eru sviptir venjum sínum um matarsöfnun og varðveislu er verið að þvinga þessar þjóðir til að svelta í hel, og um leið er mikil­ vægur menningarþáttur afmáður. Það stuðlar oft að einangrun, geð­rænum vandamálum og áfengis- og fíkniefnaneyslu því fólk, sérstak­ lega unglingar, hefur engan stað til að koma saman og gera eitthvað. Þess vegna er markmið fyrir framtíðar frumbyggja Norðurslóða að vinna að viðhaldi á hefðbundnum formum af matarvarðveislu og tryggja stöðu frumbyggjasvæða sem bannsvæði fyrir stóriðju.   Frjálst og fyrirfram upplýst samþykki Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, er frjálst og fyrirfram upplýst samþykki „sérstakur réttur sem varðar frumbyggja og er viðurkenndur í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttindi frumbyggja. Þessi réttur gerir þeim kleift að veita eða neita samþykki fyrir verkefni sem geta haft áhrif á þá eða þeirra svæði. Þegar þeir hafa veitt samþykki, geta þeir afturkallað það á hvaða stigi sem er. Enn fremur, FFUS gerir þeim kleift að semja um við hvaða aðstæður verkefnið mun vera hannað og framkvæmt, fylgjast með og meta niðurstöður. Þetta er líka greypt í alhliðarétt til sjálfsákvörðunar.“ Nú bera frumbyggjar minnstu ábyrgð á breytingum á Norður­ slóðum en eru að þjást mest. Svæði sem hafa áratugum saman verið veiðilendur og smalahagar, umhverfi fyrir matarsöfnun eru keypt af stórfyrirtækjum til auka við framleiðslu sína. Þetta reynir á frum­ byggja sem tapa núþegar lífsháttum sínum vegna loftslagsbreytinga. Þess vegna hefur hugtakið Frjálst og Fyrirfram Upplýst Samþykki verið kynnt til leiks. Það veitir frumbyggjum þann rétt að segja nei við verkefnum á eigin svæðum til að vernda eigin lífshætti og varðveita   THE STUDENT PAPER

youth work is creative, but low in numbers and it is rather an im­pulsive and chaotic force that needs indiscriminate direction, mentoring, and acknowledgment from the professionals of the respective fields. The government should support existing youth organizations and encourage better participation.   Depopulation, Isolation, and Brain Drain Young people in the Arctic region form the biggest group of immi­grants. The youth is also the biggest group to suffer from isolation and lack of space for practicing a wide range of activities. This causes them to turn to alcohol and substance abuse, the suicide rates are increasing as well. The young are migrating to more at­tractive regions that provide better educational and vocational opportunities. The communities lose a huge number of young pro­fessionals and cultural communicators, the last thread connecting the old and the modern world. That’s why it is important to work on building up a sustainable Arctic infrastructure, necessary for healthy community and youth engagement, including initiatives on creating mental and crisis support centers, developing the rural areas more, focusing on co-creation and cohabitation rather than exhausting existing available human and natural resources. ISSUES SPECIFIC FOR THE INDIGENOUS ARCTIC YOUTH   Food Security Climate change is greatly affecting the food security and traditional ways of food conservation in the Arctic regions. Every year the winters are colder, and the Indigenous Peoples collect less harvest. Another danger is big industries buying the lands or expanding their business close to indigenous lands, putting them at risk of pol­lution. The issue also has a cultural context: food gathering is an integral part of many indigenous cultures, a way of communi­ cation between the elderly and young, and an important form of pastime. If one deprives Indigenous Peoples of their practices in food gathering and conservation, it potentially puts these peoples at risk of starvation and erases an important element of their cul­ture. It often contributes to isolation, mental health problems, and alcohol and substance abuse, as the people, specifically the young, have no place to gather and nothing to do. That’s why a goal for the future Indigenous Arctic is to work towards preserving traditional forms of food conservation and securing the position of indigenous lands as no-go territories for big industries.   Free, Prior, and Informed Consent (FPIC) According to the Food and Agriculture Organization of the United Nations, Free, Prior, and Informed Consent (FPIC) is “a specific right that pertains to indigenous peoples and is recognized in the United Nations Declaration on the Rights of Indigenous Peoples (UNDRIP). It allows them to give or withhold consent to a project that may affect them or their territories. Once they have given their consent, they can withdraw it at any stage. Furthermore, FPIC enables them to negotiate the conditions under which the project will be designed, implemented, monitored, and evaluated. This is also embedded within the universal right to self-determination.” Currently, the Indigenous Peoples are the least responsible for the Arctic change but are suffering the most. The lands that have traditionally been hunting grounds, deer-herding pastures or fields for gathering food, are bought by huge industries to expand their manufacturing. It takes a toll on the Indigenous Peoples who are already losing their way of life due to climate change. That’s why the concept of FPIC has been introduced. It gives Indigenous Peoples the right to say no to projects on their lands, thus protect­ ing their ways of life and preserving it for the next generations. The

80


STÚDENTABLAÐIÐ

þá fyrir komandi kynslóðir. Markmið framtíðar frumbyggja norður­ slóða er að tryggja að tekið verði tillit til þessa hugtaks og það sé notað oftar.

goal for the future Indigenous Arctic is to ensure that this concept is taken into consideration and implemented more often.

Siðferðileg og réttlát þátttaka ETHICAL AND EQUITABLE ENGAGEMENT SYNTHESIS REPORT: A collection of Inuit rules, guidelines, protocols, and values for the engagement of Inuit Communities and Indigenous Knowledge from Across Inuit Nunaat er skýrsla um sameiginlega tilraun og þekkingu Inúíta sem búa í Alaska, Kanada, Grænlandi og Chukotka-svæði í Rússlandi. Skýrslan er þróuð út frá upplýsingum sem koma frá samfélögum Inúíta og stofnana þeirra sem hafa þrýst á áhrifamikinn hagnað í frumbyggjaréttindum, sjálfsákvörðunarrétti, menningar­ samfelldni og viðurkenningu fyrir lífsháttum Inúíta. Skýrslan var unnin af Victoriu Qutuuq Buschman, post-doktor við International Arctic Research Center við Háskólann í Alaska Fairbanks. Frumbyggjar eru elstu íbúar Norðurslóða og búa yfir ofgnótt af þekkingu um náttúruna og auðlindir. Þetta eigum við til að hunsa algjörlega og huga frekar að hagsmunum og markmiðum fyrirtækja sem tilheyra ekki þessum hópi. Þannig gleymist stór hópur fólks sem ætti að hafa eitthvað um málin að segja. Unglingar gegna oft hlut­verki menningarþýðenda fyrir hina öldruðu – þeir tala frumbyggjamál og geta hugsanlega komið því og dýrmætum menningarbundnum upplýsingum áfram til komandi kynslóða. Samkvæmt þessari skýrslu er eitt af markmiðum framtíðar Norðurslóða að gefa frumbyggjum jafn stóran vettvang og öðrum þjóðum: Handhafar frumbyggja­ þekkingar ættu að njóta jafngildrar stöðu óháð formlegri menntun til að deila sinni reynslu; og stjórnvöld ættu að styðja við unglinga sem gegna hlutverki menningarþýðenda fyrir hina öldruðu.

Ethical and Equitable Engagement ETHICAL AND EQUITABLE ENGAGEMENT SYNTHESIS REPORT: A collection of Inuit rules, guidelines, protocols, and values for the en­gagement of Inuit Communities and Indigenous Knowledge from Across Inuit Nunaat is a report on the combined effort and knowledge of Inuit living in Alaska, Canada, Greenland, and Chukotka (Russia). The information found here comes from materials previously devel­oped by Inuit communities and organizations, who have pushed for impressive gains in Indigenous rights, sovereignty, cultural con­tinuity, and recognition for the Inuit way of life. The report has been carried out by Victoria Qutuuq Buschman, a postdoctoral re­searcher at the International Arctic Research Center at the Univer­sity of Alaska Fairbanks. The Indigenous Peoples are the oldest inhabitants of the Arctic region and possess a plethora of knowledge on nature and its resources. Currently, we tend to greatly disregard it favoring the agenda of non-Indigenous corporations and their goals, thus for­getting a huge interest group. The youth very often serve as cultural translators for elders – they are the ones who speak Indigenous lan­guage and can potentially pass it and valuable cultural information on to future generations. According to this act, one of the goals for the future of the Arctic is to give Indigenous Peoples an equally big platform: the Indigenous knowledge holders should be held in at least equal standing regardless of the formal qualifications of the researchers to share their experience, and the governments should support the youth serving as cultural translators for the elderly.

Grein / Article

Þýðing / Translation Þórunn Halldórsdóttir

Francesca Stoppani

Hafðu það notalegt í vetur Bestu sætindi í Reykjavík Get Yourself Cozy in the Winter Best Sweet Treats in Reykjavík Hver sagði að Íslendingar væru ekki með matarmenningu? Kannski er menningarlegi maturinn ekki beint sá girnilegasti, en borgin býður upp á margbreytilegan matarvettvang. Það er staður fyrir hvern smekk, frá ramen til taco, amerískum rifjum til grænkeramöguleika. Þegar daginn fer að stytta, göturnar verða ísilagðar og kerta­ ljósadýrð kemst aftur í tísku, er ekkert betra en að fara í miðbæinn og dekra við sig með sætindum og heitum drykk. Mig langar að deila með ykkur nokkrum stöðum þar sem þið getið slakað á, hangið og meðtekið notalegheitin með nokkrum af bestu sætindunum sem þú finnur í Reykjavík. DEIG – KLEINUHRINGIR Ég hafði aldrei verið aðdáandi kleinuhringja fyrr en ég smakkaði kleinuhringina frá Deig. Þeir eru svo bragðgóðir og huggandi, besta leiðin til að byrja, halda áfram með eða enda daginn. Fullkomnir hvenær sem er. Þeir eru í ýmsum formum, úr mismunandi deigi með mismunandi brögðum. Persónulega eru mínar uppáhalds tegundir kanilkrulla, úr frönsku vatnsdeigi, og hin mikilfenglega crème brulée bolla, sem er fyllt með (glás af) rjómakremi og ristuð á toppnum.

THE STUDENT PAPER

Who said Iceland does not have a food culture? Perhaps the tradi­tional food might not be exactly appealing, but the capital offers a vibrant food scene. There is a place for every taste, from ramen to tacos, American ribs to plant-based options. When the light starts lacking, the roads get icy and candlelight bonanza comes back in style, there is nothing better than going downtown and treating yourself with a sweet treat and a warm drink. I want to share with you a few spots where you can relax, hang out and embrace the coziness with some of the best sweet treats you can find in Reykjavík. DEIG – DONUTS I had never been a fan of donuts until I tried those from Deig. They are so tasty and comforting, the best way to start, continue or fin­ish your day. Perfect at any time. They come in different shapes, doughs and flavors. My personal favorites are the cinnamon cruller, made out of french choux dough and the mighty crème brulée donut, filled with (a lot of) custard and torched on the top.

81


Grein / Article

Þýðing / Translation

ALEPPO CAFÉ – MIÐ-AUSTURLENSKAR KRÆSINGAR Þetta er án efa eitt af bestu kaffihúsunum í bænum, með öðruvísi ívafi. Eigendurnir eru frá Sýrlandi svo þarna er mikið framboð af alls kyns mið-austurlenskum sætindum og bakkelsi, auk hefðbundinna evrópskra bakkelsa. Auk þess bjóða þau upp á sýrlenskt kaffi, sem er nokkuð sterkt (kryddað) og svo bragðmikið. Uppáhaldið mitt þar eru pistasíu- eða sítrónubolla.

ALEPPO CAFÉ – MIDDLE EASTERN DELICACIES This is hands down one of the best cafés in town, with a twist. The owners are Syrian so there is a huge assortment of Middle Eastern traditional sweets and pastries along with basic European café pastries. In addition, they serve Syrian coffee which is kind of spicy and so flavorful. My go-to treat there is a pistachio or lemon bun.

LUNA FLÓRENS & LÓLA FLÓRENS – BAUNIN GRÆNKERAKÖKUR Ef þú ert að leita að sætu grænkera góðgæti í einni sneið þá þarftu að kíkja á Luna Flórens og nýlegri viðbót þess sem opnaði í haust, Lóla Flórens. Hér eru sköpunarverk Baunin, sem er grænkera list­bakari, seld til svangra viðskiptavina. Kökur Baunin eru ekki aðeins ótrúlega bragðgóðar, með upprunalegum og árstíðarbundnum bragðsamsetningum, heldur eru þær einnig alvöru listaverk þar sem þær eru meistaralega skreyttar. Ef ein eða tvær sneiðar frá þessum kaffihúsum eru ekki nóg til að seðja hungrið geturðu sett þig í beint samband við Baunin og pantað heila köku eða bollakökur fyrir hvaða tilefni sem er, jafnvel að tilefnislausu. Ég meina, hver er ég að dæma (get ekki kastað steinum úr glerhúsi!).

SANDHOLT – FRANSKT BAKKELSI Ef þú hefur komið til Frakklands, eða sértu þaðan, hefurðu ábyggilega verslað við bestu frönsku bakaríin og síðan þá kvartað yfir því að croissant og pain au chocolat annars staðar séu ekki eins góð (hneykslanlegt alveg!). Sem manneskja sem bjó í Frakklandi á meðan hún tók bachelorinn finnst mér ég eiga rétt á og geta af sjálfsöryggi sagt að bakkelsið og brauðið frá Sandholti er mjög nálægt upphaflega hugtakinu. Það er kannski ekki ódýrasta kaffihús Reykjavíkur, en ef þig grípur þrá í sætmeti með frönsku ívafi er þetta staðurinn.

STÚDENTABLAÐIÐ

LUNA FLÓRENS & LÓLA FLÓRENS – BAUNIN VEGAN CAKES If you are looking for some vegan sweet goodness in one slice, then you need to pay a visit to Luna Flórens and its recent addition that opened this fall, Lóla Flórens. Here, vegan cake artist Baunin’s creations are available for customers to purchase. Baunin cakes are not only incredibly tasty, with original and seasonal flavor com­binations, but real pieces of artwork as they are beautifully deco­rated. If one or two slices are not enough at these two cafés, you can directly contact Baunin to order an entire cake or cupcakes for any event or no event at all, I mean who am I to judge (been there, done that!). SANDHOLT – FRENCH PASTRIES If you have been to or are from France, you must have tried the best French pâtisserie and complained since in other parts of the world croissants and pain au chocolat are not the same (what a shocker!). As a person who lived in France throughout their bachelor's, I feel entitled and confident in stating that Sandholt’s french style pas­tries and bread are pretty close to the original concept. It might not be Reykjavík’s cheapest café but if you crave a sweet treat with a French twist this is the place to be.

APÓTEK – FÍNT BAKKELSI Í aðeins fínni aðstæðum getur þú fundið yndislegt úrval af fínu bakk­elsi á Apótek Restaurant. Ef þú vilt upplifa þitt innra munaðar­fulla sjálf verðuru að smakka einn af ómótstæðilegu eftirréttunum þeirra. Ég mæli með súkkulaðirósinni, en þeir líta allir óaðfinnanlega út og eru ótrúlega ljúffengir. Þeir eru þeir dýrustu á þessum lista, en ég myndi segja að þeir séu þess virði, sérstaklega ef þú nýtur fínna úr­vals af sætindum. Þessi listi endurspeglar minn persónulega smekk, sem er ástæðan fyrir því að mér yfirsáust algerlega ísbúðir. En ef þú elskar litla kúlu af rjóma í mínusgráðum mæli ég með ítölsku ísbúðinni Gaeta Gelato.

APÓTEK – FINE PÂTISSERIE In a more fancy setting, you can find a wonderful choice of fine pâtisserie in Apótek Restaurant. If you want to embrace your inner luxurious self, you have to try one of their amazing desserts. I rec­ommend the chocolate rose, but all of them look unreal and taste delicious. They are the most expensive treats compared to the oth­ers I mentioned, but I would say it is worth it, especially if you enjoy a finer selection of sweet treats. This list reflects my personal taste, which is why I completely over­looked the ice cream shops. But if you love a cold ball of cream with minus temperatures, I suggest the Italian ice cream shop Gaeta Gelato.

THE STUDENT PAPER

82


Grein / Article

Þýðing / Translation

STÚDENTABLAÐIÐ

Þar sem týpurnar versla er þér óhætt. Því það er töff að lesa bók! Ekki vera bóklaus á jólanótt.

THE STUDENT PAPER

Háskolatorg, 101 Reykjavík www.boksala.is · Bækurnar heim


Grein / Article

Anastasia Nitsiou Mavrommati (Tess)

Þýðing / Translation Þula Árnadóttir

2022 Tarot: Það sem frú Örlög ber í skauti sér 2022 Tarot: What Lady Fortune Brings Fyrirvari: Allar myndirnar af spilunum eru notaðar einungis til gamans. Ætlunin er ekki að auglýsa neitt af því sem kemur fram í textanum. Allir stokkar eru mín persónulega eign og allar myndir eru teknar á mínum eigin síma.

Við höfum öll gengið í gegnum erfitt ár og þar af leiðandi hefur kvíðinn hjá fólki þotið upp. Í von um að gleðja og aflétta kvíða hjá einhverjum spurði ég spilin mín við hverju við gætum búist frá árinu 2022. Hér er það sem þau sögðu

Disclaimer: All the images of the cards were used for enter­ tainment purposes only. No commercial purposes are involved in this text. All decks are owned by me and all the photos are from my personal phone device.

We’ve all been through a tough year and therefore most people’s anxiety has skyrocketed. In hopes to bring a smile to some people and maybe some ease, I asked my cards for what we could expect for 2022. Here is what they said

11

10

1

4

2

9

3

5   THE STUDENT PAPER

6

8

7 84


STÚDENTABLAÐIÐ

1  Almenn skilaboð fyrir árið: Andi bjarnarins; Staldraðu við Almenn skilaboð frá alheiminum fyrir þetta ár er að draga sig í hlé og hugsa um næstu skref. Eftir að hafa upplifað þær tak­markanir sem fylgdu Covid myndi man hugsa að það væri kominn tími á aðgerðir; alheimurinn er ósammála. Það er kominn tími til að íhuga næstu skref okkar í þessum breytta en þó kunnuglega raunveruleika eftir heimsfaraldurinn.

1  General Message of the Year: Bear Spirit; Take time out The general message of the universe for the year is to take time out and think of our next steps. After all this lockdown one would think that it is time for action; the universe says “no”. It is time to think how to move and navigate ourselves through this changed yet familiar reality that we have after the pandemic.

2  Það sem við skiljum eftir: Tunglið Tunglið getur þýtt marga hluti en ég trúi því hjartanlega að í þessu tilfelli fylgi því sérstaklega skýr skilaboð; það verður ekki meira myrkur í vegi okkar. Fólk er búið að vera í eins konar dvala í gegnum faraldurinn, en nú göngum við út úr því myrkri og stígum inn í ljósið. Það er kominn tími til að takast á við nýjar að­stæður (þegar við erum búin að hugsa hvernig við eigum að höndla þær).

2  What we Leave Behind: The Moon The Moon has many meanings, but I wholeheartedly think that there is one message coming forward; no more darkness shall be in our way. People had a semi-“hibernating” period during the pandemic and now they leave the darkness behind and enter the light. It is time to face the new situation (after we think about how to handle it).

3  Inngangurinn: Gosi í stöfum Gosi í stöfum lýsir nýjum ástríðum og ævintýrum. Fólk er í þann mund að stíga inn í hugarástand sem gerir því kleift að eltast við það sem drífur það áfram. Þú mátt búast við nýju upphafi árið 2022, sérstaklega þegar kemur að ferli, list og ferðalögum. 4  Meðvitundin: Turninn – Dauði – Örlagahjólið Þetta er mjög falleg samsetning sem er táknræn fyrir al­ menning. Turninn táknar aðstæður sem koma upp úr þurru og hreyfa allrækilega við okkur, sem ég túlka sem faraldurinn. Dauði táknar endurfæðingu og nýtt stig lífs; ‘út með það gamla og inn með hið nýja’ eins og oft er sagt. Örlagahjólið er um­snúningur aðstæðna, breyting sem er okkur í hag. Það var hrist upp í okkur með faraldrinum, við breyttumst vegna hans og erum nú tilbúin að eltast við nýja hluti og taka áhættu. 5  Undirmeðvitundin: Sverðadrottning Undirmeðvitundin leiðir að meðvitundinni og er þar af leiðandi ómeðvitaður áhrifavaldur á hegðun okkar. Í þessari stöðu sjáum við hina gullfallegu sverðadrottningu. Hún er þrautseigasta drottningin sem hefur gengið langa leið að sjálfsuppgötvun. Núna er hún búin að finna sinn sannleika og heldur á honum á lofti eins og sverði. Það svipar til þess sem ég held að mörg hafi gengið í gegnum vegna faraldursins, og eru núna tilbúin að halda hinum nýja sannleika nálægt hjartanu og bera höfuðið hátt með hann að vopni. 6  Orka framtíðarinnar: Þrír í bikurum Þrír í bikurum er táknrænn fyrir veislu með vinum. Eftir um­rótið, dauðann og endurnýjunina sem fylgir erum við tilbúin til að eiga samskipti að nýju. Þú mátt búast við að kynnast fleira fólki til að fagna lífinu með - og undirbúðu þig fyrir það að djamma aftur. 7  Mögulegar áskoranir: Þrír í sverðum - fimm í sverðum Þetta er mjög erfið samsetning til að ganga í gegnum. Þrír í sverðum táknar brotið hjarta og fimm í sverðum táknar orrustu og dauða. Það er möguleiki á mörgum mismunandi rifrildum í gegnum árið sem gætu tekið ljóta beygju. Góðu fréttirnar eru að sverðin fjalla almennt um hugræna orku og þankagang; þar af leiðandi er möguleiki á að forðast rifrildi og deilur með því að breyta sínu eigin hugarfari. 8  Möguleg tækifæri: Styrkur Styrkur í þessari stöðu sýnir að það gætu verið mögulegar á­skoranir framundan, en við erum tilbúin til að takast á við þær   THE STUDENT PAPER

3  Entering State: Page of Wands Page of wands is about new passions and new adventures. People are entering a state in which they are ready to pursue what drives them. Expect new beginnings in 2022, especially in matters of career, arts and travelling. 4  What is in our minds: Tower – Death – Wheel of Fortune This is a beautiful combination to have as a mindset for the general public. Tower is about situations that come out of the blue and shake us, thus I think the pandemic. Death is about rebirth to a new stage of life; “out with the old in with the new” as they say. Wheel of Fortune is a change of events for our favor. We were shaken by the pandemic, we changed through it and now we are ready to pursue the new and take our chances. 5  Subconscious: Queen of Swords The subconscious leads the conscious (which is represented by the number four) and therefore is the main driver of our actions. In this position we see the beautiful Queen of Swords. She is the toughest queen who has been through a long journey of self discovery. Now she has found her truth and holds it in her hands like a sword. Similarly, I think most people have been through a transformation within the pandemic and now they are ready to hold their new truths close to their heart and move proudly with them. 6  Future Energy: Three of Cups Three of Cups is about celebration with friends. After all this renewal we are ready to communicate again. Expect to find more people to celebrate life with and be ready to party again. 7  Possible challenges: Three of Swords – Five of Swords This is a very tough combination to go through. Three of Swords is about heartbreaks and Five of Swords is about “battling till death”. There is a possibility of many different arguments throughout the year that may take an ugly turn. The good news is that swords are about thoughts; hence if someone changes their mindset the upcoming arguments and bickering may be avoided. 8  Possible Opportunities: Strength Strength in this position shows that there may be some up­coming challenges; however we are ready to take them on and come out of them as winners. It also shows that we may be able to build for the future.

85


STÚDENTABLAÐIÐ

á áhrifaríkan hátt. Spilið sýnir líka mögulega uppbyggingu í framtíðinni. 9  Útkoma ef við grípum tækifærin: Sjö í mynt Þetta spil segir okkur að gróðursetja fræ og leyfa þeim að vaxa. Hægt og rólega mun áskorunin sem fylgdi spilinu Styrkur láta gott af sér leiða. Mynt í tarot fjallar um veraldlega og áþreifan­ lega hluti, svo þú mátt búast við auknum fjármunum, hollum samböndum eða vinnu þegar þetta spil lætur á sér kræla. 10  Ráðleggingar Aquina – Ekki standa í stað, það eru góðir hlutir handan við hornið: Þessi ráðlegging passar fullkomlega við spilið Styrk. Kannski munu áskoranir árið 2022 virðast erfiðar, en ef við tökumst á við þær uppskerum við í kjölfarið. Rubi and The Foxfighters – Orkan sem þú gefur frá þér laðar að sér fólkið þitt: þetta passar mjög vel við mögulegar áskoranir sem koma frá þremur í sverðum og fimm í sverðum. Árið 2022 þurfum við að hafa nærveru okkar í huga og veita því athygli hvernig okkar hegðun hefur áhrif á umhverfið í kringum okkur, í stað þess að vera föst í sjálfhverfu og yfirborðskenndu hugar­ástandi. Maggie – Knúsaðu einhvern í dag: Ég held að þetta eigi við um alla daga; ekki gleyma að sýna þeim sem þú elskar ást. Það gerir erfiða tíma svo mikið auðveldari. 11   Almennir undirtónar: Tveir í sverðum – Andi broddgaltarins: Tími til þess að temja sér hugarástand byrjandans Ég lýk lestrinum með almennum undirtóni fyrir árið 2022; það eru margar ákvarðanir sem blasa við okkur og til þess að við getum tekið réttar ákvarðanir þurfum við að aðlaga hugarástand okkar að þessari nýju leið til að lifa. Ég vona að þetta hafi verið hjálplegt fyrir einhver ykkar. Munið að tarot er bara til gamans en stundum geta spilin hjálpað okkur að sjá hlutina í nýju ljósi.

9  Outcome if we take said Opportunities: Seven of Pentacles This is a card about “planting your seed and letting it grow.” Slowly in the long term the challenges that came with “strength” will bear fruits. Pentacles is also about tangible things, so expect money, healthy relationships or job con­tracts when this card starts showing its energy. 10  Advice: Aquina – Don’t stop moving ahead; great things are on the horizon: This advice matches perfectly with the “strength” card. Maybe some challenges in 2022 seem tough, but if we push through then sweet results will await! Rubi and The Foxflighters – Your vibe attracts your tribe: this matches perfectly with the possible challenges of Three of Swords and Five of Swords. In 2022 we will probably have to rethink our own presence and how our actions affect our social environments instead of being trapped in the “what he said, she said” mindset. Maggie – Hug someone today: I think this goes for everyday; don’t forget to show love to loved ones. It makes hard times go by more easily. 11   General undertone: Two of Swords – Porcupine Spiti: Time for a beginner Mind Finishing the reading with the undertone of 2022; many deci­sions lie on the road and in order for us to make the right choices we will need to adjust our mindsets to this new way of living. I hope this was helpful for some of you. Remember, tarot is just for fun but sometimes the cards speak more wise words than many of us. Decks Used: Shadowscapes Tarot by Stephanie Pui-Mun Law The Spirit Animal Oracle by Colette Baron-Reid Pixiekins – A Daily Inspiration Deck by Paulina Cassidy

Stokkar: Shadowscapes Tarot eftir Stephanie Pui-Mun Law The Spirit Animal Oracle eftir Colette Baron-Reid Pixiekins – A Daily Inspiration Deck eftir Paulina Cassidy

THE STUDENT PAPER

86


STÚDENTABLAÐIÐ

Krossgáta Crossword Puzzle

→  Lárétt / Across 3  Fyrsti áhrifavaldurinn    The first influencer (Icelandic spelling) 5  Gríski jólasveinninn    The Greek Santa Claus (Icelandic Spelling) 7  Hefðbundinn heiðinn réttur fyrir jólin í Úkraínu    A traditional pagan dish made in Ukraine for Christmas 8  Í hjarta háskólasvæðisins    Located in the heart of the UI campus (Icelandic) 9  Forrit sem hjálpar þér að læra tungumál    An app which helps you learn languages 10  Höfundur Sjálfsævisögu Alice B. Toklas    Author of The Autobiography of Alice B. Toklas 12  Ungur refur    A young fox (Icelandic) 13  Stökkpallur fyrir frumkvöðla    A jumping-off point for entrepreneurs (Icelandic)

THE STUDENT PAPER

↓  Lóðrétt / Down 1     2     4

Skandinavískt jólabakkelsi Scandinavian Christmas delight (Icelandic) Uppistandshópur með sýningar í Tjarnarbíói A comic stand-up group that has shows in Tjarnarbíó Bækur sem koma út á haustin eru hluti af... (nf.) The Icelandic phenomenom of books coming out in the fall (Icelandic) 5  Ísköld heilsubót    An ice cold health benefit (Icelandic) 6  Vegan kökukompaní    A vegan cake company 11  Útilaug á Akranesi    An outside pool in Akranes

87


STÚDENTABLAÐIÐ

Sudoku Létt / Easy

Miðlungs / Medium

Erfið / Hard

Mjög erfið / Expert

THE STUDENT PAPER

88


STÚDENTABLAÐIÐ

Orðarugl Word Search T

H

A

A

I

W

K

E

X

J

T

K

J

A

M

U

A

C

Z

Z

M

L

O

I

U

F

Ú

T

S

E

E

R

H

P

R

T

H

W

Z

H

I

H

H

I

U

S

K

A

L

Y

W

U

B

M

R

R

P

R

Q

K

J

J

J

C

T

G

U

F

I

S

Z

I

C

B

Z

C

R

I

E

K

Q

K

K

T

K

W

K

W

O

O

A

A

Y

Ó

X

E

C

Æ

E

I

O

N

I

H

K

U

Q

C

R

K

R

I

Q

R

K

E

D

C

L

E

V

D

F

G

K

I

T

S

B

Y

K

K

O

F

G

K

Q

L

T

D

D

T

I

A

W

I

H

I

A

J

S

A

I

M

Z

X

S

R

D

E

M

S

L

R

V

M

E

N

A

Æ

Y

L

L

X

Y

S

A

Y

K

Q

N

G

V

J

S

A

M

G

S

G

E

F

L

L

B

Z

K

V

B

Í

V

A

G

Q

A

A

Q

Ú

T

I

S

J

L

A

Q

T

S

X

K

K

K

Q

P

O

G

G

L

J

A

R

S

N

W M

V

D

A

I

G

K

X

R

X

I

T

T

A

B

U

C

X

A

H

Q

H

U

R

A

S

K

E

L

L

I

R

W

U

R

E

Z

T

J

R

Z

V

H

S

A

N

A

G

T

U

I

M

F

E

R

D

X

N

M

A

C

R

C

T

V

D

T

O

H

X

G

N

P

I

N

B

R

U

F

E

H

Q

S

D

Z

R

S

R

R

L

S

N

M

O

O

A

T

T

Á

G

A

B

R

B

Z

S

T

V

M

V

Z

U

Q

C

Ö

P

A

G

J

E

M

R

X

O

A

Z

O

S

U

G

A

T

D

K

P

S

G

S

C

T

K

V

L

L

J

I

A

G

E

U

G

W

S

I

G

Z

Z

K

G

Z

I

A

R

G

Stekkjastaur Giljagaur Stúfur Þvörusleikir Pottaskefill

THE STUDENT PAPER

Askasleikir Hurðaskellir Skyrjarmur Bjúgnakrækir

Gluggagægir Gáttaþefur Ketkrókur Kertasníkir

89


STÚDENTABLAÐIÐ

Lausnir við þrautum Solutions to puzzles

THE STUDENT PAPER

90


„MEISTARAVERK!“ „MÖGNUÐ BÓK!“ ALLIR FUGLAR FLJÚGA Í LJÓSIÐ eftir Auði Jónsdóttur

„Þetta er svo falleg og nístandi og já bara rosaleg bók.“

Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur

„Ekkert slegið af ... Eftirminnilegar bókmenntir“

Gauti Kristmannsson, Rás 1 „Mögnuð bók. Hafði djúp og sterk áhrif á mig.“

Arndís Hrönn Egilsdóttir

KOLBEINSEY eftir Bergsvein Birgisson

Bok365

Nettavisen

Stavanger Aftenblad

„Algerlega frábær bók, hvílíkur rússíbani, nánast eins og Tarantinó kvikmynd.“

Kristín Heiða Kristinsdóttir, Morgunblaðinu „Kolbeinsey er ævintýraleg bók sem hefur allt til að bera; frumleika, skemmtun, dýpt í hugsun. Og hún er skrifuð af fágætum þýðleika og húmor. Meistaraverk.“ KEMUR ÚT SAMTÍMIS

Kári Stefánsson

Á ÍSLANDI OG Í NOREGI

www.bjartur-verold.is


Mundu eftir Aukakrónunum um jólin

Þú getur keypt næstum hvað sem er fyrir Aukakrónur hjá yfir 200 samstarfsaðilum okkar um allt land. Þú sérð stöðuna á krónunum þínum í appinu. Kynntu þér Aukakrónur á landsbankinn.is

L ANDSBANKINN.IS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Áhyggjur ungs fólks á Norðurslóðum

10min
pages 79-80

ٹھنڈی ہواؤں میں لہر تا ہوا دوپٹہ

12min
pages 76-77

Gulleggið: Stökkpallur fyrir frumkvöðla

3min
page 78

Staromod(er)no Prjónað af ást

12min
pages 69-71

Heimildarmyndir til að horfa á í jólafríinu

7min
pages 74-75

Bestu útiklefarnir á höfuðborgarsvæðinu

10min
pages 66-68

Anna og Snædís kynna leikárið 2021 2022

9min
pages 64-65

Hjarta í miðju háskólasamfélagsins

13min
pages 60-63

Українське Різдво. Православний Геловін

17min
pages 56-59

Er viðtal í gangi?

15min
pages 48-51

Ο «Ελληνικός» Άι Βασίλης

8min
pages 52-53

Íslenska jólabókaflóðið er einstakt

9min
pages 43-45

Að vera utanaðkomandi

6min
pages 41-42

Bókmenntahorn ritstjórnar

8min
pages 46-47

Babelbókasafn Borges

9min
pages 37-38

Útópía MC Myasnoi

8min
pages 30-31

Að lifa íslenska veturinn af

7min
pages 12-13

Sókrates var fyrsti áhrifavaldurinn

11min
pages 10-11

Nýtt líf í nýju landi

8min
pages 28-29

Ávarp ritstýru

11min
pages 5-7

Ávarp alþjóðafulltrúa LÍS

4min
pages 26-27

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn

4min
page 21

Uppáhalds orð erlendra nema á íslensku

4min
pages 8-9

Þýðingamikil alþjóðareynsla

8min
pages 19-20
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.